Náttúran.is er sjálfstætt starfandi vefsetur með aðaláherslu á að þjóna hinum almenna neytanda með áreiðanlegum upplýsingum um allt sem snertir umhverfi okkar og heilsu. Í raun er hér allt undir, nærumhverfi okkar og náttúran sjálf sem og heimilið, neyslan og fyrirtækin sem upplýstir borgarar vilja fá til aðstoðar við að skapa sjálfbæra framtíð.
Náttúran.is var stofnuð árið 2006.
Stofnandi og framkvæmdastjóri Náttúrunnar er Guðrún Arndís Tryggvadóttir.
Náttúran.is hlaut Kuðunginn fyrir árið 2011 fyrir „framúrskarandi vefsíðu um umhverfismál, og jákvæð áhrif þess á almenning og fyrirtæki.“ Segir í rökstuðningi valnefndar að stofnendur og eigendur hennar séu brautryðjendur á þessum vettvangi „knúin áfram af áhuga og umhyggju fyrir náttúrunni og umhverfinu.“
„Vefsíðan hefur innleitt nýja hugsun í umhverfisvitund Íslendinga“ sagði umhverfisráðherra m.a. við útlhutun verðlaunanna á Degi umhverfisins árið 2012. Sjá nánar í frétt frá úthlutuninni hér.
Náttúran.is fékk Umhverfisverðlaun Ölfuss árið 2015.
Náttúran.is var tilnefnd til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs árið 2015.
Sjá nánar um fyrirtækið hér.
Mistur hóf nýverið sölu á Bee‘s Wrap matvælaörkum í vefverslun sinni. Bee‘s Wrap eru fjölnota arkir sem ætlaðar eru til verndar og geymslu matvæla. Þær eru handgerðar, framleiddar úr lífrænt ræktaðri bómull, býflugnavaxi úr sjálfbærri framleiðslu, lífrænni jójóba olíu og trjákvoðu.
Saman gera þessi efni það að verkum að arkirnar geta leyst af hólmi plastpoka og filmu við geymslu matvæla. Notkunin er auðveld, þú finnur einfaldlega þá stærð sem hentar utan um það sem þú ætlar að geyma ...