Náttúran.is er sjálfstætt starfandi vefsetur með aðaláherslu á að þjóna hinum almenna neytanda með áreiðanlegum upplýsingum um allt sem snertir umhverfi okkar og heilsu. Í raun er hér allt undir, nærumhverfi okkar og náttúran sjálf sem og heimilið, neyslan og fyrirtækin sem upplýstir borgarar vilja fá til aðstoðar við að skapa sjálfbæra framtíð.

Náttúran.is var stofnuð árið 2006.
Stofnandi og framkvæmdastjóri Náttúrunnar er Guðrún Arndís Tryggvadóttir.

Náttúran.is hlaut Kuðunginn fyrir árið 2011 fyrir „framúrskarandi vefsíðu um umhverfismál, og jákvæð áhrif þess á almenning og fyrirtæki.“  Segir í rökstuðningi valnefndar að stofnendur og eigendur hennar séu brautryðjendur á þessum vettvangi „knúin áfram af áhuga og umhyggju fyrir náttúrunni og umhverfinu.“

„Vefsíðan hefur innleitt nýja hugsun í umhverfisvitund Íslendinga“ sagði umhverfisráðherra m.a. við útlhutun verðlaunanna á Degi umhverfisins árið 2012. Sjá nánar í frétt frá úthlutuninni hér.

Náttúran.is fékk Umhverfisverðlaun Ölfuss árið 2015.

Náttúran.is var tilnefnd til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs árið 2015.

Sjá nánar um fyrirtækið hér.

 


Náttúrulegur valkostur í stað plastfilmu til geymslu matvæla 8.11.2016

Mistur hóf nýverið sölu á Bee‘s Wrap matvælaörkum í vefverslun sinni. Bee‘s Wrap eru fjölnota arkir sem ætlaðar eru til verndar og geymslu matvæla. Þær eru handgerðar, framleiddar úr lífrænt ræktaðri bómull, býflugnavaxi úr sjálfbærri framleiðslu, lífrænni jójóba olíu og trjákvoðu. 

Saman gera þessi efni það að verkum að arkirnar geta leyst af hólmi plastpoka og filmu við geymslu matvæla. Notkunin er auðveld, þú finnur einfaldlega þá stærð sem hentar utan um það sem þú ætlar að geyma ...

Helstu skilaboð jólanna eru að hver manneskja leiti ljóssins innra með sér og sýni náttúrunni og samferðarmönnum sínum umhyggju, virðingu og ást.

Með það í huga óskum við lesendum okkar, viðskiptavinum, stuðningsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegrar jólahátíðar.

Gunna og Einar, starfshjón Náttúran.is.

Grafík: Jólasería, Guðrún Tryggvadóttir.

Orkunotkun okkar nær hámarki um jólin. Hámark orkunotkunar er merkilegt fyrirbæri því að það ræður í raun stærð virkjana. Þessi afltoppur ákvarðar í raun nauðsynlega stærð virkjana. Það er ekki hægt að geyma rafmagn og því gildir að því hærra sem við teygjum afltoppinn því stærri virkjun þurfum við og þá skiptir litlu máli þó að meðalnotkun dragist saman.

Um ...

Mistur hóf nýverið sölu á Bee‘s Wrap matvælaörkum í vefverslun sinni. Bee‘s Wrap eru fjölnota arkir sem ætlaðar eru til verndar og geymslu matvæla. Þær eru handgerðar, framleiddar úr lífrænt ræktaðri bómull, býflugnavaxi úr sjálfbærri framleiðslu, lífrænni jójóba olíu og trjákvoðu. 

Saman gera þessi efni það að verkum að arkirnar geta leyst af hólmi plastpoka og filmu við ...

08. nóvember 2016

Nokkrir af hinu fjölskrúðuga úrvali Kaja innkaupapoka.

Kaja organic, sem rekur tvær lífrænar verslanir, Matarbúr Kaju og Café Kaja á Akranesi og Matarbúr Kaju á Óðinsgötunni í Reykjavík, fer alla leið í umhverfishugsuninni.

Ekki aðeins var Kaja fyrst með lífrænt vottaða matvörurlínu pakkaða á Íslandi og stofnaði fyrstu lífrænt vottuðu verslanirnar heldur er stefna Kaju að skilja sem minnst rusl eftir á þessari jörð.

Ekki nóg með ...

Wirk Zevenhuizen flutti til Íslands fyrir 2 árum og hóf störf sem rekstrarstjóri í Hreðavatnsskála. Wirk er fæddur í Hollandi en ólst upp í Tyrklandi og hefur ferðast um heiminn og eldað mat þ.á.m. á Ítalíu þar sem hann lærði að búa til pasta. Wirk hefur fengið viðurnefnið „pastaman“ enda elskar hann að búa til pasta.

Wirg Zewenhuizen framleiðandi Norðurárdals- pastans.Þar sem ...

Hluti af fósturjörðinni, mosi og ljónslappi. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Á fundi ríkisstjórnarinnar þ. 1. október 2010 var ákveðið að 16. september, fæðingardagur Ómars Ragnarssonar, yrði haldinn hátíðlegur sem „dagur íslenskrar náttúru“. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lagði fram tillögu þess efnis. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar var viðurkenningu á framlagi Ómars til náttúruverndar og almenningsfræðslu um mikilvægi íslenskrar náttúru sem og allra þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum til að efla fræðslu um ...

Appið Húsið skoðað í spjaldtölvu.Föstudaginn 9. september nk. verður sýning undir heitinu „Saman gegn sóun 2016“ haldin í Perlunni auk þess sem samnefnd ráðstefna verður haldin í Nauthóli.

Sýningin „Saman gegn sóun“ opnar föstudaginn 9. september kl. 14:00 og er opin til kl. 18:00. Á laugardeginum 10. september opnar sýningin kl. 12:00 og lýkur kl. 17:30. Aðgangur er ókeypis.

Umhverfisstofnun ...

Útivera er ein skemmtilegasta leiðin til að halda sér og fjölskyldu sinni heilbrigðri og léttri í lund. Ferðalög þurfa ekki að vara lengi en það getur verið yndisleg upplifun fyrir fjölskylduna að komast aðeins út fyrir borgina eða bæinn og út í náttúruna. Keyrið varlega og njótið þess að skoða út um gluggan það sem fyrir augum ber. Mundu að ...

Umhirða bílsins

  • Best er að fara með bílinn í allsherjarskoðun hjá bílaumboðinu að minnsta kosti einu sinni á ári.
  • Ráðlagt er að gá að loftþrýstingnum í dekkjunum reglulega.
  • Dekkin slitna minna ef loftþrýstingurinn er réttur auk þess sem eldsneyti sparast ef dekkin eru ekki of loftlítil.
  • Gott er að bóna bílinn nokkrum sinnum á ári. Þá festist olía og ryk ...

Hinn árlegi opni dagur í Skaftholti verður á laugardaginn 3. september frá kl. 14:00 til 17:00 í ár.

Skaftholti í Gnúpverjahreppi hefur verið stundaður lífrænn og lífefldur (bio-dynamic) búskapur undir stjórn Guðfinns Jakobssonar í yfir 30 ár. Þar hefur ennfremur verið unnið mikið og merkilegt meðferðarstarf en um 20-25 heimilismenn eru að jafnaði búsettir í Skaftholti þar ...

Þúfusteinsbrjótur. Ljósm. Einar Bergmundur.Á degi hinna villtu blóma í Alviðru 2015Dagur hinna villtu blóma verður í ár haldinn sunnudaginn 19. júní. Þann dag gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.

Flóruvinir og aðrir sem eru reiðubúnir til að standa fyrir plöntuskoðunarferð á blómadaginn eru hér með beðnir að láta ...

Sigurður Eyberg.Þér er boðið á frumsýningu heimildarmyndar Sigurðar Eyberg sem nefnist „Maðurinn sem minnkaði vistsporið sitt“ en hún fjallar um Sigga og baráttu hans við að lifa sjálfbæru lífi í ósjálfbæru samfélagi.

Frumsýning er í Háskólabíói þ. 20. apríl kl. 15:00.

Siggi reynir að ná Vistsporinu sínu inn fyrir mörk sjálfbærninnar en það er fátt í íslensku samfélagi sem styður ...


Jökulsárlón. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Landvernd skorar á Alþingi og ríkisstjórn að festa kaup á jörðinni Felli í Suðursveit sem á austurbakka Jökulsárlóns og vernda það ásamt Breiðamerkursandi í heild sinni sem hluta af Vatnajökulsþjóðgarði. Þá skorar Landvernd á stjórnvöld að veita auknu fjármagni í rannsóknir á einstöku lífríki Jökulsárlóns og í náttúruvernd á svæðinu.

Aðalfundur Landverndar árið 2015 ályktaði og skoraði á stjórnvöld að ...

Til þess að einfalda endurvinnsluna og hvetja fólk til að taka þátt í því að minnka magn sorps sem fer óflokkað í heimilistunnuna, engum til gagns né gleði, hefur Náttúran þróað Endurvinnslukort sem segir þér allt um endurvinnsluflokkana, sýnir þér hvar næsta grenndargám eða endurvinnslustöð í þínu næsta nágrenni er að finna og segir þér einnig hvaða flokkum er tekið ...

Endurvinnslukortið á dalir.isNáttúran.is verður með kynningu á íbúafundi í Búðardal í kvöld þ. 12. apríl kl. 20:00 en fyrir ári síðan slóst Dalabyggð í hóp sveitarfélaga sem er í beinni samvinnu um þróun Endurvinnslukorts sérstaklega fyrir sveitarfélagið og birtist kortið á vefsvæði sveitarfélagsins dalir.is. auk þess að vera aðgengilegt á vef Náttúrunnar og í Endurvinnsluappinu.

Aðstandendur vefsins Nátturan.is ...

Kassar til að safna dósum í fyrir Græna skáta.Grænir skátar hafa sérhæft sig í söfnun á skilagjaldsskyldum umbúðum. Félagið er í eigu Bandalags íslenskra skáta og hefur starfað síðan 1989.

Grænir skátar eru með móttökustöðvar víðsvegar um landið þar sem allir geta losað sig við dósir og gefið áfram. Gámar frá Grænum skátum eru víða staðsettir eins og sjá má á kortinu á veffnum graenirskatar.is.

Gámar Grænna ...

6 dagar frá sáningu. Zuccini summer squash, Black beauty. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir..Sáðtíðin hefur hafist í höfuðstöðvum Náttúrunnar í Alviðru.

Þann 20. mars sl. sáði ég nokkrum kúrbítsfræjum og 6 dögum síðar leit bakkinn svona út (sjá efri mynd).

Daginn eftir höfðu þær næstum tvöfaldast að stærð (sjá neðri mynd) sem þýðir að í síðasta lagi á morgun þurfa þær meira rými, sína eigin potta.

Af reynslunni að dæma veit ég að ...

Vorið er seint á ferðinn hér á norðurslóðum og Páskarnir eru því oft það fyrsta sem að minnir okkur á að vorið sé að koma. Páskaundirbúningurinn er því kannski enn mikilvægari á Íslandi en t.d. í mið-Evrópu þar sem vorið er löngu farið að minna á sig hvort eð er.

Það er skemmtilegur siður að nota greinar af runnum ...

Skífa sem sýnir hvernig tímatal og mánaðarheiti í nútíð og hátíð skarast. Grafík Guðrún Tryggvadóttir.Í dag er jafndægur að vori, þ.e. nóttin er jafnlöng deginum. Í Riti Björns Halldórsson Sauðlauksdal segir; „Martíus, eða jafndægramánuður ... nú er vertíð við sjó og vorið byrjar“. Í tilefni jafndægurs að vori og til að tengja okkur náttúrunni í vorbyrjun er tilvalið að rifja upp gamla Bændadagatalið, en svo segir í 6. kafla Ætigarðsins - handbók grasnytjungsins eftir Hildi ...

Forsíða vefsins matarsoun.isÁ morgunverðarfundi sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið boðaði til fimmtudaginn 17. mars sl. var stefna um úrgangsmál undir yfirsögninni Saman gegn sóun – 2016 – 2027 kynnt og nýr vefur um matarsóun matarsoun.is kynntur til leiks.

Helstu markmið stefnunnar eru að draga úr myndun úrgangs m.a. með því að bæta nýtingu auðlinda. Áhersla er lögð á fræðslu til að koma í ...

Merki Kuðungsins. Merkið hér að ofan er Kuðungur sem Náttúran.is fékk en Náttúran.is fékk umhverfisviðurkenninguna fyrir árið 2011.

Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2015.

Óskað er eftir því að stutt greinargerð fylgi með tilnefningunni. Fyrirtæki og stofnanir geta hvort heldur tilnefnt sig sjálf eða verið tilnefnd af öðrum.

Kuðungurinn er viðurkenning á ...

Vistræktarsíðu Náttúrunnar er ætlað að vera samansafn fróðleiks um vistrækt á íslensku. Hér verður deilt áhugaverðum upplýsingum sem nýst getur iðkendum, ræktendum og áhugamönnum um hugmyndafræðina.

Vistrækt er heildrænt hönnunarkerfi sem líkir eftir náttúrunni með það að markmiði að skapa sjálfbært samfélag. Í því felst m.a. matvælaframleiðsla sem vinnur með náttúrulegu umhverfi.

Vistrækt hefur að leiðarljósi sjálfbæra, umhverfisvæna landnotkun ...

Náttúran heldur áfram að birta sáðalmanak og fyrstu hálfa ár ársins 2016 er þegar komið inn. Guðfinnur Jakobsson lífrænn bóndi í Skaftholti hefur tekið saman efni í sáðalmanak Náttúrunnar. Smelltu hér til að skoða sáðalmanakið. 

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún fékkst við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak ...

Dynkur í efri hluta Þjórsár. Ljósm. Landvernd.Landvernd hefur sett af stað undirskriftsöfnun Áskorun á umhverfisráðherra til að hvetja umhverfisráðherra til að staðfesta ekki kynntar breytingar á starfsreglum verkefnisstjórnar rammaáætlunar.

Sjá frétt hér á Náttúrunni og drögin að breytingum á starfsreglum verkefnisstjórnar verndar- og orkunýtingaráætlunar (pdf skjal).

Hægt er að skila athugasemdum til ráðuneytisins til 22. febrúar. Nánar má lesa um málið hér að neðan.

Áskorunin á ...

17. febrúar 2016

Snyrtipinninn var upphaflega hannaður af óþekktum höfundi til að efla snyrtilega umgengi í Bretlandi. Þýðing merkisins er að rusli skuli henda í þar til gerðar ruslakörfur í borgum. Ótal útgáfur hafa síðan verið hannaðar þar sem snyrtipinninn er að henda alls kyns hlutum allt frá blaði til atómsprengju.

Einn af þjónustuliðum Náttúrunnar er Veðurspá. Náttúran.is nýtir sér þjónustu Veðurstofunnar og Reiknistofu í veðurfræði og birtir bæði hefðbundna veðurspá og veðurathuganir auk veðurþáttaspáar sem mörgum finnst gagnlegri.

Tengill á veðrið er undir tenglinum Samfélagið:Veðurspá. Einnig birtast viðvaranir þegar svo ber undir.

Á forsíðu er lítið rauntímakort frá windyty.com sem sýnir vind á Íslandi. 
Hægt er að ...

04. febrúar 2016

Nú þegar árstíðin leyfir ekki uppskeru eigin matjurta og dýrt er að kaupa grænmeti á diskinn mælum við með því að salat sé nýtt betur. Oft er hægt að leyfa salati að vaxa áfram á góðum björtum stað og þá með nægum vatnsbirgðum.

Framleiðendur eru vafalaust ekki par hrifnir af því að mælt sé með þessu sparnaðarráði en við látum ...

Ljósmynd: Einar Bergmundur á Snæfellsjökli. Ljósm. Guðrún A. TryggvadóttirEinar Bergmundur Þorgerðarson Bóasarson

Tækniþróunarstjóri Náttúran.is

Gsm: 892 5657

einar@nature.is
natturan.is

Nám

2004-2007 The University of Liverpool, England. Post graduate tölvunarfræði og upplýsingatækni. 
1981-1987 Leiklistarnám hjá Helga Skúlasyni og Kára Halldóri
1979-1980 Nám í heimildaljósmyndun við Ljósmyndaskólann, Biskops Arnö, Svíþjóð
1980-1984 Söngskólinn í Reykjavík, og síðar einkatímar í klassískum söng hjá Sigurði Demetz og Andrei Orlowitz ...

Ljósmynd Örn ÓskarssonÁrlega fitjar Fuglavernd upp á talningu garðfugla yfir eina helgi. Nú eins og venjulega er um að ræða síðustu helgina í janúar.

Framkvæmdin er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í klukkutíma föstud. 29. jan., laugard. 30. jan., sunnud. 31. jan. eða mánud. 1. feb. - einhverjum garði. Skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi ...

Enn á ný hefst ræktun í samfélagslega grenndargarðinum og gróðurhúsinu Seljagarði við Jökulsel í Seljahverfi.

Í boði eru bæði gróðurhúsarreitir og útireitir fyrir áhugasama ræktendur.  ÓKEYPIS þátttaka í sameiginilega hluta. Hægt er að taka frá lítil beð fyrir einkaræktun gegn umhirðu á sameiginlegu svæðum eða smávægilegu gjaldi.

Endilega hafið samband og gangið frá skráningu. Byrjendur og nýgræðingar í ræktun eru ...

27. janúar 2016

Ecotrophelia Ísland er keppni meðal háskólanemenda í þróun vistvænna matvæla. Keppnin felst í að þróa markaðshæf, vistvæn matvæli eða drykki. Keppnin er haldin árlega í síðari hluta maí og er nú kallað eftir keppnisliðum.

Nú stendur yfir skráning nemendahópa sem vilja taka þátt í keppninni í ár. Í hverjum hópi mega vera tveir til tíu nemendur, skráðir í nám á ...

Matvörulínan Kaja - fyrsta lífrænt vottaða vörulínan sem er pökkuð á Íslandi er nú komin í dreifingu hjá Höllu að Víkurbraut 62 í Grindavík en hún opnaði nýlega veitingastað með smáverslun þar í bæ sem hún rekur meðfram veislu- og heimsendingarþjónustu sinni.

Hjá Höllu leggur aðaláherslu á hollusturétti sem hún vinnur frá grunni, m.a. úr lífrænum gæðahráefnum frá Kaja organic ...

Grænt Íslandskort er samvinnuverkefni Náttúran.is, fjölþjóðlega verkefnisins Green Map® System og Land- og ferðamálafræðistofu Háskóla Íslands. Grænu kortin okkar byggja á flokkunarkerfi Green Map® kerfisins og gagnagrunni Grænna síðna™ Náttúrunnar sem er árangur níu ára rannsóknarvinnu á vistvænum kostum í viðskiptum og ferðamennsku á Íslandi.

Græna kortið er á; íslensku, ensku, þýsku, ítölsku og frönsku, og tengist hinu gríðarlega ...

Viktoría Gilsdóttir ormamoltugerðarleiðbeinandi. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Námskeið í ormamoltugerð verður haldið í Matrika Studio Stangarhyl 7 laugardaginn 30 janúar frá kl. 14:00-16:00.

Leiðbeinandi er Viktoría Gilsdóttir en hún hefur gert tilraunir með ormamoltugerð og þróað aðferðir sem virka vel við íslenskar aðstæður. Hægt er að hafa ormamoltukassa t.d. í eldhúsinu eða vaskahúsinu enda kemur engin ólykt af moltugerðinni og moltan sem ormarnir framleiða ...

Gunna prikklar baunir vorið 2015. Ljósm. Einar Bergmundur.Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Myndlistarmaður.
Stofnandi, ritstjóri, hugmyndasmiður og hönnuður Náttúran.is.

Heimili, skrifstofa og vinnustofa í Alviðru, 816 Ölfus.

Gsm: 863 5490

gudrun@tryggvadottir.com
GT á Facebook
tryggvadottir.com
Listamaðurinn GT á Facebook

Nám

1979-1983 Akademie der Bildenden Künste, München, Þýskaland. Málun og grafík, Diploma/MFA, Summa cum laude
1978-1979 École Nationale Supérieure des Beaux-Arts, París, Frakkland. Málaradeild
1974-1978 ...

Sólin um vetrarsólstöður. Ljósm. Einar Bergmundur.Eins og nafnið bendir til þá eiga vetrarsólstöður sér andsvar í sumarsólstöðum. Þessar hátiðir hafa reyndar notið minni virðingar í seinni tíð borgarmenningar þar sem tengslin við náttúruna hafa minnkað. En þeir sem lifa í tenglsum við náttúruna eru mjög meðvitaðir um þessa póla á hringferli ársins. Við hér á Íslandi erum líka nákomin þeim þar sem þeir tákna hámark ...

21. desember 2015

Grenitré er sígrænt og minnir á eilíft líf. Með því að skreyta það undirstrikum við gjafmildi jarðar og þá töfra sem náttúran býr yfir. Skrautið sem við setjum á tréð hefur einnig ákveðna þýðingu fyrir sálina. Þríhyrningsform grenitrés vísar upp og er tákn elds. Það er einnig tákn föður, sonar og heilags anda.

Við skreytum með grenigreinum til að minna ...

Þröstur Eysteinsson nýskipaður skógræktarsjóri. Ljósm. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað Þröst Eysteinsson í embætti skógræktarstjóra til fimm ára. Þröstur hefur frá árinu 2003 starfað sem sviðsstjóri Þjóðskóganna hjá Skógrækt ríkisins.

Þröstur var annar tveggja umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfastan til að gegna embættinu. Hann lauk doktorsprófi í skógarauðlindum frá háskólanum í Maine í Bandaríkjunum og meistaragráðu í skógfræði frá sama skóla. Áður en hann tók ...

Það er alls ekki nauðsynlegt að nota keyptan jólapappír enda er hann bæði dýr og óendurnvinnanlegur. Þetta er staðreynd sem að ekki er hægt að líta fram hjá, nú þegar að við þurfum að endurskoða allar okkar neysluvenjur og hugsa upp á nýtt.

Þumalputtareglan er að því meira glansandi og glitrandi sem jólapappírinn er, þeim mun óumhverfisvænni er hann. En ...

Ný drög að hnattrænum samningi um aðgerðir í loftslagsmálum, með þátttöku allra ríkja, voru kynnt seint í gærkvöld á aðildaríkjaþingi loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP21). Þótt ágætlega miði í viðræðunum á enn eftir að komast að niðurstöðu um atriði er varða m.a. fjármögnun aðgerða, ábyrgðarskiptingu milli ríkja og ríkjahópa og eftirfylgni samningsins.

Drögin voru kynnt á ellefta tímanum í gærkvöldi ...

Nýtt app úr smiðju Náttúran.is hefur verið samþykkt hjá Apple og er komið í dreifingu. Appið er ókeypist til niðurhals og tekur fyrir menningu, hagkerfi og náttúru á Suðurlandi. Áður hefur Náttúran.is gefið út Græn kort í vef- og prentútgáfum

Grænu kortin okkar byggja á flokkunarkerfi Green Map® kerfisins og gagnagrunni Grænna síðna™ Náttúrunnar sem er árangur níu ...

Þannig virkar Græna trektin. Grafík af vef VistorkuNýlega var byrjað að safna afgangs matarolíu á Akureyri með því að hvert heimili geti fengið sérhannaða trekt með loki, svokallaða „græna trekt“ sem skrúfuð er á venjulegar plasflöskur undan gosi og vatni og í hana er afgangsolían sett.

Olían er síðan hreinsuð og verður notuð sem eldsneyti á strætisvagna Akureyrarbæjar.

Norðurorka, Orkusetur og Vistorka, hafa keypt 3000 slíkar trektir ...

Hátíðleikinn býr ekki hvað síst í undirbúningi jólanna enda er tilhlökkunin það sem að vekur jólin innra með okkur. Kaldasti og dimmasta tími ársins kallar á von og hlýju, tilhlökkun eftir endurkomu ljóssins og lengri degi. Jól tengjast vetrarsólhvörfum, ekki einungis í kristinni trú. Í flestum trúarbrögðum er um einhverskonar hátið að ræða á þessum árstíma. Þörf mannsins til að ...

Loftslagsráðstefnan COP 21 hófst í París í gær en þar mætast rúmlega 150 þjóðarleiðtogar, fylgilið þeirra, pressan og ýmisir hagsmunaaðilar. Forsvarsmenn Náttúran.is verða ekki á ráðstefnunni enda höfum við litið á það sem okkar hlutverk að uppfræða almenning hér heima um stöðuna og koma með hugmyndir og lausnir að vandanum sem á sér að sjálfsögðu mikið til rætur í ...

Náttúran.is er upplýsingaveita og fréttamiðill fyrir allt sem tengist náttúru og umhverfi á einhvern hátt.

Náttúran.is er sjálfstætt starfandi vefsetur með aðaláherslu á að þjóna hinum almenna neytanda með áreiðanlegum upplýsingum um allt sem snertir umhverfi okkar og heilsu. Í raun er hér allt undir, nærumhverfi okkar og náttúran sjálf sem og heimilið, neyslan og fyrirtækin sem upplýstir ...

Útskýringarveggmynd með dæmum um hvað talist getur til „óþarfa“ umbúða.

Laugardaginn 14. nóvember frá kl. 12:00 á hádegi hvetur hópurinn „Bylting gegn umbúðum“ fólk til að senda verslunum og framleiðendum skýr skilaboð og skilja óþarfa umbúðir eftir í verslunum. Þjóðverjar stunduðu þessa borgaralegu óhlýðni (eða réttara sagt hlýðni) sem skilaði miklum árangri.

p.s muna líka eftir fjölnota pokunum.

Sjá Facebookviðburðin „Skiljum óþarfa umbúðir eftir við kassann“.

Sjá Facebooksíðuna ...

Tómas Knútsson tekur við styrknum frá HB Granda úr hendi Vilhjálms Vilhjálmssonar forstjóra. Ljósm. HB Grandi: Kristján Maack.Fjallað var um þau ánægjulegu tíðindi á Víkurfréttum í gær að HB Grandi styrki Bláa herinn um eina milljón króna. Nú þegar það undarlega hátterni stjórnvalda er ríkjandi að skera allan stuðning til umhverfisstarf niður eða alveg upp við nögl er það því sérstaklega ánægjulegt að einstök fyrirtæki skuli stíga fram og sýna samfélagslega ábyrgð með þessum hætti.

Tómas Knútsson ...

Landsbankinn auglýsti styrki til umhverfismála og náttúruverndar í lok árs 2011 og sótti Náttúran um að fá styrk til að standa straum af kostnaði við þróun Endurvinnslukorts-apps fyrir snjallsíma og spjaldtölvur og fékk úthlutun.

Endurvinnslukorts-appið fór í dreifingu ári síðar og sýnir móttökustaði endurvinnanlegs sorps á öllu landinu og fræðir almenning um endurvinnslumál almennt.

Haustið 2015 fékk Náttúran.is styrk ...

María og Pétur hakka lifur. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Að taka slátur er búbót mikil og þó að umstangið sé talsvert fæst mikill matur og hollur fyrir lítið fé.

Þar sem að ég fékk hvorki mömmu mína né mágkonur til að ryfja upp sláturgerð fyrri tíma með mér, svo ég fái nú lært þennan þjóðlega matartilbúning, var ég næstum búin að gefa upp vonina en var loks svo heppin ...

María Pétursdóttir hellir blóðinu í balann. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Hér er uppskrift af blóðmör sem á að duga fyrir 5 slátur eða 25 keppi en dugði reyndar aðeins fyrir 15 keppi, en það má kannski hafa þá minni.

  • 2 l. blóð
  • 1/2 l. vatn
  • 2 matsk. salt
  • 1 tsk. pipar
  • 1 tsk. blóðberg
  • 3 bollar heilhveiti
  • 3 bollar haframjöl
  • 3 bollar rúsínur (má sleppa)
  • 1-1,25 kg mör ...

Mýrdalshreppur og Náttúran.is hafa gert með sér samkomulag um þróun Endurvinnslukorts fyrir sveitarfélagið og er það fimmta Endurvinnslukort sveitarfélaga sem hleypt er af stokkunum. Endurvinnslukort Mýrdalshrepps er nú aðgengilegt í tengli t.h. á vik.is.

Endurvinnslukortið fyrir allt landið hefur að geyma gríðarlegt magn upplýsinga um endurvinnslu og móttökustaði á öllu landinu en þau sveitarfélög sem ganga til ...

Krabbafundur. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Miðvikudaginn 14. október frá 9:30-11:00 verður haldinn samfráðsfundur um stefnu SFS í menntun til sjálfbærni í Frístundamiðstöðinni í Gufunesi.

Helena W. Óladóttir verður með stutta kynningu á fyrirhugaðri stefnumörkun.
Heimskaffi þar sem þátttakendum gefst kostur á að leggja sitt af mörkum við mótun stefnunnar.

Sjálfbærni er einn af sex grunnþáttum í menntastefnu þjóðarinnar. Leiðarljós menntunar til sjálfbærni er ...

Matvörulínan Kaja er fyrsta lífrænt vottaða vörulínan sem er pökkuð á Íslandi. Í dag samanstendur vörulínan af 56 vörutegundum; 20 kryddtegundum, hráefnum í morgunverðinn, þurrkuðum ávöxtum, hnetum, fræjum, grjónum, pasta og öðru meðlæti. Í lífrænu vörulínuna Kaja munu síðan smám saman bætast við fleiri vörutegundir.

Kaja vörurnar fást nú þegar í Lifandi markaði og Bændum í bænum.

Kaja vörunum er ...

Á fundi ríkisstjórnarinnar þ. 1. október 2010 var ákveðið að 16. september, fæðingardagur Ómars Ragnarssonar, yrði haldinn hátíðlegur sem „dagur íslenskrar náttúru“. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lagði fram tillögu þess efnis. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar var viðurkenningu á framlagi Ómars til náttúruverndar og almenningsfræðslu um mikilvægi íslenskrar náttúru sem og allra þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum til að efla fræðslu um ...

Merkið Vistvæn landbúnaðarafurðLandbúnaðarráðuneytið hefur ákveðið að fella úr gildi reglugerð um vistvæna vottun, því hún sé úrelt og barn síns tíma. Nærri allt íslenskt grænmeti er merkt með vottuninni.

Í kjölfar umræðu sem átti sér stað í júní 2014 setti landbúnaðarráðherra á fót starfshóp sem átti að fara yfir reglugerðina. Í frétt í Fréttablaðinu þ. 28. ágúst sl. tjáði ráðherra sig um ...

Soil Association stendur fyrir lífrænum september nú í ár undir kjörorðinu elskaðu Jörðina - elskaðu lífrænt. Þó að herferðin sé bresk er engin ástæða til að taka ekki þátt því öllum erum við á sömu Jörðinni og höfum sömu hagsmuni þ.e. að viðhalda og auka frjósemi Jarðar og styðja við heilbrigða matvælaframleiðslu í heiminum, með buddunni.

Lífræna vottunarkerfi Vottunarstofunnar Túns ...

Hinn árlegi opni dagur í Skaftholti verður á laugardaginn 29. ágúst frá kl. 14:00 til 17:00 í ár.

Auk grænmetissölu og veitinga verður börnum boðið að fara á hestbak einnig verða stuttar kynningar:

  • Kl. 14:30  Í Mikjálsbæ: Kynning á búsetu og starfsemi Skaftholts.
  • Kl. 15:30  Í Fjósinu:  Kynning á lífefldum landbúnaði.
  • Kl. 16:30  Í Gróðurhúsum ...

Uppskrift af mjaðurtar-svaladrykk frá Önnu Karlsdóttur:

Tínið minnst 40-50 blómkólfa af mjaðurt í fullum blóma*, á stað fjarri byggð og þar sem gnægt er af henni.

  • Sjóðið 2 lítra af vatni með 1 kílói af sykri (gæti t.d verið helmingur hvítur og helmingur brúnn eða minna unninn sykur).
  • 3 -4 sítrónur (helst lífrænar, annars vel skrúbbaðar) í sneiðum.
  • Leggið ...

Vallhumall [Achillea millefolium]

Lýsing: Jurtin er 10-50 cm há. Efst á stönglinum sitja blómin, margar körfur saman og mynda þéttan koll. Stöngullinn er seigur, hærður og á honum sitja stakstæð fín-fjaðurskipt blöð. Blómin oftast hvít, stundum bleik eða rauð. Algengur um allt land í þurrum jarðvegi.

Árstími: Takist áður en stöngullinn trénar. Júlí-ágúst. Vallhumall er bestur ef aðeins eru tekin ...

Morgunfrú, Marigold
(Calendula officinalis)

Gamla nafnið yfir þessa jurt er „gull“, Marigold á ensku enda lítur blómið út eins og glampandi gull í sinni tilkomumiklu fegurð. Morgunfrúin hefur unnið sér sess í görðum heimsins vegna þess hve hún er mikilvæg í heimilisapótekið en hún er bæði notuð innvortis og útvortis auk þess sem hún er notuð til matar. Hún er ...

Birki- og mjaðurtar - bað og nuddolía, góð fyrir liðamótin

Mjaðurt lögð til þurrkunar. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Innihald:       
Birkilauf  2/3 hluti
Mjaðurt 1/3 hluti   
Ólífuolía 2/3 full krukka
Rósmarín kjarnaolía, nokkrir dropar

Til gerðar þarf:
Ílát: Góðan pott og skál
Verkfæri: Sleif, hníf og skurðarbretti

Nýttir plöntuhlutar: Laufið af birkinu og blómið af mjaðurtinni skorið smátt   
Tími söfnunar: Birkið tínt af heilbrigðum plöntum, helst ný ...

Stönglarnir settir í krukku og flórsykri hellt yfir, hrista verður niður í krukkunni nokkrum sinnum til að geta fyllt hana alveg. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Nú er rétti tíminn til að skera hvönn og margt gott hægt að gera úr stönglum ætihvannarinnar [Angelica archangelica]. Seinna í sumar er síðan hægt að safna fræjum, þurrka og nota í brauð. Einn af eiginleikum ætihvannarinnar er að vinna gegn öndunarerfiðleikum og hósta og því tilvalið að nota þessa frábæru jurt til að útbúa hóstastillandi hálstöflur eða dropa.

Stönglarnir togaðir upp úr krukkunni. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Einfalt ...

27. júlí 2015

Mjaðurt haldið á lofti. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Mjaðurt [Filipendula ulmaria]

Lýsing: Uppréttur stöngull, blöðin stór, samsett, dökkgræn á efra borði en grálóhærð að neðan. Blómin smá, mörg saman í stórum skúfum. Rósaætt. Algeng í rökum jarðvegi einkum á Suður- og Vesturlandi.

Árstími: Júlí

Tínsla: Takist fullsprottin og nýblómguð, áður en stöngull verður verulega trénaður. Notið sigð eða ljá og skerið stöngulinn 15-20 sm ofan við rót.

Meðferð ...

Hnapparnir þrír, Endurvinnslukort sveitarfélags, Endurvinnslukort Ísland og Spurt og svarað samskiptakerfið.

Nú er spurt og svarað samskiptakerfið tilbúið og komið inn á Endurvinnslukort sveitarfélaganna.

Notendur geta skráð sig inn með auðkenni frá samskiptamiðlum.

Spjallkerfið virkar þannig að hægt er að varpa fram spurningum um tiltekið efni og fá svör við þeim.
Svörin geta verið frá öðrum notendum, umhverfisfulltrúum sveitarfélaga eða starfsfólki Náttúrunnar.

Með söfnun spurninga og svara verður tli viskubrunnur þar ...

Uppskrift af kerfils-svaladrykk frá Önnu Karlsdóttur:

Tínið minnst 40-50 lauf af kerfli*, á stað fjarri byggð og þar sem gnægt er af honum. Ekki skaðar að taka hann þar sem hann er óvelkominn en kerfill er mjög ágeng jurt og þolir vel góða grisjun, jafnvel þar sem hann er velkominn.

  • Sjóðið 2 lítra af vatni með 1 kílói af sykri ...

Blóðberg í skjóðu. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Blóðberg [Thymus praecox ssp. Arcticus]

Lýsing: Afar fíngerður jarðlægur smárunni sem blómstrar mikið, rauðbleikum eða blárauðum blómum, í júní. Algengt í mólendi, melum og sendnum jarðvegi um allt land.

Árstími: Blóðberg þarf að tína í júní, um það leyti sem blómgun er að hefjast. Blómgunin er fyrst á láglendi en síðar eftir því sem það vex hærra. Því má lengja ...

Hindber (Rubus idaeus L.)Hindber eru allt frá miðöldum þekkt fyrir lækningamátt sinn. Hindberið er í raun ekki ber heldur safn um 20 smárra steinaldina. Ber, blöð og rætur hindberjarunnans eru talin hafa lækningamátt.

Hindberjablaðate er talið geta hjálpað börnum með niðurgang, og á að geta unnið gegn krabbameini í slímhúð og um leið styrkja slímhúðina.

Hindberjablaðate er einnig talið geta styrkt móðurlífið og ...

Paulo Bessa er vistræktari af lífi og sál en hann hefur skrifað greinar og gefið góð ráð um jurtir og annað áhugavert efni hér á vef Náttúrunnar. Greinar hans birtast á Vistræktarsíðunni.

Hér að neðan kynnir Paulo sig stuttlega sjálfur:

Ég fæddist í Portúgal árið 1981 og hef frá barnæsku haft ástríðu fyrir náttúrunni, skoðað stjörnurnar með stjörnukíki og ræktað ...

Í Lystigarðinum á Blóm í bæ 2014. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Helgina 26. - 28. júní 2015 verður Garðyrkju- og blómasýningin Blóm í bæ haldin í sjötta sinn. Fyrri sýningar hafa notið mikillar hylli og fjöldi gesta sótt hátíðina heim og notið þess sem í boði var.

Sýningarsvæðið er í alfara leið fyrir ferðamenn, aðeins í um 30 mínútna fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi viðburða verður á sviði garðyrkju, umhverfismála, skógræktar og íslenskrar ...

Gámar á vegum Grímsnes og Grafningshrepps í landi Alviðru.Hér er mynd sem sýnir afleiðingar fávisku, annahvort skortir viðkomandi lestrarkunnáttu sér (og öðrum) til gagns eða skilning á því hvernig samfélag virkar. Gerum þó ráð fyrir að lestrarkunnáttan sé að einhverju leiti til staðar. Þá ætti að vera ljóst að hér eru gámar sem ætlaðir eru undir almennt heimilissorp. Og meira að segja tiltekið að grófur úrgangur og annað ...

Hóffífill [Tussilago farfara] er nú að komast í blóma en á vefnum liberherbarum.com er heilmikið efni að finna um jurtina og hvar frekari fróðleik er að finna.

Á floraislands.is segir Hörður Kristinsson svo um jurtina:

Hóffífill [Tussilago farfara] er slæðingur sem hefur breiðst mjög út á höfuðborgarsvæðinu síðustu áratugi. Hann mun einnig vera kominn til nokkurra annarra bæja ...

Sú tilgáta hefur verið sett fram, að njólinn hafi verið fluttur inn sem matjurt frá Noregi snemma á öldum, en þó kann hann að hafa fundið sér leið hingað sjálfur. Hann heldur sig þó helst kringum mannabústaði og síður á víðavangi og vildu víst ýmsir sem berjast við hann, að hann hefði aldrei komið.

Mörgum brá í brún þegar Ingólfur ...

Hófsóleyjar í Alviðru þ. 21. júní 2015. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Hófsóleyjar í Alviðru þ. 21. júní 2015. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Hófsóley [Caltha palustris] eða lækjarsóley er algeng á láglendi um allt land, lítið á hálendinu, nær þó stundum upp í 300-400 m inni á heiðum. Hæst fundin við jarðhita í 600 m hæð á Hveravöllum og í Landmannalaugum, í köldum jarðvegi hæst í 540 m hæð við Hágöngur í Vopnafirði.  Hún vex í mýrum, vatnsfarvegum og keldum og meðfram lygnum ...

Ljósmynd: Fjalldalafífill í Grímsnesi, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Fjalldalafífill [Geum rivale] er hávaxinn og drúpir höfði eins og sorgmædd rauðlituð sóley. Hann er algengur nánast um allt land en vex best í rökum jarðvegi, í grösugum móum og hvömmum.

Í íslenskum lækningajurtum Arnbjargar Lindu Jóhannsdóttur segir m.a. um fjalldalafífilinn; „Jarðrenglurnar eru bæði bragðgóðar og áhrifaríkar gegn niðurgangi. Fjalldalafífillinn allur er góður við lystarleysi og lélegri meltingu. Fjalldalafífill ...

Njóli. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Á sumarsólstöðum mun auðveldast að ná njóla upp með rótum, en hann á að vera næsta laus frá moldu einmitt nú. Þetta ráð kemur frá mætum manni, Bjarna Guðmundssyni, fv. prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og mun því ekki rengt hér heldur fólk hvatt til að láta reyna á rótleysi njólans á sumarsólstöðum, skildi hann eiga sér bústað þar ...

Ferlill hrunsins niður fjallshlíðinaIngólfsfjall austanvert er einna þekktast fyrir stórgrýtisurð sunnarlega á Biskupstungnabrautinni hvar inn á milli bjarganna stendur lítill sumarbústaður sem kaldhæðnir leiðsögumenn segja trúgjörnum ferðamönnum að maður einn hafi gefið tengdamóður sinni. Betri heimildir herma reyndar að vissulega sé eigandi hússins tengdamóðir en hafi sjálf fest kaup á húsinu. 

Þótt björgin sem umkringja bústaðinn séu flest búin að liggja þarna um ...

Ein af þeim Jónsmessujurtum* sem Árni Björnsson nefnir í bók sinni Sögu daganna er brönugras [Dactylorhiza maculata]: „Loks er brönugrasið, sem á að taka með fjöru sjávar. Haldið var, að það vekti losta og ástir milli karla og kvenna og stillti ósamlyndi hjóna, ef þau svæfu á því. Það heitir líka hjónagras, elskugras, friggjargras, graðrót og vinagras. Það skal hafa ...

Brönugrös. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Þetta er auðvitað upphaflega merkistíð sem „lengsti dagur ársins“, en vegna skekkju júlíanska tímatalsins hafði hann færst til um nálægt því þrjá daga miðað við sólarárið, þegar kirkjan afréð að fastsetja fæðingardaga Jesú Krists og Jóhannesar skírara við sólstöður vetur og sumar. Þess skal getið í leiðinni, að júní sjálfur heitir í almanaki Guðbrands Þorlákssonar nóttleysumánuður.

Jónsmessa er kennd við ...

Mjaðurt [Filipendula ulmaria]. Ljósm. Guðrún TryggvadóttirKyngimagnaðar sögur af undrum sem gerast á Jónsmessunótt* er að finna víða í þjóðsögum og hindurvitnum. Flestir kannast við að kýr geti talað mannamál þá nótt og hafa heyrt að gott sé að rúlla sér berstrípuðum úr dögginni á Jónsmessunótt.

Í Sögu daganna eftir Árna Björnsson segir m.a.:

„Nokkrar grastegundir skal vera gott að tína á Jónsmessunótt. Þá má ...

Tíkin Lotta og samferðarmenn njóta útsýnisins í mjúkum mosanum í blómagöngunni. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Í gær var dagur hinna villtu blóma haldinn hátíðlegur víða um land og á Norðurlöndunum. Guðrún Tryggvadóttir leiðbeindi í göngunni á Suðurlandi en gengið var upp hlíðar Ingólfsfjalls, frá Alviðru. Gestir voru fjórir og veður yndislegt, logn, sól og hiti um 15 stig.

Gróðurinn er mjög stutt kominn, að minnsta kosti 3-4 vikum seinni í þroska en í meðalári. Blóm ...

Sívökvun í gróðurhúsi. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Ribena flöskur henta vel til sívökvunar. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Tómatplöntur þurfa mikla vökvun. Það getur tekið stuttan tíma fyrir tómatplöntur að þorna upp ef ekki er hægt að vökva þær daglega eða annan hvorn dag.

Ein leið til að halda nægjanlegum raka í moldinni er að fylla plastflösku af vatni, gera lítið gat (nokkra millimetra) á tappann, loka flöskunni og stinga henni svo í moldina.

Flöskur með löngum stút ...

Nýuppskorin skessujurt.Skessujurt [Levisticum officinale, e. lovage] er hin besta jurt til að fá góðan jurtakraft í næstum hvaða rétt sem er.

Skessujurt, Lovage, Liebstöckel, Maggiurt er einnig nefnd Maggí-súpujurt af því að hún var og er ein mikilvægasta jurtin í gerð súpukrafts. Þar sem skessujurt er eins og nafnið ber með sér „stór og skessuleg“ en hún getur orðið allt að ...

Mandarínukassar sem jarðarberjapottar. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Mandarínukassar frá liðnum jólum geta verið ágætis ræktunarílát fyrir jarðarber eða annað sem þarf að koma fyrir í hillum í gróðurhúsi. Nema auðvitað rótargrænmeti.

Í mínu heimatilbúna plastgróðurhúsi reyni ég það allavega. Ég fóðraði kassana fyrst með plasti en klippti smá göt á það í hornum svo vatn geti runnið af þeim.

Hitt ráðið hefði verið að nota venjulega potta ...

Rabarbari er ein flottasta matjurt sem til er. Rabarbarinn er í raun okkar besti ávöxtur. Þetta staðhæfi ég því rabarbarinn er ekki bara stór og mikill heldur er hann sterkbyggður og gefur uppskeru tvisvar sinnum á ári, vor og haust. Duglegir hnausar eru farnir að gefa vel af sér og uppskera má langt fram í júní eða þangað til hann ...

Ungar tómatplöntur í forræktun, hægt er að nota alls kyns ílát undir pottana og sem potta. Ljósm. Paulo Bessa.Ef þú ert búsett/ur í íbúð í bæ eða borg og heldur að þú getir ekki ræktað eigin mat þá hefur þú rangt fyrir þér!

Það er mjög einfalt að rækta grænmeti þó að þú hafir engann garð til umráða ef þú ert með smápall eða svalir, jafnvel bara gluggasillu.

Tómatplöntur er einfalt að rækta í ílátum innivið. Finndu ...

12. júní 2015

Á myndinni eru tiltekin 17 atriði eða gildi sem unnin eru út frá teikningu Colleen Stevenson „The living principles and living of principles“ en fært í stíl Náttúrunnar af Guðrúnu Tryggvadóttur og Signýju Kolbeinsóttur.

Margt hefur verið skrifað um vistrækt (permaculture) á öðrum málum en lítið á íslensku fyrr en hér á Vistræktarsíðu Náttúrunnar http://natturan.is/vistraekt/. Stundum virka fræðin ansi flókin en samt er það svo að með því lifa með hugmyndafræðinni um skeið verður hún einfaldari og virkar svo sjálfsögð og byggð á skynsemi og náungakærleik. Einmitt það sem að við ...

Grænkál. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Grænkál á rætur sínar, í bókstaflegri merkingu, að rekja til Tyrklands. Yngri afbrigði grænkálsins eru sætari en þau eldri voru en hafa samt viðhaldið svipuðu næringargildi en grænkál er mjög ríkt af K, A og C vítamínum auk fjölda annarra vítamína og steinefna (sjá nánar á whfoods.com).
Grænkál elskar að deila beði með rauðbeðum, hvítkáli, selleríi, gúrkum (ef ræktað ...

Fuglahræða í garðinum. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Samkvæmt kenningum sambýlisræktunar þá líður gulrótum vel með laufsalati, lauk, steinselju og radísum. Ég setti því gulrætur, lauk, blaðsalat og radísur saman í beð í eldhúsgarðinn minn í dag.

Gulrótarfræjunum sáði ég beint í garðinn en laukurinn var forræktaður. Það var því ekki hægt að leggja neitt yfir nýsáð fræin án þess að kremja lauklaufin. Til að bægja frá fuglum ...

Baunir, tómatar og graslaukur saman í beði í gróðurhúsi. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Samrækt er hugtak sem t.a.m. er notað yfir samrækt jurta og fiska en getur einnig tekið til þess hvaða jurtir hjálpa hvorri annarri, hverjar passi vel saman af ýmsum ástæðum. Hugtakið companion planting mætti einnig þýða sem sambýlisræktun. Við getum notað það til að aðgreina það frá plöntu- og fiskeldinu.

Það er út af fyrir sig merkilegt hve ...

Náttúran.is var að gefa út smákort í snjallsímastærð til kynningar á appi og vefútgáfum Endurvinnslukortsins.

 

Á Endurvinnslukortinu er að finna alhliða fræðslu um allt sem snýr að endurvinnslu og móttökustöðum fyrir endurvinnanlegt sorp á Íslandi.

Náðu þér í Endurvinnslukortsappið fyrir iOS, ókeypis!

Skoðaðu Endurvinnslukortið á Náttúran.is.

 

Einn veggur sýningarinnar Sjálfbæra heimilið í Sesseljuhúsi. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Sýningin Sjálfbæra heimilið opnar í Sesseljuhúsi laugardaginn 6. júní kl. 14:00 en sýningin er hluti af Menningarveislu Sólheima á 85 ára afmælisári.

Sýningin er unnin í samstarfi við Náttúran.is en hönnun á veggjum Hússins er eftir Guðrúnu Tryggvadóttur og Signýju Kolbeinsdóttur og eru úr Húsinu og umhverfinu*, vef- og appi Náttúran.is. Hugmyndavinna, textagerð og hönnun sýningarinnar var ...

Matjurtargarður getur verið stór eða lítill, villtur eða ákaflega vel skipulagður eins og Eldhúsgarðurinn hér á vef Náttúrunnar en hann er hugsaður sem einskonar „fyrirmyndargarður“ sem hver og einn getur síðan breytt að eigin geðþótta og aðlagað aðstæðum svo sem;  fjölskyldu- og garðstærð, tíma og nennu.

Hugmyndin að Eldhúsgarðinum* er sú að útfæra matjurtaræktun sem getur verið flókin á einfaldan ...

Glæra Páls Líndals þar sem vitnað er orð Páls Skúlasonar heitins.

Í dag héldu Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands málþing um miðhálendið í Laugardalshöllinni. Málþingið var gríðarvel sótt, húsfyllir var en um 80-90 manns sátu fundinn sem stóð frá kl. 10:30 til kl. 16:00.

Sjá nánar um dagskrána í frétt og viðburði um málþingið hér.

Á málþinginu um miðhálendið í Laugardalshöll.Fyrirlesarar fræddu um hinar ýmsu hliðar er varða hálendið og ástæðuna fyrir verndunar þess til ...

Karen Jónsdóttir eigandi Kaja organic ehf tekur við vottunarskjalinu úr hendi Rannveigar Guðleifsdóttur frá Vottunarstofunni Túni.Fyrirtækið Kaja orgainc ehf. hefur fengið  vottunina „Vottað lífrænt“ frá Vottunarstofunni Túni fyrir pökkun á lífrænum vörum.

Kaja organic getur nú pakkað um 50 tegundum af lífrænt vottuðum vörum í minni einingar sem lífrænt vottaðri matvöru.

Kaja orgainc ehf. er því komið á Lífræna kortið í flokknum Vottað lífrænt.

Náttúran óskar Karenu Jónsdóttur eiganda Kaja organic til hamingju með vottunina ...

Helgina 23. - 24. maí verður haldin Vistræktarvinnustofa Laugargarðs í samstarfi við frístundarheimilið Dalheima.

Markmið með vinnustofunni er að koma af stað starfsemi fyrir sumarið, skipuleggja fyrstu skrefin í ræktuninni og gera framtíðaráætlanir.
Á vistræktarvinnustofunni verður hugmyndafræði vistræktar kynnt, skoðaðar verða ýmsar ræktunarlausnir og ýmsum hugmyndum velt upp um heildræna hönnun á garði.
Brynja Guðnadóttir umsjónarmaður Laugargarðs, Guðrún Hulda Pálsdóttir og ...

  • Blómkál
  • Fennel
  • Hvítkál
  • Oregano
  • Kóríander
  • Sítrónumelissa
  • Hjartafró
  • Brokkólí
  • Steinselja
  • Toppkál

Forræktun tekur um 6 til 7 vikur.

Byggt á upplýsingum Vilmundar Hansen í grein í Bændablaðinu þ. 6. mars 2014.

Á Sáðalmanakinu hér á vefnum getur þú séð hvaða dagar á tímabilinu apríl-maí eru hagstæðastir til sáningar.

Ljósmynd: Sáð til kamillu, ljósmyndari: Guðrún Tryggvadóttir.

Tómatplöntur þurfa að hafa stöðugar vatnsbirgðir upp á að hlaupa. Þegar tómatplöntur eru ræktaðar í pottum í gluggum þarf undirskálin alltaf að vera hálffull af vatni. Með því að hafa steina eða vikur í botni pottsins er tómatplantan með stöðugan aðgang að vatni án þess að beinlínis liggja ofan í því.

Við vökvun tómatplantna sem ræktaðar eru útivið eða í ...

Ef þú hefur ákveðið að setja upp fallega og græna grasflöt til þess að geta tölt á eftir sláttuvélinni vikulega eða oftar, ættirðu að fá að vita að hægt er að hafa annars konar flöt, ekki síður fallega og sem þarf ekki að slá.
Í staðinn fyrir grasfræl er sáð öðru fræi af lágvöxnum plöntum sem þola átroðning. Kannski ekki ...

Athyglisverð tilraun er í gangi á nokkrum stöðum í heiminum þ.á.m. í Järna í Svíþjóð, Berlín og Dornach í Sviss.

Tilraunin gengur út á það að reyna að rækta á 2000 m2 allt sem ein manneskja þarf af matvælum á heilu ári.
Því sé ræktunarlandi jarðarinnar deilt niður á mannfjöldann, þá koma 2000 m2 á hvern jarðarbúa.

Með ...

Eplin komin í krukkurnar og klútur yfir.Að gera sitt eigið eplaedik er bæði auðvelt og skemmtilegt, fyrir utan hvað það hlítur að vera hollara en allt annað. Eplaedik hreinsar líkamann, hjálpar honum að taka upp kalk og er fullt af vítamínum.

Innihald:

1 - 1 ½ kg af súrum eplum (helst lífrænum)

1 - 1 ¼ líter af vatni

4 - 5 teskeiðar af góðu hunangi teaspoons of natural ...

Góð ráð frá sérfróðum um hvernig hægt er að skapa sjálfbæra matarframleiðslu, ásamt ráðleggingum um skiptirækt, búfjárrækt og beitarstjórn. 1-ekru (ein ekra eru 0,4 hektarar) landspildunni þinni má skipta í land fyrir búfé og garð fyrir ávaxta- og grænmetisrækt, auk einhvers korns og trjálundar. Myndskreyting: Dorling Kindersley.Allir geta haft sína skoðun á því hvernig best sé að reka sjálfbært smábú, og það er ólíklegt að tvö 1-ekru bú hafi sama skipulag eða fylgi sömu aðferðum né væru algerlega sammála um hvernig best sé að reka slíkt bú.

Sumir myndu vilja halda kýr; aðrir eru hræddir við þær. Sumir vilja hafa geitur; aðrir gætu ekki haft tök ...

Göngufólk í Krísuvík. Ljósm. Ellert Grétarsson.Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands, NSVE, kalla félagsmenn til aðalfundar klukkan 20:00 miðvikudaginn 29. apríl 2015 í Gaflaraleikhúsinu, Strandgötu 50 í Hafnarfirði.

Dagskrá:

  • Setning aðalfundar.
  • Kjör  fundarstjóra og annara embættismanna.
  • Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
  • Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
  • Kjör stjórnar.
  • Kjör skoðunarmanns.
  • Ályktanir aðalfundar.
  • Önnur mál.

Nýir félagar geta skráð sig til leiks á fundinum. Fjölmennum!

Í dag, á Degi umhverfisins 2015 fagnar Náttúran.is átta ára afmæli sínu en vefurinn var opnaður af þáverandi umhverfisráðherra Jónínu Bjartmars við athöfn Dags umhverfisins að Kjarvalsstöðum þ. 25. apríl árið 2007. Þá þegar hafði beinn undirbúningur staðið frá janúar 2004 þegar Guðrún Tryggvadóttir fór á Brautargengisnámskeið til að gera viðskiptaáætlun fyrir umhverfisvef sem hafði þá þegar verið að ...

Dalabyggð gekk nýlega frá samkomulagi við Náttúran.is um þróun Endurvinnslukorts fyrir sveitarfélagið. Endurvinnslukort Dalabyggðar er nú aðgengilegt frá kubbi á forsíðu dalir.is.

Endurvinnslukortið fyrir allt landið hefur að geyma gríðarlegt magn upplýsinga um endurvinnslu og móttökustaði á öllu landinu en þau sveitarfélög sem ganga til samstarfs um frekari þróun fá fjölda nýrra þjónustuliða. Öllum sveitarfélögum landsins býðst að ...

earthday.org

Í dag þann 22. apríl er „Dagur Jarðar“ haldinn hátíðlegur um allan heim en Dagur Jarðar var fyrst haldlinn hátíðlegur þ. 22. apríl 1970 í Bandaríkjunum þegar um 20 milljónir manna tóku þátt í hátíðahöldunum. Ákvörðun um að efna til Dags Jarðar var tekin árið áður á ráðstefnu grasrótarsamtaka á sviði umhverfisverndar í Bandaríkjunum. Á þeim tíma var umræðan um ...

Taupokinn sem Djúpavogsbúar fá á sumardaginn fyrsta, báðar hliðar.Í ljósi þeirrar stefnu Djúpavogshrepps að draga úr notkun plastpoka og sorpmyndun í samfélaginu, verður öllum heimilum í Djúpavogshreppi gefinn taupoki úr lífrænni bómull í sumargjöf. Krakkar úr elstu bekkjum Djúpavogsskóla munu bera pokana í hús innan Djúpavogs miðvikudaginn nk., en þeir verða sendir út í dreifbýlið.

Hægt verður að kaupa fleiri poka á skrifstofu sveitarfélagsins.

Pokinn er mun sterkari ...

Kuðungurinn féll í skaut Kaffitárs á síðasta ári. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Dagur umhverfisins á Íslandi á sér ekki ýkja langa sögu. Tilurð hans var með þeim hætti að þann 25. apríl árið 1999 tilkynnti ríkisstjórn Íslands, að ákvörðun hafi verið tekin um að tileinka „umhverfinu“ einn dag ár hvert og var dagsetningin ákveðin 25. apríl fyrir valinu. Það er fæðingardagur Sveins Pálssonar en hann var fyrstur íslendinga til að nema náttúruvísindi ...

Bungubeð (Hügelbett á þýsku) er tegund af gróðurbeðum sem virka eins og vítamínsprauta í matjurtarækt.

Gerð bungubeða var kennd á vistræktarhönnunarnámskeiði í Alviðru í síðustu viku (Permaculture Design Certificate Course) sem Jan Martin Bang frá Norsk Permaculture Association og Nordic Permaculture Institute kenndi ásamt Kristínu Völu Ragnarsdóttur prófessor við Háskóla Íslands.

Námskeiðið var skipulagt af þeim Örnu Mathiesen arkitekt starfandi ...

Rífa fyrst pappírshluta límmiðans af, leysa fyrst upp með vatni ef nauðsynlegt er og rífa af.  Seigar límrestarnar sem eftir verða er hægt að strjúka með olíu og nudda síðan af með eldhússvampi sem dýft hefur verið í olíu.

Grafík: Plastílát, Guðrún A. Tryggvadóttir.

18. apríl 2015

Ljósmynd: Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar og Guðrún Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Náttúran.is handsala samninginn um Endurvinnslukortið undir vökulum augum Ara Eggertssonar umhverfisfulltrúa Hveragerðisbæjar. Ljósm. Einar Bergmundur.Hveragerðisbær hefur gengið frá samkomulagi við Náttúran.is um Endurvinnslukortið og er fjórða sveitarfélagið sem gengur inn í samstarfið og það fyrsta á Suðurlandi. Endurvinnslukort Hveragerðis er nú aðgengilegt frá kubbi á forsíðu hveragerdi.is.

Endurvinnslukortið fyrir allt landið hefur að geyma gríðarlegt magn upplýsinga um endurvinnslu og móttökustaði á öllu landinu en þau sveitarfélög sem ganga til samstarfs um ...

Hver á heiður skilinn fyrir að hafa stuðlað að minni losun gróðurhúsalofttegunda á Norðurlöndum? Nú geta allir lagt fram tilnefningar til náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2015. Tilkynnt verður um verðlaunahafa á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs í Reykjavík.

Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs verða afhent í 21. sinn á verðlaunahátíð í Hörpu þann 27. október.

Þema verðlaunanna í ár er losun gróðurhúsalofttegunda. Að sögn ...

Inngangur Kjöts og fisks. Ljósm. af facebooksíðu verslunarinnar.Í kvöldfréttum ríkissjónvarpsin þ. 7. apríl var fjallað um matarsóun í verslunum og þá nýlundu verslunarinnar Kjöts of fisks við Bergstaðastræti að gefa mat sem annars væri hent. Vörur sem komnar eru á síðasta söludag og aðeins þreyttar ferskvörur liggja frammi í körfu og geta viðskiptavinir tekið þær með sér án þess að greiða fyrir þær.

Verslunarstjóri Kjöts og fisks ...

Líf í Alviðru. Ljósm. עותקÞann 1. apríl flutti Náttúran.is og aðstandendur sig um set, í beinni loftlínu austar í Ölfusið, þ.e. frá Breiðahvammi við Hveragerði, í Alviðru sem liggur vestan við Sog gegnt Þrastalundi í Grímsnesi.

Árið 1973 gáfu Margrét Árnadóttir og Magnús Jóhannesson Landvernd og Árnessýslu jörðina Alviðru í Ölfusi og Öndverðarnes II í Grímsnesi. Jarðirnar liggja sín hvoru megin við ...

Engin móða kemur á baðspeglinn ef þið nuddið spegilinn með hálfri hrárri kartöflu, þvoið síðan af með köldu vatni og þurrkið með dagblöðum eða eldhúspappír.

Grafík: Spegill og kartöflur. Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.is.

29. mars 2015

Mjólkin hituð í potti. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Sparnaður er töfraorðið á mínu heimili og hefur verið um langa hríð. Hvort sem er til að spara í peninga eða minnka aðra sóun. Ég þarf alltaf að vera að láta mér detta eitthvað í hug til að hafa nóg að bíta og brenna nú á síðustu og verstu tímum dýrtíðar og allavega.

Stundum föllum við í þá gryfju að ...

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður er einn níumenninganna sem seint á síðasta ári voru dæmdir fyrir mótmæli við vegalagningu í Gálgahrauni, í október 2013. Þessar vikurnar segir hann frá því hér í Grænvarpi Náttúran.is hvers vegna hann tók þátt í mótmælum við vegagerð gegnum hraunið, aðgerðunum, framkomu lögreglu, fangelsisvist, dómnum og áfrýjun til Evrópudómstólsins.

Nú segir ...

Húsið og umhverfið er gagnvirkur upplýsingabanki um umhverfisvænan lífsstíl og lykill að umhverfislausnum fyrir heimilið. Skoða Húsið og umhverfið.

Þegar spurningar vakna um einstaka hluti á heimilinu eða þegar þú þarft að kaupa nýja hluti þá getur þú leitað þér uppplýsinga í Húsinu og umhverfinu á auðveldan hátt og verið viss um að upplýsingarnar séu vandaðar og ábyggilegar.

Í Húsinu ...

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður er einn níumenninganna sem seint á síðasta ári voru dæmdir fyrir mótmæli við vegalagningu í Gálgahrauni, í október 2013. Þessar vikurnar segir hann frá því hér í Grænvarpi Náttúran.is hvers vegna hann tók þátt í mótmælum við vegagerð gegnum hraunið, aðgerðunum, framkomu lögreglu, fangelsisvist, dómnum og áfrýjun til Evrópudómstólsins.

Nú heyrum ...

Verð á plast-sáðbökkum í garðyrkjuverslunum hér á landi eru oft óheyrilega há. Sáðbakkar eru þó hvorki verkfræðileg afrek né dýrir í framleiðslu. Reynum því að hugsa aðeins út fyrir boxið, í orðsins fyllstu merkingu.

Á flestum heimilum safnast upp mikið af plastumbúðum sem eru mjög heppilegar sem sáðbakkar. Plastbökkum utan af matvörum s.s. utan af salati, kjöthakki, grillkjúkling ...

Læra má margt af forfeðrunum. Máltækið segir að neyðin kenni naktri konu að spinna. Það á við um hin víðfrægu útileguhjón Fjalla-Eyvind og Höllu. Á áratuga langri útilegu sinni hafa þau sannanlega þurft að vera margslungin og nýta náttúruna til að lifa af ofsafengna vetri á víðavangi. Margt góðra ráða er að finna í textum um líferni hjónakornanna harðgeru svosem ...

Skjáskot úr sjöfréttatíma Sjónvarps þ. 5. mars 2015.Í sjöfréttum í gærkvöldi birti Ríkisútvarpið viðtal við Svan Sigurbjörnsson, lækni, um ósannaða virkni ýmissa vara í ápótekum, í framhaldi af umfjöllun Katsljóss um skottulækningar.

Í fréttinni eru nokkrar íslenskar vörur teknar sérstaklega til umfjöllunar og ýmislegt fullyrt um þær án þess að framleiðendum varanna sé gefið tækifæri til að tjá sig um málið.

Vörurnar sem um er að ræða ...

Guðrún Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Náttúran.is og Andrés Skúlason oddviti Djúpavogshrepps handsala fyrsta Endurvinnslukortssamninginn í lok janúar 2015.Á síðastliðnum 7 árum hefur Náttúran.is staðið að þróun Endurvinnslukorts sem tekið hefur á sig ýmsar myndir. Endurvinnslukortið er bæði til í vef- og app-útgáfu og fyrirtækið hefur notið stuðnings umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Úrvinnslusjóðs, SORPU bs., Sorpstöðvar Suðurlands bs., Reykjavíkurborgar, Umhverfissjóðs Landsbankans og Gámaþjónustunnar hf. við þróun kortsins.

Tilgangur Endurvinnslukortsins er að fræða almenning um endurvinnslu, hvetja fólk til ...

Á Endurvinnslukortinu eru upplýsingar um allt sem viðkemur sorphirðu og endurvinnslu í sveitarfélaginu.

Hér finnur þú skilgreiningar á endurvinnslumöguleikum og sorpþjónusta svæðisins með sorphirðudagatali sem tengist heimilisfangi þínu, sem þú virkjar með því að slá heimilisfangið þitt í leitarreitinn, leiðarbestun að næstu móttökustöð og dagréttar veðurviðvaranir á leiðum, áskrift að iCal og Google dagatölum, spurt og svarað samskiptakerfi og tengingu ...

Til þess að einfalda endurvinnsluna og hvetja fólk til að taka þátt í því að minnka magn sorps sem fer óflokkað í heimilistunnuna, engum til gagns né gleði, hefur Náttúran þróað nýtt Endurvinnslukort. Svona virkar kortið:

Þjónusta:
Á Endurvinnslukortinu er hægt að sjá hvaða þjónusta er í boði í nágrenni, í radíus frá 100 metrum til 100 kílómetra. Staðsetning miðast ...

Danir eru klárir í að upplýsa neytendur á einfaldan og áhrifaríkan hátt. Nú eru t.d auglýsingaherferð í gangi á DR1 og á vefnum tjekdatoen.dk um hvernig skilja á dagsetningar á matvælapakkningum. Eitthvað sem að við getum tekið okkur til fyrirmyndir.

Munurinn á Síðasta söludegi og Best fyrir er nefnilega ekki almennt rétt skilinn.

Þetta er hluti herferðarinnar gegn ...

Urðun. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Þann 30. janúar sl. sendi Umhverfisstofnun bréf til Borgarbyggðar þar sem þess er krafist að urðun við Bjarnhóla í Borgarbyggð verði hætt.

Umhverfisstofnun vill leggja dagsektir sem nema 25 þús. kr. á dag.

Forsvarsmenn Borgarbyggðar eru ósammála túlkun Umhverfisstofnunar því búið sé breyta aðal- og deiliskipulag og stór hluti umrædds svæðis séu gömlu öskuhaugarnir í Borgarnesi.

  

  

  

Þrátt fyrir að það hljómi eins og síendurtekin tugga, þá eru tölurnar yfir matarsóun í bandaríkjunum ógnvænlegar. Bandarískir neytendur sóa 40% af matnum sem þeir kaupa. Á hverju ári hendir bandaríska þjóðin 161 milljarða dollara virði af matvælum í ruslið.

En hvernig lítur þessi gríðarlega sóun matvæla út? Hvað er hér um að ræða, tugþúsundir af útrunnum jógúrtdollum, hundruðir tonna ...

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Gunnsteinn Ólafsson flytur ávarp á aðalfundi Landverndar 2014. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður er einn níumenninganna sem seint á síðasta ári voru dæmdir fyrir mótmæli við vegalagningu í Gálgahrauni, í október 2013. Næstu vikurnar segir hann frá því hér í Grænvarpi Náttúran.is hvers vegna hann tók þátt í mótmælum við vegagerð gegnum hraunið, aðgerðunum, framkomu lögreglu, fangelsisvist, dómnum og áfrýjun til Evrópudómstólsins.

Gunnsteinn er ...

Vindmillurnar í Þykkvabæ. Ljósm. Einar Bergmundur.Í Fréttablaðinu í dag er í forsíðufrétt fjallað um að verkefnisstjórn rammaáætlunar skuli fjalla um vindorkuver, og aðra óhefðbundna orkukosti, þvert á álit Orkustofnunar. Innan við 30 virkjunarkostir sem Orkustofnun sendi verkefnisstjórninni verða teknir til skoðunar.

Þar segir:

Þvert á það sem haldið hefur verið fram falla vindorkuver, og aðrir óhefðbundnir orkukostir undir lög um verndar- og orkunýtingaráætlun (rammaáætlun). Það ...

Green Key fáni Radisson Blu. Ljósm. Landvernd.Landvernd afhenti í gær Radisson hótelunum á Íslandi umhverfisviðurkenninguna Green Key/Græna lykilinn.

Radisson hótelin eru fyrst íslenskra hótela til að hljóta þessa alþjóðlegu viðurkenningu. Landvernd hlakkar til að takast á við nýjar áskoranir tengdar þessu spennandi verkefni og að auka útbreiðslu þess á Íslandi.

Green Key /Græni lykillinn er alþjóðleg umhverfisvottun fyrir hóteliðnaðinn. Um 2.300 hótel í 46 ...

Grenndargámar höfuðborgarsvæðisins skoðað á Endurvinnslukorts appinu.Á undanförnum mánuðum hefur Náttúrans.is ferðast um landið og kynnt forsvarsmönnum sveitarfélaga Endurvinnslukortið og app útgáfu Endurvinnslukortsins með nýrri þjónustu sérstaklega fyrir íbúa sveitarfélaganna sem og ferðamenn, innlenda og erlenda.

Einar Bergmundur tækniþróunarstjóri Náttúrunnar sagði frá þessu í viðtali við Leif Hauksson í Samfélaginu þ. 20. janúar sl. http://www.ruv.is/sarpurinn/samfelagid/20012015. Viðtalið byrjar á 34 ...

Fair trade merkiUmræðan um siðgæði í viðskiptum skýtur upp kollinum með reglulegu millibili en þess á milli er ekki mikil umræða um málið og „hagsmunir og kröfur neytenda“ um lágt vöruverð verða samkennd og sanngirnisvitund yfirsterkari. Til að varpa ljósi á það hvað sanngirnisvottanir eru og hver að slíkum vottunum stendur hefur Náttúran tekið saman eftirfarandi efni:

Sanngirnisvottun beinir sjónum að mannréttindum ...

Það sem skiptir mestu máli, miklu meira máli en að lesa ótal greinar um góð og græn ráð, er að breyta eigin hugsunarhætti. Nota græna heilahvelið, ef svo má að orði komast. Ef þú finnur ekki fyrir græna heilahvelinu í dag gætir þú þurft að þjálfa það aðeins upp. Þú getur byrjað að skoða hvað líf einnar manneskju, þín, þýðir ...

Í dag eru margir sem kaupa tilbúna matvöru í stað þess að matreiða frá grunni innan veggja heimilisins. Slíkur matur inniheldur venjulega þráavarnar- og rotvarnarefni til þess að hann endist lengur. Meira en 3000 slík aukefni eru á markaðnum í dag.

Yfirleitt er bætt salti eða sykri í matinn. Einnig eru notuð álsílíköt (E-559), amínósýrur, ammóníum karbónöt (E-503), bútýlerað hýdroxítólúen ...

Niðurskipan daganna á árshringinn er mannanna verk. Nýtt ár þarf ekki að byrja tíu dögum eftir vetrarsólstöður enda líklegast leifar frá rómverskum skikk enda almanakið sem við brúkum frá þeim komið. Meðan við héldum okkur við gamla tveggja missera almanakið urðu árstíðaskipti sumardaginn fyrsta og svo aftur fyrsta vetrardag. Tímabil voru oft miðuð við stjórnartíð þjóðhöfðingja og samkvæmt þeirri hefð ...

Húsið og umhverfið er gagnvirkur upplýsingabanki með fróðleik fyrir alla fjölskylduna um allt sem snertir okkar daglega líf.

Ná í Húsið fyrir iOS.

Ná í Húsið fyrir Android

Húsið og umhverfið virkar þannig að þegar þú smellir á einstaka rými innan og utan dyra og síðan á einstaka hluti birtast upplýsingar um hvernig atriði eins og umhverfis- og heilsuáhrif, endurnýting ...

Plastmerkingarnar sjö.Plast er til margra hluta nytsamlegt, enda kemur það með einum eða öðrum hætti við sögu í flestum athöfnum okkar nú til dags. En þannig hefur það ekki alltaf verið. Það var ekki fyrr en um miðja 20. öld sem farið var að fjöldaframleiða hluti úr plasti í einhverjum mæli. Núna er ársframleiðslan í heiminum hins vegar nálægt 300 milljónum ...

Náttúran.is hefur nú þróað nýtt E aukefnatól í handhægt form sem hægt er að skoða hér á vefnum en einnig á farsímum og spjaldtölvum í búðinni (e.natturan.is). 

Þar er hægt að leita eftir þeim E aukefnum sem birtast á innihaldsmiðum umbúða og vera þannig upplýstur um hvort að innihaldsefni eru í grænum, rauðum eða gulum flokki.

  1. Grænt ...

International Civil Aviation Organization (ICAO) hefur þróað aðferðafræði til að mæla losun kolefnis frá flugi og gera almenningi þannig auðvelt um vik að reikna út losunina sem flugferðir valda, með Carbon Emission Calculator (kolefnislosunarreiknivél). ICAO hefur gefið reiknivélina út í appi fyrir iOS og er það ókeypis.

Sjá nánar um aðferðafræðina sem notuð er við útreikningana hér.

Fyrirtæki sækja í ...

Viðburðadagal Náttúran.is gefur yfirlit yfir viðburði sem geta af ýmsum ástæðum verið áhugaverðir fyrir náttúruunnendur. Hér sérð þú fundi, ráðstefnur, sýningaropnanir og merkisdaga af ýmsum toga. Með smell á viðburð á dagatalinu birtist fréttin og staðsetning á korti, séu þær upplýsingar fyrir hendi. Viðburðardagatal mánaðarins birtist líka t.h. á forsíðunni.

Sendið okkur tilkynningar um viðburði með mynd og ...

Drykkir með eða án goss sem innihalda blöndu sykurs, sætuefna, litarefna, bragðefna og eru ekki úr hreinum ávaxtasafa eða kolsýrðu vatni.

Í mörgum drykkjum er sykur eða sætuefni þótt gefið sé til kynna að drykkurinn sé nánast hreint vatn.

Eins er með ýmsa ávaxtasafa, þeir eru sykurbættir og með rotvarnar- og bragðefnum þótt hreinleiki sé gefinn til kynna á umbúðum ...

Táknmynd fyrir jólaskraut á Endurvinnslukortinu. Grafík Guðrún A. Tryggvadóttir.Oft fylgja ljúfar minningar jólaskrauti fjölskyldunnar og því ekki óráðlegt að geyma það fallegasta þar til börnin fara að búa. Jólaskraut í góðu ástandi má setja í Góða hirðis gáma á endurvinnslustöðvum höfuðborgarsvæðisins og nytjagáma víða um land. Ónýtt jólaskraut er oftast nær óendurvinnanlegt en skynsamlegt er að flokka það til endurvinnslu sem flokkanlegt er.

Upplýsingar af Endurvinnslukortinu (Flokkar/Heimilið ...

Drive-In aðstaðan í Safnstöð Djúpavogs.Djúpavogshreppur sker sig nokkuð úr öðrum sveitarfélögum á mörgum sviðum umhverfismála. Ekki aðeins er Djúpivogur CittaSlow bæjarfélag með skýra umhverfisstefnu heldur fer sorphirða- og flokkun einnig fram með mjög áhugaverðum hætti á Djúpavogi þar sem sveitarfélagið vill byggja upp með hvatakerfi, meðal annars umbuna þeim sérstaklega sem flokka samviskusamlega og skila.

Íbúum í Djúpivogi býðst að fá til sín tunnu ...

Nú er í bígerð heimildarmyndin Natura. Natura er náttúru- og dýralífsmynd sem tekin er upp á Íslandi. Myndin er án tals en skartar tónlist eftir hljómsveitina Árstíðir. Ís, eldur, veðrið, sjór, steinar, plöntur og dýr leika aðalhlutverkin. Markmið myndarinnar er að fólk taki pásu frá áreiti hins daglega amsturs, slökkvi á símanum og facebookinu og njóti augnabliksins.

Kvikmyndagerðamaðurinn Gunnar Konráðsson ...

Guðrún og Einar á Sumarmatarmarkaði Búrsins. Ljósmynd: Vilmundur Hansen, Bændablaðið.Þegar staðið er á tímamótum er gjarnan litið um öxl og fram á veg. 

Hvað unnist hefur, hvað tapast og hvert skal stefna?

Í umhverfismálum hafa engir stórir sigrar átt sér stað en þó hefur árangri verið náð á mörgum sviðum. Til dæmis má nefna að Landsvirkjun bauð Landvernd og öðrum náttúruverndarsamtökum í heimsókn á fyrirhugað stæði Búrfellslundar, vindmyllugarðs sem ...

31. desember 2014

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir

Þýðandi og umhverfisfræðingur.
Doktorsnemi í þýðingafræði við Háskóla Íslands.
Þýðandi og greinahöfundur hjá Náttúran til 2014.

Nám

2014-dato Doktorsnám í þýðingafræði við Háskóla Íslands
2005–2011 M.A. í þýðingafræði við Háskóla Íslands
1995-1996 M.Sc. with distinction í umhverfisvísindum við Chalmers Tekniska Högskola
1991-1995 B.Sc. í jarðfræði við Háskóla Íslands
1986-1991 B.A. í rússnesku ...

Fyrir áramótin 2007 skoraði Náttúran.is á söluaðila flugelda á landinu öllu að sýna ábyrgð og taka það upp hjá sér að upplýsa viðskiptavini sína um umhverfisáhrif er af flugeldum og blysum hljótast og hvetja til réttrar meðhöndlunar á því mikla magni úrgangs sem hlýst af sprengigleði landans. Því er skemmst frá að segja að margir dyggir stuðningsmenn björgunarsveitanna tóku ...

Flugeldar á gamlárskvöld. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Við mælingar á efnainnihaldi flugelda á vegum yfirvalda í Danmörku kom í ljós að hluti þeirra innihaldi þrávirka efnið hexaklórbensen sem hefur um langt skeið verið bannað vegna þeirra alvarlegu áhrifa sem það hefur á umhverfið og heilsu manna. Hér á landi hefur hexaklórbensen mælst í andrúmsloftinu um ármót í margfalt hærri styrk en eðlilegt þykir og og er skýringuna ...

Um jól og áramót safnast að jafnaði mikið upp af rusli á heimilum landsins. Mikið af því má þó endurvinna, þó ekki allt. T.a.m. flokkast jólapappír með glimmeri og málmögnum ekki undir venjulegt pappírsrusl og verður að flokka sem óendurvinnanlegt sorp. Sjá meira um jólagjafir og umbúðirnar.

Í flestum stærri bæjarfélögum eru jólatrén sótt á ákveðna söfnunarstaði eftir ...

Það kemur að þessu árlega.
Jólapappír, umbúðir, borðar, kassar, ruslið eftir aðfangadagskvöld er komið og allt þarf þetta að fara eitthvert, en hvert? Það er óskaplega freistandi að troða bara öllu í stóran svartan plastpoka og troða ofan í tunnu...eða eitthvað. En ef allir gerðu það...þvílík sóun. Það er til betri leið, allavega fyrir umhverfið og hún er ...

Stjörnutáknið er elsta tákn mannsins og var notað löngu fyrir ritmál. Stjarnan var notuð sem vörn gegn illum öndum og er tákn öryggis og innri hamingju. Í kristinni trú er stjarnan tákn boðunar og komu frelsarans og vísar okkur veginn að ljósinu.

Grafík: Stjarna, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Sá gamli íslenski siður að borða kæsta skötu á Þorláksmessu er upprunninn á Vestfjörðum. Á Suðurlandi var ekki alltaf kæsta  skötu að fá og var því horaðasti harðfiskurinn oft soðinn og snæddur á Þorláksmessu. Á Þorláksmessu mætti fnykurinn / lyktin af kæstri skötunni hangikjötsilminum, og jók þannig  á tilhlökkunina eftir hangiketinu.

Grafík: Skata, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Ber, könglar og hnetur eru táknræn fyrir frjósemi jarðar, lífið sjálft sem sefur í fræjum og aldinum og ber framtíðina í sér. Sveppir vekja upp svipaða tilfinningu frjósemi og allsnægta.

Þannig færum við náttúruna nær okkur um jólin, inn í stofu, röðum henni upp og byggjum upp helgiathöfn í kringum táknin, einskonar galdraathöfn í tilbeiðslu fyrir fæðingu og frjósemi.

Fæðing ...

Hátíðleiki jólanna felst að stóru leiti í barnslegri tilhlökkun okkar um að óskir geti ræst. Borðar og slaufur binda inn og innsigla leyndarmálin tímabundið. Borðinn bindur saman, tengir og afmarkar. Slaufan er tákn hinnar hátíðlegu stundar og innsiglar leyndarmálið sem afhjúpast ekki fyrr en slaufan er leyst.

Grafík: Borðar og slaufur, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Rauður er fyrsti frumliturinn, sá sem hefur hæstu tíðnina og er sá litur sem mannsaugað nemur sterkast. Rauður stendur fyrir líkamann, Jörðina og undirheima sjálfa í fornum trúarbrögðum. Rauður tengist ferhyrningsforminu og er litur hlýju, ástar og kraftsins.

Grafík: Rauður litur, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Jólasveinninn er persónugervingur hins góða og ekki fjarri ímyndinni um Guð. Hann er gamall maður með skegg. Hann veitir okkur hlýju og uppfyllir óskir okkar. Rauði liturinn er merki um hlýjuna og skeggið gefur til kynna að hann búi yfir visku. Þríhyrningslaga skotthúfan táknar tengingu jólasveinsins við almættið.

Grafík: Jólasveinninn. Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Gildi Jesúbarnsins er vitaskuld fæðing frelsarans; gjöf guðs til okkar. Ekki má gleyma að mennsk börn eru gjöf hans til okkar allra. Þau taka við Jörðinni og í þeim býr sakleysi, von og trú. Flest jólatáknin tengjast einnig frjósemislofgjörð og endurspegla gleði okkar yfir endurnýjun lífsins.

Grafík: Jesúbarnið í jötunni, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Ómar og Paul Cox er Ómar fékk Seacology verðlaunin 2008. Ómar Ragnarsson skemmtikraft, fréttamann, rithöfund, flugmann, lagasmið og kvikmyndagerðamann þarf ekki að kynna fyrir þjóðinni. Hann sagði upp störfum á fréttastofu Ríkisútvarpsins árið 2006 vegna stöðugra ásakanna um hlutdrægni í fréttaflutningi af Kárahnjúkamálinu. Síðan hefur hann helgað líf sitt baráttunni fyrir náttúruvernd og verið óþreytandi á því sviði.

Að kvöldi 26. september 2006  leiddi Ómar ...

Sagan um jólaköttinn hefur ekki mikið vægi á nútímajólum en var áður fyrr notuð til að hvetja fólk til að fá sér nýja flík fyrir jólin. Að öðrum kosti átti jólakötturinn að éta menn. Enn eimir þó eftir af því að okkur finnst nauðsynlegt að fá nýja flík fyrir jólin. Það eru svo mörg leyndarmálin um jólin að óþarfi er ...

Jólin hjálpa okkur í gegnum veturinn og minna okkur á að lífið vaknar aftur eftir langan vetur.
Snjórinn, sem er tákn vetrarins, kaldasta tíma ársins, er í raun lífgjafinn því án vatnsins væri ekkert líf á Jörðinni. Snjórinn og jólin eru tengd órofa böndum í hugum okkar. Jafnvel í heitum löndum er jólasnjór svo sterkur hluti af jólatilfinningunni að búin ...

Jólasokkurinn- eða skórinn gegnir því hlutverki að taka við gjöfum jólasveinsins. Gjöf í skóinn er einskonar ósk um fararheill um lífsins veg. Vestan hafs er sokkur hengdur á arininn á jólanótt, en í Evrópu setja börnin skóinn sinn út í glugga, en aðeins eina nótt, aðfaranótt 6. desembers, á messu heilags Nikulásar. Á Íslandi byrja börnin að setja skóinn sinn ...

Græni liturinn er andstæðulitur rauða litsins. Þeir mynda sterka heild saman en eyðileggjast við samruna. Allt frá frumkristni hefur græni liturinn verið tákn æskublóma og frjósemi Jarðarinnar og hann minnir okkur á lífið sjálft. Rauður og grænn saman endurspegla andstæðurnar í náttúrunni.

Grafík: Grænn litur, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Bjallan (klukkan) er mikilvægt tákn í öllum trúarbrögðum. Henni er ætlað að hjálpa okkur að finna hinn hreina hljóm sálarinnar, samhæfa og færa á æðra stig. Hátíðin hefst þegar klukkum er hringt.

Hringur er hið fullkomna form, án upphafs eða endis, tákn Guðs og eilfíðar. Hin þrívíða kúla er bæði upphafspunkturinn og alheimurinn. Glansandi kúlur endurspegla umhverfið og virka því ...

Jólagjöfin er tákn umhyggju og ástar og vísar til gjafa krists til mannkyns. Ástvinum okkar gefum við meðvitað eftir því lögmáli að gjöfin viðhaldi ást og vináttu.

Hátíðleiki jólanna felst að stóru leiti í barnslegri tilhlökkun okkar um að óskir geti ræst. Borðar og slaufur binda inn og innsigla leyndarmálin tímabundið. Borðinn bindur saman, tengir og afmarkar. Slaufan er tákn ...

Hringur er hið fullkomna form, án upphafs eða endis, tákn Guðs og eilfíðar. Hin þrívíða kúla er bæði upphafspunkturinn og alheimurinn. Glansandi kúlur endurspegla umhverfið og virka því á dularfullan hátt á okkur og minna á stórkostleikann sem umlykur okkur og sem við erum hluti af. Jólakúlan er því eitt mikilvægasta jólatáknað í hugum okkar.

Grafík: Jólakúla, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran ...

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Guðrún Tryggvadóttir heilsar Ómari í lok mótmælagöngunnar miklu, daginn fyrir fyllingu Hálslóns þ. 27. september 2006. Ljósm. Náttúran.is.Ómar Ragnarsson skemmtikraft, fréttamann, rithöfund, flugmann, lagasmið og kvikmyndagerðamann þarf ekki að kynna fyrir þjóðinni. Hann sagði upp störfum á fréttastofu Ríkisútvarpsins árið 2006 vegna stöðugra ásakanna um hlutdrægni í fréttaflutningi af Kárahnjúkamálinu. Síðan hefur hann helgað líf sitt baráttunni fyrir náttúruvernd og verið óþreytandi á því sviði.

Að kvöldi 26. september 2006  leiddi Ómar ...

Glugginn hefur ákveðna táknræna þýðingu. Hann myndar einskonar skil milli tveggja heima, og tengist jólunum á ýmsa vegu í hugum okkar. Það er útbreyddur siður að skreyta gluggana sína fyrir jólin. Frá 1. til 24. desember opna gluggar víðs vegar um Hveragerðisbæ. Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.Jóladagatöl hafa sögulega hefð á Íslandi og víða um heim og eru eitt mikilvægasta „tilhlökkunartækið“ fyrir börnin okkar. Dagatal í formi glugga sem fyrirtæki í Hveragerðisbæ og börn í Grunnskólanum vinna úr ýmsum efnivið ásamt jólabókum um jólatáknin eru „opnaðir“ einn af öðrum fram að jólum en þetta er sjötta árið sem að dagatalinu er komið fyrir í bæjarumhverfinu og ...

Kertaljósið er í hefðbundnu jólahaldi okkar jólaljósið sjálft. Ljósið býr yfir djúpstæðri merkingu um jólaboðskapinn. Það býr yfir frumkraftinum; eldinum sem er táknrænn fyrir lífið sjálft, einkum hið innra líf. Það er ljósið innra með okkur; trúin, vonin og kærleikurinn.

Grafík: Kerti, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Hjartað er tákn ástar og kærleika og vekur samstundis hlýjar tilfinningar með okkur. Það má segja að hjartað sé það tákn sem nýtur hve mestra vinsælda í nútímanum en sögulega séð er hjartaformið fremur nýtt af nálinni. Kærleikurinn kemst vel til skila í þessu samstæða mjúka formi og á því vel við jólin.

Grafík: Hjarta, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Jólasveinninn er persónugervingur hins góða og ekki fjarri ímyndinni um Guð. Hann er gamall maður með skegg. Hann veitir okkur hlýju og uppfyllir óskir okkar. Rauði liturinn er merki um hlýjuna og skeggið gefur til kynna að hann búi yfir visku.

Hann kemur aðeins nokkra daga á ári, gefur, og minnir á að fylgst er með okkur. Jólasveinninn er goðsögn ...

Þeir bera fræ barrtrjánna. Könglarnir sem tréð gefur af sér eru nauðsynlegir fyrir áframhaldandi tilveru stofnsins. Þannig hefur köngullinn án efa ratað inn í undirmeðvitund okkar sem eitt af hinum nauðsynlegu frjósemistáknum jólanna.

Grafík: Könglar, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Kertavax sem runnið hefur á slétta fleti, svo sem gerviefni, tré eða gler, er hægt að losna við með því að hita flötinn með hárþurrku og þurrka svo af með eldhúspappír.

02. desember 2014

Aðventukransinn skipar stóran sess í undirbúningi jólanna. Hann er hringur og undirstrikar hið óendanlega og er tákn Guðs og eilífðar. Kertin fjögur á kransinum undirstrika tímamælinguna. Orðið aðventa merkir að það líði að jólum.

Grafík: Aðventukrans, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Ómar Ragnarsson skemmtikraft, fréttamann, rithöfund, flugmann, lagasmið og kvikmyndagerðamann þarf ekki að kynna fyrir þjóðinni. Hann sagði upp störfum á fréttastofu Ríkisútvarpsins árið 2006 vegna stöðugra ásakanna um hlutdrægni í fréttaflutningi af Kárahnjúkamálinu. Síðan hefur hann helgað líf sitt baráttunni fyrir náttúruvernd og verið óþreytandi á því sviði.

Við upphaf Jökulsárgöngunnar (mótmælagöngunnar miklu) þ 26. sept. 2006. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Að kvöldi 26. september 2006  leiddi Ómar ...

Á málþinginu Ekkert til spillis sem Landvernd, Kvenfélagasamband Íslands, Vakandi og Norræna húsið buðu til í Norræna húsinu í tengslum við Nýtniviku Reykjavíkurborgar nú í vikunni var Jesper Ingemann frá fødevareBanken í Kaupmannahöfn einn frummælanda.

Foedvarebanken var stofnaður sem andsvar við samfélagsmeinunum „matarsóun“ og „matarskorti“.

Foedvarebanken hefur verið rekinn af ópólitískum ó-gróða (non-profit) sjálfboðaliðasamtökum ...

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Mótmælaspjöld við styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli í Jökulsárgöngunni þ 26. sept. 2006. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Ómar Ragnarsson skemmtikraft, fréttamann, rithöfund, flugmann, lagasmið og kvikmyndagerðamann þarf ekki að kynna fyrir þjóðinni. Hann sagði upp störfum á fréttastofu Ríkisútvarpsins árið 2006 vegna stöðugra ásakanna um hlutdrægni í fréttaflutningi af Kárahnjúkamálinu. Síðan hefur hann helgað líf sitt baráttunni fyrir náttúruvernd og verið óþreytandi á því sviði.

Að kvöldi 26. september 2006  leiddi Ómar ...

Almenningsrými eru til að nota, segir forsprakki Laugargarðs

Mikil vakning hefur orðið á borgarbúskap um allan heim og hefur hann skotið rótum sínum í almenningsgarði í Reykjavík. Í útjaðri grasagarðsins í Laugardal hefur í sumar verið starfræktur samfélagsrekinn matjurtargarður.  Hönnuðurinn Brynja Þóra Guðnadóttir er ein af forsprökkum verkefnisins Laugargarðs.

 Laugargarði er lögð áhersla á að skapa samfélag þar sem fólk vinnur saman að sameiginlegum markmiðum og miðlar af reynslu sinni. Ljósm. Niki Jiao, Laugagarður.Laugargarður er tilraunaverkefni sem gengur út á að nýta almenningsrými borgarinnar ...

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Ómar í skemmtiþætti í Sjónvarpinu um 1970.Ómar Ragnarsson skemmtikraft, fréttamann, rithöfund, flugmann, lagasmið og kvikmyndagerðamann þarf ekki að kynna fyrir þjóðinni. Hann sagði upp störfum á fréttastofu Ríkisútvarpsins árið 2006 vegna stöðugra ásakana um hlutdrægni í fréttaflutningi af Kárahnjúkamálinu. Síðan hefur hann helgað líf sitt baráttunni fyrir náttúruvernd og verið óþreytandi á því sviði.

Að kvöldi 26. september 2006 leiddi Ómar ...

Greinar, þættir og viðtöl um/eftir Náttúruna á öðrum miðlum:

Valdar greinar, gagnrýni og viðtöl (við/um/eftir G.A.T./E.B.A).

2015 05.11. Dagskráin / dfs.is - Endurvinnslukort Mýrdalshrepps komið í loftið
2015 16.09. Fréttablaðið - Grænt app vísar veg um Suðurland
2015 10.09. Dagskráin - Opnunarhátíð Græna kortsins fyrir Suðurland í Listasafni Árnesinga og fyrirlestur í ...

Því er lýst í hugljúfri austurlenskri sögu hvernig tedrykkja húsmóður verður að nokkurs konar innlifun þar sem ketillinn, suðið í sjóðandi vatninu og ilmurinn af jurtunum renna saman við tilhlökkunina um friðarstund. Í Japan varð enda tedrykkja að listformi í anda Zenbúddisma. Sérstök tehús voru byggð samkvæmt fagurfræðilegum reglum. Jafnvel aðkoman sjálf, þar sem stiklað var eftir óreglulegum náttúruhellum í ...

Hótel Fljótshlíð - Smáratún ehf. hefur hlotið umhverfisvottun Norræna Svansins en Hótel Fljótshlíð er sjöundi gististaðurinn á landinu og þar af fjórða hótelið sem fær Svaninn.

Starfsfólk hótelsins vinnur að því að minnka umhverfisáhrif á mörgum sviðum. Til að fá Svaninn þarf hótelið að vera innan ákveðinna marka í orku-, efna- og vatnsnotkun og myndun úrgangs. Að auki ber hótelinu að ...

Soðið egg. Ljósm. Einar Bergmundur.Það er alltaf jafn merkilegt að læra nýja hluti. Sérstaklega þegar að maður vissi ekki að nokkuð væri við kunnáttu manns að bæta, hvað þá að athuga. En hér koma nokkur góð eggjasuðuráð frá Inga Bóassyni:

Linsoðin egg

Leggið eggin varlega í pott með köldu vatni og kveikið undir. Vatnið á að fljóta yfir eggin.
Þegar suðan er komin upp ...

Að gera heimilið/húsið vistvænna byggist meira á ákvarðanatöku hvers og eins en nokkru öðru. Þegar ákvörðun hefur verið tekin um að fara vistvænar leiðir byrjar langt ferli sjálfsmenntunar sem fer mjög eftir því hve áhuginn er mikill og hvaða möguleikar eru fyrir hendi.

Skilgreining á vistvænni byggingu:
Þó að engin ein sannindi og engar patentlausnir séu til sem virka ...

Útiræktaðar sætar baunir úr eigin garði, einn belgur opnaður.. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Orðin ertur, baunir og jafnvel belgmeti eru til í málinu en ekki alveg ljóst hvað er hvað. Nú er farið að rækta ýmsar tegundir bauna inni í gróðurhúsum og fræ fást í búðum. En oft er gott að grípa til og sjóða þurrkaðar, erlendar baunir á sumrin þegar kartöflurnar eru búnar. Það erfiða við baunir er vindgangurinn sem þær koma ...

Blóðberg í skjóðu. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Eins og það er skemmtilegt að fara út og finna í matinn og leita ákaft að fyrstu vorjurtunum, þá er viss léttir í því fólginn að ná öllu undir þak þegar veturinn kemur. Sumir hafa safnað meira en aðrir. Sumir eiga stærri og betri geymslur með sultum, sykruðum hvannaleggjum og tejurtum. Þeir eiga rótarávexti í kaldri kompu, fjallagrasapoka og vel ...

Pami Sami er frá Portúgal og býr og starfar í bakaríinu á Sólheimum en hún er að ljúka námi í grasalækningum í Bretlandi.

Pami heldur vinnustofu á Sólheimum þ. 15. nóvember nk. og hefst vinnustfona kl. 14:00 og stendur fram eftir degi. Pami  kennir að gera vegan- og hrá-vegan eftirrétti, sykurlausa og einfalda í tilbúningi. Smakk á eftir.

Pami ...

Ríkisstjórn Hollands hefur bannað sölu á Roundup, illgresiseyði framleiddum af Monsanto.

Löng barátta fyrir dómstólum liggur þar að baki og hvetur ríkisstjórn Hollands nú önnur ríki til að feta í fótspor sín til verndar jarðvegi og heilsu fólks til framtíðar.

Óháðar vísindalegar rannsóknir liggja banninu til grundvallar.

Sjá nánar á action.sumofos.org.

Sápusmiðjan ehf. hefur fengið lífræna vottun á fjórar gerðir að sápum:

Þær eru:

  • Hrein lífræn sápa ( Lyktarlaus )
  • Hrein lífræn sápa með jómfrúarkókosolíu ( Náttúrulegur kókos-ilmur )
  • Lífræn sápa með Mintu og Poppy seed ( Eucalyptus ilmkjarnaolía )
  • Lífræn sápa með Lavender ( Ensk Lavender ilmkjarnaolía )

Lífrænar náttúrulegar sápur innihalda ekki efni eins og SLS, hreinsiefni, alkahól, parabena, sorbata, silikón, súlföt eða rotvarnarefni.

Sjá alla þá ...

Börn í Waldorfskólanum Lækjarbotnum að búa til þæft grænmeti og ávexti fyrir jólabasarinn.Hinn árlegi Jólabasar Waldorfleikskólans Yls og Waldorfskólans í Lækjarbotnum verður haldinn laugardaginn 15. nóvember milli kl.12:00 og 17:00.

Margir fallegir hlutir verða í boði í umhverfi og stemmningu sem hverjum og einum er hollt að upplifa; m.a. brúðuleikhús, barnakaffihús, „Waldorfsseríur", jurta apótek, handunnar jólagjafir úr náttúruefnum, kaffi og kökur, Eldbakaðar pizzur og skemmtiatriði í skemmunni

Járnsmiðjan ...

Matarmarkaður Búrsins / haust & jólamarkaðurFull Harpa matar!

Búrið ljúfmetisverslun í samstarfi við u.þ.b. sextínu bændur og smáframleiðendur á landinu fylla Hörpu af gómsætum, gómsúrum og gómgleðjandi matarhandverki helgina 15. til 16. nóvember.

Hlökkum til að sjá þig!

Hér á Grænum síðum Náttúrunnar sérð þú alla þá sem tókum þátt í síðasta matarmarkaði Búrsins helgina 30.-31. ágúst sl.

Jólamarkaður á Ingólfstorgi. Ljósm. Höfuðborgarstofa.Jólamarkaður verður aftur haldinn á Ingólfstorgi jólin 2014.

Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í jólamarkaðinum geta leigt kofa eða tjöld til eins eða fleiri daga.

Stór bjálkakofi, tjald 5 X 5 m og tjald 4,6 X 4,6 m kostar kr. 5.000 kr. á sólarhring.

Minni bjálkakofi og tjald 4 X 4 m kostar kr ...

Merki burðarplastpokalausa sveitarfélagsins Stykkishólms.Í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkveldi var fjallað um árangur íbúa Stykkishólmsbæjar við að hætta notkun burðarplastpoka, sem gengur gríðarlega vel og skal þeim hér með óskað til hamingju með árangurinn. Að hætta notkun burðarplastpoka er vissulega mikilvægt skref og Stykkishólmur getur nú státað af því að geta verið fyrirmynd annarra sveitarfélaga á þessu sviði, héðan í frá.

Næsta skref verður ...

Ferðamenn við Gullfoss sumarið 2014. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Undafarna daga hefur ferðaþjónusta og landnýting verið áberandi í umræðunni. Enda hefur ferðaþjónusta farið fram úr öðrum atvinnugreinum hvað varðar öflun gjaldeyristekna. Fjöldi ferðamanna hefur aldrei veri meiri og allt bendir til þess að fjölgunin haldi áfram um hríð. Þessi fjölgun hefur verið fyrirsjáanleg undanfarna áratugi og ekki alveg að óvörum þvi miljörðum hefur verið varið til markaðssetningar á landinu ...

06. nóvember 2014

Solla með nýtt skilti fyrir Gló í Fákafeni.Gló markaður og veitingastaður með meiru opnaði nýjan stað sl. föstudag, í Fákafeni, þar sem Lifandi markaður var áður til húsa.

Nýja Gló hefur að sögn Sólveigu Eiríksdóttur, Sollu, stærsta úrval af lífrænu grænmeit á landinu og býður upp á nýjungar af ýmsu tagi s.s. Tonik bar og Skálina sem er hollur og lífrænn skyndibitastaður þar sem hægt erð ...

Á Austurvelli þ. 3. nóvember 2014. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Á Austurvelli þ. 3. nóvember 2014. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Á Austurvelli þ. 3. nóvember 2014. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Á Austurvelli þ. 3. nóvember 2014. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Áhöld eru um fjölda fólks sem mætti á Austurvöll í gær. Lögreglan telur að rúmlega 4 þúsund hafi mætt en aðrir nefna 6-7 þúsund manns.

Hvort heldur er rétt þá var vel mætt og greinilegt að mikil óánægja er í þjóðfélaginu, af fjölbreyttum ástæðum.

Endurteknir mánudagsfundir voru nefndir sem næstu skref og þá er að sjá hvort að landsmenn séu ...

Gunnsteinn Ólafsson flytur ávarp fyrir hönd níumenninganna. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Bubbi Mortens stóð fyrir tónleikunum og flutt tvö lög. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Prins Póló flutti nokkur lög á tónleikunum. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.KK flutti nokkur lög á tónleikunum. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Uni Stefson flutti nokkur lög á tónleikunum. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Salka Sól og Abama dama fluttu nokkur lög. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Ómar leiðir fjöldasöng í lok tónleikanna. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Hér á eftir fer ávarp Gunnsteins Ólafssonar á Gálgahraunstónleikunum í Háskólabíói þ. 29. október sl. en tónleikarnir voru skipulagðir af Bubba Mortens til styrktar níumenningunum í Hraunavinum er handteknir voru sl. haust og dæmdir í fjársektir í Hæstarétti fyrir að verja Gálgahraun friðsamlega:

Undarleg ósköp að deyja
hafna í holum stokki
himinninn fúablaut fjöl
með fáeina kvisti að stjörnum.

Þannig ...

Fyrir og eftir uppgræðslu á Huangtu Plateau í Kína.“Uppspretta auðs er skilvirkt vistkerfi. Þær vörur og þjónusta sem við uppskerum af því eru afleiður. Afleiður geta aldrei orðið meira virði en uppsprettan. En í nútíma hagkerfi, fáum við vörur og þjónustu fyrir peningalegt virði, á meðan uppsprettan sjálf, hið skilvirka vistkerfi, er einskis metið,” segir John D. Liu m.a. í heimildarmynd sinni Green Gold.

John hefur skrásett ...

Frá afhendingu umhverfisverðlaunanna. Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála; Brynhildur Guðmundsdóttir og Katelijne Beerten frá Reykjavík Natura; Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri og Björn Jóhannsson, umhverfisstjóri Ferðamálastofu.Icelandair Hótel Reykjavík Natura fékk í dag umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir árið 2014 en verðalunin voru nú veitt í 20. sinn. Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, afhenti verðlaunin í lok fjölsótts Ferðamálþings í Hörpu.

Mikill árangur af umhverfisstarfi
Icelandair hótel Reykjavík Natura fékk umhverfisstjórnunarkerfi sitt vottað skv. staðlinum ISO 14001 árið 2012, fyrst hótela á Íslandi. Mikill árangur náðist í umhverfisstarfinu ...

30. október 2014

Umhverfisviðmið eða markmið eru í eðli sínu ekkert frábrugðin fjárhagslegum markmiðum. Hlutverk beggja er að mæla árangur af starfssemi fyrirtækisins á mismunandi sviðum, þó svo að auðveldlega sé hægt að fullyrða að fjárhags- og umhverfismarkmið séu hvert öðru háð. Það er þó einn grundvallarmunur á fjárhaglegum og umhverfislegum markmiðum. Hin fjárhagslegu hafa þróast í fjölda áratuga eða árhundruði meðan umhverfislegu ...

26. október 2014

Miðvikudagskvöldið 29. október kl. 20:30 verða haldnir tónleikar í Háskólabíó til styrktar níumenningunum sem á dögunum fengu dóm í Gálgahraunsmálinu.

Hverjum hinna dæmdu var gert að greiða 100.000 kr í sekt auk 150.000 kr í málskostnað.

Tilgangur tónleikanna er að safna fé sem afhent verður níumenningunum og jafnframt að sýna baráttu þeirra samstöðu með tónlist og gleði ...

25. október 2014

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Við Sigrún Helgadóttir kennari, líf- og umhverfisfræðingur höfum undanfarnar þrjár vikur rætt saman um þjóðgarða, áhuga, hennar fyrir náttúrunni og náttúruvernd, nám hennar í þjóðgarðafræði, heimsóknir hennar í þjóðgarða erlendis og þjóðgarða og friðlönd á Íslandi. Nú er komið að fjórða og síðasta viðtalinu við Sigrúnu og segir hún okkur nú frá tilkomu bókaskrifa hennar ...

Ómar Ragnarsson ávarpar samstöðufundargesti í Gálgahrauni. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Fjölmenni var á boðuðum samstöðufundi um náttúruvernd og tjáningarfrelsi á Íslandi, í Gálgahrauni í dag en í dag er eitt ár síðan að hópi náttúruverndara sem mótmæltu vegagerð friðasamlega voru handteknir af 60 manna lögregluliði og tuttugu þeirra handteknir og færðir brott sem ótíndir glæpamenn.Skilti sem náttúruverndafélögin reistu til fróðleiks um vegagerðina í Gálgahrauni. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Undirskriftarlisti til stuðnings níumenningunum var hengdur upp undir nýsteyptri brú í Gálgahrauni. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Ljósmyndasýning undir brúnni, frá viðburðinum þ. 21. október 2013. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Níu þeirra voru síðar ákærð og þann 9. október síðastliðinn en Héraðsdómur Reykjaness sakfelldi þau ...

Bókin Scarcity in Excess.Bókin „Hörgull í allsnægtum - Hið byggða umhverfi og hrunið á Íslandi“, bókartitill á frummálinu: Scarcity in Excess – “The Built Environment and the Economic Crisis in Iceland“ verður kynnt í Mengi, Óðinsgötu 2 með viðtali við aðalritstjóra bókarinnar.

Húsið opnar klukkan 5 og það verður hægt að fjárfesta í bókinni á sérstöku kynningarverði.

Bók um hrunið og hið byggða umhverfi á ...

Opinn morgunfundur Vistbyggðarráðs verður haldinn fimmtudaginn 23. október í samvinnu við Náttúran.is.

Fjallað verður um vöruþróun, aðgengi að vistvænum byggingavörum sem raunverulegum valkosti við hönnun bygginga og framkvæmdir og hvernig hægt sé að bæta kynningu á umhverfisvottuðum byggingavörum á netinu og í verslunum.

Þá verður kynnt nýtt app, HÚSIÐ og umhverfið, sem Náttúran.is hefur þróað og er til ...

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Við Sigrún Helgadóttir kennari, líf- og umhverfisfræðingur höfum undanfarnar tvær vikur rætt saman um þjóðgarða, áhuga, hennar fyrir náttúrunni og náttúruvernd, nám hennar í þjóðgarðafræði, samanburð þjóðgarða í Bandaríkjunum og Bretlandi og störf sem landvörður í Jökulsárgljúfrum. Nú beinum við athyglinni að þjóðgörðum og friðlöndum á Íslandi og þróun þeirra undanfarin ár.
Hlusta á viðtalið ...

Gluggi í Laufási, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Tillögur nefndar um eflingu græna hagkerfisins, voru eins og margir muna eftir, samþykktar einróma, af öllum flokkum, með fullu húsi atkvæða á Alþingi. Sem er sögulegt í sjálfu sér.

Það varð þó ekki til þess að fyrstu fjármununum (205 m.kr.) sem eyrnarmerktir höfðu verið verkefninu yrði varið í samræmi við tillögur nefndar um græna hagkerfið heldur tók ferlið óvænta ...

Ekið yfir Markarfljót, ljósm. Árni Tryggvason.Viðar Jökul Björnsson, umhverfis- og auðlindafræðings segir stefnu vanta á sviði aðgerða til að stemma stigu við mengun af völdum ferðamanna en Viðar Jökull fjallaði einmitt um þetta í meistararitgerð sinni í umhverfis- og auðlindafræði þar sem hann mat kolefnisspor ferðamanna á Íslandi árið 2011.

Víðir bendir á að „ferðaþjónustan geri út á að spila Ísland sem þetta hreina og ...

Fennelblómið Nigella sativa (black seed, black cumin) þarf nú aðstoð okkar til að berjast gegn græðgi Nestlé fyrirtækisins sem sótt hefur um einkaleyfi á fræjum fennelblómsin, svarta kúmeninu, til framleiðslu ofnæmislyfs gegn fæðuofnæmi.

Fennelblómið hefur um árþúsundir þjónað mannkyni, ókeypis, við hinum ýmsum kvillum og sjúkdómum allt frá uppköstum og hitasóttum til húðsjúkdóma og hefur staðið fátækum samfélögum í mið- ...

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Sigrún Helgadóttir kennari, líf- og umhverfisfræðingur er í eldlínunni í þættinum Með náttúrunni nú í október. Í síðustu viku sagði hún frá ferð sinni um Bandaríki Norður Ameríku  sumarið 1979, þar sem hún skoðaði 12 þjóðgarða og námi í stjórnun auðlinda í Edinborg næstu ár á eftir. Nú segir hún meðal annars frá landvarðastörfum sínum ...

Bandaríski leikstjórinn, Josh Fox, er staddur hér á landi og er í fríðu föruneyti ekkju Johns Lennon, Yoko Ono, sem kveikti á friðarsúlunni í gær.

Fox var tilnefndur til Óskarsverðaluna árið 2011 fyrir heimildarmynd sína, Gasland, sem vakti heimsathygli fyrir fumlaus tök hans á efniviðnum. Sama ár hlaut hann sérstök hvatningarverðlaun Yoko Ono fyrir mynd sína.
http://www.imdb.com ...

Vakin hefur verið athygli á því að umfjöllunin og umræðan um notkun erfðabreytts fóðurs í íslenskum landbúnaði er að skila sér.

Margir hafa þegar stigið þetta skref og hætt að nota erfðabreytt fóður og bætt um betur og útbúið sérstakt merki því til stuðnings.

En segir það alla söguna um aðbúnað dýra og gæði til neytenda að hænurnar séu ekki ...

Karfi.Gullkarfaveiðar Íslendinga fá MSC vottun

Iceland Sustainable Fisheries (ISF) hefur fengið MSC - Marine Stewardship Council vottun á gullkarfaveiðar Íslendinga og eru það fyrstu karfaveiðarnar í heiminum til að fá vottun samkvæmt staðli MSC.  Vottunin kemur í  kjölfar 17 mánaða matsferlis sem unnin var af íslensku Vottunarstofunni Túni.

ISF var stofnað af 19 fyrirtækjum árið 2012 til að halda utan um ...

09. október 2014

Forsíða bókarinna Náttúrupælingar eftir Pál SkúlasonÁ síðustu áratugum hefur Páll Skúlason, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, unnið brautryðjandastarf í skipulegri hugsun um náttúruna. Í þeim greinum og erindum sem hér birtast veitir hann nýja sýn á samband manns og náttúru og skýrir á frumlegan hátt hugmyndir og hugtök sem við þurfum til að skilja reynslu okkar og stöðu í tilverunni. Hann íhugar þýðingu þess ...

Fyrirtækið Monsanto var stofnað í St. Louis Missouri árið 1901 af John Francis Queeny  sem hafði lengi starfað innan lyfjaiðnaðarins. Fyrsta framleiðsluvara fyrirtækisins var gervisætuefnið sakkarín sem fyrirtækið seldi til Coca Cola fyrirtækisins.

Árið 1919 fór Monsanto að framleiða salisílsýru og aspirín og fyrirtækið hóf einnig framleiðslu á brennisteinssýru. Á fimmta áratug 20. Aldar hóf Monsanto framleiðslu á plastefnum eins ...

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Sigrún Helgadóttir kennari, líf- og umhverfisfræðingur er meðal fyrstu Íslendinganna sem kynntu sér ýtarlega þjóðgarða í Bandaríkjunum. Eftir langa ferð þar og heimsókn í tólf þjóðgarða hóf hún nám í auðlindastjórnun við Edinborgarháskóla. Í náminu lagði hún áherslu á að bera saman þjóðgarða í Bandaríkjunum og Bretlandi sem eru gjörólíkir. Hún skoðaði þá  sérstaklega með ...

Gosið í Holuhrauni.Eftir Robin Wylie sem er doktorsnemi í eldfjallafræði við University College í Lundúnum.

Jörðin virðist gefa frá sér reyk og eimyrju þessa dagana. Eldfjöll gjósa nú á Íslandi, á Hawaii, í Indónesíu, Ekvador og í Mexíkó. Nýlega gusu önnur eldfjöll á Filippseyjum og í Papúa Nýju Gíneu, en þau virðast hafa róast. Mörg þessara eldgosa hafa ógnað heimilum og orsakað ...

Ríkisstjóri Kaliforníu tilkynnti sl. föstudag um að plastpokar yrðu bannaðir í ríkinu.

Kalifornía verður þar með fyrsta ríki Bandaríkjanna til að innleiða slíkt bann en nú þegar hafa plastpokar verið bannaðir í meira en hundrað borgum, þ.á.m. San Fransisco og Los Angeles.

Í Maui County á Hawai er matarverslunum bannað að pakka innkaupavörum í plastpoka, að sjálfsögðu í ...

Reglugerð um merkingu og rekjanleika erfðabreyttra matvæla og erfðabreytts fóðurs (reglugerðar nr. 1038/2010) tók gildi hér á landi þ. 1. september 2012 og því er skilt að merkja hvort matvara og fóður innihaldi erfðabreytt efni og því á neytandinn nú val um hvort að hann sniðgangi erfðabreyttan kost eða ekki.

Í Bandaríkjunum er enn sem komið er ekki skilt ...

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Sigþrúður Jónsdóttir náttúrufræðingur í Eysta Geldingaholti í Gnúpverjahreppi er í eldlínunni hjá okkur í september. Hún hefur verið ötull baráttumaður fyrir verndun Þjórsárvera og Þjórsár allrar. Í fyrsta viðtalinu við hana sagði hún  frá tengslum sínum við Þjórsárver og sögu baráttunnar fyrir verndun þeirra. Síðan sagði hún frá ást sinni á sauðfé og áhuga á ...

Býfluga við vinnu sína.Býflugum fer fækkandi um allan heim. Hægt er að lesa um það hér. Býflugur eru ekki aðeins nothæfar til hunangsgerðar. Fæðukeðjan okkar byggir á þjónustu býflugna. Án frævunar þeirra mun 30% af okkar staðalfæðu hverfa.

Vísindamenn kenna ákveðnum skordýraeitrunum um. Næstu daga mun ríkisstjórn Bandaríkjana taka ákvörðun um bann á þeim, en slíkt bann er við lýði í ríkjum Evrópusambandsins ...

Allt grænt á Íslandi á einum stað!

Náttúran.is lítur á það sem samfélagslega skyldu sína að þróa eins fullkomnar „grænar síður“ fyrir Ísland og mögulegt er. Grænu síðurnar™* gefa yfirsýn á hin fjölmörgu fyrirtæki, félög og stofnanir sem tengjast náttúru, menningu og umhverfi á einn eða annan hátt. Grænu síðurnar tengja skilgreiningar, viðmið og vottanir við aðila og gefa ...

Í ágúst 2014 hóf göngu sína nýr þáttur í Grænvarpi Náttúran.is. Það er þátturinn „Með náttúrunni“ í umsjón Steinunnar Harðardóttur sem margir þekkja fyrir þáttinn „Út um græna grundu“ sem hún stýrði á laugardagsmorgnum á Rás 1 til fjölda ára.  

Steinunn tók upp þráðinn hérna á vefnum og sá um viðtalsþætti undir yfirsögninni „Með náttúrunni“.

Í hverjum mánuði var ...

Kæru meðþátttakendur í Sumarmatarmarkaði Búrsins 2014.

Skilaboð (textaauglýsingi) neðst á Náttúran.is með tengli inn á alla þátttakendur.Um rúmlega 7 ára skeið höfum við hjá Náttúran.is lagt okkur fram við að halda utan um alla þá sem eru að sinna vistvænni nýsköpun og matvælaframleiðslu í landinu. Upplýsingarnar birtum við á Grænu síðunum og Græna kortinu.

Til þess að þeir fjölmörgu gestir sem sóttu Sumarmatarmarkaðinn geti fundið ykkur aftur höfum við ...

Húsið, smellt á eldhúsið á inngangsmyndNáttúran.is kynnir iOS og Android útgáfu af nýju appi Húsið um allt á heimilinu og nágrenni þess, fyrir alla fjölskylduna.

Ná í Húsið fyrir iOS.
Ná í Húsið fyrir Android

Appið er ókeypis eins og allt sem Náttúran.is þróar til að skapa sjálfbært samfélag. 

Í Húsinu eru þrír flokkar, Húsið og umhverfið, Merkingar og Leikir.

Húsið og umhverfið ...

Kaffi- og tepása á aðalfundi Vistræktarfélags Íslands.Um tuttugu manns mættu á fyrsta aðalfund Vistræktarfélags Íslands (VÍ) sem haldinn var í gær, 20. september, í sal Dýrverndunarsamtaka Íslands.

Samkvæmt samþykktum hins nýstofnaða félags er tilgangur þess að vinna að framgangi vistræktar á Íslandi og styðja þá sem stunda vistrækt, búa til ramma fyrir kennararéttindi innan vistræktar á Íslandi og vottun þeirra auk þess að vera vettvangur fyrir ...

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Sigþrúður Jónsdóttir náttúrufræðingur í Eysta Geldingaholti í Gnúpverjahreppi er í eldlínunni hjá okkur í september. Hún hefur verið ötull baráttumaður fyrir verndun Þjórsárvera.  Í fyrsta viðtalinu við hana sagði hún frá tengslum sínum við Þjórsárver og sögu baráttunnar fyrir verndun þeirra. Síðan sagði hún frá ást sinni á sauðfé og áhuga á beitarmálum allt frá ...

Nýtíndir baunabelgir í poka.Vorið 2012 ákvað ég að reyna við baunarækt, jafnvel þó að það hafi ekki gengið nógu vel árið áður. Ástæðan þá var sennilega sú að ég útbjó ekki klifurgrindur fyrir þær svo baunagrösin uxu í flækju við jörð og baunamyndunin varð því ekki mikil.

Baunaræktunin var það sem veitti mér hvað mesta ánægju í garðinum mínum þetta sumar. Það kom ...

Tilgangur „bíllausa dagsins“ er að fá fólk til að huga að öðrum ferðamáta en með einkabílum. Fyrir fjölda fólks eru til valkostir s.s. almenningsvagnar, reiðhjól, ganga eða samflot. Nú á tímum samdráttar hefur dregið úr akstri einkabíla og aukinn áhugi er á öðrum leiðum. En það er náttúrulega ekki nóg að breyta háttum sínum einn dag á ári. Það ...

Hvítkál skolað eftir snögga suðu.Ef hvítkálsuppskeran hefur gengið „of“ vel og erfitt er að torga uppskerunni, jafnvel þó hvítkál geymist mánuðum saman í kæli, hefur þessi aðferð reynst mér vel.

Snöggsjóðið hvítkál:

Hvítkálið er skorið niður og kastað örskotsstund í sjóðandi vatn. Veitt strax aftur upp úr og kælt undir rennandi vatni í sigti. Sett í llitla poka og fryst. Frysta hvítkálið er svo ...

Kristín Gunnlaugsdóttir og Margrét Jónsdóttir.Sýning Kristínar Gunnlaugsdóttur og Margrétar Jónsdóttur „Kláði, sviði, verkur, bólga og pirringur“ var opnuð í Nesstofu Seltjarnarnesi sl. laugardaginn.

Hinn lítt aðlaðandi orð sem fylla sýningartitil Kristínar Gunnlaugsdóttur og Margrétar Jónsdóttur, Kláði, sviði, verkur, bólga og pirringur, eru kyrfilega greipt í sögu sýningarstaðarins Nesstofu og má ímynda sér að orðin hafa gert sig heimankomin þar á meðan landlæknir, lyfsalar og ...

Útlit korts yfir loftgæðamælingar v. eldgoss í Holuhrauni.Umhverfisstofnun hefur opnað tímabundna upplýsingasíðu vegna mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni.

Þar má finna nýjustu fréttir, helstu upplýsingar, ráðleggingar og einnig hægt að senda fyrirspurn til stofnunarinnar.

Smella hér til að sjá nýjustu mælingarnar.

Með því að þrýsta á bláu hnappana sérðu nýjustu mengunarmælingar á brennisteinsdíoxíði (SO2) vegna eldgossins í Holuhrauni. 

Dynkur í ÞjórsáÁ fundi ríkisstjórnarinnar þ. 1. október 2010 var ákveðið að 16. september, fæðingardagur Ómars Ragnarssonar, yrði þaðan í frá „dagur íslenskrar náttúru“.  Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lagði fram tillögu þess efnis. Hún sagði að ákvörðun ríkisstjórnarinnar vera viðurkenningu á framlagi Ómars til náttúruverndar og almenningsfræðslu um mikilvægi íslenskrar náttúru sem og allra þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum til að ...

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Sigþrúður Jónsdóttir náttúrufræðingur í Eysta Geldingaholti í Gnúpverjahreppi er í eldlínunni hjá okkur í september. Hún hefur í verið ötull baráttumaður fyrir verndun Þjórsárvera. Í fyrsta viðtalinu við hana segir hún okkur frá tengslum sínum við Þjórsárver og sögu baráttunnar fyrir verndun þeirra. En hver er Sigþrúður Jónsdóttir og hvernig hafa sterk tengsl hennar við ...

Grafið fyrir Gálgahrauni haustið 2013.Náttúruverndarhreyfingin á Íslandi mótmæla aðför að níu-menningunum úr Gálgahrauniog hvetja þau alla þá sem láta sér annt um náttúru Íslands og frelsið til að mótmæla athöfnum stjórnvalda til að mæta í Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði kl. 9.00 á fimmtudaginn 11. september til stuðnings níu-menningunum en þá  hefjast vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjanes í sakamáli sem Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur höfðað ...

Jóhanna í Háafelli (2. t.v.) afgreiðir viðskiptavini með geitarafurðis sínar á bás sínum í matarmarkaði Búrsins í Hörpu um þarsíðustu helgi þar sem allur lagerinn seldist upp.Í byrjun ágúst stóðu vinveittir aðilar geitfjárbýlisins að Háafelli fyrir söfnun á indiego.com (sjá grein) til bjargar býlinu og þar með framtíð geitarstofnsins í landinu.

Stefnt var að því að safna 10 milljónum íslenskra króna og hefur markmiðinu nú verið náð. Ástæða söfnunarinnar er sú að til stóð eða stendur reyndar enn, að setja Háafell á uppboð en með ...

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Í eldlínunni hjá okkur þennan mánuðinn er Sigþrúður Jónsdóttir náttúrufræðingur í Eystra Geldingaholti, Gnúpverjahreppi, en hún er alin upp við frásagnir af Þjórsárverum og þá hættu sem yfir þeim vofði vegna væntanlegrar Norðlingaölduveitu. Hún varð ekki fyrir vonbrigðum þegar hún komst þangað í fyrsta sinn þá um tvítugt.

Seinna varð hún óþreytandi í baráttunni fyrir ...

Hinderjarunni í skógi í Grafarvogi.Tilgangur vistræktar er að viðhalda og fjölga lífheiminum. Varðveisla fræja er hluti af því fjölbreytta verkefni. Að safna og geyma fræ snertir við öllum grunngildum, hún snýst um að viðhalda og deila jarðgæðum og fæða okkur öll.

Ég fór í fræðslugöngu um söfnun og meðhöndlun fræja sem Garðyrkjufélagið stóð fyrir seint í ágúst. Frá henni gekk ég með nokkur hindber ...

Nýuppteknar hvannarætur.Ætihvönn [Angelica archangelica] hefur sterkar rætur sem búa yfir miklum krafti. Rótin af jurtinni á fyrsta ári er talin best* til notkunar en með haustinu ætti að vera góður tími til að grafa ræturnar upp. Auðveldast er að grafa upp hvannarrætur þar sem jarðvegur er sendinn. Til að geyma rótina er gott að skola hana vel og skræla og skera ...

Náttúran.is leitast við að veita upplýsingar um náttúruvá og birtir viðvaranir frá Almannavörnum þegar nauðsyn krefur.

Jarðskjálftar undanfarinna vikna og gosin í Holuhrauni norðan Vatnajökuls gefa tilefni til þess að vera vel á varðbergi og er ferðamönnum bent á að kynna sér lokuð svæði.

Á ruv.is er hægt að fylgjast með atburðarrásinni og viðvörunum. 

Í frétt á Guardian segir að niðurstöður vísindamenn hafi leitt í ljós að með fjölgun jarðarbúa í 9 milljaraða árið 2050 og vaxandi vatnsskorti í heiminum þurfum við að tileinka okkur aðrar matarvenjur. Kjötframleiða útheimtir gríðarlegt magn vatns og ljóst er að við verðum að gerast grænmetisætur til að brauðfæða heiminn.

En þetta eru engin ný sannindi og snerta fleiri ...

Rabarbari með þroskuðum fræjumRabarbari eða tröllasúra (Rheum rhabarbarum / Rheum x hybridum) er ein besta matjurt sem völ er á hér á landi.

Mig hefur lengi langað að reyna að rækta rabarbara upp af fræi þó að ég viti að oftast sé honum fjölgað með því að skera hluta af hnaus á eldri plöntu og koma fyrir á nýjum stað. Það hef ég prófað ...

Fréttagátt fyrir alla
Náttúran.is er óháður regnhlífarvefur og birtir skoðanir allra sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri. Hver sem er getur sent inn frétt og tilkynnt um viðburð. Þær fréttir sem birtar eru á Náttúrunni verða að birtast undir nafni höfundar og ber höfundur einn ábyrgð á skrifum sínum. Sjá Fréttir Náttúrunnar.

Siðferðileg mörk
Náttúran.is áskilur sér ...

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Þá er komið að fjórað og síðasta viðtalinu við Guðmund Inga Guðbrandsson, Mumma framkvæmdastjóra Landverndar. Eins og kom fram í fyrsta viðtalinu við hann þá hefur verið unnið ötulega að kynningu á Landvernd og þeim málefnum sem félagið stendur fyrir og  félagafjöldi aukist úr 500 í 3000 á skömmum tíma. Hlusta á þáttinn.

Útdráttur ...

Niðurskorinn rabarbari og sítrónur.Hér kemur skemmtileg rabarbarasultuppskrift úr Nýju matreiðslubókinni, bók sem notuð var m.a. í Húsmæðraskólanum á Laugarvatni á sínum tíma. Bókin var gefin út árið 1954 og aftur 1961.

Brytjið rabarbarann og látið hann liggja með sykrinum til næsta dags ásamt gula berkinum af sítrónunum. Sjóðið sultuna með sítrónusafanum, þar til hún er mátulega þykk, eða í 10-20 mínútur.

1 ...

Kynning á námskeiði Pami.Pami Sami er frá Portúgal og býr og starfar á Sólheimum en hún er að ljúka námi í grasalækningum í Bretlandi.

Pami heldur vinnustofu á Sólheimum þ. 6. september nk. eftir hádegi þar sem hún miðlar af vitneskju sinni um vegan- og grænmetisfæði og tekur það skrefinu lengra en við eigum að venjast.

Pami heldur úti bloggsíðunni receitasdomenuverde.blogspot.com ...

Sólblóm með þroskuðum fræjum.í Birkihlíð í Reykholti hafa sólblómin heldur betur vaxið og dafnað, meira að segja náð svo langt að þroska fræ. Ég fékk eitt blóm með mér heim úr heimsókn þangað um daginn og hér má líta afraksturinn úr einu sólblómi.

Nú geymi ég þessi fræ á þurrum, köldum stað fram á vor og vek þau svo til lífsins á réttum ...

Sólblóm í BirkihlíðSólblóm í Birkihlíð.Sólblóm í Birkihlíð.Sólblómið (Helianthus) á uppruna sinn að rekja til norður Ameríku.

Sólblóm geta orðið stór hér á landi við góðar aðstæður og gríðarstór í gróðurhúsum.

Þau vaxa líka vel úti sé sáð fyrir þeim nógu snemma og þeim komið til innandyra fram í júní og fái síðan að vaxa á skjólgóðum stað. En það fer að sjálfsögðu eftir sumarveðrinu hvernig til ...

Okrurkarrý, Bindha kayaOkran (e. Lady fingers) eru herramannsmatur. Hún er upprunnin í Afríku og Indlandi og er algengt grænmeti í Suð-Austur Asíu.

Það er auðvelt að matreiða okrur. Hægt er að borða fræhulstrið hrátt en það er þó algengara að matreiða það steikt eða grillað.

Okrur er trefjarík og rík af A- og C-vítamínum og fólensýrum. Hún inniheldur einnig B-vítamín, K-vítamín, kalsíum ...

Okra, heilOkra*(Abelmoschus esculentus) gefur af sér fræhulstur sem er ávöxtur plöntunnar.

Nú langar mig að safna fræjum úr fræhulstrunum til að planta í gróðurhúsi næsta vor. Ég hef eldrei gert þetta áður og var bara að kynnast þessari frábæru jurt (sjá grein).

Öll góð ráð um fræsöfnun eru vel þegin!

Okra, skorinÉg byrjaði á að leita mér upplýsinga á Wikipedíu en ...

Okrurækt í BirkihlíðOkra* (Abelmoschus esculentus) er blómstrandi planta og skyld bómull, kakó og hibiskus plöntunum. Hún er mikils metin vegna ávaxarins, græna fræhulstursins sem er mjög næringarríkt en það er bæði trefja-, fólínsýru og C vítamínríkt. Okruhulstrin eru einnig full af andoxunarefnum. Olía er unnin úr fræjum Okrunnar.

Fullþroska Okruhulstur OkrublómOkra er upprunninn í vestur Afríku, Eþjópíu og Indlandi en er ræktuð víða í ...

Paulo Bessa stendur við stærsta prinsessutréð í Birkihlið. Prinsessutré (Paulownia tomentosa) er fljótvaxnasta tré veraldar en það er upprunnið í mið- og vestur Kína.

Nú hefur Dagur Brynjólfsson í Birkihlíð í Reykholti í Biskupstungum verið að rækta prinsessutré frá því í fyrra og afraksturinn má sjá á meðfylgjandi myndum sem teknar voru af stærsta prinsessutrénu í gróðurhúsi Dags í dag en prinsessutré vaxa að jafnaði 3-5 metra á ...

Bláberjalyng (Vaccinium uliginosum)

Nú er háuppskerutími hinna bláu berja bláberjarunnans (Vaccinium uliginosum) þessum yndislegu vítamín-, (séstaklega C- og E-vítamín) trefja- og andoxunargjöfum sem fást ókeypis úti í móa út um allt land.

Margt er hægt að gera til að geyma þau til vetrarins. Klassíska bláberjasultan stendur alltaf fyrir sínu en einnig er hægt að gera hráberjasultu, sem geymist þó ekki lengi. Fersk bláber ...

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Í síðustu og þarsíðustu viku sagði Mummi eða Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar okkur frá ýmsum mikilvægum verkefnum félagsins og aukið álag á náttúruna vegna gríðarlega aukins straums ferðamanna til landsins. Nú er viðfangsefnið eitt af stærstu baráttumálum Landverndar sem er verndun hálendisins en þar eru uppi miklar virkjanahugmyndir segir Mummu. Virkjanlegt vatnsafl á landinu ...

Í upphafi leiksins þarf að finna 6-10 hluti úr náttúrunni, s.s. stein, strá, grein, lauf.

Þessir hlutir eru uppistaðan í bingóinu og hver og einn þátttakandi þarf að búa til sitt eigin bingóspjald út frá þeim.

Það gerir hann með því að finna 3-5 hluti af þeim 6-10 sem hafa verið valdir. Ath. enginn hlutanna, hvorki í pottinum eða ...

Það er sérstaklega skemmtilegt að „setja sögu á svið“ í náttúrunni.

Þátttakendur koma sér saman um hvaða sögu þeir vilja leika og skipta með sér hlutverkum.

Allir hjálpast að við að finna hluti í umhverfinu sem verða brúður í brúðuleikhúsinu.

T.d. getur köngull sem rautt reyniber er fest á verið prýðileg Rauðhetta og úlfinn er þá heldur ekki erfitt ...

Gögn/áhöld: Dúkur eða viskastykki sem undirlag

Allir finna einn hlut í umhverfinu sem þeir leggja á gott undirlag, t.d. viskastykki eða dúk.

Allir setjast kringum dúkinn og hjálpast að við að finna rímorð við hvern og einn hlut og einnig er hægt að leita að nýjum hlutum sem ríma við þá sem fyrir eru á dúknum.

Gögn/áhöld: Rammar úr pappakartoni, umbúðir allskonar

Þátttakendur fá ramma (sem geta verið alls konar að lögun) sem þeir hafa val um hvar þeir koma fyrir í umhverfinu. 

Innan rammans eiga þeir að leysa fyrirfram skilgreind verkefni, s.s. finna samsett orð, lýsingarorð, nafnorð, telja, flokka o.s.frv. 

Í sama tilgangi er hægt að nota rör og umbúðir.

Gögn/áhöld: Tvö viskastykki (annað til að breiða undir og hitt til að breiða yfir).

Á viskastykki er raðað 10-15 mismunandi hlutum úr umhverfinu hverju sinni. Farið er yfir heiti, útlit eða einkenni þessara hluta þannig að allir þátttakendur læri ný hugtök eða orð.

Því næst breiðir sá sem leiðir leikinn annað viskastykki yfir og segir hinum að loka augunum ...

Gögn/áhöld: Poki

Ýmsa hlutum úr náttúrunni er safnað saman, s.s. stein, köngul, grein, fjöður, blómknúpp. Hlutirnir eru skoðaðir og settir í poka.

Þátttakendur setjast í hring og sá sem leiðir leikinn lætur hvern og einn fara með höndina ofan í pokann og finna einn hlut. Sá á að lýsa honum og allir reyna að finna út hvaða hlutur ...

Gögn/áhöld: Plastglös og undirlag.

Hlutir úr umhverfinu eru settir á dúk eða annað undirlag, tveir af hverri sort.

Plastglösum eða dósum er hvolft yfir og þátttakendur keppast um að finna samstæður með því að snúa við tveimur glösum í senn.

Sá sem finnur samstæðu fær að geyma hana á meðan leikurinn er kláraður.

Þar sem samstæðurnar eru yfirleitt ekki ...

Þátttakendur eru tveir og tveir saman. Annar þeirra hefur augun lokuð og er leiddur áfram af félaga sínum.

Félaginn stillir hinum upp, rétt eins og ljósmyndari stillir upp myndavél sinni, og þegar hann þrýstir fingrinum á öxl hans opnar sá augun eitt augnablik og lokar augun aftur. Þannig „tekur hann mynd“ af fyrirbærum í umhverfinu.

Mikilvægt er að sá sem ...

Á gönguferð er hægt að gefa börnum leiðbeiningar sem halda athygli þeirra á áfangastað.

T.d. er hægt að gefa þeim fyrirmæli um að finna þrjá hluti; einn mjúkan, einn kaldan, einn blautan.

Einnig er hægt að fara í ýmsar útfærslur af þrautakóng, þannig að í stað þess að þrautakóngurinn leiði hreyfingar hópsins stingur hann upp á einhverju sem allir ...

Daníel skoðar jurtirÞegar fullorðnir fylgja börnum út í náttúruna getur samvera þeirra orðið að ógleymanlegum stundum uppgötvana og ánægju.

Jákvæð upplifun af náttúrunni er lykillinn að umhverfisvitund einstaklingsins og því mikilvægur grunnur til að auka vilja okkar og getu til að lifa í sátt við Jörðina.

Að sjálfsögðu getur slík stund orðið án þess að nokkur undirbúningur hafi átt sér stað en ...

Opinn dagur í SkaftholtiHinn árlegi opni dagur í Skaftholti verður á laugardaginn 23. ágúst frá kl. 14:00 til 17:00 í ár.

Skaftholti í Gnúpverjahreppi hefur verið stundaður lífrænn og lífefldur (bio-dynamic) búskapur undir stjórn Guðfinns Jakobssonar í yfir 30 ár. Þar hefur ennfremur verið unnið mikið og merkilegt meðferðarstarf en um 20-25 heimilismenn eru að jafnaði búsettir í Skaftholti þar ...

Polly og Kristín Vala Laugardaginn 16. ágúst var boðað til opinnar samræðu milli Polly Higgins og Kristínar Völu Ragnarsdóttur í Norræna húsinu.

Umræðuefnið var „vistmorð“ en vistmorð er skilgreint sem einn af fimm glæpum gegn friði. Polly Higgins hefur unnið að lagabálki sem hefur verið sendur til Sameinuðuþjóðanna til að bæta við Rómarsamþykktina. Rómarsamþykktin er samþykkt sem alþjóðasamélagið hefur skrifað undir til að undirbyggja ...

Brandur með Luizu unnustu sinniBrandur Karlsson er ungur maður sem byrjaði að missa mátt, af óljósum ástæðum, um 23 ára aldur og er nú lamaður fyrir neðan háls.

Það hindrar hann samt ekki í því að lifa lífinu til hins ítrasta en Brandur er góður málari auk þess að vera uppfinningmaður enda er hann vel menntaður og hugmyndaríkur.

Nú er hafið hópfjármögnunarátak á Karolina ...

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Í síðustu viku sagði Mummi eða Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar okkur frá ýmsum mikilvægum verkefnum sem félagið vinnur að. Nú heyrum við hvernig hann telur að við eigum að bregðast við auknum fjölda ferðamanna og álagi á viðkvæma náttúru vegna aukins ágangs. Hlusta á þáttinn.

Útdráttur úr viðtalinu:

Á 35 ára afmæli Mumma bauð hann vinum sínum í gönguferð um Reykjavíkurstrendur.Vöxtur í ferðaþjónustunni er eitt af ...

Garðveisla í SeljagarðiÍ Seljahverfi hefur hópur fólks komið á laggirnar samfélagsreknu borgarbýli undir nafninu Seljagarður.

Seljagarður er skapaður í anda vistræktar og með þekkingu og getu samfélagsins má búast við miklu í framtíðinni. Verið er að reisa gróðurhús og garðræktin er komin vel á veg.

Í Seljagarði er einnig boðið upp á dagksrá en næstkomandi sunnudag þ. 17. ágúst  kl 16:00 ...

Bláberjalyng (Vaccinium uliginosum)Bláberjadagar er stórskemmtileg hátið sem nú verður haldin á Súðavík í fjórða sinn. Bláberjadagar verða nú haldnir dagana 22. – 24. ágúst.

Fjölbreytt skemmtiatriði verða á boðstólum fyrir unga sem aldna. Dagskráin fyrir hátíðina verður hefðbundin en lögð er áhersla á lok berjatímabils með fjölbreyttri tónlist og keppnum í hinum ýmsu greinum sem tengjast berjunum.

Dagskráin fyrir hátíðardagana verður birt á ...

Allt grænt á Íslandi á einum stað!

Náttúran.is lítur á það sem samfélagslega skyldu sína að þróa eins fullkomnar „grænar síður“ fyrir Ísland og mögulegt er. Grænu síðurnar™* gefa yfirsýn á hin fjölmörgu fyrirtæki, félög og stofnanir sem tengjast náttúru, menningu og umhverfi á einn eða annan hátt. Grænu síðurnar tengja skilgreiningar, viðmið og vottanir við aðila og gefa ...

Bill MollisonBill Mollison, upphafsmaður vistræktar, var og er frábær framsögumaður.

Árið 1981 hélt hann eitt af námskeiðum sínum í The Rural Education Center í New Hampsire í Ameríku. Nemandi þar tók sig til og hljóðritaði fyrirlestra hans og vélritaði.

Síðan þá hafa nokkrir áhugasamir endurbætt textann, teiknað skýringarmyndir og allt þetta er nú fáanlegt frítt á netinu. Þarna er mikill fróðleikur ...

Rabarbari ber við himinn (Rheum rhabarbarum / Rheum x hybridum)Heiti: Krabbabaramauk

Höfundur: Úr gamalli bók/Magnús

Innihald: 2,5 lítri rabbarbari, 1 lítri krækiber, 2,5 kg sykri eða minna (!)

Aðferð: Sjóða rabbabara og sykur saman (kannski hálftíma) og þegar útlit er fyrir að sultan sé til eftir ca. 20 mín. þá er krækiberjunum skutlað út í. Eitthvað af berjunum springa, en skemmtilegast ef það næst að ...

10. ágúst 2014

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Mummi útdeilir grænum fánum á fyrstu grænu göngunni þ. 1. maí 2013Næstu mánuðina er ætlunin að kynna hér í þættinum „Með náttúrunni“ nokkra einstaklinga sem eru og hafa verið í eldlínunni fyrir náttúruvernd í landinu. Ef ekki væri fyrir störf þeirra þá væri eflaust öðruvísi umhorfs á Íslandi en nú er.

Þennan mánuðinn verður Guðmundur Ingi Guðbrandsson eða Mummi eins hann er kallaður í „eldlínunni“. Hann ...

Bláber vigtuðEngin suða, ekkert vesen!

Hráberjasultan geymist ekki eins lengi og soðin og í sótthreinsaðar krukkur lögð sulta en ef ekki á að sulta fyrir allan veturinn heldur gleðjast yfir ferskri uppskeru í nokkra daga, dugir þessi uppskrift vel til:

500 g hrásykur
1 kg bláber
Hrásykrinum er stráð yfir berin í skál og látin liggja í smátíma, hrært varlega í ...

Á Ólafsdalshátiðinni 2013, skólahúsið t.v. á myndinniÓlafsdalur við Gilsfjörð er meðal merkustu menningarminjastaða á Vesturlandi og við Breiðafjörð. Þar stofnaði Torfi Bjarnason fyrsta búnaðarskóla á Íslandi árið 1880 og var hann rekinn til 1907.

Á undanförnum árum hefur farið fram mikil uppbygging á staðnum undir handleiðslu Rögnvaldar Guðmundssonar, bæði hefur skólahúsið verið gert upp og þar haldnar sýningar, námskeið og aðrar menningarlegar uppákomur.

Ólafsdalsfélagið hefur haft ...

Hamborgarar frá Íslands Nauti en þó ekkiÍslands Naut er íslenskt vörumerki sem prýðir sig með tveim hornum með íslenska fánann fyrir miðið. Merkið er, eða virkar allavega eins og upprunamerki þar sem framleiðandinn er allt annar. Famleiðandinn er nefnilega fyrirtækið Ferskar kjötvörur.

Ferskar kjötvörir framleiða m.a. hamborgara í pakka með hamborgarabrauði undir vörumerki Íslands Nauts. En þegar betur er að gáð og lesið vel á ...

Bláberjalyng (Vaccinium uliginosum)Hér eru nokkrar góðar og fljótlegar bláberjauppskriftir:

Hrábláberjasulta
500 g hrásykur
1 kg bláber
Hrásykrinum er stráð yfir berin í skál og látin liggja í smátíma, hrært varlega í af og til þangað til að sykurinn hefur sogað til sína nóg af safanum í berjunum til að útlitið sé sultulegt. Tilbúið!

Engin suða, ekkert vesen! Hráberjasultan geymist ekki eins lengi ...

Vegan guide to IcelandÁ dögunum opnaði Ragnar Freyr, hönnuður og „Vegan“ leiðarvísinn Vegan guide to Iceland um Vegan framboð á Íslandi. Vefsíðan er ófullkominn listi yfir Vegan-vingjarnlega veitingastaði á Íslandi eða staði sem bjóða upp á eitthvað Vegan en enginn staður getur talist hreinn Vegan staður hér á landi.

Listinn á vefnum byggir á persónulegri reynslu Ragnars Freys og vina hans og verður ...

Kertafleyting á TjörninniAldrei aftur Hiroshima! Aldrei aftur Nagasaki!

Kertafleyting á Tjörninni í Reykjavík og á Akureyri miðvikudagskvöldið 6. ágúst.

Í Reykjavík verður safnast saman við suðvesturbakka Tjarnarinnar, við Skothúsveg kl. 22:30. Flotkerti verða seld á staðnum.

Á Akureyri verður einnig kertafleyting, sem þó hefst hálftíma fyrr eða kl. 22:00. Fleytt verður við Minjasafnsstjörnina.

Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar fleytt ...

Rifsber í körfuAð gera rifsberjahlaup þykir mér satt að segja nokkuð mikið vesen. Það verður bara að segjast eins og er. Á móti kemur auðvitað að auðvelt er að tína berin af runnunum, sé nóg af þeim á annað borð. Það er seinlegt að leyfa safanum að dropa í gegnum bleiuna klukkutímum saman og óskaplega mikið hrat situr eftir sem ekki virðist ...

Vallhumall (Achillea millefolium)Vallhumall lætur ekki mikið yfir sér en margir telja hann til leiðinda illgresis því hann velur sér gjarnan vegkanta og þurrar brekkur sem búsvæði en oft má einmitt þekkja góðar lækningajurtir á því að þær finna sér bólstað þar sem græða þarf upp landið.

Vallhumall er ein magnaðasta græðijurt sem vex á Íslandi og nú er ágætur tími til að ...

Rauðsmári (Trifolium pratense) lagður til þurrkunarRauðsmári er gullfalleg jurt. Ef maður er heppinn og finnur rauðsmára í nægu magni er um að gera að tína og þurrka hann til vetrarins. Rauðsmári er lækningjurt og hefur m.a. reynst vel í smyrsl við exemi auk þess sem hann styrkir ónæmiskerfið. Rauðsmári er einnig góð tejurt. 

Í Flóru Íslands segir svo um rauðsmára:

Rauðsmári er innfluttur slæðingur ...

TjaldútilegaHann er nú jafnan haldinn fyrsta mánudag í ágúst. Verslunarmenn í Reykjavík fengu sinn fyrsta almenna frídag 13. september 1894. Gekkst Verslunarmannafélag Reykjavíkur þá fyrir hátíð að Ártúni við Elliðarár. Næstu tvö ár var hann ekki haldinn á ákveðnum degi, en þó í ágústmánuði. Árið 1897 var ákveðið, að hann skyldi vera á föstum mánaðardegi, gamla þjóðhátíðardaginn frá 1874, 2 ...

sultukrukkurÞrátt fyrir að hafa safnað krukkum frá því snemma í vor virðist aldrei vera til nóg af góðum og fallegum glerkrukkum þegar kemur að því að sulta og sjóða niður að hausti. Verslanir nýta sér þessa óforsjálni okkar mannanna barna og selja tómar glerkrukkur á uppsprengdu verði frá og með ágústbyrjun. Pirrandi að vera boðið upp á að kaupa tómar ...

RauðrófurÞað er sagt að klukkustund í garðinum á dag sé tíminn sem þarf til að sinna honum og ég held þetta sé satt. Vegna veðurlagsins virkar þetta þó ekki svona. Vinnan dreifist ekki jafnt. Margir dagar henta ekki til útivinnu en aðra daga slítur maður sig ekki frá garðinum. Svo má aðskilja það sem kallast getur vinna frá því sem ...

Fjörukál (Cakile maritime)Hásumarið er tilvalið til að safna jurtum og laumast í snemmuppskeruna. Á dögunum fórum við fjölskyldan í gönguferð sem reyndist vera skemmtileg fæðuöflun. Í fjörunni fórum við, enn sem oftar, að narta í plöntur. Ég hafði með mér Íslensku plöntuhandbókina og fór að týna fjörufang til að fræðast.

Ég fann ýmislegt. Hér er t.a.m. ein af lystisemdum úr ...

Markmið: Að þjálfast í að skoða nákvæmlega lítið svæði.
Að gera sér grein fyrir að svæði eru ólík í grunninn.

Undirbúningur: Útbúnir litlir hringir, 15-20 sm í þvermál, t.d. úr mjóum vír, helst einn fyrir hvern krakka.

Verkefni: Staðið á ákveðnum stað og hringjunum hent tilviljanakennt.

Síðan er rannsakað nákvæmlega hvað er innan hringsins. Hvað eru t.d. margar ...

Nemendum eru sýnd spjöld með mismunandi grunnformum (hringir, tíglar, ferningar ...) eða þeir fá slík spjöld.

Finna sömu form í umhverfinu og benda á þau? (Gluggar og þök á nærliggjandi húsum, gangstéttarhellur – allt mögulegt.)

Óskasteinninn í Tindastóli (bók með þjóðsögum á skólasafni).

+ sönn saga eða ævintýri?

Kerlingin sem vildi fá nokkuð fyrir snúð sinn (bók með þjóðsögum á skólasafni). Sumir kennarar vilja kannski milda endi sögunnar þegar lesið er fyrir lítil börn og sleppa heilaslettunum!

+ Er þetta ævintýri eða sönn frásögn?

+ Fléttur á steinum. Getum við fundið slíkar?

Hver krakki velur sér „sitt“ tré, rannsakar það og svarar um það spurningum.

Líka hægt að velja sér skika, ákveðinn blett hugsanlega um einn fermetra. Þetta er þeirra blettur. Þau fylgjast með honum hvenær er þar snjór og hvenær ekki. Hvaða dýr búa þar? Hvenær finnst þar fyrsta græna stráið á vorin? Hvernig breytist skikinn yfir árið? Skikinn teiknaður eða ...

Undirbúningur: Áður en farið er út er búið að fara um ákveðið svæði og þar safnað tíu hlutum og þeim vafið inn í klút svo að krakkarnir sjái þá ekki. Þetta geta verið steinar, mismunandi plöntur, laufblöð af ýmsum gerðum, könglar eða annað sem þarna má finna. Athuga þarf að skemma ekkert og taka bara hluti sem eru í nokkru ...

Efni: Eyrnabönd, eitt fyrir hverja tvo (- þrjá) nemendur.

Kennari útskýrir leikinn þar sem krakkarnir eru í hóp og skiptir þeim niður svo að þau séu tvö og tvö (eða þrjú) saman.

Annar krakkinn (eða einn) setur húfuna niður fyrir augu eða fær eyrnaband yfir þau og verður “blindur” um stund.

Hinn (eða hinir) leiðir þann „blinda” að einhverjum ákveðnum stað ...

Steinar í nánasta umhverfi skoðaðir og unnið með þá

+ Tilbúnir og náttúrulegir,

+ litlir og stórir,

+ „gamlir og nýir”

Á lóðinni geta verið:

+ Tilbúnir steinar þ.e. útbúnir eða steyptir af fólki – gangstéttarhellur – skoða þær og telja.

+ Möl mótuð í vatni, steinar ávalir og rúnnaðir. Mölin hefur verið flutt hingað með bílum. Hvers vegna ætli það sé gert? Hvers vegna viljum ...

+ Fléttur eru ákaflega algengar og er nær alls staðar að finna og hafa þann kost að þær má skoða allan ársins hring.

+ Í nýlegum uppgreftri eru steinar sem nýkomnir eru upp úr grunnum. Hvað er líkt með þannig „nýjum“ steinum og hins vegar „gömlum” steinum sem lengi hafa verið uppi á yfirborðinu. Hvað er ólíkt?

(Áferð og gróður, fléttur og ...

Gott er að vera búinn að tala við krakkana um feluliti og fara í verkefnið Hvaða hlutir sjást?

Efni: 60 eins smáhlutir í nokkrum litum, jafnmargir í hverjum lit. Hlutirnir þurfa að vera úr efni sem rotnar auðveldlega ef svo færi að hlutirnir fyndust ekki allir, t.d. er ágætt að nota ullargarnspotta, eldspýtur eða tannstöngla eða litað poppkorn! (má ...

Reynum að hafa þögn í smátíma.

Lokum augunum og einbeitum okkur að því að hlusta í ákveðinn tíma.

Ef við erum úti leggjumst þá niður á jörðina.

Í hvert skipti sem við heyrum nýtt hljóð réttum við upp einn fingur.

Þegar tilskilinn tími er liðinn berum við saman bækur okkar.

Hvað heyrðum við mörg hljóð, hvaða hljóð?

Þetta verkefni er ...

Undirbúningur: Klippt er gat á pappakassa, t.d. skókassa, nægilega stórt til að hægt sé að koma hendinni inn um það. Tuska er hengd fyrir gatið. Í kassann eru settir ýmsir hlutir, gjarnan úr náttúrunni.

Verkefni: Krakkarnir, einn og einn í einu, stinga hendinni inn í kassann og þreifa á hlutnum og giska á hvaða hlutir þar séu.

+ Hver er munurinn á lifandi veru og lífvana, tré og steini.

+ Gengið um og tré skoðuð sérstaklega.

+ Hvernig eru tré í laginu?

+ Hvernig eru laufblöðin þeirra?

+ Hvernig eru þau á litin?

+ Hvernig lykt er af þeim?

+ Hve stór eru þau?

+ Laufblöð skoðuð vel og borin saman. Eru einhver tvö laufblöð nákvæmlega eins?

+ Safnað sölnuðum laufblöð sem fallið hafa af trjánum ...

Saga og leikur

Efni: Pappírsbútar í 5-6 litum límdir á spjöld og plastað yfir. Spjöldin jafnmörg og krakkarnir.

Staður og tími: Verkefni til að gera á mismunandi stöðum á mismunandi tímum.

Framkvæmd: Í fyrsta skipti sem farið er í þetta verkefni má tvinna inn í það ævintýri og segja og leika söguna um Liti regnbogans: Þegar komið er út á ...

Sólin sýnist gul, stundum rauð á kvöldin og morgnanna. En í sólarljósinu eru allir litir. Það sjáum sést þegar sól skín á vatn og regnbogi myndast. Hægt er að búa til regnboga.

Farið út með vatn í úðabrúsa og því úðað í sólskininu.

Sjást litir?

Hvaða litir?

Með athugunum og lítilli tilraun má sannreyna að plöntur þarfnast sólarljóss. Plöntur í gluggum eða utan við hús skoðaðar.

Hvert teygja þær sig?

Margar plöntur, þar á meðal túnfíflarnir sem eru svo algengir á vorin, opna blómin aðeins þegar sólin skín. Á sólardegi brosa þeir á móti okkur. Dökkri fötu eða kassa hvolft yfir slíkan fífil. Hann athugaður aftur eftir ...

Efni: Tannstönglar eða eldspýtur í 5-6 litum, 15-20 í hverjum lit, jafnmargir í hverjum. Litirnir þurfa að vera bæði þeir sem eru áberandi í umhverfi og sem falla inn í það. Þægilegast er að mála stönglana með því að láta þá liggja í útþynntri málningu eða í matarlit.

Framkvæmd: Farið út. Allir standa í hóp. Lituðu tannstönglarnir sýndir og bent ...

Náttúran.is hefur þróað E efna gagnagrunn í handhægt form á sérstökum vef e.natturan.is sem virkar eins og app. Þar er m.a. hægt að leita eftir þeim E aukefnum sem birtast á innihaldsmiðum umbúða, í snjallsímanum eða á spjaldtölvu í versluninni og vera þannig upplýstur um hvort að innihaldsefni eru í grænum, rauðum eða gulum flokki.

  1. Grænt ...

Aldrei má horfa í sólina!

Sólin er ekki aðeins björt heldur líka heit, enda er hún eldhnöttur. Má finna mun á hita þegar andlitinu er snúið að sól (með lokuð augu!) eða frá henni, verið í sólarljósi eða skugga?

Þennan hita má líka mæla, beint með hitamæli.

Eða óbeint; ísmolar settir í tvö glös. Annað glasið haft í sól, hitt ...

Húsið komið á topp 10 og ekki í slæmum félagsskap.

Húsið, app sem Náttúran.is sendi nýverið frá sér er komið á topp 10 listann yfir mest sóttu ókeypis öppin á íslenska markaðssvæðinu. Það er ástæða til að gleðjast yfir því þar sem Húsið hefur ekkert verið auglýst enn sem komið er en fengið nokkra umfjöllun í fjölmiðlum. 

Húsið sómir sómir sér vel á milli Instagram og Facebook.

Húsið í ...

Að sauma út getur bæði verið skemmtilegt og krefjandi. Útsaumur hefur því miður verið á undanhaldi hér á landi og þess vegna um að gera að virkja bæði börn og fullorðna í útsaumaskap.

Efniviður: Gróft hör, kartöflupoki, strigi. Gróf nál og litríkt garn. Tússpennar.

Við byrjum á því að teikna fallega en einfalda mynd á strigann. Til dæmis er regnbogi ...

Efniviður: Furuköngull eða könglar.
Valkvæmt: Málning eða annað skraut.

Furukönglar eru til margs nytsamlegir og eru sérstaklega falleg náttúruafurð. Þó að hér séu nefndir furukönglar er auðvitað hægt að nota aðra köngla, en furukönglar eru skemmtilegir í laginu og nokkuð stöðugir. Þar sem furukönglar detta af á mismunandi tímum ársins eftir tegund má oftast finna þá árið um kring.

Ef ...

Dr. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingurDr. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur furðar sig á að reisa skuli verksmiðju á Grundartanga sem framleiða eigi kísil í sólarsellur. Haraldur birti grein á bloggsíðu sinni þ. 18. júlí sl. þar sem hann fer m.a. ofan í saumana á því hve vökvinn tetraklóríð sem notaður er til að hreins sílíkonið er mengandi. Í framhaldinu hafi forsvarsmenn Silicor, fyrirtækisins sem reisa ...

Hver getur skráð?
Hér getur þú skráð upplýsingar um fyrirtæki, félag eða stofnun sem þú ert ábyrg/ur fyrir. Skráningin verður síðan flokkuð í þá flokka sem við eiga, allt eftir eðli starfseminnar s.s. þjónustu í boði, áherslum í starfi, vottunum o.fl.
Þú stofnar aðgang með staðfestu netfangi eða notar Facebook eða Google til að skrá þig inn ...

Paulo Bessa hlúir að hinum ýmsu plöntum sínumPaulo Bessa heldur eins dags vinnustofu í vistrækt og visthönnun á Sólheimum sunnudaginn 27. júlí næstkomandi og er öllum boðið að taka þátt og kynna sér hugmyndafræði vistræktar.

Þátttaka kostar ekkert en þeir sem vilja leggja eitthvað til mega það. Þátttakendur taki með sér eitthvað til að leggja til sameiginlegs hádegisverðar. Annars er boðið upp á kaffi, te og kökur ...

Við afhendingu Náttúruverndarviðurkenningar Sigríðar í Brattholti, en þau hlaut Vigdís Finnbogadóttir og Fjölmiðlaverðlaunanna, en þau hlaut Páll Steingrímsson.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Fjölmiðlaverðlaunum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er ætlað að hvetja til hverskyns umfjöllunar um íslenska náttúru, hvort heldur er í því skyni að vekja athygli á ...

Grillpartí í SeljagarðiSunnudaginn 20. júlí kl. 13:00 er boðið í vinnu- og grillpartí í Seljagarði í Breiðholti undir mottóinu „Komið og takið þátt í að búa til eitthvað fallegt í hverfinu“. Búið verður til eldsstæði og í lok verksins  verður boðið upp á grillaða banana með súkkulaði og ís. 

Komið með stórar fötur og litlar skóflur og arfatínslugræjur til að auðvelda ...

Þórdís Björk SigurbjörnsdóttirEins og fram hefur komið fór Lifandi markaður í þrot á dögunum (sjá grein). Verslanir Lifandi markaðar var lokað í gær en í fréttum á RÚV í dag var sagt frá því að nýr eigandi hafi tekið við rekstrinum og Lifandi markaður Borgartúni muni opna á ný á mánudag. Hinir staðirnir, þ.e. í Fákafeni og Hæðarsmára verða ekki opnaðar ...

Umhverfi barnsins þarf að vera öruggt og uppfylla þarfir þess nótt sem dag. Foreldrar eiga það til að fara út í öfgar með skreytingu herbergja litlu englanna sinna. Of mikið af dóti getur kaffært hugmyndaflug barnsins og sett þau í þá stöðu að þurfa sífellt að velja og hafna. Börn þurfa ekki allt þetta dót. Einföld sterk leikföng sem vaxa ...

Náttúran.is hlaut virtustu umhverfisverðlaun landsins „Kuðunginn“ umhverfisverðlaun Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins árið 2012 fyrir „framúrskarandi vefsíðu um umhverfismál, og jákvæð áhrif þess á almenning og fyrirtæki.“
Segir í rökstuðningi valnefndar að stofnendur og eigendur hennar séu brautryðjendur á þessum vettvangi „knúin áfram af áhuga og umhyggju fyrir náttúrunni og umhverfinu.“

Sjá nánar í frétt á vef Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins þ ...

Gúrkan okkar fullvaxinGúrkuuppskeran okkar í ár var kannski rýr en þó ekki.

Ég sáði einu gúrkufræi þ. 1. apríl sl. sem spratt upp strax á fjórða degi með risastórum kímblöðum.

Jurtin óx svo við kjöraðstæður í borðstofuglugganum en aðeins ein gúrka komst á legg í orðsins fyllstu merkingu.

Hún er þó gríðarlega falleg og vel metin hér á heimilinu enda erum við ...

Gróðurhúsið í sundlauginniÞar sem ég hef þurft að ferðast nokkra kílómetra til að komast í „eldhúsgarðinn“ minn á sl. árum, þar sem ekkert pláss er í garðinum mínum og trjárgróðurinn þar svo þéttur og hár að varla birtir til á björtustu sumardögum, ákvað ég í vor að rækta ekki langt frá heimilinu. 

Ástæðan er sparnaður, það kostar mikinn pening að keyra bíl ...

Hér koma nokkur góð ráð til að grilla á umhverfisvænni hátt:

  • Forðast skal einnota grill.
  • Ef þú freistast til þess að nota einnota grill, er gott að nota það aftur í nokkur skipti.
  • Best er að velja grillkol sem eru merkt með FSC-merkinu.
  • Ef maður grillar heima eru til góð rafmagnsgrill og gasgrill.
  • Til eru rafmagnshitarar og sérhannaðir hólkar til ...

HvítsmáriÞað hefur löngum vakið forvitni mína hvernig stendur á því að hvítsmárinn [Trifolium repens] vex í hringi og eins og flokkur fjöldi blóma myndi eyjur eða kransa sem eru jafnan grænni og grónari innan kransins en utan. Þessi dularfulla jurt var í barnæsku minni, lykill að óskabrunni, findi maður fjögurra blaða smára. Mig minnir að ég hafi nokkrum sinnum fundið ...

Þú getur minnkað heimilissorpið þitt um 30-35% með því að jarðgera. Með því að jarðgera garðaúrgang og matarleyfar má búa til dýrindis mold, svokallaða moltu, sem nota má sem áburð í garðinn. Umbreytingin úr úrgangi yfir í moltu tekur að vísu nokkra mánuði og jafnvel ár, allt eftir því hvaða aðferð er notuð, en fyrir þá sem hafa aðgang að ...

Rán Reynisdóttir mundar skærin.Hárstofan Feima hefur um nokkurra ára skeið unnið skv. stöðlum Grøn Salon en Rán Reynisdóttir eigandi Feimu upplifði á eigin skinni hve efnanotkun í faginu getur haft heilsuspillandi áhrif en hún var við það að hrökklast úr starfi vegna eitrunaráhrifa. 

Til þess að geta unnið áfram í fagi sínu sem hársnyrtir leitaði Rán sér upplýsinga erlendis frá sem leiddi hana ...

Framleiðandi ber enga ábyrgð á réttnæmi skráðra upplýsinga eða skorti á upplýsingum. Kortið er birt með fyrirvara um réttar upplýsingar og er aðeins ætlað til glöggvunar en ekki ferða. Náttúran er ehf. tekur enga ábyrgð á afleiðingum sem hlotist geta af tæknilegum orsökum eða röngum upplýsingum. Skráningar á kortið eru unnar af starfsfólki Náttúran er ehf. að höfðu samráði við ...

Velkomin á Endurvinnslukortið

Tilgangur Endurvinnslukortsins er að fræða almenning um endurvinnslu, hvetja fólk til að taka þátt í því að minnka magn sorps sem fer óflokkað í heimilistunnuna og gefa eins fullkomið yfirlit og mögulegt er yfir hvar á landinu sé tekið við hverjum endurvinnsluflokki.

Þjónusta

Tákn Endurvinnslukortsins yfir allt landið.Heimilisfang:
Á Endurvinnslukortinu er hægt að sjá hvaða þjónusta er í boði í nágrenni ...

Það er einfalt að láta engiferrót spíra og rækta upp af henni. Stingdu henni síðan í pott með góðri moltu og gróðurmold og haltu henni rakri við stofuhita.

Hún vex upp til að verða falleg jurt sem blómstar rauðum blómum.

Ljósmynd: Engiferrót farin að skjóta upp sprotum í potti. Ljósm. Paulo Bessa.

30. júní 2014


Hefur þú prófað að rækta óvenjulegar jurtir. Þú getur byrjað á að að rækta upp af ýmsu grænmeti sem þú kaupir úti í búð. Prufaðu að láta heilt hveiti eða rúg spíra og prufaðu líka að rækta upp af quinoa eða amaranth.

Öll fræ eru til þess sköpuð að verða ný planta svo þetta eru engin geimvísindi. Aðeins hinn stórkostlegi ...

30. júní 2014

Rauðsmára fann ég á Akureyri í vegkanti á leiðinni inn í Kjarnaskóg. Þannig umhverfi vill hann hjá mér. Mest sand og svolitla mold. Aðrar plöntur reyna að troða sér inn á hans svæði til að athuga af hverju hann unir sér svona vel en hann heldur þó sínu. Smári er yfirleitt ekki talinn matplanta en eitthvað mun hann þó hafa ...

Vöðvabúnt óskast á morgun laugardaginn 28. júní kl. 10:30 í Endurvinnsluna Knarrarvogi 4 til að massa smá stálramma í langþráð gróðurhús sem verður síðan reist í matjurtargarði Miðgarðs - borgarbýlis í Seljahverfi sem fengið hefur nafnið Seljagarður.

Mæting í Seljagarð kl. 12:00 allir sem vettlingi geta valdið. Veðurguðirnir hafa lofað sól og sumaryl og ekkert er skemmtilegra en að ...

Luiza Klaudia Lárusdóttir er margfróð um næringu og heilsu og eldklár í eldhúsinu en Náttúran birtir myndbönd sem hún tekur sjálf.

Myndböndin birtast hér á síðunni í Grænvarpinu og greinar í Vistvæn húsráð og Vistrækt eftir eðli þeirra og innihaldi.

En leyfum Luizu að kynna sig sjálfa:

Ég heiti Luiza og er frá Póllandi. Ég hef búið á Íslandi undanfarin ...

Vistvænn landbúnaður er nokkurs konar millistig milli hefðbundins landbúnaðar og lífræns landbúnaðar (lög nr. 162, 1994; reglugerð landbúnaðarráðuneytis nr. 219, 1995). Ekkert eftirlit er þó með því hver notar merkið „Vistvæn landbúnaðarafurð“ á Íslandi í dag og hefur það því enga merkingu en er oft misnotað til að reyna að „grænþvo“ venjulega landbúnaðarafurð.

Munurinn á milli lífræns og vistvæns búskapar ...

Þennan leik er skemmtilegt að leika með hópi barna. Hann er annað hvort hægt að leika í skóglendi, fjörunni, listigarði, sveitinni eða í göngutúr grónu hverfi.

Markmið: Að auka umhverfis og náttúruvitund barna, að börnin kynnist umhverfi sínu og náttúrunni betur.

Efniviður: Kassi af vaxlitum, blað og blýantur.

Hvert barn fær 1-3 vaxliti (fer eftir fjölda barna). Leikurinn gengur svo ...

Það er skemmtilegt í gönguferð að týna upp ýmislegt sem finnst í náttúrunni, oft má finna laufblöð sem fallið hafa á jörðina, reyniber, villt blóm og grös sem í lagi er að týna, steina, sand og margt margt fleira.

Síðan þegar heim er komið er hægt að nota því sem safnað var í listaverk.

Það er gaman að búa til pappasmápeninga með því að setja alvörupening undir hvítt blað og nota svo vaxlit til að lita yfir. Þá prentast munstrið á peningnum á blaðið sem síðan er hægt að klippa út.

Þetta er líka hægt með laufblöð. Það er skemmtilegt, sérstaklega á haustin þegar laufin fara að falla af trjánum, að safna hinum ýmsu ...

Þennan leik er skemmtilegt að leika með hópi barna. Best er að leika þennan leik í stórum garði, fjörunni, sveitinni eða skóglendi.

Markmið: Að auka umhverfis- og náttúruvitund barna og auka orðaforða.

Efniviður: Blað og blýantur

Hvert barn velur sér, dregur eða er úthlutað stöfum úr stafrófinu. Börnin eiga svo að finna í náttúrunni eða umhverfinu einn hlut fyrir hvern ...

Skemmtilegur leikur til að spila í bílnum á ferðalagi.

Markmið: Leikurinn á að auka umhverfisvitund barna. Oftar en ekki sitja börn og horfa á bíómynd eða spila tölvuleiki í bíl og fylgjast ekki með umhverfi sínu. Börnin njóta ferðalagsins enn frekar ef þau taka þátt í að upplifa umhverfi sitt.

Efniviður: Blöð og blýantar/pennar. Eitt sett fyrir hvern spilara ...

Það er ótrúlegt hvað safnast mikið af rusli á heimilinu. Matvæli eru oftar en ekki pökkuð í plastumbúðir, oft einnig með plastloki. Plastið er hægt að endurvinna að hluta til heima. Til dæmis að nota það í föndur. Hvernig væri að búa til svo kallaðan ljósfangara úr plastlokum?

Efniviður: Plastlok í ýmsum stærðum og gerðum, marglitur gegnsær pappír, skæri, límstifti ...

Af hverju ekki að nýta það sem fellur til á heimilinu. Eggjabakkar eru stórskemmtilegir og hægt að gera ótrúlegustu hluti við þá. Svona búum við til eggjabakkagrímur.

Efniviður: Eggjabakki/ar, málning, penslar, teygjuband, heftari og skæri. Sjá mynd:

Við klippum eggjabakkagrímurnar til.
Klippum út augu, og snyrtum til í kring, hér er engin regla hvernig hægt er að klippa og ...

 

Margir sem flett hafa í gegnum vistræktarsíður rekast oft á teiknaða mynd af vistræktarkjúklinginum (e. Permaculture chicken). Myndin útskýrir hönnunarnálgun sem byggir á að tengja þarfir (e. input) og uppskeru (e. output). Hægt er að tileinka sér hugmyndina á hvaða hátt sem er. Tilgangurinn er að skapa afkastamikið vistkerfi. Til útskýringar er fyrrnefndur kjúklingur ágætis dæmi.

  • Listaður upp þá þætti ...

Skjaldflétta (Tropaeolum majus) er planta af samnefndri ætt. Hún er bæði falleg og ljúffeng og því tilvalin planta í vistræktargarðinn.

Skjaldflétta er lífleg skriðjurt með blöðum sem minna á útþemdar regnhlífar, eða skildi (en þaðan er heitið dregið), sem sitja á löngum stilkum sem blakta í golu. Þetta er falleg planta sem bera blómstrandi rauð blómum með sætan angan.

Plantan ...

Síðasta sumar datt mér í huga að pakka fallega laxinum sem mér var færður beint úr Hvíta inní rabarbarablöð og skella á grillið. Rabarbarblöðin voru svo falleg og stór að þau komu með hugmyndina sjálf. Þetta smakkaðist svo frábærlega að ég man enn eftir bragðinu og er ákveðin í að endurtaka þetta í kvöld, í Evróvisjónveisluna.

Hér kemur uppskriftin:

  • Takið ...

Ljónslappi [Alchemilla alpina]

Lýsing: Margir blómstönglar upp af marggreindum jarðstöngli. Blöðin 5-7 fingruð. Hæð 5-30 cm. Algengar um allt land á melum og í skriðum. Ljónslappi hefur lengi verið talinn með bestu te- og lækningajurtum.

Árstími: Júní-júlí. Í blóma eða eftir blómstrun.

Tínsla: Skorinn rétt ofan rótar.

Meðferð: Þurrkun.

Ljósmynd: Ljónslappi, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Þrátt fyrir að ég reyni að forðast að kaupa plastpakkaðan mat þá safnast plastumbúðir upp á heimilinu í síauknum mæli.

Eitt af því sem að mikið safnast upp af hjá okkur eru bakkar undan nautahakki. Þessir bakkar hafa lengi valdið mér hugarangri og ég fór að nota þá til að sortera skrúfur og annað verkfærakyns í í bílskúrnum en þeir ...

Hálendisferðir bjóða upp á gönguferðir um hálendið í sumar. Ósk Vilhjálmsdóttir er stofnandi og eigandi Hálendisferða. Leiðsögumenn með henni eru Hjálmar Sveinsson, Margrét Blöndal, Anna Kristín Ásbjörnsdóttir ásamt kokknum og myndlistarkonunni Brynhildi Þorgeirsdóttur.

Hálendisferðir í sumar eru:

Töfrar Torfajökuls
Gönguferð með trússi, fullu fæði og skálagistingu um eitt mesta háhitasvæði í heimi, Torfajökulsvæðið. Könnuð eru hin víðfemu og furðu lítt ...

Tilraunarekstur lofthreinsistöðvar við Hellisheiðarvirkjun, sem felur í sér niðurdælingu brennisteinsvetnis (H2S) frá virkjuninni, hófst þriðjudaginn 8. júní eftir nokkurra vikna gangsetningarprófanir. Stefnt er að því að stöðin hreinsi 15-20% af brennisteinsvetninu og minnki þannig líkur á því að styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti fari yfir mörk í byggð.

Þetta er í samræmi við kröfur þær sem fylgja framlengingu undanþágu ...

Vaskur hópur Seljagarðs-borgarbýlinga tók þátt flutningi skýlis, gróðurkassa og annars efnis sem Endurvinnslan hf. lét af hendi rakna til félagsins Miðgarðs - borgarbýlis sem hreiðrað hefur um sig á fyrrum skólagarðasvæði við Jaðarsel í Breiðholti.

Miðgarður - borgarbýli er fyrir alla sem hafa áhuga á að færa matvælaframleiðslu nær fólkinu og fyrir þá sem hafa áhuga á borgarbúskap. Allir áhugasamir eru hvattir ...

Goodie BagGoodie Bags, útfærsla af Doggie Bag gæti verið þýtt „Gott í poka“ á íslensku en farið er að dreifa þessum pokum til veitingahúsa svo þau geti hvatt veitingahúsagesti til að taka heldur matarafgangana með sér heim en að láta þá fara til spillis.

Vakandi, Landvernd og Kvenfélagasamband Íslands hér á landi ásamt Stop Spild af Mad verkefninu í Danmörku og ...

Úthlutað hefur verið úr Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar stofnanda Hagkaups í ár og meðal þeirra verkefna sem styrkt voru að þessu sinni er verkefnið „Húsið og umhverfið“ í vef og app-útgáfu sem Náttúran.is er að ljúka við. Auk þess fékk Steinunn Harðardóttir styrk til að gerðar þáttarins „Með náttúrunni“ í Grænvarpi Náttúrunnar. Samtals var úthlutað til 35 verkefna.

Náttúran.is ...

Virkjanasinnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fá hreinan meirihluta næstum allsstaðar utan Reykjavíkur. Grænt ljós er gefið á virkjanaframkvæmdir um allt land. Umhverfissjónarmið mega sín lítils og verða undir.

Þetta eru stóru fréttirnar úr kosningunum í gær. Með hverjum Samfylking myndar meirihluta í Reykjavík er smámál miðað við virkjanamálin.

Kaupfélag Skagfirðinga og Framsóknarflokkurinn fær hreinan meirihluta í Skagafirði. Kaupfélagsstjórinn hefur lýst yfir ...

„Búrfellslundur“ er nýtt heiti á 34 km² svæði þar sem fyrirhugað er að reisa nýtt vindorkuver, þ.e. vindlund með allt að áttatíu  2,5-3,5 MW vindmyllum. Fyrirhugaður Búrfellslundur er staðsettur ofan Búrfells, bæði á hraun/sandsléttunni austan Þjórsár og á Hafinu, þar sem rannsóknarvindmyllur Landsvirkjunar eru staðsettar. Sjá kort.

Frestur til að gera athugasemdir er til 13. júní ...

Hrafnaklukkan er nú í blóma en hún getur verið annað hvort ljósfjólublá eða hvít á lit. Þetta smáa, að virðist viðkvæma blóm, býr þó yfir ýmsum leyndum kröftum og kostum sem nýta má til heilsubóta. Nú er rétti tíminn til að safna hrafnaklukku og þurrka. Nýttir plöntuhlutar er öll jurtin sem vex ofanjarðar, ekki rótin.

Á floraislands.is segir svo ...

Frá byrjun lífrænnar ræktunar á Íslandi hefur svepparotmassi þjónað sem einn öflugasti áburðargjafinn í ylrækt en svepparotmassinn fellur til sem aukaafurð úr sveppaframleiðslu Flúðasveppa.

Árið 2007 fengu Vottunarstofan Tún og Sölufélag garðyrkjumanna breska sérfræðinginn Dr. Roger Hitchings til að meta kosti og galla lífrænnar ylræktar og möguleika á aukningu hennar hér á landi. Dr. Hitchings taldi m.a. að jarðvegssuða ...

Þó svo að hinn beini sparnaður sem hlýst af umhverfisstarfi sé mikilvægur er hinn óbeini jafnvel enn mikilvægari.

Fyrsti hluti umhverfisstarfs er umhverfisúttekt. Hún felur í raun í sér að fyrirtækið kortleggur útgjöld sín vegna hita og rafmagns, eldsneytis og aksturs, hráefna, pappírsnotkunar, úrgangsgjöld o.s.frv.

Næsta skref er að setja þetta í samhengi við rekstur fyrirtækisins og búa ...

Undirbúningur: Áður en farið er út með krakkana fer leiðbeinandinn út og velur 15–20 metra langa leið t.d eftir mjóum göngustíg. Meðfram henni er komið fyrir 10–15 tilbúnum „ónáttúrulegum“ hlutum, algengu drasli, fernum, sælgætisbréfi, pappír o.fl. Sumir eru látnir sjást vel, öðrum er komið þannig fyrir að þeir falli inn í umhverfið.

Verkefni: Farið út og ...

Markmið: Náttúruupplifun og næmni.

Verkefni: Nemendur eiga að setjast niður úti í náttúrunni, loka augunum og hlusta á hljóð náttúrunnar. Þeir eiga að telja á fingrunum hversu mörg hljóð þeir heyra og velta fyrir sér hvaða hljóð eru náttúruleg og hver eru af mannavöldum. Gaman getur verið að prófa leikinn á nokkrum mismunandi stöðum í náttúrunni, t.d. í skógi ...

Hæg breytileg átt er vettvangur þverfaglegrar vinnu þar sem unnar hafa verið hugmyndir er varpa ljósi á vistvænni, samfélagsmeðvitaðri, hagkvæmari og framsæknari íbúðarkosti í íslensku þéttbýli á 64. breiddargráðu í miðju Atlantshafi.

Markmiðið var að fá fram hugmyndir sem fela í sér endurskoðun viðmiða og varpa ljósi á nýja möguleika og ná fram hugmyndum sem mætti útfæra og framkvæma, en ...

Hópur vaskra kvenna sat daglangt á vistræktarvinnustofu Kristínar Völu Ragnarsdóttur og Önnu Gandelman á leikskólanum Vesturborg síðastliðinn laugardag. Tilgangurinn var að kynna meginhugmyndir vistræktar og hanna svo leikskólalóðina í anda vistræktarviðmiða.

Ekki vantaði hugmyndaflugið en konurnar höfðu núverandi virkni lóðarinnar að leiðarljósi og komu með tillögu um innsetningu eða breytingar sem gæti orðið umhverfinu, börnunum og starfsmönnum til góðs ...

Að halda veðurtöflur hjálpar börnum að læra að þekkja og skilja mismunandi veðurfar.
Til að búa til veðurtöflu þarftu: pappír/karton, dagatal og penna.

Teiknið dagatal næsta mánaðar eða þess mánaðar sem að halda á veðurtöfluna í á stóra pappírsörk eða karton og hengdu hana á áberandi stað. Í lok dagsins getur fjölskyldan rætt hvernig veðrið hefur verið um daginn ...

Hjólreiðamenn verða að gæta sín sérstaklega þegar hjólað er í borgum þar sem er mikil umferðarmengun. Rannsóknir hafa sýnt að hjólreiðamaður í áreynslu andar dýpra en t.d. ökumaður bifreiðar, þannig að ef hjólreiðamaður verður fyrir mikilli útsetningu gegn mengandi efnum er hætta á því að þau berist auðveldlega ofan í lungu.

Svifryk er yfirleitt ekki mjög hættulegt nema það ...

Gróður landsins getur verið óendanlega uppspretta ánægju og aðdáunar. Fjölmargar villijurtir eru einnig prýðilegar við ýmsum kvillum eða til matargerðar.

Að tína jurtir og finna nöfnin á þeim er skemmtileg og gagnleg afþreying fyrir fólk á öllum aldri. Börnum þykir skemmtilegt að meðhöndla blóm og blöð og að þekkja nöfnin á þeim gefur jurtunum aukið gildi. Besta leiðin til að ...

Sveppir eru dularfullar lífverur, reyndar teljast þeir ekki einu sinni til plönturíkisins heldur eru sérstakt fyrirbrigði í lífríkinu.
Á Íslandi eru nú um 2000 tegundir af sveppum þekktir. Þá eru ekki taldir með rúmlega 700 tegundir sveppa sem eru fléttumyndandi, þ.e. hafa þörunga í þjónustu sinni. Sveppir skiptast í marga flokka, en stærstir eru kólfsveppir og asksveppir.

Til að ...

Mikil umræða hefur verið á undanförnum árum um það hvernig hægt sé að fá fólk til að stíga út úr einkabílunum og nota almenningssamgöngur. Í kjölfar þess hefur þróunin verið í þá átt að fjölga strætóferðum frá höfuðborginni á landsbyggðina sem hefur gerbreytt búsetuskilyrðum t.a.m. á suður- og vesturlandi.

Þar sem almenningssamgöngur eru fyrir hendi er tilvalið að ...

Fyrirtæki er samheiti yfir hvers konar formlega skráðan rekstur. Fyrirtækjaskrá heldur utan um öll fyrirtæki og félög sem skráð eru á Íslandi.

Það sem áhugavert er að ræða um hér í Húsinu og umhverfinu eru fyrirtæki sem uppfylla ákveðin viðmið, bæði á sviði samfélags- og umhverfismála. Náttúran.is hefur frá árinu 2007 lagt mikinn metnað í að safna upplýsingum, skrá ...

Í bílskúrnum er oft fullt af eiturefnum s.s. sterkum hreinisefnum, leysiefnum, olíu og málningu fyrir hitt og þetta sem snertir húsið og bílinn.Ósjaldan eru hálftóm, full eða hálffull ílöt geymd árum saman í opnum hillum, til þess eins að henda þeim einhverntíma síðar. Bæði eld- og heilsufarshætta stafar af efnunum og betra er að losa sig við þau ...

Sparperur nota einungis um 15-20% af orku venjulegra glópera auk þess sem líftími þeirra er allt að 10 sinnum lengri. Glóperubann tók gildi hér á landi þ. 1. september 2012. Bannið byggir á Evróputilskipun (Ecodirective 32/2005) til að stuðla að rafmagnssparnaði en um 19% af raforkunotkun heimsins fer í lýsingu.

Þegar öllum glóperum hefur verið skipt út fyrir sparperur ...

Sparperur nota einungis um 15-20% af orku venjulegra glópera auk þess sem líftími þeirra er allt að 10 sinnum lengri. Glóperubann tók gildi hér á landi þ. 1. september 2012. Bannið byggir á Evróputilskipun (Ecodirective 32/2005) til að stuðla að rafmagnssparnaði en um 19% af raforkunotkun heimsins fer í lýsingu.

Þegar öllum glóperum hefur verið skipt út fyrir sparperur ...

Sparperur nota einungis um 15-20% af orku venjulegra glópera auk þess sem líftími þeirra er allt að 10 sinnum lengri. Glóperubann tók gildi hér á landi þ. 1. september 2012. Bannið byggir á Evróputilskipun (Ecodirective 32/2005) til að stuðla að rafmagnssparnaði en um 19% af raforkunotkun heimsins fer í lýsingu.

Þegar öllum glóperum hefur verið skipt út fyrir sparperur ...

Í bílskúrnum er oft fullt af sterkum hreinisefnum, leysiefnum, olíu og málningu fyrir hitt og þetta sem snertir húsið og bílinn. Ósjaldan eru hálftóm, full eða hálffull ílöt geymd árum saman í opnum hillum, til þess eins að henda þeim einhverntíma síðar. Bæði eld- og heilsufarshætta stafar af efnunum og betra er að losa sig við þau ef ekki eru ...

Sparperur nota einungis um 15-20% af orku venjulegra glópera auk þess sem líftími þeirra er allt að 10 sinnum lengri. Glóperubann tók gildi hér á landi þ. 1. september 2012. Bannið byggir á Evróputilskipun (Ecodirective 32/2005) til að stuðla að rafmagnssparnaði en um 19% af raforkunotkun heimsins fer í lýsingu.

Þegar öllum glóperum hefur verið skipt út fyrir sparperur ...

Nýir bílar seljast ekki lengur.

Þúsundir geymslustæða út um allan heim geyma milljónir af splunkunýjum bílum sem enginn vill kaupa.

Bílaframleiðendur neita þó að selja þá ódýrar því þá hrynur markaðurinn. Samt halda þeir áfram að láta bílaverksmiðjurnar framleiða nýja bíla, í von um að kreppunni ljúki á allra næstu dögum.

En bílarnir halda bara áfram að hrannast upp og ...

Mikið hefur verið í umræðunni í hvaða málmum best er að elda eða baka mat. Ál er ekki lengur talið ákjósanlegt efni í potta og pönnur. Ástæðan er sú að þrátt fyrir vinsældir álpotta hér áður hefur nú komið í ljós að álið tærist og fer út í matinn, sem við síðan neytum. Álið getur safnast fyrir í líkamanum og ...

Tvo þætti þarf að hafa í huga þegar kaffivélin er annars vegar. Í fyrsta lagi notar hún mikla orku og í öðru lagi fer mikill pappír í kaffisíurnar. Það minnkar því álag á umhverfið að kaupa kaffisíur úr óbleiktum, endurunnum pappír. Sumar kaffivélar eru þannig að þær eru með orkusparandi ham.

Espressovélar gera engar kröfur um pappír og eru að ...

Örbylgjuofninn er umhverfisvænn hvað varðar orkunotkun en skiptar skoðanir eru um gæði þess matar sem er hitaður eða eldaður í honum*.

Ekki setja plastílát í örbygljuofn. Ílát sem eru örugg fyrir örbylguofn eru auðkennd merkin sem sýnir disk og bylgjur.

Gæta skal þess að nota örbylguofninn af gát og fylgja leiðbeiningum.

*Örbylgjur eru rafsegulfræðileg orka, svipað ljósbylgjum eða útvarpsbylgjum og ...

Búsáhöld eru til margvíslegra nota í eldhúsinu og það er betra að eiga minna af góðum gæðum en mikið úrval af lélegum gæðum.

Góð glerglös eða kristalsglös geta enst ágætlega sé vel með þau farið en plastglös eru aftur á móti mjög þægileg, sérstaklega þar sem börn eru í heimili. Varast skal þó að velja glös úr PVC því þau ...

Tölvur eru nauðsynleg tæki í hverju fyrirtæki og varla fyrirfinnst tölvulaust heimili á Íslandi í dag. Tölvur eru einfaldlega alls staðar og gera allt fyrir alla.

Þó að tölvur séu stórkostleg tæki að flestra mati hefur tölvuframleiðslu geigvænlega neikvæð umhverfisáhrif. Bæði vegna þeirra náttúrauðlinda sem framleiðsla hráefnis í tölvurnar hefur í för með sér, flutnings efnis heimsálva á milli og ...

Hvort sem þú vinnur heima hjá þér eða notar skrifstofuna fyrir áhugamálin þá er mikilvægt að skoða hvernig starfsemin þar hefur áhrif á umhverfið. Í raun má heimfæra allt sem tekið er fyrir hér á skrifstofurekstur í fyrirtækjum.

Tölvu- og tækjanotkun skipar stóran sess á skrifstofum. Þó að tölvur séu stórkostleg tæki að flestra mati hefur tölvuframleiðsla geigvænlega neikvæð umhverfisáhrif ...

Framleiðandi:
Náttúran er ehf. ©2014. Öll réttindi áskilin.
Upplýsingar og grafík má ekki afrita né birta með neinum hætti án leyfis framleiðanda.

Verkefnis- og ritstjórn:
Guðrún A. Tryggvadóttir

Tæknistjórn og forritun:
Einar Bergmundur Arnbjörnsson

Grafík:
Guðrún A. Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir

Textahöfundar:
Guðrún A. Tryggvadóttir myndlistarmaður, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir umhverfisfræðingur og þýðandi, Hildur Hákonardóttir listamaður og búkona, Einar Einarsson verkfræðingur ...

Hvað er Húsið og umhverfið?
Húsið og umhverfið er gagnvirkur upplýsingabanki með fróðleik fyrir alla fjölskylduna um allt sem snertir okkar daglega líf.

Hvernig nota ég Húsið og umhverfið?
Þegar spurningar vakna um einstaka hluti á heimilinu eða þegar þú þarft að kaupa nýja hluti þá getur þú leitað þér uppplýsinga hér á auðveldan hátt og verið viss um að ...

Til þess að þurrka jurtir þarf að setja þær undir einhverskonar farg strax eftir tínslu. Best er að nota bók eða bunka af dagblöðum og leggja eitthvað þungt ofan á dagblöðin þegar heim kemur. Ef þú vilt tína jurtir í ferðalaginu er gott að vera með dagblaðabunka í skottinu á bílnum til að leggja jurtirnar í og leggja síðan eitthvað ...

Lárus Vilhjálmsson leikhússtjóri flutti eftifarandi ræðu á Náttúruverndarþingi þ. 10. maí sl.

Ég ætla að fara aðeins yfir atburðarásina í Gálgahrauni haustið 2013 þegar hópur fólks reyndi að mótmæla vegalagningu nýs Álftanesvegar og sérstaklega þann 21. október þegar ég ásamt fjölda annara vorum handtekin fyrir að sitja í veg fyrir jarðýtunni.

Ég hef um margra ára skeið látið mig umhverfismál ...

Hlýnun jarðar og hækkun sjávar eru vandamál sem fólk vill gjarnan ýta frá sér og vísar þá til þess að þetta verði ekki vandamál fyr en í einhverri framtíð. En áttar sig ekki á að vandinn er núna, afleiðingarnar verða svo verrri seinna. Á ársfundi veðurstofunnar talaði sitjandi umhverfis og auðlindaráðherra um „líklegar breytingar í framtíðinni“. Hann var svo ekki ...

Ef þú hefur aðeins lítið pláss til umráða eða getur fengið smá pláss á svölum eða holað þér niður hjá vini eða kunningja gætir þú komið þér upp Eldhúsgarði í örlitlu útgáfunni. Góð stærð til að miða við er einn fermeter 1m2 en á einum fermeter má rækta ýmislegt og hafa gaman af. Ef reiturinn er ekki plægður fyrir getur ...

Nemdur við háskólann í Massachusetts (UMass) breyttu hluta af skólalóðinni í sjálfbæran permaculture garð sem færir þeim heilbrigða fæðu úr þeirra næsta umhverfi. Laust við langa flutniga og þau vita nákvæmlega við hvaða aðstæður maturinn er ræktaður. Hér getur að líta tvö fyrstu af þremur myndbönd um ferlið sem er enn í gangi:

Á Náttúruverndarþingi frjálsra félagasamtaka sem fram fór í gær var níumenningunum sem kærðir hafa verið fyrir mótmæli í Gálgahrauni veitt verðlaunin Náttúruverndarinn.

Níumenningarnir eru fulltrúar fyrir stærri hóp Hraunavina sem stóð vaktina í Gálgahrauni í heilan mánuð síðastliðið haust og reyndi þannig að stöðva vegaframkvæmdir sem klufu þessa sögulegu og kyngimögnuðu hraunbreiðu í tvennt. Þessi ötula barátta endaði 21. október ...

Heimilið er eitt það dýrmætasta sem við eigum. Þar eigum við skjól fyrir veðri og vindum hversdagsins. Þar fáum við hvíld og endurnærum líkama og sál. Með því að stjórna umhverfismálum heimilisins náum við einnig stjórn á umhverfismálum heimsins. Ef hver og einn hugsaði af kostgæfni um heimili sitt og nánasta umhverfi myndi margt fara á betri veg. Húsið er ...

Fair Trade deildin

Við eigum að spyrja spurninga og gera kröfur!

Stofnfundur Fair Trade samtakanna á Íslandi verður haldinn á kaffiteríunni í Perlunni, þann 10. maí kl. 11:00 en 10. maí er alþjóðlegi Fair Trade dagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim.

Við tökum þátt í baráttunni fyrir sanngjörnum viðskiptum við þróunarlöndin og styðjum um leið þá sem vilja gera vel. Fair Trade ...

Hvað er Húsið og umhverfið?
Húsið og umhverfið er gagnvirkur upplýsingabanki með fróðleik fyrir alla fjölskylduna um allt sem snertir okkar daglega líf.

Hvernig nota ég Húsið og umhverfið?
Þegar spurningar vakna um einstaka hluti á heimilinu eða þegar þú þarft að kaupa nýja hluti þá getur þú leitað þér uppplýsinga hér á auðveldan hátt og verið viss um að ...

Geimurinn eða alheimurinn er hugtak sem getur haft mismunandi merkingar, en yfirleitt er átt við umhverfi mannsins í víðum skilningi, sem felur í sér allt efni og rúm. Í trúarlegum skilningi er alheimurinn einnig bústaður guða og annara vera. Stjörnufræðingar nota orðið oft um þann hluta geimsins, sem að mögulegt er að rannsaka en í íslensku hefur einnig tíðkast að ...

06. maí 2014

Nauðsynlegt er að hafa lampa við rúmið, bæði til að geta lesið á kvöldin og sem ratljós þegar farið er fram úr á dimmum nóttum. Oft eru lampar í svefnherberginu með góðum skermi eða með dimmer svo hægt sé að stjórna birtunni og forðast þannig að munur á myrkrinu og ljósinu skeri ekki um of í augun. Næturljós eru oft ...

Þegar við notum hugtakið himinn þá eigum við oftast við allt það sem er fyrir ofan okkur, loftið og jafnvel allan himingeiminn, drauma og þrár. Himininn er í hugum margra heimkynni guðanna og sá staður sem við snúum aftur til eftir dauðann. Himininn er því að vissu leiti andlegur staður frekar en það sem við köllum veðrahvolf og geim og ...

Innan í Jörðinni er seigfljótandi möttull sem er að hluta til lagskiptur. Í möttlinum á sér stað hreyfing á kviku og berst kvika frá möttli upp í jarðskorpuna. Hún safnast fyrir annað hvort í sprungum (kvikuhreyfingar), myndar innskot eða safnast fyrir í sérstökum kvikuhólfum sem eru undir stórum eldfjöllum eins og t.d. undir Heklu.

Í kvikuhólfunum getur kvikan breytt ...

Jörðin er þriðja plánetan frá sólu og hún myndaðist fyrir um 4,56 milljörðum ára. Jörðin er eina plánetan í sólkerfinu sem hefur gnægð vatns á yfirborðinu, og þar sem er vatn, þar er líf. Súrefnið í lofthjúpi jarðar gerir það líf sem við þekkjum einnig mögulegt, en þó eru til örverur sem lifa súrefnisfirrtu lífi undir yfirborði jarðar, þannig ...

Náttúruverndarþing 2014 verður haldið laugardaginn 10. maí, kl. 10:00-17:00 í húsi Ferðafélags Íslands í Mörkinni og eru allir vekomnir á þingið.

Dagskrá:

10:00-10:10 Opnun: Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar

10:10-11:00 Náttúruverndarupplýsingaveitur:

  • María Ellingsen frá Framtíðarlandinu kynnir Náttúrukortið
  • Guðrún Tryggvadóttir og Einar Bergmundur frá Náttúran.is kynna Græna kortið
  • Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar kynnir ...

Atvinnulífið er grunnstoð hverrar þjóðar. Það aflar þegnum landsins lífsviðurværis, bæði nauðsynja og atvinnu.

Atvinnulífið er ekki aðeins fyrirtækin sjálf heldur einnig fólkið sem býr til, stjórnar og vinnur hjá fyrirtækjunum. Oft er þó talað um atvinnulífið eins og yfirvald sem fólkið á allt sitt undir en í raunveruleikanum væru fyrirtækin ekki til án fólksins sem vinnur störfin.

Atvinnulífið byggir ...

Mengun er það þegar aðskotaefni komast út í umhverfið þar sem þeir geta valdið óstöðugleika, röskun, skaða og óþægindi í vistkerfinu. Mengun getur verið kemískt efni eða orka eins og hávaði, hiti eða ljós. Mengunarvaldar geta komið fyrir náttúrulega en þeir kallast aðskotaefni þegar þeir eru meira en náttúrulegt magn.

Mengun frá álverum
Útblásturssvæði (þynningarsvæði) álvera er svæðið næst álverum ...

Rafmagn sem virkjað er með vatnsafls- og jarðhitavirkjunum er flutt um loftlínur til notenda en stóriðjan nýtir um 80% framleiddrar orku á Íslandi.

Háspennulínur hafa mikil áhrif á landslagsupplifun okkar. Þau skera sjóndeildarhringinn í sundur og gefa nærveru mannsins til kynna á svæðum sem að öðru leyti eru ósnortin. Á fögrum svæðum eins og t.d. við Ölkelduháls hafa háspennulínurnar ...

Íslenska sauðkindin er af hinu Norður-evrópska stuttrófukyni. Víkingar fluttu með sér meðal annars skandinavískt sauðfé þegar þeir settust að á Íslandi fyrir meira en þúsund árum síðan. Íslenska sauðkindin er lágfætt miðað við önnur sauðfjárkyn, ýmist hyrnd eða kollótt , ullarlaus á fótum og andliti og litafjölbreytileiki einkennir hana.

Um 500 þúsund kindur eru á íslandi í dag en sauðfjárbúskapur er ...

Orkunotkun tækja s.s. heimabíóa er skilgreind með orkumerkjum s.s. Energy Star og Evrópska orkumerkinu.
Um 10% raforkunotkunar heimilistækja fer oft á tíðum í svokallaða biðstöðu eða „Stand by" notkun. Hafa ber í huga að í biðstöðu eyða rafmagnstæki orku án notkunar. Tæki í biðstöðu skila engu til notenda nema hærri rafmagnsreikningi. Biðstaða tækja er oft kölluð rafmagnsleki enda ...

Það er eins með garðáhöld og önnur mannanna verk að gæðin skipta meginmáli. Það er enginn sparnaður í því að kaupa drasl sem dettur í sundur eftir stuttan tíma og þurfa svo að kaupa ný garðáhöld á nokkurra ára fresti.

En það er jafn mikilvægt að fara vel með áhöldin sín svo þau grotni ekki niður. Passa að láta þau ...

Jarðfræðilega séð er Ísland ungt land eða um 20-25 milljón ára. Upphleðsla landsins hefur öll farið fram á síðari hluta nýlífsaldar. Landið er nær allt gert úr hraunlögum með setlögum á milli. Hraunlögin hafa hlaðist upp í eldgosum enda liggur Ísland á svokölluðum heitum reit þar sem eldgos eru tíðari en annarsstaðar. Jarðmyndunum Íslands er skipt gróflega í fernt. Elst ...

Jarðvegur er mjög mikilvægur hluti af öllu vistkerfi Jarðar. Jarðvegur er stærsta kolefnisforðabúr Jarðar og hann er viðkvæmur fyrir mengun og loftslagsbreytingum. Jarðvegur hefur verið kallaður húð Jarðarinnar vegna mikilvægi síns en hann tengir saman andrúmsloftið, steinhvolfið, vatnshvolfið og lífhvolfið.

Í jarðveginum býr fjöldi lífvera og myndar jarðvegurinn heilt endurvinnslukerfi fyrir næringarefni og lífrænan úrgang. Einnig stjórnar jarðvegur víða vatnsgæðum ...

Besta drykkjarvatnið fæst yfirleitt úr vatnsbólum sem taka grunnvatn eins og t.d. í Gvendarbrunnum í Heiðmörk. Á Þingvallasvæðinu sem er vara vatnsból Reykjavíkur koma stórir grunnvatnsstraumar frá Langjökli inn á Þingvelli og vatnið hreinsast í jarðlögum á leiðinni.

Fjöllin hafa ætíð heillað mannkynið. Í trúarritum gegna fjöll oft heilögu hlutverki. Þau eru staður þar sem himinn og jörð mætast og það er ótrúlega gaman og heillandi að ganga á fjöll.

Veröld fjalla er heil veröld út af fyrir sig. Þau eru yfirleitt ósnortin náttúra. Þar liggja einungis stígar og gönguleiðir. Dæmi um gönguleið sem gaman er að ganga ...

Foss eða fallvatn nefnist það þegar á eða fljót fellur fram af klettabrún. Fossar setja sterkan svip á náttúru Íslands. Fossar eru misháir, breiðir og vatnsmiklir og mynda þeir oft stórkostlegt sjónarspil freyðandi vatnsflaums og fyrirstaða á leiðinni niður í hylinn. Fossar eru hluti af hringrás vatnsins en allt vatn á jörðinni er tengt saman.

Litlir vatnsdropar verða að lækjarsprænum ...

Flugvélar brenna nú þegar um 130 milljónum tonna af flugvélaeldsneyti á ári hverju. En hvað er hægt að taka til bragðs? Að sögn sérfræðinga er það eina sem hægt er að gera í stöðunni að hanna umhverfisvænar flugvélar alveg frá grunni og draga úr flugumferð. 

Stöðugt er unnið að endurbótum á flugvélum til að gera þær sparneytnari. Nýjasta breytingin eru ...

Í heiminum eru til um 10 þúsund tegundir grasa. Meðal þeirra eru korntegundirnar hafrar, rúgur, hveiti, bygg, hrís og maís. Fyrir um 10  þúsund árum byrjaði fólk að hagnýta sér þessar tegundir til matar, þegar það uppgötvaði gæði fræjanna.

Frá þeim tíma hafa þessar tegundir verið ein meginstoð í mat manna. Allt frá landnámi hefur þurrt hey verið nýtt sem ...

Skilagjald er öllum drykkjaumbúðum þ.e. áldósir, gler- og plastflöskur eru skilagjaldsskildar. Það þýðir að fyrir hverja framleidda dós/flösku þarf framleiðandi að borga 16 krónur í Úrvinnslusjóð. Þennan pening innheimtir framleiðandi síðan að sjálfsögðu hjá okkur með því að leggja hann á vöruna. Úrvinnslusjóður greiðir síðan til baka þessar 16 krónur til þess sem skilar umbúðunum á réttan stað ...

Eldvirkni kallast það þegar bráðið berg kemur upp á yfirborð jarðar, þegar hraun, eldfjallagös og aska kemur upp um sprungur eða gígop. Hraun eru misþykk og renna mishratt. Súr hraunkvika inniheldur hátt magn af kísli (Si) sem eykur seigju hraunsins þannig að það rennur hægar og myndar þykk, úfin apalhraun.

Sé hraunkvikan hins vegar basísk er kísilinnihald hraunstraumsins lágt, hann ...

Jöklar á Íslandi þekja nú um 11% af flatarmáli landsins (um 11.400 km2 af 103.125 km2). Vatnajökull, stærsti jökull Evrópu, þekur um 8% landsins. Stærstu jöklana er að finna á sunnanverðu landinu og í miðju þess. Ástæðan er sú að þar er meiri úrkoma en norðanlands. Áætlað er að um 20% heildarúrkomu á Íslandi falli á jöklana. Ásýnd ...

30. apríl 2014

Sólin hefur ætíð verið mannkyninu mjög mikilvæg enda má segja að sólarljósið sé grundvöllur lífsins á Jörðinni.  Á steinöld bjuggu menn til mannvirki eins og Stonehenge sem greinilega sýna að þeir þekktu gjörla gang sólar.

Sólin hefur verið tilbeðin sem guð í mörgum trúarbrögðum og er almennt tákn fyrir lífgjöf, birtu og yl. Í keltneskum trúarbrögðum er sólin alltaf táknuð ...

Það sparar orku að nota frekar ketil til að hita vatn en að hita það í potti á eldavélinni. Frá umhverfissjónarmiði er best er að fjárfesta strax í vönduðum katli og gæta þess að kveikja ekki á honum tómum því það eyðileggur elementin.

Munum að sjóða aðeins eins mikið vatn og við þurfum á að halda hverju sinni til að ...

Þrátt fyrir að við höldum flest að þvottaefni sé bráðnauðsynlegt til að þvo þvott þá er það ekki svo.

Jafnvel þó að við notum „niðurbrjótanleg“ þvottaefni, vottuð og blessuð á bak og fyrir eru þau alltaf óumhverfisvæn á ýmsan hátt. Það þarf t.d. að framleiða þau úr ýmsum efnum, flytja þau landa á milli og svo enda þau að ...

30. apríl 2014

Grunnvatn kallast það vatn sem eru undir yfirborði jarðar í holrými í bergi og í sprungum. Grunnvatn myndar svokallaða vatnsveita (aquifers) og það getur fossað fram í lækjum og uppsprettum. Grunnvatnið getur verið nokkurra þúsund ára gamalt og það hreinsast yfirleitt vel á leið sinni í gegnum hraun og setlög sem virka eins og mengunarsíur. Grunnvatn er oft kalt og ...

Í sjálfbærri byggingu er takmarkið að nota lagnir og kerfi sem gefa gott innanhússloftslag og virka án mikils viðhalds eða sérfræðikunnáttu. Lagnir og kerfi eins og upphitun, rafmagn, vatnslagnir, frárennsli og loftræsting eru orðin flóknari en áður. Nýjasta viðbótin er upplýsingatækni (information technology, IT) til að stjórna mismunandi kerfum.

Það sem hefur áhrif á vellíðan fólks innandyra:

  • hitastig
  • loftgæði (ferskt ...

Veðrið, þ.e. hitastig, úrkoma og vindar ásamt legu lands, og hæð yfir sjávarmáli stjórna lífsskilyrðum á Jörðinni. 

Veðrahvolf
Innsta lag lofthjúpsins byrjar við yfirborð jarðar og nær 9 km hæð við pólsvæði jarðar en 12 km hæð við miðbauginn. Innan þessa hvolfs dregur jafnt og þétt úr hitastigi með aukinni hæð, frá 18°C meðaltali við yfirborðið niður í ...

Prentarar eru af margvíslegum gerðum og gæðum, bæði dýrir og ódýrir. Hagkvæmast er að velja prentara sem hentar þínum þörfum og sem prentar báðu megin á pappírinn. Passaðu þig á að fá upplýsingar um prenthylkin áður en þú kaupir prentara. Stundum eru prenthylkin svo dýr og óumhverfisvæn (mikið plast og ekki hægt að fylla á þau) að betra hefði verið ...

Vatnið er ásamt sólarjósinu ein af meginundirstöðum lífsins á jörðinni. Þar sem er vatn er mjög líklegt að lífverur sé einnig að finna. Ár og vötn eru þannig lífæðar Jarðarinnar.

Vatnið er í stöðugri hringrás um Jörðina. Vatn gufar upp úr hafinu, myndar ský sem færast yfir land og það rignir, regnið rennur síðan í ám og vatnsföllum til sjávar ...

Stór hluti tekna okkar fara í mat. Rétt geymsla matvæla skiptir því miklu máli, bæði til þess að hann skemmist ekki of fljótt og til þess að hann mengist ekki. Rétt kæling og frysting er að sjálfsögðu grunnatriði við annað en þurrvöru en það er ýmislegt annað sem að við verðum að hafa í huga.

Að nota réttar umbúðir:

  • Notaðu ...

Áður en flensa fer að herja og jafnvel eftir að hún er búin að stinga sér niður má gera hóstameðal með því að skræla hvítlauk – heil 24 rif og stinga niður í 250 g af hunangi. Láta standa í 7–10 daga og fara svo að borða úr krukkunni, ef hóstinn er þá ekki farinn, hunangið og hvítlaukinn saman. Það ...

Með skipulagi heimafyrir getur flokkunin verið skemmtileg fyrir alla fjölskyldumeðlimi að taka þátt í. Að hrúga öllu upp í bílskúrinn, kjallarann eða herbergi er ekki góð aðferð.

Til að flokkunin heppnist og gangi snurðulaust fyrir sig, er gott að útbúa eða fjárfesta í kössum fyrir hina ýmsu flokka. Merkt ílát hvort sem það eru pokar eða önnur ílát einfalda flokkkunina ...

Aukin tækni í samskiptum hefur minnkað þörfina fyrir óþarfa ferðalög. Fjarfundarbúnaður, samtöl með mynd í farsímum, skrifstofuveggir geta orðið skjáir og samskiptatæki. Þetta höfum við séð í Star Trek en nú er þessi tækni að verða raunveruleg.

Vinnufélagar og fjölskyldumeðlimir geta búið hver í sinni heimsálfu en verið samt í nánum daglegum samskiptum í gegnum miðla eins og Scype. Fjarlægðir ...

Skrifstofupappír er verðmætur. Hann er dýr og því verðum við að fara sparlega með hann. Best er að sleppa því alveg að prenta sé þess kostur og láta rafræn gögn nægja. Ef nauðsynlegt er að prenta út efni er sparnaður í því að prenta báðu megin á blaðið.

Við val á skrifstofupappír skiptir máli að velja umhverfismerktan pappír t.d ...

Við sofum hluta lífs okkar. Góð dýna skiptir því máli og hún þarf að henta þér. Sumum finnst gott að liggja á mjúkri dýnu en aðrir vilja liggja á harðri dýnu.

Hægt er að kaupa Svansmerktar dýnur úr hreinum nátturuefnum sem anda vel og duga heila mannsævi. Gríðarlegt úrval er til að „heilsudýnum“, marglaga dýnum, vatnsdýnum og Tempur-dýnum. Ýmsar skoðanir ...

Gluggar hleypa mikilli orku út úr húsinu. Vel einangraðir gluggar, tvöfaldir og jafnvel þrefaldir spara til lengri tíma litið mikla peninga því orkan sem smýgur út um gluggann nýtist engum. Því er einangrunargildi glugga nokkuð sem skiptir miklu máli þegar velja skal glugga í ný hús. Á líftíma sínum í húsinu spara þeir allavega fyrir sjálfum sér, fyrir eigendur sína ...

Rafmagnstækjum fjölgar sífellt á heimilum landsins. Um 10% raforkunotkunar heimilistækja fer oft á tíðum í svokallaða biðstöðu eða „Stand by" notkun. Hafa ber í huga að í biðstöðu eyða rafmagnstæki orku án notkunar. Tæki í biðstöðu skila engu til notenda nema hærri rafmagnsreikningi. Biðstaða tækja er oft kölluð rafmagnsleki enda seytlar hægt og bítandi út raforka engum til gagns. Auðveldasta ...

Tré eru lífsnauðsynleg lífinu á jörðinni. Þau binda jarðveg og stuðla að jarðvegsmyndun gegnum rotnunarferli laufblaða, trjágreina og trjábola. Án jarðvegs væri enginn landbúnaður. Trén eru einnig hluti af innbúi okkar, sumir búa í timburhúsum og húsgögn og parketgólf eru smíðuð úr viði.

Skógar þekja um þriðjung lands á jörðinni og veita lífsnauðsynlega þjónustu um alla veröld. Um 1,6 ...

Í fjórtándu grein í skýrslu um eflingu græna hagkerfisins sem Alþingi samþykkti samhljóma á síðasta löggjafarþingi kveður á um að „allar stofnanir ráðuneyta og öll fyrirtæki í eigu ríkisins birti ársskýrslur í samræmi við leiðbeiningar Global Reporting Initiative (GRI)“. En hvað er GRI?

Global Reporting Initiative (GRI) er sjálfseignarstofnun og  samstarfsvettvangur fyrirtækja og félagasamtaka sem hafa staðlað hvað samfélagsskýrslur fyrirtækja ...

Ruslaurant opnar á Járnbraut á Granda fimmtudaginn 1. maí frá kl. 14:00. 

„Þann 1.maí ætlar Ruslaurant að vekja athygli á öllum þeim góða mat sem fer til spillis daglega og bjóða gestum og gangandi uppá veitingar. Frír matur fyrir alla (á meðan birgðir endast).

Í ferlinu frá framleiðanda til neytenda er árlega 1/3 af öllum mat hent ...

Í dag fórum við hjá Náttúran.is með 2064 Græn kort í póst, fjögur eintök í hvern einasta skóla á landinu, samtals 516 skóla, allt frá leikskólum til háskóla. Sendingunum fylgdi svohljóðandi bréf:

Kæru skólastjórnendur.

Græna kortið er afrakstur áralangrar vinnu við rannsóknir og gagnasöfnun um stofnanir, félög, verkefni, þjónustu- og framleiðslufyrirtæki sem og ...

Íslenska fjólan er afbragðs tejurt. Hún er fjölær, blómstrar mikið en það þarf að hlúa örlítið að henni í garðinum og skapa henni vaxtarrými.

Úr bókinni Ætigarðurinn - handbók grasnytjungsins eftir Hildi Hákonardóttur.

Ljósmynd: Fjóla [Viola tricolor], ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Kamilla vex vel hér á landi. Lengi var haldið að baldursbráin kæmi í staðinn fyrir kamilluna og það var ágætt að halda það meðan ekki fengust kamillufræ. Ef við minnumst þess að frænka hennar, baldursbráin, getur látið 300.000 fræ þroskast á einu sumri er skiljanlegt að kamillan gefur heilmikið af sér, þó plönturnar séu ekki margar. Einhvers staðar las ...

Morgunfrú sái ég snemma en hún er líka dugleg að mynda fræ og sáir sér jafnvel sjálf. Krónublöðin eru notuð í salat erlendis og ég geri það næstum daglega þegar komið er fram á sumar. Blómin eru þurrkuð í te og blómbotninn þá skilinn frá svo þorni fljótar.

Úr bókinni Ætigarðurinn - handbók grasnytjungsins eftir Hildi Hákonardóttur.

Ljósmynd: Morgunfrú [Calendula officinalis ...

Náttúran.is óskar Kaffitári til hamingju með Kuðunginn, umhverfisverðlaun Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem fyrirtækið fékk afhend í gær á Degi umhverfisins.

Kaffitár hefur um árbil sýnt mikinn metnað á sviði umhverfismála. Árið 2010 fékk Kaffitár Svansvottun en fyrirtækið rekur sjö kaffihús (sjá kaffihús Kaffitárs hér á Grænum síðum).

Sjá alla sem hlotið hafa Kuðunginn til þessa hér á Grænum síðum ...

Það verður mikið um að vera í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, en þann dag verður opið hús í skólanum frá kl. 10 til 17:30. Hátíðardagskrá hefst nokkru síðar eða kl. 14.

Í aðalbyggingu skólans fer fram Íslandsmeistarakeppni í blómaskreytingum og eru allir velkomnir til að fylgjast með keppendum að störfum. Sumarið er komið í garðskálanum og hægt ...

Þann 22. apríl er „Dagur Jarðar“ haldinn hátíðlegur um allan heim en Dagur Jarðar var fyrst haldinn hátíðlegur þ. 22. apríl 1970 í Bandaríkjunum þegar um 20 milljónir manna tóku þátt í hátíðahöldunum. Ákvörðun um að efna til Dags Jarðar var tekin árið áður á ráðstefnu grasrótarsamtaka á sviði umhverfisverndar í Bandaríkjunum. Á þeim tíma var umræðan um offjölgun í ...

Kaja organic ehf. flytur einungis inn lífrænt vottaðar matvörur.  Slagorð fyrirtækisins er “lífrænt fyrir alla” og er verið að visa beint í boðskapinn og að auki í verðstefnu fyrirtækisins.  Aðaláhersla er lögð á að þjónusta framleiðendur, stóreldhús eins og leik-og grunnskóla auk veitingastaða, yfir 120 vöruliðir í pakknigastærð 5-25kg.  Að auki flytur Kaja inn sælkeravörur / gourmetvörur (lífrænt vottaðar) fyrir smásölumarkað ...

Fundur landeigenda á fyrirhugaðri Blöndulínu 3, sem haldinn var á Mælifellsá í Skagafirði þann 19.apríl 2014, samþykkti eftirfarandi ályktun:

Fundarmenn óska landsmönnum öllum til hamingju með að jarðstrengir eru nú metnir sem valkostur við raflínulagnir um Sprengisand. Lýst er yfir stuðningi við verndun hálendisins og loftlínu um Sprengisand mótmælt.

Um árabil hafa íbúar á leið Blöndulínu 3 barist gegn ...

Lóan er komin. En ekki aðeins hún. Á fuglar.is segir:

Mikið kom af farfuglum á suðausturland í dag (15. apríl 2014), stanslaust flug heiðlóa, hrossagauka, stelka og heiðargæsa. Frá Höfn og í Suðursveit mátti sjá tugi hópa af hrossagaukum svona 20-50 saman, mörg hundruð heiðlóur í svona 50-200 fugla hópum. töluvert er komið af heiðargæsum og komu margir hópar ...

Hrafnaþing er heiti á fræðsluerindum Náttúrufræðistofnunar sem eru á dagskrá yfir vetrartímann, að jafnaði annan hvern miðvikudag kl. 15:15-16:00 í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar Íslands Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3.hæð.

Fræðsluerindi á Hrafnaþingi eru ókeypis og opin öllum!

Á Hrafnaþingi miðvikudaginn 30. apríl nk. mun Ester Rut Unnsteinsdóttir flytja erindi sitt „Merkilegir melrakkar“.

Sjá flokkinn Melrakkar ...

Grænþvottur (greenwashing) kallast aðferðafræði í markaðssetningu sem felur í sér að fyrirtæki reyna að slá ryki í augu umhverfis- og heilsumeðvitaðra neytenda til að selja þeim vörur sínar og þjónustu á fölskum forsendum. Grænþvottur getur verið af margvíslegum toga og því ekki skrítið að neytendur ruglist í rýminu. Enda leikurinn til þess gerður.

Hér að neðan er leitast við að ...

Félagið Konur í tækni heldur fund í dag og verður fundurinn helgaður sjálfbærni í tilefni Græns apríls. Markmiðið er að gefa gestum innsýn inn í atvinnulífið og að sýna hvernig samfélagsábyrgð getur gefið fyrirtækjum samkeppnisforskot. Að þessu sinni er fundurinn haldinn í höfuðstöðvum GreenQloud klukkan 17:30 þriðjudaginn 15. apríl.

Á viðburðinu á Facebook segir:

Vissir þú að upplýsingatækniiðnaðurinn er ...

PEFC er umhverfismerki óháðu samtakanna Programme for the Endorsement of Forest Certification. PEFC merkið tryggir að viðkomandi skógarafurðir séu framleiddar úr sjálfbærum skógum. Framleiðsluvörur merktar PEFC eru t.d. pappír, viðarkol, viður, viðarhúsgögn, pappamál o.m.fl.

 

Morgunfrú [Calendula officinalis] - þetta saklausu garðblóm, eins og skapað til að vera bara garðaprýði, býr yfir kyngikrafti sem nýttur er á ýmsa vegu.

Í bókinni Íslenskar lækningajurtir eftir Arnbjörgu Lindu Jóhannsdóttur grasalækni segir svo um notkun morgunfrúar: „Morgunfrú er góð við bólgu og særindum í meltingarfærum, eitlum og vessakerfi. Blómin eru notuð fyrir og eftir uppskurð á krabbameinsæxlum til að ...

Lífræn ræktun matjurta! Frá og með næsta hausti býður Garðyrkjuskóli Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi upp á nám í lífrænni ræktun matjurta. Með þessu vill skólinn koma til móts við sívaxandi áhuga almennings á lífrænt ræktuðum afurðum. Maður spyr sig reyndar hvað veldur því að þessi deild er ekki fyrir löngu komin á námsframboðslista skólans en það er annað ...

Birkielixír til yngingar (eftir 35 ára aldurinn)

Innihald:
Birkilauf*, safinn úr 20 sítrónum, hrásykur.
Hlutföll: 1,5 kg. birkilauf.
Safinn úr 20 sítrónum.
3,5 kg. hrásykur.

Nýttir plöntuhlutar: Ný lauf og óskemmd.
Tími söfnunar: Að vori.

  1. dagur: Soðnu vatni hellt yfir birkilaufin í stórum potti og látið liggja yfir nótt. Vatnið á að fljóta vel yfir laufin.
  2. dagur: Birkilaufin ...

Kjöraðstaða til að geyma ferskvörur er í ísskápnum við 0-4 °C. Kælingin eykur geymsluþol ferskafurða um nokkra daga upp í nokkrar vikur allt eftir fæðuflokkum. Kæling stöðvar ekki örveruvöxt né ensímvirkni en hægir á þeim tímabundið. Á kælivörum er geymsluþol annað hvort sýnt með dagsetningu (best fyrir) eða sagt hve lengi varan er fersk eftir opnun umbúða.

Skilda er að ...

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um íþróttasvæði og leiksvæði í náttúrunni.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Svæði sem bjóða upp á leiki og ævintýralegar áskoranir í náttúrunni. Háloftasveiflur, hellaskoðun, ísklifur og annað tilheyra þessum flokki.

Sjá nánar um íþróttasvæði og leiksvæði í náttúrunni hér á Græna kortinu undir flokknum „Íþróttasvæði / Leiksvæði í náttúrunni".

Grafík: Myndtákn ...

10. apríl 2014

Þú þarft ekki bara „niðurbrjótanleg“ þvottaefni, þú þarft „engin“ þvottaefni. Undarboltinn þvær án allra sápuefna! Þetta hljómar of vel til að vera satt en er satt.

Nú höfum við fjölskyldan verið að nota Undraboltann í 3 mánuði. Ég vildi bíða með að fjalla um boltann áður en að persónuleg reynslusaga lægi fyrir. Í raun er þetta ótrúlegt og því er ...

Fjölmennt var á aðalfundi Landverndar laugardaginn 5. apríl sl. og var mikill baráttuandi í fundarmönnum.

Fundurinn ályktaði um fjögur mál: gjaldtöku af ferðamönnum (náttúrupassa), loftslagsmál, áskorun á verkefnisstjórn rammaáætlunar um að taka ekki fyrir svæði í núverandi verndarflokki í nýrri rammaáætlun, og um aukið, marvisst samstarf og mögulega sameiningu frjálsra félagasamtaka á sviði náttúru- og umhverfisverndar.

Fram kom á fundinum ...

Eins og allir vita eru sebrahestar með svartar og hvítar rendur. En af hverju?  Af hverju eru þeir t.d. ekki fjólubláir og appelsínugulir?

Svarið er einfaldara en sýnist í fyrstu. Þau dýr sem aðallega veiða sebrahesta eru ljón. Sebrahestar eru meira að segja uppáhaldsfæða ljónanna. En eins og öll kattardýr sjá ljónin heiminn í svörtu og hvítu. Þannig eru ...

Okkur sem höfum litla garða hættir kannski til að geyma fræ of lengi. Nytsemd er góð en við verðum líka
að hafa í huga að eyða ekki tíma og kostnaði í að reyna að rækta upp af gömlum fræjum og verða óánægð
ef árangurinn er slæmur. Við erum líka misnatin við að geyma fræin vel.

Lífslíkur fræja eru mismunandi. Flest ...

Kort þetta er birt með fyrirvara um réttar upplýsingar og er aðeins ætlað til glöggvunar en ekki ferða. Náttúran er ehf. tekur enga ábyrgð á skaða sem hlotist gæti af tæknilegum orsökum eða röngum upplýsingum. Skrásetningar byggja á upplýsingum frá upprunaaðilum s.s. endurvinnslufyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum sem hafa með úrvinnslumál í landinu að gera.

Tilgangur Endurvinnslukortsins er að fræða almenning um endurvinnslu og gefa eins fullkomið yfirlit og mögulegt er yfir hvar á landinu sé tekið við hverjum endurvinnsluflokki. Í raun er nú engin afsökun lengur til fyrir því að flokka ekki sorpið sitt og koma því til endurvinnslu.

Staðreyndin er sú, að það sem áður var skilgreint sem úrgangur eða sorp er í ...

Niðurstöður skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPPC) sem birt var í Yokohama í Japan í dag leiða í ljós að áhrif hlýnunar jarðar sé geigvænleg og birtast þau í ýmsum myndum nú þegar s.s. með ofurstormum og flóðum, bráðnun jökla, þurrkum, vatnsskorti og skógareldum, ógnun búsvæða manna og dýra og breytingum á lífríkinu. Allar þessar breytingar hafa aftur áhrif á ...

Samstarfsyfirlýsing

Náttúran.is og Vistbyggðarráð hafa gert með sér samkomulag um miðlun, fræðslu og framsetningu upplýsinga um aðgengi að vistvottuðum byggingavörum hérlendis m.a. í gegnum vefsíðuna natturan.is ásamt því að hafa samstarf um undirbúning og greiningu markaðar fyrir vistvænar byggingavörur. Samkomulagið gildir frá árinu 2013 til ársins 2016.

Ferðamálastofa veitir árlega umhverfisverðlaun til ferðaþjónustufyrirtækja eða einstaklinga í ferðaþjónustu sem þótt hafa skara framúr á sviði umhverfismála. Verðlaunin eru veitt árlega. Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar hlaut umhverfisverðlaun Ferðamálastofu í ár en þau voru afhent á ráðstefnunni Sjálfbærni sem sóknarfæri? á Hótel Natura í dag. Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar  er sérstaklega vel að verðlaununum komið en fyrirtækið hefur um árabil ...

Vous trouverz sur ce site un grand nombre d'informations sur les thèmes d'environnement et d'écologie en grande majorité en anglais, mais aussi en allemand et italien. Les informations concernant la Carte Verte d'Islande ont été traduits en francais, ce qui vous permettra de ne pas oublier lors de votre séjour les sites naturels ou les activités ...

Nýlega hóf Ríkissjónvarpið útsendingar á matreiðsluþættiinum Eldað með Ebbu.

Ebba Guðný Guðmundsóttir er tvegga barna móðir, grunnskólakennari, þáttagerðarkona, bókaútgefandi og sjálflærð í næringarfræðunum, sem hefur haldið hollri matargerð að landanum á undanförunum árum.

Ebba gaf út bókina „Hvað á ég að gefa litla barninu mínu að borða?“ fyrir nokkrum árum en bókin kom einnig út á ensku undir titlinum What ...

Seint haustið 2012 hvarf lífræna mjólkin úr hillum verslana. Skoðun leiddi í ljós að af fjórum bændum sem sendu á markað lifrænt vottaða mjólk, hafði einn misst vottunina. Þar af leiðandi var forgangsmál að afgreiða mjólkina til Bióbús sem hefur verið með framleiðslu á mjólkurvörum, þannig að rekstur fyrirtækisins væri tryggður. Sá bóndi sem missti vottunina ákvað svo af persónulegum ...

Hegri í Varmá

Þessi hegri gerði sig heimakominn í Varmánni rétt fyrir ofan Heilstustofnun NLFÍ um daginn. Þarna er eitthvað af silung og skordýrum enda áin volg eins og nafnið bendir til. Hegrinn hefur ekki sést á þessum stað síðan. Kannski orðið undir veðrinu sem gekk yfir, hrakinn burt af heimafuglum eða fundið betri stað. 

Engu að síður er gaman að sjá sjaldséða ...

Lærðu að þekkja plönturnar, íslenskt nafn, latneskt nafn, blómskipun, lauf, vaxtarlag, vaxtarstað og blómgunartíma. Aðeins ef þú þekkir jurt verðurðu þess umkomin að finna hana út í náttúrunni, eða gróðrarstöðinni, og veist hvort þig langar að hafa hana í garðinum.

Þetta er auðveldasti hluti garðyrkjunnar, eins konar „hægindastólsgarðyrkja“. Allar skyndamlegar ákvarðanir sem þú tekur um nánasta umhverfi þitt verða að ...

Þann 29 mars 2014 slökkvum við ljósin klukkan 20:30 í klukkutíma til að vekja athygli á orkusparnaði, umhverfismálum og velferð jarðar.

Reykjavík tekur þátt í Earthhour viðamiklum viðburði á heimsvísu þar sem borgarbúar draga úr lýsingu í eina klukkustund. Yfir 150 lönd taka þátt víðs vegar um heiminn.

Jarðarstundin er eitt fjölmennasta samstillta einstaklingsframtak í umhverfismálum í heiminum í ...

Námskeið verður haldið á vegum Lífrænu akademíunnar í Reykjavík þriðjudaginn 15. apríl 2014 um lífræna aðlögun, framleiðslureglur, leiðbeiningar, eftirlit og vottun, aðlögunarstuðning, vinnslu og markaðssetningu lífrænna afurða. Kjörið tækifæri fyrir bændur og aðra sem hyggjast hefja lífræna ræktun og afla sér þekkingar.

Skráning: ord@bondi.is og tun@tun.is eða í síma 563 0300 og 511 1330.
Þátttökugjald: Kr ...

Í dag standa Sameinuðu þjóðirnar fyrir alþjóðlegum degi vatnsins en vatn er ein mikilvægast auðlind veraldar. Án vatns er hvorki hægt að rækta jurtir né brynna skepnum. Án vatns er ekkert líf. í ár er dagurinn kenndru við vatn og orku.

Stór hluti íbúa Jarðar líða vatnskort á hverjum degi. Við íslendingar erum svo heppnir að þekkja ekki vatnsskort af ...

Þjórsá byljar fram um foss,
fegurð heims um dali,
enginn á sér fegurra land,
né máttugri fjallasali.

Rauðleit leika roðaský
um rökkursins morgunhimna,
orð mín geta ekki lýst,
því sem ég innst í hjarta skynja.

Drottinn, fögur eru verkin þín,
fagur fjallanna hringur.
Sól rís í suðaustri við Þríhyrning
og Eyjafjallajökull syngur.

Höfundur: Ingibjörg Elsa Björnsdóttir

Ljósmynd: Urriðafoss. Ljósmyndari: Árni ...

Ferðamálastofa stendur fyrir málþingi um ávinning, hindranir og tækifæri í sjálfbærri ferðaþjónustu á Hótel Reykjavík Natura þ. 27. mars nk. kl: 12:30-17:00.

Dagskrá:

12:30    Skráning og afhending gagna.

13:00    Setning. Elías Gíslason, settur ferðamálastjóri.

13:10    Ávarp. Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála.

13:20    Sustainability – long term engagement at national, local and tour operator level. Ingunn ...

HönnunarMars stendur fyrir dyrum. Margar áhugaverðar sýningar og viðburðir verða í boði á HönnunarMars í ár. Nokkrar sýninganna hafa vistvæna hönnun sem aðalþema. Ein af þeim er ShopShow.

ShopShow er sýning á norrænni samtímahönnun sem hefur verið sett upp á Norðurlöndunum. Þar er vakin athygli á samspili framleiðslu og neyslu og lögð áhersla á rekjanleika vörunnar. Sýningin sem er nú ...

Góður rómur var gerður að fyrirlestri Pálma Einarsson iðnhönnuðar, sem hann hélt á Lífrænum degi í Ráðhúsi Reykjavíkur 2013. Hann kynnti þar framtíðarsýn sem gengur undir heitinu Edengarðar Íslands. Hugmyndir hans hafa þróast í að verða eftirtektarvert verkefni sem hefur nú ratað í fjölmiðla.

Hugmyndir hans um uppbyggingu samfélags og sjálfbæra framleiðslu lífsnauðsynja fellur vel að hugmyndafræði vistræktar.

Niturbindandi plöntur eru mikilvægar garðinum því þær draga til sín mikilvæg næringarefni sem síðan er hægt að færa plöntum sem þurfa á þeim að halda. Þegar skoðaðir eru ætigarðar, sem byggja á vistræktarviðmiðum, eiga niturbindandi plöntur sér ávallt fastan sess.

Tvö niturbindandi tré eru sjáanleg í íslenskum görðum.

Ölur (Alnus) er eitt þeirra. Taldar eru um 30 tegundir elris og ...

Á miðnætti í kvöld rennur út frestur til að senda inn umsagnir vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í Þjórsá (sjá grein)

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, B.Sc. M.Sc. umhverfisfræðingur á Selfossi hefur skrifað vandaða umsögn en í niðurstöðu hennar segir svo:

Niðurstaða um umhverfisáhrif Hvammsvirkjunar og rökstuðningur af hverju ekki skal setja Hvammsvirkjun í nýtingarflokk

Hvammsvirkjun ...

  • Basilika
  • Blaðlaukur / púrra
  • Garðablóðberg / thimian
  • Majoram
  • Rauðkál
  • Rósakál
  • Stikksellerí

Forræktun tekur um 7 til 9 vikur.

Byggt á upplýsingum Vilmundar Hansen í grein í Bændablaðinu þ. 6. mars 2014.

Á Sáðalmanakinu hér á vefnum getur þú séð hvaða dagar á tímabilinu mars-apríl eru hagstæðastir til sáningar.

Ljósmynd: Nokkurra vikna gamlar káljurtir, sem búið er að prikkla í eigin potta, þar ...

Náttúruverndarsamtök Íslands hafa gefið út veggspjald með yfirskriftinni „Dynkur, fossinn sem ekki má hverfa - Verndum Þjórsárver og fossa Þjórsár“. Veggspjaldinu er ætlað að hvetja almenning til að standa vörð um Dynk og hálendi Íslands.

Friðlýsing í uppnámi:
Þjórsárver voru fyrst lýst friðland árið 1981 og friðlýsingin var endurskoðuð árið 1987. Haustið 2013 var búið að ganga frá nýrri verndaráætlun fyrir ...

á blaðamannafundi í Hörpu þar sem tilynnt var um afhendinguna

Grímur Atlason stjórnandi tónleikanna Stopp - gætum garðsins talar á blaðamannafundi þar sem styrkveitingar til Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands voru kynntar. Auk hans má sjá Andra Snæ Magnason rithöfund, Björk Guðmundsdóttur söngkonu og tónskáld, Darren Aronofsky leikstjóra m.a. myndarinnar um Nóa sem frumsýnd  var í samhengi við tónleikana, Patty Smith söngkonu, Árna Finnsson formann Náttúruverndasamtaka Íslands og Guðmund Inga  Guðbrandsson ...

Ég fékk í pósti athyglisverðan fræðslubækling sem Sólheimar gaf út. Geri ég ráð fyrir að það hafi verið í framhaldi af vistræktarnámskeiði Grahams Bell í Sólheimum árið 1998 og er því einn af fyrstu textum um fræðin á íslensku. Bæklinginn tók Eva G. Þorvaldsdóttir saman, og útskýrir ágætlega meginhugmyndir vistræktar.

Dýfið tveim bómullarhnoðrum í kamilluseyði og leggið á lokuð augun og leyfið að vera á í 15 mínútur. Augun róast og svartir skuggar og rendur minnka.

Ljósmynd: Kamilla. Guðrún A. Tryggvadóttir.

15. mars 2014

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um reiðhjólaathvörf.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Góður staður til að kaupa, fá lánuð eða leigja hjól og önnur farartæki knúin mannafli. Félög og staðir þar sem hægt er að fá upplýsingar um öryggismál og kynningarstarf tengt hjólreiðum.

Sjá nánar um reiðhjólaathvörf hér á Græna kortinu undir flokknum „Reiðhjólaathvarf".

Grafík ...

Quella che avete il piacere di visitare è la nuova versione del sito Nature.is, un network eco-consapevole i cui obiettivi sono la comunicazione ambientale e l’incoraggiamento ad adottare uno stile di vita sostenibile tramite scelte quotidiane responsabili e consapevoli, rispettose dell’ambiente.

Il sito originario in islandese, messo in rete per la prima volta nel 2007, è stato ...

Grænvarpið er mynd- og hljóðvarp Náttúran.is. Grænvarpið flytur vandaðar umfjallanir um samfélags-, ferða- og umhverfismál líðandi stundar, bæði efni úr eigin framleiðslu og aðsent efni.

Sérstök áherslu er lögð á viðtöl við fólk sem er að gera spennandi og uppbyggilega hluti í samfélaginu.

Í þættinum „Með náttúrunni“ í Grænvarpinuer lögð sérstök áherslu á persónuleg viðtöl við fólkið sem stendur ...

Það er hægt að hafa ofnæmi fyrir ótrúlegustu hlutum. Eitt af því sem hægt er að hafa ofnæmi fyrir er efni sem kallast í daglegu tali Thiuram mix eða Thiuram blanda. Efnið er notað til að hraða myndun fjölliða við framleiðslu á gúmmí, og er það í næstum öllum hlutum sem innihalda gúmmí.  Það er því ekki svo auðvelt að ...

Alþjóðlegi baráttudagur kvenna er haldinn hátíðlegur í dag undir kjörorðinu „Inspiring Change“. Víða um heim fagna konur deginum og minna á mikilvægi jafnréttis kynjanna og stöðu kvenna í hinum ýmsu menningarheimum. Sjá nánar um hátíðahöld dagsins um víða veröld á Internationalwomensday.org.

Baráttufundur verður haldinn í Iðnó í dag kl. 14:00.

Fram koma:

  • Brynhildur Heiðar og Ómarsdóttir
  • Johanna Van ...

Færeyjar eru bestu eyjarnar fyrir ferðamenn að heimsækja, samkvæmt úttekt bandaríska ferðatímaritsins National Geographic Traveler. Ísland deilir fimmta sæti á listanum með Mackinac-eyju í Michigan í Bandaríkjunum og Kangaroo-eyju í Ástralíu.

Um Ísland er sagt að álver og virkjanir séu ókostir við Ísland. Orðrétt segir m.a.; Dramatic landscapes, unique culture, and high environmental awareness, but “new smelters and hydro-electric ...

Norðurlandaráð auglýsir nú eftir tilnefningum til náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2014.

Í ár verða verðlaunin veitt í 20. sinn. Verðlaunin nema 350 þúsund danskra króna.

Einu sinni hefur íslenskt fyrirtæki hlotið verðlaunin en það var Marorka sem fékk verðlaunin árið 2008 fyrir nýsköpun á sviði orkusparnaðartækni (Sjá grein). Á sl. ári fékk Selina Juul verðlaunin en hún hefur um árabil ...

Þann 28. febrúar sl. fékk SORPA vottun skv. ISO 14001 umhverfisstjórnunarstaðlinum á þremur starfsstöðvum, móttöku- og flokkunarstöð, urðunarstað og skrifstofu. Innleiðing á öðrum starfsstöðvum er hafin.

ISO 14001 staðallinn nær yfir stefnumótun, markmiðasetningu, framkvæmd og eftirlit allra umhverfisþátta SORPU og byggir á sama grunni og ISO 9001 gæðastjórnunarstaðallinn sem fyrirtækið fékk vottun samkvæmt árið 2011. Staðallinn gerir kröfu um að ...


Við lífræna ræktun er mikilvægt að byrja rétt og nota lífrænt vottuð fræ. Víða er til afmarkað úrval af lífrænum fræjum en það virðist vera mismunandi milli ára hvort innkaupaðilar hafi áhuga á að kaupa inn lífræn fræ eða ekki.

 Til þess að teljast „lílfræn“ verða umbúðirnar að bera lífænt (Organic) vottunarmerki. Þau geta verið frá ýmsum löndum og þar ...

Sáðalmanak Náttúrunnar er sett þannig fram að þú sérð á tímalínu hvaða tímabil hentar best til að sá til eða gróðursetja hina sex flokka; ávexti, blóm, blöð, rót, tré og ýmislegt. Einnig hvenær óhagstætt er að sá eða gróðursetja. Þú getur valið um að sjá einn dag, viku eða mánuð í senn. Með smelli á reitina sérð þú nákvæmar tímasetningar ...

Vistræktarsíðu Náttúrunnar er ætlað að vera samansafn fróðleiks um vistrækt á íslensku. Hér verður deilt áhugaverðum upplýsingum sem nýst getur iðkendum, ræktendum og áhugamönnum um hugmyndafræðina.

Efni síðunnar er í sífelldri mótun og við tökum því fagnandi öllum efniviði sem lesendur geta útvegað okkur sem og ábendingum um betrumbætur á því efni sem þegar er til staðar.

Náttúran hefur frá upphafi starfrækt Náttúrumarkað, vefverslun með hugsjón en eitt af meginmarkmiðum Náttúrunnar er að veita neytendum samræmdar upplýsingar um umhverfisvænar og heilbrigðar vörur á óháðu markaðstorgi, þannig að þeir geti tekið upplýstar ákvarðanir byggðar á samanburði óvéfengjanlegra upplýsinga um vottanir, uppruna og tilurð vörunnar, hreinleika, samsetningu og förgun innihalds og umbúða.

Hér á nýjum vef Náttúrunnar munum við ...

Grasa-Gudda er guðmóðir Náttúran.is en fyrsta útgáfa vefsins, sem fór í loftið haustið 2005, hét einmitt grasagudda.is og fræddi um jurtir og var ennfremur fréttavefur um umhverfismál.

Tilgangur Grasa-Guddu þáttarins hér á vefnum er að seilast í viskubrunna fortíðar og nútíðar og fræða um villtu jurtirnar og hvernig þær geta fætt okkur og læknað. Fjöldi greina um villtar ...

Náttúran.is verður með kynningarbás á Mataramarkaði Búrsins í Hörpu helgina 1.-2. mars þar sem fjölmargir framleiðendur munu kynna og selja framleiðslu sína beint.

Kíkið við hjá okkur frá kl. 11:00 - 17:00 á laugardag eða sunnudag, fáið kynningu á nýja vefnum og takið með ykkur Grænt kort af Íslandi og höfuðborgarsvæðinu í prentútgáfu.

Hlökkum til að sjá ...

Náttúran.is býr yfir miklu úrvali af myndefni og textum um náttúru og umhverfi sem henta vel til kennslu á hinum ýmsu skólastigum. Við bjóðum upp á að útbúa sérsniðnar veggmyndir með því mynd- og textaefni sem óskað er eftir. Veggmyndirnar geta verið í þeim stærðum sem henta hverjum og einum. Við bjóðum ferðaþjónustuaðilum og öðrum áhugasömum að fá Græna ...

Vitna má í allar fréttir og greinar á Náttúran.is á öðrum miðlum eða nýta sér RSS fréttafóðrun en vinsamlegast getið uppruna með skýrum hætti og tengið inn á viðkomandi grein með tengli. Við aðstoðum gjarnan við að finna sértækt efni á vefnum og veitum frekari upplýsingar. Hafið samband við okkur á natturan@natturan.is.

Náttúran er ehf. á höfundarrétt ...

Það sem áður var skilgreint sem úrgangur eða rusl er í dag hráefni eða auðlind fyrir aðra framleiðslu. Úrgangur og rusl er ekkert annað en auðlind á villigötum. Næstum allt er hægt að endurnota eða endurvinna. Lykillinn er að flokka úrgang rétt til að það sé mögulegt. Röng flokkun getur gert að verkum að ómögulegt sé að endurvinna úrgang á ...

Ferskir ávextir eru oft grunsamlega fagrir. Það er ekki einungis að ljótu ávextirnir hafa verið flokkaðir burt, heldur hafa margir ávextir einnig verið úðaðir eða þvegnir með skordýraeitri til þess að þeir líti betur út. Lífrænir ávextir hafa hins vegar ekki verið þvegnir upp úr eiturefnum, ekki hafa verið notuð fyrirbyggjandi lyf og varnarefni og einungis er notaður lífrænn áburður ...

Heimilið er eitt það dýrmætasta sem við eigum. Þar eigum við skjól fyrir veðri og vindum hversdagsins. Þar fáum við hvíld og endurnærum líkama og sál. Með því að stjórna umhverfismálum heimilisins náum við einnig stjórn á umhverfismálum heimsins. Ef hver og einn hugsaði af kostgæfni um heimili sitt og nánasta umhverfi myndi margt fara á betri veg. Húsið er ...

Börnin okkar verðskulda það besta og hreinasta sem völ er á. Framleiðsla vörutegunda eins og vefnaðarvöru, leikfanga, húsgagna og matvöru er oft uppspretta alvarlegra umhverfisáhrifa þó að sum framleiðsla sé sem betur fer umverfisvænni en önnur. En hvernig vitum við hvaða framleiðandi er ábyrgur og hvaða vara er betri og heilbrigðari en önnur? Viðurkenndar vottanir hjálpa okkur til að vita ...

Korn er uppistaða brauðmetis og hreinleiki kornsins er því það sem mestu máli skiptir varðandi brauðmat. Sætt brauð, kökur og kex hafa aftur á móti oft sykur og fitu sem aðaluppistöðuefni. Brauðmatur úr lífrænu korni er almennt umhverfisvænna en annað brauð, sérstaklega ef kornið er ekki flutt um langan veg. Mikil mengun vegna flutninga getur vegið upp á móti öllum ...

Bækur eru yndislegt verkfæri, hvort heldur sem er til afþreyingar, til að skilja heiminn sem við lifum í eða menntunar. Menningar- og menntunarstig þjóða er oft metið í leskunnáttu og bókarlestri. Íslendingar eru menningarþjóð sem leggur mikið upp úr lestri og kaupir mikið af bókum sem eftir lestur verða því miður fangar bókahilla í ár eða áratugi. Hvernig væri að ...

Fair Trade deildin

Fair Trade eða sanngirnisvottun er oft nefnt réttlætismerki enda byggist hugmyndafræðin á því að sanngirni og virðing sé viðhöfð í viðskiptum. Sanngirnisvottun er nokkurs konar viðskiptasamband framleiðanda, innflytjanda, verslana og neytenda, sem er opið, gagnkvæmt og með virðingu fyrir öllum hlutaðeigandi.
Sanngirnisvottun er staðfesting á því að varan er unnin á siðferðislega sanngjarnan hátt, án skaðlegra áhrifa fyrir starfsmenn og ...

Nú er hart í ári hjá smáfuglum sem komst ekki að sverðinum til að tína skordýr og fræ. Þá er gott að gefa þeim í gogginn.

Í verslunum er oftast hægt að kaupa sérstakt fuglafóður og einfalt að dreyfa því þar sem fuglarnir ná til. Ekki er gott að dreyfa fóðri á nýfallna mjöll þar sem það hverfur bara í ...

19. febrúar 2014

Fatnaður er okkur mannfólkinu nauðsynlegur og stendur okkur næst i orðsins fyllstu merkingu. Húðin snertir efnið og því er mikilvægt að íhuga hvað við berum næst okkur. Mörg litarefni og framleiðsluferli fela í sér að efnið er meðhöndlað með sýruböðum, og eiturefnum af ýmsum gerðum, sumum jafnvel skaðlegum heilsunni. Eins er framleiðslan sjálf oft uppspretta alvarlegra umhverfisáhrifa og heilsutaps fólks ...

Þegar verslað er hér á Náttúrumarkaði fer pöntunin alltaf í pakka sem er sendur með Íslandspósti samdægurs eða næsta dag eftir því á hvaða tíma dagsins þú pantar. Pöntunin fer af stað samdægurs sé pantað fyrir kl. 12:00 á hádegi og er þá að jafnaði komin á leiðarenda daginn eftir. Þú getur einnig sent pakkann til annarra, sem gjöf ...

Ferskt lífrænt grænmeti er án efa besta grænmeti sem hægt er að fá. Ekki er verra ef það er íslenskt. Lífrænt grænmeti er ræktað á þann hátt sem styður við vistkerfi og viðheldur heilbrigði jarðarinnar. Grænmeti er einnig ein aðaluppistaðan í mörgum unnum matvörum og því tilefni til að lesa vandlega á umbúðirnar. Hér í deildinni eru nákvæmar upplýsingar um ...

Heilsuvörur eru vörur sem stuðla að bættri heilsu á einhvern hátt. Í dag er nokkuð erfitt að skilgreina hvað flokkast undir heilsuvörur og hvað ekki, því úrvalið er gríðarlegt og hugtakið heilsa svo víðfemt. Það sem fyrir einn er hollt er kannski óheppilegt fyrir annan svo það er erfitt að alhæfa í því sambandi. Til að mynda eru þarfir ófrískra ...

Það hefur verið margsannað í rannsóknum að það að eiga gæludýr eykur lífsgæði og lengir lífið. Gönguferð með hundinum er góð líkamsrækt í hvernig veðri sem er. Gæludýrahald er mannvænt en sem slíkt er það ekki talið umhverfisvænt. Það borgar sig að gefa gæludýrinu góðan mat sem er ekki búinn til úr úrgangi heldur hollu hráefni, helst lífrænu. Mikil gróska ...

Vistvænar hreinlætisvörur eru til í miklu úrvali og margar þeirra umhverfisvottaðar. Oft er hægt að sleppa hreingerningarefnum við þrif ef notaðir eru örtrefjaklútar og náttúruleg efni eins og edik eða salt. Ofnotkun hreinsiefna er mikil og dýrkeypt fyrir umhverfið. Efnin hverfa ekki þegar þau eru komin í skolpleiðslurnar heldur enda þau í hafinu. Efnin eru áfram virk og geta skaðað ...

Kaffi, te og krydd eru þurrkaðar afurðir ýmissa jurta. Líkt og með lifandi plöntur gildir að ræktun sé sem hreinust og náttúrulegust til að tryggja gæði. Einnig ráðast gæðin af því hvernig þurrkun, geymsla og pökkun á sér stað. Lífræn vottun eða umhverfisvottun snýst um allt ferlið frá framleiðslu til pökkunar og tryggir að hvergi hafa verið notuð skaðleg efni ...

Landsbankinn 2012 og 2015
Uppbyggingarsjóður Suðurlands 2015
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - 2006, 2009, 2010, 2011, 2012, 2013 og 2014
Sorpa 2012, 2014 og 2016
Úrvinnslusjóður
2012 og 2014
Mennta- og menningarmálaráðuneytið
- 2009, 2011, 2013 og 2014
Alþingi Íslendinga - 2008, 2009, 2010 og 2011
Norræni menningarsjóðurinn- 2010
Landsvirkjun - 2010 og 2011
Reykjavíkurborg - 2009, 2010, 2011, 2012 og 2013
Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar - 2009 ...

Að borða lítið af kjöti er eitt það umhverfisvænsta sem hægt er að gera. Það þarf mikið magn vatns, heys, korns og ekki síst lands til þess að framleiða hvert kíló af kjöti. Íslenskt kjöt er þó betra en flest annað kjöt í Evrópu að þessu leyti. Íslenska fjallalambið gengur um frjálst úti í guðsgrænni náttúrunni og er því umhverfisvænt ...

Náttúruleg leikföng eru þau leikföng oft kölluð sem framleidd eru úr náttúrulegum efnum. Oft eru náttúrulegu efnin þó sjálf mettuð aukaefnum og máluð eða lökkuð með óvistvænum efnum sem ekki eru sérstakleg heilsusamleg og jafnveg skaðleg. Góð leikföng þurfa ekki alltaf að vera úr hreinum náttúrlegum efnum þó að þau geti verið það. Gerviefni geta verið jákvæð út frá umhverfissjónarmiðum ...

Green Map® System er alþjóðlegt flokkunarkerfi til að auðvelda þér að taka þátt í því að skapa sjálfbært samfélag. Þú finnur grænni fyrirtæki, vörur, og þjónustu sem og menningarstarfsemi og náttúrufyrirbæri alls staðar á landinu. Athugið að sumir flokkar taka einnig til varhugaverðra fyrirbæra og svæða.

NÝTT! Grænt kort – Suður, sérstök app-útgáfa um Suðurland.

Lífrænar vörur eru þær vörur kallaðar sem bera vottun sem standast reglugerð Evrópusambandsins um lífræna framleiðslu og viðurkennd er af IFOAM, alheims-regnhlífarsamtökum um lífrænan landbúnað. 750 samtök frá 108 löndum eru aðilar að IFOAM. Vottunarmerkin bera ýmis nöfn sem getur verið erfitt að átta sig á. Þess vegna eru viðurkenndar vottanir alltaf skýrðar sérstaklega hér á vefnum og tengjast hverri ...

Í matvörudeildinni finnur þú allar mat og drykkjarvörur eða allt vöruúrval Náttúrumarkaðarins sem er ætlað til manneldis. Hér í deildinni leitumst við við að setja fram sem nákvæmastar upplýsingar og birta innihalds, framleiðslu- og vottunarupplýsingar á sem nákvæmastan hátt. Regla er að allar upplýsingar sem er að finna á umbúðunum séu hér vel læsilegar. Það á við bæði um samsetningu ...

Hildur Hákonardóttir, lista- og búkona með meiru, hefur starfað sem ráðgjafi og greinarhöfundur frá stofnun Náttúrunnar.

Greinar úr bókum Hildar „Ætigarðinum“ og „Blálandsdrottningunni“ birtast hér á vefnum reglulega auk þess sem Hildur hefur verið með í ráðum við þróun liða s.s. Eldhúsgarðsins sem er sameiginlegt hugarfóstur þeirra Guðrúnar Tryggvadóttur og Hildar. Reynsla Hildar af uppeldi plantna og annarra lífvera ...

Chiara Ferrari Melillo

Landfræðingur, umhverfisleiðbeinandi,
sérfræðingur í stjórn þjóðgarða

2013: Verkefnisstjóri hjá Náttúran.is

Nám

2012 Università degli Studi di Teramo, Teramo, Italy - Sustainable business creation in protected areas. Environmental governance and planning tools. Legislation and management of Protected Areas. Socio-economic development in protected areas. Eco- tourism, environmental education, improvement of natural resources. Thesis: "Thematic trails: development and management tools ...


Guðrún Hulda Pálsdóttir

2014: Greinarhöfundur á Vistræktarsíðu Náttúrunnar

Nám

2005-2008. Háskóli Ísland. B.A. próf úr almennri bókmenntafræði og ritlist við Hugvísindadeild.
2000-2004. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti. Stúdentspróf af viðskiptasviði og verslunarpróf.

Námskeið

2013 Aðlögun að lifrænum búskap - fyrstu skrefin. Lífræna akademían - Bændasamtök Íslands, Verndun og ræktun (VOR) og Vottunarstofan Tún.
2013 Vistræktar hönnun (Permaculture design), Íslenska permaculture félagið - Penny Livingston-Stark ...

Hún er sprottin úr viðjum frumskógarins. Birtingarmynd hinnar síbreytilegu en traustu náttúru. Bill Mollisson var skógfræðingur sem rannsakaði lífkerfi skógarins í tugi ára áður en hann setti fram kenningar um vistrækt. 

Vistræktarhugmyndinni verða ekki gerð góð skil með nokkrum setningum. Um er að ræða hugmyndakerfi sem teygir anga sína um víðan völl. Lífshættir, samfélag manna og dýra, umhverfið og flæði ...

Framleiðsla á einföldustu raftækjum hefur gríðarlega neikvæð umhverfisáhrif. Þess vegna keppast framleiðendur víða um heim nú um að sýna lit og minnka umhverfisáhrif framleiðslu sinnar. En ekki taka allir þátt í því og bíða þangað til að fyrirskipanir berast t.d. frá ESB sem þvinga þá til að minnka umhverfisáhrifin. Við getum tekið þátt í því að „umhverfisvæni verði markaðsforskot ...

Það sem áður var skilgreint sem úrgangur eða rusl er í dag hráefni eða auðlind fyrir aðra framleiðslu. Úrgangur og rusl er ekkert annað en auðlind á villigötum. Næstum allt er hægt að endurnota eða endurvinna. Lykillinn er að flokka úrgang rétt til að það sé mögulegt. Röng flokkun getur gert að verkum að ómögulegt sé að endurvinna úrgang á ...

Fiskur er holl uppspretta próteins og vítamína. Hann inniheldur einnig Omega-3 fitusýrur sem eru fyrirbyggjandi gegn mörgum sjúkdómum.

Nokkrir aðilar hafa þróað staðla og vottunarkerfi fyrir sjálfbæra nýtingu sjávarfangs. Umfangsmest þeirra er Marine Stewardship Council (MSC), en einnig hafa Friends of the SeaFriends of the Sea, KRAV í Svíþjóð, Naturland í Þýskalandi og stjórnvöld nokkurra ríkja þróað slík kerfi ...

Vistrækt er heildrænt hönnunarkerfi sem líkir eftir náttúrunni með það að markmiði að skapa sjálfbært samfélag. Í því felst m.a. matvælaframleiðsla sem vinnur með náttúrulegu umhverfi. Vistrækt hefur að leiðarljósi sjálfbæra, umhverfisvæna landnotkun, uppbyggingu jarðvegs og stöðugra samfélaga manna, plantna og dýra.

Ein af megináherslum vistræktar er tengsl milli einstakra þátta og staðsetningu þeirra innan kerfis með það fyrir ...

Snyrtivörur varða daglega umhirðu líkama okkar. Margar snyrtivörur höfða mest til skjótfenginna fegurðaráhrifa en taka lítið tillit til áhrifa á heilsu notandans eða umhverfisáhrifa til lengri tíma. Til eru lífrænt vottaðar snyrtivörur, umhverfisvottaðar og siðgæðisvottaðar. Snyrtivörur geta innihaldið bæði tilbúin og náttúruleg efni. Stundum koma náttúrulegu efnin beint úr jurtum, en oft er búið að einangra þau til að fá ...

Plöntur eru ýmist villtar eða framleiddar, þ.e. komið á legg með sáningu fræja eða gróðursetningu t.a.m. stiklinga. Þær jurtir sem eru á boðstólum hérlendis eru ýmist fluttar inn eða framleiddar hérlendis. Eftirlit með innflutningi fræja, lifandi jurta, afskorinna blóma og áburðar er á höndum Matvælastofnunar. Hlutverk stofnunarinnar er að hindra að sjúkdómar eða meindýr sem berist til ...

Náttúran.is hefur hannað og látið framleiða allar vörur Náttúrubúðarinnar. Hér finnur þú Svansmerktu Náttúruspilin, lífrænt- og kolefnisvottaða stuttermaboli og taupoka merkta Náttúrunni.is sem og græn kort og veggmyndir í ýmsum stærðum og gerðum. Athugið að einnig er hægt að sérpanta veggmyndir með ákveðnum skilaboðum t.d. til notkunar í skólastarfi og einnig er hægt að panta stærri upplög ...

Eins og í sælgæti er ógrynni af litarefnum í ís og frostpinnum.  Sum þessara litarefna eru unnin úr hráolíu eða kolatjöru.  Brilljant blátt FCF (E-133) t.d. er að finna í ís. Efnið var lengi bannað í sumum löndum Evrópu en hefur nú verið leyft vegna reglna innan ESB. Efnið er unnið úr kolatjöru og það getur framkallað ...

Það hefur færst í vöxt að fisk- og kjötvörur séu ekki hrein afurð, jafnvel þó að aðeins sé um niðurskurð og pökkun að ræða. Kjúklingalæri og ýsuflök pökkuð í frauð og plast eru oft sprautuð með vatni, salti og sykri auk bragðaukandi efna.

Unnu fisk- og kjötafurðirnar eru þó enn varasamari hvað þetta varðar. Nítröt og nítrít (natríum og kalíumsölt ...

Steinunn Harðardóttir

Þáttastjórn Með náttúrunni

Steinunn Harðardóttir gekk til liðs við Náttúruna og stjórnaði þáttaröðinni „Með náttúrunni“ í Grænvarpinu á árunum 2014-2015, Grænvarpið er þjónustuliður þar sem áherslan er á vandaðar umfjallanir sem snerta samfélags-, ferða- og umhverfismál líðandi stundar. Grænvarpið leggur ekki síst áherslu á viðtöl við fólk sem er að gera spennandi og uppbyggilega hluti í samfélaginu.

Um ...

Börnin okkar verðskulda það besta og hreinasta sem völ er á. Líkami barna er mun minni en okkar fullorðnu, og börnin þola því minna af hættulegum efnum þar sem áhrif slíkra efna eru oft minni eftir því sem líkamsþyngd er meiri.

Í sælgæti er ógrynni af litarefnum. Sum þessara litarefna eru unnin úr hráolíu eða kolatjöru. Brilljant blátt FCF (E-133 ...

Ísland er land sem þarf að flytja inn megnið af ávöxtum sem hér eru á markaði, en mjög gott íslenskt grænmeti er hins vegar ræktað innanlands. Ávextir og grænmeti sem eru ekki með skýrt upprunavottorð eru oft grunsamlega fallegir. Oft er askorbínsýra (E300) og sítrónusýra (E330) notaðar til að varðveita lit og ferskleika grænmetis og ávaxta einkum þegar flytja þarf ...

Flest ilmvötn í dag eru unnin úr jarðolíu, og til er í dæminu að eitt ilmvatnsglas sé samsull úr um 500 mismunandi efnum. Yfirleitt stendur bara ilmefni á umbúðunum, og ekki kemur fram að þau eru unnin úr jarðolíu eða kolatjöru. Í snyrtivörum geta verið hvimleið aukefni eins og E-240 - formaldehýð sem er þekktur krabbameinsvaldur. E-218 Metýl paraben og önnur ...

Ný útgáfa Græna kortsins yfir Ísland birtist nú hér á vefnum á fimm tungumálum, íslensku og ensku eins og í fyrri útgáfum og á þremur nýjum málum, þýsku, ítölsku og frönsku. Með því að auka við málaflóruna hefur Græna kortið nú möguleika á að ná til mun stærri hóps jarðarbúa en áður.

Þýsku þýðinguna vann Kathrin Schymura, ungur þroskaþjálfi sem ...

Náttúruteymið

Nú nýverðið stóðu Samtök avinnulífsins og Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, fyrir ráðstefnu um ábyrga starfshætti og sameiginlegan ávinning fyrirtækjanna og samfélagsins. Á dagskrá voru frásagnir fulltrúa 6 ólíkra fyrirtækja um hvernig samfélagsábyrgð birtist í störfum þeirra.

Það var sérlega góð mæting á þennan fund sem bendir til aukinns áhuga á málefninu en Ísland er mikill eftirbátur nágrannalandanna á þessu sviði ...

Starfsfólk og sjálfboðaliðar Náttúrunnar vinna nú að nýjum vef sem settur verður í loftið þ. 1. febrúar nk. Vefurinn verður einfaldur í útliti en stórbrotinn í allri virkni. Nýi vefurinn verður skalanlegur á spjaldtölvur og snjallsíma. Við vonumst til að með þessu framtaki takist okkur að sinna umhverfisfræðsluhlutverki okkar enn betur en áður.

Beðist er afsökunar á að ekki er ...

Sjónvarpið er hinn mesti tímaþjófur á heimilinu. Það eyðir líka einna mestri raforku.
Nýju flatskjáirnir eyða t.d. gífurlegri orku, miklu meiri en forverar þeirra túpuskjáirnir.

Nokkrar gerðir sjónvarpa eru á markaði í dag, en algengustu sjónvörpin eru Led-sjónvörp. Auk þess eru til NeoPlasma og Oled-sjónvörp. LCD og Plasma voru algengastir áður fyrr og eru enn til á markaði.

Orkunotkun ...

Vistvænar hreinlætisvörur eru til í miklu úrvali og margar þeirra umhverfisvottaðar. Oft er hægt að sleppa hreingerningarefnum við þrif ef notaðir eru örtrefjaklútar og náttúruleg efni eins og edik eða salt.

Ofnotkun hreinsiefna er mikil og dýrkeypt fyrir umhverfið. Efnin hverfa ekki þegar þau eru komin í skolpleiðslurnar heldur enda þau í hafinu. Efnin eru áfram virk og geta skaðað ...

Málning frá því að þú málaðir síðast, lakk fyrir bílinn, leysiefni og terpentína eru oft geymd lengi í bílskúrnum. Slík efni eru eldmatur og ættu að vera í lokuðum hirslum, helst í járnskápum. Uppgufun og öndun þessara efna getur legið í loftinu og eldur blossað upp ef opinn glóð er í nágrenninu. Best er að losa sig við málninguna ef ...

Rakst á þessa grein á netinu, á ensku reyndar, sem margir gætu haft gaman að. Oft heyrir maður sögur af lækningarmætti hins og þessa og hér er samantekt á þessum ágætu meðulum sem leynast í flestum elshússkápum. Það ætti ekki að skaða neinn að prófa þetta í hófi en rétt er samt að leita læknis ef um alvarleg veikindi er ...

 

Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor við Jarðvísindastofnun og Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun er meðhöfundur af athugasemd (Comment) sem birt var í vísindatímaritinu Nature í dag þ. 16. janúar. Hún ásamt stýrimeðlimum félagasamtakanna Alliance for Sustainability and Prosperity (ASAP - Samtök um sjálfbærni og velmegun – www.asap4all.org ) unnu með ríkisstjórn Buhtan í að þróa nýja framtíðarsýn fyrir heiminn sem ...

Hringið í Neyðarlínuna 112 ef slys ber að höndum.

Ef um minni skrámur eða veikindi er að ræða er góður sjúkrakassi eitt það allra nauðsynlegasta á heimilinu. Einnig er gott að hafa mikilvægustu símanúmer á ísskápshurðinni og á miða í sjúkrakassanum. Plástrar í ýmsum stærðum, sáraumbúðir, teygjubindi, verkjalyf og sótthreinsandi áburður er það allra nauðsynlegasta.

Það er staðreynd að flest ...

Nú er hart í ári fyrir smáfuglana okkar, víða djúpt að kroppa í gegnum snjóinn. Það er því mikilvægt að við hugsum til okkar litlu vina og gefum þeim lítið eitt af borði okkar, það munar um það. Það er auðvitað hægt að fara út í búð og kaupa poka af fuglafóðri en við gömlum eplum, ögn af fitu eða ...

Með vitundarvakningu og þátttöku almennra neytenda er hægt að nota markaðsöflin til þess að leysa mörg af þeim umhverfisverkefnum sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag, hvort sem þau eru staðbundin eða hnattræn. Þetta vill Náttúran er ehf. gera með því að vera:

  • fréttamiðill og veita neytendum óháðar upplýsingar um vörur og þjónustu sem tengjast náttúrunni, umhverfis-, félagslegum og/eða ...

Um árabil hefur SORPA gefið út einstaklega falleg og skemmtileg dagatöl.

Myndskreyting almanaks SORPU í ár er unnin af einstaklingum sem sækja þjónustu hjá Ási styrktarfélagi, nánar tiltekið í Lyngási, Bjarkarási, Lækjarási og Ási vinnustofu. Það er til marks um sköpunarkraft þeirra sem tóku þátt í verkefninu að verkin sem bárust voru mun fleiri en mánuðir ársins.

Hér til hliðar ...

Ímyndið ykkur framtíðina án plastpoka í öllum skápum og skúffum heimilisins þar sem litlu plastikpokahaldararnir inni í eldhússkápnum ná aldrei að halda utan um allan þann fjölda plastpoka sem læðast inn á heimilið úr búðinni.

Sú framtíð er ekki langt undan á Hawai þar sem öll fjögur byggðu sveitarfélög landsins hafa samþykkt plastpokabann í kjörbúðum en bannið mun taka gildi ...

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um sjónmenguð svæði.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Svæði sem orðin eru svo til ónothæf af völdum eiturefnaúrgangs eða annarrar slæmrar umhirðu ábyrgðarlauss iðnaðar og fólks.

Sjá nánar um sjónmenguð svæði hér á Græna kortinu undir flokknum „Sjónmengað svæði".

Grafík: Myndtákn Green Map® System flokksins „Sjónmengað svæði “.

09. janúar 2014

Myndlist er mikilvæg á hverju heimili ekki síður en tónlist og bækur. Hvort sem um verk virtra listamanna eða teikningu eftir börnin er að ræða, gildir að frágangur, upphenging og samspil við það sem fyrir er í rýminu gerir gæfumuninn. Það góða við „góða myndlist“ er að hún er vönduð, fer ekki úr tísku og er því ákaflega umhverfisvæn.

Um ...

Erfðabreytt matvæli eru í sjálfu sér ekki hluti af E-efna kerfinu. En rétt að hafa vaðið fyrir neðan sig í þeim efnum. Rannsóknir hafa að mestu verið framkvæmdar og kostaðar af framleiðendum og því verður að taka þeim með fyrirvara.

Óháðir aðilar hafa framkvæmt rannsóknir sem sumar hverjar benda til þess að erfðabreytt matvæli hafi slæm áhrif á meltingarkerfi tilraunadýra ...

Margir hafa tekið eftir því að algengar brauðtegundir eru farnar að endast æ lengur. Samt er það svo að brauð sem er nýbakað úr náttúrulegum hráefnum helst ekki lengi ferskt.

Ýmis efni eru notuð til að lengja geymslutímann. Kalsíum própríónat (E282) kemur þannig í veg fyrir að brauð og kökur mygli. Rannsóknir benda til þess að efnið geti skert athyglisgáfuna ...

Náttúran.is skoraði á söluaðila flugelda á landinu öllu fyrir áramótin 2007 (sjá áskorunina) að sýna ábyrgð og taka það upp hjá sér að upplýsa viðskiptavini sína um umhverfisáhrif er af flugeldum og blysum hljótast og hvetja til réttrar meðhöndlunar á því mikla magni úrgangs sem hlýst af sprengigleði landans. Því er skemmst frá að segja að margir dyggir stuðningsmenn ...

Það hlaut að koma að því; jólapappír, umbúðir, borðar, kassar, ruslið eftir aðfangadagskvöld er komið og allt þarf þetta að fara eitthvert, en hvert?

Það er óskaplega freistandi að troða bara öllu í stóra svarta plastpoka og troða ofan í tunnu...eða eitthvað. En ef allir gerðu það...þvílík sóun. Það er til betri leið, allavega fyrir umhverfið og hún ...

Mennirnir hafa frá fornu fari fórnað skepnu til guða sinna þegar mikið lá við. Valið besta sauðinn eða það dýr sem hendi var næst og í sumum tilvikum lagt mikið upp úr því að innbyrða það með viðhöfn á eftir. Jólasteikinni má líkja við fórn til guðs/guðanna fyrir endurkomu ljóssins. Staðreyndin er að við mennirnir höfum í raun lítið ...

Nú, í aðdraganda jóla og áramóta, á hátindi ársins, lítum við til baka og reynum að gera okkur grein fyrir hvað árið færði okkur, hvað við gerðum fyrir aðra og hvað við hefðum getað gert betur. Eins og Jörðin ferðast hring í kringum sólina á einu ári þá er hugmyndin um tíma einnig eins og hringur sem lokast og byrjar ...

Kertaljósið er í hefðbundnu jólahaldi okkar jólaljósið sjálft. Ljósið býr yfir djúpstæðri merkingu um jólaboðskapinn. Það býr yfir frumkraftinum; eldinum sem er táknrænn fyrir lífið sjálft, einkum hið innra líf. Það er ljósið innra með okkur; trúin, vonin og kærleikurinn.

Grafík: Kerti, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Með því að velja íslenskt jólatré leggur maður sitt af mörkum til umhirðu og ræktun skóga á Íslandi, einu skóglausasta landi Evrópu. Víðast hvar er jólatrjáahöggið liður í nauðsynlegri grisjun ungskóga. Það er því ekki gengið á auðlindina heldur vex hún og dafnar við grisjunina. Fyrir hvert fellt tré má svo reikna með að 30-40 ný tré verði gróðursett.

Skógræktarfélög ...

Grenitré er sígrænt og minnir á eilíft líf. Með því að skreyta það undirstrikum við gjafmildi jarðar og þá töfra sem náttúran býr yfir. Skrautið sem við setjum á tréð hefur allt ákveðna þýðingu fyrir sálina. Þríhyrningsform grenitrés vísar upp og er tákn elds. Það er einnig tákn föður, sonar og heilags anda.

Grafík: Skreytt jólatré, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.


Fjallagrös og hreindýramosi skorinInnihald:
Fjallagrös 1 hlutur
Hreindýramosi 1 hlutur
Hunang 2 hlutar
Engiferrót nokkrar sneiðar

Til gerðar þarf:
Ílát: Pottur, skál, glerkrukka
Verkfæri: Sleif, sigti, hnífur

Nýttir plöntuhlutar: Heil fjallagrös og hreindýramosi.

 

Fjallagrös og hreindýramosi sigtuð

Þurr fjallagrös og hreindýramosi eru mýkt upp í  heitu vatni. Vökvinn kreistur úr og tekinn frá og geymdur.
Hreindýramosinnn og fjallagrösin skorin smátt á skurðarbretti og blandað saman við ...

17. desember 2013

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um vottunaraðila.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Stofnanir og umboðsaðilar sem hafa sérfræðiþekkingu á umhverfisvottunum, hvort sem um er að ræða IFOAM staðla, ISO staðla, Svaninn,
Earth Check eða aðrar vottanir.

Sjá nánar um vottunaraðila hér á Græna kortinu undir flokknum „ Vottunaraðili".

Grafík: Myndtákn Green Map® System flokksins „Vottunaraðili“.

14. desember 2013

Kort sem ekki eru með aðskotahlutum s.s. málmfilmum eða gerviefnum má setja í venjulega pappírsendurvinnslu en kort með aðskotahlutum eru ekki endurvinnanleg. Það sama gildir um gjafapappír. Jólapappír er oft með mikið af málmum og er því óendurvinnanlegur. Flestan jólapappír má  setja í pappírsgáma. Sterk rauður jólapappír (meirihlutinn rauður) og mikið gylltur pappír er óvelkominn í pappírsgáminn og fer ...

Guðsmóðirin hefur mikið vægi í kaþólskri trú en ekki alveg að sama skapi í lúterskri trú. Móðirin gleymist oft eða er öllu heldur túlkuð í náttúrulögmálinu, samanber móður jörð.

Það að María skuli hafa átt barn sitt eingetið setur mennskum mæðrum stólinn fyrir dyrnar því samkvæmt því eiga þær börn sín í synd.  Hugsanlega er kominn tími til að íhuga ...

Í dag þ. 13. desember 2013 er síðasti dagur framlengingar frests til að senda inn athugasemdir við frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra til laga um brottfall laga um náttúruvernd, nr. 60/2013.

Mikil andstaða hefur verið við áform ráðherra um brottfall náttúruverndarlaga en í athugasemdum Náttúruverndarsamtaka Íslands segir m.a.:

Frumvarp það sem ráðherra hefur lagt fram um brottfall laga ...

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um grænar verslanir.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Grænar verslanir hafa þá meginstefnu að bjóða upp á afurðir úr héraði, lífrænt- og umhverfisvottaðar vörur. Stærri matvöruverslanir s.s. Bónus, Nettó, Samkaup, Hagkaup og Krónan bjóða auk þess upp á æ stærra vöruúrval í grænum deildum sínum.

Sjá nánar um grænar ...

12. desember 2013

Þriðja árið í röð heldur ljúfmetisverslunin Búrið sinn sístækkandi og gómgleðjandi jólamatarmarkað í Hörpu helgina 14. - 15 des. frá kl. 11:00 - 17:00.

Rúmlega fimmtíu framleiðendur og bændur frá öllum landsfjórðungum koma saman í Hörpunni til að selja og kynna vörur sínar og framleiðslu. Fjölbreytt úrval ljúfmetis hefur aldrei verið meira og hægt verður að krækja sér í eitthvað ...

Heitt bað orsakar móðu á baðspeglinum. En það er hægt að koma í veg fyrir móðu á baðspeglinum með því að láta nokkra sentimetra af köldu vatni leka í baðkarið áður en skrúfað er frá heita vatninu.

10. desember 2013

Soil Association (jarðvegs samtökin) hafa verið í þróun frá því um 1970. Byggt er bæði á reglugerðum Evrópusambandsins og breskum stöðlum um lífræn matvæli. Merkið gildir um allan heim og tryggir að um lífræna framleiðslu sé að ræða. Einnig er velferð dýra og dýravernd hluti af Soil Association vottuninni. Lífræna vottunarkerfi Vottunarstofunnar Túns er þróað í samræmi við staðla og ...

09. desember 2013

Elding hvalaskoðun hefur nú tryggt sér hina virtu gullvottun EarthCheck sem eru vottunarsamtök fyrir ferðaþjónustu. Þannig hefur Elding slegist í hóp með leiðandi fyrirtækjum á heimsvísu sem, á fimm ára tímabili eða lengur, hafa sýnt fram á einurð og sett sér háleit markmið í umhverfisstjórnun.

Til að öðlast vottun frá EarthCheck, þarf að gera grein fyrir umhverfisfótspori og fylgja alþjóðlega ...

Skítur inn og út:

Í gamansömum tón má segja að setning umhverfismarkmiða miðist við að mæla “skít inn og skít út”. Með því er átt að með því að mæla það sem við kaupum og hvað við látum frá okkur metum við sóun í fyrirtækinu. Því meiri sóun því meiri umhverfisspjöll og tengist það yfirleitt fjárhagslegum gildum einnig. Umhverfisviðmiðin fjalla ...

04. desember 2013

Orkuveita Reykjavíkur hefur á undanförnum árum selt upprunaábyrgðir á markað í Evrópu. Það er þó ekki svo að íslensk raforka sé nú flutt úr landi um rafstreng án þess að við höfum tekið eftir því heldur er málið þannig vaxið að með aukinni eftirspurn eftir „vottaðri endurnýjanlegri orku“ á meginlandinu hefur verið komið á kerfi sem að gerir raforkuframleiðendum eins ...

Vistvæn jól - er hugtak sem farið er að nota yfir það að taka örlítið meira tillit til umhverfisins og náttúrunnar þegar að jólaneyslan er annars vegar. Betra væri þó að tala um „minna vistspillandi jól“ því að nútíma jól og jólaundirbúningur getur ekki talist sérlega umhverfisvænn. Það er ekki ætlunin hér að umturna hefðum og ræna börnum gleði jólanna, þvert ...

Góð viðmið þurfa að uppfylla nokkur einföld skilyrði:

Eru mælanleg
Umhverfisskilyrði þurfa ekki nauðsynlega að vera töluleg en þau verða að vera mælanleg, þ.e að það þarf að vera ljóst hvenær markmiðinu er náð. Dæmi um mælanlegt markmið sem er ekki tölulegt er að allir starfsmenn eiga að hljóta 4 tíma grunnmenntunar í umhverfismálum á næstu 12 mánuðum. Þetta ...

02. desember 2013

Þrátt fyrir það að stundun íþrótta séu í allflestum tilfellum bæði holl fyrir líkama og sál okkar er ekki þar með sagt að íþróttaiðkun og íþróttaáhugi fólks geti ekki haft gríðarlega neikvæð óbein umhverfisáhrif.
Dæmi um slíkt eru t.a.m. stórir fótboltaleikir þar sem neysla hins almenna fótboltaaðdáenda eru gosdrykkir, bjór og skyndibitamatur af ýmsum tegundum. Þetta eru einkum ...

Ræktun á kaffibaunum, terunna og öðrum jurtum sem notaðar eru sem te þarf að vera sem hreinust og náttúrulegust til að tryggja gæði. Einnig ráðast gæðin af því hvernig brennsla, þurrkun, geymsla og pökkun á sér stað.

Lífræn vottun eða umhverfisvottun snýst um allt ferlið frá framleiðslu til pökkunar og tryggir að hvergi hafa verið notuð skaðleg efni og að ...

25. nóvember 2013

Þörf okkar fyrir táknmyndir jólanna kemur hvað skýrast í ljós við val á formum fyrir smákökur.

Við notum, hringi, stjörnur, hjörtu, engla.  Á kökurnar má líta eins og oblátur.

Ljósmynd: Piparkökubakstur, Guðrún Tryggvadóttir.

Náttúran.i vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem styrktu prentútgáfu Græna Íslandskortsins sem kom út haustið 2013. Án þeirra hefði kortið aldrei litið dagsins ljós. Við viljum þakka öllu því góða fólki, í eftirfarandi fyrirtækjum og stofnunum, sem tók ákvörðun um að Grænt kort® yfir Ísland væri mikilvægt tillegg til samfélagsins. Stuðningsaðilarnir eru:

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Áfengis- ...

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um fólkvanga.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Svæði sem njóta verndar samkvæmt beiðni hlutaðeigandi sveitarfélags og eru undir stjórn sveitarfélagsins. Fólkvangar eru fyrst og fremst ætlaðir til útivistar og eru opnir almenningi.
Flokkur V – skv. viðmiði IUCN.

Sjá nánar um fólkvanga hér á Græna kortinu undir flokknum „Fólkvangar"

Grafík: Myndtákn Green ...

23. nóvember 2013

Endurvinnsla sorps er ein mikilvægasa leiðin til að minnka ágang á gæði jarðar og ætti að vera sjálfsagður þáttur í hverju fyrirtæki og á hverju heimili. Um 1/7 hluti alls úrgangs fellur frá heimilum en 6/7 frá fyrirtækjum heimsins. Með endurvinnslu eykst meðvitund um hvað við sóum miklu og verðmæt efni komast aftur í umferð og hættuleg efni ...

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um endurvinnslu.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Helstu fyrirtæki og samlög sem taka á móti flokkuðum úrgangi. Einnig fagráð og sjóður sem hafa með endurvinnslumál að gera. Sjá fræðsluefni og nákvæma staðsetningu grenndargáma og gámastöðva á
Endurvinnslukortinu hér á vefnum eða náðu þér í Endurvinnslukorts-appið.

Sjá nánar um endurvinnslu hér ...

21. nóvember 2013

Margt athyglisvert kom fram á vinnustofu Vistbyggðaráðs og Nýsköpunarmiðstöðvar sem haldin var 20. nóvember 2013. Þar komu saman rúmlega 40 manns úr ýmsum sviðum byggingariðnaðarins og skyldum greinum. Markmiðið var að miðla upplýsingum um vistvænar bygginar og tengja þennan hóp betur innbyrðis. Umræður voru líflegar og greinilegt að áhugi er á sviði vistvænna bygginga og margt þróast til betri vegar ...

21. nóvember 2013

Bækur eru yndislegt verkfæri, hvort heldur sem er til afþreyingar, til að skilja heiminn sem við lifum í eða menntunar. Menningar- og menntunarstig þjóða er oft metið í leskunnáttu og bókarlestri. Við Íslendingar erum sem betur fer menningarþjóð sem leggur mikið upp úr lestri og kaupir mikið af bókum sem eftir lestur verða því miður fangar bókahilla í ár eða ...

Þegar gjöf er valin er ekki síst mikilvægt að hafa í huga að ákvörðun þín hefur alltaf bein áhrif á umhverfið. Ef gjöfin er flutt langt að og er framleidd úr PVC, áli eða öðrum efnum sem hafa óvéfengjanlega slæm áhrif á umhverfið, bæði við framleiðslu og eftir líftíma, þá ertu kannski ekki að gefa eins góða gjöf og þú ...

Umhverfisvæn ferðamennska hefur þróast mikið á undanförnum árum. Ágangur ferðamanna getur verið ákaflega umhverfisspillandi ef ekki er hugsað um hvernig best er tekið tillit til náttúrunnar. Þetta getur átt við hvað sem er því allt sem við gerum hefur einhver áhrif á veröldina í kringum okkur.

Af hverju að fara langt þegar þú getur notið góðs sumarfrís í næsta nágrenni ...

18. nóvember 2013

Vistvæn innkaup snúast um að velja þá vöru sem er síður skaðleg umhverfinu og heilsu manna samanborið við aðrar vörur sem uppfylla sömu þörf og samtímis bera sama eða lægri líftímakostnað.

Til þess að auðvelda innkaup á vörum og þjónustu sem eru síður skaðleg umhverfi og heilsu hefur Náttúran.is tekið saman 11 viðmið sem spanna veigamestu þættina. Viðmiðin eru ...

MAST hefur send út boð til hóps félaga og fyrirtækja um að Skráargatið, sænskt merki sem á að gefa til kynna að tiltekin vara sé „hollari“ en sambærilegar vörur á markaði, verði loks innleitt hér á landi, sem er ánægjulegt.

Minna ánægjulegt hefur þó verið að fylgjast með þessari erfiðu fæðingu og ekki síður furðulegt að Skráargatið hafi verið notað ...

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um eldfjöll.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Fjall sem er byggt upp af endurteknu hraunflæði. Ísland er eitt virkasta eldfjallasvæði Jarðar. Búast má við eldgosi á Íslandi hvenær sem er. Hér kortleggjum við helstu eldfjöll landsins.

Sjá virkar eldstöðvar á Íslandi hér á Græna kortinu undir flokknum „Eldfjall“.

Grafík: Myndtákn ...

10. nóvember 2013

Linda Ólafsdóttir myndskreytir hefur málað stórsnjalla mynd af tré þar sem árstíðirnar og þar með árið allt er sett fram á einu tré. Hugmyndin að myndinni vaknaði þegar að ung dóttir hennar var að reyna að átta sig á hve langt væri í afmælið sitt.

Þann 31 desember í fyrra spurði Lára dóttir mín hvað myndi ske á næsta ári ...

Mörg litarefni og framleiðsluferli vefnaðarvöru fela í sér að efnið er meðhöndlað með sýruböðum, og eiturefnum af ýmsum gerðum, sumum jafnvel skaðlegum heilsunni. Eins er framleiðslan sjálf oft uppspretta alvarlegra umhverfisáhrifa og heilsutaps fólks. Sum efni eru umhverfisvænni en önnur.

Bómull er eitt skaðlegasta hráefnið vegna mikillar eiturefnanotkunar við ræktun þess. Fyrir hvert kg. af bómull sem er ræktað þarf ...

Nú stendur Umhverfsiþing yfir í Hörpu. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðherra hélt inngangserindið sem fjallaði um innihald þingsins sem er „Verndun og nýting - framtíðarsýn og skipulag“. Í ræðu ráðherra kom m.a. fram að hann vildi taka af allan vafa um að áformuð stækkun friðlands Þjórsárvera fæli ekki í sér að virkjanaskostir væru innan þess. Aftur á móti gæti ...

Innbú okkar samanstendur af ýmsum efnum bæði úr jurta- og steinaríkin s.s. viði, málmum, gleri, trefjum úr plöntum, steinefnum og úr gerviefnum allskonar. Það eru aðallega þau sem að við þurfum að vera með augun opin gagnvart. Ekki aðeins getur útgufun ákveðinna efna verið heilsuspillandi heldur geta umhverfisáhrif verið geigvænleg.

Yfir 100.000 efni eru notuð í allskyns framleiðslu ...

Vörur sem merktar eru umhverfismerkingum hafa uppfyllt kröfur um gæði og takmörkun umhverfisáhrifa. Svanurinn, Evrópublómið o.fl. eru trygging neytenda fyrir gæðavöru, sem skaðar umhverfi og heilsu minna en aðrar sambærilegar vörur.

Tilgangur umhverfismerkinga er „að hjálpa neytendum að velja vörur sem hafa minni áhrif á umhverfi og heilsu en aðrar sambærilegar vörur“. Umhverfismerking einstakrar vöru eða þjónustu er staðfesting ...

05. nóvember 2013

Þvoðu andlitið með mildri hreinsimjók, setjið síðan þvottapoka í heitt vatn. Leggið þvottapokann síðan laust á andlitið í eina til tvær mínútur. Setjið síðan bómullarservíettu í volgt vatn með tveim til þremur teskeiðum af eplaediki. Leggið þetta á andlitið og setjið heita þvottapokann yfir klútinn á andlitinu. Látið vera á í 5 mínútur og skolið síðan af með heitu vatni ...

05. nóvember 2013

Sólblómafræ eru ein sú fullkomnasta fæða sem völ er á en ef þú leyfir þeim að spíra margfaldast næringargildi þeirra. Þau eru stútfull af próteinum og C vítamíni og fleiri efnasamböndumn og auðveldara er að melta spíruð fræ en óspíruð. Spírur af sólblómum henta vel t.d. í græna drykki, salöt og bara til að steita úr hnefa því þau ...

Grafíski hönnuðurinn Selina Juul, stofnandi samtakanna Stop Spild Af Mad sem vinnur gegn sóun matvæla með ýmsum aðferðum, hlaut Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs nú á dögunum.

Seelina er af rússensku bergi brotinn og blöskraði sóun matvæla en hún hafði upplifað skort á mat á æskuárum sínum í Rússlandi. Seelina starfar sem dálkahöfundur við Jyllands-Posten og sem ráðgjafi danska umhverfisráðuneytisins í ...

Sennilega eru hjólbarðarnir einn mikilvægasti hluti ökutækja, og sá hluti sem verður fyrir fjölbreyttasta álaginu. Hjólbarðar eru mikilvægir varðandi allt öryggi, góðir hjólbarðar geta forðað slysi á sama hátt og lélegir hjólbarðar geta orsakað slys. Hjólbarðar þurfa að uppfylla ýmsar kröfur sem oft eru mótsagnakenndar. Kröfurnar snúa að viðnámi, styrk og endingu en einnig að eldsneytiseyðslu og hávaða.

Almennt má ...

Hin gömlu íslensku mánaðaheiti eru þessi:

  1. þorri hefst föstudag í 13. viku vetrar (19. – 26. janúar)
  2. góa hefst sunnudag í 18. viku vetrar (18. – 25. febrúar)
  3. einmánuður hefst þriðjudag í 22. viku vetrar (20. – 26. mars)
  4. harpa hefst sumardaginn fyrsta, fimmtudag í 1. viku sumars (19. – 25. apríl)
  5. skerpla hefst laugardag í 5. viku sumars (19. – 25. maí)
  6. sólmánuður hefst ...

Hraunavinir skora á almenning að taka þátt í meðmælum með Gálgahrauni og gegn eyðileggingu þess. Í tilkynningu frá Hraunavinum segir „Nú er að duga eða drepast“ og „nú er ljóst að einn af þeim stöðum sem fer undir veginn er álfakletturinn Ófeigskirkja“.

Hraunavinir hvetja fólk til að mæta í orustuna fimmtudaginn 31. október kl. 12:30 og verja hraunið frekari ...

Hreinlætisvörur
Vistvænar hreinlætisvörur eru til í miklu úrvali og margar þeirra umhverfisvottaðar. Oft er hægt að sleppa hreingerningarefnum við þrif ef notaðir eru örtrefjaklútar og náttúruleg efni eins og edik eða salt. Ofnotkun hreinsiefna er mikil og dýrkeypt fyrir umhverfið. Efnin hverfa ekki þegar þau eru komin í skolpleiðslurnar heldur enda þau í hafinu. Efnin eru áfram virk og geta ...

Náttúran umfjallanirNáttúran.is byggir hugmyndafræði sína á samstarfi við alla sem eitthvað hafa fram að færi á sviði náttúru og umhverfis.

Náttúran.is vill auka sýnileika annarra en til þess að það geti orðið treystum við á að samvinnuviljinn sé fyrir hendi í báðar áttir. Sýnileiki og vöxtur Náttúran.is er grundvallaratriði svo vefurinn geti sinnt því ábyrgðarfulla hlutverki að gefa ...

Voffi er ein „persónan“ í merki Náttúrunnar og tákn fyrir leitarvélina hér á vefnum en hann þefar uppi og vísar þér á það sem þú ert að leita að hvort sem það er hugtak, fyrirtæki eða ákveðin vara. Prufaðu að slá inn það sem þú hefur áhuga á að finna í leitarreitinn hér til hægri á síðunni og smelltu á ...

Með orku er átt við tvennt, annars vegar hversu mikla orku viðkomandi vara þarf til daglegra nota og hins vegar hugsanlegs orkusparnaðar vörunnar.

Við val á raftækjum skiptir miklu hversu orkufrek þau eru. Flest heimilistæki eru orkumerkt evrópskum staðli á skalanum A til G. Orkumerkingin gefur til kynna hversu mikla orku tækið notar. A er lítil orkunotkun en G mikil ...

22. október 2013

Ef blettir eru á marmaraplötum eða mósaíkgólfi, má alls ekki þvo þá með sápu eða hreinsiefnum. Nuddið einfaldlega með sítrónusafa og þvoið af með vatni. Einnig er hægt að bæta svolitlu salti á sítrónubörkinn og nudda með honum.

20. október 2013

Fólk heldur að efni sem eru notuð í dag, t.d í sjampó, fötum, byggingarefni, leikföngum og öðru séu prófuð og viðurkennd af heilbrigðisyfirvöldum. Nær er að segja að þau séu ekki bönnuð því að það er ekki til nein lagasetning sem leggur það á herðar framleiðenda að athuga skaðsemi efna áður en þau eru notuð í vörum eða á ...

Grænkortakerfið Green Map System sem Náttúran.is er í náinni samvinnu við vann í gær til viðurkenningar fyrir verkefni sitt Climate Change Ride frá Human Impacts Institute.org en verðlaunin eru veitt fyrir skapandi loftslagsverkefni (Creative Climate Action Award).

The Human Impacts Institute's hlutverk er að styðja við verkefni sem stuðla að sjálfbærni.

Ljósmynd: Wendy Brawer stofnandi Green Map ...

Þurrvara er eins og nafnið bendir til þurr matvara úr öllum fæðuflokkum sem er þurrkuð sérstaklega til að geymast lengur. Þurrvara þolir ekki raka. Oft er þurrvara pökkuð í rakaþolna poka eða ílát en alls ekki alltaf. Því er nauðsynlegt að geyma þurrvöru á þurrum stað til að koma í veg fyrir að hún skemmist.

Sóun matvæla er gríðarlegt vandamál ...

Í sjálfbæru samfélagi er notað rafmagn sem framleitt er með endurnýjanlegum orkugjöfum eins og vatnsorku, vindorku og sólarorku. Ísland er ríkt af vatnsorku og jarðvarma og anna Íslendingar raforkuþörf sinni að 99,9% með þessum sjálfbæru innlendu orkugjöfum. Nýting á orku fallvatna hefur engin áhrif á afrennsli af landinu og því ekki hægt að ofnýta þessa orku. Vinnsla jarðhita er ...

Blómið er opinbert umhverfismerki Evrópubandalagsins.
Blómið er sambærilegt Svaninum hvað kröfur varðar. Blómið er nokkru yngra en Svanurinn og því er vöruúrvalið ekki jafnmikið en nokkuð sambærilegt. Vöruflokkar eru 28, en styrkur blómsins liggur að mestu í merkingu á tölvum, jarðvegsbæti, vefnaðarvörum, ljósaperum, málningu og skóm.
Umhverfisstofnun er rekstaraðili merkisins á Íslandi.

30. september 2013

Bækur vekja athygli barna mjög snemma. Fyrsta bókin getur verið myndaalbúm með myndum af mömmu, pabba og systkinunum eða harðspjaldabók með einföldum myndum af húsdýrunum. Þessar bækur geta verið tuggðar og plastbækur sognar. Plastmýkingarefni svokölluð þalöt eru vandamál í leikföngum, sérstaklega í mjúku plasti og eru talin sérstaklega skaðleg heilsu barna þar sem þau eru í mörgum tilfellum lík hormónum ...

Splunkunýtt Grænt kort / Green Map IS sem Náttúran.is stendur fyrir þróun og framleiðslu á verður frumsýnt og kynnt á Vísindavöku Rannís í Háskólabíói föstudaginn 27. september frá kl. 17:00 - 22:00.

Kynningin er á vegum Ferðamálafræði og landfræðideildar Háskóla Íslands og ber yfirskriftina Grænt Ísland - forsenda ferðaþjónustu.

Við munum dreifa Græna kortinu til gesta auk þess að sýna ...

Eftir 10. október nk. verða gráar og grænar tunnur sem innihalda pappír eða pappa ekki tæmdar í Reykjavík. Allur pappír og pappi á að fara í bláu tunnuna, sem Reykjavíkurborg hefur hvatt borgarbúa til að fá sér eða þá koma honum í bláa grenndargáma sem staðsettir eru út um allan bæ, eða í pappírsgámana á gámastöðvunum

Ef pappír finnst í ...

Helstu orkuefni í fæðu eru fita, alkóhól, prótein og kolvetni (í minnkandi röð eftir orkugildi). Algengasta gildi fyrir orku er kílókaloría (1000 kaloríur) sem samsvarar einni hitaeiningu. Fita gefur okkur 9 hitaeiningar (he) í hverju grammi, alkóhól 7 he og kolvetni og prótein 4 he hvort í einu grammi. Orkuþörf fólks er misjöfn og háð þáttum eins og aldri, kyni ...

Húsgögn og innbú okkar samanstendur af ýmsum efnum bæði úr jurta- og steinaríkin s.s. viði, málmum, gleri, trefjum úr plöntum, steinefnum og úr gerviefnum allskonar. Það eru aðallega þau sem að við þurfum að vera með augun opin gagnvart. Ekki aðeins getur útgufun ákveðinna efna verið heilsuspillandi heldur geta umhverfisáhrif verið geigvænleg. Yfir 100.000 efni eru notuð í ...

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um baráttusamtök umhverfisins.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Aðgerðasinnuð félög eða samtök sem vinna að verndun umhverfisins og bættu sambýli mannsins við náttúruna, ekki endilega bara í tæknilegum skilningi heldur líka siðferðislegum.

Sjá nánar um baráttusamtök umhverfisins hér á Græna kortinu undir flokknum „Baráttusamtök umhverfisins".

Grafík: Myndtákn Green Map® System flokksins ...

07. september 2013

Viðtal við Guðrún Tryggvadóttur stofnanda og framkvæmdastjóra Náttúran.is var að fara í loftið á Everydaystories.be en þar er sagt frá venjulegu fólki sem lifir óvenjulegu og framúrskarandi lífi. Ólöf Guðbjörg Söebech er stofnandi vefsins Everydaystories.be en hún kom ásamt kvikmyndatökumanni til Ísland í maí sl., sérstaklega til að taka upp viðtalið auk viðtals við Sóleyju Elíasdóttur. Verkefnið ...

02. september 2013

Fátt hefur mótað íslenska þjóð eins og náttúran. Íslendingar hafa aðlagað líf sitt samspili elds og ísa, dyntóttum veðurguðum og kröftugum sjávarföllum um leið og þeir hafa notið allt alltumlykjandi náttúrufegurðar og haft lísviðurværi sitt af ríkulegum gjöfum íslenskrar foldar.

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert og er undirbúningur fyrir dagskrána í ár hafinn. Einstaklingar, stofnanir ...

Green Seal (Græna innsiglið) er bandarískt umhverfismerki á vegum óháðra samtaka sem starfa í samvinnu við rannsóknarstofur og ráðgjafa víða um heim. Merkið á sér nokkuð langa sögu eða allt til 1989 en fyrstu vörurnar fengu Green Seal-vottun árið 1992. Fjölmargir vöruflokkar hafa fengið vottun svo sem; pappír, gluggar, hreinsiefni og málning.

Sjá vef samtakanna.

28. ágúst 2013

Bensín og dísel úr jarðolíu eru algengustu orkugjafarnir fyrir farartæki en það er mikilvægt að þróa betri tækni og finna nýja orkugjafa til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af völdum þessara orkugjafa. Almenningur og löggjafinn vilja sjá sparneytna, hagkvæma og mengunarlitla bíla en er það framkvæmanlegt og hvaða möguleikar eru í stöðunni?
Fljótvirkasta aðgerðin til að draga úr bensín og ...

Í 10. grein Reglugerðar um náttúruvernd frá 20.05.1973 segir:

Öllum er heimil berjatínsla á landsvæðum utan landareigna lögbýla.

Á óræktuðu landi er öllum heimilt að lesa villt ber til neyzlu á vettvangi. Óheimilt er að nota tæki við berjatínslu, ef uggvænt þykir að spjöll á góðri hljótist af notkun þeirra. Er Náttúruverndarráði rétt að banna notkun slíkra tiltekinna ...

Nú eru rannsakaðir margir möguleikar sem miða að því að minnka orkunotkun í samgöngum eða beina notkuninni í annan farveg en bensín og dísel. Í þessari grein eru skoðaðir nokkrir möguleikar sem er verið að vinna með.

Lífdísel er orkugjafi sem mikil áhersla er lögð á í dag. Lífdísel er framleitt úr jurtaolíu eða dýrafitu en einnig eru vonir bundnar ...

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Fjölmiðlaverðlaunum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er ætlað að hvetja til hverskyns umfjöllunar um íslenska náttúru, hvort heldur er í því skyni að vekja athygli á ...

Beitilyng [Calluna vulgaris]

Lýsing: Kræklóttur smárunni, getur orðið þriggja áratuga gamall. Blöðin eru smá og krossgagnstæð. Blómin lítil í löngum klösum, greinaendar oftast blómlausir. Vex í mólendi og á heiðum. Algengt nema á NV-landi og miðhálendi.

Árstími: Nýblómgað í ágúst.

Tínsla: Tekið með skærum eða klippum. Einungis nývaxnir sprotar.

Meðferð: Þurrkað, gjarnan í knippum.

Ljósmynd: Beitilyng, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Þú getur minnkað heimilissorpið þitt um 30-35% með því að jarðgera. Með því að jarðgera garðaúrgang og matarleifar má búa til dýrindis mold, svokallaða moltu, sem nota má sem áburð í garðinn. Umbreytingin úr úrgangi yfir í moltu tekur að vísu nokkra mánuði og jafnvel ár, allt eftir því hvaða aðferð er notuð, en fyrir þá sem hafa aðgang að ...

Wendy Brawer er hönnuður og frumkvöðull á bak við hið víðfræga greenmap. Hún er fædd 1953 í Detroit þar sem hún ólst upp. Í byrjun tíunda áratugarins flutti hún til New York þar sem hún hefur búið síðan. Wendy hefur síðan beitt sér fyrir fleiri öndunarholum, borgargarðyrkju, og sjálfbærni í þéttbýlinu á Lower East Side þar sem hún býr og ...

Náttúran.is fylgir kalli náttúrunnar og birtir stöðugt efni sem tengist hverri árstíð. Nú er berjatíminn genginn í garð og margt hægt að gera, nýta, njóta, frysta, sulta og gerja. Í Grasaskjóðuna er Náttúran að safna uppskriftum af ýmsum grasa- og gróðurráðum og uppskriftum. Gaman væri að fá uppskrift að sultu eða uppskrift af hverju sem er úr ríki náttúrunnar ...

Ber eru sannarlega björg í bú og margt annað hægt að gera úr þeim góðu ávöxtum en sultur þó að þær standi alltaf fyrir sínu. Hér eru nokkrar hugmyndir sem virka:

Frosin ber
Bláber (eða hvaða ber sem er) eru lögð í plastglas, vatni hellt yfir svo yfir fljóti. Lokað með plastfólíu og sett í frysti. Þannig geymast berin „fersk ...

Í bók Sigurveigar Káradóttur Sultur allt árið sem Salka gaf út fyrir síðustu jól eru gnægt spennandi uppskrifta. Sigurveig leyfði Náttúrunni að birta nokkrar uppskriftir úr bókinn og hér koma tvær bláberjasultuuppskriftir:

Bláberjasulta

300 g bláber
150 g hrásykur
3 cl koníak
2-3 msk vatn

Allt nema koníakið er sett í pott og látið sjóða í 10-15 mínútur eða þar ...

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um umhverfisvæna ferðaþjónustu.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Fyrirtæki eða stofnun sem kemur að ferðaþjónustu með einum eða öðrum hætti á grundvelli sjálfbærrar þróunar og leggur sig fram um að vinna á sem umhverfisvænstan hátt. Það getur verið með umhverfisvottanirnar Svaninn eða Earth Check, starfað undir stefnu Grænna farfuglaheimili eða ...

06. ágúst 2013

Guðrún Arndís Tryggvadóttir 37,54%
Einar Bergmundur Arnbjörnsson 25,52%
Lýsi hf. 10,25%
Tryggingamiðstöðin hf. 10,25%
Eignarhaldsfélag Suðurlands hf. 10,25%
Tvídrangi ehf. 1,95%
FSV ráðgjöf ehf. 1,14%
Birgir Þórðarson 0,86%
Bjarnheiður Jóhannsdóttir 0,86%
Prentsmiðjan Hjá GuðjónÓ ehf. 0,51%
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 0,43%
UMÍS - Environice ehf. 0,43%

Eldhúsgarðurinn er þáttur hér á vefnum sem snýst um að gera skipulag garðsins einfaldara og ánægjuna af ræktuninni þeim mun meiri, og gjöfulli uppskeru, vonandi.

Eldhúsgarðurinn er í raun fjórskiptur, en garðurinn er allur hugsaður út frá fermetrum þannig að hægt sé að rótera plöntutegundum á milli ára enda byggir garðurinn á lífrænni ræktun þar sem jarðvegurinn á að fá ...

Þungmálmar – hafa ekkert líffræðilegt gildi en mengandi áhrif á bæði heilsu og umhverfi.

Þungmálmar eins og kvikasilfur, kadmíum og blý verða að teljast alvarlegir út frá umhverfissjónarmiðum. Þeir geta verið mjög skaðlegir umhverfinu og heilsu manna jafnhliða því sem þeir eru frumefni sem ekki er hægt að eyða eða brjóta niður í náttúrunni.

Fjölmörg efnasambönd af blýi, kadmíum og kvikasilfri ...

Umhverfisvæn ferðamennska hefur þróast mikið á undanförnum árum. Ágangur ferðamanna getur verið ákaflega umhverfisspillandi ef ekki er hugsað um hvernig best er tekið tillit til náttúrunnar. Þetta getur átt við hvað sem er því allt sem við gerum hefur einhver áhrif á veröldina í kringum okkur.

Af hverju að fara langt þegar þú getur notið góðs sumarfrís í næsta nágrenni ...

Ætihvönn [Angelica archangelica]

Lýsing: Ætihvönnin er stórgerð og hávaxin, stundum mannhæðar há. Hún safnar næringu í rót nokkur ár áður en hún blómgast. Rætur eru stungnar undan jurtum sem ekki hafa blómgast enn. Algengust nálægt sjó, við læki, í hlíðarhvömmum inn til landsins og í gömlum kálgörðum. Geithvönn er svipuð ætihvönn tilsýndar, en algerlega óæt. Endasmáblað ætihvannar er þrískipt og ...

Tágamura (silfurmura) [Potentilla anserina]

Lýsing: Murutágarnar eru langir jarðlægir stönglar sem kjóta rótum með löngu millibili og vex upp af þeim blaðhvirfing. Blöðin stilksturr stakfjöðruð, silfurhærð á neðra borði eða báðum megin. Rósaætt. Vex í sendnum jarðvegi, oft efst í fjöru.

Árstími: Júlí-ágúst

Tínsla: Varast að rekja upp jarðlægan stöngulinn, eingöngu blöðin eru nýtt. Afbrigði af tágamuru eru misjafnlega silfurhærð ...

Heimurinn er allur á iði og stór hluti af okkar daglega amstri felst í að skjótast á milli staða. Og jafnvel þótt við myndum stoppa þá streyma vörurnar til okkur frá öllum heimsins hornum. Þessi flutningur á fólki og vörum er það sem við köllum samgöngur.  Eðli og uppbygging vestrænna hagkerfa byggir á greiðum og ódýrum samgöngum. Samgöngur fara fram ...

Heilsumatur.allthitt.is er lífrænt pöntunarfélag á netinu þ.e. þar er hægt að panta lífrænt ræktaðar matvörur í stærri einingum. Stefnumið fyrirtækisins er að lækka verð á lífrænum vörum almennt og stuðla þannig að bættri heilsu. Matvöruflokkarnir sem boðið er upp á til að byrja með eru: hnetur, fræ og þurkaðir ávextir, hunang o.fl. Allar vörur hjá heilsumatur ...

Hvað eru umhverfisviðmið?

Umhverfisviðmið eða markmið eru í eðli sínu ekkert frábrugðin fjárhagslegum markmiðum. Hlutverk beggja er að mæla árangur af starfssemi fyrirtækisins á mismunandi sviðum, þó svo að auðveldlega sé hægt að fullyrða að fjárhagleg og umhverfismarkmið séu hvert öðru háð. Það er þó einn grundvallarmunur á fjárhaglegum og umhverfislegum markmiðum. Hin fjárhagslegu hafa þróast í fjölda áratuga eða ...

Náttúruleg leikföng eru þau leikföng oft kölluð sem framleidd eru úr náttúrulegum efnum. Oft eru náttúrulegu efnin þó sjálf mettuð aukaefnum og máluð eða lökkuð með óvistvænum og jafnvel skaðlegum efnum. Plastmýkingarefni svokölluð þalöt eru talin sérstaklega skaðleg heilsu barna þar sem þau eru í mörgum tilfellum lík hormónum í líkamanum og hafa því hormónatruflandi áhrif. Eldhemjandi efni og blýmagn ...

Kúmen [Carum carvi]

Lýsing: Tvíær jurt með greinóttum stöngli og ljósgrænum tví- til þrífjaðurskiptum blöðum. Blöðin minna á baldursbrá, en bleðlarnir eru breiðari og ekki eins þráðlaga. Blómin hvít og mjög smá. Algeng sunnanlands, en aðeins á ræktuðu landi í öðrum landshlutum. Ólíklegt er að söfnun skili tekjum í samræmi við vinnu.

Árstími: Júlí-ágúst

Meðferð: Fræið er tekið þegar það ...

Á dögunum hittum við þær Þóru Þórisdóttur og Guðbjörgu Láru Sigurðardóttur sem reka Urta Islandica í Gömlu matarbúðinni að Austurgötu 47 í Hafnarfirði. Í búðinni var mikið um að vera og öll fjölskyldan að störfum við afgreiðslu, pökkun og útkeyrslu á vörum en vörurnar frá Urta Islandica eru nú til sölu út um allt land. Pakkningarnar eru einfaldar og hentar ...

GulmaðraGulmaðra [Galium verum]

Lýsing: Upprétt, 15-50 cm há, vex upp af rauðum skriðulum jarðstöngli, blöðin striklaga í kransi, blómin gul, smá og þétt. Ilmar. Aðallega á þurru valllendi um allt land.

Árstími: Tekin í fullum blóma í júní-ágúst.

Tínsla: Klippt eða slegin

Meðferð: Þurrkuð, gjarnan í knippum. Vill molna í þurrkun og því gott að hafa þéttan dúk undir. Notuð ...

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um fuglaskoðun.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Þjónustufyrirtæki sem standa fyrir skoðunarferðum á svæði þar sem hægt er að fylgjast með fuglum s.s. lundum, sjófuglum o.fl. fuglategundum í náttúrulegu umhverfi sínu. Þessi svæði geta verið viðkvæm varpsvæði eða kjörlendi, og því er brýnt að umgangast þau af varfærni ...

13. júlí 2013

Garðrækt hefur ekki langa sögu á Íslandi. Það var ekki fyrr en seint á 18. öld að farið var að gera tilraunir með kartöflurækt og ræktun annarra matjurta hér á landi. Hins vegar var því þannig háttað í Englandi og víða á meginlandi Evrópu fyrr á tímum, að enginn bóndi lét sér detta í hug að kaupa grænmeti, eða egg ...

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um andapolla.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi: Staður þar sem endur, gæsir, svanir og aðrir vatnafuglar safnast saman. Innan þéttbýlis eru þetta oft staðir þar sem sterk hefð er fyrir því að fóðra fuglana og njóta nærveru þeirra. Úti í náttúrunni geturðu einfaldlega notið þess að fylgjast með fuglunum í ...

11. júlí 2013

Holtasóley (rjúpnalauf) [Dryas octopetala]

Lýsing: Myndar flatar þúfur, stönglarnir trékenndir. Blöðin eru skinnkennd, sígræn, gljáandi, dökkgræn að ofan en silfurhvít og hærð að neðan. Blómin hvít, minna á sóley, en hafa 8 krónublöð. Algeng á melum og heiðum.

Árstími: Rjúpnalauf* má taka allt sumarið, best í júní-júlí.

Tínsla: Klippið einungis nýja greinaenda til að fyrirbyggja upprætingu þar sem jurtin vex ...

Landið er nú eitt blómahaf. Vegkantar eru víða sem skreyttir fyrir brúðkaup. Gulmurur, músareyru, blágresi, hofsóleyjar, fífur, fíflar, grös og blóðberg skarta sínu fegursta.

Myndin var tekin af blóðbergsskjóttum sandi við þjóðveginum milli Eyrarbakka og Þorlákshafnar. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Lokasjóður (peningagras) [Rhinanthus minor]

Lýsing: Lokasjóður er af grímublómaætt. Stöngullinn uppréttur með gagnstæðum stilklausum blöðum. Aldinn kringlótt, dökkbrún og gljáandi. Lokasjóður er að hluta til sníkjuplanta, rætur hans vaxa inn í rætur annarra jurta og draga næringu frá þeim. Vex aðallega í hálfröku valllendi.

Árstími: Júlí-ágúst

Tínsla: Skerist þegar fræið er fullþroskað og guli liturinn farinn af blóminu. Gæta ber ...

Hlutverk eldavéla er að hita mat. Sá hluti orkunnar, sem því miður er stór, sem ekki hitar matinn, hitar andrúmsloftið og það er orkusóun. Að lofta eldhús vegna hita er eitt einkenni þessarar orkusóunar. Því skal hafa eftirfarandi í huga þegar eldað er:

  • Setja skal lok á pottana til þess að hitinn gufi ekki upp. Bara þetta minnkar orkunotkunina um ...

Náttúran birtir nú sáðalmanak fyrir júlímánuð 2013. Guðfinnur Jakobsson lífrænn bóndi í Skaftholti tekur saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar.

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún fékkst við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum dýrahringsins.

1 ...

Af hverju að fara langt þegar þú getur notið góðs sumarfrís í næsta nágrenni. Alltof margir ferðast um hálfan hnöttinn en gleyma að ferðast um sitt eigið land. Útivera er ein skemmtilegasta leiðin til að halda sér og fjölskyldu sinni heilbrigðri og léttri í lund. Ferðalög þurfa ekki að vara lengi en það getur verið yndisleg upplifun fyrir fjölskylduna að ...

Hlaðkolla [túnbrá, gulkolla, gulbrá) [Chamomilla suaveolens]

Lýsing: Líkist baldursbrá, en hvítu blómin vantar í körfurnar. Vex sem slæðingur við híbýli og oft í miklu magni í gömlum kálgörðum.
Árstími: Tekin nýblómguð fyrri hluta júlí.

Tínsla: Efri helmingur jurtarinnar er klipptur eða skorinn.

Meðferð: Forðast hærra hitastig við þurrkun en 20-25°C. Jurtin er vökvamikil og því seiný urrkuð. Þurrkun tekur 7-10 ...

Gott skipulag auðveldar vinnuna við þvottinn til muna. Allir fjölskyldumeðlimir ættu að taka þátt í a.m.k. að ganga frá sínum eigin fötum. Það eykur ábyrgð og sjálfstraust barnsins að koma fötunum sínum í þvott og kunna að ganga frá þeim á rétta staði. Ef álagið er aðeins á einni manneskju getur það verið mjög íþyngjandi.

Best er að ...

KlóelftingKlóelfting [Equisetum arvense]

Lýsing: Gróstönglar eru ljósleitir eða svartir, blaðlausir og liðskiptir, svokallaðir skollafætur. Gróaxið situr efst. Þeir eru ekki nýttir. Grólausu stönglarnir verða 20-40 cm háir grænir með uppvísandi greinakrans á hverjum lið, greinarnar þrístrendar.

Algengt um allt land, vex víða í þéttbýli og því er ástæða til að minna á að forðast staði þar sem notað hefur verið ...

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um nytjamarkaði.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Nýtjamarkaður getur verið verslun með notaða hluti eða flóamarkaður sem tekur við gömlu dóti og selur áfram til góðgerðarstarfsemi eða markaður sem gefur fólki tækifæri á að selja notaða hluti í ágóðaskini.

Sjá nánar um nytjamarkaði hér á Græna kortinu undir flokknum „Nytjamarkaður".

Grafík ...

30. júní 2013

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um vísindalegar rannsóknir.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Rannsóknarsetur háskóla, stofnana sem og einkaaðila sem vinna að rannsóknum á sviði umhverfis og náttúru.

Sjá nánar um vísindalegar rannsóknir hér á Græna kortinu undir flokknum „Vísindalegar rannsóknir".

Grafík: Myndtákn Green Map® System flokksins „Vísindalegar rannsóknir“.

30. júní 2013

Vistplast er plasttegund sem framleidd er úr endurnýttum jurtaafgöngum. Vistplastið sem nú er á markaði er aðallega framleitt úr maíssterkju. Ein af jákvæðu hliðum þessarar framleiðslu, er að sumar vörurnar, en þó ekki allar, eru hannaðar sérstaklega til að brotna niður.

Niðurbrjótanlegir vistplastspokar geta bæði brotnað niður í lofttómi og þar sem súrefni getur leikið um þá. Venjulegir plasthlutir brotna ...

Bláberjalyng [Vaccinium uliginosum]

Lýsing: Sumargrænn smárunni, blöðin blágræn og egglaga. Algengt um allt land í kjarri, mólendi og mýrum.

Árstími: Maí-júní.

Tínsla: Yngstu sprotarnir takist með skærum eða stuttum hníf.

Meðferð: Þurrkað, gjarnan í knippum. Þolir þurrkun í sól.

Ljósmynd: Bláberjalyng, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Það sem áður var skilgreint sem úrgangur eða rusl er í dag hráefni eða auðlind fyrir aðra framleiðslu. Úrgangur og rusl er ekkert annað en auðlind á villigötum. Næstum allt er hægt að endurnota eða endurvinna. Lykillinn er að flokka úrgang rétt til að það sé mögulegt. Röng flokkun getur gert það að verkum að ómögulegt sé að endurvinna úrgang ...

Lyfjagras [Pinguicula vulgaris]

Lýsing: Blöðin safamikil og breiðast út fast niður við jörðina. Upp úr blaðhvilfingunni miðri vaxa 5-10 cm langir blaðlausir blómleggir og bera eitt lotið blóm efst. Jurtin nærist að hluta á skordýrum sem festast við blöðin. Vex í rökum jarðvegi um allt land.

Árstími: Fyrir blómgun í júní.

Tínsla: Jurtin skorin frá rótinni.

Meðferð: Þurrkun.

Ljósmynd: Lyfjagras ...

Til að losna við lykt úr þurrkara er ágætta að þrífa sigtið vel og ryksuga uppúr hólfinu. Þrífa síðan sigtið og hólfið ásamt tromlunni með klórblönduðu vatni. Láta hurðina standa opna og leyfa þurrkaranum að þorna eðlilega. Úða síðan edikblöndu á nokkur hanklæði og láta þau malla í þurrkaranum eina ferð. 

Klóriblandan má vera 1:20 og edikið hvítt ...

Guðfinnur Jakobsson bóndi í Skafholti hélt erindi á aðlafundi Samtaka lífrænna neytenda þ. 25. maí sl. Erindið fer hér á eftir:

Mykja og mold

Lífræn ræktun er jafngömul ræktunarsögu mannkynsins, því þegar menn hófu að rækta jurtir sér til fæðu og eða fóðurs fyrir búfé, þá áttu menn einungis völ á lífrænum, náttúrulegum áburðarefnum og það er fyrst á nítjándu ...

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um dýragarða á Íslandi.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Staðir þar sem heimsækja má dýr í umönnun manna. Dýrin geta verið upprunin annarstaðar. Þau geta verið verið af villtum uppruna, verið húsdýr eða fædd í garðinum. Oft eru sérstök svæði þar sem börn geta komist í snertingu við dýrin.

Sjá ...

26. júní 2013

Gæludýr eru mikilvægir fjölskyldumeðlimir í flestum fjölskyldum. Þau veita félagskap og huggun og öll börn hafa gott af að sjá um dýr. Ofnæmi fyrir ákveðnum dýrum er þó ekki óalgengt enda hefur ofnæmi fyrir ýmsum náttúrlulegum hlutum aukist til muna síðustu ár. Hugsanlega vegna þess hve við komumst í snertingu við mörg aukaefni og áreitið á ofnæmiskerfið er svo mikið ...

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um vistvænt eldsneyti og ökutæki.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Staðir sem selja vistvænt eldsneyti s.s. metan, biodísel, etanól eða vetni. Hægt að fá rafmagn á rafbíla eða skipta út rafhlöðum í þartilgerð ökutæki. Einnig staðir sem selja bifreiðar knúnar vistvænum orkugjöfum og/eða visthæfar bifreiðar með útblástursgildi undir ...

25. júní 2013

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um sagnfræðileg sérkenni.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Byggingar, stofnanir, minnismerki eða ómerkt sögufræg svæði sem hafa sérstaka merkingu fyrir menningu og sögu borgar jafnt sem þjóðar.

Sjá nánar um sagnfræðileg sérkenni hér á Græna kortinu undir flokknum „Sagnfræðileg sérkenni".

Grafík: Myndtákn Green Map® System flokksins „Sagnfræðileg sérkenni“.

24. júní 2013

Að hjóla er ekki aðeins holl íþrótt heldur ákaflega umhverfisvænn ferðamáti. Hægt er að gera flest á hjóli. Minni innkaup má bera í bakpoka eða í hliðartöskum á hjólinu. Einnig er hægt að tengja kerru við hjólið.

Það sama gildir um hjólið og bílinn þ.e. að það þurfi að vera gott og öruggt farartæki.

Hjólreiðar eru vítt svið og ...

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um bændamarkaði.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Markaðir með staðbundnar og oft lífrænt ræktaðar vörur. Geta verið með óhefðbundnari framleiðslu úr sveit eins og blóm, handverk, bakaðan mat, saft, ull eða jafnvel matreiðslubækur að hætti svæðisins.

Sjá nánar um bændamarkaði hér á Græna kortinu undir flokknum „Bændamarkaður".

Grafík: Myndtákn Green Map® ...

23. júní 2013

Stikla um kvikmynd sem leikarinn góðkunni Jeromy Irons hefur gert um sóðaskap og illa umgengni okkar um jörðina og sóun verðmæta.

Myndina er svo hægt að nálgast í heild á Vimeo gegn vægu gjaldi.

Það ótrúlega hefur gerst að sitjandi umhverfisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson hefur gefið út þá yfirlýsingu að hann muni ekki undirrita skilmála um aukna friðlýsingu Þjórsárvera eins og til stóð og boðskort og fréttatilkynningar höfðu verið sendar út um (sjá hér að neðan). Undirritunin átti að eiga sér stað í Árnesi í Skeiða- og Gnjúpverjahreppi dag kl 15:00 en unnið ...

Blágresi [Geranium sylvaticum]

Lýsing: Jurtin er fjölær vex upp af skriðulum jarðstöngli, 20-50 cm há. Blöðin eru stór handskipt, blómin oftast fjólublá. Finnst helst í skjóli við kjarr eða í hvömmum, lautum og snjódældum um allt land. Meðan jurtirnar eru óblómgaðar er hægt að villast á blágresi og sóley vegna handskiptu blaðanna. Flipar sóleyjarblaðanna skerðast dýpra og eru sepóttir en ...

Samkvæmt Almanaki Þjóðvinafélagsins eru sumarsólstöður nákvæmlega kl.05 :04 morguninn 21. júni. Þá er bara að gera sig tilbúin/nn til að fara út í guðsgræna náttúruna og baða sig í dögginni en hún á að vera svo heilnæm, að menn læknist af kláða og 18 öðrum óhreinindum í holdi við að velta sér í henni allsber. Og um leið ...

Brenninetla (stórnetla og smánetla) [Urtica dioica og Urtica urens]

Lýsing: Stöngullinn uppréttur, ferstrendur. Blöðin langydd, hvassagtennt. Blómhnoðun í greinóttum öxum, hangandi. Vex sem illgresi kringum bæi. Smánetlan er minni, vex í fjörum og görðum og hefur minni kringlóttari blöð.

Árstími: Best nýsprottin.

Tínsla: Skorin eða slegin með ljá. Nauðsynlegt að nota hanska.

Meðferð: Þessum tveimur tegundum verður að halda hvorri ...

Náttúran óskar öllum stelpum stórum og smáum til hamingju með daginn en dagurinn er helgaður kvenréttindabaráttu hér á landi. 19. júní í ár eru liðin 93 ár frá því að konur öðluðust kosningarétt og kjörgengi á við karla.

Baráttunni er þó að sjálfsögðu ekki lokið og raunar er ansi langt i land, ekki aðeins á launasviðinu heldur kannski sérstaklega inni ...

Sortulyng [Arctostaphylos uva-ursi]. Aldinin kallast lúsamulningar, og er vinsæl fæða og vetrarforði hagamúsa. Sortulyngið vex einkum í lyngmóum og skóglendi og er algengt í sumum landshlutum, en vantar annars staðar. Það er viðkvæmt fyrir vetrarbeit, og hefur trúlega horfið að ýmsum svæðum þar sem vetrarbeit var mikil. Í seinni tíð eftir að beit létti breiðist það nokkuð ört út aftur ...

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um almenningsgarða og afþreyingasvæði.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Almenningsgarðar sem bjóða upp á afslöppun og leik. Geta verið íþrótta leikvangar, hlaupa hringir eða leikvellir þar sem einnig má finna einhvern gróður, tjarnir, læki og þessháttar.

Sjá nánar um almenningsgarða og afþreyingasvæði hér á Græna kortinu undir flokknum „Almenningsgarður / Afþreyingasvæði".

Grafík ...

17. júní 2013

Sortulyng [Arctostaphylos uva-ursi]

Lýsing: Sígrænn jarðlægur runni með þykkum gljáandi blöðum. Blöðin eru öfugegglaga og heilrennd. Blómin fá saman á greinaendum. Algeng um allt land í kjarri og mólendi.

Árstími: Sortulyng er hægt að taka næstum allt árið er best að taka það yfir sumarmánuðina, júní-ágúst.

Tínsla: Klippið fremsta hluta nýrra greina með ungum blöðum.

Meðferð: Þarf langan tíma í ...

Aðalbláberjalyng [Vaccinium myrtillus]

Lýsing: Sumargrænn smárunni með ljósgrænum hvassstrendum greinum. Blöðin smásagtennt, ljósgræn, þunn og egglaga. Finnst aðallega á skjólgóðum stöðum í skóglendi, móum og hlíðarbollum þar sem snjóþyngst er. Síst á Suðurlandi.

Árstími: Júní

Tínsla: Takist með skærum eða stuttum hníf, einungis yngstu sprotar.

Meðferð: Þurrkað.

Ljósmynd: Aðalbláberjalyng, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Lúpínan stækkar nú ört og fjólublá blómin farar brátt að sjást og skreyta meli og móa vítt og breytt um landið.

Alaskalúpínan [Lupinus nootkatensis donn ex Simms] var flutt frá Alaska til Íslands árið 1945 af Hákoni Bjarnasyni. Þó er talið að hún hafi áður borist til Íslands, seint á 19. öldinni, þá notuð sem skrautjurt í garða. Lúpínan líkt ...

Aðalfundur Samtaka lífrænna neytenda var haldinn í Reykjavíkurakademíunni þ. 25. maí sl. en fyrir utan afgreiðslu hefðbundinna aðalfundarstarfa héldu nokkrir lykilaðilar tölu um lífræn málefni. Þeirra á meðal var Skúli Helgason fráfarandi alþingismaður og hvatamaður að Græna Hagkerfinu sem var samþykkt á þingi nú fyrr í ár. Greindi hann frá því að alls verða samtals fjórir milljarðar settir í verkefnið ...

Yfir tvöþúsund manns mættu á fund sem Landvernd boðaði til við Stjórnarráðið í dag þar sem ætlunin var að afhenda forsætisráðherra og umhverfisráðherra umsagnir um rammaáætlun sem almenningur, stofnanir, sveitarfélög, samtök og félög hafa sent Alþingi og ráðuneytum. Einnig var ætlunin að afhenda þeim áskorun um að draga til baka yfirlýsingar um að fleiri svæði verði færð í virkjanaflokk rammaáætlunar ...

Landvernd mun afhenda forsætisráðherra og umhverfisráðherra umsagnir um rammaáætlun sem almenningur, stofnanir, sveitarfélög, samtök og félög hafa sent Alþingi og ráðuneytum. Einnig verður þeim afhent áskorun um að draga til baka yfirlýsingar um að fleiri svæði verði færð í virkjanaflokk rammaáætlunar, þar á meðal svæði á hálendinu.

Afhendingin fer fram við Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg þriðjudaginn 28. maí kl. 17:15 ...

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um umhverfisvænar vörur.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Fyrirtæki sem bjóða upp á eða dreifa vörum sem hafa verið framleiddar í samræmi við Svaninn. Einnig fyrirtæki sem hafa uppruna og eða framleiðsluvottun frá Vottunarstofunni Tún.

Sjá nánar um umhverfisvænar vörur hér á Græna kortinu undir flokknum "Umhverfisvænar vörur".

Grafík: Myndtákn ...

Demeter-merktar vörur eru frá lífefldum (biodynamískum) landbúnaði og byggja á hugmyndafræði Rudolf Steiners. Í lífefldum landbúnaði er lögð er áhersla á heildrænar aðferðir og hringrás næringarefna í náttúrunni. Gerðar eru kröfur um að býli í lífefldum landbúnaði sé lífræn heild. Það felur m.a. í sér að að áburður til ræktunar komi frá dýrum á sama bæ. Reglurnar ná yfir ...

BIO merkið - Bio -Siegel-EG-Öko_VO-Deutschland, er opinbert lífrænt vottunarmerki Þýskalands. Bio-Siegel gildir fyrir lífrænan búskap og lífræna ræktun. Matvæli þurfa að innihalda a.m.k. 95% lífrænt ræktað hráfefni til að fá BIO-vottun. Vottunin er staðfest samkvæmt kröfum Evrópusambandsins og er þekkt og virt langt út fyrir landsteina Þýskalands.

Náttúran birtir nú fimmta sáðalmanak ársins 2013. Guðfinnur Jakobsson lífrænn bóndi í Skaftholti tekur saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar.

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún fékkst við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum dýrahringsins.

1 ...

Á Íslandi annast Vottunarstofan Tún eftirlit með lífrænni framleiðslu. Í lífrænni ræktun felst að varan hefur verið ræktuð með lífrænum aðferðum, án eiturefna, tilbúins áburðar, hormóna eða erfðabreyttra lífvera. Vottað er í samræmi við reglugerð Evrópusambandsins um lífræna landbúnaðarframleiðslu og reglur Túns um lífræna snyrtivöruframleiðslu og matreiðslu. Samkvæmt þeim er óheimilt að markaðssetja landbúnaðarvörur sem lífræntar nema þær hafi verið ...

Laugardaginn 25. maí nk. halda Samtök lífrænna neytenda aðalfund sinn í ReykjavíkurAkademíunni Hringbraut 121. Húsið opnar kl. 13:30 en dagskráin er sem hér segir:

  • 13:30 Húsið opnar
  • 14:00 Aðalfundarstörf
  • 14:30 Guðfinnur Jakobsson bóndi í Skaftholti heldur fyrirlestur um lífræna ræktun.
  • 15:00 Skúli Helgason fv. þingmaður fjallar um Græna hagkerfið.
  • 15:15 Hlé
  • 15:30 Afhending ...

Ég, eins og aðrir umhverfissinnar á Íslandi, velta nú vöngum yfir því hvernig næstu fjögur ár eigi eftir að líta út hjá okkur. Verðum við að efna til stórra meðmælagangna fyrir náttúruna með reglulegu millibili og jafnvel krefjast nýrrar ríkisstjórnar, eða verður náttúrunni kannski hlíft og allt verður gúddí. Þetta er alls ekki ljóst af því sem komið er fram ...

Nú á sér stað gífurleg vakning á meðal fólks um gönguferðir í náttúrunni og fjallgöngur. Enginn er maður með mönnum nema hann gangi á Hvannadalshnúk, þúsundir manna ganga Laugaveginn á ári hverju og á góðviðrisdögum er röðin af fólki upp á Kerhólakamb nánast samfelld frá bílastæðunum og upp á topp.

Þetta er auðvitað jákvæð þróun og stórkostlegt að fólk sé ...

Með svolítilli hagræðingu og snyrtimennsku er hægt að gera hina vistlegustu vinnuaðstöðu í bílskúrnum, þó að hann sé smár. Skúffur, hillur og snagar (naglar) til að hengja verkfæri á, t.d. með teiknuðum útlínum, einfalda mjög alla reglu á hlutunum. Þannig er gott að fylgjast með hvort að verkfæri vanti á sinn stað eða ekki.

Við kaup á verkfærum er ...

Fatasöfnun Rauða krossins í samstarfi við Eimskip fer fram á höfuðborgarsvæðinu helgina 25. - 26. maí. Gámum verður komið fyrir við allar sundlaugar ÍTR í Reykjavík, við sundstaði í Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ.

Á landsbyggðinni taka móttökustöðvar Eimskips Flytjanda við fatnaði. Einnig er hægt að setja föt í söfnunargáma deildanna.

Fatasöfnunarpokum verður dreift með Íslandspósti í öll heimili á landinu ...

Laugardaginn 25. maí kl. 11:00 - 13:00 verður líf og fjör í nytjajurtagarði Grasagarðs Reykjavíkur. Þá kynna garðyrkjufræðingar garðsins ræktun mat- og kryddjurta. Spurt og spjallað um sáningu, forræktun, útplöntun, umhirðu og annað sem viðkemur ræktuninni.

Heitt á könnunni og allir velkomnir!

Ljósmynd: Dill, Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birki [Betula pubescens]

Árstími: Fyrri hluti júní eða seinni hluta ágúst. Ef birkilauf er tínt á miðju sumri er mikil hætta á að skordýr slæðist með.

Tínsla: Takist 5-10 cm sproti fremst af greinum, nýlaufgað í júní eða ársproti seint í ágúst, notið trjáklippur. Tína ber frá skemmd lauf og möðkuð. Kvisturinn á að fylgja með blöðunum því í berkinum ...

Laugardaginn þ. 25. maí verða haldnar.m.k. 330 göngur í 41 löndum til að mótmælum ægivaldi Monsanto í heiminum.

Undirbúningsfundur fyrir göngu hér á landi verður haldinn í kaffihúsinu Stofunni við Ingólfstorg, þriðjudaginn 21. maí kl. 17:30.

Monsanto risinn er eins og flestir vita leiðandi í þróun erfðabreyttra fræja og svífst einskis til að auðgast. Monsanto komst á ...

Kartöflur [Solanum tuberosum].

Íslensku afbrigðin (yrkin) eru þrjú; rauðar íslenskar, gular íslenskar og bláar íslenskar.

Vaxtarrými: 33X33cm
Dýpt: Fer eftir yrki, 5-10 cm
Gróðursetning: Maí
Uppskera: Ágúst-september

Kartöflugrös eru viðkvæm og falla við fyrsta frost. Talið er þó að kartöflurnar sjálfar geti þroskast í moldinni í eina tíu daga eftir að grösin eru fallin svo það er engin ástæða til ...

Góðum degi á öllum árstímum er varla hægt að verja betur en með fjölskyldunni úti í náttúrunni.

Allt í kringum okkur eru óteljandi möguleikar til miserfiðra gönguferða sem allir ættu að ráða við.

Við sem erum með börn teljum okkur oft vera bundin af þeim þegar kemur að skemmtilegri útivist. Auðvitað eigum við ekki að nota þau sem afsökun fyrir ...

Að rækta garðinn sinn getur verið bæði einfalt og flókið en hugmyndin að Eldhúsgarðinum hér á Náttúran.is er að koma skipulagi á hugmyndina þannig að útfærslan verði sem allra einföldust og skemmtilegust. Þó að skipulagningin sem slík geti auðvitað orðið svolítið þrúgandi og virki stíf á stundum er það alveg örugglega einfaldari leið en að misreikna sig í garðinum ...

Blámi og tærleiki Þingvallavatns í hættu!

Nauðsyn nýrrar sýnar við Þingvallavatn!
Þessi var fyrirsögn bréfs míns til aðalfundar Náttúruverndarsamtaka Suðurlands í apríl 2008. Þar varaði ég við þeirri stefnu að gera Þingvallavatnssvæðið að þjóðbraut milli uppsveita Árnessýslu og Reykjavíkur. Meginefnið var þó nauðsyn þess að skoða Þingvallavatn allt, verndun þess og gildi fyrir almenning. Akstursleiðin frá Úlfljótsvatni til Heiðarbæjar er ...

Nú hafa á annað þúsund manns fundist látnir í rústum fataverksmiðjunnar sem hrundi í Dakka í Bangladess síðasta vetrardag. Þessi atburður hefur vakið mikla umræðu um aðstæður í verksmiðjum í Suðaustur-Asíu, þar sem fjöldi verkafólks framleiðir föt og annan varning fyrir Vesturlandabúa við afar slæm skilyrði. Ýmsar spurningar hafa komið upp í þessari umræðu, svo sem:

    Getur verið að ...

Túnfíflar [Taraxacum spp.]

Lýsing: Algengir um allt land, mest á láglendi, og afar auðþekktir. Blómin stórar gular körfur efst á víðum holum legg og hvirfing af fagurgrænum flipóttum blöðum í kring. Allur fífillinn er nýtanlegur til matar. Blöðin má nóta í salötm eða gera af þeim seyði, blómin má steikja eða gera af þeim vín. Hér verður aðeins fjallað um ...

Blámi og tærleiki Þingvallavatns í hættu!

Mýið og maðurinn
Í Jarðabók Árna og Páls frá upphafi 18. aldar er mýbitið nefnt sem skaðvaldur á jörðunum Úlfljótsvatni og Kaldárhöfða, fólk haldist ekki að verki og búpeningur tapi nyt og holdum. Helsta uppvaxtarsvæði bitmýs var í Efrafalli Sogsins frá Þingvallavatni til Úlfljótsvatns. Vegna mýbitsins höfðu Grafningsjarðir við sunnanvert Þingvallavatn gjarnan selsstöðu fyrir ...

Á tíunda áratug síðustu aldar lagði ríkisstjórn Íslands áherslu á að laða til landsins mengandi stóriðju með boðum um ódýra raforku. Gefinn var út auglýsingabæklingur í þessum tilgangi og bar hann yfirskriftina „Lowest energy prices!! In Europe for new contracts.“ Þar var orka fallvatna sett á u ...

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um umhverfissérfræðinga.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Sérfræðingar, þjónusta eða skrifstofur sem vinna að því að hjálpa bæði einstaklingum og samfélaginu í heild sinna við að móta umhverfisvænar stefnur og lífshætti. Geta verið ríkisrekin, frjáls félagasamtök, grasrótarsamtök, verkfræðistofur, umhverfisfræðingar og ráðgjafar á sviði umhverfisfræða og umhverfisfræðslu.

Sjá nánar um umhverfissérfræðinga ...

Þurrkarinn notar næstum því jafn mikla orku og ísskápurinn (en ísskápurinn eyðir að jafnaði mestri orku á heimilinu). Best er að nota þvottasnúruna til að þurrka en ef þú þarft að kaupa þurrkara hafðu þá í huga að hann noti sem minnsta orku.

Þurrkarar með barka blása hita og raka út um barkann en barkalausir þétta rakann í sérstök hólf ...

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um græn fyrirtæki.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Fyrirtæki sem hlotið hafa vottanir frá
Norræna Svaninum, EarthCheck, Marine Stewardship Council eða hafa vottun frá Vottunarstofunni Tún.

Sjá nánar um græn fyrirtæki hér á Græna kortinu undir flokknum „Grænt fyrirtæki".

Grafík: Myndtákn Green Map® System flokksins „Grænt fyrirtæki“.

Blámi og tærleiki Þingvallavatns í hættu!

Gróður í þjóðgarði – erlend yfirtaka: Frá bernsku minni í Suður-Þingeyjarsýslu man ég birkivaxin hraunin í Aðaldal, Mývatnssveit og Laxárdal og hið fjölbreytta gróðurfar. Ímynd glæsilegra sígrænna barrtrjáa var þá nærð af jólakortum með fagurvöxnum trjám við hlið fjallakofa í snævi þöktu umhverfi. Þessi æskumynd varð fyrir nokkru áfalli þegar ég, þá á þrítugsaldri, gekk ...

Græningjar úr öllum flokkum og stéttum þjóðfélagsins flykktust að Hlemmi uppúr hádegi í dag til að taka þátt í „grænu göngunni“ sem náttúruverndarsamtök landsins höfðu boðað til. Tilefnið var að hvetja nýkjörið Alþingi til góðra verka í umhverfismálum og til að minna á að þingið hefur ekki umboð til að framfylgja virkjanastefnu á kostnað náttúrunnar. Þúsund grænir fánar kláruðust fljótt í ...

Bensín og dísel úr jarðolíu eru algengustu orkugjafarnir fyrir farartæki en það er mikilvægt að þróa betri tækni og finna nýja orkugjafa til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af völdum þessara orkugjafa. Almenningur og löggjafinn vilja sjá sparneytna, hagkvæma og mengunarlitla bíla en er það framkvæmanlegt og hvaða möguleikar eru í stöðunni?
Fljótvirkasta aðgerðin til að draga úr bensín og ...

Náttúran birtir nú fjórða sáðalmanak ársins 2013. Guðfinnur Jakobsson lífrænn bóndi í Skaftholti tekur saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar.

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún fékkst við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum dýrahringsins.

1 ...

Fyrir nokkrum árum sá ég svo fallega kamillujurt við gróðurhús í Skaftholti að ég fór að trúa því að kamilla gæti vel vaxið hér á landi. Í mörg ár hef ég þó verið að bíða eftir því að sá kamillu úr bréfi sem ég keypti í Skotlandi fyrir nokkrum árum. Hélt jafnvel að fræin væru orðin óvirk. En svo er ...


Hið 10.000 ára gamla Miðfells-/Eldborgarhraun myndar um 10m háan stall við austanvert Þingvallavatn syðst.

Blámi og tærleiki Þingvallavatns í hættu!

Frágangur sumarbústaða óviðunandi: Nú munu vera um 600 sumarbústaðir við Þingvallavatn og þar af eru um 94 innan marka þjóðgarðsins. Þegar litið er til einstakra jarða eru flestir í landi Miðfells eða um 250. Skólp og gróður þeim fylgjandi er þáttur sem nauðsynlegt er að skoða vel þegar horft er til framtíðar Þingvallavatns. Margir ...

Í dag, á hátíðahöldum sumardagsins fyrsta í Garðyrkjuskólanum að Reykjum í Ölfusi (við Hveragerði) fékk Björn Pálsson fv. héraðsskjalavörður, umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar fyrir skelegga baráttu að umhverfis- og náttúruverndarmálum á síðastliðnum árum. Þakkarræða Björns var svohljóðandi:

Orður og titlar, úrelt þing,
eins og dæmin sanna,
notast oft sem uppfylling
í eyður verðleikanna.

Þessi gamla staka Steingríms Thorsteinssonar skálds kom mér fyrst ...

Í dag, á Degi umhverfisins og sumardeginum fyrsta fagnar Náttúran.is sex ára afmæli sínu en vefurinn var opnaður af þáverandi umhverfisráðherra Jónínu Bjartmars við athöfn Dags umhverfisins að Kjarvalsstöðum þ. 25. apríl á því herrans ári 2007. Síðan þá hafa þrjár konur sest í stól umhverfisráðherra, þær Þórunn Sveinbjarnardóttir, Kolbrún Halldórsdóttir og nú síðast Svandís Svavarsdóttir. Hver sest í ...

Náttúran.is er upplýsingaveita, fréttamiðill og söluaðili fyrir allt sem tengist náttúru og umhverfi á einhvern hátt.

Náttúran.is er sjálfstætt starfandi vefsetur með aðaláherslu á að þjóna hinum almenna neytanda með áreiðanlegum upplýsingum um allt sem snertir umhverfi okkar og heilsu. Í raun er hér allt undir, nærumhverfi okkar og náttúran sjálf sem og heimilið, neyslan og fyrirtækin sem ...

Til að ná burtu sérstaklega erfiðum blettum af flísum er gott að þurrka flísarnar með blöndu af heitu vatni og ediki í jöfnum hlutföllum.

Einnig er hægt að nudda hálfri sítrónu yfir erfiðu blettina og látið liggja á og síðan þvo af og skola vel.

24. apríl 2013

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um græna hreinsun/ræstiþjónustu.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Svansvottað fyrirtæki sem býður upp á ræstingarþjónustu og/eða fatahreinsun.

Sjá nánar um græna hreinsun/ræstiþjónustu hér á Græna kortinu undir flokknum „Græn hreinsun/ræstiþjónusta".

Grafík: Myndtákn Green Map® System flokksins „ Græn hreinsun/ræstiþjónusta“.

23. apríl 2013

Heimildamynd Ómars Ragnarssonar "In memoriam?" um Kárahnjúkavirkjun og svæðið norðan Vatnajökuls verður frumsýnd á Íslandi með íslensku tali næstkomandi fimmtudagskvöld kl. 20:00 í Bíó Paradís.

Myndin er sýnd í tilefni af margföldu tíu ára afmæli.
Hún var gerð fyrir erlendan markað 2003, fyrir réttum 10 árum, og var mun styttri, markvissari og hnitmiðaðri en myndin „Á meðan land byggist ...

Blámi og tærleiki Þingvallavatns í hættu!

ÞINGVALLAVATN: Einstakt vistkerfi undir álagi, var heiti erindis sem Hilmar J. Malmquist flutti á málstefnunni. Þar lýsti hann sérstöðu Þingvallavatns og ástandi með tilliti til vatnsgæða og nefndi álagsþætti vegna efnamengunar og loftslagshlýnunar sem gætu valdið breytingu á útliti og lífríki vatnsins. Á Náttúrufræðistofu Kópavogs hefur Hilmar annast rannsóknir á vatnssýnum úr Þingvallavatni undanfarin ...

Náttúran birtir nú fyrsta sáðalmanak fyrir sáningu trjáplantna og runna og gildir það fyrir allt árið 2013. Um trjáplöntur og runna gilda aðeins önnur viðmið en sáning blóm-, blað-, rótar- og ávaxtaplantna. Guðfinnur Jakobsson lífrænn bóndi í Skaftholti tekur saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar.

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún fékkst við rannsóknir á tengslum himintungla og ...

Grænn aprílGrænn apríl stendur fyrir dagskrá á Degi Jarðar í ár. Dagskráin verður haldin í Háskólabíói, sunnudaginn 21. apríl kl. 15:00. Þema dagsins er birting loftslagsbreytinga.

Víða um heim hefur alþjóðlegum Degi Jarðar (22. apríl) verið fagnað í meira en fjörutíu ár. Í fyrstu var um að ræða áhugamannasamtök í Bandaríkjunum en síðar tilnefndu Sameinuðu þjóðirnar þennan dag sem Dag ...

Í Eldhúsgarðurinn er virkni um matjurtirnar í garðinum þar sem upplýsingar um sáningartíma þ.e.; sáning innandyra „innisáning“ og sáningartími utandyra þ.e. beint í jörð „útisáning“, gróðursetning þeirra fræja sem vildu koma upp og eru tilbúnar til að fara út í íslenska veðráttu „gróðursetning innisáningar“ og uppskerutími „uppskera“ birtist um hverja matjurt fyrir sig.

Einnig er hægt að sjá ...

Verið velkomin í Garðyrkjuskólann Reykjum í Ölfusi (við Hveragerði) á sumardaginn fyrsta þ. 25. apríl nk. frá kl. 10:00-18:00

Nú eru ríflega 50 nemendur við nám á garðyrkjubrautum LbhÍ að Reykjum, á fjórum brautum, blómaskreytingum, garð- og skógarplöntuframleiðslu, skrúðgarðyrkju og ylrækt. Hefð er fyrir því að bjóða vorið velkomið með hátíðardagskrá á sumardaginn fyrsta.

Á markaðstorgi verður til ...

Blámi og tærleiki Þingvallavatns í hættu!

Í erindi Ólafs Arnar Haraldssonar þjóðgarðsvarðar á málstefnunni um Þingvelli kom fram hversu mjög umferð bifreiða yfir þjóðgarðinn hefur aukist frá því að vegurinn frá Laugarvatnsvegi til Miðfells, Lyngdalsheiðarvegur, var tekinn í notkun árið 2010.
Þetta má sjá á línu- og stöplaritum Ólafs Arnar hér fyrir neðan. Birt með leyfi hans.

Bílaumferð  hefur aukist ...

Náttúran.is lítur á það sem samfélagslega skyldu sína að þróa eins fullkomnar „grænar síður“ fyrir Ísland og mögulegt er. Grænu síðurnar™* gefi þannig yfirsýn yfir hin fjölmörgu fyrirtæki og stofnanir sem tengjast náttúru og umhverfi á einn eða annan hátt. Grænu síðurnar tengja viðmið og vottanir við fyrirtæki og vörur og gefa hinum almenna neytanda möguleika á að beina ...

17. apríl 2013

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um strendur og smábátahafnir sem hlotið hafa Bláfánann (Blue Flag).

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Strendur og hafnir sem hlotið hafa Bláfánann (Blue Flag), umhverfismerki sem úthlutað er þeim smábátahöfnum og baðströndum sem uppfylla ákveðin skilyrði sem miða að því að auka umhverfisgæði og umhverfisvitund gesta staðanna.

Sjá nánar um ...

16. apríl 2013

Blámi og tærleiki Þingvallavatns í hættu!

Á málstefnu Náttúruverndarsamtaka Suður- og Suðvesturlands þann 3. apríl sl. voru flutt fróðleg erindi og um 100 áheyrendur voru mættir þegar flest var. Því miður sáu fjölmiðlar ekki ástæðu til mætingar né umfjöllunar um það sem þar kom fram. Því birtir undirritaður nokkrar greinar þar um hér á vef Náttúrunnar.

Hér verður reynt að ...

Vettvangsheimsókn og samráðsfundir

Vottunarstofan Tún vinnur að mati á grásleppuveiðum við Ísland samkvæmt staðli Marine Stewardship Council (MSC) um sjálfbærar fiskveiðar.

Matsnefnd sérfræðinga mun afla upplýsinga um þessar veiðar, m.a. með viðræðum við fulltrúa veiða og vinnslu, rannsóknar-, eftirlits- og stjórnstofnanir og aðra hagsmunaaðila. Í þeim tilgangi mun nefndin funda í Reykjavík dagana 21. - 24. maí n.k.
Hagsmunaaðilar ...

Í boði náttúrunnar og Lífrænt ÍslandskortTímaritið Í boði náttúrunnar kom út í byrjun mars með nýju útliti og ríkulegu innihaldi. Blaðið er að þessu sinni tileinkað handverki og heilsu. Fjallað er um heilann og afkastagetu hans, baunaspírur og morgunvenjur, sparperur og stjörnuskoðun, svo fátt eitt sé nefnt.

Blaðið er að vanda listrænt og fallegt með eindæmum. Áskrifendur blaðsins fengu Lífrænt Íslandskort Náttúrunnar sent með eintaki ...

Ljósmyndir og myndir gegna mikilvægu hlutverki á hverju heimili ekki síður en tónlist og bækur. Hvort sem um verk virtra listamanna eða ljósmyndir af fjölskyldunni gildir að frágangur, upphenging og samspil við það sem fyrir er í rýminu gerir gæfumuninn. Það góða við „góða myndlist“ og „ekta“ ljósmyndir er að þær eru vandaðar, fara ekki úr tísku og eru því ...

Á aðalfundi Landverndar sem haldinn var í dag Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður félagsins nýjan tón og afgerandi í lok inngangsræðu sinnar:

„Ég held að það sé kominn tími til að sprengja stíflur staðnaðs hugarfars og hyggja að nýjum lausnum þar sem sjálfbærni og virðing fyrir náttúrunni eru í öndvegi.“

Guðmundur Hörður Guðmundsson var endurkjörinn formaður Landverndar.

Kosið var til stjórnar ...

Radísa – rót – fljótspírandi

Sáning:
Sá inni frá mars og fram í apríl – sá úti frá miðjum apríl  og fram að júlí. Sá oft t.d með tveggja-þriggja vikna millibili en ekki miklu í einu. Má sá á milli raða annarra plantna sem eru seinsprottnar eins og gulrætur. Radísur ýta hver annarri frá og þarf ekki mikið að grisja enda þægilegt ...

Innkaupaferð fjölskyldunnar í Nettó á Selfossi í gær endaði með því að ekkert var keypt. Ástæðan var að kjötborðið uppfyllti engan veginn okkar gæðakröfur. Sem meðvitaður neytandi leyfi ég mér að röfla yfir þessu.

Það er reyndar algengara en ekki að kjöt og kjúklingar sem hafa aðeins verið skornir niður og eða hakkaðir sé pakkað með ýmsum E-aukefnum, fylliefnum, salti ...

Náttúran birtir nú þriðja sáðalmanak ársins 2013. Guðfinnur Jakobsson lífrænn bóndi í Skaftholti tekur saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar.

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún fékkst við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum dýrahringsins.

1 ...

Í gær var haldin málstefna um Þingvelli, nánar tiltekið um hvort að „Blámi og tærleiki Þingvallavatns sé í hættu“. Sjá frétt. Fundurinn var haldinn í fundarsal Ferðafélags Íslands og varð húsfylli. Að málstofunni stóðu Náttúruverndarsamtök Suðurlands og  Suðvesturlands en heiðurinn af skipulagningunni á Björn Pálsson alræmdur náttúruverndarsinni, leiðsögumaður og fyrrverandi héraðsskjalavörður á Selfossi.

Góð og ítarleg erindi voru flutt á ...

Nýja kremið frá NIVEA hefur verið auglýst mikið í fjölmiðlum að undanförnu. I auglýsingunni er það fullyrt að kremið stinni húðina og auki teygjanleika  „á tveimur vikum“. Ennfremur er sagt er að kremið sé 95% náttúrulegt sem vekur spurningar um hvað hin 5% af ónáttúrulegum efnum séu. Skilgreiningin á „náttúruleg“ getur svosem þýtt næstum hvað sem er enda ekki viðmið ...

Í hitteðfyrra var í fyrsta sinn efnt til Græns apríls en aðalsprautan í því verkefni er Guðrún Bergmann. Maríanna Friðjónsdóttir var henni til halds og trausts fyrstu tvö árin en í ár fyllir Ingibjörg Gréta Gísladóttir hennar skarð. Verkefnið fór vel af stað og hvatti fjölda fyrirtækja til góðra verka.

Markmið Græns apríls rímar vel við markmið Náttúran.is* sem ...

Justina Lizikevičiūtė umhverfisleiðtogi hjá sjálfboðaliðasamtökum SEEDS og félagar hennar hrundu af stað skemmtilegu ljósmyndaverkefni á Grænum dögum í Háskóla Íslands á dögunum. Þau báðu nemendur og aðra að setja fram skilaboð „My green step“ eða „Mitt græna skref“ og skrifa þau á töflu.

Þar sem að Justina og félagar hennar komu síðan í kynningu og hugmyndavinnu hér hjá okkur á ...

Fræðslu- og heimildamyndin Krýsuvík - Náttúrufórnir í fólkvangi eftir Ellert Grétarsson, náttúruljósmyndara er nú aðgengileg á YouTube . Smelltu hér til að skoða myndina

Í myndinni er fjallað um náttúru og sögu Krýsuvíkur og annarra svæða innan Reykjanesfólkvangs sem til stendur að taka undir virkjanir samkvæmt rammaáætlun. Sagt er frá merkilegri jarðfræði svæðisins og reynt að varpa ljósi á þau áhrif sem ...

Um páskana héldu íbúar og landeigendur fund um Blöndulínu 3 á Mælifellsá í Skagafirði. Fundurinn ályktaði eftirfarandi:

Fundur um Blöndulínu 3, haldinn á Mælifellsá í Skagafirði þann 30. mars 2013, hafnar alfarið lagningu 220kV loftlínu frá Blöndustöð til Akureyrar með tilheyrandi háspennumöstrum.

Almenningsþörf býr ekki að baki áætlunum um lagningu Blöndulínu 3, þrátt fyrir áróður Landsnets um hið gagnstæða.  Framkvæmdin ...

Heimildamyndin HVELLUR, eftir Grím Hákonarson, verður sýnd í Ríkissjónvarpinu i kvöld kl. 19:25 og verður síðan endursýnd þ. 7. apríl kl. 14:50.

HVELLUR fjallar um einstakan atburð í Íslandssögunni. Að kvöldi 25. ágúst 1970 tóku bændur í Suður-Þingeyjarsýslu sig saman og sprengdu í loft upp stíflu í Laxá við Mývatn. Bændurnir höfðu mótmælt harðlega virkjanaáformum á svæðinu en ...

Ungir umhverfissinnar eru nýstofnuð samtök sem hvetja til upplýstrar umræðu um umhverfismál og berjast fyrir sjálfbærri þróun, náttúruvernd og grænu hagkerfi.

Kynningarfundur samtakanna verður haldinn í Hinu húsinu fimmtudaginn 4. apríl kl. 20:00. Allir áhugasamir á aldrinum 15-30 ára eru hvattir til að mæta.

Um félagið:

Félagið Ungir umhverfissinnar er félag fyrir alla á aldrinum 15-30 ára sem vilja ...

Nýlega opnaði í Skipholtinu verslunin Rafmagnshjól ehf. en hún selur fjórar gerðir rafmagnshjóla frá af gerðinni QWIC Trend en þau hafa hlotið nokkur fyrstu verðlaun í óháðum hjólaprófunum í Hollandi á undanförnum árum . Hjólin uppfylla alla ströngustu Evrópustaðla. Að sögn Ragnars Kristins Kristjánssonar eiganda verslunarinnar verður von á enn fleiri tegundum með vorinu.

Hjálparmótor í framhjóli er 250 W og ...

Alþingi samþykkti í gær frumvarp til nýrra náttúruverndarlaga með þeirri breytingu að gildistími þeirra verði frá 1. apríl 2014. Breytingartillaga þess efnis var samþykkt með 46 atkvæðum gegn 1. Frumvarpið var samþykkt í heild með 28 atkvæðum en 17 sátu hjá.

Í atkvæðaskýringu sagði Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, að málið væri stórt og að með því væri staða náttúrunnar ...

Síðastliðið sumar kom upp mál sem ég tel að hafi valdið straumhvörfum í baráttunni gegn óheftri beit sauðfjár á viðkvæmum svæðum í þjóðareign. Svo vill til að svæðið sem um er fjallað ber einmitt nafnið Almenningar og er norður af Þórsmörk. Nánar tiltekið svæðið norðan Þröngár og upp að Fremri Emsturá. Almenningar voru illa farnir af ofbeit og tekin var ...

EarthcheckEarthCheck (áður Green Globe) er viðmiðunar-og vottunarkerfi sem stuðlar að sjálfbærri ferðaþjónustu. Það er byggt á Dagskrá 21 og gefur fyrirtækjum og samfélögum tækifæri á að vinna á markvissan hátt að umhverfismálum. EarthCheck leggur áherslu á þá meginþætti tengda umhverfinu, félags- og efnahagsmálum sem hafa mest áhrifa á umhverfið. Fyrirtæki í ferðaþjónusta og samfélög innan Earthcheck eru að finna um ...

26. mars 2013

Að búa til gras-hausa getur verið skemmtilegt verkefni fyrir alla fjölskylduna. Þú þarft nælon sokka eða klipptar sokkabuxur, grasfræ, tóma dós t.d. skyrdós, potta- eða blómamold og skraut og liti til að skreyta með.

Þú lætur 3 tsk af grasfræum neðst í sokkinn, bætir svo við um 4-5 dl. af pottamold. Bintu svo fastan hnút fyrir ofan moldina og ...

Ein mikilvægasta fjáröflunarleiðin fyrir vefinn Náttúran.is eru birtingar auglýsinga fyrir fyrirtæki sem hafa eitthvað fram að færa í sambandi við umhverfisvænar vörur og þjónustu hér á landi. Fjölmörg fyrirtæki hafa auglýst hér á vefnum frá upphafi og þannig stuðlað að því að vefurinn er lifandi í dag. Þeim er hérmeð þakkaður stuðningurinn!

Auglýsingar hér á vefnum ná til ört ...

hreinlætisvörur hreinlætisvörur kaffivél örbylgjuofn frystivara kælivara eldhúsborð eldhúsborð vaskur blóm vefnaðarvörur frystir ísskápur uppþvottur bakaraofn og vifta bökunarofn og vifta hreinlætisvörur blöndunartæki rafmagnsinnstunga matvinnsluvél kryddhilla eldhúsinnrétting brauð pottar og pönnur þurrvara kaffi & te matreiðslubók

Plöntur eru ýmist villtar eða framleiddar, þ.e. komið á legg með sáningu fræja eða gróðursetningu t.a.m. stiklinga. Þær jurtir sem eru á boðstólum hérlendis eru ýmist villtar, fluttar inn eða framleiddar hérlendis. Eftirlit með innflutningi fræja, lifandi jurta, afskorinna blóma og áburðar er á höndum Matvælatofnunar. Hlutverk stofnunarinnar er að hindra að sjúkdómar eða meindýr sem berist ...

24. mars 2013

Iðnaður er mikilvægur hluti af atvinnulífi hverrar þjóðar. Hann hefur þó margvísleg áhrif á umhverfi og náttúru sem ekki eru öll af hinu góða. Stór iðnfyrirtæki losa t.d. mikið af gróðurhúsalofttegundum* út í andrúmsloftið þótt gerðar séu strangar kröfur til mengunarvarna í starfsleyfum.

Umhverfisstjórnun er því mikilvægur þáttur í allri slíkri starfsemi. Gerðar eru kröfur um „grænt bókhald“ hjá ...

Jarðarstund verður haldin hátíðleg þ. 23. mars. Markmið Jarðarstundar er að hvetja íbúa heims til aðgerða gegn loftlagsbreytingum með því að slökkva ljósin í eina klukkustund.

Náttúruverndarsamtökin World Wildlife Fund skipulögðu Earth Hour í fyrsta sinn árið 2007. Árið 2007 voru ljósin slökkt í einni borg, Sydney í Ástralíu. Árið 2008 tóku alls tóku 370 borgir í 35 löndum þátt ...

Þau dýr sem algengust eru á bæjum og býlum kallast húsdýr. Það eru kýr, hestar, kindur, geitur, svín, hænur og fleiri tegundir dýra svo sem eins og gæsir og kanínur. Öll þessi dýr eiga það sameiginlegt að þau eru á býlinu af ákveðinni ástæðu. Hún er sú að maðurinn getur nýtt sér dýrin á einhvern hátt s.s. til átu ...

Ergo fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka veitir tvo styrki að fjárhæð 500.000 kr. hvorn til að styrkja frumkvöðlaverkefni á sviði umferðar- og umhverfismála. Þannig vill Ergo leggja sitt af mörkum við þróun framtíðarlausna til sjálfbærrar nýtingar og verndunar náttúrunnar.

Einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um styrkina til ergo.is. Viðskiptaáætlun þarf að fylgja umsókninni ásamt greinargerð fyrir því til hvers nýta skal ...

Í dag standa Sameinuðu þjóðirnar fyrir alþjóðlegum degi vatnsins en vatn er ein mikilvægast auðlind veraldar. Án vatns er hvorki hægt að rækta jurtir né brynna skepnum. Án vatns er ekkert líf.

Stór hluti íbúa Jarðar líða vatnskort á hverjum degi. Við íslendingar erum svo heppnir að þekkja ekki vatnsskort af eigin raun en þeim mun mikilvægara er að við ...

Vinnuumhverfi er hugtak sem tekur yfir bæði vinnustaði og vörur og þá vinnu sem á eða mun eiga sér stað með vöruna. Notkunarleiðbeiningar á umbúðum eiga því að tryggja það að varan sé „notuð“ á öruggan hátt.

Það sem notkunarleiðbeiningar eiga að ná yfir er að leiðbeina um það hvernig varan sé notuð án þess að vera heilsuspillandi. Varan má ...

Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var dagana 13. og 14. mars sl. kemur fram að umhverfismálin virðast vera ofar í huga yngra fólksins en kjósenda almennt. Um 84,8 prósent þeirra telja mjög eða frekar mikilvægt að ganga harðar fram í að vernda umhverfið, en 72,6 prósent kjósenda allra deila þeirri skoðun.

Könnunin var tvískipt. Annars ...

Í hádeginu í gær, 18. mars voru Grænir dagar formlega settir á Háskólatorgi en Grænir dagar eru fimm daga dagskrá þar sem umhverfismál eru sett í forgrunn í þeim tilgangi að styrkja umhverfisvitund innan sem utan Háskólans. Sjá dagskrána hér.

Gaia, félag meistaranema í Umhverfis- og auðlindafræði sem skipuleggur Græna daga, veitti í annað sinn Umhverfisverðlaun Grænna daga en þau ...

Síðan að við mannfólkið fórum að hreiðra um okkur innan dyra hafa plönturnar fylgt okkur eftir. Nálægð við gróðurinn er mikilvæg á margan hátt. Plöntur þjóna því hlutverki í náttúrunni að fylla loftið af súrefni* svo að á jörðinni þrífist líf. Plöntur innan dyra auka súrefnisflæði, jafna rakastigið og hreinsa eiturefni úr loftinu. Það er sérstaklega mikilvægt að hafa plöntur ...

Vöxtur gróðurs á norðlægum slóðum er í vaxandi mæli farinn að líkjast vexti plantna á grösugri breiddargráðum í suðri samkvæmt rannsókn sem var styrkt af NASA og sem byggist á 30 ára gagnasöfnum úr gervihnöttum og af jörðu niðri.

Í vísindagrein sem var gefin út sunnudaginn 10. mars 2013, í tímaritinu Nature Climate Change, kannar alþjóðlegt teymi vísindamanna frá NASA ...

Mörg litarefni og framleiðsluferli við framleiðslu vefnaðarvörum eins og gardínum fela í sér að efnið er meðhöndlað með sýruböðum, og eiturefnum af ýmsum gerðum, sumum jafnvel skaðlegum heilsunni. Eins er framleiðslan sjálf oft uppspretta alvarlegra umhverfisáhrifa og heilsutaps fólks. Sum efni eru umverfisvænni en önnur.

Bómull er eitt skaðlegasta hráefnið vegna mikillar eiturefnanotkunar við ræktun þess. Fyrir hvert kg. af ...

Merki Astma- og ofnæmisstamtaka Norðurlanda.
Landssamtök astma- og ofnæmissjúklinga á Norðurlöndum veita ofnæmisprófuðum og samþykktum vörum í viðkomandi landi leyfi til að bera merki Astma- og ofnæmissamtakanna til þess að auðvelda astma- og ofnæmissjúklingum að finna vörur sem prófaðar hafa verið á viðurkenndan hátt og ekki eru taldar valda ofnæmi.

Sjá vef sænska vef samtakanna.

Sjötta árið í röð stendur Gaia félag meisaranema í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands fyrir Grænum dögum.

Allir fyrirlestrar og aðrir viðburðir Grænna daga fara fram á ensku.

Mánudagur - 18. mars

12:00-12:30 Opnunarathöfn Grænna daga á Háskólatorgi - Ávörp flytja; Svandís Svavarsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra, Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands og Davíð Fjölnir Ármannsson formaður Gaia auk þess ...

Lóan er komin. Á fuglar.is segir:

Stök heiðlóa sást við Útskála í Garði nú í dag.  Þessi fugl er mun fyrr á ferðinni en hefðbundið er fyrir vorkomu heiðlóa og allt eins mögulegt að þarna sé um að ræða fugl sem verið hefur í vetursetu hérlendis.

Lóan hefur lengi verið okkar helsti vorboði. Sagt er í þekktu ljóði að ...

Ég man þegar ég kom í fyrsta sinn á sorphaugana. Það var sumarið 1976. Foreldrar mínir voru að byggja nýtt hús og ég þá þrettán ára fór með í fjölmargar ferðir upp í Gufunes þar sem voru risastórir sorphaugar. Í dag er þar skammt frá gömlu haugunum núverandi endurvinnslustöð Sorpu. Gömlu haugarnir voru þar sem nú er leiksvæði o.fl ...

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um leigu og skipti á hjólum eða umhverfishæfum farartækjum.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Staður þar sem hægt er að leigja hjól eða umhverfishæf farartæki eða vefur þar sem hægt er mæla sér mót og verða samferða í bíl með öðrum á forsendum þess að tekið sé þátt í kostnaði ...

Plastmerkin sjö gefa til kynna að plastefnið sé endurnýtanlegt eða endurvinnanlegt. Á Íslandi er úrvinnslugjald á heyrúlluplast og umbúðaplasti úr plastfilmu, stífu plasti, frauðplasti og öðru plasti. Gjaldið er lagt á til að greiða fyrir meðhöndlun umbúðanna og endurnýtingu eftir að þær hafa þjónað upphaflegum tilgangi sínum. Sjá nánar á vef Úrvinnslusjóðs.

Til þess að gera endurvinnslu plasts mögulega er ...

Grænkálsgrey„Finndu stystu leiðina milli moldar, handa og munns“, er haft eftir Lanza Del Vasto, ítölskum heimspekingi, ljóðskáldi og friðarsinna sem fæddur var árið 1901 og sem náði að dvelja með Mahatma Gandi og er oft kallaður fyrsti vestræni lærisveinn hans.

Þessi kenning er að ná eyrum fólks á Íslandi. Við erum meðvitaðri nú um að best er að fæðan verði ...

Tímaritið Í boði náttúrunnar var að koma út með nýju útliti og ríkulegu innihaldi. Blaðið er að þessu sinni tileinkað handverki og heilsu. Fjallað er um heilann og afkastagetu hans, baunaspírur og morgunvenjur, sparperur og stjörnuskoðun, svo fátt eitt sé nefnt. Blaðið er að vanda listrænt og fallegt með eindæmum.

Áskrifendur blaðsins fá Lífrænt Íslandskort Náttúrunnar sent með eintaki sínu ...

Endurvinnslupokinn er kominn aftur á endurvinnslustöðvar Sorpu. Pokarnir eru úr 85% endurunnu efni og þola allt að 20 kílóa þyngd. Með pokanum fylgir flokkunartafla sem auðveldar íbúum að flokka og skila til endurvinnslu. Þar má líka finna fjögur einföld skref til þess að byrja að flokka heima fyrir.

Á Endurvinnslukortinu og Endurvinnslukorts appinu er hægt að nálgast ókeypis upplýsingar um ...

Þær fréttir voru að berast að Fjarðarkaup hafi nú danska lífrænt vottaða kjúklinga til sölu en það er þá í fyrsta skipti sem að lífrænt vottaðir kjúklingar standa Íslendingum til boða. Enn hefur enginn íslenskur kjúklingaframleiðandi tekið skrefið til framleiðslu á lífrænt vottuðum kjúklingum og ekki heldur lífrænt vottuðum eggjum. Neytendur hafa þó í æ ríkari mæli sýnt áhuga á ...

Fjöldi skógarfíla hefur minnkað um 62% um alla Mið-Afríku á undanförnum 10 árum, samkvæmt rannsókn

Rannsóknin staðfesti ótta um að afríski skógarfíllinn (Loxodonta cyclotis) sé í útrýmingarhættu og muni hugsanlega deyja út á næsta áratug.

Dýraverndunarsinnar segja að „skilvirkar, snöggar, marghliða aðgerðir“ þurfi til að bjarga fílunum. Áhyggjur þeirra felast í því að verið er að drepa fílana út af ...

Prentsmiðjan Litróf hefur fengið vottun Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra afhenti Konráði Inga Jónssyni Svansleyfið í húsnæði fyrirtækisins seinasta föstudag.

Svansmerktar prentsmiðjur eru nú orðnar tíu talsins og því ætti enginn að lenda í vandræðum með að verða sér úti um Svansmerkt prentverk.

Litróf Prentmyndagerð var stofnuð árið 1943 af Eymundi Magnússyni og á ...

Íbúar Jarðar er nú komnir upp í um 7,1 milljarð og fæðast um 300.000 börn á dag. Þessi mikla fólksfjölgun endurspeglar einkum slæma stöðu kvenna víðs vegar í veröldinni, vegna þess að ef konur fá að menntast, og ráða lífi sínu að mestu leyti sjálfar, þá velja þær yfirleitt að eignast færri börn. Einnig endurspeglar þetta slæma stöðu ...

Norræna húsið í Reykjavík verður vettvangur áhugaverðra vangaveltna um matarleifar og matarmenningu þann 18. mars n.k. og hefst kl. 9:30 og stendur til kl. 15:00. Málþingið er tvískipt, fyrri hluti þess fjallar um sóun á mat og sjónum beint að þeim miklu verðmætum sem er sóað í hverju skrefi matvælaframleiðslu. Skoðað verður hvað er til ráða við ...

Um langan aldur ferðuðust menn um landið í fullkominni sátt hver við aðra og umhverfið. Enda voru möguleikarnir til ferðalaga fábreyttir og fáir lögðu leið sína í auðnirnar. Hálendið var næstum lokaður heimur þeirra fáu sem áttu kost á að fara þangað.

Annað hvort fóru menn um ríðandi eða fótgangandi og aðrir möguleikar voru ekki í boði fyrr en langt ...

Hægt er að vera með snertiofnæmi fyrir yfirborðsefninu cocamidoprópýl betaine sem er mjög oft notað í sápum. Efnið er unnið úr kókosolíu og dímetýlamínóprópýlamíni. Einkenni geta komið fram nokkrum klukkustundum eftir snertingu og geta innifalið rauða húð, bólgur, kláða og vökvafylltar blöðrur.

Cocamidoprópýl betaine er þekktur ofnæmisvaldur. Það getur verið ertandi fyrir húð, augu og lungu. Efnið er notað í ...

Hægt er að breyta eða endurnýta fatnað, gefa vinum eða auglýsa hann til gjafar eða sölu. Í gáma merkta Rauða krossi Íslands fara allar vefnaðarvörur, t.d. fullorðinsfatnaður, barnafatnaður, yfirhafnir, gluggatjöld, áklæði, teppi og handklæði. Föt og klæði þurfa að vera pökkuð í lokaðan plastpoka. Föt og klæði nýtast til hjálparstarfs innanlands og erlendis á vegum Rauða kross Íslands.

Upplýsingar ...

Tölvur eru stolt hvers fyrirtækis, næstum allra og varla fyrirfinnst tölvulaust heimili á Íslandi í dag. Tölvur eru einfaldlega alls staðar og gera allt fyrir alla.

Þó að tölvur séu stórkostleg tæki að flestra mati hefur tölvuframleiðslu geigvænlega neikvæð umhverfisáhrif. Bæði vegna þeirra náttúrauðlinda sem framleiðsla hráefnis í tölvurnar hefur í för með sér, flutnings efnis heimsálfa á milli og ...

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um heilsusamlega matsölustaði.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Áhersla er lögð á hollan og ferskan mat. Hráefni eru gjarnan lífrænt ræktuð, úr héraði, árstíðauppskera eða grænmetisréttir eru í boði.

Sjá nánar um heilsusamlega matsölustaði hér á Græna kortinu undir flokknum „Heilsusamlegur matsölustaður".

Grafík: Myndtákn Green Map® System flokksins „Heilsusamlegur matsölustaður“.

Náttúran birtir nú annað sáðalmanak ársins 2013. Guðfinnur Jakobsson lífrænn bóndi í Skaftholti tekur saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar.

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún fékkst við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum dýrahringsins.

Dagur ...

Fjölskylda sambýliskonu minnar á yndislegt afdrep á fallegum stað í dæmigerðu sumarhúsahverfi fyrir austan fjall. Góður staður til að njóta þess að slaka á og auk þess er örstutt að skreppa þangað úr bænum. Þarna er fjöldi bústaða, misjafnlega mikið notaðir sem eru þó sami sælustaðurinn fyrir eigendur þeirra.

Algengastir eru þessir „venjulegu“ bústaðir eins og maður kallar þá og ...

Bra Miljöval (gott val fyrir umhverfið) er umhverfismerki rekið af sænsku náttúruverndarsamtökunum (Svenska Naturskyddsföreningen). Merkið leggur aðallega áherslu á umhverfismál og nær yfir margar vörutegundir, allt frá flutningum og rafmagnsframleiðslu til þvottaefna og matvörubúða. Kröfurnar eru endurskoðaðar árlega, framleiðendur þurfa árlega að staðfesta kröfurnar séu uppfylltar. Auk þess eru gerðar tilviljunarkenndar stikkprufur. Á Íslandi er Bra Miljöval aðallega að finna ...

27. febrúar 2013

Leikvellir eru af ýmsum stærðum og gerðum. Þeir eru staðsettir á skólalóðum og í hverfum og jafnvel í heimagörðum.

Hér áður fyrr voru „gæsluvellir“ í hverfum Reykjavíkurborgar þar sem hægt var að koma með börnin til að leika úti í nokkra klukkutíma á dag undir eftirliti gæslufólks. Nú eru slíkir vellir ekki lengur í boði nema án gæslu enda ganga ...

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um mat sem er ræktaður og unninn í nágrenni án notkunar skordýraeiturs, tilbúins áburðar eða annara efna.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Matur sem er ræktaður og unninn í nágrenni (án notkunar skordýraeiturs, tilbúins áburðar eða annara efna). Ekki endilega vottuð lífræn framleiðsla nema slíkt sé tekið sérstaklega fram. Lífræn ...

25. febrúar 2013

Á Landsþingi Vinstri grænna er nú verið að ræða stefnumál hreyfingarinnar í landbúnaðarmálum m.a. eftirfarandi:

Svo drepið sé niður í þeim kafla er varðar erfðabreytta ræktun þá segir í línum 29-35:

„Viðhafa þarf skýra varúðarreglu við erfðabreytta ræktun, sérstaklega ef heimila á útiræktun í ljósi þess að þekking og reynsla er enn mjög takmörkuð. Setja þarf skýrt verklag um ...

Mötuneyti Landsbankans í Hafnarstræti hefur fengið vottun Svansins fyrir veitingarekstur og er því eina umhverfisvottaða mötuneyti landsins. Landsbankinn hefur á undanförnum árum lagt ríkari áherslu á umhverfismál og er það í samræmi við stefnu bankans um samfélagslega ábyrgð. Bankinn hefur til að mynda fest kaup á umhverfisvænum bílum og leggur mikið upp úr góðum samskiptum við birgja sína um vistvænar ...

22. febrúar 2013

Gulrót – rótar – dæmi um seinspírandi plöntu

Sáning:
Sá fyrir innirækt frá febrúar til apríl – sá úti frá miðjum apríl og fram að júní. Gulrótum er sáð beint á vaxtarstað. Það er góður siður við rótarávexti yfirleitt.

Aukaatriði:
Hægt er flýta fyrir spírun gulróta með því að setja fræin í bleyti í einn til tvo sólarhringa og þá er spírutími þeirra ...

HugmyndinHugmyndin að Náttúrunni.is fæddist sumarið 2002 og hefur verið í þróun æ síðan. Frumkvöðull verkefnisins er Guðrún Arndís Tryggvadóttir myndlistarmaður (sjá ferilskrá). Hugmyndin byggir á því að nota veraldarvefinn sem tæki til að skapa sjálfbært samfélag. Vefurinn er bæði fréttamiðill og upplýsingaveita um umhverfisvænan lífsstíl. Markmiðið er að gera neytendum umhverfisvænar lausnir sýnilegri og aðgengilegri með því að tengja ...

Geymsla matvæla hefur ekki alltaf verið jafn einföld og nú til dags. Mikilvægt er þó að hafa í huga að ísskápurinn notar mesta orku af öllum tækjum á heimilinu eða um 20%. Það skiptir því verulegu máli fyrir umhverfið og orkureikning heimilisins að kaupa í upphafi ísskáp sem notar sem minnsta orku.

Orkumerkin Energy Star og Evrópska orkumerkið gefa til ...

Hér ætla ég að opna umræðu um mál sem of lítið hefur verið rætt um.

Ég veit vel að umræðan er ekki vinsæl hjá öllum, en engu að síður má ekki bíða lengur með að ræða þetta brýna mál.
Í áraraðir höfum við sem ferðumst um landið haft áhyggjur af ört vaxandi landskemmdum vegna mikils akstur og álags á ótal ...

19. febrúar 2013

Dýfið klút í eplaedik, og strjúkið handarkrikana eftir bað eða sturtu. Það er gott fyrir húðina og heldur bakteríubúskapnum í skefjum en það eru eimitt bakteríurnar sem eiga sök á því að svitalykt myndast. Auk þess virkar eplaedikið frískandi á húðina án þess að hafa neikvæð áhrif á sýrustig húðarinnar.

19. febrúar 2013

Gaskútar fást fylltir á flestum bensínstöðvum og nýtast því til fjölda ára. Þú skilar tómum gaskút og færð fullan kút í staðinn. Illa förnum og ónýtum gashylkjum skal koma til endurvinnslustöðva og flokka sem spilliefni þannig að þeim verði fargað á réttan og áhættulausan hátt. Gashylkjum úr sódastream vélum og rjómasprautum skal einnig skila sem „Spilliefni“ innihaldi þau gas en ...

Skrúður við Núp í Dýrafirði hlaut nýlega alþjóðlega viðurkenningu ítalskrar stofnunar, sem árlega velur einn skrúðgarð sem vakin er sérstök athygli á. Árið 2013 er Skrúður valinn. Nýlega barst Brynjólfi Jónssyni skógfræðingi og formanni Skrúðsnefndar bréf, þar sem fram kemur að dómnefnd Premio Internazionale Carlo Scarpa per il Giardino [Alþjóðaverðlaun Carlo Scarpa fyrir garða] samþykkti einróma að tileinka sína árlegu ...

Náttúran birtir nú fyrsta sáðalmanak ársins 2013. Guðfinnur Jakobsson lífrænn bóndi í Skaftholti tekur saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar.

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún fékkst við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum dýrahringsins.

Dagur ...

Nú  þegar sum okkar eru loks að vakna upp af Þyrnirósarsvefni varðandi umhverfið og mikilvægi náttúruverndar, verða til ótal spurningar í mínum einfalda huga. Já, ég ætla að nota orðið einfaldur, því einfeldni og sjálfhverfni er okkur svo ríkjandi þegar kemur að þessum málum.

Við erum loks að verða meðvituð um að auðlindir jarðarinnar eru ekki óþrjótandi. Allt þrýtur að ...

12. febrúar 2013

Sæng barnsins ætti ekki að vera of þung og ekki of stór. Útöndun og einangrunargildi í ekta dúnsæng (æðadún eða gæsadún) er auðvitað betri en úr gerviefnum og því í flestum tilfellum hollari. Nauðsynlegt er að viðra sængina reglulega og helst láta hreinsa hana eftir þörfum.

Við val á sængurfötum ættum við m.a. að taka tillit til þess að ...

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Hlutverk Landverndar er að standa vörð um íslenska náttúru og vera virkur þátttakandi í stefnumótun, fræðslu og upplýstri ákvarðanatöku í málum er varða landnotkun, auðlindir og umhverfi.

Félagsmönnum í Landvernd fjölgaði um rúm 15% starfsárið 2011-2012 og hefur nú þegar fjölgað um svipaða prósentutölu ...

Oft eru lyf geymd í baðskápnum en hann þarf að vera nógu hátt á vegg eða læstur til að litlu mannverurnar nái ekki til þeirra. Barnalæsingar þurfa að vera á neðri skápum ef þar eru geymd lyf, hreinsivörur eða hreinlætisvörur.

Ef slys ber að höndum og lyf hafa af einhverjum ástæðum verið gleypt eða misnotuð skal leita strax til Eitrunarmiðstöðvarinnar ...

Náttúran.is hefur þróað og hannað Lífrænt Íslandskort í prentútgáfu.

Ástæðan fyrir útgáfu Lífræns Íslandskorts er einfaldlega sú að nauðsynlegt er orðið að gera upplýsingar um lífrænan landbúnað og framboð á lífrænum vörum aðgengilegri fyrir alla. Upplýsingar um lífræna aðila hafa verið framreiddar á ýmsa vegu á vef Náttúrunnar sl. 5 ár og upplýsingarnar hafa verið uppfærðar reglulega á grundvelli ...

„Fólk var mjög jákvætt gagnvart því að fá ábendingu um að flokka umbúðir úr pappír frá öðru rusli,“ sagði Íris Magnúsdóttir starfsmaður Reykjavíkurborgar sem brá sér í verslanir í Árbænum með límmiðavél og merkti vörur með miðanum: „Þessar umbúðir eru ekki rusl“.

Flestallar matvöruverslanir í Reykjavík hafa gefið starfsfólki Reykjavíkurborgar leyfi til að merkja með límmiðum t.d. morgunkornkassa, kexkassa ...

Er ekki kominn tími tími að við berum saman og tengjum tvö viss grundvallarhugtök varðandi ferðamenningu hér á Íslandi?

Annars vegar er ég að tala um hugtakið ferðafrelsi sem virðist hafa fest rótum í huga viss hóps sem vill halda fast í þá hugmynd að frelsi til að ferðast eigi að byggjast á hugmyndum um ferðamennsku eins og voru hér ...

07. febrúar 2013

Mig langar til að ræða hér mál sem er þarft að taka upp í framhaldi af skelfilegu slysi í Esjunni.
Því miður er þetta ekki fyrsta slysið af þessu tagi því ótal óhöpp hafa orðið á liðnum mánuðum sem enduðu þó betur.
Ekki vil ég alhæfa um einstök óhöpp, en engu að síður þarf hér breytt hugarfar.
Sem björgunarsveitamaður í ...

04. febrúar 2013

Frysting matvæla við kjöraðstæður í frysti er góð leið til að stöðva örvervuöxt og minnka ensímvirkni lífrænna afurða. Geymsla í frysti getur þó aðeins verið tímabundin og er háð þvi að hitastiginu sé haldið jöfnu þ.e. -18 °C út allan geymslutímann og að frágangi matvæla, hreinlæti og afhýðingu sé rétt staðið. Talað er um að ekki eigi að geyma ...

Bækur eru yndislegt verkfæri, hvort heldur sem er til afþreyingar, til að skilja heiminn sem við lifum í eða menntunar. Menningar- og menntunarstig þjóða er oft metið í leskunnáttu og bókarlestri. Við Íslendingar erum sem betur fer menningarþjóð sem leggur mikið upp úr lestri og kaupir mikið af bókum sem eftir lestur verða því miður fangar bókahilla í ár eða ...

27. janúar 2013

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um vefmiðlanir um umhverfismál.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Vefslóðir (eða krækjur) á síður með góðar staðbundnar upplýsingar um ýmiskonar umhverfismál. Síðurnar eru tengdar fleiri grænum síðum sem tengjast vistvænu líferni og umhverfisvernd.

Sjá nánar um vefmiðlanir um umhverfismál hér á Græna kortinu undir flokknum „Vefmiðlun um umhverfismál".

Grafík: Myndtákn ...

27. janúar 2013

Smáfuglarnir eru ekki einungis skemmtilegir félagar í garðinum heldur þjóna þeir ákveðnu hlutverki í lífskeðjunni. Þeir éta orma og skordýr en stundum líka berin sem ætluð voru í sultugerð. Hægt er þó að forða berjunum með einföldum aðferðum eins og að leggja net yfir runnana þegar líður að þroskatíma berjanna. Að laða fugla í garðinn er tvímælalaust gott fyrir garðinn ...

Endurvinnsla stuðlar að því að efni í umferð komist aftur í hringrásina og minnki þannig álag á auðlindir. Við neytendur verðum að gera okkur grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að versla vörur, bæði vegna innihaldsins og vegna umbúðanna.

Umbúðir eru úr ýmsum efnum, sumum endurvinnanlegum og öðrum ekki. Gler-, málm- og pappírsumbúðir eru umhverfisvænni en plastumbúðir því gler ...

24. janúar 2013

Auðlindir heims eru að þverra vegna vaxandi fólksfjölgunar og mikillar neyslu. Vegna veldisvaxtar fólksins á Jörðinni sem nú hefur náð sjö milljörðum, eykst neysla á hráefnum einnig í veldisvexti. Veldisvöxtur hráefna á Jörðu með takmarkað flatarmál getur ekki gengið endalaust.

Það kemur að þeim tímamótum að hámarksframleiðsla verður. Vegna veldisvaxtarins í neyslu erum við komin fram yfir hámarksframleiðslu t.d ...

„Lífræn matjurtarækt á íslandi, þróun hennar og staða“ er yfirsögn MS varnar Rögnu Dagbjartar Davíðsdóttur nema í Umhverfis og auðlindafræði við Háskóla Íslands en vörnin fer fram á morgun, miðvikudaginn 23. janúar kl 15:00 í VRII, Hjarðarhaga 6, stofu 157.

„Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi samþykkt tillögu þess efnis að auka lífræna landbúnaðarframleiðslu þannig að hún verði um 15 ...

Náttúruverndarsamtök Íslands voru að opna nýja vefsíðu Natturuvernd.is en samtökin opnuðu einnig Facebooksíðu fyrir nokkrum dögum. Á nýju vefsíðunni gætir ýmissa grasa en aðalflokkar eru; Náttúruvernd, Loftslagsbreytingar og Lífríki sjávar en markmið Náttúruverndarsamtaka Íslands er að vera málsvari umhverfis- og náttúruverndarsjónarmiða og stuðla að verndun náttúru Íslands til láðs, lagar og lofts, málefna sem eru í senn íslensk og ...

Hvers vegna er mikilvægt að við virkjum náttúruvitund barna?

  • Í dag eru börnum veitt færri tækifæri til að vera úti náttúrunni.
  • Lítil snerting við náttúruna hefur neikvæð áhrif á þroskun barnsins og dregur úr þekkingu þess.
  • Börn sem vaxa upp án nokkurra tengsla við náttúruna fara á mis við þá ánægjulegu og þroskandi reynslu sem hún getur verið.
  • Án þessara ...

Ökutækjum er skilað til viðurkenndra móttökuaðila*. Vinsamlegast hafið samband við viðkomandi sveitarfélag/móttökustöð til að fá upplýsingar áður en farið er með ökutækið. Skilagjald fæst greitt fyrir bíl sem komið er með til förgunar. Til að fá skilagjaldið greitt þarf að sýna skilavottorð sem staðfestir að bifreiðinni hafi verið skilað til endurvinnslu og hún afskráð af götum landsins. Einnig þarf ...

Vatnsnotkun í veröldinni er nú meiri en nokkru sinni fyrr. Frá því um 1950 hefur hún meira en þrefaldast. Ástæðan er fyrst og fremst mikil fólksfjölgun en einnig aukin vatnsþörf á hvern íbúa. Um 73% af vatni sem mannfólkið ný tir fer til landbúnaðar og aðallega í áveituskurði á þurrum svæðum. Áveiturnar sóa hins vegar miklu vatni og oft nýtast ...

Vatnið sem kemur úr krananum á Íslandi er yfirleitt af besta gæðaflokki sem þekkist. Ef eitthvað er að kranavatninu þínu þá er það yfirleitt vegna tæringar í þeim vatnslögnum sem liggja að húsinu frá stofnæðinni.

Þótt við Íslendingar séum svo lánsamir að eiga nóg af vatni þá er óþarfi að bruðla með það. Betra er að venja sig á að ...

Að henda mat er í raun að lifa í ótrúlegri forheimskun. Um tveim milljörðum tonna er hent á ári, helming heimsframleiðslunnar. í Bretlandi einu saman er 7,2 milljónum tonna hent af mat á ári hverju. Að meðaltali hendum við 120 kg. af mat á ári. Hver og einn okkar. Mest er hent af kartöflum, síðan banönum.

Þar sem helmingi ...

Heimildamyndin HVELLUR, eftir Grím Hákonarson, verður frumsýnd í Bíó Paradís 24. janúar nk.

HVELLUR fjallar um einstakan atburð í Íslandssögunni. Að kvöldi 25. ágúst 1970 tóku bændur í Suður-Þingeyjarsýslu sig saman og sprengdu í loft upp stíflu í Laxá við Mývatn. Bændurnir höfðu mótmælt harðlega virkjanaáformum á svæðinu en sjónarmið þeirra voru virt að vettugi. Með sprengingunni tókst bændunum að ...

Blátunna er í boði í sveitarfélaginu Ölfusi, Árborg, Bláskógarbyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi, í Rangárþingi eystra, Rangárþingi ytra, Ásahreppi, Reykjavíkurborg, Kópavogsbæ og Mosfellsbæ. Í Blátunnuna má setja öll dagblöð, tímarit, fernur, bylgjupappa, markpóst og annan prentpappír.

Upplýsingar úr Endurvinnslukorts smáforriti (appi) Náttúrunnar fyrir iPhone og iPad, nú aðgengilegt ókeypis í AppStore.

Grafík: Guðrún A. Tryggvadóttir.

„Ég elska þig bæði sem móður og mey,
sem mögur og ástfanginn drengur,
þú forkunnar tignprúða fjallgöfga ey!
Ég fæ ekki dulist þess lengur.
Þú háa meydrottning, heyr þú mig:
Af hug og sálu ég elska þig.“


Svo orti Hannes Hafstein árið 1880 í Ástarjátningu sinni til Íslands. Þótt Hannes hefði á þessum tímapunkti tekið upp merki raunsæisstefnunnar, var hann ...

Vottunarstofan Tún hefur staðfest að Te & Kaffi uppfylli reglur um framleiðslu á lífrænu kaffi. Vottorð þessa efnis var formlega afhent í kaffibrennslu félagsins í Hafnarfirði í morgun, föstudaginn 11. janúar 2013. Te & Kaffi er fyrsta vinnslustöðin sem fær vottun til framleiðslu á lífrænu kaffi hér á landi.

Með vottun Túns er staðfest að lífrænt kaffi sem vinnslustöðin framleiðir ...

Í frétt á vef Íslenska gámafélagsins í dag segir;

„Auður I fagfjárfestasjóður hefur keypt nýtt hlutafé í Íslenska gámafélaginu og eignast helmingshlut í félaginu. Með þessum kaupum hefur sjóðurinn alls fjárfest fyrir um 3 milljarða króna og er fullfjárfestur.

Íslenska gámafélagið starfar á sviði sorphirðu fyrir fyrirtæki og sveitarfélög og veitir tengda þjónustu s.s. ráðgjöf, heildsölu, endurvinnslu og útflutning ...

Almennt má segja að lítið brot af þeirri sólarorku sem fellur á jörðina nægi til allra þarfa mannfólksins og því sé enginn skortur á orku. Vandamálið er bara að við höfum ekki lært að beisla hana á vistvænan og hægkvæman máta nema í mjög litlum mæli. Þess vegna er verið að nota jarðefnaeldsneyti, bensín, dísilolíu og kol til rafmagnsframleiðslu, húshitunar ...

08. janúar 2013

Alþjóðlegt merki sem gefur til kynna að umbúðirnar séu endurvinnsluhæfar eða séu að einhverju leyti úr endurunnu efni. Merkið hefur ekkert með vöruna sjálfa að gera heldur er hér eingöngu átt við umbúðir.

Barnahúsgögn eru oft stækkanleg, t.d. hægt að lengja rúm og hækka borð og stóla. Slík húsgögn geta verið mjög umhverfisvæn þar sem þau er hægt að nota lengi. Það er þó margt annað sem hafa ber í huga eins og t.d. hvort að þau séu raunverulega það sterkbyggð að þau þoli margra ára ef ekki áratuga notkun.

Vönduð ...

Reykjavíkurborg hefur nú sett upp vefsíðuna pappirerekkirusl.is þar sem íbúum er kynnt þjónusta borgarinnar með blátunnuna sem er valkvæð þjónusta fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Reykjavíkurborg vinnur nú að því fram til næstu áramóta að innleiða kerfi, í hvert hverfi á fætur öðru, sem felur í sér að ef skilagjaldsskyldar umbúðir eða pappír finnst í gráu heimilistunnunni (sem er nú einnig ...

Endurvinnslukortið IconNáttúran.is hefur gefið út Endurvinnslukort fyrir iPhone og iPad og er það nú aðgengilegt í AppStore. Smáforritið er ókeypis og notkun þess líka. Þeir sem nota það yfir 3G eða 4G samband greiða fyrir gagnflutning sem reynt er að halda í lágmarki.

Tilgangur Endurvinnskortsins er að einfalda leit að réttum stað fyrir hvern endurvinnsluflokk og stuðla þannig að betri ...

22. desember 2012

Jólin eru há-tíð ársins. Grunntónninn er sá að upplifa galdur lífsins, þakka gjafir jarðar, vegsama lífið og frjósemina sjálfa og gefa af okkur til annarra.

Með því að gefa sýnum við af okkur elsku, og það fyllir okkur sjálf innri gleði. Samhljómur og friður eru aukaverkanir af því að gefa. Þess vegna eru gjafir svo mikilvægur hluti hátíðar ársins. Jólagjöfin ...

Jólaseríur eru óendurvinnanlegar en rafvirkjar geta vafalaust gert við vandaðari gerðir, svari það kostnaði. Oftast þarf aðeins að skipta út perum sem getur þó verið svo tímafrekt að einfaldara þykir að kaupa nýja. Jafnvel þó að LED ljósaseríur séu töluvert dýrari en hefðbundnar seríur þá endast þær margfalt lengur, spara orku og eru því mun ódýrari og umhverfisvænni kostur þegar ...

Gleraugnaverslunin Sjónarhóll í Hafnarfirði sér um að safna fyrir verkefnið „Vision Aid Overseas“. Tekið er við öllum gleraugum, lesgleraugum, göngugleraugum, barnagleraugum, skiptum gleraugum og sólgleraugum með og án styrks. Gleraugun eru send til Englands þar sem þau eru þrifin, mæld og merkt og síðan send til Afríku þangað sem breskir augnlæknar / sjónfræðingar fara reglulega, oftast á sinn kostnað, og mæla ...

Hreinlætisvörur

Vistvænar hreinlætisvörur eru til í miklu úrvali og margar þeirra umhverfisvottaðar. Oft er hægt að sleppa hreingerningarefnum við þrif ef notaðir eru örtrefjaklútar og náttúruleg efni eins og edik eða salt. Ofnotkun hreinsiefna er mikil og dýrkeypt fyrir umhverfið. Efnin hverfa ekki þegar þau eru komin í skolpleiðslurnar heldur enda þau í hafinu. Efnin eru áfram virk og geta ...

19. desember 2012

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um nýsköpun í heimabyggð.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Nýsköpun þar sem náttúruafurðir og vistvænar/sjálfbærar framleiðsluaðferðir eru í hávegum hafðar.

Sjá nánar um nýsköpun í heimabyggð hér á Græna kortinu undir flokknum „Nýsköpun í heimabyggð".

Grafík: Myndtákn Green Map® System flokksins „Nýsköpun í heimabyggð“.

17. desember 2012

Árlega kaupa íslendingar um 40.000 jólatré, flest þeirra eru innflutt eða um 75% hin 25% eru framleidd hér á landi. Umhverfisáhrif innfluttra trjáa er mun meiri en þeirra sem vaxa hér á landi. Bæði er að við ræktun þeirra eru notuð varnarefni þ.e. illgresislyf og skordýraeitur og auk þess þarf að flytja þau um langan veg með skipum ...

Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu voru núylega veitt í 18. sinn og komu þau að þessu sinni í hlut Grand Hótel Reykjavík. Ólöf Ýrr Atladóttir, afhenti verðlaunin við athöfn á Ferðamálaþingi 2012 í Hörpunni.

Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu hafa verið veitt frá árinu 1995 til ferðaþjónustufyrirtækja eða einstaklinga í ferðaþjónustu sem þótt hafa skara framúr á sviði umhverfismála. Verðlaunin eru hugsuð sem hvatning og áminning ...

Samtök Lífrænna Neytenda bjóða til kvikmyndasýningar á heimildar myndinni Hungry for Change fimmtudaginn 13.desember n.k. kl 20:00 í Norræna húsinu.

Í myndinni ræða ýmsir aðilar úr heilsugeiranum um núverandi stöðu matvæla í heiminum og megrunarbransann. Í Myndinni er tekið fyrir hvernig maturinn sem við borðum getur annað hvort hjálpað okkur eða beinlínis unnið gegn okkur.

Sjá trailer ...

Svansmekta prentsmiðjan GuðjónÓ fannst við hæfi að bjóða upp á umhverfisvænni jólapappír. Pappírinn er prentaður báðu megin. Á annarri hliðinni skoppar jólakötturinn um örkina og vitnað er í vísur Jóhannesar úr Kötlum um Jólaköttinn. Hin hliðin skartar litríkum teikningum af fatnaði og minnir á að sá fer í jólaköttinn sem ekki fær nýja flík!

Jólapappírinn er gerður í samstarfi við ...

Árlega kaupa íslendingar um 40.000 jólatré, flest þeirra eru innflutt eða um 75% hin 25% eru framleidd hér á landi. Umhverfisáhrif innfluttra trjáa er mun meiri en þeirra sem vaxa hér á landi. Bæði er að við ræktun þeirra eru notuð varnarefni þ.e. illgresislyf og skordýraeitur og auk þess þarf að flytja þau um langan veg með skipum ...

Í dag er Alþjóðlegi Sjálfboðaliðadagur Sameinuðu þjóðanna. Deginum er ætlað að beina kastljósinu að sjálfboðaliðum um allan heim og þakka þeim fyrir störf sín í þágu hinna ýmsa verkefna sem stuðla að bættu samfélagi.

Við hjá Náttúran.is höfum verið svo lánsöm að hafa fengið að vinna með sjálfboðaliðum frá SEEDS samtökunum af og til um þriggja ára skeið. Bæði ...

05. desember 2012

Grænt Íslandskort en samvinnuverkefni Náttúran.is og alþjóðlega verkefnisins Green Map® System og Land- og ferðamálafræðistofu Háskóla Íslands en kortið byggist á flokkunarkerfi Green Map og umfangsmikilli leit Náttúran.is að viðskiptatækifærum, fyrirtækjum, vörum og þjónustu sem talist geta sjálfbær, umhverfisvæn eða á einhvern hátt hlekkur í grænni vitundarvakningu hér á landi. Þessir aðilar hafa verið flokkaðir í 106 flokka ...

05. desember 2012

Sparperur nota einungis um 15-20% af orku venjulegra glópera auk þess sem líftími þeirra er allt að 10 sinnum lengri. Glóperubann tók gildi hér á landi þ. 1. september 2012. Bannið byggir á Evróputilskipun (Ecodirective 32/2005) til að stuðla að rafmagnssparnaði en um 19% af raforkunotkun heimsins fer í lýsingu.

Þegar öllum glóperum hefur verið skipt út fyrir sparperur ...

Hægt er að skila ónýtum símtækjum og hleðslutækjum til endurvinnslustöðva. Símum og farsímum er einnig hægt að koma til verslana Símans og nokkurra fyrirtækja* sem taka símana í sundur og koma innvolsi og hulstrum til réttrar förgunar eða gera við símana, gefa til góðgerðarstarfsemi eða selja áfram á lágu verði.

*Símabær og Græn framtið ehf.

Upplýsingar úr Endurvinnslukorts smáforriti (appi ...

nokkur náttúruspilNáttúran.is hefur gefið út 52 náttúruspil með góðum ráðum sem tengjast árstíðunum. Efnið kemur úr ýmsum ábyggilegum áttum. Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir hönnuðu spilin, eins og reyndar alla grafíska umgjörð vefsins. Að textum vann einnig valinkunnur hópur starfsmanna auk áhugamanna og sérfræðinga á sviði náttúru, lista og umhverfisfræða. Spilin samanstanda af vistænum húsráðum, uppskriftum, fornri visku og ýmiskonar ...

Góð hjól sem engin not eru lengur fyrir má gefa eða selja. Á vefnum hjoladot.is er hægt að skrá, selja, og kaupa hjólavörur sínar. Tekið er við hjólum og öðrum hlutum sem eru með óskert notagildi og tilheyra heimilishaldi s.s. húsgögnum, rafmagnstækjum, innanstokksmunum, leikföngum, bókum, plötum og geisladiskum í nytjagáma Góða hirðisins á endurvinnslustöðvum höfuðborgarsvæðisins. Ef hjól eru ...

Til eru vörumerkingar frá landssamtökum astma- og ofnæmissjúklinga á Norðurlöndunum* sem eru á samþykktum vörum í viðkomandi landi. Óþol, ofurviðkvæmni og ofnæmi eru viðbrögð líkamans við efnum sem annað fólk þolir að öllu jöfnu. Stundum þarf ekki nema litla skammta, jafnvel nægir lykt til þess að framkalla ofnæmisviðbrögð líkamans. Í fjölmörgum hreinlætisvörum og smyrslum eru ilmefni sem valdið geta viðbrögðum ...

24. nóvember 2012

Hreinlætisvörur

Vistvænar hreinlætisvörur eru til í miklu úrvali og margar þeirra umhverfisvottaðar. Oft er hægt að sleppa hreingerningarefnum við þrif ef notaðir eru örtrefjaklútar og náttúruleg efni eins og edik eða salt. Ofnotkun hreinsiefna er mikil og dýrkeypt fyrir umhverfið. Efnin hverfa ekki þegar þau eru komin í skolpleiðslurnar heldur enda þau í hafinu. Efnin eru áfram virk og geta ...

23. nóvember 2012

Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar sagði m.a. í ræðu sinni á haustfundi Landsvirkjunar í gær:

Annað öflugt verkfæri í átt til sáttar er orðræðan. Ég tel að þar getum við öll gert miklu betur. Við verðum að virða ólík sjónarmið hvers annars og nálgast umræðu um þau af fagmennsku. Við verðum að hlusta á hvert annað og gera okkur grein ...

Eftirfarandi bréf var sent öllum alþingismönnum í dag:

Eins og svo oft áður hefur umræðan um erfðabreyttar lífverur (EBL) og útiræktun þeirra verið töluverð undanfarið og sérstaklega eftir að rannsókn G.E. Séralini var gerð opinber í Frakklandi  sem kallaði fram miklar efasemdir um skaðleysi erfðabreyttra matvæla.  Hér á landi hafa vísindamenn, sérstaklega í Landbúnaðarháskóla Íslands og í Læknadeild Háskóla ...

Í lok september sl. lögðu þingmennirnir Þuríður Backman, Birgitta Jónsdóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Þór Saari, Þráinn Bertelsson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir fram þingsályktunartillögu um bann á útiræktun á erfðabreyttum lífverum. Sjá frétt.

Tillöguna sjálfa og feril málsins má sjá hér og allir geta sent umsögn um þingályktunartillöguna beint inn á vef Alþingis.

Í gær sendi Valdimar Briem, dr. phil., fræðilegur ráðgjafi ...

NáttúrumarkaðurVefverslun með hugsjón

Eitt af meginmarkmiðum Náttúrunnar er að veita neytendum samræmdar upplýsingar um umhverfisvænar og heilbrigðar vörur á óháðu markaðstorgi, þannig að þeir geti tekið upplýsta ákvörðun byggða á samanburði óvéfengjanlegra upplýsinga um vottanir, uppruna og tilurð vörunnar, hreinleika, samsetningu og förgun innihalds og umbúða.

Náttúran starfrækir netverslun sem býður söluaðilum tvo möguleika til að tengja vörur viðmiðum og ...

Með vitundarvakningu og þátttöku almennra neytenda er hægt að nota markaðsöflin til þess að leysa mörg af þeim umhverfisverkefnum sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag, hvort sem þau eru staðbundin eða hnattræn. Þetta vill Náttúran er ehf. gera með því að vera:

  • fréttamiðill og veita neytendum óháðar upplýsingar um vörur og þjónustu sem tengjast náttúrunni, umhverfis-, félagslegum og/eða ...

Til marks um þann taugatitring sem gætir nú vegna stöðu Rammaáætlunar sem nú er á höndum alþingismanna að taka ákrörðun um, og þá í fyrstu lotu í höndum atvinnuveganefndar, þá óskar Dofri Hermannsson formaður Græna netsins Árna Páli til hamingju með „ágætt kjör“ á kaldhæðinn hátt á bloggsíðu sinni í dag en þar segir hann m.a.

„Nú býst ég ...

Jafnvel þótt mannkynið sé aðeins lítið brot af öllu lífkerfi jarðar hefur það mun meiri áhrif á umhverfi sitt en stærð þess gefur til kynna. Vegna þess hve áhrif mannsins á umhverfið og náttúruna eru umfangsmikil er erfitt að ákveða hvað sé náttúra og hvað sé manngert umhverfi. Ósnert náttúra og ósnortin víðerni eru á hverfanda hveli og sumir halda ...

Þegar ég fann vefinn Náttúran.is sagði ég við sjálfa mig að þetta væri frábært íslenskt verkefni og að það þyrfti að kynna sjálfboðaliðunum í hópnum okkar það. Ég skrifaði Guðrúnu Tryggvadóttur til að kanna hvort að hún sæi sér fært að vera fyrsti gestafyrirlesari í þremur vinnubúðum; til að gefa þeim innsýn í hvaða áhrif ein manneskja getur haft ...

08. nóvember 2012

Ferskvatnsauðlindir Íslendinga eru umtalsverðar eða um 666.667 rúmmetrar á mann á ári. Til samanburðar eru vatnsauðlindir í mörgum Afríkuríkjum minni en 1000 rúmmetrar á mann á ári. Gnægð er af vatni og er vatnsnotkun yfirleitt ekki talin til vandamála á Íslandi. Í Reykjavík notar hver íbúi um 155 m3/ári eða um 155.000 lítra af köldu vatni á ...

07. nóvember 2012

Áætlað er að Íslendingar fleygi hátt í 60 tonnum árlega af kertaafgöngum. Þar er á ferðinni gott hráefni til endurvinnslu sem við ættum ekki að láta fara til spillis.

Kertaafgöngum er hægt að skila í sérstakar tunnur á endurvinnslustöðvum víða um land. Einnig er tekið við þeim á bensínstöðvum Olís.

Í Kertagerð Sólheima eru kertaafgangarnir gróft flokkaðir eftir lit. Vaxið ...

02. nóvember 2012

Snyrtivörur varða daglega umhirðu líkama okkar. Margar snyrtivörur höfða mest til skjótfenginna fegurðaráhrifa en taka lítið tillit til áhrifa á heilsu notandans eða umhverfisáhrifa til lengri tíma. Til eru lífrænt vottaðar snyrtivörur, umhverfisvottaðar og sanngirnisvottaðar. Snyrtivörur geta innihaldið bæði tilbúin og náttúruleg efni. Stundum koma náttúrulegu efnin beint úr jurtum, en oft er búið að einangra þau til að fá ...

Á vef Umhverfisstofnunar er frétt um skýrslu sem stofnunin ásamt heilbrigðisstofnunum sveitarfélaga þ.e. Efnavöruhópur Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga hafa gert um ástand efnanotkunar á bílaþvottastöðvum landsins. Smelltu hér til að lesa skýrsluna.

„Könnuð var framfylgni við þær reglur sem þykja helst eiga við þegar kemur að efnanotkun á bílaþvottastöðvum. Má þar helst nefna að merkingar hættulegra efnavara voru skráðar ...

Loftslagsfræðingar sem skila skýrslum til nefndar Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC) segja að við séum að sjá hlýnun loftslags af mannavöldum og það er aukinn ótti við magnandi sveiflur sem kunna að auka þessi áhrif enn frekar en nú er.

Vísindamenn greina loftslagsbreytingar í trjáhringjum, kóralrifjum, og í gasbólum í ískjörnum frá Suðurskautslandinu eða Grænlandsjökli ...

Fjöldi veitingahúsa um allan heim koma nú til móts við viðskiptavini sína með því að ábyrgjast að hráefnið sem notað er í eldhúsinu sé hreint og óerfðabreytt. Eitt dæmi eru samtök í Þýskalandi „Veitingahús án erfðabreyttra lífvera“ (Gentechnikfreie Gastronomie). Á vef samtakanna segir:

„Markmið þýsks- og evrópsks landbúnaðar er framleiðsla hágæða landbúnaðarafurða. Meira en 80% neytenda vijla afurðir án erfðabreyttra ...

Á undanförnum árum hefur þeim löndum fjölgað sem hafa komið á löggjöf til að hafa hemil á framleiðslu, sem nýtir sér erfðabreyttar lífverur. Allnokkur lönd hafa gengið svo langt að banna erfðabreyttar lífverur og lýst landsvæði sín sem svæði án erfðabreyttra lífvera. Slíkar stefnumótanir og ákvarðanir um að vera án erfðabreyttra lífvera hafa einnig verið gerðar af félagasamtökum, einstökum héruðum ...

Páll Jakob Líndal doktorsnemi í umhverfissálfræði* flutti fyrsta fyrirlesturinn í fyrirlestraröðinni „Frá vitund til veruleika“ í Norræna húsinu í gær en Norræna húsið og Landvernd standa fyrir fyrirlestraröðinni í vetur.

Í fyrirlestri Páls kom fram að gildi náttúrunnar sem endurheimtandi** afls þ.e. til streytulosunar og endurnýjunar krafta mannsins sé veruleg en hann sagði frá nokkrum rannsóknum sem leiddu með ...

Það er óhætt að segja að Lífrænt Ísland 2012 sem Samtök lífrænna neytenda stóðu fyrir í Norræna húsinu í sunnudaginn hafi slegið í gegn en viðburðurinn sprengt húsið gersamlega utan af sér.

Þetta var fyrsta árlega uppskeruhátíð Samtaka lífrænna neytenda en þau voru stofnuð á sama stað þ. 7. mars 2010 (sjá frétt).

Biðröð myndaðist fyrir utan Norræna húsið fyrir ...

Fimmtíu ár frá útgáfu bókarinnar „Raddir vorsins þagna“ eftir Rachel Carson. Skilaboð móttekin en án viðbragða?

Að því tilefni verður haldinn opinn fyrirlestur miðvikudaginn 17. október 2012 í Öskju, stofu 132, kl. 12.25-13.15 en þá mun Joni Seager, prófessor í hnattrænum fræðum við Bentley-háskóla, halda erindi sem ber heitið „Fimmtíu ár frá útgáfu bókarinnar „Raddir vorsins þagna“ eftir ...

Árið 2000 fékk prentsmiðjan GuðjónÓ fyrst Svansvottun. Á þeim tíma var umhverfisstarf komið vel á veg á Norðurlöndum og í Þýskalandi, en prentsmiðjur hér heima ekki byrjaðar að skoða sín mál. Það var því mikið brautryðjendastarf að koma á fyrstu vottuninni  og tók 2 ár að breyta starfsemi prensmiðjunnar innanfrá til að uppfylla kröfur Svansins.

Nú hefur GuðjónÓ haft Svansvottun ...

Samtök lífrænna neytenda standa fyrir viðburðinum Lífrænt Ísland í Norræna húsinu sunnudaginn 14. október nk. frá kl. 12:00-17:00 en þar verður leitast við að gefa sem gleggsta mynd af stöðu hins lífræna Íslands eins og það er í dag.

Lífrænir framleiðendur kynna vörur sínar og gefa að prufa og smakka af framleiðslu sinni. Stuttir og fræðandi fyrirlestrar verða ...

Nú þegar að Pandorubox Orkuveitu Reykjavíkur og sveitarfélagsins Ölfuss hefur verið opnað af virðulegri nefnd og þetta spillta samband afhjúpað er almennum fréttamiðlum loksins óhætt að rugga bátnum. Löngu eftir að hann er sokkinn.

Það er þó mikilvægt að hlutunum sé haldið til haga og minnt á að náttúruverndarfélögin, þá aðallega Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands, einstaklingurinn Lára Hanna og við ...

Náttúran.is hefur nú þróað og hannað Lífrænt Íslandskort í prentútgáfu en það verður kynnt á Lífrænu Íslandi 2012 fyrsta árlega viðburði Samtaka lífrænna neytenda sem haldinn verður í Norræna húsinu sunnudaginn 14. okt. nk. frá kl. 12-17.

Ástæðan fyrir útgáfu Lífræns Íslandskorts nú er einfaldlega sú að nauðsynlegt er orðið að gera upplýsingar um lífrænan landbúnað og framboð á ...

Námskeiðið „Lifandi víxlverkan, kosmískir straumar - jarðneskt ferli“ á grundvelli 2. fyrirlestrar úr Landbúnaðarnámskeiði Rudolf Steiner, verður haldið í Skaftholti laugardaginn 13. október frá 10:00-16:00.

Leiðbeinandi er Henk-Jan Meijer.

Námskeiðsgjald eru þrjúþúsund krónur og er hádegisverður innifalinn.

Vinsamlegast skráið þátttöku á skaftholt@simnet.is.

Sjá Skaftholt hér á Grænum síðum.

Snyrtivörur varða daglega umhirðu líkama okkar. Margar snyrtivörur höfða mest til skjótfenginna fegurðaráhrifa en taka lítið tillit til áhrifa á heilsu notandans eða umhverfisáhrifa til lengri tíma. Til eru lífrænt vottaðar snyrtivörur, umhverfisvottaðar og sanngirnisvottaðar. Snyrtivörur geta innihaldið bæði tilbúin og náttúruleg efni. Stundum koma náttúrulegu efnin beint úr jurtum, en oft er búið að einangra þau til að fá ...

Athugasemd vegna greinar prófessors Séralinis o.fl. (2012) um eituráhrif Roundups og erfðabreytts maís.*

Á síðustu árum hefur aukist nokkuð fjöldi áreiðanlegra vísindalegra rannsókna, bæði á áhrifum erfðabreytinga og plöntueiturs í matvælum á heilsu neytenda, sem og á áhrifum þessarar tækni á allt lífríki jarðarinnar**. Ofannefnd fræðigrein var birt fyrirfram á netinu þ. 19. september s.l. Greinarinnar hafði verið ...

ENERGY STAR (orku-stjarna) er verkefni á vegum bandarískra stjórnvalda sem býður framleiðendum og neytendum upp á orkusparandi lausnir, sem gerir það auðvelt að spara bæði orku og peninga og standa vörð um rétt komandi kynslóða til betra lífs. Orkusparnaður á heimilinu getur sparað fjölskyldum allt að 1/3 af orkureikningnum án þess að það bitni á gæðum og þægindum. ENERGY ...

28. september 2012

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um óháða umhverfismiðlun.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Óháð umhverfismiðlun getur verið í formi vefja, tímarita, dagblaða, útvarps og sjónvarpsþátta, og myndbanda sem gerð eru til styrktar eða fræðslu um málefni umhverfisins.

Sjá nánar um óháða umhverfismiðlun hér á Græna kortinu undir flokknum „Óháð umhverfismiðlun".

Grafík: Myndtákn Green Map® System ...

28. september 2012

Vistvænar byggingar er hugtak sem enn er ekki alveg komið inn í íslenska tungu. Í raun er átt við að bygging þurfi að vera heilbrigð þ.e. að hún skaði ekki heilsu íbúanna, gangi ekki of nærri auðlindum jarðar og hafi ekki neikvæð áhrif á náttúruna á líftíma sínum og eftir. Það er því margt sem að spilar þar inní ...

Answer to "Expert reaction..."

(on www.sciencemediacenter.org)

Gilles-Eric Seralini, Ph.D., co-director of the Unit on multidisciplinary Risks, Quality and Sustainable Environment (MRSH-CNRS), University of Caen and Joël Spiroux de Vendômois, M.D specialist on environmental pathologies, CRIIGEN president (www.criigen.org). Members of ENSSER (ensser.org).

First of all we have published the most comprehensive life long mammalian ...

Bláfáninn (Blue Flag) er umhverfismerki sem úthlutað er þeim smábátahöfnum og baðströndum sem uppfylla ákveðin skilyrði sem miða að því að auka umhverfisgæði og umhverfisvitund gesta staðanna.

Landvernd hefur umsjón með Bláfánanum á Íslandi, en verkefnið er hluti af alþjóðlega verkefninu Fee-Foundation for Environmental Education.

Sjá þá aðila sem hafa Bláfánann hér á Grænum síðum.

Sjá nánar á vef Landverndar.

26. september 2012

Skógræktarfélag Kópavogs efnir til fræðslugöngu laugardaginn 22. september um Guðmundarlund í nágrenni Elliðavatns undir leiðsögn Kristins H. Þorsteinssonar garðyrkjufræðings. Lagt verður upp í gönguna frá aðalinngangi Guðmundarlundar kl. 11:00 og lýkur fræðslugöngunni kl. 13:00.

Hægt verður að safna fræi af ýmsum tegundum trjáa og runna. Kristinn ætlar að fræða fólk um gróður í Guðmundalundi, sýna hvernig tína á ...

Norman Ernest Borlaug

Í nýúkomnu Bændablaði (18 tbl. ná í hér) birtist á sömu opnu, grein um Norman Ernest Borlaug*, föður „Grænu byltingunnar“ svokölluðu og auglýsing um námskeið hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, en þar af eru þrjú námskeið helguð erfðatækni. Greinin um Borlaug er fróðleg þó minna fari fyrir hörmulegum áhrifum Grænu byltingarinnar en þeim sem margir hafa talið vera með ...

Náttúran.is minnir á að allar upplýsingar um umhverfistengda starfsemi, samtök, stofnanir, hugtök, vottanir, viðurkenningar og verkefni svo fátt eitt sé nefnt er að finna hér á síðunni undir hinum ýmsu flokkum, öllum aðgengilegar og frjálsar til afnota.

Öllum er velkomið að nota fréttir og greinar af síðunni sé uppruna getið en einnig er hægt að nota fréttafóðrun RSS (sjá ...

Páll Ásgeir Ásgeirsson rithöfundur, leiðsögumaður, blaðamaður og náttúrubarn flutti eftirfarandi erindi á hátíðahöldum dags íslenskrar náttúru í Árbæjarsafni þ. 16. sept. 2012:

Kæra afmælisbarn, Ómar Ragnarsson, háttvirtur umhverfisráðherra og góðir gestir.

Að ætla sér að tala um náttúruvernd á þessum stað við þetta tækifæri og yfir hausamótum þeirra sem hér eru viðstaddir er svolítið eins og að boða bindindi á ...

Ferðamálastofa auglýsir eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna fyrir árið 2012. Verðlaunin hefur stofnunin veitt árlega frá árinu 1995 og er tilgangur þeirra að beina athyglinni að þeim ferðamannastöðum eða fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi.

Ferðaþjónustan byggir afkomu sína að miklu leyti á umhverfislegum gæðum og er það trú Ferðamálastofu að verðlaunin geti orðið hvatning til ...

Kvikmynd Herdísar Þorvaldsdóttur Fjallkonan hrópar á vægð er nú sýnd í Regnhboganum. Næstu sýningar eru föstudaginn 14. sept., laugardaginn 15. sept., og sunnudaginn 16. sept. og hefst sýning myndarinnar kl. 18:00 alla dagana.

Fjallkonan hrópar á vægð hefur verið tilnefnd til Fjölmiðlaverðlauna umhverfisráðuneytsinsin í ár ásamt tveimur öðrum verkefnum en úthlutun verðlaunanna fer fram á Degi íslenskrar náttúru nú ...

Sýning um fuglana, gróðurinn og mannlífið í Vatnsmýrinni, um náttúruna í borginni og mikilvægi endurheimtar votlendisins var opnuð við athöfn í gær. Sýningin er samvinnuverkefni á milli Norræna hússins, Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands og felst í að virkja friðinn í varplandinu, opna rásirnar, auka vatnsflæðið um svæðið og tengja það hringrás vistkerfanna. Í raun hefur verið settur upp náttúruskóli og ...

Myndlist þ.e. litir og form í barnaherberginu þarf að fylgja aldri og persónuleika barnsins. Barnaherbergið er veröld barnsins og það á að fá að taka þátt í að móta hana. Myndir eftir barnið, ljósmyndir af fjölskyldunni eða mynd af uppáhalds dýrinu eru vinsæl myndefni.

Veggir sem ekki eru ofhlaðnir kalla jafnvel frekar á frjóa hugsun en veggir sem eru ...

Gengt inngangi IKEA í Kauptúni hefur verið komið upp lítilli móttökustöð fyrir nokkra endurvinnsluflokka ásamt fræðslu um hvernig viðkomandi efni eru endurunnin. IKEA hefur skýra umhverfisstefnu á heimsvísu og IKEA á Íslandi tekur alltaf fleiri og fleiri skref í þá átt að vera fordæmisgefandi á þessu sviði sem er mikilvægt því fáir staðir eru betur sóttir en IKEA í Kauptúni ...

Ferskvatnsauðlindir Íslendinga eru umtalsverðar eða um 666.667 rúmmetrar á mann á ári. Til samanburðar eru vatnsauðlindir í mörgum Afríkuríkjum minni en 1000 rúmmetrar á mann á ári. Gnægð er af vatni og er vatnsnotkun yfirleitt ekki talin til vandamála á Íslandi. Í Reykjavík notar hver íbúi um 155 m3/ári eða um 155.000 lítra af köldu vatni á ...

03. september 2012

Guðmundur Páll Ólafsson náttúruverndari og doktor í sjávarlíffræði með meiru er látinn. Guðmundur Páll var um áratuga skeið ein skærasta fyrirmynd íslenskra náttúruverndarsinna en hann hefur bæði unnið að því að fræða almenning um náttúru Íslands með bókum sínum og ljósmyndum sem og tekið þátt í áralöngum og ströngum báráttumálum s.s. Kárahnjúkabaráttunni og baráttunni fyrir verndun Þjórsárvera. Guðmundi Páli ...

Vottunarstofan Tún hefur staðfest að Mjólkurbúið Kú ehf. uppfylli reglur um framleiðslu á lífrænum ostum. Vottorð þessa efnis var formlega afhent í mjólkurvinnslu félagsins í Hafnarfirði í morgun, fimmtudaginn 30. ágúst. Mjólkurbúið Kú ehf. er fyrsta sérhæfða vinnslustöðin sem fær vottun til lífrænnar ostaframleiðslu hér á landi.

Með ...

Bio-Bú sérhæfir sig í framleiðslu á lífrænt vottuðum mjólkurvörum. Bio-Bú ehf var stofnað af hjónunum Dóru Ruf og Kristjáni Oddssyni árið 2002 en fyrsta varan, lífræn jógúrt, koma á markað ári seinna.

Fyrirtækinu hefur uxið fiskur um hrygg og framleiðslan er stöðugt að verða fjölbreyttara enda mikill áhugi á lifrænum vörum hjá neytendum. Úrvalið í dag samanstendur af grískri jógúrt ...

Ágætis byrjun er verkefni sem Umhverfisstofnun stendur fyrir til að kynna umhverfismerkið Svaninn en það felur í sér að dreifa Svanspokum til nýbakaðra foreldra.

Verkefnið er unnið að norskri fyrirmynd en þar hefur sambærilegt verkefni verið í gangi síðan árið 2005. Í pokunum er bæklingur sem fjallar um umhverfismerkið Svaninn og kosti þess að velja umhverfisvottað fyrir ungabörn. Í pokanum ...

Þriðjudagsganga um jarðfræði Viðeyjar verður farin í fylgd Hreggviður Norðdahl jarðfræðingur á morgun þ. 28. ágúst kl. 19:15 - 22:00.

Jarðfræði er Íslendingum hugleikin og ekki þarf nema rétt að bregða sér af braut malbiksins til að finna merkar jarðmyndanir.  Í Viðey er elsta berg borgarlandsins að finna og víða í eyjunni sjást stórbrotnar bergmyndanir, meðal annars fallegt stuðlaberg ...

Í viðtali við Guðjón L. Sigurðsson form. Ljóstæknifélags Íslands á Bylgjunni í gær kom fram að lýsing af sparperum (compact ljósaperum) sé mjög ólík glóperum og það sé ekki auðvelt fyrir neytendur að finna réttu sparperurnar í lampana sína þegar að bann á glóperum tekur gilid þ. 1. september nk. Guðjón segir að sparperurnar séu lengi að tendrast og ná ...

Það finnst sjálfsagt mörgum það hálfkjánalegt að tala um „umhverfisvæna“ farsíma þegar að „minna umhverfisspillandi“ væri meira við hæfi. En hvað sem því líður þá var fjallað um „7 of the Most Eco-Friendly Cell Phones on the Market“ í grein á Treehugger í gær. Innihald greinarinnar er á þessa leið:

Farsímar eru nú í höndum meira en helmings jarðabúa og ...

Skaftholti í Gnúpverjahreppi hefur verið stundaður lífrænn og lífefldur (bio-dynamic) búskapur undir stjórn Guðfinns Jakobssonar í yfir 30 ár. Þar hefur ennfremur verið unnið mikið og merkilegt meðferðarstarf en um 20-25 heimilismenn eru að jafnaði búsettir í Skaftholti þar sem þeir búa og vinna í nánum tengslum við náttúruna. Skaftholt er sjálfum sér nægt með búsafurðir allar. Í kúabúi ...

Á síðustu öld jókst mjög tækni við fiskveiðar, svo mjög að sumir fiskstofnar voru ofveiddir. Þegar þorskstofninn á Grand Banks við Nýfundnaland hrundi á síðasta áratug síðustu aldar óx umræða um þörfina á bættri umgengni um auðlindir sjávar. Smám saman gerðu stjórnvöld og útvegurinn sér grein fyrir að verndun fiskistofna og skilvirk veiðistjórnun væri strandríkjum lífsnauðsyn. Einstaka umhverfissamtök gengu enn ...

Monsanto risinn er eins og flestir vita leiðandi í þróun erfðabreyttra fræja og svífst einskis til að auðgast. Monsanto komst á legg með því að framleiða Agent Orange sem Bandaríkjamenn notuðu í Víetnam stríðinu. Afrekalisti Monsanto er langur og dökkur (sjá nánar á Wikipediu).

Þeir sem styðja ekki heimsyfirráðastefnu Monsanto geta forðast að styrkja fyrirtækið með því að sniðganga eftirfarandi ...

Skráargatið, merki sem á að gefa til kynna að tiltekin vara sé „hollari“ en sambærilegar vörur á markaði hefur verið notað á nokkrar íslenskar vörur, aðallega mjólkur- og brauðvörur, jafnvel þó að Matvælastofnun hafi ekki enn fengið leyfi til notkunar merkisins frá Livsmedelsverket í Svíþjóð, sem er rétthafi merkisins. Ekki hefur heldur verið ákveðið hver fer með eftirlit og úttektir ...

Vörur sem fólk kaupir og notar daglega innihalda efni sem eiga að auka endingu varanna, gera þær mýkri, minnka brunahættu osfrv. Kaupmynstur okkar endurspeglast á heimilum okkar á máta sem fæstir gera sér grein fyrir. Það er til dæmis hægt að greina yfir 150 mismunandi efni í „rykrottum“ á hverju meðalheimili. Mörg þeirra koma frá efnum sem Evrópusambandið hefur metið ...

Náttúran birtir nú sjöunda sáðalmanak ársins 2012 en Guðfinnur Jakobsson lífrænn bóndi í Skaftholti tekur saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar.

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún hefur fengist við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum ...

Sveit köllum við oft landið fyrir utan þéttbýlið. Þar komumst við í tengsl við náttúruna og þann lífsstíl sem hefur tíðkast í landinu öldum saman. Sveitin er í raun hin stórkostlega náttúra í allri sinni dýrð. Jöklar, fjöll, hraun, sandar, vötn og lækjarsprænur mynda landslagið en lífríkið samanstendur af flóru (trjáplöntum og villtum jurtum) og fánu (spendýrum, skordýrum, fiskum og ...

Næstkomandi sunnudag þ. 29. júlí kl. 14:00 mun Lystigarður Akureyrar fagna hundrað ára afmæli sínu með afmælishátíð. Stemningin verður mjög fjölskylduvæn. Boðið er í lautartúr í Lystigarðinum í anda liðinna tíma. Harmonikkan mun hljóma fyrsta hálftímann áður en hátiðin verður sett. Hljómsveit Ingu Eydal leikur síðan við hvurn sinn fingur og flytur hin ljúfustu lög fyrir gesti og gangandi ...

Hjörtur Benediktsson og Helga Hjartardóttir opnuðu grænmetismarkað sinn á bílastæði Leikfélags Hveragerðis við hliðina á gamla Eden þ. 13. júlí sl. Þetta er þriðja árið sem þau fegðin slá upp grænmeitsmarkaði í Hveragerði.

Opið er allar helgar fram á haust; föstudaga kl. 14:00-18:00 og laugardaga og sunnudaga kl. 12:00 - 18:00.

Nýtt grænmeti úr gróðurhúsum og nýupptekið ...

Í frétt á treehugger.com frá 9. júlí 2012 segir:

„Í síðustu viku tilkynnti Electronic Product Environmental Assessment Tool (EPEAT), sem er vottunarverkefni fyrir raftæki sem krefst þess að fyrirtæki sem taka þátt uppfylli vissa umhverfisstaðla, að Apple hefði tekið allar 39 tegundir af fartölvum sínum, skjám og hefðbundnum tölvum sem höfðu verið vottaðar, út úr verkefninu (verkefnið nær ekki ...

Leikur er nám og nám getur verið leikur. Það er þó ekki alltaf raunin, allt fer eftir því hvernig litið er á hlutina. Þetta á við hjá börnum jafnt sem fullorðnum. Börn ættu að fá að vera börn eins lengi og unnt er, helst langt fram á elliár.

6 ára börn sem sett eru niður við skrifborð (skólaborð) klukkutímunum saman ...

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um umhverfisfræðslu.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Allt frá skipulögðu námi á öllum skólastigum, til einstakra umhverfisfræðslunámskeiða og fyrirlestra ætluðum almenningi.

Sjá nánar um umhverfisfræðslu hér á Græna kortinu undir flokknum „Umhverfisfræðsla".

Grafík: Myndtákn Green Map® System flokksins „Umhverfisfræðsla“.

10. júlí 2012

Ýmsar blikur eru á lofti varðandi það að olíukreppa heimsins sé ekki langt undan. Bandaríkin fóru yfir topp hámarksframleiðslu á olíu (Hubbert´s peak) um 1970 og Norðursjórinn fór yfir topp hámarksframleiðslu á olíu árið 1999. Í kjölfarið á þessum staðreyndum hefur verð á olíu heldur farið hækkandi. Nú er jafnvel talið að heimsframleiðsla olíu muni fara yfir topp hámarksframleiðslu ...

Ari Hultqvist, áður verslunarstjóri í Yggdrasil, opnar sölubása fyrir lífrænar og íslenskar vörur á miðju Lækjartorgi í dag undir nafninu LÍFgRÆNT en markaðurinn er rekinn í samvinnu við Græna Hlekkinn. Ari var einnig með LÍFgRÆNT á Lækjartorgi í fyrrasumar.

Á torginu selur Ari grænmeti, brauð, kökur, sultur, safa, söl, þara, fjallagrös, te o.fl. frá öllum helstu framleiðendum lífrænna vara ...

Í dag þ. 8. júlí er íslenski safnadagurinn haldinn hátíðlegur vítt og breitt um landið. Söfn og önnur menningarsetur opna dyr sínar og bjóða mörg hver upp á sérstakar uppákomur og ókeypis aðgang í tilefni dagsins.

Íslenski safnadagurinn var fyrst haldinn árið 1997 að frumkvæði safnmanna sjálfra. Markmiðið með deginum er að benda á mikilvægi faglegrar varðveislu og miðlunar sameiginlegra ...

Grasagarður Reykjavíkur er lifandi safn undir berum himni og í garðinum eru varðveittar um 5000 tegundir plantna í átta safndeildum.

Litir blóma í beðum verður umfjöllunarefni leiðsagnar um safndeild í Grasagarðsins í Reykjavík á íslenskum safnadeginum sunnudaginn 8. júlí kl. 13:00.

Á Safnadeginum verður athyglinni beint að litanotkun blóma í beðum en í Grasagarðinum hafa verið útbúin tvö falleg ...

Um þessar mundir er Náttúran í allsherjar uppfærslum skráninga, með sérstaka áherslu á vottaða aðila, verðlaunaða og annarra sem af bera á sviði umhverfismála á Íslandi. Í dag unnum við að uppfærslum á EarthCheck vottuðum aðilum á Íslandi, sem í stuttu  máli sagt var ekki uppörvandi vinna.

Fimm aðilar hafa hellst úr lestinni á þeim stutta tíma síðan GreenGlobe var ...

Náttúran.is vill koma á framfæri þakklæti til þeirra aðila sem stutt hafa þróun Endurvinnslukorts í formi smáforrits (apps) fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Án þeirra hefði okkur ekki verið unnt að vinna verkið og gefa forritið gjaldfrjáls áfram til almennings. Endurvinnslukortið fyrir iPhone og iPad er tilbúið og má nálgast ókeypis í App Store.

Við vonumst síðan til að fleiri ...

Haugarfi [Stellaria media] er af flestum talið hið leiðinlegasta illgresi, en eins og svo margt annað í náttúrunni leynir hann á sér. Hann er m.a. notaður í mörg krem og áburði, þá sérsaklega í vörum frá tveimur íslenskum framleiðendum sem á síðustu árum hafa verið að slá í gegn með framleiðslu sína. Í 24-stunda kreminu frá tær icelandic er ...

Samkvæmt Almanaki Þjóðvinafélagsins eru sumarsólstöður nákvæmlega kl. 23:09 kvöldið 20. júni. Þá er bara að gera sig tilbúin/nn til að fara út í guðsgræna náttúruna og baða sig í dögginni en hún á að vera svo heilnæm, að menn læknist af kláða og 18 öðrum óhreinindum í holdi við að velta sér í henni allsber. Og um leið ...

ÞJÓRShÁtíð er tónleikahátíð með meiru sem verður haldin þann 16. júní 2012 í mynni Þjórsárdals í Gnúpverjahreppi, sem er rétt rúmum einum og hálfum tíma frá Reykjavík. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

Hugmyndin með ÞJÓRShÁtíð er að vekja fólk til umhugsunar um náttúruna og mikilvægi hennar og jafnframt að fólk hugleiði afleiðingar óafturkræfra framkvæmda.

ÞJÓRShÁtíð verður sett kl 13 ...

Tré eru lífsnauðsynleg lífinu á jörðinni. Þau binda jarðveg og stuðla að jarðvegsmyndun gegnum rotnunarferli laufblaða, trjágreina og trjábola. Án jarðvegs væri enginn landbúnaður. Trén eru einnig hluti af innbúi okkar, sumir búa í timburhúsum og húsgögn og parketgólf eru smíðuð úr viði. Tré eru einnig lífsnauðsynleg mörgum vistkerfum jarðar, vistkerfum sem veita samfélögum mannanna ómetanlega vistvæna þjónustu. Við myndum ...

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um upprunalega skóga og gróður.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Plöntur og tré sem tilheyra því gróðurfari sem var fyrir þegar svæðið var fyrst byggt.

Sjá nánar um upprunalega skóga og gróður hér á Græna kortinu undir flokknum „Upprunalegur skógur / gróður".

Grafík: Myndtákn Green Map® System flokksins „Upprunalegur skógur / gróður“.

09. júní 2012

Sem hluta af þróun Græna Íslandskortsins hefur Náttúran tekið saman yfirlit yfir útsýnisskífur á Íslandi en 39 útsýnisskífur hafa nú verið skráðar og kortlagðar á Græna kortið hér á vefnum. Þrátt fyrir ítarlega leit að útsýnisskífum má vel vera að einhversstaðar á landinu leynist fleiri útsýnisskífur sem við höfum ekki fundið og væri því mikilvægt að fá upplýsingar um þær ...

Vefmyndavél hefur verið sett upp í Kverkfjöllum en hún mun án efa nýtast við almenna ferðaskipulagningu og náttúruskoðun.  Auk þess er hrein unun að fylgjast með veðrabreytingum á þessum stað.

Vefmyndavélin sendir myndir á 30 mínútna fresti og veðurstöðin gefur þróun í veðri á 10 mínútna fresti.

Þetta er tilraunaverkefni svo tíminn mun leiða í ljós hversu lengi vefmyndavélin mun ...

Eldhúsið er einn helsti samverustaður fjölskyldunnar. Nútímaeldhúsið er mjög tæknivætt með fjölda mismunandi heimilistækja sem flest nota rafmagn. Eldhúsið er því sá staður heimilisins þar sem einna mest orkunotkun fer fram. Í eldhúsinu er hægt að spara orku, heitt og kalt vatn, og flokka sorp alveg frá grunni. Einnig skiptir máli að velja lífrænar, uppruna-, umhverfis- og/eða sanngirnisvottaðar vörur ...

Vorið 2009 sóttu forsvarsmenn Náttúrunnar um styrk til frekari þróunar „Grasa-Guddu“ vefuppflettirits um íslenskar jurtir til Náttúruverndarsjóðs Pálma Jónssonar stofnanda Hagkaups. Grasa-Gudda fékk styrk úr sjóðnum sem gerir okkur kleift að halda áfram með þróun Grasa-Guddu.

Vorið 2012 varð sjóðurinn við umsókn Náttúrunnar um styrk til þróunar Græns Íslandskorts fyrir snjallsíma og spjaldtölvur.

vorið 2014 varð sjóðurinn við umsókn Náttúrunnar ...

Úthlutað hefur verið úr Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar stofnanda Hagkaups í ár og meðal þeirra verkefna sem styrk voru að þessu sinni er verkefnið Grænt Íslandskort í app-útgáfu sem Náttúran.is vinnur nú að. Samtals var úthlutað 18.900.000.- kr til 27 verkefna.

Náttúran.is þakkar kærlega fyrir stuðninginn!

Sjá nánar um öll verkefnin sem hlutu styrki að þessu sinni:

 

Tilgangur umhverfismerkinga er „að hjálpa neytendum að velja vörur sem hafa minni áhrif á umhverfi og heilsu en aðrar sambærilegar vörur“. Umhverfismerking einstakrar vöru eða þjónustu er staðfesting á að framleiðandinn hefur uppfyllt fyrirfram skilgreind skilyrði við framleiðslu vörunnar, sem dæmi er gerð krafa um hráefni, umbúðir og áhrif vörunnar á líftíma hennar. Þetta er metið af óháðum, úttektaraðila (ekki ...

Náttúran birtir nú fimmta sáðalmanak ársins 2012 en Guðfinnur Jakobsson í Skaftholti tekur saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar.

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún hefur fengist við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum dýrahringsins.

Dagur ...

Blóm og aðrar jurtir eru ýmist villtar eða framleiddar, þ.e. komið á legg með sáningu fræja eða gróðursetningu t.a.m. stiklinga. Þær jurtir sem eru á boðstólum hérlendis eru ýmist villtar, fluttar inn eða framleiddar innanlands. Eftirlit með innflutningi fræja, lifandi jurta, afskorinna blóma og áburðar er í höndum Matvælastofnunar. Hlutverk stofnunarinnar er m.a. að hindra að ...

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um menningarsetur.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Hér eru skráð öll menningarsetur á Íslandi. Þau eiga á ýmsan hátt snaran þátt í sjálfsmynd þjóðarinnar, umhverfi, menningu og ímynd borga og sveita. Söfn, setur og minnisvarðar sem og staðir sem eru ekki endilega stofnanavæddir eru skráðir í þennan flokk.

Sjá nánar ...

Í áraraðir hefur Herdís Þorvaldsdólttir kveðið sér hljóðs, á fundum, í blöðum og alls staðar sem hún hefur stigið niður fæti, og bent á það, með góðum rökum, að lausaganga búfjár sé aðal-umhverfisvandi Íslendinga.

Oftar en ekki hefur hugprútt fólk látið sem hér væri um nöldur í elliærri kerlingu að ræða og frekar þótt uppákoman fyndin en nokkuð annað. Eru ...

Framleiðsla á einföldustu raftækjum hefur gríðarlega neikvæð umhverfisáhrif. Þess vegna keppast framleiðendur víða um heim nú um að sýna lit og minnka umhverfisáhrif framleiðslu sinnar. En ekki taka allir þátt í því og bíða þangað til að fyrirskipanir berast t.d. frá ESB sem þvinga þá til að minnka umhverfisáhrifin. Við getum tekið þátt í því að „umhverfisvæni verði markaðsforskot ...

Náttúran birtir nú fjórða sáðalmanak ársins 2012 en Guðfinnur Jakobsson í Skaftholti tekur saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar.

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún hefur fengist við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum dýrahringsins.

Dagur ...

Náttúran hefur gert forrit fyrir snjallsíma og spjaldtölvur sem á að einfalda flókinn heim endurvinnlu á Íslandi. Þar má finna lista og upplýsingar um alla flokka endurvinnslu hér á landi og hvar móttöku þeirra er að finna. Einnig er reynt að upplýsa, innan þeirra marka sem hægt er, hvenær viðkomandi stöðvar eru opnar.

Persónuvernd

Forritið safnar engum gögnum um notanda ...

Nótnaborðið á píanóinu verður aftur fallegt ef nóturnar eru nuddaðar með tannkremi í blautum klút. Látið þorna á nótnaborðinu og síðan eru nóturnar pússaðar með mjúkum klút.

Grafík: Píanónótur, Guðrún A. Tryggvadóttir.

16. maí 2012

Nú stendur yfir herferð um yfirtöku á náttúruauðlindum landsins. Við eigum land, fisk og orku.  Græðgisöflin eru á eftir öllu þessu.  Hér eru nokkur dæmi:

Landið
Þeir sem hafa verið að rækta erfðabreytt bygg með mannlegum vaxtarþáttum eins og IGT-1 í gróðurhúsum (Sjá frétt um rof hjá Barra á Ruv.is) eru nú að stefna að útiræktun, eftir ,,rannsóknaræktun” á ...

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um vistvænar byggingar.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Byggingar byggðar á vistvænan hátt úr umhverfisvænu byggingarefni. Bjóða oft upp á sýningaferðir (eftir áætlunum eða pöntunum) þar sem áhersla er lögð á hvernig hefur verið dregið úr ýmsum neikvæðum þáttum. Getur einnig átt við byggingar nátengdar skilvirkari nýtingu orku og fræðslu ...

Kristbjörg Kristmundsdóttir jógakennari með meiru heldur jógakennaranámskeið í Bláfjöllum dagana 2.- 13. ágúst.

Kristbjörg býður einnig til „Vorhreingerningar“ dagana 16. maí - 30. maí en hún hún kallar það „listina að detoxa á auðveldan og léttan máta með gleði og krafti“.

Vorið er rétti tíminn til að hreinsa líkamann með breyttu mataræði og jafnvel föstu fyrir þá sem eru tilbúnir að ...

Að koma á framfæri íslenskum vörum úr hreinum náttúruafurðum er eitt mikilvægasta hlutverk Náttúrunnar. Að velja íslenska list og hönnun, hugvit og þjónustu eða framleiðslu úr íslensku hráefni styrkir ekki aðeins stoðir íslensks atvinnulífs heldur getur það verið mun umhverfisvænna en að velja erlenda framleiðslu. Ástæðan er sú að mikil kolefnislosun á sér stað við alla flutninga, þá ekki síst ...

Eftir hrun hóf Jónas Guðmundsson í Bolungarvík að velta fyrir sér hvernig hægt væri að fá fólk til að samnýta bíla sína betur og eftir miklar pælingar, fyrirspurnir, hvatningar og úrdragelsi, svona eins og gengur og gerist fór boltinn að rúlla.

Ferðamálastofa og Samband íslenskra sveitarfélaga lýstu að lokum yfir stuðningi við hugmyndina og hófst Jónas þá handa og setti ...

BílþvotturFlestar sjálfvirkar eða hálfsjálfvirkar bílaþvottastöðvar byggja á háþrýstiþvotti og burstaþvotti. Einnig er oft undirvagn bílanna þveginn og eykur það vatnsnotkunina. Stundum eru sérstakir dekkjaburstar einnig til staðar.

Þvottur á hverjum bíl tekur yfirleitt 6-8 mínútur og eru þvegnir um 20.000 bílar á ári í meðalstórri bílaþvottastöð fyrir fólksbíla. Ekki er enn til algjörlega umhverfisvæn bílaþvottastöð á Íslandi og er ...

Ný þingsályktunartillaga um bann við útiræktun erfðabreyttra lífvera (EBL) var lögð fram á Alþingi fyrir rúmum mánuði síðan (667. mál, þingsályktunartillaga á 140. löggjafarþingi, þingskjal 1073, http://www.althingi.is/altext/140/s/1073.html). Þetta er önnur tillagan um þetta mál, sem lögð hefur verið fram á einu og hálfu ári, en sú fyrri (450. mál, þingsályktunartillöga á 139 ...

Önnur ályktun Náttúruverndarþings 2012 frá hópi um náttúruvernd og ferðmennsku hljómar þannig:

Náttúruverndarþing 2012 vill að tryggt verði með öflugri stefnumótun og samvinnu mismunandi hagsmunaðila, þ.m.t. heimamanna, að aukinn ferðamannastraumur á láglendi og hálendi komi ekki frekar niður á náttúrugæðum en nú er. Nýting auðlindarinnar verður að vera sjálfbær bæði til styttri og lengri tíma litið. Í þessu ...

Fjölmenni situr nú Náttúruverndarþing 2012 í í Háskólanum í Reykjavík þar sem rætt hefur verið staða mála hvað varðar verndun og orkunýtingu landssvæða, stöðu, skipulag og samtarf félagasamtaka í náttúruvernd á Íslandi. Auk þessa voru þrjár samliggjandi málstofur starfandi er tóku fyrir þrjú málefni.

Í málstofu 1: Náttúruvernd og ferðaþjónusta var Arnar Már Ólafsson, markaðsstjóri hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum með innlegg ...

Í dag, á Degi umhverfisins og 5 ára afmæli vefsins, kynntum við Endurvinnslukorts-app sem er fyrsta græna appið af þremur sem við áformum að klára nú í ár.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra var fyrst til að prófa appið á hátíðarhöldum dagsins í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi. Appið er til samtykktar hjá Apple fyrir iPhone og ætti að birtast á næstu ...

Í dag, á Degi umhverfisins 2012, fagna aðstandendur Náttúrunnar fimm ára afmæli vefsins en hann opnaði á Degi umhverfisins árið 2007 og hafði þá verið í þróun um þriggja ára skeið.

Í ár höldum við upp á afmælið með því að gefa þjóðinni ókeypis aðgang að ítarupplýsingum um endurvinnslumöguleikana á öllu landinu, beint í símann sinn.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mun ...

Í dag er „Dagur Jarðar“ haldinn hátíðlegur um allan heim en Dagur Jarðar var fyrst haldlinn hátíðlegur þ. 22. apríl 1970 í Bandaríkjunum þegar um 20 milljónir manna tóku þátt í hátíðahöldunum. Ákvörðun um að efna til Dags Jarðar var tekin árið áður á ráðstefnu grasrótarsamtaka á sviði umhverfisverndar í Bandaríkjunum. Á þeim tíma var umræðan um offjölgun í heiminum ...

Náttúrufræðistofnun Íslands stendur fyrir erindi Kristins P. Magnússonar sameindalíffræðings á NÍ um „Erfðabreytta náttúru“ en erindið verður flutt kl. 15:15 nk. miðvikudag þ. 25. apríl, sem er Dagur umhverfisins.

Í frétt á vef stofnunarinnar koma fram fullyrðingar sem eru í meira lagi vafasamar. Þar segir m.a. „Afkastamikill landbúnaður byggist á skipulagðri rækt á einsleitum kvæmum tegunda sem gefa ...

Dr.phil. Pétur M. Jónasson, vatnalíffræðingur og prófessor emiritus var í dag veitt Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2012. Verðlaunin voru veitt á hátíð Jóns Sigurðssonar sem haldin var í Jónshúsi í Kaupmannhöfn. Markmiðið með hátíðinni er að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar og halda á loft verkum hans og hugsjónum. Stjórn húss Jóns Sigurðssonar hefur umsjón með hátíðinni með fulltingi ...

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um hættur í umferðinni.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Þar sem vélknúin umferð í Reykjavík skapar hættur, umferð er þung, hávaðasöm, mengandi eða getur skapað hættur fyrir gangandi vegfarendur, hjólreiðafólk og íbúa hverfisins.*

*Byggt á upplýsingum frá Umferðarstofu, Vegagerðinni og Rannsóknarnefnd umferðarslysa.

Sjá nánar um hættur í umferðinni hér á ...

18. apríl 2012

Bréfasendingar eru mun sjaldgæfari en áður fyrr. Ýmis símþjónusta, netpóstur og upplýsingar á vefsíðum hafa leyst pappírspóstinn að mestu af hólmi. Það ætti að þýða að álag á póstkassana okkar hafi minnkað en því er öðru nær. Enn berst ýmis „leiðinlegur póstur“ heim, bankayfirlit og reikningar sem mörg hver er hægt að afpanta í prentuðu formi og spara með því ...

Náttúran birtir nú þriðja sáðalmanakið fyrir árið 2012 en Guðfinnur Jakobsson í Skaftholti tók saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar í fyrra og heldur áfram að taka þau saman fyrir okkur í ár.

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún hefur fengist við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ...

Græni punkturinn „Der Grüne Punkt“ er merki DSD (Duales System Deutschland GmbH) en það gefur einungis til kynna að framleiðandinn hafi borgað fyrir förgun umbúða í Þýskalandi en merkið er einnig notað í 23 öðrum löndum Evrópu. Umbúðir með Græna punktinum á síðan að setja í viðeigandi endurvinnsluflokk til förgunar eða endurvinnslu allt eftir eðli umbúðanna. Græni punkturinn hefur ekkert ...

09. apríl 2012

Háskólinn í Geuelph í Kanada hefur hætt rannsóknum sínum á hinum umdeildu erfðabreytingum á svínum sem gekk undir því undarlega nafni „Enviropig“ en „Umhverfissvínið“ hefði orðið fyrsta erfðabreytta dýrið ætlað til átu. Mótspyrna 18 félagasamtaka gegn rannsóknunum hefur án efa haft mikil áhrif en erfðabreyting á svínum hefði getað haft í för með sér að hæstbjóðandi fyrirtæki hefði getað fengið ...

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um vatnabúsvæði.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Vistkerfi í fersk- og saltvatni, og hið fjölbreytta dýralíf sem þrífst í vatni. Söfn og náttúrustofur sem fást við vatnavistfræði og ýmiskonar sýningar henni tengdar.

Sjá nánar um vatnabúsvæði hér á Græna kortinu undir flokknum „Vatnabúsvæði".

Grafík: Myndtákn Green Map® System flokksins „Vatnabúsvæði“.

03. apríl 2012

Splunkuný heimildarmynd Helenu Stefánsdóttur „Baráttan um landið“ kemur til sýningar í Bíó Paradís frá og með nk. miðvikudegi.

Myndin segir sögu þeirrar náttúru sem er í hættu vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda og raforkuframleiðslu fyrir stóriðju á Íslandi. Einnig drepur sagan á þeim ómetanlegu náttúruperlum sem nú þegar hefur verið fórnað fyrir stóriðju, en í dag fara u.þ.b. 80% af ...

Grand Hótel Reykjavík mun í dag, fyrst hótela í Reykjavík, hljóta vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar afhendir Ólafi Torfasyni, stjórnarformanni Grand Hótel Reykjavík vottunina á ársfundi Umhverfisstofnunar, sem verður einmitt haldinn á Grand Hótel Reykjavík eftir hádegi í dag, föstudaginn 30. mars.

Grand Hótel Reykjavík er stærsta hótelið á ...

Þann 2. janúar sl. tók ný reglugerð gildi hér á landi en hún felur í sér að merkja þarf sérstaklega allar þær matvörur og dýrafóður sem inniheldur eða samanstendur af erfðabreyttum lífverum eða er framleitt úr eða inniheldur innihaldsefni sem eru framleidd úr erfðabreyttum lífverum. Reyndar átti reglugerðin að taka gildi þ. 1. september 2010 en þáv. landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra ...

Sumarið 2009 tók Náttúran.is þátt í samkeppni á vegum Höfuðborgarstofu um hugmyndir sem fælust í nýrri þjónustu við ferðamenn í borginni. Náttúran.is lagði til að Reykjavíkurborg kostaði þróun græns korts fyrir borgina og myndi birta tengla á Green Map Reykjavík af vefsetrum á vegum borgarinnar. Grænt Reykjavíkurkort/Green Map Reykjavík var eitt af sjö verkefnum sem hlaut viðurkenningu ...

Nýsköpunarmiðstöð Íslands hélt ársfund sinn á Hótel Nordica í gær. Á fundinum voru sjónarmið og hugmyndir NMÍ um grænkun atvinnulífsins m.a. kynntar. Nýtt merki fyrir nýja hugsun, undir nafni Siðvistar: Siðferði og sjálfbærni, var kynnt á fundinu og bæklingur um hugmyndafræðina dreift á fundinum.

Í inngangi bæklingsins segir m.a.:

„Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur í samvinnu við íslenskt atvinnulíf unnið ...

Verkfræði- og náttúruvísindasvið (VoN) Háskóla Íslands hlaut umhverfisverðlaun Grænna daga, Plöntuna, sem afhent voru í fyrsta sinn í dag. Að Grænum dögum stendur GAIA, félag meistaranema í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands.

Í frétt frá GAIA segir; „Plantan er veitt einstaklingi, hóp, sviði eða stofnun innan Háskóla Íslands sem hefur starfað að umhverfismálum. Horft er til frumleika, frumkvæðis og ...

Fundur í Árnesi þ. 17. mars kl. 14:00-17:00.

Meðal framsögumanna á fundinum eru Birgir Sigurðsson rithöfundur sem var einn þeirra sem stóðu fyrir fundinum árið 1972, Gísli Már Gíslason prófessor og formaður Þjórsárveranefndar og Helga Ögmundardóttir mannfræðingur sem hefur rannsakað bakgrunn og ástæður þess að Gnúpverjar tóku sér svo afgerandi stöðu með náttúrunni, óbyggðunum og fuglum himinsins.

Minningarbrot ...

14. mars 2012

Fátt er eins notalegt eins og að setjast niður á venjulegu kaffihúsi og sötra ljúffengan heitan kaffibolla og ekki er verra ef góð bók eða lestölva er með í farteskinu. Maður er einnig manns gaman og á kaffihúsum er alltaf möguleiki á því að hitta skemmtilegt fólk sem er tilbúið að spjalla um daginn og veginn. Ekki skyldi því furða ...

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um bílastæði við stoppistöð.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Bílastæði (hjólastæði) við miðlægar miðstöðvar almenningssamgangna / stoppistöðvar sem auðvelda skipti úr einum samgöngumáta yfir í annan.

Sjá nánar um bílastæði við stoppistöð hér á Græna kortinu undir flokknum „Bílastæði við stoppistöð".

Grafík: Myndtákn Green Map® System flokksins „Bílastæði við stoppistöð“.

Green Days 2012

GAIA, félag meistaranema í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands stendur frá 13. mars til 16. mars (miðvikudegi til föstudags) fyrir Grænum dögum í skólanum. Markmið daganna er að vekja nemendur og nærumhverfi skólans til umhugsunar um umhverfismál.

Þema daganna í ár er „græn neysla“ en þeir eru haldnir undir slagorðinu „Made in Earth, paid by Earth“ sem gæti útlags ...

Kristján Karlsson (Kiddi konsept) grafískur hönnuður per excellence og eigandi Kraftaverks teiknaði þessa skemmtilegur seríu  „Vöxtur - Gegn erfðabreyttu grænmeti og ávöxtum!“.

Sem minnir okkur á að vísindaleg sannindi dagsins í dag endurspegla aðeins kunnáttu nútíðar og úreldast fljótt. Náttúran er flókið fyrirbæri og tekur til sinna ráða á hátt sem að við getum ekki alltaf séð fyrir.

Hnúfubak rak við Stokkseyri fyrir helgi; ríflega ársgamalt dýr, 12 metra langur og um 17 tonn að þyngd ! Var vel saddur eftir loðnuveislu, sjálfsagt orðið bumbult af öllum hrognunum og rekist illa á sker eða loðnubát, en allur loðnuveiðiflotinn var þarna upp við landsteina ásamt hvalavöðu. Allir fengu fullfermi, bæði hvalir og bátaflotinn, þorskurinn fékk afganginn. Loðnan náði einnig að ...

Vorið 2006 fékk verkefnið styrk frá Umhverfisráðuneytinu. Umhverfisráðuneytið styrkti Náttúruna ennfremur við opnun vefsins og tók þátt í kynningarátaki. Sjá vef umhverfisráðuneytisins.

Vorið 2009 fékk Náttúran.is síðan styrk frá Umhverfisráðuneytinu til áframhaldandi þróunar Græna Íslandskortsins.

Umhverfisráðuneytið styrkti prentun Græna Reykjavíkurkortsins er það kom út í fyrst sinn haustið 2010 og aftur þegar það kom út árið 2011. Náttúran.is ...

Í byrjun árs 2012 sóttu forsvarsmenn Náttúrunnar um styrk til Sorpu bs. til að standa straum af kostnaði við þróun Endurvinnslukorts-apps fyrir snjallsíma og spjaldtölvur en það verður framhald af Endurvinnslukorti Náttúrunnar hér á vefnum.

Endurvinnslukorts-appið mun sýna móttökustaði endurvinnanlegs sorps á öllu landinu og fræða almenning um endurvinnslumál almennt.

Náttúran.is þakkar kærlega fyrir stuðninginn.

Náttúran birtir nú annað sáðalmanak fyrir árið 2012 en Guðfinnur Jakobsson í Skaftholti tók saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar í fyrra og heldur áfram að taka þau saman fyrir okkur í ár.

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún hefur fengist við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ...

Grænt Reykjavíkurkort er samvinnuverkefni vefsins Náttúran.is, fjölþjóðlega verkefnisins Green Map® System, Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands. Tilgangur grænna korta víða um heim er að gera vistvæna kosti á sviði viðskipta, menningar og ferðaþjónustu sýnilegri og aðgengilegri. Græn kort hafa nú verið þróuð í yfir 600 sveitarfélögum, borgum og hverfum í 55 löndum. Ísland er fyrsta landið sem flokkar allt landið ...

Uppþvottavélin notar mest af orkunni til þess að hita upp vatn. Umhverfisvænstu uppþvottavélarnar nota helmingi minna af vatni en þær vélar sem nota mest af vatni. Þrátt fyrir orkueyðslu uppþvottavélarinnar er í flestum tilfellum umhverfisvænna að nota uppþvottavél en að þvo upp.

Þú eyðir miklu meira magni af heitu og köldu vatni ef þú vaskar upp handvirkt. Auðvitað má þó ...

Náttúran ræktuð

Náttúran.is er upplýsingaveita og fréttamiðill fyrir allt sem tengist náttúru og umhverfi á einhvern hátt.

Náttúran.is er sjálfstætt starfandi vefsetur með aðaláherslu á að þjóna hinum almenna neytanda með áreiðanlegum upplýsingum um allt sem snertir umhverfi okkar og heilsu. Í raun er hér allt undir, nærumhverfi okkar og náttúran sjálf sem og heimilið, neyslan og fyrirtækin sem upplýstir ...

Á undanförnum árum hefur Solla Eiríksdóttir náð miklum vinsældum sem hráfæðikokkur, ekki hvað síst í Bandaríkjunum og hér á Íslandi auðvitað.

Eins og undanfarin ár var Solla aftur tilnefnd í samkepninni um besta hráfæðikokk heims, Raw Vegan Simple Chef og Gourmet Raw Chef, einni virtustu kosningu innan hráfæðiheimsins. Solla hefur oft komist langt en að þessu sinni vann vann hún ...

Viðarelementið umlykur lifur og gallblöðru, sem aftur hafa áhrif og gefa kraft til sina og sveigjanleika til sina og vöðva. Lifrin hefur líka sterk áhrif á augun, gefur þeim vökva og skýrir sjón. Jafnframt sér lifrin um að orka allra líffæra sé rétt, t.d. að magaorka fari niður á við og orka miltans rísi. Geðlæg áhrif viðar eru reiði ...

Húsgögn samanstanda af ýmsum efnum bæði úr jurta- og steinaríkin s.s. viði, málmum, gleri, trefjum úr plöntum, steinefnum og úr gerviefnum allskonar. Það eru aðallega þau sem að við þurfum að vera með augun opin gagnvart. Ekki aðeins getur útgufun ákveðinna efna verið heilsuspillandi heldur geta umhverfisáhrif verið geigvænleg. Yfir 100.000 efni eru notuð í allskyns framleiðslu í ...

Litir eru magnað fyrirbæri og hafa gífurleg áhrif bæði á sál og líkama. Það er því ekki hægt að komast hjá því að lýsa áhrifum þeirra hér í stuttu máli:

Rauður = Heitur litur, æsir upp, ekki ráðlegur litur fyrir órólegt barn en góður í hófi fyrir rólegt barn. Heilt herbergi í skærrauðum lit myndi þó vera allt of yfirgnæfandi. Það ...

Þekkir þú Euro Velo? Hefur þú hjólað yfir Ísland? En í kringum Reykjavík?
Fjarlægur draumur – eða ekki svo mjög. Gæti efling hjólaferðamennsku verið þakklátt, umhverfisvænt og sjálfbært skref fyrir farsæld þjóðar til framtíðar?

Tækifæri í hjólaferðamennsku á Íslandi er heitið á málþingi sem haldið verður þ. 24. febrúar nk. fyrir tilstuðlan samstarfshóps um merkingu hjólaleiða á Íslandi. Hvar erum við ...

Blóm og aðrar jurtir eru ýmist villt eða framleidd, þ.e. komið á legg með sáningu fræja eða gróðursetningu t.a.m. stiklinga. Þær jurtir sem eru á boðstólum hérlendis eru ýmist fluttar inn eða framleiddar hérlendis. Eftirlit með innflutningi fræja, lifandi jurta, afskorinna blóma og áburðar er á höndum Matvælastofnunar. Hlutverk stofnunarinnar er m.a. að hindra að sjúkdómar ...

12. febrúar 2012

Fyrsta sáðalmanak fyrir árið 2012 lítur nú dagsins ljós en Guðfinnur Jakobsson í Skaftholti tók saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar í fyrra og heldur áfram að taka þau saman fyrir okkur í ár.

Efnið er unnið úr sáðalmanaki Maríu Thun, en hún hefur fengist við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á ...

Síminn er eitt mikilvægasta hjálpartæki mannsins. Nú eru komnir á markaðinn farsímar sem eru knúnir sólarrafhlöðum og framþróun á farsímamarkaðinum er hröð. Snjallsíminn er orðinn hluti af stafrænum lífsstíl. Snjallsímanotkun er orðin mjög útbreydd í dag og þjónar bæði til upplýsingaöflunar og innkaupa.

Mikilvægt er að velja síma sem hentar manni. Óþarfi er að kaupa síma með möguleikum sem maður ...

Læknadeild HÍ býður nú upp á námskeið á MS stigi sem er opið nemendum Heilbrigðisvísindasviðs og Verkfræði- og náttúruvísindasviðs. Námskeiðið verður kennt sem lotunámskeið aðra vikuna í ágúst. Samkvæmt kennsluskrá er efni námskeiðsins lýst á eftirfarandi hátt:

Erfðatækni hefur verið í örri þróun síðustu ár og er nú orðið ómissandi tæki í margskonar grundvallarrannsóknum í lífvísindum. Hún hefur einnig verið ...

Á undanförnum árum hefur Solla Eiríksdóttir náð miklum vinsældum sem hráfæðikokkur, ekki hvað síst í Bandaríkjunum. Eins og undanfarin ár var Solla tilnefnd í samkepninni um besta hráfæðikokk heims, Raw Vegan Simple Chef og Gourmet Raw Chef, einni virtustu kosningu innan hráfæðiheimsins. Nú er ljóst að Solla er komin í úrslit og því hvetur

Við hvetjum alla þá sem þekkja ...

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um náttúrulegar baðlaugar.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Náttúrulegar baðlaugar eru laugar sem að öllu eða miklu leiti eru gerðar af náttúrunnar hendi. Fólki er bent á að ekki eru allar laugar opnar almenningi. Fara skal með gát þegar laugar eru notaðar og alltaf kynna sér hitastig áður en farið ...

04. febrúar 2012

Hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eður ei, þá innbyrðum við óhemjumikinn sykur á hverjum degi. Líkaminn vinnur úr honum með margvíslegum hætti. Oft gætir þó misskilnings hvað eiginleika efnisins varðar. Sumir líta á það sem eitur meðan aðrir lofsyngja sykur sem eitt dásamlegasta fyrirbæri á jarðríki. Hér á eftir verður fjallað um hinar ýmsu birtingarmyndir sykurs, ýmis ...

03. febrúar 2012

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um lífrænan landbúnað.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Lífræn bújörð eða framleiðandi með lífræna vottun frá Vottunarstofunni Tún. Einnig þær verslanir sem sérhæfa sig í sölu á lífrænum vörum.

Sjá nánar um lífrænan landbúnað hér á Græna kortinu undir flokknum „Lífrænn landbúnaður".

Grafík: Myndtákn Green Map® System flokksins „Lífrænn landbúnaður“.

01. febrúar 2012

Í ár eru tíu ár liðin frá því að Landvernd innleiddi Bláfánaverkefnið á Íslandi. Verkefnið felst í því að veita rekstraraðilum smábátahafna og baðstranda viðurkenningu fyrir vistvæna starfshætti og þjónustu sem stuðlar að verndun umhverfisins við sjóinn. Um er að ræða viðurkenningu í formi fána sem ætlað er að vekja verðskuldaða athygli á því að handhafinn uppfylli kröfur Bláfánans og ...

31. janúar 2012

Í framhaldi af tilkynningu Neytendasamtakanna og hugmynd um birtingu eftirlitsskýrslna, birtir Náttúran nýja eftilitsskýrslu umálið. Broskarlahugmyndin (sjá grein) hefur ekkert komið formlega til heilbrigðiseftirlita, en þessi hugmynd hefur komið fram, verið rædd og margir hafa kynnst framkvæmdinni bæði á fyrirlestrum Norrænu matvælaþinganna og eins á vettvangi í Danmörku.

REGLUGERÐ um birtingu niðurstaðna vegna eftirlits með matvælum.

1. gr.

Markmið og ...

Der blaue Engel (Blái engillinn) er þýskt umhverfismerki og jafnframt elsta umhverfismerki í heimi, frá árinu 1978. Merkið er meðal annars á vegum þýsku umhverfisstofnunarinnar, umhverfisráðuneytisins og gæðaráðs Þýskalands. Vöruúrval Bláa engilsins er breitt, dekk, hreinsiefni og tölvur. Kröfur Bláa engilsins eru ekki jafn strangar og mörg önnur merki. Hér á landi er sem dæmi hægt að finna pappírsvörur og ...

30. janúar 2012

Kristin Vala Ragnarsdottir, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands, hefur verið kjörin varaformaður The Balaton Group, sérfræðingahóps um sjálfbærni.

Balaton hópurinn hefur hist árlega síðan 1982 til að ræða efni sem tengjast sjálfbærni, en hópurinn hélt m.a. vinnuviku hér á landi í september 2010 og þar af voru tveir ráðstefnudagar opnar almenningi. Þar velti hópurinn fyrir sér spurningunni – eru ...

Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri og einn stofnenda hvalaskoðunarfyrirtækisins Elding / Hvalaskoðun Reykjavík ehf. hlaut í gær viðurkenningu FKA, Félags kvenna í atvinnurekstri. Rannveig Grétarsdóttir stofnaði og stýrir Eldingu og hefur gert fyrirtækið að einu framsæknasta fyrirtæki landsins á sviði umhverfismála en Elding hefur EarthCheck vottun og Bláfánaveifuna.

Náttúran.is óskar Rannveigu hjartanlega til hamingju með viðurkenninguna.

Ljósmynd: Rannveig Grétarsdóttir, af vef Eldingar.

 

Forest Stewardship Council eru alþjóðleg samtök sem merkja viðarframleiðslu og aðrar skógarafurðir. Gerðar eru kröfur um að skógræktin taki mið af sjálfbærri þróun, að skógarafurðir séu vistvænar. Mörg önnur umhverfismerki krefjast þess að viður í vörum sem þau votta uppfylli kröfurnar samkvæmt FSC.

Sjá nánar á vef FSC.

27. janúar 2012

Fyrir skemmstu keypti Vogaskóli, fyrstur íslenskra skóla, Kindle spjaldtölvur frá Amazon fyrir hluta nemenda sinna. Þetta er liður í þróun frá prentuðu námsefni til rafræns efnis. Skömmu síðar kynnti Apple tölvu- og hugbúnaðarframleiðandinn innkomu sína á námsefnismarkaðinn með iBooks Author sem er ókeypis tól til að framleiða gagnvirkar kennslubækur. Þær virka reyndar aðeins á iPad, spjaldtölvu Apple, í allri sinni ...

Berið avokadoolíu daglega í kringum augun og klappið hana mjúklega inn í húðina. Þurrkið olíuna sem húðin dregur ekki í sig af eftir nokkrar mínútur. Með reglulegri notkun mildast jafnvel djúpar augnhrukkur.

21. janúar 2012

Kadmíum er eins og kvikasilfur talið eitt af hættulegustu eiturefnum í þjóðfélaginu í dag þar sem það er frumefni og eyðist aldrei úr náttúrunni.

Heilsuáhrif

Fólk fær í aðallega í sig kadmíum í gegnum matinn sem það borðar. Kornvara, rótarávextir og grænmeti standa fyrir um 75 prósent af kadmíum sem fólk fær í sig. Kadmíum finnst einnig í innanmat, skeldýrum ...

16. janúar 2012

Á undanförnum árum hefur Solla Eiríksdóttir náð miklum vinsældum sem hráfæðikokkur, ekki hvað síst í Bandaríkjunum. Eins og undanfarin ár er Solla tilnefnd í samkepninni um besta hráfæðikokk heims, Raw Vegan Simple Chef og Gourmet Raw Chef, einni virtustu kosningu innan hráfæðiheimsins. Það er mikill heiður fyrir Sollu að vera enn á ný tilnefnd ásamt öllum þeim bestu í faginu ...

Á mánudaginn leið afhenti Landsbankinn 17 aðilum umhverfisstyrki sem auglýstir höfðu verið lausir til umsóknar í nóvember 2011. Umhverfisstyrkjunum er ætlað er að styðja við verkefni á sviði umhverfismála og náttúruverndar. Styrkirnir byggja á nýrri stefnu bankans um samfélagslega ábyrgð hans og skyldur í samfélaginu. Sjá nánar í frétt hér.

Eitt af verkefnunum sem fengu styrk var Endurvinnslukort sem Náttúran ...

Grænar síður™ veita yfirsýn yfir þau fyrirtæki, stofnanir, vörur og einstaka viðfangsefni sem tengjast umhverfisvitund og sjálfbærri þróun á einhvern hátt. Þú finnur ekki einungis hver er með vottun eða hefur eitthvað fram að færa á sviði umhverfisvænna starfshátta heldur tengist lesefni af síðunni við tiltekinn aðila. Gefðu þér góðan tíma til að grúska í Grænu síðunum hér á vefnum ...

14. janúar 2012

Náttúran vill benda sveitar-og bæjarstjórnum á að Náttúran.is útbýr myndtengla inn á Græna Íslandskortið og Endurvinnslukortið í þeirri stærð sem óskað er eftir. Við getum einnig boðið einstaka sveitarfélögum, borgum og bæjum upp á að fá Grænt kort og Endurvinnslukort sérstaklega fyrir afmarkað svæði sem tengist síðan með myndtengli frá heimasíðu viðkomandi sveitarfélags eða bæjar. Einnig bjóðum við upp ...

Nú hefur vefur Náttúrunnar verið í þjónustu umhverfisins í næstum 5 ár og langaði mig því að skoða þann möguleika að vefurinn yrði tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna sem veitt eru árlega á vegum SVEF Samtaka vefiðnaðarins. Að baki hugmyndar minnar liggja ýmsar forsendur sem mér sem frumkvöðuls verkefnisins finnst kannski ekki endilega við hæfi að ég tiltaki sjálf heldur er ...

Hér á Náttúrumarkaði, vefverslun Náttúran.is, er úrval af lífrænum, náttúrulegum og umhverfisvottuðum vörum á boðstólum. Til þess að geta veitt neytendum upplýsingar um umhverfisvænar og heilbrigðar vörur tengist hver vara ítarlegum upplýsingum um innihald, vottanir og endurvinnslumöguleika. Hugmyndin er að þegar að vafrað er um verslunina læri maður hvað merkin þýða með því að renna yfir þau. Þetta á ...

Fréttagátt fyrir alla
Náttúran.is er óháður regnhlífarvefur og birtir skoðanir allra sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri. Hver sem er getur sent inn frétt og tilkynnt um viðburð. Þær fréttir sem birtar eru á Náttúrunni verða að birtast undir nafni höfundar og ber höfundur einn ábyrgð á skrifum sínum.

Siðferðileg mörk
Náttúran áskilur sér rétt til að taka ...

Þann 1. janúar sl. tók gildi Reglugerð nr. 1038/2010 um merkingu og rekjanleika erfðabreyttra matvæla og erfðabreytts fóðurs. Náttúran.is beindi þeirri spurningu til Matvælastofnunar þ. 3. jan. sl. „hvernig eftirliti og merkingum á matvörum með erfðabreyttu innihaldi skuli háttað og hvort að enn séu á markaði vörur sem ekki hafa verið merktar skv. hinni nýju reglugerð og ef ...

ISO 14001 umhverfisstjórnunarstaðallinn er til að hjálpa fyrirtækjum til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum sínum, uppfylla gildandi umhverfisreglugerðir, starfsleyfisákvæði og þar fram eftir götunum.

ISO 14001 leggur áherslu á það hvernig varan er framleidd en ekki vöruna sjálfa. Vottun umhverfisstjórnunarkerfisins er framkvæmd af hlutlausum þriðja aðila.

Sjá hér á Grænum síðum þá aðila sem hafa ISO 14001 vottun á ...

05. janúar 2012

Á vefsíðu Vísis og í Fréttablaðinu í gær þ. 3. janúar var viðtal við Jóhannes Gunnarsson formann Neytendasamtakanna vegna greinargerðar (sjá greinargerðina hér), sem Jóhannes vill meina að ekki hafi verið borin formlega undir né samþykkt af Neytendasamtökunum. Þar sem ég er aðili að umræddri greinargerð, sem fjallar um landnám erfðabreyttra lífvera að Reykjum í Ölfusi og mótmæli nokurra íbúa ...

Þann 8. janúar 2012 verða liðin 100 ár frá fæðingardegi Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings, eins ástsælasta vísindamanns þjóðarinnar á síðustu öld. Á þessum degi ætla félög og samtök sem tengjast náttúruvísindum, náttúruvernd og útiveru að efna til blysfarar kringum Grænavatn í Krýsuvík. Landvernd er þar á meðal. Dagskrá hefst kl. 15 við Grænavatn.

Farið verður með rútu frá skrifstofu Ferðafélags Íslands ...

03. janúar 2012

Þann 1. janúar sl. tók gildi Reglugerð nr. 1038/2010 um merkingu og rekjanleika erfðabreyttra matvæla og erfðabreytts fóðurs.

Náttúran.is beinir þeirri spurningu til Matvælastofnunar, hvernig eftirliti og merkingum á matvörum með erfðabreyttu innihaldi skuli háttað og hvort að enn séu á markaði vörur sem ekki hafa verið merktar skv. hinni nýju reglugerð og ef svo er, hvenær stofnunin ...

Veita forsetakosningar í vor græningjum tækifæri til að koma málstað umhverfisverndar á framfæri? Eiga græningjar að sameinast um forsetaframbjóðanda? Hverjar yrðu áherslur slíks frambjóðanda? Hver ætti þessi frambjóðandi að vera?

Um þetta verður rætt á opnum fundi í Grasrótarmiðstöðinni að Brautarholti 4 fimmtud. 5. janúar kl. 20:00. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta.

Sjá nánar um atburðinn á ...

Náttúran.is lítur á það sem samfélagslega skyldu sína að þróa eins fullkomnar „grænar síður“ fyrir Ísland og mögulegt er. Grænu síðurnar gefi þannig yfirsýn yfir hin fjölmörgu fyrirtæki og stofnanir sem tengjast náttúru og umhverfi á einn eða annan hátt. Grænu síðurnar tengja viðmið og vottanir við fyrirtæki og vörur og gefa hinum almenna neytanda möguleika á að beina ...

02. janúar 2012

Ítalski stjörnufræðingurinn Galileo Galilei var einna fyrstur manna til þess að nota sjónauka til að skoða sólkerfið. Hann uppgötvaði hin fjögur stærstu tungl Júpíters og ennfremur uppgötvaði hann að tunglin snérust í kringum Júpíter en ekki jörðina, en sú uppgötvun markaði tímamót innan stjörnufræðinnar. Síðan hafa merkir stjörnufræðingar notað sjónauka til að rannsaka alheiminn, og  önnur stór uppgötvun varð þegar ...

Nú fara  sjálfboðaliðar og sveitarfélög um land allt að huga að áramótabrennum.

Hér á árum áður var allt týnt til og brennur  jafnvel notaðar til að losa sig við allskonar hluti, sem fólki fannst hafa lokið nytjahlutverki sínu, algengt var t.d. að losa sig við báta af öllum stærðum á áramótabrennuna, heilu bílafarmar af dekkjum og úrgangsolía þótti hentugur ...

Greinargerð vegna fyrirhugaðrar ræktunar erfðabreyttra lífvera að Reykjum í Ölfusi, sbr. starfsleyfi Umhverfisstofnunar til handa Orf líftækni hf., fyrir starfsemi með erfðabreyttar lífverur í tilraunagróðurhúsi Landbúnaðarháskóla Íslands að  Reykjum í Sveitarfélaginu  Ölfusi.

Hópur fólks, félaga og stofnana*,  hefur skoðað hvaða áhrif leyfisveiting, fyrir ræktun erfðabreyttra lífvera í tilraunagróðurhúsum LBHÍ að Reykjum í Ölfusi, gæti haft í för með sér. Hópurinn ...

Usss.......
Svefnherbergið er sá staður þar sem við hvílumst og öðlumst hugarró. Mikilvægt er að sofa í góðu rúmi því góður svefn er grundvallaratriði bæði fyrir heilsu og vellíðan.

En svefnherbergið er líka persónulegasta rýmið í húsinu. Svefnherbergið ætti því að miðast við að dekra við sálina og gæla við tilfinningarnar.

Umhverfisvæn hugsun passar þar vel við því við erum ...

22. desember 2011

Afþreying er fullorðinsorð yfir það sem börn myndu kalla leik eða skemmtun. Oft heldur fullorðið fólk að það þurfi stöðugt að hafa ofan af fyrir börnum, þ.e. finna þeim eitthvað til að hafa fyrir stafni. Barnið venst fljótt á það að allt eigi að vera skemmtilegt og lærir aldrei að fást við leiðann. Ef börnum er alltaf fundið eitthvað ...

70 jólatré fylla nú Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur en Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður hefur haft umsjón með verkefninu. Í jólaskóginum er handverk frá hinum ýmsu hópum fatlaðra nemanda og umhverfisvænt jólaskraut m.a. frá nemendum textildeildar Myndlistaskóla Reykjavíkur. Jólaskraut úr ruslu, þ.e. endurvinnsluskraut, handprjónaðir jólasveinar og snjókarlar, jólatré úr eggjabökkum, og miklu meira.

Sjón er sögu ríkari!

Ljósmynd af vef Reykjavíkurborgar.

 

Erfðabreytt matvæli

Í grein sinni í Fbl 1. des. s.l. heldur Jón Hallsson áfram umræðu okkar um erfðabreytt matvæli og reynir að kasta rýrð á rannsókn franska vísindamannsins G.E. Seralini o.fl. frá 2009 sem ég vísaði til í grein 23. nóv. Niðurstaða Seralini var að gögn sem líftæknirisinn Monsanto afhenti ESB í því skyni að afla ræktunarleyfis ...

Á sýningu Norrænu ráðherranefndarinnar á COP17 loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Durban er vakin athygli á 14 bestu staðbundnu lausnunum á Norðurlöndum á sviði endurnýjanlegrar orku og loftslagsumbóta en 14 umhverfislausnir voru tilnefndar í samkeppni um norrænt orkusveitarfélag 2011 sem Norræna ráðherranefndin stóð fyrir með þátttöku fyrirtækja, einstaklinga, sveitarstjórna og svæða í hvetjandi aðgerðum til að stuðla að vistvænum breytingum.

Danska ...

Eymundur Magnússon og Eygló  Björk Ólafsdóttir bændur í Vallanesi í Fljótsdalshéraði hafa á undanförnum árum plantað um milljón trjám á landi sínu í Vallanesi, mikið af þeim stafafura [Pinus contora].

Allt sem Eymundur og Eygló framleiða hvort sem eru tré, kartöflur, bygg eða grænkál er ræktað með aðferðum lífrænnar ræktunar enda ber bú þeirra vottun frá vottunarstofunni Túni um 100 ...

Almanak SORPU fyrir 2012 er komið út. Almanakinu verður dreift á starfsstöðvar fyrirtækisins í kringum helgina og dreift ókeypis á stöðvunum á meðan birgðir endast.

Myndirnar sem prýða almanak SORPU árið 2012 eru verk nemenda í skólum og leikskólum sem eru þátttakendur í verkefninu Skólar á grænni grein. Verkefnið er alþjóðlegt umhverfismenntaverkefni sem Landvernd hefur umsjón með. Skólarnir eiga það ...

Öko-Tex er evrópskt umhverfismerki fyrir vefnaðarvöru, föt og áklæði og teppi. Gerðar eru kröfur um að tilbúin efni sem eru skaðleg umhverfi og heilsu svo sem formaldehíð, skordýraeitur, PCB, þungmálma og aðrar leifar af tilbúnum efnum í textíl verða að vera undir alþjóðleg styrktarmörkum. Vefnaðurinn er prófaður eftir Öko-Tex standard 100, Leyfi til merkingar þarf að endurnýja árlega en skila ...

05. desember 2011

Jólamatarmarkaður Búrsins og Beint frá býli verður haldinn á planinu fyrir framan Búrið og Nóatún þ. 10.desember 2011 frá kl. 12:00-16:00 og lengur ef veður, sala og stemmning leyfir.

Seljendur verða:

  • Matarbúrið - Doddi og Lísa mæta með grasfóðrað holdanautakjöt (aberdeen angus og galloway) sem er bragðmikið og meyrt þar sem það fær að hánga í 3 vikur ...

Orkunotkun tækja s.s. hljómflutningstækja er skilgreind með orkumerkjum s.s. Energy Star og Evrópska orkumerkinu.
Um 10% raforkunotkunar heimilistækja fer oft á tíðum í svokallaða biðstöðu eða „Stand by" notkun. Hafa ber í huga að í biðstöðu eyða rafmagnstæki orku án notkunar. Tæki í biðstöðu skila engu til notenda nema hærri rafmagnsreikningi. Biðstaða tækja er oft kölluð rafmagnsleki enda ...

Voffi er ein „persónan“ í merki Náttúrunnar og tákn fyrir leitarvélina hér á vefnum en hann þefar uppi og vísar þér á það sem þú ert að leita að hvort sem það er hugtak, fyrirtæki eða ákveðin vara. Prufaðu að slá inn það sem þú hefur áhuga á að finna hér í leitarreitinn ofarlega til hægri á síðunni.

Vöruleit flipinn ...

Í grein í Fbl 11. nóv. s.l. fullyrðir Jón H. Hallsson að ég hafi misskilið vísindagreinar sem ég vitnaði til í grein 25. okt. s.l. Rannsóknir sem ég vitnaði í sýndu að dýr fóðruð á erfðabreyttu fóðri sem inniheldur Bt-eitur urðu fyrir breytingum á ónæmiskerfi og/eða líffærum, sem gæti gefið vísbendingar um möguleg heilsufarsáhrif á neytendur. Tilvísanir ...

Á dögunum kom út bókin Heilsudrykkir eftir Auði Ingibjörgu Konráðsdóttur en Auður hefur getið sér gott orð sem „heilsukokkur“ í orðsins fyllstu merkingu. Hún stendur einnig fyrir vinsælum námskeiðum í hollustu, matargerð og lífsstíl.

Í bókinni er fjöldi uppskrifta að einföldum, hollum og gómsætum drykkjum en bókin er ekki einungis uppskriftabók því hún inniheldur einnig fræðandi efni um heilsu og ...

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um græna skóla.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Waldorfskólar, leik- og grunnskólar sem sérhæfa sig í útikennslu og umhverfismennt ásamt þátttökuskólum á öllum skólastigum í verkefninu Skólar á grænni grein. Einnig þeir sem hafa hlotið viðurkenninguna Grænfánann.

Sjá nánar um græna skóla hér á Græna kortinu undir flokknum „ Grænn skóli ...

17. nóvember 2011

Við hvað starfar þú Anna Birna eða hvert er viðfangsefni þitt:

Ég er hómópati og rek fyrirtækið htveir hómópatíubækur ehf með Guðnýju Ósk Diðriksdóttur. Á því rúma ári sem við erum búnar að starfrækja htveir höfum við skrifað og gefið út tvær bækur, „Meðganga og fæðing með hómópatíu“, sem kom út fyrir síðustu jól og „Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu ...

Ágætu lesendur.

Haustið er frábær tími til útiveru og fjallgangna. Við sjáum fjöllin í nýju ljósi og aðstæður eru aðrar og oft skemmtilegri en að sumarlagi. Að ösla áfram í nýföllnum snjó, finna svalan vindinn leika um sig og stuttur dagurinn er til þess að nær allar ferðir enda í notalegheitum heima, sem er ljúfur endir á góðri ferð.

En ...

14. nóvember 2011

Út er komið fimmta tímarit Í boði náttúrunnar, Vetur.

Frí gjafaáskrift fylgir nú keyptri áskrift af tímaritinu (4 tölublöð) og er sendingarkostnaður innifalinn í verðinu. Áskriftin kostar 5.050 krónur.

Blaðið er að vanda innihaldsríkt og vandað í alla staði. Í blaðinu nú er m.a. að finna grein um söl og sjávargróður til matar, ketti, heimatilbúnar matargjafir, ostagerð ...

Kalkbletti er auðvelt að fjarlægja með ódýru ediki. Ef um erfiðari bletti er að ræða, t.d. á endum vatnskrana, vefðu blettina með klósettpappír og drekktu pappírnum með ediki. Eftir ákveðinn tíma er auðvelt að þurrka kalkblettina í burtu.

11. nóvember 2011

Umræður um hvernig brauðfæða skuli heiminn snúast oft um samanburð á ræktunaraðferðum og hver þeirra muni helst auka uppskeru. En við þurfum að meta þetta á heildrænni hátt. Framleiðsla næringarríkrar fæðu með aðferðum sem vernda vistkerfi eru ekki síður mikilvægir þættir sjálfbærrar fæðuframleiðslu en uppskerumagn. Frjósemi jarðvegs er grundvöllur lífrænna aðferða. Heilbrigður jarðvegur eykur ekki aðeins uppskeru og verndar umhverfið ...

Vegna fjölda fyrirspurna um hvort að Náttúran.is hafi kennsluefni s.s. plaköt og myndir sem nýst gætu til kennslu og upplýsingagjafar, utan vefsins, bjóðum við nú upp á að afhenda sérsniðin plaköt með því mynd- og textaefni sem óskað er eftir. Plakötin geta verið í þeim stærðum sem henta hverjum og einum.

Einnig er hægt að fá kynningar til ...

 

Náttúrumarkaðurinn er vefverslunin hér á vefnum en hún hefur það að markmiði að vera tengiliður milli neytenda og söluaðila sem stunda vistvæn og umhverfismeðvituð viðskipti. Náttúrumarkaðurinn er óháð markaðstorg sem selur og kynnir rúmlega þrjúhundruð vörutegundir frá fjölmörgum fyritækjum á Íslandi. Takmarkið er að auka veg umhverfisvænna viðskipta og efla vefverslun með ólíkar vörutegundir sem síðan eru sendar beint heim ...

Við hvað starfar þú eða hvert er viðfangsefni þitt:

Ég starfa hjá fyrirtækinu mínu Grænna landi sem staðsett er á Flúðum. Ég er svo heppin að vera í mjög flölbreyttri vinnu. Á sumrin er ég í útivinnu í garðyrkjuþjónustu sem ég stjórna. Við þjónustum sumarhúsaeigendur, fyrirtæki og sveitarfélagið Hrunamannahrepp. Í lok sumarsins sker ég hvönn sem ég sel svo til ...

Grasagarður Reykavíkur og Erfðanefnd landbúnaðarins hafa gert með sér samning um að Grasagarðurinn varðveiti safn rabarbaraklóna sem lengi hafa verið í ræktun á Íslandi. Með undirritun samningsins er plöntunum tryggður vaxtarstaður til framtíðar.  

Í stefnumörkun Erfðanefndar landbúnaðarins fyrir árin 2009-2013 er lögð áhersla á að leita eftir samstarfi við grasagarða og byggðasöfn til að varðveita gamlar íslenskar nytjaplöntur í klónasöfnum ...

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um grasþök.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Grasþök eru aftur að verða algengari í mörgum löndum. Bæði á háhýsum og sveitabýlum eða frístundahúsum. Á Íslandi er sterk hefð fyrir grasþökum enda hluti af byggingarhefð torfbæjanna. Grasþök eru umhverfisvæn m.a. að því leyti að þau kæla og hreinsa loftið, eru ...

03. nóvember 2011

Á dögunum kom út bókin Anna Rósa grasalæknir og íslenskar lækningajurtir notkun þeirra, tínsla og rannsóknir. Höfundur bókarinnar, Anna Rósa, er grasalæknir og nuddari að mennt, og hefur, auk þess að skrifa þessa fallegu bók um íslenskar lækningajurtir á síðastliðnum tveimur árum, þróað eigin vörulínu úr lífrænum jurtum, einnig undir eigin nafni og starfsheiti Anna Rósa grasalæknir. Sjá grein.

Af ...

Í vikunni sem leið (43. viku 2011) náði vefur Náttúrunnar 32. sæti í samræmdum vefmælingum Modernus. Einstaka gestir voru 10.621 og 26.262 síðum var flett. Í vikunni þar á undan (42. viku 2011) var Náttúran í 43. sæti og vikunni þar á undan (41. viku 2011) í 45. sæti.

Við skynjum gríðarlegan áhuga á málefnum umhverfisins en vefurinn ...

Loftslagsbreytingar eru komnar á matseðilinn - CO2 merktir hamborgarar

Max hamborgarastaðirnir (Max) eru veitingahúsakeðja sem nær til allrar Svíþjóðar og hóf hún starfsemi 1968. Hún er önnur stærsta hamborgarakeðjan í Svíþjóð og rak 67 veitingahús árið 2008.

Max hefur lengi starfað að því að draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar og nýjasta nýjungin er að merkja kolefnisnotkun matarins og að kolefnisjafna matinn. Max ...

Innbú okkar samanstendur af ýmsum efnum bæði úr jurta- og steinaríkin s.s. viði, málmum, gleri, trefjum úr plöntum, steinefnum og úr gerviefnum allskonar. Það eru aðallega þau sem að við þurfum að vera með augun opin gagnvart. Ekki aðeins getur útgufun ákveðinna efna verið heilsuspillandi heldur geta umhverfisáhrif verið geigvænleg.

Yfir 100.000 efni eru notuð í allskyns framleiðslu ...

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um kolefnisjöfnun.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Kolefnisjöfnuð fyritæki og verkefni sem stuðla að minnkun gróðurhúsalofttegunda á einhvern hátt s.s. fyriræki sem hafa kolefnisjafnað samgöngur í gegnum aðild að Kolviði. Einnig verkefni sem hafa minnkun gróðurhúsalofttegunda að meginviðfangsefni.

Sjá nánar um kolefnisjöfnun hér á Græna kortinu undir flokknum „Kolefnisjöfnun ...

28. október 2011

Á þriðjudag var haldin ráðstefna um ESB og umhverfismál. Að ráðstefnunni stóðu utanríkisráðuneytið og umhverfisráðuneytið í samvinnu við framkvæmdastjórn ESB. Sjá frétt um ráðstefnuna, smella hér.

Ráðstefnan var mjög fróðleg og varpaði ljósi á það sem að gæti áunnist með þátttöku í Evrópusambandinu hvað varðar umhverfismál. Náttúruvernd og líffræðileg fjölbreytni, þ.e. verndun búsvæða fugla og annarra lífvera er megininntak ...

Í dag afhenti Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, nýbökuðum foreldrum, Auði Jörundsdóttur og Benedikt Hermannssyni fyrsta pokann í verkefninu Ágætis byrjun á heilsugæslunni Miðbæ. Ágætis byrjun er verkefni sem Umhverfisstofnun stendur fyrir til að kynna umhverfismerkið Svaninn og hvetja foreldra til að nota slík merki sem hjálpartæki við vöruval. Svandís lýsti yfir mikilli ánægju með verkefnið og benti á mikilvægi þess að ...

Eldselementið umlikur hjarta, smágirni, hjartaverndara (Gollurhús) og „þrjá hitara“, sem aftur hafa áhrif á og gefa kraft til blóðs og æðakerfis. Hjartað gefur jafnframt kraft til tungu þannig að fólk geti tjáð sig og þrír hitarar bera blóð og orku milli hinna þriggja svæða líkamans, fóta, búks og höfuðs. Geðlæg áhrif elds eru gleði og sköpun.

Green Drinks eða „Grænir drykkir“ er alþjóðlegt óformlegt samfélag sem starfar óhefðbundið í yfir 500 borgum um allan heim. Grænir drykkir hafa það að markmiði að fólk með áhuga á umhverfismálum hittist og efli með sér tengsl til að vinna að grænum og góðum málefnum. Jafnt áhugafólks sem fagaðilar hvort sem þeir eru íslendingar eða annars staðar að úr heiminum ...

Regnskógar heimsins eru í hitabeltinu við miðbaug. Stærstu regnskógarnir eru í Brasilíu, Kongó og í Indónesíu. Einnig eru regnskógar í Suðausturasíu, Hawaii og í Karíbahafi. Amazonregnskógurinn í Suður Ameríku er stærsti regnskógur heimsins.

Regnskógar eru eins og nafnið gefur til kynna með hátt rakastig. Regnið í regnskógunum er 4000 – 7600 mm á ári. Til samanburðar er rigningin í Reykjavík um ...

Klasar eru samstarfsform, einskonar „samstarf í samkeppni“ * sem hefur þann tilgang að styðja við uppbyggingu og samstarf milli aðila (fyritækja, stofnana og sveitarfélaga) til framgangs ákveðinna málefna s.s. matvælaframleiðslu, menningartengdrar ferðaþjónustu o.fl. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur að tilstðuðlan opinberra aðila haft umsjón með því að kynna klasaformið í samvinnu við atvinnuþróunarfélögin og fjöldi klasa hafa verið stofnaðir um allt ...

Í grein sem Fbl. birti 7. okt. s.l. lagði ég áherslu á nauðsyn þess að merkja erfðabreytt matvæli. Ég vísaði í kanadíska rannsókn sem enn eina vísbendingu um að erfðabreytt matvæli kunni að valda fólki heilsutjóni. Þann 20. okt. svarar Jón Hallsson dósent grein minni, reynir að varpa rýrð á kanadísku rannsóknina og umfjöllun mína um hana, og sakar ...

Olímálverk hreinsar maður með mjúkum klút sem dýft hefur verið í heita mjólk, að lokum þurrkar maður málverkið með silkiklút.

Grafík: Málverk og mjólk, Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsóttir ©Náttúran.is.

23. október 2011

Sæl Svandís. Ég man eftir því fyrir nokkrum árum að sjá heimagerðan brjóstsykur hjá þér og minntist þess þá að amma mín Guðbjörg Pálsdóttir gerði oft brjóstsykur. Hvítan piparmyntubrjóstsykur með rauðum röndum sem hún klippti í mola á listifenginn hátt. Við börnin sátum agndofa og horfðum á þennan galdur. Hún amma mín gekk í húsmæðraskóla í Danmörku og hefur sennileg ...

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um jarðgerð.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Staðir þar sem matarleifum og garðúrgangi er umbreytt í næringarríka mold með hjálp maðka, einangraðra jarðgerðaríláta og móður náttúru. Á þessum stöðum geta verið stórfelld verkefni í gangi eða minni kynningarverkefni ásamt upplýsingum og búnaði til að byrja sína eigin jarðgerð í garðinum ...

21. október 2011

Grænt loðdýr að nafni Berti hefur verið áberandi í auglýsingamiðlum landsins að undanförnu. Berti leikur í auglýsingum um „græn bílalán“ fyrir Ergo, fjármögnunarþjónustu Íslandsbanka. Grænt, þýðir í þessu samhengi að Ergo felli niður öll lántökugjöld af bílalánum til kaupa á visthæfum bílum. Tilboðið gildir til lok árs 2011.

Jón Hannes Karlsson, framkvæmdastjóri Ergo, fjármögnunarþjónustu Íslandsbanka segir að „viðtökur á grænu ...

Náttúran.is fagnar því að áður fyrirhugað álver á Bakka við Húsavík hafi verið slegið út af borðinu. Reyndar er löngu ljóst að fyrirbærið var aldrei nema skýjaborgir fáfróðra stjórnmálamanna og gráðugra heimamanna, en nú er málinu s.s. lokið.

Þann 1. mars 2006 var fjallað um undirritun samkomulags álrisans ALCOA og ríkisstjórnar Íslands um að hefja hagkvæmnikönnun á því ...

Veislusalur Hótel Arkar var troðfullur á fundi sem Orkustofnun boðaði til í kvöld en málefni fundarins voru skjálftahrinur (sjá grein) sem skakið hafa umhverfi Hengilssvæðisins á undanförnum vikum. Fulltrúar Orkuveitunnar, Orkustofnunar, ÍSOR og Veðurstofunnar höfðu langt mál um hvernig jarðskjálftar verða til og hve eðlilegt sé að skjálftar eigi sér stað við niðurdælingu, spennan þyrfti hvort eð er að leysast ...

Te og flest krydd eru þurrkaðar afurðir ýmissa jurta. Líkt og með lifandi plöntur gildir að ræktun sé sem hreinust og náttúrulegust til að tryggja gæði. Einnig ráðast gæðin af því hvernig þurrkun, geymsla og pökkun á sér stað.

Lífræn vottun eða umhverfisvottun snýst um allt ferlið frá framleiðslu til pökkunar og tryggir að hvergi hafa verið notuð skaðleg efni ...

Undanfarið hefur hópur áhugafólks um náttúruvernd undirbúið stofnun náttúruverndarsamtaka á Reykjanesskaga. Stofnfundur samtakanna verður haldinn í Gaflaraleikhúsinu (áður Hafnarfjarðarleikhúsinu), Víkingastræti í Hafnarfirði, þriðjudaginn 18. október næstkomandi kl. 20:00 og er markmiðið að sameina náttúruverndarfólk á Suðvesturlandi í eina öfluga breiðfylkingu sem muni láta til sín taka í umhverfis- og náttúruverndarmálum í landnámi Ingólfs.

Á dagskrá fundarins er að samþykkja ...

Fyrir nokkrum vikum fékk nýtt fyrirtæk, Organic lífstíll ehf., lífræna vottun frá vottunarstofunni Tún (sjá grein) og í kjölfarið setti fyrirtækið fyrstu lífrænu hráfæðivörur sínar á markað. Það er ekki á hverjum degi sem að lífrænar hráfæðivörur eru framleiddar fyrir íslenskan markað og af því tilefni spurði Náttúran Jóhann Örn, einn eigenda fyrirtækisins nokkurra spurninga um þetta merka framtak.

Hverjir ...

Umhverfisþing var haldið á Selfossi í gær. Fjölmenni var, um 300 gestir sátu þingið og var dagskráin ágætlega skipulögð.

Áherslur Umhverfisþings 2011 voru náttúruvernd og umræða um hina svokölluðu Hvítbók sem er tæplega 500 síðna rit sem unnið var af hópi lögfræðinga og nokkurra sérfræðinga, nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga,  með það fyrir augum að gera tillögur að nýrri heildarlöggjöf fyrir ...

Í svefnherberginu er rúmið í flestum tilfellum það húsgagn sem hefur mesta persónulega þýðingu. Gott rúm hvort sem það er einstaklings- eða hjónarúm þarf að vera bæði sterkt og þægilegt. Gæði dýnunnar skiptir einnig miklu máli.

Hægt er að kaupa Svansmerktar dýnur úr hreinum nátturuefnum sem anda vel og duga heila mannsævi. Gríðarlegt úrval er til að „heilsudýnum“, marglaga dýnum ...

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um óhefðbundnar lækningar.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Óhefðbundnar lækningar, eins og jurtalækningar, hómópatía, austurlensk og fleira í þeim anda. Dæmi eru gufuböð, apótek, lækningastofur, heilsuklúbba og jóga.

Sjá nánar um óhefðbundnar lækningar hér á Græna kortinu undir flokknum „Óhefðbundnar lækningar".

Grafík: Myndtákn Green Map® System flokksins „Óhefðbundnar lækningar“.

08. október 2011

Einn af þjónustuliðunum hér á Náttúrunni er rafrænn fréttapóstur. Með því að skrá þig á póstlistann ert þú að gerast áskrifandi að ókeypis fréttapósti sem berst þér án allra skuldbindinga.

Þú getur að sjálfsögðu afskráð þig þegar að þú vilt eða framsent fréttapóstinn áfram á vini og kunningja á mjög einfaldan hátt. Þeir geta þá einnig skráð sig á póstlistann ...

07. október 2011

Nú eru hartnær átta ár síðan ríki Evrópusambandsins settu nýja löggjöf um merkingar erfðabreyttra matvæla (reglugerð 1830). Sú löggjöf hefur enn ekki verið tekin upp af EES, m.a. vegna neikvæðrar afstöðu íslenskra stjórnvalda, sem með því hafa misboðið rétti íslenskra neytenda til að velja og skilið heila kynslóð íslenskra barna eftir varnarlausa gagnvart órannsökuðum hættum erfðabreyttra matvæla. Eftir margra ...

Við hvað starfar þú eða hvert er viðfangsefni þitt:

Ég starfa við margt, mest þó skriftir og alþýðurannsóknir. Ég rækta matjurtir til heimilisins og stunda svolitla tóvinnu í hjáverkum. Svo er ég ættmóðir og félagsvera og það tekur allt sinn tíma.

Hvaða menntun eða reynslu hefur þú að baki?

Ég er með myndlistarnám en annað er flest sjálflært í gegnum ...

Augnhár verða silkimjúk og falleg ef þau eru burstuð (með tannbursta eða sérstökum augnhárabursta) með hveitikímsolíu eða möndluolíu. Best er að gera þetta fyrir svefninn og þvo olíuna svo af morguninn eftir með volgu vatni.

02. október 2011

Sérviðburður á RIFF: Hvað getum við gert?

Hinn víðfrægi heimildargerðarmaður, þáttastjórnandi og umhverfisfræðingur Dr. David Suzuki, fyrrum prófessor við University of British Columbia, heldur hátíðarfyrirlestur þ. 1. október 16:00-18:00 á málþingi í Háskóla Íslands, Háskólatorgi stofu 105.

Myndin Frumkraftur verður einnig sýnd kl. 14:00, áður en málþingið hefst en í myndinn heldur hann „síðasta fyrirlestur“ sinn sem ...

Niðurstöður vinnu nefndar Alþingis um eflingu Græns hagkerfis liggur nú fyrir í skýrslunni „Efling græns hagkerfis á Íslandi - sjálfbær hagsæld - samfélag til fyrirmyndar“ (sjá skýrsluna) en nefndin* hefur nú starfað í um eitt ár. Í skýrslunni er m.a. fjallað um skilgreiningar á grænu hagkerfi og grænum störfum og nefnd dæmi um atvinnugreinar sem annað hvort teljast grænar skv ...

Nú stendur yfir undirbúningur að stofnun Náttúruverndarsamtaka Reykjanesskaga.

Fundur undirbúningsnefndar um Náttúrverndarsamtök Reykjanesskaga verður haldinn miðvikudagskvöldið 28. sepember kl. 20:00 í höfuðstöðvum Landverndar að Skúlatúni 6 í Reykjavík.

Áhugasamir um náttúruvernd á Reykjanesskaga eru velkomnir að slást í hópinn.

Nánari upplýsingar veitir Jóhannes Ágústsson í símum: 5 54 54 95/ 6 59 74 59 og Ellert Grétarsson í síma ...

Öryggisblað (safety data sheet) er lögbundið fylgirit efna sem teljast hafa áhrif á heilsu og umhverfi. Þar er m.a. að finna innihaldslýsingu, eiginleika efnisins, meðhöndlun og viðbragðsáætlun.

Fjölmörg efni sem við notum dags daglega eru hættumerkt, valda ertingu, roða, sviða eða eru hættuleg umhverfi og beinlínis eitruð. Forðist óþarfa notkun á efnavöru og þá sérstaklega hættumerktri. Öryggisblöð skulu vera ...

27. september 2011

Mikil gróska er í gerð kvikmynda sem fjalla um náttúru- og umhverfismál með einum eða öðrum hætti. Fjórða árið í röð veitir RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, þessum myndum sérstaka athygli í flokki mynda sem kallast Nýr heimur og veitir verðlaun fyrir bestu kvikmyndina að mati dómnefndar.

Smellið á myndirnar hér að neðan til að fá nánari upplýsingar um sýningarstaði ...

Vegagerð Póstur Húsdýr Gróður Eldsneyti Almenningssamgöngur Samgöngur

Bréfasendingar eru mun sjaldgæfari en áður fyrr. Ýmis símþjónusta, netpóstur og upplýsingar á vefsíðum hafa leyst pappírspóstinn að mestu af hólmi. Það ætti að þýða að álag á póstkassana okkar hafi minnkað en því er öðru nær. Enn berst ýmis „leiðinlegur póstur“ heim, bankayfirlit og reikningar sem mörg hver er hægt að afpanta í prentuðu formi og spara með því ...

Við hvað starfar þú eða hvert er viðfangsefni þitt?

Ég starfa sem formaður stjórnar Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hef unnið fyrir samtökin síðan 1997.  Hef einnig starfað semráðgjafi fyrir ýmis alþjóðleg samtök, Greenpeace, IFAW, Deep Sea Conservation Coalition, WWF og Pew Foundation. Í stuttu máli er mitt viðfangsefni að vera talsmaður náttúruverndar á Íslandi. Öfugt við stór samtök erlendis höfum við hvorki ...

Hreinlætisvörur

Vistvænar hreinlætisvörur eru til í miklu úrvali og margar þeirra umhverfisvottaðar. Oft er hægt að sleppa hreingerningarefnum við þrif ef notaðir eru örtrefjaklútar og náttúruleg efni eins og edik eða salt. Ofnotkun hreinsiefna er mikil og dýrkeypt fyrir umhverfið. Efnin hverfa ekki þegar þau eru komin í skolpleiðslurnar heldur enda þau í hafinu. Efnin eru áfram virk og geta ...

20. september 2011

Í kvöld, sunnudagskvöldið 18. september kl 20:00 mun Margrit Kennedy hitta áhugasama aðgerðasinna sem hafa hug á að ná fram róttækum breytingum á fjármálakerfinu. Margrit Kennedy er vikulangt hér á landi en hún hélt fyrirlestur um fjármálakerfið, kæfandi áhrif veldisvaxtar og lausnir í formi nýrra gjaldmiðla í Háskólabíó þ. 16. september (sjá grein) og í framhaldi af honum frekari ...

Í dag kl. 15:00 opnar listakonan og náttúrubarnið Hildur Hákonardóttir einkasýningu í Listasafni ASÍ Ásmundarsal. Sýningarstjórar eru Unnar Örn og Huginn Þór Arason.

Hildur Hákonardóttir (f. 1938) hóf nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 26 ára gömul og eftir útskrift þaðan 1968 fór hún í framhaldsnám við Edinburgh Collage of Art og aflaði sér  frekari menntunar í myndvefnaði. Á ...

Undanfarna daga og vikur hafa auglýsingar frá Orkusölunni, massíft stuð og raftækin þín eiga skilið smá stuð, tröllriðið fréttamiðlum landsins. Við undirleik hljómsveitarinnar Ham er alls konar yfir sig hresst og svalt fólk sýnt nota rafmagnstæki eins og fíklar, alveg burtséð frá því hvort að nauðsynlegt sé að nota rafmagnstækið til verkanna eða ekki. Hamingjan er sýnd felast í því ...

Kristbjörg Kristmundsdóttir blómadropaþerapisti og jógakennari með meiru er að fara af stað með jóganámskeið vetrarins.

Jóga frá og með 19. september:

Jógatímarnir vinsælu eru haldnir í Gerðubergi á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 17:15 til 18:30 og hefjast þ. 19. september.

6 vikna Yamajóga námskeið frá 21. til 26. september:

Yama jóga námskeið er haldið í Gerðubergi á ...

Við hvað starfar þú eða hvert er viðfangsefni þitt?

Ég starfa sjálfstætt og hef gert síðustu 6 árin, rek Vínskólann sem ég stofnaði en ég hef starfað víða á lífsleiðinni. Ég er líka blaðamaður á Gestgjafanum, verktaki, og sé um annars vegar vínsíðurnar og hins vegar um þátt sem snertir það sem gert er hjá smáframleiðendum, bændum, þess vegna húsmæðrum ...

NON-GMO verkefnið byggir á því að allir eigi rétt á því að vita hvaða afurðir eru erfðabreyttar og hverjar ekki. Eitt af því sem verkefnið hefur komið á fót er merki sem framleiðendur geta fengið á vörur að því tilskildu að þær innihaldi engar erfðabreyttar afurðir.

En enn bíða íslenskir neytendur eftir því að reglugerð um merkingar á matvörum og ...

Gluggi Planta Ryksuga Bækur Bækur Raftæki Raftæki Heimurinn Geimurinn Húsgögn Íþróttir Skrifborð Sími Tölva Landið Lýsing Skrifstofan

Framleiðsla á einföldustu raftækjum hefur gríðarlega neikvæð umhverfisáhrif. Þess vegna keppast framleiðendur víða um heim nú um að sýna lit og minnka umhverfisáhrif framleiðslu sinnar. En ekki taka allir þátt í því og bíða þangað til að fyrirskipanir berast t.d. frá ESB sem þvinga þá til að minnka umhverfisáhrifin. Við getum tekið þátt í því að „umhverfisvæni verði markaðsforskot ...

12. september 2011

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um matvælaaðstoð.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Dreifingarmiðstöð fyrir ókeypis matvæli. Slíkar miðstöðvar koma fólki í þörf til hjálpar og koma um leið í veg fyrir að „umfram“ matvæli skemmist. Vinna í þeim er oftast sjálfboðavinna og má sannarlega kallast ómetanleg samfélagsþjónusta.

Sjá nánar um matvælaaðstoð hér á Græna kortinu ...

12. september 2011

Aðalbláberjalyng [Vaccinium myrtillus]
Lýsing: Sumargrænn smárunni með ljósgrænum hvassstrendum greinum. Blöðin smásagtennt, ljósgræn, þunn og egglaga. Finnst aðallega á skjólgóðum stöðum í skóglendi, móum og hlíðarbollum þar sem snjóþyngst er. Síst á Suðurlandi.

Árstími: Júní
Tínsla: Takist með skærum eða stuttum hníf, einungis yngstu sprotar.
Meðferð: Þurrkað.

Beitilyng [Calluna vulgaris]
Lýsing: Kræklóttur smárunni, getur orðið þriggja áratuga gamall. Blöðin eru ...

Nýlega opnaði Jurtaapótek Kolbrúnar Björnsdóttur grasalæknis vef þar sem kennir margra grasa í orðsins fyllstu merkingu. Vefurinn jurtaapotek.is inniheldur mikið magn upplýsinga og uppskrifta auk þess sem þar er hægt að kaupa allar helstu vörurnar sem Kolla grasalæknir hefur þróað á sl. árum, og meira til. Má þar nefna vörur eins og krydd, olíur, ofurfæði, ilmkjarnaolíur, blómadropa og tinktúrur ...

Enn á ný halda Endur-skoðendur nytjamarkað á Óðinstorgi.

Endur-skoðendur borgarinnar er hópur sem einsetti sér að lífga upp á torg í Reykjavík í sumar. Bílastæðum hefur verið lokað og markaðir haldnir á Óðinstorgi frá kl. 11:00 - 17:00.

Vinna hópsins er hluti af verkefninu Torg í biðstöðu sem starfrækt er í samvinnu við Reykjavíkuborg í sumar.

Afrakstur annarra hópa ...

Oft er talað um eldhúsið sem hjarta heimilisins. Í eldhúsinu tökum við oft hvað stærstu ákvarðanir varðandi heilsuna og umhverfið. Hér í þættinum „Húsið og umhverfið“ er hvert rými hússins tekið fyrir og kafað ofan í einstök atriði sem snerta hið daglega líf okkar. Kíktu á eldhúsið, þú þarft ekki annað en renna yfir myndina og smella á einstaka hluti ...

Vottunarstofan Tún hefur staðfest að fyrirtækið Organic Lífsstíll ehf. uppfylli kröfur um lífrænar aðferðir við framleiðslu á matvælum. Vottorð þessa efnis var formlega afhent eigendum fyrirtækisins þann 7. september 2011.

Organic Lífsstíll ehf. er fyrsta sérhæfða fyrirtækið hér á landi sem hlýtur vottun til lífrænnar framleiðslu á svonefndu hráfæði.
Með vottun Túns er staðfest að Organic Lífsstíll ehf. noti ...

Við hvað starfar þú eða hvert er viðfangsefni þitt?

Ég starfa aðallega við tæknilegar og raunvísindalegar þýðingar, ásamt ráðgjöf á sviði umhverfismála.

Hvaða menntun eða reynslu hefur þú að baki?

Er með BA próf í rússnesku og sagnfræði, B.Sc. gráðu í jarðfræði, M.Sc. gráðu í umhverfisefnafræði og er að ljúka MA gráðu í þýðingafræði.

Hvað lætur þig tikka ...

Nýlega gaf Tammerraamat útgáfan út barnabók Sigurðar Brynjólfssonar (SÖB) „Jääkaru Polli“ en bókin fjallar um hnattræna hlýnun. Bókin kom út í Eistlandi nú á dögunum. SÖB stefnir að því að fá bókina gefna út á íslensku en hún mun þá bera nafnið „Ísbjörninn Polli“.

Hugmyndin að bókinni er „hnattræn hlýnun” og að tímabært er að börnum sé gerð grein fyrir ...

Byggrækt hefur náð fótfestu hér á landi og æ fleiri bændur rækta nú bygg til að fóðra skepnur sínar og enn aðrir rækta bygg til manneldis.

Nokkrir rækta bygg á grundvelli lífrænnar ræktunar* en þar má helst nefna Móðir jörð fyrirtæki þeirra hjóna Eymundar Magnússonar og Eyglóar Ólafsdóttur í Vallanesi en lífrænt bankabygg frá Vallanesi hefur verið á boðstólum í ...

pappamassiNei þetta er ekki heilagrautur heldur pappamassi. Það er einfalt og skemmtilegt að gera pappamassa.

Eins og við erum alltaf að hamra á hér á síðunni er rusl ekki bara rusl heldur hráefni sem hægt er að vinna aftur og aftur. Þú getur gert ýmislegt úr pappírsruslinu, t.a.m. búið til skál úr úr dagblöðunum sem safnast upp hjá ...

Við hvað starfar þú eða hvert er viðfangsefni þitt?

Ég er forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands og ég vinn að því að fá sjálfbærnihugsun inn í alla starfsemi skólans.

Hvaða menntun eða reynslu hefur þú að baki?

Ég er með BS próf í jarðfræði frá HÍ og MS í jarðvísindum og PhD í jarðefnafræði frá Northwestern University í Evanston ...

Hvað varðar orkunotkun þá eyða bæði þvottavélin og þurrkarinn miklu rafmagni. Það skiptir því máli að nota orkunýtna þvottavél. Orkumerkin Energy Star og Evrópska orkumerkið hjálpa okkur að finna orkunýtnustu tækin.

  • Mælt er með því að fjárfest sé í umhverfismerktri þvottavél sem er í orkuklassa A - A+++.
  • Ráðlagt er að nota umhverfismerkt þvottaefni án ilmefna og umhverfismerkt mýkingarefni.
  • Best er ...

Yfir 1200 manns komust inn í Háskólabíó á fyrirlestur Vandana Shiva í kvöld en 300 manns þurftu frá að hverfa. Vandana Shiva hreif salinn með sér með persónutöfrum og orðræðu sem málaði mynd af stöðunni sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag á áhrifamikinn og auðskiljanlegan hátt. Skilaboðin sem Vandana færði okkur um þá ógn sem stafar af einræktun og ...

Í september hefst námskeið fyrir barnshafandi konur í Orkulundi heilsumiðstöð, í Viðjalundi á Akureyri.
Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:30-18:00.

Kennarar eru Anna Dóra Hermannsdóttir yogakennari og Sigfríður Inga Karlsdóttir ljósmóðir.

Takmarkaður fjöldi.

Verðandi feður sérstaklega boðnir með í ákveðna tíma.

Nánari upplýsingar hjá Ingu í síma 899 9803.

Grafík: Barnshafandi kona, Guðrún Tryggvadóttir og Signý ...

Kyle Vialli er lífsorkuþjálfari, einn vinsælasti fyrirlesari Bretlands og einn  fremsti heilsufræðingur Evrópu.  Kyle hefur einbeitt sér að rannsóknum á mataræði og næringu í u.þ.b. áratug ásamt því að halda fyrirlestra víða um Evrópu. Kyle er Íslendingum að góðu kunnur eftir að hafa komið hingað til lands í fyrrahaust og vetur með fyrirlestra sem nutu mikilla vinsælda.

Kyle ...

Í Skaftholti í Gnúpverjahreppi er stundaður lífrænn og lífefldur (bíódýnamískur) búskapur. Þar hefur ennfremur verið unnið mikið og merkilegt meðferðarstarf í 31 ár. Skaftholt er sjálfum sér nægt með búsafurðir allar. Þar lifa og starfa nú um 20 manns. Mikil uppbygging hefur átt sér stað en þeir einstaklingar sem búa í Skaftholti þurfa friðsælt umhverfi og mikilvægur þáttur í meðferðarstarfinu ...

Er ég ferðaðist með fjölskyldu minni yfir Kjöl í sumar sló mig mjög hve mikið af sauðfé var þar á beit. Ég hugsaði til Herdísar Þorvaldsdóttur og hennar löngu baráttu við að opna augu landsmanna fyrir þögguninnni sem á sér stað um þetta vandamál. Ógrynni fjár er varið í landgræðslu en viðkvæmustu svæðin látin óáreitt fyrir ofbeit, eins og ekkert ...

Hráfæðinámskeið Sollu hafa fyrir löngu skipað fyrsta sæti á sviði fræðslu um hráfæði og er það reyndar raunin víðar en á Íslandi því Solla er heimsfræg í hráfæðibransanum.

Hráfæðinámskeið Sollu eru frábær námskeið fyrir byrjendur í hráfæði. Á þessu námskeiði kennir Solla ykkur matreiðsluaðferðina á bak við hráfæðið og að taka hráfæðið meira inn í matseðilinn, útbúa einfalda, fljótlega, holla ...

Samtök lífrænna neytenda standa fyrir sýningu heimildamyndarinnar um Sesselju Hreindísi Sigmundsdóttur stofnanda Sólheima í Norræna húsinu í kvöld kl. 20:00.

Myndin er söguleg heimildamynd um Sesselju Hreindísi Sigmundsdóttur sem trúði á hugmyndfræði Rudolfs Steiners og leiðarljós frelsarans til að breyta félags- og uppeldismálum á Íslandi á fyrri hluta 20. aldar. Frásögn af konunni sem óhrædd synti gegn straumnum og ...

Snyrtivörur varða daglega umhirðu líkama okkar. Margar snyrtivörur höfða mest til skjótfenginna fegurðaráhrifa en taka lítið tillit til áhrifa á heilsu notandans eða umhverfisáhrifa til lengri tíma. Til eru lífrænt vottaðar snyrtivörur, umhverfisvottaðar og sanngirnisvottaðar. Snyrtivörur geta innihaldið bæði tilbúin og náttúruleg efni. Stundum koma náttúrulegu efnin beint úr jurtum, en oft er búið að einangra þau til að fá ...

13. ágúst 2011

Hráfæðikokkurinn Kate Magic frá Brighton í Englandi verður með tvö námskeið hér á íslandi, dagana 19. & 21. ágúst.

Námskeiðin eru tvennskonar:
Föstudeginum 19. ágúst verður Kate með fyrirlestur þar sem hún fer í Hráfæði heimspekina og hvernig auðvelt er að skipta um mataræði sem og gæði þess að vera á góðu mataræði.

Sunnudaginn 21. ágúst verður Kate með sýnikennslu ...

Linda Pétursdóttir, heilsuráðgjafi í Washington DC í samvinnu við Mann Lifandi, kynnir "tíu daga hausthreinsun".

Um er að ræða tíu daga milda hreinsun með hollustufæði þar sem þú hlúir daglega að eigin líkama og sál. Á námskeiðinu lærir þú hver máttur heilsufæðis er og hvernig neysla þess hefur jákvæð áhrif á vellíðan þína. Á námskeiðinu er enginn skortur á mat ...

Te og flest krydd eru þurrkaðar afurðir ýmissa jurta. Líkt og með lifandi plöntur gildir að ræktun sé sem hreinust og náttúrulegust til að tryggja gæði. Einnig ráðast gæðin af því hvernig þurrkun, geymsla og pökkun á sér stað. Lífræn vottun snýst um allt ferlið frá framleiðslu til pökkunar og tryggir að hvergi hafa verið notuð skaðleg efni og að ...

08. ágúst 2011

Plastmerkin eru sjö og gefa til kynna að plastefnið sé endurnýtanlegt eða endurvinnanlegt. Á Íslandi er úrvinnslugjald á heyrúlluplast og umbúðaplasti úr plastfilmu, stífu plasti, frauðplasti og öðru plasti. Gjaldið er lagt á til að greiða fyrir meðhöndlun umbúðanna og endurnýtingu eftir að þær hafa þjónað upphaflegum tilgangi sínum. Sjá nánar á vef Úrvinnslusjóðs.

Til þess að gera endurvinnslu plasts ...

Ari Hultqvist, áður verslunarstjóri í Yggdrasil, starfrækir nú sölubás fyrir lífrænar og íslenskar vörur á miðju Lækjartorgi undir nafninu LÍFgRÆNT en markaðurinn er rekinn í samvinnu við Græna Hlekkinn.

Á torginu selur Ari grænmeti, brauð, kökur, sultur, safa, söl, þara, fjallagrös, te o.fl. frá öllum helstu framleiðendum lífrænna vara á Íslandi auk þess sem hann selur lífræna innflutta ávexti ...

kælivara eldhúsborð eldhúsborð vaskur blóm vefnaðarvörur frystir ísskápur uppþvottur bakaraofn og vifta bökunarofn og vifta hreinlætisvörur blöndunartæki rafmagnsinnstunga matvinnsluvél kryddhilla eldhúsinnrétting brauð pottar og pönnur þurrvara kaffi & te matreiðslubók eldhúsið Hlutverk eldavéla er að hita mat. Sá hluti orkunnar, sem því miður er stór, sem ekki hitar matinn, hitar andrúmsloftið og það er orkusóun. Að lofta eldhús vegna hita er eitt einkenni þessarar orkusóunar. Því skal hafa eftirfarandi í huga þegar eldað er:
  • Setja skal lok á pottana til þess að hitinn gufi ekki upp. Bara þetta minnkar orkunotkunina um ...
06. ágúst 2011

Ólafsdalsfélagið býður upp á áhugaverð námskeið sem munu fara fram í Ólafsdal við Gilsfjörð og í nágrenni hans - í ágúst og september n.k. Námskeiðin fjögur fjalla ýmist um lífrænt ræktað grænmeti, ostagerð, sushi/söl/þara eða torf- og grjóthleðslu. Í öllum námskeiðunum er fléttað inn kynningum á hugmyndum Slowfoodhreyfingarinnar og um Ólafsdalsskólann á 19. öld. Inn fléttast lífræni matjurtagarðurinn ...

Náttúran.is framleiðir dömu- og herra stuttermaboli til að upphefja  náttúruna og græn gildi. „Nature.is love“ bolirnir eru af gerðinni EarthPositive® sem er verðlaunuð lífræn og loftslagsvæn framleiðsla* með myndum af Náttúru-konu og Náttúru-karli í íslenskri náttúru.

Bolirnir eru framleiddir í þremur stærðum og tveimur litum, rauðum og grænum, bæði fyrir herra og dömur. Bolirnir fást hér á Náttúrumarkaði ...

Á Náttúrumarkaði er úrval af lífrænum, náttúrulegum, siðgæðis- og umhverfisvottuðum vörum á boðstólum. Til þess að geta veitt neytendum upplýsingar um umhverfisvænar og heilbrigðar vörur tengist hver vara ítarlegum upplýsingum um innihald, vottanir og endurvinnslumöguleika. Hugmyndin er að þegar að vafrað er um verslunina læri maður hvað merkin þýða með því að renna yfir þau. Þetta á við um umhverfismerkin ...

02. ágúst 2011

Að gera sína eigin gróðurmold er ekki einungis umhverfisvænt og skemmtilegt heldur sparar það einnig öllum peninga. Sveitarfélagið þitt þarf að greiða minna fyrir urðun og þú sparar þér kaup á gróðurmold því moltan sem verður til í moltugerðarílátinu er dýrindis áburður „molta“ og grunnurinn að lífrænni gróðurmold í hæsta gæðaflokki.

Þeir sem einu sinni byrja á að safna lífræna ...

Sanngirnisvottun (einnig nefnt Réttlætismerki) beinir sjónum að mannréttindum. Markmiðið með sanngirnisvottun er að fólk geti lagt sitt af mörkum til betri lífs fyrir börn og fullorðna í fátækari hlutum heimsins. Í stuttu máli má segja að markmiðið sé að:

  • Tryggja að vinnufólk og ræktendur fái sanngjörn laun fyrir vinnu sína.
  • Vinna gegn misrétti vegna kyns, húðlitar eða trúar
  • Vinna á ...

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um sanngirnisvottanir.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Tákn um Fair Trade (sanngirnisvottun, réttlætismerki) fá einungis þeir sem leggja megin áherslu á sölu Fair Trade vara í verslun sinni og samtökum sem leggja mikla áherslu á að kynna almenningi hugmyndafræði sanngjarnra viðskipta. Aðeins einn íslenskur aðili hefur fengið Fair Trade vottun ...

28. júlí 2011

Heyannir er tíundi mánuður ársins og fjórði sumarmánuður samkvæmt gamla norræna tímatalinu. Heyannir hefjast alltaf á sunnudegi eftir aukanætur á miðju sumri.

Hin gömlu íslensku mánaðaheiti eru þessi:

  1. þorri hefst föstudag í 13. viku vetrar (19. – 26. janúar)
  2. góa hefst sunnudag í 18. viku vetrar (18. – 25. febrúar)
  3. einmánuður hefst þriðjudag í 22. viku vetrar (20. – 26. mars)
  4. harpa hefst ...

Te og flest krydd eru þurrkaðar afurðir ýmissa jurta. Líkt og með lifandi plöntur gildir að ræktun sé sem hreinust og náttúrulegust til að tryggja gæði. Einnig ráðast gæðin af því hvernig þurrkun, geymsla og pökkun á sér stað. Lífræn vottun eða umhverfisvottun snýst um allt ferlið frá framleiðslu til pökkunar og tryggir að hvergi hafa verið notuð skaðleg efni ...

18. júlí 2011

Ný útgáfa af Grænu Reykjavíkurkorti var að líta dagsins ljós og byrjað var að dreifa kortinu nú í vikunni. Hægt verður að nálgast kortið hjá styrktaraðilum okkar og víðar um bæinn á næstu dögum. Einnig er hægt að panta kortið og fá sent heim gegn sendingarkostnaði. Þau fyrirtæki sem hafa áhuga á að gleðja viðskiptavini sína með Grænu Reykjavíkurkorti geta ...

Endurvinnsla sorps er ein mikilvægasa leiðin til að minnka ágang á gæði jarðar og ætti að vera sjálfsagður þáttur í hverju fyrirtæki og á hverju heimili. Um 1/7 hluti alls úrgangs fellur frá heimilum en 6/7 frá fyrirtækjum heimsins. Með endurvinnslu eykst meðvitund um hvað við sóum miklu og verðmæt efni komast aftur í umferð og hættuleg efni ...

Í dag þ. 10. júlí er íslenski safnadagurinn haldinn hátíðlegur vítt og breitt um landið undir slagorðinu „fyrir fjölskylduna“. Söfn og önnur menningarsetur opna dyr sínar og bjóða mörg hver upp á sérstakar uppákomur og ókeypis aðgang í tilefni dagsins.

Smella hér fyrir dagskrá íslenska safnadagsins 2011 í pdf skjali.

Um þrjúhundruð safna og menningarsetra eru um allt land og ...

Árlega stendur Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna fyrir sýningu á skrautlegum hænum og hönum í eigu félagsmanna. Í ár verður sýningin haldin í Alviðra, umhverfisfræðslusetri Landverndar dagana 9. og 10. júlí, en í Alviðru er landnámshænsnabú og öll aðstaða til sýningarhalds eins og best verður á kosið. Þetta er sannkölluð uppskeruhátið landnámshænsnaræktenda sem koma alls staðar af að landinu með pútur ...

Með vitundarvakningu og þátttöku almennra neytenda er hægt að nota markaðsöflin til þess að leysa mörg af þeim umhverfisverkefnum sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag, hvort sem þau eru staðbundin eða hnattræn.
Grænu síðurnar hjálpa þér að finna náttúrulegar og umhverfisvænar vörur og þjónustu og þau fyrirtæki sem huga að umhverfinu í starfsemi sinni.
Grænt Íslandskort sýnir þér hvar ...

Náttúran.is vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem styrktu útgáfu Græna Reykjavíkurkortsins sem kom út nú í júlí 2011. Án þeirra hefði kortið aldrei litið dagsins ljós. Við viljum þakka öllu því góða fólki, í eftirfarandi fyrirtækjum og stofnunum, sem tók ákvörðun um að Grænt Reykjavíkurkort væri mikilvægt tillegg til samfélagsins. Þau eru:

  • Elding - Hvalaskoðun Reykjavík
  • Farfuglaheimilin ...

Kolviður er sjóður sem miðar að því að binda kolefni í gróðri og jarðvegi í þeim tilgangi að draga úr styrk koldíoxíðs (CO2) í andrúmslofti.

Kolviður reiknar losun koldíoxíðs bifreiða og flugferða ásamt því hversu mörgum plöntum þarf að planta til kolefnisjöfnunar og kostnað við plöntun. Gegn greiðslu reiknaðrar upphæðar til Kolviðar telst fyrirtæki kolefnisjafnað. KPMG vottar ferlið í samvinnu ...

04. júlí 2011

Hvalaskoðunarfyrirtækið Sérferðir ehf / Special Tours fékk á dögunum leyft til að flagga Bláfánaveifu og hefur að því tilefni undirritað yfirlýsingu um vistvæna starfshætti og góða umgengni á sjó og við höfnina í Reykjavík.

Bláfáninn (Blue Flag) er umhverfismerki sem úthlutað er þeim smábátahöfnum og baðströndum sem uppfylla ákveðin skilyrði sem miða að því að auka umhverfisgæði og umhverfisvitund gesta staðanna ...

Guðfinnur Jakobsson í Skaftholti heldur áfram að taka saman fyrir okkur efni úr sáðalmanaki Maríu Thun, en hún hefur fengist við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs síðastliðin 60 ár a.m.k. og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum dýrahringsins.

Júlí 2011

Dagur  Tími

1. júlí      00 – 24 ...

Söfnun
Nokkur atriði er nauðsynlegt að hafa hugfast við söfnun plantna. Ekki er sama hvar eða hvenær plönturnar eru teknar né heldur á hvern hátt. Tína ber plönturnar eingöngu þar sem tryggt er að þær séu svo lausar við hugsanlega mengun, sem mögulegt er.

Ágætt er að hafa til viðmiðunar, að tína ekki plöntur í þéttbýli eða nær vegum en ...

Garðurinn Skrúður á Núpi í Dýrafirði var formlega stofnaður þ. 7. ágúst 1909 og varð því 100 ára á þarsíðasta ári. Upphaflegur stofndagur Skrúðs var ekki valinn af handahófi en þ. 7. ágúst 1859 voru 150 ár liðin frá því að fyrstu kartöflurnar voru settar niður í Sauðlauksdal af séra Birni Halldórssyni*. Ári áður hafði kartöfluuppskera heppnast á Bessastöðum, en ...

Sumardagur á sveitamarkaði í Eyjafjarðarsveit hefur nú göngu sína sjötta sumarið. Eins og áður er markaðurinn á blómum prýddu torgi Gömlu Garðyrkjustöðvarinnar við Jólagarðinn. Óhætt er að segja að á markaðinum sé fjölbreyttur varningur í boði. Má þar nefna brodd, brauð og kökur af ýmsu tagi, sultur og saftir svo eitthvað sé nefnt. Einnig allskonar handverk svo sem prjónavörur, þæfða ...

Á Íslandi er til aragrúi upplýsingakorta og vefsjáa með upplýsingum um allt milli himins og jarðar, allt frá staðsetningum brunahana í Reykjavík; reykjavik.is/borgarvefsja til upplýsinga um fjölda einstaklinga á biðlista um pláss á öldrunarheimilum í Kaldrananeshreppi: heilsuvefsja.is.

Mest notuðu kortin eru þó líklega kort sveitarfélaga þar sem íbúar geta nálgast upplýsingar um sína heimabyggð sem og vefsjár ...

Plöntur eru ýmist villtar eða framleiddar, þ.e. komið á legg með sáningu fræja eða gróðursetningu t.a.m. stiklinga. Þær jurtir sem eru á boðstólum hérlendis eru ýmist villtar, fluttar inn eða framleiddar hérlendis. Eftirlit með innflutningi fræja, lifandi jurta, afskorinna blóma og áburðar er í höndum Matvælatofnunar. Hlutverk stofnunarinnar er að hindra að sjúkdómar eða meindýr sem berist ...

17. júní 2011

Árleg jurtaveisla Kirstbjargar Kristmundsdóttur og Hildar Hákonardóttur verður haldin í Heiðmörk hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur að Elliðavatni, helgina 18. og 19. júní.

Kristbjörg kennir laugardag frá kl. 10:00 til 17:00 og fjallar um lækningajurtir Heiðmerkur og meðferð þeirra.

Hildur kennir sunnudag frá kl. 10:00 til 15.00 um villtar jurtir sem hægt er að nota í matargerð.

Skráning ...

Svefnherbergið er persónulegasta rýmið í húsinu. Svefnherbergið ætti því að miðast við að dekra við sálina og gæla við tilfinningarnar. Umhverfisvæn hugsun passar þar vel við því við erum hluti af umhverfinu sjálfu. Hér í þættinum „Húsið og umhverfið“ er hvert rými hússins tekið fyrir og kafað ofan í einstök atriði sem snerta hið daglega líf okkar. Allir hlutir snerta ...

Náttúran umfjallanirNáttúran.is byggir hugmyndafræði sína á samstarfi við alla sem eitthvað hafa fram að færi á sviði náttúru og umhverfis.

Náttúran.is vill auka sýnileika annarra en til þess að það geti orðið treystum við á að samvinnuviljinn sé fyrir hendi í báðar áttir. Sýnileiki og vöxtur Náttúran.is er grundvallaratriði svo vefurinn geti sinnt því ábyrgðarfulla hlutverki að gefa ...

WGBCWorld Green Building Council er óháð ráð sem er stjórnað af aðilum uúr byggingariðnaðinum og hefur það að meginmarkmiði að flýta fyrir framþróun ií vistvænni hönnun í byggingariðnaði ií heiminum. Hlutverk ráðsins er að veita samtökum um vistvænar byggingar aðstoð og upplýsingar. Auk þess veitir ráðið þjóðum leiðbeiningar við að stofna sambærileg samtök. WGBC var stofnað árið ...

Í baðherberginu og þvottahúsinu er hægt að finna fjölmörg atriði sem velta þarf vöngum yfir og taka ákvarðanir um. Flest þar snertir umhverfið með einum eða öðrum hætti og auðvitað heilsu okkar. Hér í þættinum „Húsið og umhverfið“ er hvert rými hússins tekið fyrir og kafað ofan í einstök atriði sem snerta hið daglega líf okkar.

Kíktu á baðherbergið og ...

Hefur þú séð Food Inc.? Heldur þú að það séu draumórar að hugsa sér öðruvisi landbúnað og matvælaframleiðslu? FRESH, tekur við þar sem Food Inc. sleppir og sýnir okkur að það er hægt að breyta hlutunum og það er þegar byrjað á því. Myndin leitar fanga í bókinni Omnivore's Dilemma eftir Michael Pollan, en hann hefur bent á margar ...

Alþjóðlegi Umhverfisdagurinn (World Environment Day) er árlegur viðburður þar sem markmiðið er að fá heimsbyggðina til að taka þátt í jákvæðum aðgerðum í þágu umhverfisins. Sjaldan eða aldrei hefur deginum verið fagnað hér á landi svo nokkru nemi en ástæðan er líklega sú að við höfum stofnað til eigin umhverfisdags þ. 25. apríl sem haldinn hefur verið hátíðlegur til fjölda ...

Guðfinnur Jakobsson í Skaftholti heldur áfram að taka saman fyrir okkur efni úr sáðalmanaki Maríu Thun, en hún hefur fengist við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs síðastliðin 60 ár a.m.k. og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum dýrahringsins.

Júní 2011

Dagur  Tími

1. júní      00 – 24 ...

Á vef Orkustofnunar`* kemur fram að stofnunin hafi veitt Sunnlenskri orku leyfi til rannsókna á jarðhita, grunnvatni, yfirborðsvatni og efnisnámum við Grændal í Ölfusi. Með „við“ er að sjálfsögðu átt við „í“ Grændal. Þetta þýðir með öðrum orðum að Grændalur skuli vera lagður undir jarðboranir, vegagerð og annað jarðrask sem mun án efa gerbreyta hinum ónsortna Grændal með óafturkræfum hætti ...

Á Íslandi eru starfandi fjölmörg umhverfis- og náttúruverndarfélög og grasrótarsamtök:

  • NSÍ-Náttúruverndarsamtök Íslands
  • NV-Náttúruverndarsamtök Vesturlands
  • NAUST-Náttúruverndarsamtök Austurlands
  • SUNN-Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi
  • NSS-Náttúruverndarsamtök Suðurlands
  • NVV-Náttúruverndarsamtök Vestfjarða
  • Landvernd
  • Náttúruvaktin
  • Íslandsvinir
  • Framtíðarlandið
  • Saving Iceland
  • Sól á Suðurlandi
  • Sól í Straumi
  • Sól á Suðurnesjum
  • Sól í Hvalfirði
  • Sól í Flóa o.fl.
31. maí 2011

Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka íslands fylgdist með orðum forsætisráðherra í gær og fyrradag og bendir hér á brot úr yfirlýsingum hennar og gerir athugasemdir:

Forsætisráðherra ku hafa sagt eftirfarandi í gær:

„Stefnt er að amk tveimur umfangsmiklum fjárfestingaverkefnum í orkufrekum iðnaði auk þeirra umfangsmiklu framkvæmda sem þegar eru komnar á stað við Búðarhálsvirkjun, álverið í Straumsvík, Kísilverksmiðju í Helguvík, Gagnaver ...

Til að auka yfirsýn á það sem er að gerast í umhverfissamfélaginu hefur Náttúran nú virkjað RSS* fréttafóðrun frá öðrum umhverfismiðlum hér neðarlega til hægri á síðunni en þar birtast yfirsagnir síðustu fimm frétta hvers miðils og þegar rennt er yfir yfirsagnirnar birtast fyrstu línur fréttanna. Með því að smella á fréttina ferð þú á viðkomand miðil og getur lesið ...

Rapunzel hefur lengi boðið upp á lífrænt ræktaðar vörur og hefur í samstarfi við The Institute for Marketecology (IMO), alþjóðlega vottunarstofu þróað eigin sanngirnisvottun: „Hand in Hand”. Rapunzel er dæmi um fyrirtæki sem valið hefur þá leið að vera með eigin merki, bæði lífrænt ræktað og sanngirnisvottað. Vörur sem merktar eru „Hand in Hand“ innihalda a.m.k. 50% hráefni ...

Í gær var aðalfundur Landverndar haldinn í Nauthól í Nauthólsvík. Svandís Svavarsdóttir setti fundinn en á dagskrá var m.a. að kjósa á milli tveggja frambjóðanda til formanns og kjósa sex stjórnarmenn. Baráttan um formannsstólinn stóð á milli Björgólfs Thorsteinssonar sem verið hefur formaður samtakanna í sex ár og Guðmundar Harðar Guðmundssonar umhverfisfræðings og fyrrum kynningarfulltrúa umhverfisráðuneytisins.

Þar sem aldrei ...

Á aðalfundi Landverndar sem haldinn verður í Nauthól fimmtudaginn 26. maí kl. 16:00  (sjá frétt), verða fimm nýir aðilar kosnir í stjórn og er staða formanns þar með talin. Núverandi stjórn Landverndar skipaði þau Heiðrúnu Guðmundsdóttur, Tryggva Felixson og Þóru Ellen Þórhallsdóttur í uppstillingarnefnd vegna aðalfundarins og tóku þau við tilnefningum og tilkynningum um framboð stjórnarmanna og formanns.

Eitt ...

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um Grænan apríl.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi: Grænn apríl er tímabundið umhverfisverkefni sem hópur áhugafólks um umhverfismál hrinti í framkvæmd. Verkefnið hefst í apríl 2011 og áætlað að það verði árlegur viðburður í apríl til næstu 5 ára. Þátttaka er háð því að greitt sé í sameiginlegan sjóð. Markmiðið ...

Í seinasta pistli mínum hér „Að ganga vel á fjöllum“ fjallaði ég um umgengni okkar um fjöllin og landslagið. Nú er komið að því að við skoðum aðeins hvernig við göngum sjálf.

í allri þeirri vakningu sem á sér stað í dag í gönguferðum okkar úti í náttúrunni, þá er þar einn þáttur sem er vanræktur.
Það er sá þáttur ...

Á aðalfundi Landverndar sem haldinn verður í Nauthól nk. fimmtudag (sjá frétt), verða fimm nýir aðilar kosnir í stjórn og er staða formanns þar með talin. Núverandi stjórn Landverndar hefur skipað þau Heiðrúnu Guðmundsdóttur, Tryggva Felixson og Þóru Ellen Þórhallsdóttur í uppstillingarnefnd vegna aðalfundarins og taka þau við tilnefningum og tilkynningum um framboð stjórnarmanna og formanns. Skilaboð sendist á landvernd ...

Green Drinks eða „Grænir drykkir“ er alþjóðleg óformlegt samfélag sem starfar óhefðbundið í yfir 500 borgum um allan heim. Grænir drykkir hafa það að markmiði að fólk með áhuga á umhverfismálum hittist og efli með sér tengsl til að vinna að grænum og góðum málefnum. Jafnt áhugafólks sem fagaðilar eru velkomnir í hópinn. Margir hafa myndað tengls og jafnvel fundið ...

Hafin er vinna við gerð orðasafns á sviði umhverfisfræða og hefur verið myndaður starfshópur sérfræðinga á því sviði. Í hópnum sitja Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir verkefnisstjóri, Stefán Gíslason, Birna Helgadóttir og Ingibjörg Elsa Björnsdóttir. Félag umhverfisfræðinga á Íslandi, í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hafa frumkvæði að verkefninu.

Gert er ráð fyrir að orðasafnið byggist upp jafnt og ...

Guðfinnur Jakobsson í Skaftholti heldur áfram að taka saman fyrir okkur efni úr sáðalmanaki Maríu Thun, en hún hefur fengist við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs síðastliðin 60 ár a.m.k. og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum dýrahringsins.

Maí 2011

Dagur  Tími

1.      00 – 24 blað ...

Spilaborg líftækniiðnaðarins virðist að hruni komin, eins og ný rannsókn sem var gefin út af háskólanum í Sherbrooke í Kanada sýnir, en við rannsóknina fannst Bt eitur, sem er í vissum erfðabreyttum korntegundum, í blóðsýnum manna í fyrsta skipti. Greinin sem er áætlað að birtist í ritrýndu tímariti, Reproductive Toxicology, eyðir þeirri fölsku hugmynd um að Bt brotni niður í ...

Sigríður Ævarsdóttir, dóttir Ævars Jóhannessonar og konu hans Kristbjargar Þórarinsdóttur, hóf nýlega framleiðslu og markaðssetningu á Lúpínuseyði Ævars eftir uppskrift frá föður sínum sem sauð lúpínuseyði um árabil fyrir sjúklinga sem leituðu til hans í von um bata. Ævar hætti að sjóða lúpínuseyði fyrir þremur árum síðan og söknuðu þá margir drykkjarins göruga sem hjálpað hafði svo mörgum. Það er ...

Í dag þann 14. maí, er alþjóðlegi Fair trade dagurinn, en hann snýst um að berjast gegn fátækt og misskiptingu með því að vekja athygli fólks á mikilvægi Fair trade eða sanngjarnra viðskipta alls staðar í heiminum.

Berjumst gegn fátækt! Berjumst gegn misskiptingu! Berjumst gegn ósanngjörnum viðskiptum!

“Fátækt, loftslagsbreytingar og efnahagskreppan eiga sér alla sameiginlega rót – græðgi og fáfræði. Það ...

Þróunarklasinn Matarkistan Skagafjörður miðar að því að auka þátt skagfirskrar matarmenningar í veitingaframboði á svæðinu þannig að gestir geti notið gæðahráefnis og upplifað menningu svæðisins. Merki Matarkistunnar er ætlað að draga athyglina að mat sem framleiddur er frá grunni eða að hluta í Skagafirði.

Veitingastaðir sem eru þátttakendur í verkefninu merkja þá rétti á matseðli sem eru að stærstum hluta ...

Umræðan á Íslandi hefur snúist um að á Íslandi sé fullkominn jarðvegur til að innleiða rafmagnsbíla þar sem fámenn, vel menntuð þjóð með ríkar endurnýjanlegar náttúruauðlindir til framleiðslu á ódýrustu raforku  Evrópu veiti grundvöllin fyrir innleiðingu á fyrsta rafmagnsbílaflota heims.  Spurningunni hefur hins vegar ekki verið svarað hvort Íslendingar sjálfir séu undir það búnir að breyta venjum sínum og nota ...

Sambúðarslit fela í sér margar „ógrænar“ gjörðir, af þeirri einföldu ástæðu að parið sem deildi hlutum þarf nú að skipta dótinu á milli sín og þá vantar oftast nær eitthvað í skörðin, báðu megin borðsins. Hluti sem þarf að kaupa og það oft með hraði og að óyfirveguðu máli geta verið mikil sóun á náttúruverðmætum, utan þess sem vera þyrfti ...

Í tilefni af Grænum apríl bjóða Farfuglar öllum áhugasömum upp á gönguferð í Valaból í Hafnarfirði í dag þ. 28. apríl.

Lagt verður af stað frá bílaplani rétt fyrir ofan Kaldársel kl. 18:00 og reiknað er með að gangan taki um 2 tíma. Göngufólk taki með sér hlýjan og skjólgóðan fatnað en Farfuglar bjóða upp á heitt kakó og ...

Fríkirkjan við Tjörnina tekur þátt í Grænum apríl með umhverfihugvekju í kvöld miðvikudaginn 27. apríl og hefst hún kl. 20:00.

Þau Ellen Kristjánsdóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson og Mónika Abendroth, ásamt Fríkirkjukórnum, syngja og leika af sinni alkunnu snilld.

Talað hefur verið um að séra Hjörtur Magni Jóhannsson veiti „græna syndaaflausn“, sem er auðvitað orðaleikur enda engum mögulegt að veita ...

Það hafa líklega allir heyrt að umhverfismerktar vörur séu dýrari en aðrar vörur. Ef við lítum á umhverfismerki norðurlandaráðs, Svaninn, hver ætli sé kostnaðurinn við að fá Svaninn á vöruna?

Það er ákveðið umsóknargjald sem þarf að greiða fyrir að sækja um merkið. Sé greitt fyrir umsókn í einu landi þarf ekki að greiða þetta gjald í öðru landi. Þetta ...

Í dag, á Degi umhverfisins, fagna aðstandendur Náttúrunnar fjögurra ára afmæli vefsins en hann opnaði á Degi umhverfisins árið 2007 og hafði þá verið í þróun um þriggja ára skeið.

Á opnunarárinu var þenslan og útrásin í fullum gangi og fáir að hlusta á tuð um sjálfbæran lífsstíl og nægjusemi í neyslu. En tilgangurinn með vefnum var ekki að öðlast ...

Í heiminum eru til um 10 þúsund tegundir grasa. Meðal þeirra eru korntegundirnar hafrar, rúgur, hveiti, bygg, hrís og maís. Fyrir um 10 þúsund árum byrjaði fólk að hagnýta sér þessar tegundir til matar, þegar það uppgötvaði gæði fræjanna. Frá þeim tíma hafa þessar tegundir verið ein meginstoð í mat manna. Allt frá landnámi hefur þurrt hey verið nýtt sem ...

24. apríl 2011

Nú á dögunum kom út þriðja tölublað tímaritsins Í boði náttúrunnar undir heitinu VOR en efni hvers blaðs tengist hverri árstíð. Áður hafa komið út tímaritin SUMAR og VETUR. Blaðið er fallegt og þægilegt viðkomu og inniheldur margar áhugaverðar greinar s.s. um ræktun, útiveru, umhverfismerki, matargerð og grein um Íslenska bæinn. Blaðið er prentað á mattan pappír í Svansvottaðri ...

Í dag er „Dagur Jarðar“ haldinn hátíðlegur um allan heim en Dagur Jarðar var fyrst haldlinn hátíðlegur þ. 22. apríl 1970 í Bandaríkjunum þegar um 20 milljónir manna tóku þátt í hátíðahöldunum. Ákvörðun um að efna til Dags Jarðar var tekin árið áður á ráðstefnu grasrótarsamtaka á sviði umhverfisverndar í Bandaríkjunum. Á þeim tíma var umræðan um offjölgun í heiminum ...

Guðfinnur Jakobsson í Skaftholti heldur áfram að taka saman fyrir okkur efni úr sáðalmanaki Maríu Thun, en hún hefur fengist við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs síðastliðin 60 ár a.m.k. og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum dýrahringsins. Á Viðburðardagatalinu hér t.h. á síðunni getur ...

Nýlega fékk Náttúran.is styrk frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu til að standa straum af hluta kostnaðar við að senda „Náttúruspil 52 góð ráð fyrir þig og umhverfið“ í hina 273 leikskóla landsins. Stokkarnir fóru í póst í dag svo allir leikskólarnir mega því búast við að fá stokkinn sinn með póstinum á morgun eða í síðasta lagi á miðvikudaginn.

Náttúran ...

Laugardaginn 16. apríl s.l. var stofnað „félag um samfélagsbanka“ á fjölmennum fundi í ReykjavíkurAkademíunni.

Markmið félagsins er samkvæmt stofnsamþykktum að stuðla að stofnun fjármálafyrirtækis sem byggir á siðferðilegum gildum og hefur samfélagslega uppbyggingu og sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Auk þess er ætlunin að stefna að gagnsæju útlánaferli þar sem eigendur sparifjár geta fylgst með og haft áhrif á hvernig ...

Guðmundur Hörður Guðmundsson, umhverfisfræðingur, áður upplýsingafulltrúi umhverfisráðuneytisins, hóf fyrir skemmstu stjórn útvarpsþáttar um umhverfismál á Útvarpi Sögu.

Þátturinn gengur undir nafninu Grænmeti, eins og bloggsíða Guðmundar, þaðan sem hægt er að hlusta á einstaka þætti sem útvarpað hefur verið.

Grænmeti er á dagskrá frá kl. 10:00-11:00. á sunnudagsmorgnum.

Samklippa: Guðmundur Hörður og grænmeti.

Stofnfundur Geitfjárseturs verður haldinn þriðjudaginn 19. apríl í Friðarhúsinu, Njálsgötu 87, kl 17.30.

Jóhanna B. Þorvaldsdóttir í Háafelli, á Hvítársíðu, hefur sl. 20 ár ræktað upp íslenska geitastofninn en hann var fyrst fluttur hingað til lands með landnámsmönnum en síðan hafa geitur ekki verið fluttar til landsins, þ.e. í 1100 ár. Stofninn telur í dag aðeins um 500 ...

Í tikynningu frá Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkur er minnt á að nagladekk eru bönnuð á götum Reykjavíkur eftir 15. apríl. Í tilkynningu frá Umferðastofu í morgun er þó tekið fram að í lögum sé kveðið á um að bannið gildi „nema að veður gefi tilefni til annars“.

Um leið og snjóa linnir og færð verður eins og vordögum sæmir mun ...

Gæðapappír er flokkaður til endurvinnslu undir Fenúrmerkinu Skrifstofupappír. Sjá merkið hér til hægri. Skrifstofupappír/ljósritunarpappír og annar hvítur pappír fellur undir þennan flokk. Einnig umslög og gluggaumslög úr hvítum pappír. Hefti og bréfaklemmur mega fara með. Gegnum litaður pappír er ekki flokkaður sem gæðapappír. Ýmsir möguleikar eru fyrir hendi til að koma slíkum verðmætum sem gæðapappír er til endurvinnslu.

Flestar ...

Þriggja flokka sorpflokkunarkerfi Íslenska gámafélagsins er nú þegar við lýði í tólf bæjarfélögum á landinu, þ.e.; Stykkishólmi, Nónhæð í Kópavogi, Hveragerði, Flóahreppi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Skaftárhreppi, Fljótsdalshéraði (Egilsstöðum), Fljótsdalshreppi, Langanesbyggð, Fjallabyggð, Hvalfjarðarsveit og Fjarðabyggð.

Önnur fimm bæjarfélög nota tveggja tunnu kerfi Íslenska gámafélagsins þ.e. gráu tunnuna og grænu tunnuna þ.e.; Arnarneshreppur, Fjarðarbyggð, Akranes, Borgarbyggð og Skorradalshreppur.

Þriggja ...

Umræður um aðbúnað dýra á Íslandi magnast frá degi til dags en Sirrý Svöludóttir markaðsstjóri Yggdrasils setti inn fyrirspurn á umræðuborð Facebook síðu Matfugls fyrir nokkrum dögum, þar sem hún segir:

„Getið þið tekið myndir innan úr kjúklingabúunum ykkar hingað á Facebook og sýnt okkur hvernig aðstæður eru á íslensku kjúklingabúi? Langar rosalega til að sjá með berum augum þar ...

Formlegur stofnfundur „Félags um Samfélagsbanka“ verður haldinn í sal ReykjavíkurAkademíunnar, Hringbraut 121, 4. hæð, laugardaginn 16. apríl kl 17:00.

Áhugi á stofnun samfélagslega ábyrgum banka, eða sparisjóði, vaknaði upp úr bankahruninu og í aðdraganda komu verðlaunahafa umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs fyrir árið 2010 en þau féllu í hlut þriggja banka; hins danska Merkur bank, hins norska Cultura bank og Ekobanken frá ...

Jarðarelementið umlikur maga og milta (þar með talið bris sem er séð sem hluti af starfsemi milta), sem hafa áhrif á og gefa kraft og massa til vöðva. Miltað gefur einnig kraft til munns, þ.e. slímhúðar munnsins og bragðskyns tungunnar. Miltað sér um að melta orku úr mat í stað raka sem getur orðið að slími sé of mikið ...

Velbú eru frjáls félagasamtök um bætta velferð og lífsskilyrði búfjár á Íslandi.

Á heimasíðu samtakanna segir:

„Við erum fólk úr ólíkum áttum sem deilum ákveðnum lífsskoðunum varðandi velferð dýra og þá slæmu þróun sem hefur átt sér stað seinustu áratugi á mörgum sviðum búfjárræktar. Tilhneigingin hefur verið í átt að auknum verksmiðjubúskap þar sem velferð dýra hefur verið fórnað fyrir ...

Lífrænir neytendur stofnuðu með sér samtök „Samtök lífrænna neytenda“ í Norræna húsinu þ. 7. mars sl. Mikill mannfjöldi tók þátt í stofnfundinum og um hundrað skráningar voru í framkvæmdanefnd og starfshópasem og hafa flestir tekið til starfa.

Heimasíða hreyfingarinnar lifraen.is var opnuð nú á dögunum en þar er hægt að skrá sig í samtökin, í starfshóp, gerast styrktaraðili og ...

Lyktin í eldhúsinu: Til að koma í veg fyrir vonda lykt í eldhúsinu er gott að leggja appelsínubörk á heita eldavélahellu.
Fallegir gluggar með salti: Til þess að fá gluggana til að vera sérstaklega fallega er ráðlagt að bæta salti út í sápuvatnið.
Stálull gegn rispum: Fjarlægja má rispur í timburgólfum með stálull sem dýft er í vaxbón.
Glansandi baðkar ...

08. apríl 2011

Á undanförnum dögum hafa átta sjálfboðaliðar frá SEEDS samtökunum unnið fyrir Náttúruna að því að sortera „Náttúruspil - 52 góð ráð fyrir þig og umhverfið“ í stokka og kassa til dreifingar en Náttúran.is mun út aprílmánuð dreifa hundruðum þúsunda góðra og grænna ráða í Reykjavík og á landsbyggðinni í tilefni Græns apríls.

Frá og með föstudeginum 8. apríl erum við ...

Upphaf Græns apríls var markað í Ráðhúsi Reykjavíkur þ. 1. apríl sl. er Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, klippti á borðann, Edda Björgvins flutti fjallkonuræðu um umhverfið og okkur og Óli rappar tók frumsamið lag um Grænan apríl.

En aprílinn græni er rétt að byrja og sífellt bætast við nýir þátttakendur. Enn er hægt að gerast Grænjaxl og/eða þátttakandi með því ...

Lóan hefur lengi verið okkar helsti vorboði. Sagt er í þekktu ljóði að hún komi og kveði burt snjóinn og leiðindin en lóan hefur oft verið yrkisefni skálda. Lóan er algengur varpfugl hér á landi og er stofn hennar sterkur. Hún er farfugl og sjást fyrstu lóurnar oftast í lok mars eða byrjun apríl. Hún heldur sig að fyrstu við ...

Oftast liggur í augum uppi hvað eru rætur, blaðplöntur, ávextir og blóm en hér skulu talin upp nokkur atriði sem geta vafist fyrir okkur. Upplýsingarnar eru úr Havebog Maríu Thun.

  • Til rótarplantna teljast líka sellerí, hnúðsellerí, kálrabi eða pastinaka og laukar.
  • Til blaðplantna teljast hnúðfennel, aspargus, rósakál og blómkál.
  • Til blómplantna teljast blómplöntur þó þær vaxi upp af laukum og ...

Grænn apríl byrjaði með pompt og pragt í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun þar sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra klippti á borða Græns apríls og sagði hann settann og minnti á að maí, verði grænni, júni ennþá grænni o.s.fr.

Fyrir Grænum apríl standa samnefnd samtök sem hafa það að markmiði að hvetja ríkisstjórnina, sveitarstjórnir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga til að ...

Þátttakendur í Grænum apríl hafa nú fengið sérstakan flokk á Græna Íslandskortinu hér á vefnum.

Grænkortakerfið/Green Map® System, er alþjóðlegt flokkunarkerfi sem skilgreinir aðila/fyrirbæri sem talist geta hluti af grænu hagkerfi, menningu og náttúrunni. Flokkarnir hér á landi eru 100 að tölu og skráðir aðilar og fyrirbæri um 3.000. Þátttakendur í Grænum april falla undir Grænt hagkerfi ...

Sparperur nota einungis um 15-20% af orku venjulegra glópera auk þess sem líftími þeirra er allt að 10 sinnum lengri. Glóperubann tók gildi hér á landi þ. 1. september 2012. Bannið byggir á Evróputilskipun (Ecodirective 32/2005) til að stuðla að rafmagnssparnaði en um 19% af raforkunotkun heimsins fer í lýsingu.

Þegar öllum glóperum hefur verið skipt út fyrir sparperur ...

Icelandair Hotels vinna nú að innleiðingu umhverfisstjórnunarkerfis fyrir tvö af hótelum sínum, Hótel Loftleiði og Hilton Reykjavík Nordica. Stefnt er að því að innleiðingarferli ISO 14001 stuðulsins verði lokið fyrir byrjun sumars 2011. ISO 14001 er staðall Alþjóðlegu Staðlasamtakanna fyrir umhverfisstjórnunarkerfi og nær hann yfir stefnumótun, markmiðssetningu, framkvæmd og eftirlit allra umhverfisþátta sem fyrirtækið getur stýrt eða haft áhrif á ...

Svanurinn, Norræna umhverfismerkið, er opinbert umhverfismerki Norrænu ráðherranefndarinnar. Merkið hefur skapað sér ótvíræðan sess sem mikilvægasta umhverfismerkið á Norðurlöndunum. Vottun hverrar vörur gildir að hámarki til þriggja ára. Við endurnýjun vottunar þarf að uppfylla auknar kröfur því sem eru í sífelldri þróun og aukast. Kröfurnar eru gerðar í samráði við yfirvöld, iðnaðinn, verslun og umhverfissamtök. Kröfurnar taka til alls lífsferils ...

Í byrjun árs 2009 sóttu forsvarsmenn Náttúrunnar um styrk til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins (þá Menntamálaráðuneytisins) til dreifingar „52ja góðra ráða fyrir þig og umhverfið“ í alla grunn- og framhaldsskóla landsins.  Ráðuneytið veitti styrk til verkefnisins. Árið 2011 var aftur sótt við um styrk, nú til að standa straum af kostnaði við sendinga Náttúruspilanna til allra leikskóla í landinu og veitti ...

Geymsla matvæla hefur ekki alltaf verið jafn einföld og nú til dags. Mikilvægt er þó að hafa í huga að ísskápurinn notar mesta orku af öllum tækjum á heimilinu eða um 20%. Það skiptir því verulegu máli fyrir umhverfið og orkureikning heimilisins að kaupa í upphafi ísskáp sem notar sem minnsta orku. Orkumerkin Energy Star og Evrópska orkumerkið gefa til ...

Kaffitár hefur á undanförnum misserum kafað æ dýpra í umhverfismálin innan fyrirtækisins en Kaffitár fékk Svansvottun í maí 2010, fyrst allra kaffihúsa á Íslandi (sjá frétt).

Ég spurði Aðalheiði Héðinsdóttur forstjóra fyrirtækisins út í það hvernig Kaffitár hagi málum varðandi pappamál versus keramikmál og hver stefna fyrirtækisins væri í þeim efnum. Svar hennar má lesa hér að neðan;

„Ef við ...

Einnota gafflar, hnífar, skeiðar, diskar, glös og bollar eru ákaflega óumhverfisvæn fyrirbæri. Notkun þeirra fer þó ört vaxtandi og nú er svo komið að varla er hægt að kaupa sér skyr eða jógúrt án þess að þessar hvimleiðu litlu samanbrjótanlegu skeiðar fylgi með. Í raun er þetta komið út í algerar öfgar og ekki er umræðan áberandi um umhverfislega neikvæð ...

Uppþvottavélin notar mest af orkunni til þess að hita upp vatn. Umhverfisvænstu uppþvottavélarnar nota helmingi minna af vatni en þær vélar sem nota mest af vatni. Þrátt fyrir orkueyðslu uppþvottavélarinnar er í flestum tilfellum umhverfisvænna að nota uppþvottavél en að þvo upp.

Þú eyðir miklu meira magni af heitu og köldu vatni ef þú vaskar upp handvirkt. Auðvitað má þó ...

Þegar gamla tölvan er orðin hæg og þreytt er oft nóg að auka RAM eða vinnsluminni tölvunnar (RAM = Random Access Memory). Einnig er hægt að skipta um skjákort með litlum tilkostnaði. Örgjörvinn getur einnig verið orðinn hægur og er hægt að skipta um örgjörva og viftu án mikilla erfiðleika á mörgum borðtölvum. Ef harði diskurinn er orðinn fullur, þá er ...

13. mars 2011

Sprenging varð í kjarnorkuveri við borgina Fukushima í kjölfar hins gríðarlega öfluga jarðskjálfta (8,9 á Richter) sem reið yfir Japan í gærmorgun. Ótölulegur fjöldi eftirskjálfta skekja nú landið, eldar geisa í borgum og iðnaðarverum og flóð sópa burtu heilu borgunum. Yfir 700 manns hafa fundist látnir nú þegar en langt er frá því að yfirsýn sé komin á endanlegan ...

Náttúruleg leikföng eru þau leikföng oft kölluð sem framleidd eru úr náttúrulegum efnum. Oft eru náttúrulegu efnin þó sjálf mettuð aukaefnum og máluð með óvistvænum og jafnvel skaðlegum efnum. Plastmýkingarefni svokölluð þalöt eru sérstaklega skaðleg heilsu barna þar sem þau eru í mörgum tilfellum lík hormónum í líkamanum og geta því haft hormónatruflandi áhrif. Eldhemjandi efni og blýmagn yfir mörkum ...

Á stofnfundi Samtaka lífrænna neytenda, í fyrradag, færði Vottunarstofan Tún stofnfundinum að gjöf sérprentun á yfirlitsriti Söndru B. Jónsdóttur „The Benefits of Organic Agriculture - Review of Scientific Research & Studies“ um niðurstöður nokkurra helstu rannsókna sem gerðar hafa verið á lífrænum aðferðum á undanförnum árum.

Í inngangi ritsins segir:

Á síðustu árum hefur orðið mikil vitundarvakning meðal vi ...

Fyrir skömmu rituðu 37 vísindamenn, undir forystu Eiríks Steingrímssonar prófessors við læknadeild Háskóla Íslands, þingmönnum umvöndunarbréf sakir fram kominnar tillögu til þingsályktunar sem miðar að því að útiræktun erfðabreyttra (eb) lífvera verði ekki heimiluð hér á landi frá og með árinu 2012. Í því segir að „engin hætta er talin stafa af slíkri ræktun“, að áhyggjur tillögunnar séu „byggðar að ...

IFOAM International Federation of Organic Agriculture Movements eru alheims-regnhlífasamtök stofnana sem sjá um lífrænan landbúnað. 750 samtök frá 108 löndum eru aðilar að IFOAM.

Vottunarstofan Tún sér um úttekt lífrænnar vottunar hérlendis og vinnur samkvæmt The Organic Guarantee System (OGS) stöðlum IFOAM samtakanna.

Sjá nánar á vef IFOAM.

Um 20 ára skeið hefur dr. Ólafur R. Dýrmundsson landsráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands verið að byggja upp ráðgjafarþjónustu  fyrir bændur og aðra sem hafa áhuga á lífrænni ræktun og þeim búskaparháttum sem byggjast á henni. Hann átti m.a. frumkvæði að því að lífrænn búskapur var í fyrsta skipti tekinn til umfjöllunar á Ráðunautafundi 1993, var þáttakandi í stofnun félags ...

Vel á annað hundrað manns sóttu stofnfund nýrra samtaka Samtaka lífrænna neytenda í Norræna húsinu í gærkveldi. Undibúningur að stofnun samtakanna hefur staðið yfir í nokkra mánuði en mikill áhugi vaknaði á stofnun formlegra samtaka eftir að óformleg samtök lífrænna neytenda fengu frábærar undirtektir á Facebook.

Oddný Anna Björnsdóttir, hvatamaður að stofnun samtakanna flutti inngangsorð þar sem hún gerði grein ...

Í lífrænni ræktun felst að varan hefur verið ræktuð án skordýraeiturs og tilbúins áburðar þar sem fylgt er reglugerð Evrópusambandsins um lífræna ræktun. Innan Evrópusambandsins er bannað að kalla vörur „lífrænt ræktaðar“ nema þær uppfylli reglugerð sambandsins. Merkingin metur ekki umhverfisáhrif vörunnar eða umbúða hennar. Mælt er með að keyptar séu lífrænar vörur ræktaðar á Íslandi frekar en erlendar sem ...

Nú í vikunni var undirritaður samningur milli Náttúran.is og EVEN sem felur í sér staðfestingu á því að Náttúran.is mun taka þátt í uppbyggingu hleðslukerfis fyrir rafbíla og hjálpa til við fræðslu um verkefnið.

EVEN vinnur að þjóðarátaki um orkuskipti í samgöngum sem gerir rafbílavæðingu Íslands mögulega. Verkefnið er byggt upp með þátttöku lykil fyrirtækja og stofnana í ...

Nú þegar að áhrif loftslagsbreytinga eru gersamlega augljós er „grænt“ hitt og þetta og að lifa umhverfisvænna lífi orðið einskonar tískufyrirbrigði.

Um allan heim spretta upp aðilar og fyrirtæki sem sjá sér leik á borði og „selja“ upplýsingar um hvernig hægt er að lifa umhverfisvænna lífi. Boðið er upp á bækur og styttri og lengri námskeið fyrir heimilið, svo eitthvað ...

Lækkun á innihita: Algengur hiti í húsum hér á landi er 23-25°C, en rannsóknir sýna að 20°C innihiti er kjörhiti, þ.e. með tilliti til loftgæða og líðan íbúa. Hafa ber í huga að hitakostnaður hækkar um 7% ef hiti er hækkaður um eina gráðu. Það er t.d. óþarfi að kynda mikið á sólríkum dögum og auðvelt ...

23. febrúar 2011

Nú um helgina verður haldin Heilsuveislu í Súlnasal Hótel Sögu. Veislan er í formi fyrirlestra, kynninga, sýnikennslu og skemmtiatriða. Gestir fá heilsumat og ógrynni af upplýsingum og uppskriftum. Einnig verður heilsumarkaðstorg þar sem fyrirtæki er starfa innan þessa ramma kynna vörur sínar og þjónustu. Sérstök áhersla er lögð á llífrænar vörur.

 

Einar Bergmundur og Guðrún Tryggvadóttir frá Náttúran.is verða ...

Á undanförnum mánuðum hefur hópur fólks á Facebook síðu, sem stofnuð var til að kanna áhuga á því að stofna samtök lífrænna neytenda, farið sívaxandi. Ljóst er að mikill áhugi er á að stofna formleg samtök eða hreyfingu sem að vinna mun að því að efla allt sem viðkemur lífrænni ræktun, framleiðslu og neyslu út frá sjónarhóli neytandans.

Í síðustu ...

Þjónustustöð og verkstæði N1 við Bíldshöfða fékk í dag afhenda staðfestingu á vottun skv. ISO 14001 umhverfisstjórnunarstaðlinum. N1 Bíldshöfða er því fyrsta fjölorkustöðin á Íslandi sem fær staðfestingu á vottun samkvæmt ISO 14001. Stöðin selur bæði metan- og bíódísel sem og hefðbundið eldsneyti en bifvélaverkstæði N1 ber einnig vottunina. N1 áformar að fá ISO 14001 vottun á þrjár stöðvar til ...

Varðandi nýlegan úrskurð Hæstaréttar um að umhverfisráðherra Svandís Svavarsdóttir hafi brotið lög með því að neita að samþykkja hluta aðalskipulags Flóahrepps á sínum tíma skal hér ryfjað upp hvernig þetta leit út og hvað olli því að jafn mikil andstaða varð við áætlanir um virkjanir við neðri hluta Þjórsár og raun bar vitni.

Í grein sem höfundur skrifaði eftir kynningu ...

Blandið 2-3 matskeiðar af eplaediki í einn líter af vatni. Nuddaðu allan líkamann með þessari upplausn eftir bað eða sturtu. Þannig má hreinsa alla sápuafganga í burtu um leið og edikið fjarlægir lykt. Þetta má gera daglega eða í það minnsta vikulega.

10. febrúar 2011

Nú líður að nýju Bláfánatímabili og rennur frestur til að sækja um Bláfánann fyrir árið 2011 út 28. febrúar nk. Sjá hér á Græna Íslandskortinu hverjir eru með Bláfánann og Bláfánaveifu og hvar þeir eru á landinu.Undanfarin ár hefur Landvernd, í samstarfi við hagsmunaaðila og –samtök, unnið að því að innleiða verkefnið á Íslandi. Bláfáninn er alþjóðleg umhverfisvottun sem ...

10. febrúar 2011

Hægt er að halda emaleruðum sturtum og baðkörum glansandi með einfaldri blöndu. Blandið saman ediki, salti og súrmjólk og nuddið karið með því. Emaleringin heldur þannig fallegum glans.

04. febrúar 2011

Árið 2000 fékk prentsmiðjan GuðjónÓ fyrst Svansvottun. Á þeim tíma var umhverisstarf komið vel á veg á Norðurlöndum og í Þýskalandi, en prentsmiðjur hér heima ekki byrjaðar að skoða sín mál. Það var því brautryðjendastarf að koma á fyrstu vottuninni  og tók 2 ár að breyta starfsemi prensmiðjunnar innanfrá til að uppfylla kröfur Svansins. Hægagangur var mikil í öllu sem ...

Sendiherraskrif á Wikileaks
Wikileaks hefur afhjúpað tvennt: Í fyrsta lagi senda amerískir diplómatar frá sér urmul af upplýsingum til Washington sem þeir sjálfsagt hefðu látið ógert hefði þá grunað að þessi skrif þeirra yrðu síðar gerð opinber. Í öðru lagi: skjölin afhjúpa stefnu stjórnvalda þess ríkis sem um er fjallað eða opinbera gagnrýni á orð þeirra og athafnir sem ella ...

25. janúar 2011

Áður en farið er út í það að fá sér gæludýr þarf að velta fyrir sér nokkrum hlutum: Hefur þú tíma fyrir gæludýrið? Mjög vel þarf að sjá um öll dýr, fulga og fiska sem ketti og hunda. Mikilvægt er að þau séu á góðu og fjölbreyttu fæði. Þau þurfa einnig mikla hreyfingu og félagskap. Útivera er mikilvæg fyrir öll ...

Green Drinks eða „Grænir drykkir“ er alþjóðleg óformlegt samfélag sem starfar óhefðbundið í yfir 500 borgum um allan heim. Grænir drykkir hafa það að markmiði að fólk með áhuga á umhverfismálum hittist og efli með sér tengsl til að vinna að grænum og góðum málefnum. Jafnt áhugafólks sem fagaðilar eru velkomnir í hópinn. Margir hafa myndað tengls og jafnvel fundið ...

Húsið og umhverfið er einn af þeim þáttum hér á vefnum sem hefur að geyma góð ráð til að lifa umhverfisvænna lífi.

Í húsinu og umhverfi þess eru 12 rými. Ef smellt er á utanhússrýmin, herbergin og síðan einstaka hluti þegar komið er inn í rýmin, birtast upplýsingar um hvernig umhverfi og heilsa geta tengst þeim. Húsið er þannig í ...

16. janúar 2011

Mánudaginn 17. janúar, 2011 klukkan tíu að morgni, áður en þing er sett, eru aðstandendur undirskriftasöfnunar á vefnum orkuaudlindir.is boðaðir til fundar við forsvarsmenn Ríkisstjórnar Íslands til að ræða um áskorun til stjórnvalda um að vinda ofan af einkavæðingu helstu orkufyrirtækja landsins og að láta hið bráðasta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald og nýtingu orkuauðlindanna.

Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar munu þá ...

Steinunn Harðardóttir ræddi við Guðrúnu Tryggvadóttur framkvæmdastjóra Náttúran.is um Græna Reykjavíkurkortið í þættinum Út um græna grundu í á Rás 1 í morgun.

Þátturinn verður endurfluttur nk. miðvikudagskvöld kl. 21:10.

Hægt er að panta Græna Reykjavíkurkortið hér og fá sent heim.
Einnig er hægt að skoða Grænt Reykjavíkurkort í vefútgáfu hér.

Maraþon-karaókí heldur áfram! Íslandsmetið er nú þegar slegið og stefnir í heimsmet - Þriðja fjölmennasta undirskriftaáskorun Íslandssögunnar gæti orðið sú fjölmennasta

Fimmtudag, föstudag og á morgun laugardag verður orkuauðlindum áfram sunginn óður út um land: Í Reykjanesbæ, á Egilsstöðum, í Stykkishólmi, á Höfn í Hornafirði...

Söngurinn slitnaði aldrei í Karaókí maraþoninu í Norræna húsinu síðustu helgi. Biðröð var við hljóðnemann nema ...

hreinlætisvörur hreinlætisvörur kaffivél örbylgjuofn frystivara kælivara eldhúsborð eldhúsborð vaskur blóm vefnaðarvörur frystir ísskápur uppþvottur bakaraofn og vifta bökunarofn og vifta hreinlætisvörur blöndunartæki rafmagnsinnstunga matvinnsluvél kryddhilla eldhúsinnrétting brauð pottar og pönnur þurrvara kaffi & te Mikið hefur verið í umræðunni að undanförnu í hvaða málmum best er að elda eða baka mat. Ál er ekki talið ákjósanlegt efni. Teflon mun geta eitrað matinn. Pottjárn er talinn öruggur kostur. Stál-pottar og pönnur með sérstökum lagskiptum botni eiga að gera vatn næsta ónauðsynlegt við suðu og fitu við steikingu. Slíkir pottar og pönnur hafa þó þann galla ...
12. janúar 2011

Umhverfisvæn, græn eða vistvæn fatahönnun hefur löngu ruðið sér til rúms í nágrannalöndum okkar og er að vinna á hérlendis. Það sem átt er við með umhverfisvænni tísku og hönnun er að grunnhugsun hönnuðanna sé í sjálfbæra átt, þ.e. að hönnunin beri vott um ábyrgð gagnvart umhverfinu og ábyrgð gagnvart heilsu þess sem notar hana.

Fatnaður er okkur mannfólkinu ...

11. janúar 2011

Málning Hreyfilhitari Hjólbarðar Hjólbarðar Bíll Reiðhjol Vatnsnotkun Hjólbarðar Hiti Rafmagn Eldsneyti Hreinsiefni Verkfæri Eiturefni Lýsing Ferðalög Geymsla

Góðir hjólbarðar eru nokkuð afstætt hugtak en hvað varðar áhrif á heilsu okkar þá eru nagladekkin skaðlegust. Rannsóknir hafa leitt í ljós að harðkornadekk hafa álíka viðmót og hemlunarlengd og nagladekk við svipuð skilyrði. Góð vetrardekk geta gert sama gagn. Ákvörðun um kaup á nagladekkjum ætti því aðeins að vera tekin að vandlega íhuguðu máli. Staðreynd er að svifryksmengun orsakast ...

10. janúar 2011

Flutningar með skipum, vöruflutningabílum og flugvélum er stór mengunarvaldur. Það er því umhverfsvænna að kaupa frekar það sem ekki þarf að flytja langar leiðir. Dæmi: Flutningur ávaxtar frá Nýja Sjálandi með flugi til Íslands losar um fimmfalda þyngd hans af koltvíoxíði. Skipaflutningar losa einnig mikið magn koltvíoxíðs auk þess sem olía getur borist út í hafið. Það er því tvímælalaust ...

09. janúar 2011

Söfnun undirskrifta til varnar orkuauðlindum Íslands gengur gríðarlega vel: Þegar þetta er skrifað hafa safnast 37.742 undirskriftir á áskorun til stjórnvalda um orkuna okkar á orkuaudlindir.is !  Stefnt var að 35.000 sem hefur nú náðst og nokk betur!

Söngurinn þagnaði aldrei í gær og fyrradag. Í Norræna húsinu, á Selfossi og í Bolungavík. Og Maraþon-orku-karókí heldur áfram í ...

Sveitarfélög viða á landinu hafa á undanförnum árum sótt jólatré fólki að kostnaðarlausu að lóðarmörkum en aðeins fá sveitarfélög bjóða þessa þjónustu gjaldfrjálst árið 2011 eftir hrun.

Akranes, Álftanes og Borgarbyggð sjá ekki um að losa fólk við trén sín í ár. Á Akureyri eru trén sótt að lóðarmörkum dagana 6.-11. janúar, á Blönduósi eru þ. 10. janúar, á ...

Fyrri hluta vetrar 2007 sóttu forsvarsmenn Náttúrunnar til fjárlaganefndar Alþingis um framlag til verkefnisins á fjárlögum 2008 enda sinni vefurinn því hlutverki að samtvinna upplýsingar úr öllum áttum og þjónar þannig almannahagsmunum án þess að sérstakt gjald sé tekið fyrir þjónustuna. Eftir kynningu í umhverfismálanefnd Alþingis fékk verkefnið úthlutað styrk á fjárlögum ársins 2008.

Náttúran sótti um framlag fyrir árið ...

Reykjavíkurborg mun ekki hirða jólatré í ár, frekar en síðasliðin ár. Nokkur íþróttafélög bjóða upp á þá þjónustu að sækja jólatré gegn gjaldi. Hvorki mun Gámaþjónustan né Íslenska Gámafélagið hirða jólatré í ár heldur þetta árið

Í flestum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins verða jólatré hirt séu þau sett út fyrir lóðamörk. Hjálparsveit skáta og þjónustumiðstöðin í Garðabæ munu hirða jólatré þar. Þau ...

Ný kynslóð söfnunarbíla var kynnt hjá Gámaþjónustunni í Berghellu í Hafnarfirði í morgun. Tæknibúnaður söfnunarbílsins gerir það mögulegt að taka við úrgangi úr endurvinnslutunnunni og almennu sorptunnunni í einni ferð og fækka þannig ferðum sorpbílsins um götur borgarinnar.

Bíllinn sjálfur er Volvo FM 6x2 en búnaður bílsins er frá Norba í Svíþjóð. Fyrsti bíllinn verður tekinn í notkun á Norðurlandi ...

Ein mikilvægasta fjáröflunarleið Náttúran.is eru birtingar auglýsinga fyrir fyrirtæki sem hafa eitthvað fram að færa í sambandi við umhverfisvænar vörur og þjónustu hér á landi. Ágóðinn af auglýsingasölunni gerir okkur kleift að veita stöðuga og ókeypis umhverfisfræðslu fyrir alla.

Með því að birta auglýsingar hér á vefnum ná fyrirtæki beinu sambandi við markhóp sem er að leita eftir upplýsingum ...

Nú líður senn að jólum og að mörgu að hyggja eins og vera ber. Á mögum heimilum er úr minna að moða en oft áður og einhversstaðar jafnvel skortur. Aðrir hafa úr nógu að spila og geta borist á. Það liggur svo stundum þannig í mannsins eðli að þeir eru óánægðastir sem fá mest og hinir glaðari með sitt sem ...

21. desember 2010

Tilgangur umhverfismerkinga er að hjálpa neytendum að velja vörur sem hafa minni áhrif á umhverfi og heilsu en aðrar sambærilegar vörur á markaði. Merkjunum má skipta í þrennt:

  1. Viðurkennd merki vottuð af þriðja aðila
  2. Umhverfismerki sem framleiðendur sjálfir merkja vörur sínar með
  3. Merki sem hafa ekkert með umhverfisstarf fyrirtækisins að gera og geta beinlínis verið villandi

Undir „Merkingar“ er að ...

Green Drinks eða „Grænir drykkir“ er alþjóðleg óformlegt samfélag sem starfar óhefðbundið í yfir 500 borgum um allan heim. Grænir drykkir hafa það að markmiði að fólk með áhuga á umhverfismálum hittist og efli með sér tengsl til að vinna að grænum og góðum málefnum. Jafnt áhugafólks sem fagaðilar eru velkomnir í hópinn. Margir hafa myndað tengls og jafnvel fundið ...

Í fyrra var fyrsti alþjóðlegi Terra Madre dagurinn haldinn hátíðlegur um heim allan, Slow Food samtökin fögnuðu þá 20 ára afmæli sínu og um 1500 viðburðir voru skipulagðir í öllum þeim 130 löndum sem eru Slow Food convivia eða deildir. Það stefnir í það sama í ár, en þessar samkomur munu einnig safna peningum fyrir „1000 garða í Afríku“ verkefni ...

Auðvelt er að fjarlægja flugnaskít af speglum, gluggum og myndarömmum með því að nudda flötinn með hálfum og þurrka síðan með blautri tusku.

04. desember 2010

Lím-verðmiða er auðvelt að fjarlægja af vörum með því að hita þá með hárþurrku og losa síðan af. Jafnvel bækur og margmiðlunardiskar skaddast ekki með þessari aðferð.

04. desember 2010

Kristalvasar verða oft sjúskaðir af því að erfitt er að hreinsa þá að innan vegna þess hve hálsinn er mjór. Gott ráð er að hálffylla vasann með vatni og setja síðan smáskorinn appelsínubörk í vatnið og hrista duglega. Eftir þessa meðferð glansar kristalvasinn aftur eins og nýr væri.

04. desember 2010

Til að þvo gyllaða ramma, ber maður vínedik á rammann með pensli eða svampi. Eftir nlokkrar mínútur þurrkar maður rammann með köldu vatni og leyfir rammanum að þorna.

04. desember 2010

Hár á kústum sem eru bogin eftir langa notkun, heldur maður yfir potti með sjóðandi vatni en þannig mýkjast hárin aftur upp og kústurinn verður aftur brúklegur.

Aðeins hægt að gera með bursta með náttúrlegum hárum!

04. desember 2010

Dýfið tveim bómullarhnoðrum í sterkt svart te, leggið á lokuð augun og leyfið að vera á í 5 mínútur. Virku efnin í teinu virka róandi á augun og hætta að vera rauð og baugarnir hverfa.

04. desember 2010

Til þess að lengja líf kústa og handsópa skal þvo þá af og til með heitu vatni og sápu. Hengið kústa alltaf upp eftir notkun því annars bogna hárin á þeim.

Dýfðu nýjum kústi í kraftmikið saltvatn og hengið til þerris. Það gerir kústinn betri og lengir líftíma hans verulega.

Aðeins hægt að gera með bursta með náttúrlegum hárum!

04. desember 2010

Edik- og sítrónubað er gott fyrir illa farna húð. Það hreinsar mjúklega en samt vel.
Sneiðið þrjár sítrónur og setjið í postulínsskál. Hellið hálfum lítra af eplaediki yfir sítrónurnar. Hyljið og látið standa í um 2 klukkutíma. Hellið vökvanum síðan í heitt baðvatn og njótið.

04. desember 2010

Límbandsræmur á gjafapappír er hægt að losa með því að strauja yfir þær. Eftir að þær hafa verið straujaðar er auðvelt að losa þær af. Öruggara er að strauja ekki beint yfir límröndina heldur leggja þurran klút á milli.

04. desember 2010

Komin er á markað ný vara „Byggflögurfrá Móður Jörð, vörumerki lífræna bús Eymundar Magnússonar og Eyglóar Bjarkar Ólafsdóttur í Vallanesi. Byggflögur Móður Jarðar er valsað lífrænt bygg og hentar vel í grauta, bakstur (brauð, kökur og kex), slátur, músli og aðra matargerð.

Byggflögurnar innihalda trefjaefni úr hýði byggsins sem eru mikilvæg fyrir heilsuna auk vítamína og steinefna og þær ...

Þyngdaraflið er ævintýri sem er ætlað börnum á aldrinum 5-11 ára og leitast við að efla umhverfisvitund, skilning barna á eðli jarðarinnar og sjálfstraust þeirra. Bókin er listavel skrifuð og myndskreytt og er hver myndopnan annarri skemmtilegri.

Boðskapur bókarinnar er að við sýnum jörðinni virðingu. Bókin er afrakstur af samstarfi þeirra Önnu Ingólfsdóttur og Elísabetar Brynhildardóttur sem hófst með því ...

Hið gamalgróna fyrirtæki Ísafoldarprentsmiðja hlaut 15. nóvember síðastliðinn vottun norræna umhverfismerkisins Svansins. Þetta þýðir að búið er að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif frá starfsemi fyrirtækisins svo að þau eru nú undir viðmiðunarkröfum Svansins.  Ísafoldarprentsmiðja er tíunda íslenska fyrirtækið sem hlýtur slíka vottun. Ísafoldarprentsmiðja er fjórða prentsmiðjan á Íslandi til að uppfylla strangar Svansins um lágmörkun á neikvæðum umhverfisáhrifum og fyrsta dagblaðaprentsmiðjan ...

Óðinsauga hefur gefið út nýja barnabók „Skýjahnoðra“ en hugmyndin að bókinni er að ýta undir umhverfisvitund barna. Skýjahnoðrar tengir hreint loft við fagra drauma en draumarnir standa fyrir framtíðina. Huginn Þór höfundur bókarinnar segir söguna um Skýjahnoðrana vera viðleitni til að fá börn til að hugsa um umhverfi sitt og að komandi kynslóðir leiti leiða til að takmarka ágang á ...

Út er komið annað tölublað tímarits Í boði náttúrunnar og er það kennt við veturinn. Fyrsta tölublað tímaritsins „Sumar í boði náttúrunnar kom út í sumar og gaf fyrirheit um að hér væri á ferð metnaðarfull útgáfa, bæði  hvað innhald og útlit varðar.

Útgáfan er heldur ekki á höndum neinna aukvissa þar sem Guðbjörg Gissurardóttur hönnuður og maður hennar Jón ...

Elsta jólatré landins var skreytt í dag og verður til sýnis á jólasýningu Hússins á Eyrarbakka eins og siður er fyrir.

Tréð var smíðað af Jóni Jónssyni bónda í Þverspyrnu  Hrunamannahreppi um eða rétt eftir 1873. Tréð var smíðað fyrir Kamillu Briem prestfrú í Hruna. Dóttir hennar Elín húsfreyja Steindórsdóttir í Oddgeirshólum í Flóa átti það eftir hennar dag og ...

Prentsmiðjan Svansprent hlaut á dögunum vottun norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Svansprent er þriðja prentsmiðjan á Íslandi til að uppfylla strangar Svansins um lágmörkun á neikvæðum umhverfisáhrifum. Hinar prentsmiðjurnar eru Hjá Guðjón Ó og Prentsmiðjan Oddi.

Um Svansprent:

Prentsmiðjan Svansprent var stofnuð árið 1967 og á því langa sögu að baki. Stofnendur fyrirtækisins voru hjónin ...

Og enn bætist við á lista yfirlýstra náttúruunnandi stjórnlagaþingsframbjóðenda en þónokkrir hafa skrifað okkur og sóst eftir að vera á listanum og sagst standa fyrir náttúru- og umhverfisvernd og að auðlindir landsins verði í eigu þjóðarinnar. Allar frekari tillögur eru vel þegnar en uppröðunin hér að neðan er af handahófi en þó í næstum jöfnum kynjahlutföllum 24 konur og 19 ...

Kosið verður til stjórnlagaþings nk. laugardag og er mikilvægt að umhverfisvinveittir aðilar nái kosningu. Hér að neðan eru tillögur að 27 aðilum sem hægt er að treysta til að standa vörð um náttúru Íslands á stjórnlagaþingi. Kynjahlutfall er næstum jafnt 13 konur og 14 karlmenn. Allar frekari tillögur eru vel þegnar og uppröðunin hér að neðan er af handahófi.

  1. Krístin ...

Náttúran.is vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem styrktu útgáfu Græna Reykjavíkurkortsins sem kom út nú í byrjun mánaðarins. Án þeirra hefði kortið aldrei litið dagsins ljós. Við viljum þakka öllu því góða fólki, í eftirfarandi fyrirtækjum og stofnunum, sem tók ákvörðun um að Grænt Reykjavíkurkort væri mikilvægt tillegg til samfélagsins. Þau eru:

Elding - Hvalaskoðun Reykjavík
Háskóli ...

Green Drinks eða „Grænir drykkir“ er alþjóðleg óformlegt samfélag sem starfar óhefðbundið í yfir 500 borgum um allan heim. Grænir drykkir hafa það að markmiði að fólk með áhuga á umhverfismálum hittist og efli með sér tengsl til að vinna að grænum og góðum málefnum. Jafnt áhugafólks sem fagaðilar eru velkomnir í hópinn. Margir hafa myndað tengls og jafnvel fundið ...

Til að hvetja rekstraraðila farfuglaheimila á Íslandi til að vinna markvisst að umhverfismálum ákvað stjórn Farfugla árið 2003 að þau farfuglaheimili sem uppfylla ákveðin viðmið á sviði umhverfismála fái heimild til að kalla sig Græn farfuglaheimili. Því til staðfestingar fá þau að nota umhverfismerki samtakanna. Þessi viðmið byggja á almennum gæðastöðlum sem öll farfuglaheimili þurfa að uppfylla. Til að fá ...

12. nóvember 2010

Til að hvetja rekstraraðila farfuglaheimila á Íslandi til að vinna markvisst að umhverfismálum ákvað stjórn Farfugla árið 2003 að þau heimili sem uppfylla ákveðin viðmið á sviði umhverfismála fái heimild til að kalla sig Græn farfuglaheimili. Því til staðfestingar fá þau að nota umhverfismerki samtakanna*. Þessi viðmið byggja á almennum gæðastöðlum sem öll farfuglaheimili þurfa að uppfylla en til að ...

Fyrrverandi samgönguráðherra Kristján Möller er víst enn ráðandi herra í samgöngumálum þjóðarinnar ef marka má fréttir síðustu daga af áformuðri vegagerð á Suðurlandi þar sem kemur fram að innheimta eigi veggjöld af notkun veganna (sjá grein: http://vefblod.visir.is/index.php?netpaper=1481. Slíkt mun að sjálfsögðu bitna mest á íbúum á svæðinu og vera enn einn steinninn í ...

Stofan er sameiginlegt rými þar sem fjölskyldan slappar af og eyðir saman gæðastundum. Þar er lesið, hlustað á tónlist, horft á sjónvarp og tekið á móti gestum. Val á húsgögnum þarf því að vera í samræmi við fjölskyldustærð og ekki hvað sþst miðast við aldur barnanna í fjölskyldunni.

Val húsgagna getur skipt allan heiminn máli, þ.e. ef að þau ...

09. nóvember 2010

Viðarkurl og sag hefur verið flutt inn í miklum mæli sem undirburður fyrir hin ýmsu dýr s.s. kýr, hesta og hænsn jafnvel þó að nú sé nóg af viði úr nytjaskógum fyrir hendi í hina ýmsa framleiðslu. Ég furðaði mig á þessu er ég var nýverið að leita eftir viðarkurli fyrir landnámshænsnasetrið í Alviðru. Ég fór í Fóðurblönduna  á ...

Fyrir rúmri viku síðan fóru hænurnar í nýstofnuðu Landnámshænsnasetri í Alviðru, sem er umhverfisfræðslusetur Landverndar við Sogið í Grímsnesi, að verpa eggjum. Í morgun voru síðan bakaðar pönnukökur úr fyrstu 6 eggjunum og smökkuðust þær sérstaklega vel.

Hugmyndin með stofnun landnámshænsnaseturs í Alviðru er bæði að fræða hópa sem koma til dvalar í Alviðru um sjálfsþurftarbúskap sem þennan og að ...

Icelandic Group, áður Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna, sendi frá sér frétt fyrr í dag þar sem fram kemur að félagið vinni að fá  vottun MSC Marine Stewardship Council. Áður hafði íslenska fyrirtækið Sæmark sótt um MSC-vottun en Vottunarstofan Tún hefur nýverið aflað sér réttinda til að sjá um úttektir vegna MSC-vottunar.

Margir höfðu séð fyrir að það yrði ekki til farsældar að ...

Í dag er haldið upp á kvennafrídaginn. Þar sem ritstjórinn er kona verða ekki fleiri færslur hér á Náttúrunni í dag, og síma og tölvupósti ekki svarað. Á morgun verð ég aftur til þjónustu reiðubúin eins og venjulega.

Baráttukveðjur til allra kvenna,
Guðrún A. Tryggvadóttir.

Sjá nánar um kvennafrídaginn á www.kvennafri.is.

Alviðra er umhverfisfræðslusetur Landverndar við Sogið í Ölfusi en þar var stofnað landnámshænsasetur er sex hænur og einn hani fluttu inn í nýuppgert hænsnabú í gamla mjólkurhúsi fjóssins í Alviðru þ. 26. september 2010.

Staðarhaldari í Alviðru er Guðrún A. Tryggvadóttir en hugmyndin er að mynda hóp félaga í Landvernd sem tæki að sér að hirða um dýrin og skipta ...

Stærsti handverksmarkaður heims opnar í Torino á Ítalíu í sambandi við Alþjóðlegu Slow Food ráðstefnuna Terra Madre á miðvikudaginn 3. nóvember. Markaðurinn sem er kallaður Salone del Gusto, gefur ráðstefnugestum tækifæri til að kanna sambandið sem er á milli matar, staðar og menningar og veitir sjaldgæft tækifæri  fyrir bændur og handverksfólk, fræðimenn og matreiðendur, víngæðinga og nýgræðinga til að hittast ...

Green Drinks eða „Grænir drykkir“ er alþjóðleg óformlegt samfélag sem starfar óhefðbundið í yfir 500 borgum um allan heim. Grænir drykkir hafa það að markmiði að fólk með áhuga á umhverfismálum hittist og efli með sér tengsl til að vinna að grænum og góðum málefnum. Jafnt áhugafólks sem fagaðilar eru velkomnir í hópinn. Margir hafa myndað tengls og jafnvel fundið ...

Liljur vallarins fjallar um stórar spurningar - um Guð, tilgang lífsins og hvernig menn eiga að haga lífi sínu. Þessar spurningar eru settar fram í raunverulegu umhverfi í fámennri sveit, þar sem sköpunarverkið blómstrar - menn, dýr og náttúra.

Myndin er tekin í Kjósinni, sem er 200 manna sveitasamfélag í skjóli við Esjuna. Sr  Gunnar Kristjánsson kemur þangað með róttækar hugmyndir frá ...

Nokkur umræða er nú meðal fólks sem ber hag umhverfis og náttúru og þar með núlifandi og komandi kynslóða fyrir brjósti, að mikilvægt sé að sem flestir af þeirri gerðinni bjóði sig fram til stjórnlagaþings. Tíminn sem til stefnu er styttist óðum og því mikilvægt að þeir sem hug hafa á framboði byrji að undirbúa framboð sitt hið fyrsta. Frestur ...

Hér á eftir fara punktar af blaðamannafundi með Evu Joly, Jóni Þórissyni, Oddnýju Eir Ævarsdóttur og Björk Guðmundsdóttur í Norræna húsinu um Magma-málið í gær.

Oddný Eir Ævarsdóttir hóf fundinn á að gera viðstöddum grein fyrir stöðu mála og aðdraganda þess að Eva Joly hafi nú bæst í hóp þeirra sem vinna að því að vinda ofan af kaupum Magma ...

Iðnaðarnefnd Alþingis ( Skúli Helgason, form., frsm, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Gunnarsson, Tryggvi Þór Herbertsson, Margrét Tryggvadóttir, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir ) mæltu með þingsályktun sem samþykkti var á Alþingi þ. 10. júní sl. um að koma á fót nefnd um eflingu græns hagkerfis. Sjá þingsályktunartillöguna hér.

Sjá yfirlit yfir feril málsins á vef Alþingis.

Í nefndarátliti ...

10. október 2010 stefnir í að verða mesti baráttudagur á heimsvísu hingað til, gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Það fyrirfinnst varla það land þar sem ekki eru hópar sem taka þátt. Sjá nánar á www.350.org.

Í Reykjavík hefur verið blásið til eftirfarandi uppákoma:

Dagskrá:

14:00 Fjölda-hjólreiðalest hittist á Austurvelli
15:00-19:00 Uppákomur á Hlemmi
15:00 - Playground ...

Orka - Lýðræði - Gagnsæi: Opin umræða um Magma skýrluna verður haldin þann 7. október n.k. kl. 17:00 - 18:30, stofu 105 Háskólatorgi

Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands boðar til opinnar samræðu um niðurstöður nefndar um orku- og auðlindamál sem ríkisstjórnin skipaði til að rannsaka söluna á HS orku. Í skýrslunni er mörgum brennandi spurningum samtímans svarað á greinargóðan hátt ...

Verndarar Jarðar (Earth Keepers) eftir leikstjórann Sylvie van Brabant, hlaut umhverfisverðlaun RIFF nú í kvöld.

Earth Keepers er kraftmikil heimildamynd um umhverfis-aktivista og hið mikilvæga hlutverk þeirra í mótun samfélaga heimsins í dag.  Heimildarmynd Sylvie van Brabant nær að fanga kjarna málsins og undirstrikar þörfina og jafnframt möguleikana sem eru nú þegar fyrir hendi.

Myndin fylgir sögupersónunni Mikael Rioux, á ...

Grænt Reykjavíkurkort er nú komið út í prentútgáfu og er dreifing hafin. Kortið er í stærðinni 100 x 70 cm, brotið í 24 síður. Kortið spannar 35 flokka en á bakhliðinni er veggspjald af Húsinu, með inngangstextum fyrir hvert rými. Græna Reykjavíkurkortið kemur út í 10 þúsund eintökum og verður kortinu dreift ókeypis í borginni. Hafist verður handa við að ...

Umræðufundur sem Edda öndvegissetur og Framtíðarlandið boðuðu til í Háskóla Íslands kl 15:00 í dag, var tilkominn vegna greinar sem Andri Snær Magnason skrifaði og birtist í Fréttablaðinu á laugardaginn var. Titill greinarinnar „Í landi hinna klikkuðu karlmanna“ lýsir innihaldinu ágætlega enda ásakar Andri Snær íslenska karlmenn í áhrifastöðum fyrir óábyrga ákvarðanatöku sem standist ekki neina skoðun.

Grein Andra ...

Alternatives to Growth: Challenges, Opportunities, and Strategies

Þann 13. og 14. september hittast alþjóðlegir sérfræðingar í fjármálum og sjálfbærni á Íslandi – þar sem þeir velta fyrir sér spurningunni – eru til aðrar leiðir en að mæla velgengni þjóða en með vergum hagvexti og ef já hverjar eru þá áskoranirnar, tækifærin og aðferðirnar?  Ráðstefnan er unnin innan ramma niðurstaðna skýrslu sem Prófessor ...

Sveppir eru dularfullar lifverur, reyndar teljast þeir ekki einu sinni til plönturíkisins heldur eru sérstakt fyrirbrigði í lífríkinu.

Á Íslandi eru nú um 2000 tegundir af sveppum þekktir. Þá eru ekki taldir með rúmlega 700 tegundir sveppa sem eru fléttumyndandi, þ.e. hafa þörunga í þjónustu sinni. Sveppir skiptast í marga flokka, en stærstir eru kólfsveppir og asksveppir.

Til að ...

11. september 2010

Laugardaginn 18. september munu frumkvöðlar, sprotafyrirtæki, smærri og meðalstór fyrirtæki fá tækifæri til að hitta fulltrúa alþjóðlegra fjárfesta og sérfræðinga í styrkveitingum til samgöngumála sem haldin verður í tengslum við ráðstefnuna Driving Sustainability í húsakynnum Háskólans í Reykjavík, eða O2 húsinu við Ofanleiti 2.
Skráning er á Facebook.

Aðilar m.a. frá samgöngunefnd norræna ráðherraráðsins og Evrópuráðinu munu kynna sín ...

Ráðstefnan Driving Sustainability verður nú haldin fjórða árið í röð dagana 16.-18. september nk. á Hótel Nordica.

Chris Bangle fyrrverandi hönnunarstjóri BMW, Chris Paine leikstjóri Who Killed the Electric Car?, Jim Motavalli rithöfundur og blaðamaður og “framtíðarfrömuðurinn” Rohit Talwar leggja línurnar í líflegri umfjöllun um framtíðina og hvað við getum gert í dag til að hafa jákvæð áhrif á ...

Hugtakið Ecological Footprint (vistfræðilegt fótspor) er notað um mælieiningu þess sem við mennirnir þurfum/notum mikið af landi á líftíma okkar, bæði til að koma á móts við neyslu og til að taka á móti sorpinu sem frá okkur kemur, miðað við þá tækni sem nútíminn bíður upp á við öflun og förgun. Mælieiningin sýnir hvað við skiljum eftir okkur ...

Náttúra í víðasta skilningi þess orðs nær til hins náttúrlega umhverfis, efnisheimsins og þeirra náttúrulögmála sem þar gilda. Náttúra vísar til þeirra fyrirbæra sem er að finna í hinu náttúrulega umhverfi og einnig til lífsins sjálfs. Hugtakið náttúra á yfirleitt ekki við um framleidda hluti eða uppbyggð samfélög manna. Náttúran er einnig yfirleitt aðgreind frá hinu yfirskilvitlega. Náttúran nær frá ...

Á dögunum afhentu forsvarsmenn Náttúran.is Helenu Óladóttur verkefnisstjóra Náttúruskóla Reykjavíkur eitthundrað stokka af Náttúruspilunum að gjöf til notkunar í tengslum við starfsemi Náttúruskóla Reykjavíkur en spilin hafa notið sívaxandi vinsælda sem kennslutæki í umhverfisfræðslu í skólum landsins.

Í fyrra var öllum grunn- og framhaldsskólum landsins sendur stokkur að gjöf en það var Mennta- og menningarmálaráðuneytið sem gerði það átak ...

Það eru til nokkur orkumerki í heiminum í dag og það þekktasta er líklega „Energy Star“ sem er orkumerki sem er upprunnið og í umsjá Umhverfisstofnunar og Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna. Eins og gefur að skila þá ná flest orkumerki yfir rafmagnsvörur. Almennt má segja að sú orka sem fellur á einungis brot af jörðinni nægir til allra þarfa mannfólksins og því ...

02. september 2010

Á átjándu öld var lífið allt öðru vísi en það er nú. Rétt eða rangt? Rétt að því leiti að framfarir hafa orðið á flestum sviðum þjóðlífsins en rangt að því leiti að manneskjan er í grunninn alltaf eins og náttúran líka. Einn fremsti fræðimaður Íslendinga á átjándu öld, séra Björn Halldórsson (f. 1724 d. 1794), náttúrufræðingur, íslenskumaður og frömuður ...

Sem hluta af þróun Græna Íslandskortsins hefur Náttúran tekið saman yfirlit yfir allar náttúrulegar baðlaugar á Íslandi*, samtals 56 og falla þær undir yfirflokkinn „Náttúra/Land og vatn“. Baðlaugarnar hafa nú verið skráðar og kortlagðar á Græna kortið hér á vefnum en auk staðsetninga má sjá viðvörun varðandi aðgengi og hitastig.

Þó að ekki hafi verið til flokkur fyrir náttúrulegar ...

Á undanförnum vikum hefur hópur SEEDS sjálfboðaliða frá ýmsum löndum unnið að því að gera Alviðru umhverfisfræðslusetur Landverndar við Sog í Ölfusi lifandi og spennandi fyrir gesti vetrarins auk þess sem hópurinn hefur unnið að viðhaldsverkefnum s.s. að mála hlöðu, útihús, palla, borð, brýr og skiltisstanda í hinu víðfeðma landi Alviðru. Verkefnin voru unnin undir leiðsögn Guðrúnar Tryggvadóttur sem ...

Ecoist taskaKolors.is er ný netverslun sem selur handunnar töskur úr endurnýttu efni s.s. umbúðum af ýmsum vörum t.d. sælgætisbréfum, gosflöskumiðum, strikamerkjum, dagblöðum og tímaritum sem annars hefðu endað í landfyllingu. Kolors er með einkaleyfi fyrir sölu tasknanna hér á landi en þær eru framleiddar af bandaríska fyrirtækinu Ecoist.

Samstarfsaðilar Ecoist eru meðal annars: The Coca-Cola Company, Disney, Mars ...

Frysting matvæla við kjöraðstæður í frysti er góð leið til að stöðva örveruvöxt og minnka ensímvirkni lífrænna afurða. Geymsla í frysti getur þó aðeins verið tímabundin og er háð þvi að hitastiginu sé haldið jöfnu þ.e. -18oC út allan geymslutímann og að frágangi matvæla, hreinlæti og afhýðingu sé rétt staðið. Talað er um að ekki eigi að geyma mat ...
26. ágúst 2010

Málmelementið umlykur lungu og ristil, sem aftur hafa áhrif og gefa kraft til húðar og nefs. Lungun eru einnig séð sem kraftur okkar til að berjast við utanaðkomandi öfl, þ.e. ónæmiskerfið. Geðlæg áhrif málms eru dómgreind og sorg.

Natursutten snuðVefverslunin Litla kistan www.litlakistan.is hefur hafið sölu á Natursutten snuðum en þau eru heilsteypt gúmmísnuð, framleidd úr náttúrulegu gúmmíi, unnið er úr gúmmítrénu Hevea brasiliensi.

Snuðin innihalda engin af þeim efnum sem nýlegar rannsóknir hafa sýnt að séu hormónatruflandi s.s. pthalöt og BPA. Engir parabenar, litarefni né PVC-efni eru í snuðunum. Protein sem framkallað getur latexofnæmi hefur ...

SkaftholtÍ Skaftholti í Gnúpverjahreppi er stundaður lífrænn og lífefldur (bíódýnamískur) búskapur. Þar hefur ennfremur verið unnið meðferðarstarf í 30 ár. Skaftholt er sjálfum sér nægt með búsafurðir allar. Þar lifa og starfa nú um 20 manns. Mikil uppbygging hefur átt sér stað en þeir einstaklingar sem búa í Skaftholti þurfa friðsælt umhverfi og mikilvægur þáttur í meðferðarstarfinu er róandi nærvera ...

EndurvinnslukortiðFlokkarinn.is er vefur sem Íslenska gámafélagið stendur að en vefurinn á að hjálpa fólki og fyrirtækjum að flokka ruslið sitt auk þess sem hann þjónustar sveitarfélög með kynningu og fræðslu um flokkunarmál, ekki sýst um þriggja tunnu kerfi Íslenska gámafélagsins sem er nú starfrækt í tíu sveitarfélögum víðs vegar um landið. Sveitarfélögin eru: Stykkishólmsbær, Skaftárhreppur, Flóahreppur, Fljótsdalshreppur, Kópavogur, Skeiða- ...

Fjöldi félaga sem koma að náttúruvernd á Íslandi eykst stöðugt sem vísar til gríðarlegs áhuga breiðs hóps landsmanna á að taka þátt í verndun náttúrunnar. Hér er stutt yfirlit yfir félagaflóruna og starfsemi félaganna en þau hafa flest ákveðna sérstöðu og verja ákveðna hagsmuni umfram aðra:
-

Umhverfisverndarsamtök á Íslandi:

Landvernd1)

  • Umhverfisverndarsamtök í víðum skilningi, náttúruvernd er hér einn undirflokkur ...

 

Náttúran.is kynnir nýja taupoka sem framleiddir hafa verið til að minnka plastpokanotkun og upphefja náttúruna og græn gildi. „Nature.is love“ taupokarnir eru af gerðinni EarthPositive® sem er verðlaunuð lífræn og loftslagsvæn framleiðsla* með mynd af Náttúru-konu í íslenskri náttúru.

Pokarnir eru af tveimur gerðum og litum, annars vegar óbleiktur innkaupa- taupoki og hins vegar þykkari grænn taupoki, Taupokarnir ...

Valgerður og Seeds sjálfboðaliðar

Sjálfboðaliðar frá SEEDS samtökunum eru þessa dagana að vinna í Alviðru umhverfisfræðslusetri Landverndar við Sogið í Ölfusi. Eitt af verkefnunum sem sjálfboðaliðarnir vinna að er undirbúningur landnámshænsnabús en til þess að kynna sér aðbúnað og umhirðu landnámshænsna var í dag farið í kynnisferð til Valgerður Auðunsdóttir að Húsatóftum á Skeiðum. Að Húsatóftum rekur Valgerður bú þar sem hún ræktar landnámshænsn ...

Sjónvarpið er hinn mesti tímaþjófur á heimilinu. Það eyðir líka einna mestri raforku.
Nýju flatskjáirnir eyða t.d. gífurlegri orku, miklu meiri en forverar þeirra túpuskjáirnir. Flestir eru þó sammála um að LCD skjáir séu skárri en Plasma skjáir hvað þetta varðar.

Orkunotkun tækja er skilgreind með orkumerkjum s.s. Energy Star og Evrópska orkumerkinu.

Um 10% raforkunotkunar heimilistækja fer ...

Einn af þjónustuliðunum hér á Náttúrunni er rafrænn fréttapóstur. Með því að skrá þig á póstlistann. Þú skráir þig hér lengst til vinstri á vafranum (flipinn með RSS, Twitter, Facebook og umslagi, fyrir póstlistaskráninguna) ert þú að gerast áskrifandi að ókeypis fréttapósti sem berst þér vikulega án allra skuldbindinga. Einnig eru birtar upplýsingar um nýjar vörur á Náttúrumarkaði, sérstök tilboð ...

Málning Hreyfilhitari Hjólbarðar Hjólbarðar Bíll Reiðhjol Vatnsnotkun Hjólbarðar Hiti Rafmagn Eldsneyti Hreinsiefni Verkfæri Eiturefni Lýsing Ferðalög Geymsla

Umhirða bílsins
  • Best er að fara með bílinn í allsherjarskoðun hjá bílaumboðinu að minnsta kosti einu sinni á ári.
  • Ráðlagt er að gá að loftþrýstingnum í dekkjunum reglulega.
  • Dekkin slitna minna ef loftþrýstingurinn er réttur auk þess sem eldsneyti sparast ef dekkin eru ekki of loftlítil.
  • Gott er að bóna bílinn nokkrum sinnum á ári. Þá festist olía og ryk ...
28. júlí 2010

Magma yfirsýnAllar náttúruauðlindir Íslands eiga að vera í almannaeigu og allur arður af þeim á að ganga óskiptur til þjóðarinnar - er fundarefni borgarafundar sem Attac* samtökin hafa boðað til í Iðnó annað kvöld, 28. júli frá kl. 20:00 - 22:00

Fundarstjóri er Benedikt Erlingsson, leikari.

Frumælendur eru Björk Sigurgeirsdóttir viðskiptafræðingur, Jón Þórisson arkitekt og Sigmundur Einarsson jarðfræðingur.

Í pallborði verða ...

Grænt og grillað á SelfossiÍ fyrrasumar opnaði Guðmundur Erlendsson matreiðslumaður heilsumatstað á hjólum við Hallærisplanið við hringtorgið að Ölfusárbrú á Selfossi. Grænt og grillað er nafn matsölustaðarins.

Það mega teljast nokkur tíðindi að heilsumatstaður opni dyr (lúgur) sínar á landsbyggðinni, sérstaklega með hliðsjón af því að hamborgaramenningin virðist hafa rutt sér svo gersamlega til rúms að jafnvel metnaðarfyllstu veitingahús við þjóðveginn bjóða nú aðeins ...

Hin náttúrumiðlæga heimspeki segir að náttúran sjálf hafi innra gildi alveg óháð því hvort að hún nýtist manninum eður ei.  Þannig hefur hundurinn rétt til að lifa jafnvel þótt að eigandinn sé orðinn hundleiður á honum og hafi af honum lítið gagn.  Samkvæmt þessu sjónarmiði hefur náttúran rétt til þess að vera til jafnvel þótt að hún sé ekki nýtt ...

orkuaudlindir.isBjörk Guðmundsdóttir kynnti áskorunina, fyrir þremur dögum síðan, á blaðamannafundi með söng og varpaði um leið fram lykilspurningum um framtíð Íslands og orku. Hún sagðist vilja sprauta fræjum inn í íslenska rannsóknarblaðamennsku og hvatti, ásamt öðrum, til opinnar og gagnrýnnar umræðu um Magmamálið, sem nú er orðið að prófmáli íslenskrar orku- og auðlindastefnu.

Í kjölfarið hafa ellefuþúsund þrjúhundruð og níutíu ...

Magma og ÍslandÍ framhaldi af blaðamannafundi um undirskriftarsöfnun á orkuaudlindir.is sem Björk og félagar hrintu úr vör í Norræna húsinu á á mánudaginn hefur Ross Beaty forstjóra Magma Energy Canada reynt að fá Björk til fylgilags við sig með því að bjóða henni persónulega að kaupa 25% hlut af Magma á kostnaðarverði. Sjá greinina „Björk segir forstjóra Magma reyna að kaupa ...

Gunna í berjamó í Ingólfsfjalli 20. júlí 2010Það er ótrúlegt en satt, berjatíðin er að ganga í garð. Ég tíndi þroskuð bláber og krækiber í austurhliðum Ingólfsfjalls í gær. Fyrsta bláberjaskyr ársins var því borðað með bestu lyst þann 20. júlí í ár. En þetta er auðvitað ekkert meðalárferði. Bláberjatínsla í Ingólfsfjalli 20. júlí  2010Eitt er að veðrið í sumar hefur verið ákaflega berjavænt og annað að hlýnun jarðar hefur sannanlega sitt ...

Björk og Jónas í Norræna húsinuKl. 16:00 í dag kynnti Björk Guðmundsdóttir, Oddný Eir Ævarsdóttir og Jón Þórisson áskorun til stjórnvalda í formi undirskriftarsöfnunar en undirskriftasöfnunin miðar að því að vinna gegn samningi um sölu HS orku til skúffufyrirtækisins Magma Enegy Sweden sem ráðgert er að verði undirrituð eftir tíu daga. Átakið var kynnt á blaðamannafundi í Norræna húsinu í Reykjavík þar sem Jón ...

Sem hluta af þróun Græna Íslandskortsins hefur Náttúran tekið saman yfirlit frá Siglingastofnun yfir alla vita á Íslandi, samtals 110 vita og falla þeir undir yfirflokkinn „Opinber verk/kennileiti“. Vitarnir hafa nú verið skráðar og kortlagðar á Græna kortið hér á vefnum en auk staðsetningar má sjá byggingarár, hæð, ljóshæð og hlutverk og hver rekstaraðili vitans er.

Þó að ekki ...

VínberjasaftÚrval bændamarkaða á Íslandi eykst frá ári til árs enda áhugi aukist mikið á heimaræktuðu og framleiðslu beint frá býli nú á síðustu og „verstu“ eða að sumra mati „bestu“ tímum.

Náttúran hefur lagt mikið upp úr því að veita nákvæmar upplýsingar um það sem í boði er á þessu sviði á landinu öllu en við fjöllum bæði um einstaka ...

Betristofa - borðstofa í geislum sólar„Betristofa borgarinnar“ er verkefni sem hlaut styrk frá styrktarsjóð Reykjavíkurborgar, Vertu með í að skapa betri borg. Miðbærinn, betristofa borgarinnar, er ekki einungis fallegt svæði sem virða má fyrir sér heldur á hún að notast sem íverurými. Með inngripum hópsins ætlum við að glæða minna notuð svæði miðbæjarins lífi, staðirnir munu fá nýjan og aukinn tilgang og áhugaverðum innsetningum komið ...

11. júlí 2010

Laufás í Eyjafirði kemur við sögu skömmu eftir að Ísland byggðist og þar hefur staðið kirkja frá fyrstu kristni. Í katólskum sið var hún helguð Pétri postula. Prestssetur hefur verið í Laufási frá fyrstu kristni og er enn. Síðasti presturinn sem bjó í gamla bænum, séra Þorvaður Þormar, flutti árið 1936 í nýtt prestssetur og þar bjuggu Laufássprestar fram til ...

Náttúran.is hvetur frumkvöðla og framleiðendur á landinu öllu til að nýta sér þann vettvang sem vefurinn er orðinn til að koma sér og sinni framleiðslu á framfæri. Við setjum inn fréttir eða greinar um það sem þið eruð að fást við og hafið áhuga á að koma á framfæri. Þið getið einnig selt vörur hér á Náttúrumarkaði með engri ...

Hreint ehf hefur fengið vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins fyrir ræstingarþjónustu. Strangar kröfur Svansins tryggja að fyrirtækið er í fremstu röð hvað varðar lágmörkun neikvæðra umhverfis- og heilsuáhrifa starfseminnar.

Aðstoðarmaður umhverfisráðherra veitti leyfið föstudaginn 25. júní, klukkan 11:00 á aðalskrifstofu fyrirtækisins að Auðbrekku 8 í Kópavogi. „Það er okkur hjá Umhverfisráðuneytinu gleðiefni að sjá að stöðugt fleiri íslensk fyrirtæki bætast ...

Matarklasi Suðurlands og Vestmannaeyja hefur það að markmiði að varðveita og hefja til vegs og virðingar hefðir úr héraði í matargerð í anda hinna alþjóðlegu „Slow Food/Hægrar matarmenningar“ samtaka. Með því að nýta hráefni úr næsta nágrenni okkar svo sem unnt er styrkjum við matvælaframleiðslu og aukum fæðuöryggi þjóðarinnar. Það styttir auk þess flutningsleiðir, minnkar mengun og sparar flutningskostnað ...

Fjallagrös [Cetraria islandica] eru algeng um allt land og hafa verið mikilvæg björg í bú hér áður fyrr enda góð til matar og lækninga. Grösin voru soðin í mjólk og heitir það grasamjólk. Grösin vour einnig notuð í brauðbakstur og í dag eru Fjallagrasabrauð m.a. bökuð í Brauðhúsinu í Grímsbæ auk þess sem fyrirtækið Íslensk fjallagrös ehf þróa og ...

FrístundabíllinnFrístundabíllinn er metnaðarfullt samfélagsverkefni sem fyrirtækið Hópbílar* í Hafnarfirði hrundu af stað í janúar sl. og snýst um að auðvelda börnum, og foreldrum þeirra, að ferðast á mili staða. Samvinna var við Hafnarfjarðarbær en fyrirtækin Rio Tinto, N1 og Fjarðarkaup styrktu verkefnið. Megintilgangurinn með verkefninu var að veita örugga og góða akstursþjónustu sem tekur mið af frístundastarfi í Hafnarfirði fyrir ...

Kálver í ÖlfusiðÍ frétt á DV segir frá því að í ónefndir aðilar séu að skoða það að reisa risagróðurhús á 10 hektara svæði á Suðvesturlandi án þess að tiltekinn sé ákveðinn staður í því sambandi. Gróðurhúsið yrði sett upp nálægt jarðvarmaveitu, sem gefur tilefni til að ætla að staðsetning sé annað hvort í Ölfusi, á Hellisheiðinni sjálfri eða á Reykjanesi.

Skynsamlegast ...

Hans og Grétu húsGarðyrkju- og blómasýningin „Blóm í bæ“ er nú haldin í  annað sinn, í Hveragerði, en með sýningunni í fyrra var í fyrsta sinn á Íslandi haldin heildstæði garðyrkjusýning sem tók mið af faginu í heild sinni. Garðplöntur, afskorin blóm, skrúðgarðyrkju, blómaskreytingar, landslagsarkitektúr, grænmetisræktun og annað sem tengist græna geiranum á Íslandi mátti sjá á sýningunni. Ýmsar uppákomur voru í gangi ...

Velco-City

Morten Lange er staddur í Kaupmannahöfn og sendi okkur eftirfarandi pistil:

On Tuesday the Velo-City Global Conference opens in Copenhagen, and will last for 4 days.

I can warmly recommend taking a look at the program and abstracts available at the web-site, www.velo-city2010.com. I trust that also for people not attending the conference, the programme and abstracts can ...

24. júní 2010

Hildur og KristbjörgHelgina 19. - 20. júní munu þær Kristbjörg Kristmundsdóttir yogakennari og blómadropaframleiðandi og Hildur Hákonardóttir myndlistarmaður og höfundur bókanna Ætigarðurinn og Blálandsdrottningin miðla af visku sinni og reynslu úr heimi jurtanna, á námskeiði í Heiðmörk undir heitinu Jurtaveisla.
Kristbjörg Elín Kristmundsdóttir kennir um lækningajurtir og Hildur Hákonardóttir um nýtanlegar villtar jurtir í matargerð.

Dagskrá Jurtaveislunnar:

  • Laugardaginn 19. júní, frá kl. 10 ...

Maríustakkur [Alchemilla vulgaris] er algeng jurt á Íslandi og hefur frá örófi verið notuð til að koma á jafnvægi á tíðarverki og miklar blæðingar hjá konum. Hún er því sannkölluð kvennajurt. Maríustakkur er einnig notaður í græðismyrsl og krem. Daggardroparnir sem glitra svo fallega í laufblöðum maríustakksins eru kennd við Maríu mey og nefnd „tár Maríu“.

Sjá nánar um maríustakk ...

Sag og Jökull kortSaga og Jökull á Vesturlandi er vöruþróunarverkefni í menningartengdri ferðaþjónustu með áherslu á afþreyingu, náttúru- og menningarfræðslu fyrir alla fjölskylduna. Að verkefninu standa 10 aðilar víðsvegar á Vesturlandi.

Hver aðili er kynntur á ævintýrakorti (sjá mynd) þar sem sérstaklega vel er tekið á móti fjölskyldum og börnum. Á Eiríksstöðum í Dölum og í Landnámssetrinu í Borgarnesi er hægt að kynnast ...

Metanbill.isÞann 12. maí sl. var fyrsta formlega metanverkstæði landsins Vélamiðstöðin opnað en verkstæðið er sjálfstætt einkahlutafélag í eigu Íslenska Gámafélagsins ehf.

Metanverkstæð Vélasmiðjunnar hefur það að markmiði að uppfæra bensínbíla og díselbíla með metanbúnaði og nýta þannig íslenska orku sem er mun ódýrari og stuðlar að hreinna umhverfi. Áætlað er að 30 ný störf geti skapast á þessu ári á ...

Vatnselementið umlikur nýru og þvagblöðru, sem aftur hafa áhrif á bein og liðamót, tennur og eyru. Nýrun eru sögð geyma erfðaefni líkamans og hafa þannig mikil áhrif á alla erfða sjúkdóma. Geðlæg áhrif vatns eru viljakraftur og kvíði.

Á hverju sumri stendur Orkuveita Reykjavíkur fyrir fræðslugöngum, en þær má rekja aftur til menningarársins 2000. Markmið þeirra er að bjóða almenningi vandaða leiðsögn um útivistarsvæði, sem Orkuveita Reykjavíkur starfar á, svo sem Elliðaárdalinn, allt frá ósum upp að Gvendarbrunnum, og Hengilssvæðið.

Í kvöld verður gengin fyrsta fræðsluganga Orkuveitu Reykjavíkur sumarið 2010. Þá verður fuglalífið í Elliðaárdalnum skoðað og er ...

Við venjubundna rannsókn komst líffræðingurinn Alexey V. Surov, við Surov's Institute of Ecology and Evolution sem er hluti rússnesku vísindaakademíunnar, að ákveðinni fylgni erfðabreytinga hjá hömstrum. Þriðja kynslóð hamstra sem fóðraðir voru nær eingöngu með erfabreyttu soja frá Monsanto sýndi verulega skerta frjósemi og háa dánartíðin unga.  Einnig var aukin tíðni hárvaxtar í munni þess hóps tilraunadýra sem fékk ...

FurukönglarMjúk aðferð til að lina slæman hósta er að útbúa bakstur úr því náttúrulegasta sem til er þ.e. bývaxi og furukönglum og leggja við brjóstið. Furukönglar eru lítið notaðir hér á landi en þar getur enn orðið breyting á. Það er þess virði að opna þennan ofursmáa köngul og finna hvað innihaldið er magnað að styrkleika og nýta sér ...

Ólafur Áki Ragnarsson fyrrverandi bæjarstjóri Ölfuss hlýtur að hafa sett heimsmet í ótímabærum yfirlýsingum, gervisamningum og sýndarmennsku í stjórnartíð sinni. Hann var rekinn úr bæjarstjórastólnum af móðurflokki sínum Sjáfstæðisflokknum, en hyggst nú snúa aftur með nýju framboði undir merkjum A-listans. Sjálfstæðisflokkurinn býður einnig fram sem og tveir aðrir listar, B-listi framfarasinna (Framsóknarflokks) og Ö-listi félagshyggjufólks (sameiginlegt framboð Samfylkingar og VG ...

Frá BúsáhaldabyltingunniHvernig fjölmiðar og aðrir dómarar götunnar hafa dæmt nímenningana fyrirfram

Þann 8. desember 2008 fóru þrjátíu manns inn í Alþingishúsið. Tveir einstaklingar, af sitthvoru kyni, fóru upp á þingpalla og hvöttu þingmenn til að koma sér út úr húsi sem þjónaði ekki tilgangi sínum lengur. Aðrir voru stöðvaðir í stigaganginum, þeim var hótað piparúðun og lentu síðar meir sumir í ...

Háskólinn í Reykjavík hefur tekið upp þá nýjung að gefa nemendum og starfsmönnum kost á að leigja rafbíla til að skjótast erinda sem koma upp. Hugmyndin er að alla jafna geti fólk tekið strætó, hjólað eða gegnið til vinnu og náms en geti, ef þörf krefur, fengið ökutæki með skömmum fyrirvara.  Á síðunni forskot.is er hægt að fá leigða ...

Kaffitár með SvaninnKaffihús Kaffitárs hlutu vottun norræna umhverfismerkisins Svansins föstudaginn 14. maí til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Strangar kröfur Svansins tryggja að starfsemi Kaffitárs er í fremstu röð hvað varðar lágmörkun neikvæðra umhverfis- og heilsuáhrifa. Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, veitti leyfið.

„Það er ánægjulegt að sjá hversu mörg fyrirtæki hér á landi sjá hag sinn í því að geta boðið upp ...

Fréttir herma að fátt geti komið í veg fyrir að kanadíska fyrirtækið Magma Energy Corp eignist 98% hlut í HS orku sem þýðir að þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins sé komið í hendur erlendra aðila, eða réttara sagt sænsks leppfyrirtækis sem frontar fyrir kanadíska fyrirtækið. Hagnaður af orkusölunni flyst því úr landi vegna þess að álver Árna J. Sigfússonar skal reisa ...

Nordisk KulturfondNáttúran.is fékk á dögunum styrk frá Norræna menningarsjóði Norrænu ráðherranefndarinnar til að vinna í samvinnu við Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík (RIFF) að því að sýna kvikmyndir sem hafa umhverfið að viðfangsefni á hátíðinni í haust, auk þess að standa fyrir uppákomum þeim tengdum.

„Til þess að halda uppi samræðum um þær öru breytingar sem heimurinn stendur frammi fyrir í ...

Snemma árs 2010 sótti Náttúran.is til Norræna menningarsjóðsins um styrk til að vinna í samvinnu við Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík (RIFF) að því að sýna kvikmyndir sem hafa umhverfið að viðfangsefni á hátíðinni í haust og standa fyrir uppákomum þeim tengdum. Styrkumsóknin fékk jákvæðar viðtökur og styrkurinn fékkst.

Náttúran.is þakkar kærlega fyrir stuðninginn!

Umhverfisstofnun vekur athygli á því að dagana 14.  – 22. maí stendur yfir kynningarátak um umhverfismerkið Svaninn. Tilgangurinn með átakinu er að auka verðmæti merkisins með því að auka hlutfall þeirra sem þekkja merkið og versla Svansmerktar vörur/þjónustu. Helstu skilaboðin eru að Svansmerkt er betra fyrir umhverfið og heilsuna. Strangar kröfur Svansins tryggja lágmörkun neikvæðra heilsu- og umhverfisáhrifa ...

Lífrænar varnirÍ nýjum auglýsingum auglýsir Sölufélag garðyrkjumanna að íslenskir tómatar séu komnir í nýjar og endurvinnanlegar umbúðir sem eru góðar fréttir. Það er löngu tímabært að úthýsa frauðinu sem er algerlega óendurvinnanlegt og brotnar alls ekki niður í náttúrunni. Enn sem komið er eru það þó aðeins hinir ýmsu tómatar frá Sölumiðstöð garðyrkjumanna sem eru komnir í endurvinnanlegar umbúðir en vonandi ...

Um þessar mundir heldur prentsmiðjan hjá GuðjónÓ upp á að hafa borið Svansleyfi á rekstur prensmiðjunnar í 10 ár. Fyrst fékk GuðjónÓ Svansleyfi árið 2000, endurnýjun árið 2002 og aftur 2008 en þá fyrir prentsmiðjuna í heild, en reglum Svansins var breytt árið 2007, þannig að slíkt varð mögulegt. Skilyrði norræna umhverfismerkisins eru hert í samræmi við framýróun í umhverfismálum ...

The Organic Food Federation er breskt vottunarfyrirtæki stofnað árið 1986. The Organic Food Federation er tengt Evrópskum vottunaraðilum. The Organic Food Federation vinnur samkvæmt breskum stöðlum sem uppfylla skilyrði EU 2092/91 og vinnur samkvæmt UK4. staðli aðildarríkisins. The Organic Food Federation sér um úttekt og vottun skv. EU stöðlum hvar sem er í heiminum. The Organic Food Federation er ...

28. apríl 2010

The Carbon Trust hefur þróað CO2 Carbon label (kolefnisvottun) sem sýnir þá kolefnislosun í grömmum sem hver einstök vara er ábyrg fyrir. The Carbon Trust mælir þá kolefnislosun sem framleiðsla vörunnar, þar með talin ræktun hráefnisins, orkunotkun og dreifing eru ábyrg fyrir og er eina viðurkennda viðmið sinnar tegundar í Bretlandi. The Carbon Trust er breskur kolefnissjóðurinn sem hefur það ...

26. apríl 2010

Markmiðið með sanngirnissvottun er að: Tryggja að vinnufólk og ræktendur fái sanngjörn laun fyrir vinnu sína. Vinna gegn misrétti vegna kyns, hörundslitar eða trúar Vinna á móti barnaþrælkun Hvetja til lífrænnar ræktunar Styðja lýðræðisýróun um leið og fólk fær gæðavörur. Alþjóðlegt merki sanngirnisvottunar gengur undir ýmsum nöfnum, eftir þjóðum s.s.: „Max Havelaar“, „Fair Trade“ og „Transfair“. „Hand in hand ...

26. apríl 2010

Fair Wear Foundation stendur að siðgæðisvottun á textílframleiðslu og vottunarmerki Fair Wear staðfestir að þeim skilyrðum sem samtökin setja um sanngjörn viðskipti sé framfylgt. Samtökin eru hollensk að uppruna en eftirtaldir aðilar stóðu að stofnun þeirra: Max Havelaar Organisation, Modint, Mitex, FNV, FNV Bondgenoten, Wereld Winkel, Schone Kleren Kampagne og Oxfam Novib.

Sjá nánar á vef FWF.

26. apríl 2010

Grænfáninn er umhverfismerki fyrir skóla. Allir skólar geta sótt um að taka þátt í verkefninu Skólar á grænni grein. Skólarnir fá þannig að taka þátt í verkefnum sem miða að því að efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Skólinn fær svo að flagga Grænfánanum að uppfylltum vissum skilyrðum.

Landvernd hefur umsjón með Grænfánanum á Íslandi, en ...

26. apríl 2010

Marine Stewardship Council eru óháð alþjóðleg samtök sem starfa ekki í hagnaðarskyni og vinna að verndun sjávar og sjávarafurða gegnum vottunarkerfi. Samtökin votta sjávarútgerðir og þær sjávarafurðir sem standast staðla þeirra.
Þessir staðlar og sú aðferðarfræði sem þeir byggjast á tryggja að hver einasti þáttur í framleiðsluferli þeirra sjávarafurða sem eru merktar með MSC merkinu sé rekjanlegur, hafi staðist skoðun ...

26. apríl 2010

OK Kompost vottar að vara uppfylli gæðakröfur innan tilgreindra nota, þ.e. að varan sé 100% niðurbrjótanleg og jarðgerist. Þessi vottun byggist á ströngustu kröfum sem gerðar eru innan Evrópusambandsins um niðurbrjótanleika í náttúrunni: EN 13432.

26. apríl 2010

Markmiðið með siðgæðisvottun er að: Tryggja að vinnufólk og ræktendur fái sanngjörn laun fyrir vinnu sína. Vinna gegn misrétti vegna kyns, hörundslitar eða trúar Vinna á móti barnaþrælkun Hvetja til lífrænnar ræktunar Styðja lþðræðisýróun um leið og fólk fær gæðavörur. Alþjóðlegt merki siðgæðisvottunar gengur undir ýmsum nöfnum, eftir þjóðum s.s.: „Max Havelaar“, „Fair Trade“ og „Transfair“. „Hand in hand“ ...

26. apríl 2010

TCO er sænskur umhverfis- og orkustaðall sem er á vegum sænsks stéttarfélags, TCO Tjänstemännens Central Orgnainsation. Upp úr 1980 fór stéttarfélagið að hafa áhyggjur af hnignandi heilsufari skrifstofufólks. Merkingin miðar að því að bæta vinnuumhverfi og taka tillit til umhverfisins. TCO merking nær aðallega yfir rafmagnsvörur eins og tölvur, tölvuskjái og farsíma. Seljandi tölvu sem dæmi verður að bjóða upp ...

Vottunarstofan Tún hefur þróað staðla og vottunarkerfi fyrir afurðir sem ekki teljast lífrænar, en eru af náttúrulegum uppruna. Þetta eru afurðir byggðar á sjálfbærri nýtingu auðlinda og/eða afurðir sem teljast leyfileg aðföng í lífræna framleiðslu. Náttúruafurð er meðhöndluð frá og með söfnun til síðustu pökkunar eða merkingar eins og um lífræna afurð væri að ræða, en er auðkennd sem ...

26. apríl 2010

CE merkið gefur til kynna að framleiðsla hafi verið skv. Öryggisstöðlum Evrópusambandsins. Það gildir fyrir allar vörur sem framleiddar eru innan viðskiptasvæðis Evrópusambandsins (EWR). Þetta gildir bæði fyrir vörur framleiddar innan sambandsins sem og innfluttra.

26. apríl 2010

3ja ára afmæliðÍ dag sunnudaginn 25. apríl, er dagur umhverfisins haldinn hátíðlegur á Íslandi í tólfta sinn, en í ár er dagurinn tileinkaður líffræðilegri fjölbreytni. Þennan dag heldur vefurinn Náttúran.is upp á þriggja ára afmæli sitt og opnar um leið nýja útgáfu Náttúran.is 2.0 en Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mun opna nýja vefinn við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu kl. 12:00 ...

Í heiminum eru til um 10 þúsund tegundir grasa. Meðal þeirra eru korntegundirnar hafrar, rúgur, hveiti, bygg, hrís og maís. Fyrir um 10 þúsund árum byrjaði fólk að hagnýta sér þessar tegundir til matar, þegar það uppgötvaði gæði fræjanna. Frá þeim tíma hafa þessar tegundir verið ein meginstoð í mat manna. Allt frá landnámi hefur þurrt hey verið nýtt sem ...

Sú goðsögn hefur því miður orðið langlíf að umhverfisstarf sé kostnaðarsamt, það sé dýrt að vera umhverfisvænn og fyrirtæki hafi einungis ráð á að vera umhverfisvænt þegar vel árar. Ef hins vegar sé skoðað hvernig fyrirtæki sem eru að vinna vel að umhverfismálum geta nýtt sér umhverfisstarf þá kemur í ljós hið gagnstæða, umhverfisstarf er hagkvæmt.

Ein helsta orsök þeirra ...

Á fimmtudaginn er „Dagur Jarðar“ haldinn hátíðlegur um allan heim en Dagur Jarðar var fyrst haldlinn hátíðlegur þ. 22. apríl 1970 í Bandaríkjunum þegar um 20 milljónir manna tóku þátt í hátíðahöldunum. Ákvörðun um að efna til Dags Jarðar var tekin árið áður á ráðstefnu grasrótarsamtaka á sviði umhverfisverndar í Bandaríkjunum. Á þeim tíma var umræðan um offjölgun í heiminum ...

Flugvélar brenna nú þegar um 130 milljónum tonna af flugvélaeldsneyti á ári hverju. En hvað er hægt að taka til bragðs? Að sögn sérfræðinga er það eina sem hægt er að gera í stöðunni að hanna umhverfisvænar flugvélar aftur frá grunni og draga úr flugumferð. Hægt er að nota t.d. stóra túrbóhreyfla í staðinn fyrir þotuhreyfla eða svokallaða opna ...

Að ganga er ein besta og ódýrasta líkamsrækt sem völ er á. Hún er ekki bundin við sérstakan stað né tíma svo þú ert alveg frjáls í að þjálfa þig þegar þú vilt. Hún er líka tilvalin til að fá sér ferskt loft. Ganga styrkir líkamann og getur spornað við ýmsum æðasjúkdómum og bætt andlega líðan. Með góða skó á ...

Vatnsnotkun er mikil á Íslandi en við stöndum enn í þeirri trú að engu máli skipti hve mikið vatn við látum renna, hvort sem það er kalt vatn í glasið eða heitt vatn í sturtuna. Hægt er að spara vatn á ýmsan hátt t.d. með því að nota „spar-sturtuhaus“ á sturtuna og láta vatnið ekki leka óþarflega lengi. Spar-sturtuhausinn ...

Sá er heppinn sem lært hefur að þekkja reyrgresi og veit um stað þar sem það vex og þá oft í stórum breiðum. Þrátt fyrir nafnið ilmar reyrgresið sterkar en hinn eiginlegi ilmreyr. Lyktin kemur fyrst fram við þurrkun. Besta ráðið til að þekkja grösin að er að merkja hvar þau finnast, taka myndir eða teikna og skrifa í vasabókina ...

Þú getur minnkað heimilissorpið um 30-35% með því að jarðgera. Með því að jarðgera garðaúrgang og matarleifar má búa til dýrindis mold, svokallaða moltu, sem nota má sem áburð í garðinn. Umbreytingin úr úrgangi yfir í mold tekur að vísu nokkra mánuði og jafnvel ár, allt eftir hvaða aðferð er notuð, en fyrir þá sem hafa aðgang að garðskika og ...

Til þess að auðvelda innkaup á vörum og þjónustu sem eru síður skaðleg umhverfi og heilsu hefur Náttúran.is tekið saman 11 viðmið sem spanna veigamestu þættina. Viðmiðin eru einföld og hjálpa til að nálgast markmiðið, það er að velja bestu vöruna út frá sjónarmiði heilsu, umhverfis og jafnvel félagslegum aðstæðum sem í daglegu tali eru nefnd sjálfbær þróun.

Viðmiðin ...

Þegar frost er farið úr jörðu þarf að bíða þangað til að moldin nær að verða 5-7 stiga heit annars spíra fræin ekki. Sumir setja áburð í beðin á haustin og breiða svart plast yfir, þá hitnar moldin fyrr. Stundum finnast kartöflur frá fyrra ári þegar stungið er upp eða smáfíflar sem hægt er að steikja á pönnu, bæði blöðin ...

Fátt er skemmtilegra en að fara í tjaldútilegu og njóta náttúrunnar beint í æð í góðra vina hópi. Á Íslandi má tjalda við aðalvegi og á óræktuðu landi yfir nótt. Á ræktuðu landi í einkaeign þarf leyfi. Ef tjöldin eru fleiri en 3 þarf leyfi, einnig ef tjalda á í fleiri en 3 nætur.
Að jafnaði er leyfilegt að tjalda ...

Það getur verið umhverfisvænna að ferðast innanlands en fljúga yfir hálfan hnöttinn. Taktu þér tíma til að kynnast undrum íslenskrar náttúru, upplifa landið. Tilvalið er að blanda saman bílferðum, hjólreiðum og gönguferðum. Mundu bara að ganga vel um landið þitt og skilja við það eins og þú komst að því.

Á vorin er gott að safna jurtum í te og seyði. Á sumrin má búa til úr þeim olíur, tinktúrur, krem, ilmsápur, jurtapúða og augnhlífar. Eins má leyfa jurtunum að státa sínu fegursta ósnertum og ljósmynda þær, teikna þær og merkja inn vaxtarstaði. Það má yrkja um þær ljóð og það er afar gefandi að hugleiða á jurtirnar og biðja ...

Einn af eiginleikum ætihvannarinnar er að vinna gegn öndunarerfiðleikum og hósta. Einfalt og skemmtilegt er að gera hvannarhóstatöflur sjálfur. Maður tekur hvannar-stöngul og sker langsum, treður í glerkrukku og hellir flórsykri yfir, eins mikið og hægt er að troða í krukkuna. Látið liggja í 2-14 daga. Hristið af og til. Stönglarnir eru síðan teknir upp úr krukkunni, vökvinn þykktur með ...

Fjaran getur verið reglulega skemmtilegur staður til að eyða deginum með fjölskyldunni. Gaman er að taka með fötu til að tína það sem þið finnið í fjörunni svo sem skeljar, þara og viðarbúta sem rekið hafa á land og fallega steina. Einnig má taka með bækur um fjöruna, skeljar, fiska eða steina og skoða hvað það var sem þið funduð ...

Allir leiðast og ganga í hring og syngja textann hér að neðan. Einn grúfir sig niður í miðjum hringnum. Áður en leikurinn hefst fær einn hring sem hann geymir í lófa sínum. Þegar lagið endar rétta allir fram hendur með kreppta hnefa. Sá sem „er hann“ fær 3 tilraunir til að finna hringinn. Ef hann finnur hann ekki grúfir hann ...

19. apríl 2010

Besta leiðin til að sporna gegn gróðurhúsaáhrifum er að „rækta skóg“. Hægt er að ná koltvíoxíði úr andrúmsloftinu með því að binda það í skógrækt. Með kælingu má einnig binda koltvíoxíð niður og dæla því niður í djúp jarðlög undir hafsbotninum. Einnig er mögulegt að frysta það og sökkva niður í hafið þar sem ísklumparnir leysast síðan hægt upp. Allar ...

Samkvæmt tölum frá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar er 60% ferða á bíl innan við 3 kílómetrar. Af hverju ekki að taka fram hjólið og hjóla þessar stuttu vegalengdir í stað þess að keyra þær, mundu bara að vera á vel útbúnu hjóli og nota hjálm. Þú getur einnig nýtt þér almenningssamgöngur eða verið samferða öðrum, sameinast í einn bíl. Með þessu móti ...

Áður en farið er út í það að fá sér gæludýr þarf að velta fyrir sér nokkrum hlutum: Hefur þú tíma fyrir gæludýrið? Mjög vel þarf að sjá um öll dýr, fugla og fiska sem ketti og hunda. Mikilvægt er að þau séu á góðu og fjölbreyttu fæði. Þau þurfa einnig mikla hreyfingu og félagskap. Útivera er mikilvæg fyrir öll ...

Sólin er stjarna í miðju sólkerfi okkar. Jörðin snýst á sporbaug í kringum sólina. Hiti og ljós sem frá sólinni stafa viðhalda nánast öllu lífi á jörðu.
Um 74% af massa hennar er vetni, 25% er helíum. Sólin er talin vera um 4,5 milljarða ára gömul, og er um það bil komin hálfa leið í gegnum líf sitt, þar ...

Á Íslandi eru starfandi fjölmörg umhverfis- og náttúruverndarfélög og grasrótarsamtök: NSÍ-Náttúruverndarsamtök Íslands, NV-Náttúruverndarsamtök Vesturlands, NAUST-Náttúruverndarsamtök Austurlands, SUNN-Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi NSS-Náttúruverndarsamtök Suðurlands, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands, NVV-Náttúruverndarsamtök Vestfjarða, Landvernd, Náttúruvaktin, Íslandsvinir, Framtíðarlandið, Saving Iceland, Sól á Suðurlandi, Sól í Straumi, Sól á Suðurnesjum, Sól í Hvalfirði, Sól í Flóa o.fl.

Hvernig væri að halda dagbók um fríið í sveitinni? Hvernig er veðrið, hvert er hitastigið, hvaða dýr sjáið þið, hvaða jurtir og blóm finnið þið, hvar farið þið um, sjáið þið læki, fjöll, ár, vötn, hraun eða fossa? Skrifið um hvernig upplifunin er og/eða teiknið það sem kemur í hugann og það sem fyrir augun ber. Að halda dagbók ...

18. apríl 2010

Það sem áður var skilgreint sem úrgangur eða rusl er í dag hráefni eða auðlind fyrir aðra framleiðslu. Úrgangur og rusl er ekkert annað en auðlind á villigötum. Næstum allt er hægt að endurnota eða endurvinna en best er að forðast að kaupa „rusl“. Flest sveitarfélög taka á móti helstu endurvinnsluflokkum og er þar stuðst við Fenúrflokkana. Með skipulagi heimafyrir ...

18. apríl 2010

Blóðberg er mjög vinsæl kryddjurt (timjan). Blóðbergið er mest notað gegn flensu og kvefi, sérstaklega lungnakvefi og öðrum lungnasjúkdómum þar sem þarf að eyða sýklum og losa um slím. Blóðberg er einnig mjög gott við ýmsum meltingarsjúkdómum, s.s. maga- og garnarbólgu. Blóðberg linar krampa í meltingarfærum og er þá gjarnan notað með öðrum jurtum. Sterkt te af jurtinni, drukkið ...

Að taka slátur er hefð sem hefur verið þekkt lengi hér á landi. Venjan var að nýta allan innmat, blóð, lifur og mör í slátrið. Til eru tvær tegundir af slátri, lifrarpylsa og blóðmör. Það getur verið skemmtilegt að taka slátur. Hér eru tvær einfaldar uppskriftir: Blóðmör: 1 l blóð, 4 dl vatn, 1 hnefi gróft salt,100 gr haframjöl ...

Kartöflugrös eru viðkvæm og falla við fyrsta frost. Talið er þó að kartöflurnar sjálfar geti þroskast í moldinni í eina tíu daga eftir að grösin eru fallin svo það er engin ástæða til að óttast. Sumir þurrka kartöflurnar úti, en þó ekki beint í sól, og geyma síðan óþvegnar, en helst í kulda. Aðrir þvo kartöflurnar, þurrka og láta í ...

Rabbabarasulta: 1 kg rabbabari, 800 gr hrásykur. Rabbabarinn er settur í pott og sykurinn ofan á og látinn standa þar til sykurinn er bráðnaður að mestu. Sultan á svo að sjóða við vægan hita þar til hún fer að dökkna. Hrærðu af og til í pottinum. Eftir því sem hún sýður lengur verður hún dekkri og þykkari. Bláberjasulta: 500g bláber ...

Berjaflóran er alltaf að aukast með hlýnun loftslagsins. Ef ekki í villtri náttúrunni þá í görðunum. Skjólið leyfir okkur að reyna við hindber og stikilsber, bláberjarunna og sólber sem gefa mikið af sér og stór matarmikil jarðarber. Því sem ekki er hægt að torga af berjum, það má frysta. Velta berjunum upp úr svolitlum sykri milli tveggja skála og lausfrysta ...

Sveppir eru dularfullar lífverur og eiginlega þarf sveppatínslumaðurinn að komast í andlega snertingu við sveppina. Sveppir vaxa ekki bara si svona heldur í sambýli við annan gróður. Sveppir með svampbotni þykja bestir matsveppir hér á landi. Lerki- og furusveppir eru auðfundnastir og áhættuminnstir fyrir byrjendur og auðvelt að þekkja vaxtarstaði þeirra. Þegar nóg er af sveppum má henda stilk og ...

Í heiminum eru til um 10 þúsund tegundir grasa. Meðal þeirra eru korntegundirnar hafrar, rúgur, hveiti, bygg, hrís og maís. Fyrir um 10 þúsund árum byrjaði fólk að hagnýta sér þessar tegundir til matar, þegar það uppgötvaði gæði fræjanna. Frá þeim tíma hafa þessar tegundir verið ein meginstoð í mat manna. Allt frá landnámi hefur þurrt hey verið nýtt sem ...

Á haustin má finna jurtir í te eða seyði þó blómgunartíminn sé liðinn hjá. Í náttúrunni blómstrar beitilyngið ævinlega seint og aðrar lyngtegundir eru fínar líka birkilauf og víðibörkur. Ágætt er að leita eftir rjúpnalaufi og aðalbláberjalyngi. Í garðinum er sjálfsagt að koma sér upp piparmyntu sem er seinvaxin. Morgunfrú, kamilla og valurt sem hefur verið klippt ofan af um ...

Rafmagnstækjum fjölgar sífellt á heimilum landsins. Um 10% raforkunotkunar heimilistækja fer oft á tíðum í svokallaða biðstöðu eða „Stand by" notkun. Hafa ber í huga að í biðstöðu eyða rafmagnstæki orku án notkunar. Tæki í biðstöðu skila engu til notenda nema hærri rafmagnsreikningi. Biðstaða tækja er oft kölluð rafmagnsleki enda seytlar hægt og bítandi út raforka engum til gagns. Auðveldasta ...

18. apríl 2010

Reynirinn er helgasta tré landsins og sé mikið um reyniber og þau dökkrauð táknar það harðan vetur. Einirinn er einnig helgur og tengist sólstöðum. Ef einir er brenndur í húsi hreinsast andrúmsloftið. Ekki má hafa reyni í skip nema einir sé þar einnig. Birkið er sótthreinsandi og því er það notað til að hýða sig með í gufuböðum. Furan er ...

Af loftinu má svo veður marka „Sjáist fjallatindar klárir og skýlausir öndverðan vetur og fram um jól, boðar mildan vetur. Sýnist sólin oft rauð eftir sólhvörf á vetrum, boðar það frostasaman og vindsvalan vetur. Það sama merkja dökkir og grænir hringar um sólina öndverðan vetur. Það sama merkir grænn eða gulleitur litur sólar og þó helst að vetur muni snævi ...

Tunglið er eini fylgihnöttur jarðarinnar. Fjarlægðin til tunglsins er um 384.403 km eða 9,6 sinnum ummál jarðar. Tunglið snýr alltaf sömu hlið að jörðinni og fer einn hring umhverfis hana á u.þ.b. einum mánuði enda heitir mánuðurinn í höfuðið á tunglinu sem er einnig kallaður máni. Máninn lýsir upp nóttina og mætti því kalla hann sól ...

18. apríl 2010

Norðurljós er ljósfræðilegt fyrirbrigði sem einkennist af litríkum dansi ljóss á næturhimninum. Ljósin orsakast af samverkun hlaðinna einda úr sólvindi og efri lögum andrúmslofts jarðarinnar. Þegar slík ljós myndast á suðurhvelinu er þau kölluð suðurljós en norðurljós á norðurhvelinu. Ljósin sjást vel á Íslandi á veturna.

Markmiðið með sanngirnisvottun er að:

  • Tryggja að vinnufólk og ræktendur fái sanngjörn laun fyrir vinnu sína.
  • Vinna gegn misrétti vegna kyns, hörundslitar eða trúar.
  • Vinna á móti barnaþrælkun.
  • Hvetja til lífrænnar ræktunar.
  • Styðja lýðræðisþróun um leið og fólk fær gæðavörur.

Alþjóðlegt merki sanngirnisvottunar gengur undir ýmsum nöfnum, eftir þjóðum s.s.: „Max Havelaar“, „Fair Trade“ og „Transfair“. „Hand in hand ...

18. apríl 2010

Strekkjandi andlitsmaski:
Andlitsmaskinn inniheldur einungis létthrærða eggjahvítu. Látið maskann virka í u.þ.b. 20 mínútur og liggið í leti á meðan.
Andlitsmaski gegn þreyttri og þurri húð:
Takið eina eggjahvítu og bætið við örlitlum sítrónusafa. Bætið hægt og rólega ólífuolíu út í og hrærið þangað til að blandan er orðin kremkennd. Berið á vel þvegið andlitið og þvoið af ...

18. apríl 2010

Það borgar sig að flokka sorp og endurvinna. En endurvinnsla er ekki aðeins fólgin í að flokka og fara með til endurvinnslustöðva. Það má líka endurnýta heima og búa til skemmtilega hluti úr „ruslinu“ eins og t.d. skrín.

Þú þarft: Tómar fernur, klæðisbút eða skrautpappír, lím og skæri, perlur eða annað skraut.

Klipptu ofan af fernunni og þá er ...

Eitt stærsta vandamál nútímans er losun gróðurhúsalofttegunda. Ástæðan er sú að gróðurhúsalofttegundir í andrúmsloftinu eins og koltvíoxíð, metan og vatnsgufa valda því að sá varmi sem berst frá sólinni endurkastast ekki aftur út í geiminn, heldur safnast upp í andrúmsloftinu. Þannig myndast eins konar gróðurhús utan um jörðina.
Meðalhiti jarðar hefur þegar hækkað um 0,7°C frá því fyrir ...

Staðreyndir um nagladekk:
Nagladekk spæna upp malbikið á götunum og skapa svifryksmengun. Í sumum dekkjum eru einnig hættuleg efni sem geta borist út í umhverfið. Það er því betra fyrir umhverfið og heilsu okkar allra að nota harðkornadekk, harðskeljadekk eða heilsársdekk frekar en nagladekk. Það á ekki að vera nauðsynlegt að aka á nagladekkjum ef aksturinn er aðallega innanbæjar.

Gæludýr þurfa fjölbreytt og næringarríkt fóður. Tilbúið gæludýrafóður er ekki endilega nóg. Lestu þig til um hvað þú mátt gefa gæludýrinu þínu annað. Fóðrið sem selt er hér á landi er laust við öll eiturefni, þó er alltaf ráðlagt að lesa innihaldslýsingu. Matvælastofnun hefur eftirlit með innfluttu og innlendu gæludýrafóðri. Gættu þess að gæludýrið þitt fái nóg af vítamínum. Hægt ...

Venjulegur bíll losar krabbameinsvaldandi efni út um púströrið. Á meðal þeirra eru efni eins og tólúen, bensen, formaldehýð og PAH-efni. Það er því afar óhollt að anda því að sér sem frá bílnum kemur. Um er að ræða svipaða samsetningu efna og er í tóbaksreyk. Hægt er að velja bíla sem losa minna af eiturefnum og eyða minna t.a ...

18. apríl 2010

Á löngum köldum vetrum vill kvef oft staldra lengi við og angra okkur. Gott ráð við þrálátu kvefi er að skera nokkrar lauksneiðar og setja á disk og leyfa þeim að vera á náttborðinu yfir nóttina.
Hvítlaukur er mikið notaður sem lækningajurt. Eyrnabólgur má oft lækna með því að setja sneiðar af hvítlauk í grisju og leggja við eyrun. Hvítlaukur ...

A síðu Information is Beutyful skemmta menn sér við að setja tölfræðileg gögn fram með sjónrænum hætti. Hér getur að líta túlkun þeirra á útstreymi koltvísýrings. Annarsvegar frá flugsamgöngum i Evrópu á góðum degi og hinsvegar fra gosinu i Eyjafjallajökli og þeim samdrætti sem það veldur i mengun vegna stöðvunar flugsamgangna. Gosið er því á vissan hátt verulega umhverfisvænt. Þess ...

Eyjafjallajökull er eldkeila og svipar þar með til fjalla eins og Fuji eldfjallsins í Japan og til Mt. St.Helens í Bandaríkjunum. Fyrir gosið nú þakti um 80 km2 jökull eldfjallið og er Gígjökull stærstur þeirra skriðjökla er skríða niður úr meginjöklinum. Gígurinn í toppi fjallsins er um 2,5 km í þvermál. Gosefnin sem koma upp úr Eyjafjallajökli eru ...

Eins og úti í hinni villtu náttúru þá eiga sér hér á vef Náttúrunnar einnig umbreytingar stað. Við erum að ljúka við að tengja efni og lagfæra villur á nýju útgáfunni svo það má vera að furðulegir hlutir gerist en það stendur allt til bóta.

Sleðinn er farartæki hins góða. Jólasveinninn kemur á sleða og gerir okkur fært að ferðast yfir freðna jörð.

Hann býr yfir ævintýraljóma því hann kemst svo hratt yfir og getur jafnvel flogið með okkur á vit ævintðýranna.

Eldsneytisnotkun er gefin til kynna með mismunandi einingum sem getur skapað vandamál þegar bornar eru saman vörur. Hér er um að ræða lítra, kW eða kWst.

Sem dæmi má nefna:

  • Eldsneytisnotkun bifreiða er mæld í lítrum á 100 km.
  • Eldneytisnotkun véla er oft mæld í kWst eða bara kW
  • Eldsneytisnotkun sláttuvéla er mæld i kW
  • Eldsneytisnotkun vöruflutninga er oft mæld ...

Hvað býr að baki lífefldri ræktun?

Námskeið um lífeflda ræktun verður haldið á Sólheimum í Grímsnesi  dagana 9 .- 11. apríl.
Hollendingurinn Henk-Jan Meyer heldur fyrirlestra á ensku. Vettvangsferðir í Skaftholt sem byggir starf sitt á lífefldri ræktun.

Upplýsingar um námskeiðsgjald og gistingi í síma 486 6002 & skaftholt@simnet.is.

Sjá nánar um námskeiðið á skaftholt.is.

www.mannspeki.is ...

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur falið Umhverfisstofnun að kanna hvernig staðið hefur verið við þau skilyrði sem umhverfisráðuneytið setti í úrskurði um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar í desember 2001.

Í úrskurði ráðuneytisins var fallist á framkvæmdina með 20 tölusettum skilyrðum sem var ætlað að draga úr umhverfisáhrifum virkjunarinnar. Framkvæmdaraðila var falið að sjá til þess að skilyrðunum yrði fullnægt. Rekstur virkjunarinnar ...

Náttúran.is vinnur nú að gerð græns bókhaldskerfis fyrir heimili og smærri fyrirtæki til ókeypis afnota fyrir alla. Landsvirkjun tekur þátt í kostnaði við verkið ásamt ríkissjóði sem úthlutaði verkefninu styrk á fjárlögum 2010. Græna bókhaldið er unnið af Náttúruteyminu, Landsvirkjun og öðrum sérfræðingum og verður aðgengilegt hér á vefnum innan tíðar.

Náttúran.is þakkar kærlega fyrir stuðninginn!

Um áramótin var Lárus Vilhjálmsson, áður varaformaður Framtíðarlandsins, ráðinn framkvæmdastjóri Landverndar, en samtökin hafa verið án framkvæmdastjóra síðan Bergur Sigurðsson lét af störfum fyrir þingkosningarnar sl. vor er hann settist á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi. Bein stjórnmálaþátttaka þótti ekki sæma starfi framkvæmdastjóra og kaus Bergur því að hætta störfum. Landvernd hefur því lotið framkvæmdastjórnar stjórnarforrmannsins Björgólfs Thorsteinssonar ...

Á bandaríska vefnum Treehugger er grein um stöðu kortagerðar á sviði umhverfismála. Bent er á 22 kort sem öll hafa það sameiginlegt að gefa yfirsýn yfir eitt eða fleiri atriði sem geta hjálpað okkur að sjá, skilja og taka þátt í að við högum okkur af meiri ábyrgð gagnvart umhverfinu en hingað til hefur verið raunin. Eitt af kortunum er ...

Árið 2010 er gengið í garð. Miklar blikur eru á lofti í vestrænu samfélagi. Hagkerfið hefur nötrað og ýmislegt óhreint hefur skotið upp kollinum í hinum besta allra heima. Eða er það samfélag sem við höfum búið við hið besta sem völ er á? Hver er skilgreiningin á gæðum samfélagsins? Við höfum nú séð ókosti þeirra viðmiða og markmiða sem ...

Náttúran.is skoraði fyrir þarsíðustu áramót á söluaðila flugelda á landinu öllu (sjá áskorunina) að sýna ábyrgð og taka það upp hjá sér að upplýsa viðskiptavini sína um umhverfisáhrif er af flugeldum og blysum hljótast og hvetja til réttrar meðhöndlunar á því mikla magni úrgangs sem hlýst af sprengigleði landans. Því er skemmst frá að segja að margir dyggir stuðningsmenn ...

Kæri Náttúrunnandi

Vefurinn Náttúran.is hefur sannarlega haldið mér og mínu samstarfsfólki á iði á síðastliðnu ári. Viðhorfin eru önnur en fyrir ári síðan. Umhverfismál eru ekki lengur sérviskumálefni sem fólk hváir yfir að við séum að eyða öllum tíma okkar í heldur eru þau nokkuð sem enginn getur lengur lokað augunum fyrir og þykja meira að segja spennandi. Það ...

Eins og nafnið bendir til þá eiga vetrarsólstöður sér andsvar í sumarsólstöðum. Þessar hátiðir hafa reyndar notið minni virðingar í seinni tíð borgarmenningar þar sem tengslin við náttúruna hafa minnkað. En þeir sem lifa í tenglsum við náttúruna eru mjög meðvitaðir um þessa póla á hringferli ársins. Við hér á Íslandi erum líka nákomin þeim þar sem þeir tákna hámark ...

21. desember 2009

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Um 25 þúsund manns taka nú þátt í kröfugöngu fyrir því að árangur náist á Loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn. Gengið er frá Kristjánsborg niður Amager að Bella Center þar sem ráðstefnan er haldin.

Á kröfuskiltunum má lesa hvað fólkið vill vekja athygli á en bæði einstaklingar, félög, samtök og baráttuhópar af ýmsum toga taka þátt í kröfugöngunni.

Sjá vef Loftslagsráðstefnunnar COP15 ...

Hér á Náttúrumarkaðinum getur þú keypt gjafir og við sendum þær hvert á land sem er. Þú fyllir einfaldlega út nafn og heimilisfang þess sem á að fá gjöfina sem viðtakanda og málið er afgreitt. Ef þú óskar eftir því að viðkomandi fái sendan netpóst um að gjöf sé á leiðinni eða þú vilt að gjöfin verði send af stað ...

08. desember 2009

Sveitarfélög viða á landinu hafa undanfarin ár sótt jólatré á ákveðna safnstaði. Jólatré höfuðborgarbúa verða sótt í hverfin dagana 7.-14. janúar en borgarbúar eru hvattir til að setja tré sín á áberandi staði utan lóðamarka sinna þannig að auðvelt sé að sjá þau. Einnig er hægt að koma trjám beint á endurvinnslustöðvarnar.

Nokkuð hefur verið um það að „beinagrindur ...

Þrjár tegundir af „Lífsklukkum“ frá Lumie eru nú komnar á Náttúrumarkaðinn hér á vefnum.

Þær eru; Útvarps-Lífsklukkan, Gæða-Lífsklukkan og Barna-Lífsklukkan.

Læknisfræðilegar rannsóknir hafa sýnt fram á að notkun á Lífsklukkunnu (eftirlíking af sólarupprás) bætir skap, dugnað, framtakssemi og gæði svefns og vöku. Hún dregur einnig sannanlega úr einkennum skammdegisþyngsla. Lumie Lífsklukkur, sem þróaðar eru af fremstu sérfræðingum Evrópu í birtumeðferð ...

Eymundur Magnússon bóndi í Vallanesi í Fljótsdalshéraði hefur á undanförnum árum plantað um milljón trjám á landi sínu í Vallanesi, mikið af þeim stafafura [Pinus contora].

Allt sem Eymundur framleiðir hvort sem eru tré, kartöflur, bygg eða grænkál er ræktað með aðferðum lífrænnar ræktunar enda ber bú hans vottun frá vottunarstofunni Túni um 100% lífræna ræktun í Vallanesi. Bygg, olíur ...

Á Náttúrmarkaðinum hér á vefnum eru nú hægt að kaupa sjö tegundir af sælusápum frá Sælusápum í Kelduhverfi og fá sendar beint heim.

Þær eru:
Heiðasæla,
Sveitasæla, JurtasælaRósaæla, Sjávarsæla, Skítverkasápa og Jólasæla.

Sælusápur eru handgerðar íslenskar gæðasápur úr náttúrulegum hráefnum. Uppskriftirnar eru allar hannaðar af frumkvöðlinum Guðríði Baldvinsdóttur sem er sauðfjárbóndi og skógfræðingur að mennt.
Hráefnisöflun er sem mest ...

Móðir Jörð, lífrænt vottað framleiðslufyrirtæki Eymundar Magnússon í Vallanesi á Héraði, hefur nú tekið upp nýtt merki.

Merkið er hannað af Igor hjá Designgroup Italia í Mílano.

Tilgangurinn með nýja merkinu er að senda einfaldari og skýrari skilaboð um nálægð Móður Jarðar við móður jörð, ef svo má að orði komast.

Það mun taka nokkurn tíma að skipta út umbúðum ...

Hátíðleiki jólanna er ekki sjálfgefinn og verður ekki raunveruleg upplifun nema við tökum þátt í ákveðnum menningar- og sögulega tengdum athöfnum og gjörðum sem hafa djúpa þýðingu fyrir okkur sem manneskjur, hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki. 

Tákn jólanna eru klassísk og tengjast bæði náttúrunni sjálfri og andlegum og trúarlegum hlutum, verum og hugmyndum. Táknin tala ...

Fegurð heimsins er staðreynd sem ekki verður undan vikist. Hinn náttúrlegi heimur er ægifagur í bæði sköpunarferli sínu og tortímingu. Að horfa á Snæfellsjökul á sólríkum degi með svart Búðahraunið í forgrunni skapar fagurfræðilega upplifun sem fæstir vildu fara á mis við. Jafnvel eldgosin í Heklu og logandi hraun sem renna niður hlíðar eru fögur þótt hættuleg séu. Regnskógurinn er ...

Þjóðfundurinn tókst ekki bara heldur tókst hann stórkostlega. Allt gekk eins og ekkert væri sjálfsagðara en að 1500 manns, úrtak þjóðarinnar, kæmi saman á einum stað og gæfi sér tíma til að setjast niður til að finna út úr því hvað væri það besta til handa þjóðinni.

Forsvarsmenn, skipuleggjendur og sjálfboðaliðar allir eiga heiður skilinn fyrir frábært framtak. Ef þetta ...

Hveragerðisbær hefur á undanförnum árum sýnt að áhuginn á umhverfismálum er mikill innan sveitarstjórnar og markið sett hátt, bæði í umhverfistengdum viðburðum, fráveitu- og sorpmálum sem og náttúruvernd. Bæjarstjóri Hveragerðis er Aldís Hafsteinsdóttir og mannvirkja- og umhverfisfulltrúi bæjarins er Elfa Dögg Þórðardóttir.

Nú þegar hefur vinna hafist við umsókn að Green Globe (Græna hnettinum) og fetar Hveragerðisbær þannig í fótspor ...

Sem hluta af þróun Græna Íslandskortsins hefur Náttúran tekið saman yfirlit yfir þá aðila sem bjóða upp á skipulagðar hvalaskoðunarferðir, samtals sex aðiila og falla þeir því undir yfirflokkinn „Náttúra/Land og vatn“.

Þó að ekki hafi verið til flokkur fyrir hvalaskoðun undir alþjóðlegu flokkunarkerfi Green Map þótti okkur það vera í anda vistvænnar ferðamennsku að vera með sérstakan flokk ...

Bláfáninn (Blue Flag) er umhverfismerki sem úthlutað er þeim smábátahöfnum og baðströndum sem uppfylla ákveðin skilyrði sem miða að því að auka umhverfisgæði og umhverfisvitund gesta staðanna.

Hvalaskoðunaskip og smábátar geta fengið „Bláfánaveifu“ (Blue Flag Pennant) að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Bláfánaveifur eru ekki það sama og eiginlegur Bláfáni. Bláfánaveifur eru merki fyrir þá sem hafa gefið fyrirheit um góða umgengni ...

03. nóvember 2009

Náttúran.is tekur þátt í Safnahelgi Suðurlands með sýningu og kynningum í Listasafn Árnesinga um næstu helgi.

Laugardaginn 7. og sunnudaginn 8. nóv. frá kl. 14:00-15:00 mun Anna Karlsdóttir lektor við Land- og ferðamálafræðistofu Háskóla Íslands rekja sögu Green Map verkefnisins og  segja  frá hugmyndafræði Green Map og grænkortagerðar um allan heim* og Einar Bergmundur Arnbjörnsson tækniþróunarstjóri mun ...

Samtökin Beint frá býli hlutu viðurkenninguna „Fjöreggið 2009“, verðlaun Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands (MNÍ), fyrir lofsvert framtak á matvælasviði. Þetta er í 17. sinn sem verðlaunin eru veitt og þykir mikill heiður fyrir aðila í matvælaframleiðslu að fá þau. Verðlaunin eru afhent á árlegum matvæladegi MNÍ sem að þessu sinni bar yfirskriftina „Matvælaframleiðsla og gjaldeyrissköpun“.

Hlédís Sveinsdóttir, formaður Beint frá ...

Best er að nota sparperur í stofuna en sumir velja að vera með mildari perur í stofunni og sparperur á ganginum og í geymslunni. Veldu þann möguleika á lýsingu sem þér finnst bestur. Þó svo að sparperur séu töluvert dýrari þá nota þær einungis um 15-20% af orku vanalegrar ljósaperu auk þess sem líftími þeirra er allt að 10 sinnum ...

15. október 2009

Dekkin endast lengur og þú sparar eldsneyti ef loftþrýstingi í þeim er haldið réttum. Það borgar sig því að fylgjast reglulega með loftinu í dekkjunum. Hafið gjarnan loftið 10% yfir uppgefnum mörkum (ca. 0,2 bar yfir mörkum). Upplýsingar um kjörloftþrýsting í dekkjum bílsins eiga að vera í leiðbeiningabók bílsins. Gættu þess að réttur loftþrýstingur sé einnig í varadekkinu.

Það ...

Frú Lauga er bændamarkaður eða sveitavörumarkaður sem selur Reykvíkingum og nærsveitamönnum góðar vörur frá metnaðarfullum íslenskum bændum, segir á heimasíðu fyrirtækisins. Frú Lauga er að Laugalæk 6 í Reykjavík en opnunartímar eru miðvikudaga til föstudaga frá kl. 12:00-18:00 og á laugardögum frá kl. 12:00-16:00.

Alls kyns fisk og kjötafurðir má finna hjá Frú Laugu s.s ...

IKEA hefur í hyggju að hætta að selja hefðbundnar glóperur og selja í staðinn umhverfisvænni sparperur. Dagsetning á þessu breytta fyrirkomulagi er 1. september 2010 en þá mun IKEA skipta Glöda glóperum út fyrir Sparsam orkusparandi perur og Halogen perur með skrúfgangi.

Þessi ákvörðun er í samræmi við reglugerð evrópska efnahagssvæðisins en í Ecodirective 32/2005 kveður á um að ...

Verkefnið í Ríki Vatnajökuls WOW!, matarupplifun úr hafi og haga, opnaði búð við höfnina í Höfn í Hornafirði í sumar undir heitinu „Heimamarkaðsbúð“ en þar eru til sölu staðbundin matvæli beint frá bændum úr héraðinu. Heimamarkaðsbúðin er opin á mánudögum og föstudögum frá kl. 15:00 til 19:00.

Þú getur séð alla aðila í Ríki Vatnajökuls hér og aðra ...

í dag, 22. september 2009, er Bíllausi dagurinn, lokadagur Evrópsku samgönguvikunnar. Tilgangur hans er að fá fólk til að huga að öðrum ferðamáta en með einkabílum. Fyrir fjölda fólks eru til valkostir s.s. almenningsvagnar, reiðhjól, ganga eða samflot. Nú á tímum samdráttar hefur dregið úr akstri einkabíla og aukinn áhugi er á öðrum leiðum. En það er náttúrulega ekki ...

22. september 2009

 

Bogi Jónsson sýnir myndskreyttar skráningarskýrslur í formi 100 blýants- og vatnslitateikninga af smáum sjávardýrum sem fundist hafa í fjörum að Hliði og í Fossvogi. Sýningin verður opnuð að Hliði í Álftanesi þ. 27. september og mun standa til októberloka.

Sýningin ætti að vera gott innlegg í umræðuna um verndun náttúrufars Skerjafjarðar.

Sveitavöfflur og kakó á boðstólum.

Mynd: Ein af myndum ...

Fyrirtækið Te & Kaffi hefur fyst íslenskra fyrirtækja tekist að fá Fair Trade vottun (sanngirnisvottun, einnig þýtt sem réttlætismerking) á vöru hér á landi.

Kaffihrábaunir sem upprunanlega eru ræktaðar á grundvelli Fair Trade má ekki selja unnar (brenndar, malaðar og pakkaðar) sem slíkar án þess að framleiðsluyrirtækið sjálft fái leyfi FLO Fairtrade Labelling Organization til að merkja vöru sína sem ...

Í dag er vekjaraklukkan stillt á „Climate wake-up call“ um víða veröld en tilgangurinn er að fá þjóðir heims til að sameinast í átaki sem hvetja á þjóðarleiðtoga heims til ná samkomulagi um aðgerðaráætlun gegn loftslagsbreytingum á CP15 lofslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn í desember næstkomandi.

Á Íslandi hefur verið tilkynnt um 6 uppákomur, tvær í Reykjavík, eina á Akureyri, eina á ...

Velkomin í sveitina!
Með Opnum landbúnaði gefst almenningi tækifæri á að heimsækja bóndabæi og kynna sér þau störf sem unnin eru í sveitum landsins. Merki Opins landbúnaðar er ekki vottun sem slík heldur merki sem auðkennir öll býlin sem eru í samstarfi við Bændasamtök Íslands undir nafni Opins landbúnaðar. Þau eru þversnið af íslenskum landbúnaði í dag. Allir bæirnir hafa ...

20. september 2009

Ógnin sem stafar af loftslagsbreytingum er eitt aðalviðfangsefnl Avaaz samtakanna sem standa fyrir uppákomum og undirskriftasöfnunum og hvetja til þátttöku sem flestra til að berjast fyrir agðerðum „með“ loftslaginu.

Á mánudaginn er blásið til „Climate wake-up call“ eða vitundarvakningar um lofslagsmál. Næstum alls staðar í heiminum er blásið til aðgerða.

Það er ekki lengra síðan en janúar 2007 að margir ...

The Carbon Trust er kolefnissjóður sem settur var á laggirnar af bresku ríkisstjórninni árið 2001 en starfar sem sjálfstætt fyrirtæki. Sjóðurinn hefur það að markmiði að hvetja til minnkunar á losun kolefnis CO2 og vinna með samtökum og fyrirtækjum að þróun tækniaðferða sem geti stuðlað að minnkun kolefnislosunar í atvinnulífinu.

sjá nánar á vef Carbon Trust.

16. september 2009

GEN, Global Ecolabeling Network eru alþjóðleg samtök umhverfismerkinga. Umhverfismerki sem vottuð eru af þriðja aðila eru trygging neytenda fyrir áreiðanleika og faglegum vinnubrögðum, slík merki eru aðilar að GEN.

Á Norðurlöndunum og í Evrópu eru Svanurinn , Blómið og Blái engillinn dæmi um áreiðanlegar merkingar neytendum til handa. Sambærilega merkingar fyrirfinnast alls staðar í heiminum og gegna sama hlutverki; að vera ...

16. september 2009

Matur úr Eyjafirði/Matur úr héraði – Local food er félag sem vinnur að framgangi eyfirskrar matarmenningar í víðum skilningi. Verkefnið byggist á hugmyndafræði hægrar matarmenningar - Slow Food og er afrakstur klasasamstarfsi ýmissa aðila í matvælaframleiðslu, veitingarekstri og ferðaþjónustu í Eyjafirði. Merkið er ekki vottun sem slík en auðkennir svæðisbundna framleiðslu og þjónustuframboð þeirra sem taka þátt í verkefninu.

Sjá aðila ...

16. september 2009

Íslendingar rækta nú fjölbreytilegar kartöflutegundir í meira mæli en áður.
Blálandsdrottningin er lifnuð af þyrnirósasvefni sínum og búin að eignast marga félaga.

Mynd: Kartöfluyrki úr uppskeru Hildar Hákonardóttur. Eftir klukkunni (byrja á 1)  - 4 íslenskar genabanka gular,  6 rauðar úr íslenska genabankanum, bláar úr útsæðið frá Ferjubakka í Flóa, gullauga úr keyptu útsæði, dökk bláar frá Áshóli í Grþtubakkahreppi, rauðar ...

Sveitarfélagið Ölfus auglýsti þ. 20 ágúst sl. um breytingu á aðalskipulagi 2002-2014 vegna Bitruvirkjunar, Hellisheiðavirkjunar, iðnaðarsvæða við Þorlákshöfn og Gráuhnúka, niðurfellingu flugvallar, breytingar á vatnsverndarmörkum og akstursíþróttasvæðis, samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, m.s.br.

Vorið 2008 átti sér stað hatrömm barátta gegn skipulagstillögum sem þá lágu fyrir um Bitruvirkjun sem enduðu með því að Orkuveita ...

Fyrir síðustu jól kom út bókin „Uppeldi fyrir umhverfið“ eftir Susannah Marriott hjá Bókaútgáfunni Sölku en þau Gunnar Sigvaldason og Katrín Jakobsdóttir, nú menntamálaráðherra, þþddu bókina í sumarfríinu sínu á sl. ári. Bókin kom fyrst út á Stóra Bretlandi og heitir „Green babycare“ á frummálinu.

Bókin er vel hönnuð og aðgengileg, góð „handbók fyrir ný bakaða foreldra, ömmur og afa ...

Nýlega birtist á forsíðu vefs Höfuðborgarstofu visitreykjavik.is stöðugur tengill inn á gagnvirkt Grænt Reykjavíkurkort Náttúrunnar í enskri útgáfu en kortið tekur borgarumhverfi Reykjavíkur sérstaklega fyrir.

Nú er unnið að því að bæta 25 flokkum við kortið, þáttum sem eru hluti af grænu hagkerfi, náttúrunni, menningunni og þeim stoðkerfum samfélagsins sem hafa með sjálfbæra þróun að gera. Græna Reykjavíkurkortið er ...

Nokkur samtök, og félög hafa kært til Umhverfisráðherra leyfi sem Umhverfisstofnun veitti ORF Lífætkni hf. til sleppingar erfðabreytts byggs á tiraunareit við Gunnarsholt 22. júní s.l.

Að kærunni standa Dýraverndunarsamband Íslands, Mavæla og veitingafélag Íslands, Náttúrulækningafélag Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðurlands, Neytendasamtökin, samtökin Slow Food Reykjavík og Verndun og ræktun – félag framleiðenda í lífrænum búskap.

Í kærunni eru taldar til margar ...

08. september 2009

Þann 31. ágúst s.l. kvað samgönguráðuneytið upp úrskurð þess efnist að 6. gr. samkomulags sveitastjórnar Flóahrepps við Landsvirkjun standist ekki lög. Það er sú grein sem kveður á um greiðslur Landsvirkjunar fyrir vinnu sveitarsjórnar vegna skipulags. Þessi mál hafa verið mikið í umræðu síðustu daga en þessi úrskurður hefur ekki farið hátt.

Fleiri slík mál hafa vakið umræðu í ...

04. september 2009

Fimmtudaginn 3. september hefst vetrardagskrá Fuglarverndar með fyrirlestri Gunnars Þórs Hallgrímssonar og Jóhanns Óla Hilmarssonar en þeir munu segja frá fuglalífi og mannlífi á Ammassalik svæðinu og við Zackenberg á norðaustur Grænlandi.

Fyrirlesturinn er haldin í húsakynnum Kaupþings í Borgartúni 19 og hefst klukkan 20:30.

Sjá nánar á vef Fuglaverndar.

Skilgreining á íslensku grænmeti er:

Íslenskt grænmeti er grænmeti, sveppir og krydd sem ræktað er upp af fræi/grói á Íslandi. Íslensk jarðarber eru jarðarber af plöntum ræktuðum á Íslandi af smáplöntum eða órótuðum græðlingum.

Eins og sést af ofangreindri skilgreiningu hefur verið erfitt fyrir íslenska neytendur að velja „íslenskt grænmeti“ umfram erlent vegna þess að ekki var skilda að ...

Töðugjöld voru haldin í blíðskaparveðri í Viðey í dag en eitt af atriðum Töðugjaldanna í ár var uppskriftasamkeppnin „Viðeyjarhnossgæti“.

Hlutskarpast þátttökurétta voru kúmenpönnukökur en í öðru sæti voru rúg- og kúmen brauðstangir en í þriðja sæti rabarbarasulta nokkur gómsæt.

Eina skilyrðið fyrir þátttöku matarrétta til Viðeyjarhnossgætiskeppninnar var að a.m.k. hluti hráefnis væri úr ræktaðri eða villtri flóru Viðeyjar ...

Páll Steingrímsson vann á dögunum til verðlauna á Japan Wild Life Film Festival fyrir kvikmynd sína Undur vatnsins.

Páll hefur um áratugaskeið unnið að kvikmyndum, flestum nátengdum náttúrunni og umhverfisbaráttu. Mörg verk hefur Páll unnið með konu sinni Rúrí og eru vatnaverkin orðin æði mörg sem Páll hefur komið nálægt. Páll hefur með starfi sínu sem kvikmyndagerðarmaður og náttúruverndarsinni lagt ...

Villt jarðarber [Fragaria vesca) vaxa hér á landi, einkum á suður- og suðvesturlandi. Garðajarðarber fást hjá garðyrkjustöðvum og auðvelt er að koma plöntunum til hér á landi en þær fjölga sér ört með sprotum sem skríða með jörðu og skjóta rótum. Ekki sþst líður þeim vel í köldum gróðurhúsum.

Jarðarberjajurtin gefur ekki af sér ber fyrsta árið en þeim mun ...

Ný framleiðsla Fíflasíróp, er nú komið í sölu hér á Náttúrumarkað en fíflasírópið er unnið úr blómum túnfífilsins [Taraxacum officinale].

Fíflasíróp (Dandelion syrup) er þekkt í flestum löndum heims og vinsælt viðbit t.d. með ostum en ekki er okkur kunnugt um að nokkur hafi hafið framleiðslu á fíflasírópi hér á landi fyrr en nú. Fífillinn er þó ein allra ...

Guðrún Ásgerður Steingrímsdóttir var valin Handverkskona ársins á Handverkshátíðinni að Hrafnagili nú fyrr í mánuðinum. Guðrún vinnur verk sín að mestu úr horni og beinum auk annars náttúrulegs efniviðs svo sem ull og skinni. Guðrún hefur fullkomnað handverk sitt jafnt og þétt en hún fór fyrst á námskeið hjá dananum Sören Nordenkjær árið 1993 til að læra að vinna úr ...

Þann 19. mars 2008 var auglýst tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2002-2014, sem náði m.a. til virkjanasvæða við Hverahlíð og Bitru. Fjöldi athugasemda barst við auglýsta tillögu og nær allar vegna fyrirhugaðs virkjanasvæðis við Bitru. Vegna aðstæðna sem þá voru, ákvað Sveitarfélagið Ölfus að fresta aðalskipulagi á því landsvæði sem tekur til Bitruvirkjunar og var svæðið auðkennt sérstaklega ...

Vertu velkomin á Vesturgötu 12 á Menningarnótt*, þar verður íslenska kartaflan í aðalhlutverki. Björg í bú ehf. er rekið af 5 vöruhönnuðum sem vinna að matarhönnun og þróun afurða úr íslensku hráefni.

Kaffi á könnunni og hlýjar móttökur.

Vinnustofan er staðsett þar sem Nornabúðin var, á Vesturgötunni, fyrir ofan gamla Naustið.

*Menningarnótt verður haldin hátíðleg í Reykjavík næstkomandi laugardag ...

Rithöfundurinn Jane Plant sem hefur skrifað fjölmargar bækur um mataræði og áhrif þess á ýmis heilsuvandamál heldur tvo fyrirlestra í Reykjavík þann 11. ágúst n.k.

Kl. 12 verður fyrirlestur á Háskólatorgi er eru það Miðstöð í lþðheilsuvísindum og Krabbameinsfélagið Framför sem bjóða á fyrirlestur Prófessor Jane Plant um tengls mataræðis og krabbameins, með áherslum á blöðruhálskyrtilskrabbamein og brjóstakrabbamein.

Hún ...

Náttúran.is hefur nú annað árið í röð látið merkja sér EarthPositive™ stuttermaboli en við fyrstu innkaup hér á Nátttúrumarkaði yfir 7.000 IKR netto fylgir bolur með sem gjöf. Bolirnir eru til í mismunandi stærðum og þremur litum, bæði fyrir dömur og herra. Einnig er hægt að kaupa bolina staka. Sjá gjafavörudeildina.

Hvað er EarthPositive?
EarthPositive™ er byltingarkennd græn ...

Birt hefur verið fyrsta áfangaskýrsla um mat á arðsemi orkusölu til stóriðju sem Sjónarrönd hefur unnið að beiðni fjármálaráðuneytis. Að mati skýrlsuhöfunda er fjórðungi rannsóknarinnar lokið. Niðurstöður eru engu að síður sláandi og styðja svo um munar rök þeirra sem gagnrýnt hafa stóriðjustefnu og orkusölu henni tengdri.

Helstu niðurstöður höfnda eru: 

  • Samanburður á arðsemi orkufyrirtækja og arðsemi i ...

Kaffi Hvönn er nýtt kaffihús starfrækt við Norræna húsið í Reykjavík en kaffihúsið opnaði á þjóðhátíðardaginn þ. 17. júní sl. Í gróðurhúsinu er hægt að tilla sér niður og njóta stórkostlegs útsýnis yfir mýrina og þar er hlýtt sama hvernig viðrar!

Umhverfis Kaffi Hvönn er matjurtargarður sem settur hefur verið upp sem eldhúsgarður fyrir Norræna húsið en val jurta í ...

Græna kortið hefur verið tilnefnt til verðlauna INDEX*– Design to improve Life, í flokknum social networks fyrir árið 2009. Þá hefur opna græna kortið Open Green Map (www.opengreenmap.org) verið tilnefnt til  alþjóðlegu hönnunarverðlaunanna í flokknum Community. Sjá nánar á designtoimprovelife.dk

„Sjáðu heiminn í fersku grænu ljósi með gagnvirkum kortum sem vekja athygli á náttúru, menningu og sjálfbærum ...

Margaret Lydecker stofnandi Green Drinks heimsótti Ísland á dögunum og fengum við tækifæri til að hitta hana og kynna henni vefinn og grænu kortin okkar og fleira sem tengist umhverfismálum hér á landi. Það var mjög ánægjulegt að hitta þessa atorkukonu sem fyrir átta árum stofnaði óformlega hreyfingu sem stendur fyrir því að fólk sem áhuga hefur á að stuðla ...

Miðaldamarkaðurinn að Gásum við Eyjafjörð var opnaður síðastliðinn laugardaginn en í Gásakaupstað hinum forna, um 11 km. norðan Akureyrar er talið að viðskipti við erlenda sæfara hafi farið fram allt frá 12. til 15. aldar, áður en Akureyri varð „kaupstaður“ svæðisins.

Á undanförnum árum hefur farið fram víðtækur fornleifauppgröftur að Gásum og samfara þeim var ákveðið að endurvekja Gási sem ...

Á undirbúningstíma Kárahnjúkavirkjunar var skynsömu fólki oft hugsað til þeirra hörmunga sem hlotist gætu af uppfoki úr bökkum Hálsóns þegar minnst er í lóninu yfir sumarmánuðina. Aðgerðirnar sem talað var um að gripið yrði til hljómuðu aldrei sannfærandi, þó ekki væri nema vegna umfangs svæðisins.

Ólafur Sigurjónsson í Forsæti var á dögunum staddur við Hálslón og tók þessar myndir af ...

 

 


Í dag er íslenski safnadagurinn haldinn hátíðlegur vítt og breitt um landið. Söfn og önnur menningarsetur opna dyr sínar og bjóða mörg hver upp á sérstakar uppákomur og ókeypis aðgang í tilefni dagsins.

Um þrjúhundruð safna og menningarsetra eru um allt land og fjölbreytnin er gríðarleg. Það má fullyrða að það sé eitthvað spennandi fyrir alla á söfnum ...

„Örlandið Ísland er oft tekið sem fyrirmyndardæmi um virkjun endurnýjanlegrar orku. Næstum allt rafmagn er framleitt í jarðvarma- og vatnsaflsvirkjunum. Ég var nýlega í bíltúr á Íslandi og sá gufustrókana bera við himinn, öruggt merki um borholur á háhitasvæði. Sumir íslendingar spyrja sig hvursu lengi endurnýjanlega orkan er í raun endurnýjanleg“ en þannig byrjar blogggrein Kate Galbraith  í New York ...

í maímánuði var tilkynnt um samkeppni um hönnun úr íslenskri ull undir yfirskriftinni „Þráður fortíðar til framtíðar“ en markmiðið með samkeppninni er að auka áhuga á fjölbreyttri hönnun þar sem notuð er íslensk ull, annað hvort eingöngu eða með öðrum efnisviði og verðlauna þá sem fara þar fremstir í flokki.

Því er skemmst frá að segja að metþátttaka var í ...

Hrísgrjónagrautur með grænmeti - fyrir börn sem farin eru að borða spónamat.

  • 1 hluti lífræn brún hrísgrjón (stutt eða löng)
  • 1/3 hluti niðurskorið spergilkál (brokkólí)
  • 1/4 hluti niðurskornar gulrætur
  • 3-4 hlutar af vatni

Léttsteikið grænmetið í örlítilli olíu (t.d. kókosolíu), fyrst gulræturnar og siðan spergilkálið. Það er að sjálfsögðu hægt að velja eitthvað annað grænmeti, en best er ...

Sýningin Blóm í bæ var haldin í Hveragerði nú um helgina. Aldrei hafa fleiri gestir sótt bæinn heim en um þessa helgi. Bílaumferðin á mili Hveragerðis og Selfoss var það þétt og hægfara að það tók um einn og hálfan klukkutíma fyrir fólk að komast frá Selfossi til Hveragerðis eftir hádegi í dag.

Eldhúsgarðurinn var til sýnis í Listigarðinum en ...

Á Náttúrmarkaðinum hér á vefnum eru nú hægt að kaupa tvær vörur, Heiðasælu - blóðbergssápu og  Sveitasælu - með íslensku byggi, mjólk og hunangi, frá hinu nýja fyrirtæki „Sælusápum“ í Kelduhverfi sem framleiðir og selur handgerðar íslenskar gæðasápur úr náttúrulegum hráefnum. Uppskriftirnar eru allar hannaðar af frumkvöðlinum Guðríði Baldvinsdóttur sem er sauðfjárbóndi og skógfræðingur að mennt.
Hráefnisöflun er sem mest í heimabyggð ...

Náttúran.is sýnir á tveimur stöðum á sýningunni Blóm í bæ í Hvergerði nú um helgina. Annars vegar er vefurinn kynntur á umhverfissýningunni í íþróttahúsinu og hins vegar er Eldhúsgarðurinn kynntur í Listigarðinum. Guðrún Tryggvadóttir og Hildur Hákonardóttir verða á staðnum og kynna garðinn fyrir gestum en Eldhúsagarðurinn er nýr liður hér á vefnum sem auðvelda á fólki að skipuleggja ...

Um næstu helgi verður Garðyrkju- og blómasýningin „Blóm í bæ“ haldin í Hveragerði en sýningin stendur í þrjá daga, frá 26. til 28. júní. Bærinn verður undirlagður blómum og mannfólki en dagskráratriðin eru allt frá brúðkaupi á bökkum Varmár til smágarðasamkeppni, kynningum umhverfisverkefna- og lausna, handverks, íslenskrar framleiðslu og alls kyns afþreyingar fyrir börn jafnt sem gamlingja.

Náttúran.is kynnir ...

Samkvæmt Almanaki Þjóðvinafélagsins eru sumarsólstöður nákvæmlega kl. 05:46 sunnudagsmorguninn 21. júni. Þá er bara að gera sig tilbúin/nn til að fara út í guðsgræna náttúruna og baða sig í dögginni en hún á að vera svo heilnæm, að menn læknist af kláða og 18 öðrum óhreinindum í holdi við að velta sér í henni allsber. Og um leið ...

Náttúran óskar öllum stelpum stórum og smáum til hamingju með daginn en dagurinn er helgaður kvenréttindabaráttu hér á landi. 19. júní í ár eru liðin 89 ár frá því konur öðluðust kosningarétt og kjörgengi á við karla.

Baráttunni er þó að sjálfsögðu ekki lokið og raunar er ansi langt i land, ekki aðeins á launasviðinu heldur kannski sérstaklega inni á ...

Sú staðreynd að Ölfus hafi forgang á orkuna sem virkjuð verður í Hverahlíð, þegar þar að kemur, hafi Ólafur Áki, sá knái sveitarstjóri í Ölfusi nógu skjótar hendur og festi sér orkuna fyrir 1. júlí í ár en þá verður Helguvík ekki gangsett „period“ því samkvæmt samningi sveitarfélagsins Ölfuss við Orkuveitu Reykjavíkur á Ölfus forgang á nýtingu orkunnar í heimabyggð ...

Í fyrsta skipti síðan á tímum annarrar heimstyrjaldar eru nú ræktaðar matjurtir í hallargarðinum við Buckingham höll, við hlið skrautjurtanna sem ekki þurftu að víkja á uppgangstímum.

Framkvæmdin fylgir í kjölfar ákalls frá þjóðinni um að fá tækifæri til að rækta eigin matjurtir í kreppunni segir í frétt á telegraph.co.uk

Lífrænn eldhúsgarður drottningar er 10x8 metrar (eða 1x8 ...

Nú stendur yfir undirskriftasöfnun gegn leyfisveitingu til handa Orf líftækni hf. til að stunda rannsóknarræktun (framleiðslu) á erfðabreyttu byggi fyrir lyfjaiðnaðinn en nú liggur fyrir Umhverfisstofnun umsókn um leyfi til að rækta erfðabreytt bygg á 10 hektara landsvæði við Gunnarsholt, untandyra.

Komið hefur fram sterk andstaða við áfrom Orf líftækni um að taka ræktun á erfðabreyttu byggi út úr húsi ...

Á vorin er gott að safna jurtum í te og seyði. Á sumrin má búa til úr þeim olíur, tinktúrur, krem, ilmsápur, jurtapúða og augnhlífar. Eins má leyfa jurtunum að státa sínu fegursta ósnertum og ljósmynda þær, teikna þær og merkja inn vaxtarstaði. Það má yrkja um þær ljóð og það er afar gefandi að hugleiða á jurtirnar og biðja ...

Náttúran.is vinnur nú í samvinnu við Hildi Hákonardóttur að Eldhúsgarðinum, vefútgáfu af matjurtargarði fyrir heimilið, aðferð sem hugsuð er til að auðvelda fólki að skipuleggja matjurtargarðinn sinn.

Hnappur á Eldhúsgarðinn hefur nú verið virkjaður hér á síðunni en vinna við garðinn stendur nú yfir, bæði í raunverulegum Eldhúsgarði og við teikningar og forritun vefútgáfunnar. Athugið að vefútgáfan er á ...

Urriði í Þingvallavatni er ekki lengur hæfur til manneldis vegna kvikusilfursmengunar. Hvað veldur?

Í viðtalli við Hilmar Malmquist í Ríkistútvarpinu þ. 20. maí sl. sagði hann m.a. að viðmikil samanburðarrannsókn hafi farið fram á kvikasilfursgildi í 10 vötnum á Íslandi. Umfangsmikil rannsókn hafi verið gerð á líffræði Þingvallavatns, á grunni vöktunarverkefnis. Mælingar á þungmálmum í gróðri og dýrum voru ...

Grenndarkynning Umhverfisstofnunar (UST) vegna umsóknar ORF Líftækni hf (ORF) um leyfi til að rækta erfðabreytt bygg á allt að 10 hektara svæði í landi Gunnarsholts markar ef til vill nokkur tímamót í samskiptum almennings, stjórnsýslu og stofnana. Fyrir það fyrsta varð fundurinn um fimm klukkustundir og öll umræða málefnaleg og upplýsandi á báða bóga. Víða er mikil andstaða við ræktun ...

Í öllum hamagangnum og látunum kringum bankahrunið og áhrif þess á heiminn hafa margir lagt höfuðið í bleyti og reynt að finna aðrar leiðir í flæði fjármagns og framleiðslu. Hópur á bak við hugmyndafræði rófjár eða þolinmóðs fjármagns sem þau kalla „slow money“ hafa sent frá sér yfirlþsning sem öllum er frjálst að undirrita og jafnvel styðja með fjárframlögum. Í ...

Í Frumkvöðlasetrinu á Höfn í Hornafirði starfrækir Rannveig Einarsdóttir, garðyrkjufræðingur, fyrirtæki sitt Náttúrulega ehf. en það sérhæfir sig í umhverfisfræðslu í víðum grundvelli.

Náttúrulega sinnir ýmsum umhverfisverkefnum og hannar „náttúruleg“ fræðsluskilti og umhverfisbæklinga þar á meðal utanhússmerkingar á tréskilti fyrir Fræðslustíga í Þórsmörk en þeir eiga að benda fólki á ýmis náttúrugæði og gefa fólki ábendingar og hvetja það til ...

Félag garðplöntuframleiðenda opnaði í vikunni nýjan vef gardplontur.is en vefurinn er afrakstur verkefninu „Selja“ sem félagið hefur unnið að um nokkurt skeið þar sem markmiðið hefur verið að safna myndum og helstu upplýsingum um allar garðplöntur sem íslenskar garðplöntustöðvar bjóða til sölu. Upplýsingarnar hafa verið skráðar í gagnagrunn sem er grunnurinn fyrir vefinn gardplontur.is. Með aðgangi að vefnum ...

Á sama tíma og vitundarvakning á sér stað víða um heim gegn erfðabreyttum lífverum (GMO's) erum við Íslendingar á bestu leið með að gefa óskabarni þjóðarinnar ORF Líftækni hf. leyfi til að fara út með ræktun á erfðabreyttu byggi, en fyrirtækið hefur nú um nokkurra ára skeið stundað ræktun erftðabreytts byggs til framleiðslu lífvirkum prótínum fyrir lyfjaiðnaðinnn, síðan í ...

Náttúran.is vinnur nú í samvinnu við Hildi Hákonardóttur að því að þróa aðferð sem auðveldar fólki að skipuleggja garðinn sinn, út frá efnum og aðstæðum hvers og eins. Eldhúgarðurinn birtist síðan smám saman hér á vefnum, eftir því sem árstíðirnar hafa áhrif á jurtirnar og garðverkunum fleytir fram.

Oft er erfiðast að byrja að útbúa matjurtargarð og erfið jarðvegsvinna ...

Umhverfisráðuneytið hefur veitt vefnum Náttúran.is styrk til áframhaldandi þróunar Græna Íslandskortsins/Green Map, en grænkortagerðin er samvinnuverkefni milli Náttúran.is, alþjóðlega verkefnisins Green Map Systems og Land- og Ferðamálafræðistofu Verkfræði og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands.

Náttúran.is þakkar kærlega fyrir stuðninginn!

Sjá Græna Íslandskortið, og ensku útgáfuna Green Map Iceland.

Á Náttúrumarkaðinum, búðinni hér á vefnum, fæst umhverfisvænn þvottalögur „Bjarmi“ en hann er framleiddur af Kaupverki ehf. Sápuóperunni á Hvolsvelli.

Bjarmi er handunnin íslensk framleiðsla án allra ilm- og litarefni eða annara aukaefna. Bjarmi hefur reynst mjög vel til allra mögulegra þrifa og vinnur vel á erfiða bletti og erfiða fitu. Bjarmi fæst í tveimur stærðum, annars vegar í 5 ...

Fræðslufundaröðin „Lesið í landið“ hefst þ. 16. maí. Þrjá laugardaga verða stutt fræðsluerindi flutt í Sesseljuhúsi sem fylgt verður eftir með náttúruskoðun í umhverfi Sólheima. Erindin fjalla um fugla, jarðfræði og íslenskar lækningajurtir og hefjast þau öll kl. 13.00 í Sesseljuhúsi. Þetta eru tilvaldar fræðslustundir fyrir alla fjölskylduna.

Hvernig myndaðist fjallahringurinn?

Laugardaginn 16. maí kl. 13:00 flytur Jón ...

Ekkert tré endurspeglar vorið jafn sterkt og birkið. Grannt með þunnum blöðum er það tákn fyrir æsku og lífsgleði. Í maí-júní innihalda fersk birkiblöðin mörg góð og nauðsynleg efni. Þau innihalda mikið af C-vítamíni sem eykur fitubrennslu og eru einnig góð fyrir húðina.

Birkisafi úr birkiblöðum hefur heilnæma virkni vegna þess að hann hefur jákvæð áhrif á vökvajafnvægi líkamans og ...

Út er kominn bæklingurinn „Upp í sveit 2009“ en þar eru birtar upplýsingar um bæi í Ferðaþjónustu bænda, Beint frá býli og í Opnum landbúnaði. Þetta er í fyrsta sinn sem þessir þrír aðilar vinna saman að kynningarstarfi á gistingu, mat og afþreyingu í sveitinni.

Opinn landbúnaður er á vegum Bændasamtakanna en hann gengur út á að opna býlin fyrir ...

Skemmtilegt og fróðlegt er fyrir krakka á öllum aldri að sá fræjum eða gróðursetja smáplöntur og fylgjast með hvernig þær vaxa og dafna.

Það þarf ekki garð til að rækta eitthvað smálegt. Einfalt er t.d. að rækta matjurtir í tómri jógúrtdós eða krukku í eldhúsglugganum. Sumar plöntur þarf að rækta í mold en aðrar eins og karsa er hægt ...

Vorið 2008 sóttu forsvarsmenn Náttúrunnar til styrkjar til útgáfu „52ja góðra ráða fyrir þig og umhverfið“ enda ráðin prentuð í stóru upplagi til dreifingar og útbreyðslu umhverfisráða til almennings. Ráðuneytið veitti styrk til verkefnisins.

Vorið 2009 fékk Náttúran.is síðan styrk frá Iðnaðarráðuneytinu til áframhaldandi þróunar Græna Íslandskortsins/Green Map, en grænkortagerðin er samvinnuverkefni milli Náttúran.is, alþjóðlega verkefnisins Green ...

Í gær barst Náttúrunni bréf um að vefurinn hafi fengið styrk til áframhaldandi þróunar Græna Íslandskortsins/Green Map frá Iðnaðarráðuneytinu, en grænkortagerðin er samvinnuverkefni milli Náttúran.is, alþjóðlega verkefnisins Green Map Systems og Land- og Ferðamálafræðistofu Verkfræði og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands.

Styrkurinn gerir okkur kleift að halda áfram með rannsóknarvinnu og skráningar aðila á græna kortið með viðbótarflokkum sem spanna ...

Nýr vefur um tjaldstæði opnaði á dögunum en hjónin Jónína Einarsdóttir og Geir Gígja reka vefinn. Þar er hægt að leita að upplýsingum um tjaldstæði á hinum ýmsu landshlutum og fræðast um aðsæður á hverjum stað, opnunartíma, verð og séð myndir frá stöðunum. Einnig eru fréttir um opnanir tjaldstæða víða um land, grilluppskrfitir eru á síðunni auk þess sem hægt ...

Myndin The World According to Monsanto verður sýnd í Iðnó í kvöld kl. 18:30 en Charlotte Ólöf Jónsdóttir Ferrier stendur fyrir dagsrá á alþjóðlega frædeginum (International Seeds Day) sem samanstendur af sýningu myndarinnar, erindi um erfðabreyttar lífverur og pallborðsumræðum. Charlotte Ólöf er nemandi í líffræði við Háskóla Íslands en hún mun halda erindi um stöðu erfðabreyttra lífvera í heiminum ...

Gavia Travel var eitt þeirra fyrirtækja sem kynnti starfsemi sína á málþinginu Græn störf - vistvænar áherslur í atvinnuppbyggingu sem umhverfisráðuneytið, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Félag umhverfisfræðinga á Íslandi stóðu fyrir í Iðnó á Degi umhverfisins sl. laugardag.

Gavia Travel er ferðaþjónustufyrirtæki sem skipuleggur náttúru- og fuglaskoðunarferðir á Íslandi. Fyrirtækið er nýtt af nálinni en eins og frumkvöðullinn Hrafn Svavarsson sagði í ...

Í dag á „degi umhverfisins“ stóð umhverfisráðuneytið fyrir málþingi um græn störf í Iðnó en auk þess var úthlutað umhverfisverðlaunum umhverfisráðuneytisns „Kuðungnum“. Að þessu sinni hlaut sorphirðufyrirtækið Íslenska gámafélagið ehf Kuðunginn.

Áður hafa 14 fyrirtæki hlotið Kuðunginn en umhverfisráðuneytið veitti Kuðunginn fyrst árið 1994. Sjá nánar um hver hefur fengið Kuðunginn hér á Grænum síðum.

Íslenska gámafélagið hefur verið leiðandi ...

 

Í dag, 25. apríl, á degi umhverfisins eru 2 ár síðan þáverandi umhverfisráðherra Jónína Bjartmarz opnaði vefinn Náttúran.is við athöfn á Kjarvalsstöðum. Síðan þá hafa tvær konur sest í stól umhverfisráðherra og margt drifið á daga þjóðarinnar. Árið 2007 var útrásin á fullri ferð og ef til vill lítill hljómgrunnur fyrir sjálfbærum lífsháttum og nægjusemi í neyslu. Nú ...

Fyrir nokkrum vikum fékk Náttúran.is styrk frá Menntamálaráðuneytinu til að standa straum af kostnaði við að senda „Náttúruspil 52 góð ráð fyrir þig og umhverfið“ í skóla landsins. Stokkarnir fóru í póst í dag svo allir grunn- og framhaldsskólar mega því búast við að fá stokkinn sinn með póstinum á mánudaginn eða í síðasta lagi á þriðjudaginn.

Náttúran.is ...

Náttúran.is hefur látið merkja sér EarthPositive™ stuttermaboli en við innkaup hér á Nátttúrumarkaði yfir 7.000 IKR netto fylgir bolur með sem gjöf. Bolirnir eru til í þremur stærðum og þremur litum, bæði fyrir dömur og herra. Einnig er hægt að kaupa bolina staka. Sjá gjafavörudeildina.

Hvað er EarthPositive?
EarthPositive™ er byltingarkennd græn markaðssetning á fatalínu fyrir auglýsingaiðnaðinn en ...

Vefur um Kaupmannahafnarfund Rammaáætlunar Sameinuðu þjóðanna um lofslagsbreytingar COP15  hefur litið dagsins ljós en á fundinum munu þjóðir heims reyna að ná samkomulagi um framhaldsaðgerðir við Kyoto bókunina en hún fellur úr gildi árið 2012. Kaupmannahafnarfundurinn verður haldinn dagana 7. - 18. desember nk. og er undirbúningur í fullum gangi á öllum vígstöðvum. Bæði undirbýr hver þjóð sig og leggur mikla ...

Í dag er Dagur Jarðar haldinn hátíðlegur um allan heim en Dagur Jarðar var fyrst haldlinn hátíðlegur þ. 22. apríl 1970 í Bandaríkjunum þegar um 20 milljónir manna tólku þátt í hátíðahöldunum. Ákvörðun um að efna til Dags Jarðar var tekin árið áður á ráðstefnu grasrótarsamtaka á sviði umhverfisverndar í Bandaríkjunum. Á þeim tíma var umræðan um offjölgun í heiminum ...

Á höfuðborgarsvæðinu er úrval heilsumatstaða orðið mjög fjölbreytt þó að það sama sé ekki upp á teninginn þegar fjær dregur borginni.

Aðeins á nokkrum stöðum á landinu t.d.. á Staðnum - náttúrulega og Friðriki V á Akureyri, Heislustofnun Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði og Grænu könnunni að Sólheimum eru starfandi matstaðir sem gefa sig sérstaklega út fyrir að elda heilsusamlega grænmetisrétti með ...

Peysanmin.com er nýtt vefsetur þar sem háskólanemar hafa látið hugmynd, sem fæddist við vinnu skólaverkefnis, verða að veruleika. Hugmyndin er sú að hver og einn geti látið prjóna á sig lopapeysu í óskalitunum, með óskamynstrinu og í nákvæmlega réttri stærð.
 
Þetta er ein af góðu hugmyndunum, svo eðlileg virðist hugmyndin vera að maður furðar sig á því að engum ...

Michelle Obama forsetafrú Bandaríkjanna hóf matjurtarækt við Hvíta húsið í gær. „Eldhúsgarðurinn“ er staðsettur nálægt gosbrunninum á suðurflötinni.

Nemendur úr Bancroft grunnskólanum frá Columbia hjálpuðu forsetafrúnni með fyrstu handtökin í garðinum og munu halda áfram að taka þátt í sáningu og ræktun í matjurtagarðinum. Á dagskrá er að gróðursetja ávextatré, grænmeti og kryddjurtir á næstu vikum og munu börnin einnig ...

Draumalandsins í kvikmyndaformi hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og á forsýningu myndarinnar gærkveldi var Háskólabíó pakkfullt.

Kvikmyndin Draumalandið er allt öðruvísi en bókin enda var ekki við öðru að búast. Draumalandið er heimildamynd þar sem efni bókar er tekið úr hugarfylgsum höfundarins Andra Snæs Magnasonar og fært inn í raunveruleikann. Verkið, sem áður var hreint hugverk eins manns, Andra ...

Michael Hudson rannsóknarprófessor í hagfræði í Missouriháskóla kom fram í Silfri Egils á sunnudaginn og vakti framsaga hans að vonum mikla athygli. Michael Hudson telur það óraunhæft að íslenska þjóðin taki á sig skuldir „sem hún geti hvort eð er ekki greitt“. Með því að semja við IMF (Alþjóðagjaldeyrissjóðinn) værum við að kalla yfir okkur ógæfu sem aðeins gæti haft ...

 

Umhverfisnefnd Alþingis tók í gærkvöldi ákvörðun um að stefna að því að Íslendingar verði enn meiri umhverfismengarar á grundvelli ákvæðis 14/CP.7, [íslenska ákvæðið]* en þegar er raunin með því að samþykkja þingsályktunartillögu meirihluta nefndarinnar, Framsóknar- og Sjáflstæðismanna sem fjallar um svokallaða „hagsmuni Íslendinga í loftslagsmálum“. Hugmynd nefndarinnar með samþykkt tillögunnar er að knýja á um að ríkisstjórnin ...

John Perkins, höfundur metsólubókar1 um sinn eigin feril sem  „efnahagsböðuls“ (Economic Hit Man) er staddur hér á landi vegna væntanlegrar frumsýningar á Draumalandinu kvikmyndar byggðri á samnefndir metsölubók Andra Snæs Magnasonar, en John Perkins kemur einmitt fram í myndinni. John kom í viðtali til Egils Helgasonar í Silfri Egils í gær og var viðtaiðl sannarlega áhrifaríkt, þó ekki sé ...

Green Drinks eða „Grænir drykkir“ er alþjóðleg óformlegt samfélag sem starfar óhefðbundið í 466 borgum um allan heim. Grænir drykkir hafa það að markmiði að fólk með áhuga á umhverfismálum hittist og efli með sér tengsl til að vinna að grænum og góðum málefnum. Jafnt áhugafólks sem fagaðilar eru velkomnir í hópinn. Margir hafa myndað tengls og jafnvel fundið sér ...

Í fréttaumjölun Björns Malmquist á ríkistútvarpinu þ. 26. mars segir að mál þetta hafi komið upp í kjölfar þess að sveitarstjórn Flóahrepps skrifaði í júlí 2007 undir samkomulag við Landsvirkjun um mál sem varða byggingu og rekstur Urriðafossvirkjunar, vegna aðalskipulags sveitarfélagsins - eins og segir í samkomulaginu.

Landsvirkjun ætlaði þannig að bera allan kostnað af gerð deiliskipulags vegna þessarar virkjunar, auk ...

Lýsi er alíslensk hollustuvara og verðmæt útflutningsvara. Snemma á síðustu öld uppgötvuðu menn loksins D-vítamín og heilsusamleg áhrif þess. Þar sem þorskalýsi er ein mesta uppspretta D-vítamíns varð það fljótt vinsælt hráefni til framleiðslu D-vítamíns. Það var einmitt í kjölfar þess sem LÝSI var stofnað árið 1938.

Neysla á lýsi eykst með hverju árinu sem líður og rannsóknir sanna aftur ...

Framleiðslu á hálmkögglum sem undirburð fyrir hross hefur verið í tilraunaferli við Landbúnaðarháskóla Íslands um nokkurt skeið en niðurstöður gefa fyrirheit um að hægt verði að nýta hálminn, sem fellur til sem aukaafurð við byggræktunina, til framleiðslu á vöru sem er jafnvel meira virði en fræ jurtarinnar, byggið sjálft. Bygghálmur er sérlega rakadrægur og hentar því vel sem efni í ...

Til undirbúnings lofslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður í Kaupmannahöfn í desember næstkomandi hefur verið þróaður vefur sem bæði á að gefa mynd af því sem verið er að gera í heiminum til að berjast gegn lofslagsbreytingum og auka möguleika á því að það framboð sem fyrir hendi er komi umhverfinu virkilega til góða. Á vinnufundi samtakanna Road to Copenhagen ...

Innan Listaháskóla Íslands var fyrr í vetur unnið að verkefni um hönnunaraktívisma en það er það nefnt þegar verkfæri hönnunar eru notuð til að varpa fram spurningum eða koma með andsvör sem vekja fólk til umhugsunar um málefni líðandi stundar. Verkefnið heitir Project M Reykjavík 48 hour Design Blitz en hver hópur/einstaklingur vann í hugmyndavinnu í tvær vikur og ...

Á YouTube er nú aðgengileg áströlsk sjónvarpsmynd um Ísland, orku og stóriðju. Þar er talað við starfsfólk álvera, Ómar Ragnarson, Kolbrúnu Halldórsdóttur og fleiri. Glöggt er gests augað og gaman að heyra og sjá þessi málefni frá sjónarhóli andfætlinga vorra í Ástralíu. En þaðan kemur meðal annars mikið af því súráli sem rafgreint er í íslenskum álverum. Það tekur sex ...

  1. Ræktaðu hinar jákvæðu hliðar fyrirtækisins
    Áhugi stórfyrritækja á peningum og engu öðru, ásamt valdi og því frelsi sem fylgir heimsviðskiptum, gerir hönnuðinum erfitt fyrir að höndla hin margvíslegu félagslegu og vistfræðilegu gildi sem snerta sjálfbærni í hönnun í einkageiranum — en það er samt að gerast, þannig að þegar þú sérð slíkt skaltu hlúa að því.
  2. Kynntu þér lífið utan einkageirans ...
14. mars 2009

Náttúran.is hefur tekið að sér að að vera óháður vettvangur þeirra aðila sem bjóða þjónustu á sviði endurvinnslu.


Tll þess að gera það gagnsærra og auðveldara fyrir almenning að bera saman endurvinnsluþjónustuna sem í boði er á Íslandi hefur Náttúran.is tengt allar vörur á vefverslun sinni Náttúrumarkaðinum við þá endurvinnsluþjónustu sem í boði er, bæði fyrir innihald og ...

Framkvæmd Rammaáætlunar um nýtingu vatnsorku og jarðvarma hófst með skipun verkefnisstjórnar vorið 1999. Vönduð, fagleg og trúverðug áætlun kallaði á rannsóknir, aðkomu hagsmunaaðila og sérfræðinga og skildi verkið unnið í tveim áföngum. 1. áfanga var hrint úr vör árð 1999 og lauk árið 2003. Í 1. áfanga voru 19 virkjunarkostir í 10 jökulám og 24 kostir á 11 háhitasvæðum metnir ...

Nýlega opnaði eitt af jákvæðu afsprengjum kreppunnar en það er vefurinn samlagid.is. Þar er hægt að gefa og fá gefins jafnframt því að kaupa og selja ódýrt. Skráning kostar ekkert og er framtakið því samfélagsleg þjónusta sem getur skipt sköpum fyrir fólk í dag enda ófáir búnir að missa vinnuna, húsið, bílinn og berjast við að halda krökkunum og ...

Þriðja heimskaffið, sem er hugarflugs samseta, verður laugardaginn 7. mars frá kl 17:00 - 19:30 á Háskólatorgi sal 101.

Þessar samsetur eru hugsaðar til að finna hugmyndir og viðhorf grasrótarinnar til ákveðinna málefna. Á fyrsta heimskaffinu var tekið á nýsköpun og möguleikum á framleiðslu hönnunarvöru hérlendis, á öðru heimskaffinu var fjallað um sjálfbærni og gildi fyrr og nú. Þriðja ...

Í kvöld kl. 18:00 - 24:00 stendur GAIA félag meisaranema í umhverfis- og auðlindafræðum við HÍ lokaveislu Grænna daga sem staðið hafa alla vikuna. Veisluhöldin byrja kl. 18:00 á tónlist Sudden Weather Change sem samanstendur af Bergi Thomas Anderson, Degi Stephensen, Benjamin Mark Stacey, Loji Höskuldssyni og Oddi Guðmundssyni. Eftir tónleikana flytur Kristín Vala Ragnarsdóttir forseti Verkfræði- og ...

Í dag hófust „Grænir dagar“ en félag meistaranema við umhverfis- og auðlindafræðideild Háskóla Íslands standa að uppákomunni. Dagskráin er þétt og spennandi út alla vikuna. Fyrirlestrar og kynningar eru í Norræna húsinu á Háskólatorgi og í fyrirlestrarsölum Háskólan.

Meðal dagskráliða er fatavelta á Háskólatorgi, þar sem menn geta komið með notuð föt og skipt þeim fyrir önnur sem verða á ...

Victor Lebow segir:

The Story of STUFF eftir Annie Leonard hefur verið þýtt sem „Neyslusaga“ á íslensku en myndin var sýnd á 2. heimskaffii sem haldin var í Háskóla Íslands í gær. Þessa litlu stóru teikni-kvikmynd var ég ekki að sjá í fyrsta skipti og margir heimskaffisgesta höfðu vafalaust séð hana áður en í samhengi umræðunnar um gildi, sjálfbærni og stöðu Íslands og ...

HáskólatorgAnnað heimskaffið, sem er hugarflugs samseta, verður laugardaginn 28. kl 16:30 á Háskólatorgi. Þessar samsetur eru hugsaðar til að finna hugmyndir og viðhorf grasrótarinnar til ákveðinna málefna. Á fyrsta heimskaffinu var tekið á nýsköpun en nú er ætlunin að fjalla um sjálfbærni. Aðalsprautan í þessum fundum er Krisín Vala Ragnarsdóttir deildarforseti Verkfræði og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Hún stóð fyrir ...

26. febrúar 2009

Uppkast að frétt:

Nú hefur Te & Kaffi hafið framleiðslu á Fairtrade vottuðu kaffi sem nú er fáanlegt í öllum fjórum sérverslunum fyrirtækisins sem staðsettar eru á Laugavegi 27, Smáralind, Suðurveri og Kringlunni. Fairtrade vottað kaffi er fáanlegt í þremur tegundum; Espressoblöndu, Colombia Brazil og lífrænu Mandheling frá Sumatra í Indónesíu.

Með því að kaupa Fairtrade vottað kaffi taka viðskiptavinir ...

Loftslagsbreytingar í mannfræði: Hnattræn ögrun og staðbundin áhrif. Háskólatorgi HT 105.

Miðvikudaginn 25. febrúar kl. 12:00 - 13:00 heldur dr. Kirsten Hastrup, prófessor við Kaumannaháskóla, fyrirlestur undir yfirsögninni „Loftslagsbreytingar í mannfræði: Hnattræn ögrun og staðbundin áhrif.“  Um er að ræða opinberan fyrirlestur á vegum námsbrautar í mannfræði og Mannfræðistofnunar Háskóla Íslands.

 

Carbon Recycling International ehf er nýsköpunarfyrirtæki sem hefur þróað tækni til framleiðslu á metanóli úr koltvíoxíði en frumgerð vélar sem getur breytt útblæstri í orku „metanól“ sem getur knúið bifreiðar er fullbúin.

Fyrirhugað er að reisa stöð á Svartsengi, nærri orkuveri HS Orku. Vísindamenn Carbon Recycling hafa fengið einkaleyfi á Íslandi á aðferðinni sem hefur vakið mikla athygli enda myndi ...

Fyrirtækið ÍSAGA ehf. framleiðir náttúrulega kolsýru CO2 úr hveravatni og selur til notkunar í iðnaði, heilbrigðisþjónustu og rannsóknum um allt land en framleiðsla fyrirtækisins annar allri landsþörfinni. Umhverfisvænleiki er margþættur með framtaki ÍSAGA; innflutningur sparast og þar með gjaldeyrir og mengun af flutningum, störf skapast innanlands, kolsýra sem annars myndi losna út í andrúmsloftið fær nýjan tilgang til iðnaðar, garðyrkju ...

Meistaranemar við umhverfis- og auðlindafræðideild Háskóla Íslands halda Græna daga í annað sinn dagana 2. – 6. mars nk. Markmið daganna er að vekja nemendur og starfsfólk skólans til vitundar um vistvæna neyslu og endurvinnslu.

Meðal dagskráliða er fatavelta á Háskólatorgi, þar sem menn geta komið með notuð föt og skipt þeim fyrir önnur sem verða á markaðinum, eða keypt notuð ...

Driving Sustainability, þriðja alþjóðlega ráðstefnan um sjálfbærar orkulausnir í samgöngum fer fram á Hilton Reykjavík Nordica, 14.-15. september nk. Alþjóðlegir sérfræðingar og leiðtogar í tækni, skipulagi, stefnumótun og framtíðarsýn í vistvænum samgöngum verða á meðal ræðumanna í ár og líkt og áður gerir Framtíðarorka, félagið sem stendur að ráðstefnunni, ráð fyrir að hafa nýjungar í samgöngutækni á staðnum. Nánari ...

Náttúran er notuð til þess að byggja upp innri styrk og karakter, m.a. af skátahreyfingunni og fjölda fólks sem ný tur þess að reyna á takmörk sín innan þeirra vébanda sem náttúran setur. Að vera sjálfum sér nógur, treysta á sjálfan sig, kunna að rata, nota áttavita, beita skynsemi og rökhugsun, bregðast rétt við aðstæðum. Allt þetta er hægt ...

Húsbúnaðarrisinn IKEA vinnur hröðum skrefum í átt að sjálbærni á heimsvísu en grunnhugmyndafræði keðjunnar hefur frá byrjun verið nátengd ákveðinni skynsemishugsun svo sem ný tni og samlegðaráhrifum stórinnkaupa og hagkvæmra flutninga í flötum kössum. Allt þetta hefur ekki aðeins betri áhrif á umhverfið sem slíkt heldur er uppistaðan í velgengninni og sannar að það að hugsa um umhverfið er ekki ...

Nú þegar að kreppir að eru margir farnir að huga að því hvernig best sé að byrja á að undirbúa garðinn og matvælaframleiðslu sumarsins. Sumarhúsið og garðurinn stendur fyrir vönduðum námskeiðum um garðrækt, fuglalíf og náttúru en þau fara af stað strax í næstu viku og er kennt í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, Gerðubergi 3-5, 111 Reykjavík.

Kennarar á námskeiðunum eru garðyrkjufræðingarnir ...

Margir hafa endurskoðað val á sorptunnum við heimili sín eftir að sendur var út upplýsingamiði um breytta sorphirðu í Reykjavík um síðustu mánaðarmót. Fólk hefur ýmist skipt úr svörtum tunnum yfir í bláar tunnur undir dagblöð og sléttan pappa og/eða skipt yfir í grænar tunnur sem losaðar eru hálfsmánaðarlega.

Sorphirðugjald í Reykjavík tekur mið af gerð sorpíláta, fjölda og ...

11. Stefnumót Stofnunar Sæmundar Fróða og Umhverfisráðuneytisins sem haldið var í hádeginu í gær og fjallaði um náttúruverndaráæltun var vel sótt og margt áhugavert kom þar fram. Frummælendur voru þeir Sigurður Á. Þráinsson frá umhverfisráðuneytinu og dr. Hilmar J. Malmquist  frá Náttúrustofu Kópavogs en þeir fjölluðu um kosti, galla og efndir náttúruverndaráætlunar 2009-2013.

Sigurður Á. Þráinsson byrjaði á að lýsa ...

Ráðstefna Landverndar og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands „Orka og umhverf - hvernig skal standa að orkunýtingarmálum á Íslandii“ sem haldin var á Grand Hóteli þ. 20. janúar sl. markaði viss tímamót í sögu stóriðju og orkunýtingarstefnu undanfarinna ára þar sem mætir menn og konur á sviði orku- og umhverfis færðu rök fyrir því að alls ekki hafi verið staðið svo skynsamlega að ...

Að sögn fyrrverandi ríkisskattstjóra Indriða H. Þorlákssonar er lítill efnahagslegur ávinningur af stóriðju, og hefur farið minnkandi á síðustu árum. Hann er nú vart meiri en 0,1-0,2% af þjóðarframleiðslu sem verður að teljast rþr uppskera þegar dýrar fjárfestingar og umhverfiskostnaður er tekin inn í myndina. Þannig tekur Indrið tii orða í nýrri grein um efnahagsleg áhrif erlendrar stóriðju ...

Nú er hægt að kaupa Essiak jurtablönduna hér á Náttúrumarkaði en jurtablandan er upphaflega komin frá Ojibwaya “indíánum” (fyrstu þjóðar) þjóðflokknum í Kanada, en hefur verið framleidd allt frá árinu 1922.

Það var kanadíska hjúkrunarkonan Rene Caisse sem hóf rannsóknir og lækningar, m.a. á krabbameini, með jurtablöndu sem hún byggði m.a. á reynslu grasalækna Ojibwaya manna. Allar jurtir ...

Í gær opnaði sýning um Samkeppni um hönnun miðbæjar Hveragerðis í Listasafni Árnesinga. 17 tiilögur bárust í samkeppninni en Hveragerðisbær vildi hafa umhverfissjónarmið í hávegum höfð og sjá ímynd Hveragerðis sem ferðamanna- og heilsubæ styrkjast verulega.

Tillögur skyldu taka mið af því og endurspegla þessa stefnu bæjarfélagsins með skýrum hætti. Dómnefnd var sammála um að gæði innsendra tillagna væru mikil ...

Maður lifandi stendur fyrir ýmsum fyrirlestrum og námskeiðum sem miða að því að efla meðvitund um heilsutengd málefni. Skráning fer fram á madurlifandi@madurlifandi.is og fyrirlestrarnir eru haldnir á þriðjudögum hjá Manni lifandi í Borgartúni 24 frá 17:30 til 19:00 en aðgangseyri er stillt í hóf. Næsti fyrirlestur verður um heilun og hvað það eiginlega þýði.

Hvað ...

Kolbrún Halldórsdóttir er ný skipaður umhverfisráðherra í ríkisstjórn en síðdegis í dag tók minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs við stjórn landsins.

Kolbrún útskrifaðist sem leikari frá Leiklistaskóla Íslands árið 1978. Kolbrún hefur starfað bæði sem leikstjóri og leikari við Þjóðleikhúsið og önnur leikhús, starfað sem framkvæmdastjóri Bandalags Íslenskra leikara og Kramhússins, verið dagskrárgerðarmaður hjá RÚV, verið fulltrúi og í ...

Food not bombs (Matur en ekki sprengjur) eru samtök sem eiga sér 30 ára sögu og eru í stöðugum vexti um allan heim. Hundruðir óháðra deilda gefa jurtafæði til sveltandi fólks og berjast um leið gegn fátækt og stríðsrekstri. Food not bombs eru ekki góðgerðasamtök í klassískum skilningi þess hugtaks.

Þessi sterku grasrótarsamtök eru virk í Ameríku, Evrópu, Afríku, Mið-Austurlöndum ...

Í dag rofaði til og samkomulag um myndun nýrrar ríkisstjórnar var tilkynnt í kvöldfréttunum. Ráðherraskipan og formlegur frágangur á að vera yfirstaðinn á morgun. Samfylkingin og VG undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, með stuðningi Framsóknar, mun því taka við rústunum og sigla þjóðarskútunni í 85 daga eða þar til boðaður kjördagur 25. apríl mun leiða í ljós vilja þjóðarinnar með lýðræðislegri ...

Á síðasta ári hóf ung kona, Guðríður Baldvinsdóttir, framleiðslu á náttúrulegum sápum á býli sínu í Kelduhverfi. Guðríður er sauðfjárbóndi og skógfræðingur að mennt en langaði til að fara út í að gera áhugamál sitt, sápugerðina, að smáiðnaði meðfram öðrum störfum á býlinu.

Fyrir jólin hóf Náttúrumarkaðurinn sölu á tveim tegundum af Sælusápum Heiðasælu - blóðbergssápu og Sveitasælu - með íslensku byggi ...

Nú er hægt að panta bókina „Beinar aðgerðir og borgaraleg óhlýðni“ hér í bókadeild Náttúrumarkaðarins og fá senda beint heim. Höfundur bókarinnar er Sigurður Harðarson en Andspyrna gefur bókina út. Bókin er full af skemmtilegum grafík en um útlit og uppsetningu sá Sigvaldi Ástríðarson.

Prentað af Prentlausnum á endurunnin pappír. 

Á baki bókar segir:
Andspyrna við valdbeytingu og óréttlæti er ...

Stofnuð hefur verið grúppan Græna byltingin á Facbook samfélgasvefnum. Þar er talað um að tll að leysa umhverfisvandann þurfi að breyta efnahagsumhverfinu. Gera græna byltingu.

„Ótal mögulegar lausnir eru til staðar svo hægt sé að koma í veg fyrir varanlega kreppu. Ný tækni, hreinni orka og ný vinnubrögð. Það er hægt að leysa vandann. Byrjum strax!“

Á síðunni eru tenglar ...

Einar K. Guðfinnsson fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gerði það að einu af sínum allrasíðustu embættisverkum, nú í morgun, að leyfa aftur hvalveiðar með setningu reglugerðar um hrefnu- og langreyðaveiðar. Reglugerðin á að gilda til ársins 2013 en samkvæmd henni má veiða 150 langreiðar og 100 hrefnur árlega.

LÍÚ fagnaði en fjöldi aðila hafa lýst óánægju sinni með ákvörðunina þ.á ...

Umhverfis- og orkurannsóknasjóður Orkuveitu Reykjavíkur hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til rannsóknarverkefna háskólafólks í þriðja sinn. Nú þegar hefur sjóðurinn stutt við bakið á um 80 verkefnum á sviði umhverfisvísinda og orkumála. Í ár er meðal óskað sérstaklega eftir rannsóknum á rafvæðingu í samgöngumálum landsmanna. Umsóknarfrestur er til 2. mars.

Sjóðurinn er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur og fagleg stjórn ...

Gamestöðin tekur við notuðum tölvuleikjum og leikjatölvum, lagar rispur á diskum og „sjænar“ þá upp fyrir nýja eigendur. Hugmyndin er ekki bara snjöll heldur alveg í takt við umhverfishugsun og meðvitaða neyslu. Krakkarnir eru hrifnir enda fá þeir eitthvað fyrir gömlu leikina og geta keypt sér nýja/notaða mun ódýrara en ef þeir væru glænýir. Gamestöðin greiðir þriðjung af söluverði ...

Nátturan.is hefur nú fengið staðfestingu á því að fyrirtækið Náttúran er ehf. sem stendur að vefnum fái nú framlag á fjárlögum Alþingis í annað sinn en vefurinn fékk einnig úthlutun árð 2008. Við erum óumræðinlega þakklát fyrir þá viðurkenningu sem felst í úthlutuninni og lítum björtum augum til framtíðarinnar og þess að vefurinn verði enn öflugra tæki til þess ...

Sama dag og hinn ný ji forseti Barack Hussein Obama tekur við völdum í Bandaríkjunum nær mótmælaaldan á Íslandi því að verða borgarastyrjöld í eiginlegri merkingu þess orðs. Um tvöþúsun manns komu saman við þingsetningu við Alþingishúsið í gær og stóðu stigmagnandi mótmæli langt fram á nótt. Fjöldi manns var handtekinn og piparúða og kylfum beitt gegn börnum og gamalmennum ...

Náttúran.is er rekin af styrkjum og tekjum af auglýsingum sem hafa undanfarið dregist verulega saman. Mikil vinna fer fram í sjálfboðavinnu. Þeir sem vilja leggja Náttúrunni lið með fjárframlögum geta gert það hér til vinstri á siðunni í gegnum PayPal kerfið (undir póstlistaskráningunni). Einnig er hægt að leggja framlag beint inn á bankareikning Náttúrunnar ef það kemur sér betur ...

Menntun, reynsla, fyrri störf og aðdragandi vefsetursins Náttúran.is

Ég byrjaði 16 ára gömul í Myndlista og handíðaskóla Íslands. Útskrifaðist úr málaradeild árið 1978 fór svo til Parísar í nám við École Nationale Supérieure des Beaux-Arts og síðan til München í Akademie der Bildenden Künste þaðan sem ég lauk námi í málun og grafík árið 1983 með Diploma (M.F ...

Ecofont er nafn á letur-fonti sem þróaður hefur verið með það fyrir augum að gera prentun umhverfisvænni með því að minni prentsvertu þurfi til prentunarinnar. Ecofont.eu er sameiginlegur vettvangur fyrir þróun á þessu sviði og er vefurinn ecofont.eu sá staður sem hægt er að nálgast fontinn til notkunar í stafrænni prentun. Fonturinn er ókeypis.
 
Fyrirtækið SPRANQ creative communications ...

Evrópska orkumerkið byggir á tilskipun frá ESB og eru framleiðendur og seljendur frysti- og kæliskápa, uppþvotta- og þvottavéla ásamt þurrkara og eldhúsofna skyldugir að merkja vörur sínar með þessu merki. Vörurnar geta fengi mismunandi bókstafi frá A til G sem lýsir orkunotkun þeirra. A er mest orkusparandi meðan G er orkufrekast. Fyrir frysti- og kæliskápa er búið að bæta við ...

Landsmenn fjölmenntu á mótmælafundi á þremur stöðum á landinu í dag. Í fyrsta sinn var mótmælt á Ísafirði, og í 12. sinn á Akureyri. Til 13. mótmælafundar eftir Kreppu kerlingu var boðað undir yfirsögninni „Breiðfylking gegn ástandinu“ í suddanum í miðborg Reykjavíkur í dag. Átta ára stúlka Dagný Dimmblá Jóhannsdóttir var einn framsögumanna og var ræða hennar full af eldmóði ...

Hér getur að líta myndband þar sem fegurð himinsins er gerð góð skil. Nú er ár stjörnufræðinnar og margt gert í tilefni þess. Náttúran.is mun fylgjast með og taka þátt. Illu heilli er ljósmengun mikil á þéttbýlissvæðum á Íslandi og því allmargar störnur sem fara fram hjá þeim sem þó líta tll himins á tærum frostnóttum. Tailð er að ...

Náttúran.is hefur fjallað um málefni sem snerta náttúru og umhverfi frá opnun vefsins þ. 25. apríl árið 2007. Fréttir sem birtust fyrir þann tíma á vefnum Grasagudda.is eru einnig birtar hér á Náttúrunni og spannar Náttúran.is því umhverfistengdar fréttir allt aftur til ágústmánaðar 2005. Til að fá sem best yfirlit yfir það sem borið hefur á góma ...

Höfundar þessa myndbands hafa haft gaman af starfi sínu í þrívíddarforritinu. Myndbandið gengur nú manna á milli og skiptst er á skoðunum um raunveruleika þess og val tónlistar. Hér gefst kostur að berja þessa heims(enda)sýn augum. Og nú þegar gamla árið verður brennt út um áramótin er kannski ástæða til þess að minnast þess að jörðin okkar er ...

31. desember 2008

Næstum því allt sem við gerum skapar einhvern úrgang eða hefur einhverja mengun í för með sér. Úrgangsfjallið sem fellur til á hverju ári er stórt og á hverju ári fara stór landflæmi undir urðun sorps. Að draga úr úrgangsmyndun er eitt það besta sem hægt er að gera fyrir umhverfið. Myndun úrgangs felur í sér sóun á hráefnum sem ...

Kæri Náttúrunnandi

Vefurinn Náttúran.is - vefur með umhverfisvitund, verður tveggja ára eftir rúma fjóra mánuði og er því eins og aldurinn segir til um, enný á að þroskast og vaxa. Á árinu tókum við nokkur risastór skref til að auka sýnileika á grænu hliðunum á tilverunni og gera þær sýnilegri öllum. Við aðstandendur Náttúrunnar trúum því að ekki sé hægt ...

Eins og nafnið bendir til þá eiga vetrarsólstöður sér andsvar í sumarsólstöðum. Þessar hátiðir hafa reyndar notið minni virðingar í seinni tíð borgarmenningar þar sem tengslin við náttúruna hafa minnkað. En þeir sem lifa í tenglsum við náttúruna eru mjög meðvitaðir um þessa póla á hringferli ársins. Við hér á Íslandi erum líka nákomin þeim þar sem þeir tákna hámark ...

21. desember 2008

Um þessar mundir er Landvernd að kynna Bláfánann fyrir rekstraraðilum smábátahafna og baðstranda og er frestur til að sækja um og/eða endurnýja aðild fyrir árið 2009 til loka febrúar nk. Sjá hér á Græna Íslandskortinu hverjir eru með Bláfánann og Bláfánaveifu og hvar þeir eru á landinu (veljið „Land og lögur/Strendur og smábátahafni“..

Nú líður að því að ...

Íslenskir blómadropar Kristbjargar hafa að geyma innsta eðli ferskrar og óspilltrar náttúru landsins. Þeir eru framleiddir úr tæru, íslensku vatni hlöðnu tíðni villtra, íslenskra jurta. Jurtirnar eru einungis tíndar fjarri mannabyggð og allri umferð, þar sem þær eru ósnortnar, hreinar og í sínum fulla krafti. Blómadroparnir innihalda íslenskt vatn og tíðni eða útgeislun plantnanna. Segja má að útgeislun þeirra sé ...

Síðan fréttir af uppstokkun í ríkisstjórn Íslands voru boðaðar í fyrradag hafa náttúruverndarsinnar, félög og grasrótarsamtök á náttúru- og umhverfisverndarsviði slegið skjaldborg um sitjandi umhverfisráðherra Þórunni Sveinbjarnardóttir en hún hafði verið nefnd sem einn af þeim ráðherrum sem hugsanlega yrði hrókerað í tilraun ríkisstjórnarinnar til að halda velli í stöðugt sterkari mótbyr vegna stöðunnar og þeirri ringulreið og ráðaleysi sem ...

Eymundur Magnússon bóndi í Vallanesi í Fljótsdalshéraði hefur á undanförnum árum plantað um milljón trjám á landi sínu í Vallanesi, mikið af þeim stafafura [Pinus contora].

Allt sem Eymundur framleiðir hvort sem eru tré, kartöflur, bygg eða grænkál er ræktað með aðferðum lífrænnar ræktunar enda ber bú hans vottun frá vottunarstofunni Túni um 100% lífræna ræktun í Vallanesi. Bygg, olíur ...

Rabarbía rabarbarakaramellur og tvær tegundir af rabarbarasultum eru nú komnar í sölu hér á Náttúrumarkað en bændurnir á Löngumýri á Skeiðum, þau Kjartan Ágústsson og Dorothee Lubecki framleiða vörurnar. Rabarbaraakrarnir á Löngumýri eru lífrænt vottaðir af vottunarstofunni Túni og er rabarbarinn undirstaðan í öllum vörum Rabarbía. Vörurnar sjálfar bera ekki lífræna vottun enn sem komið er en stefnt er að ...

Laugardaginn 13. desember kl. 14.00 heldur Paul Hawken opinn fyrirlestur í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu 15, í Bókasal á annarri hæð. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir!

Björk Guðmundsdóttir frumflutti lag sitt Náttúra á vinnufundi um íslenskt samfélag, sem hún skipulagði í október. Lagið var síðan selt á vef Nattura.info. Ágóðinn af sölunni fer í að flytja til landsins ...

Skýrsla Germanwatch - Greinargerð Náttúruverndarsamtaka Íslands

Samkvæmt árlegri skýrslu þþsku umhverfissamtakanna Germanwatch yfir frammistöðu ríkja í baráttunni gegn loftslagsbreytingum fellur Ísland úr þriðja niður þrettánda sæti.

Könnun Germanwatch
nær til 157 ríkja sem ábyrg eru fyrir 90% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Þar á meðal eru öll OECD-ríki.

Ísland lækkar á lista Germanwatch eru af tvennum ástæðum. Í fyrsta lagi nær ...
10. desember 2008

Það sem áður var skilgreint sem úrgangur eða rusl er í dag hráefni eða auðlind fyrir aðra framleiðslu. Úrgangur og rusl er ekkert annað en auðlind á villigötum. Næstum allt er hægt að endurnota eða endurvinna en best er að forðast að kaupa „rusl“. Flest sveitarfélög taka á móti helstu endurvinnsluflokkum og er þar stuðst við Fenúrflokkana. Með skipulagi heimafyrir ...

Smíðafélagið ehf í Keflavík hefur um nokkurra ára skeið endurnýtt tréspænir sem falla til á verkstæðinu og framleitt úr þeim eldivið fyrir arna og kamínur. Eldiviðarkubbarnir eru úr samanpressuðu sagi og spænum, án allra aukaefna. Bruni kubbanna er hægur og neistalaus. Eldiviðarkubbarnir eru náttúrulegur eldiviður úr efni sem annars væri sópað í ruslið og hent á haugana. 

Sjá vef Smíðafélagsins ...

Að tilstuðlan Bjarkar Guðmundsdóttur sameinuðust virkustu náttúruverndaröfl Íslands í áskorun til Össurar Skarphéðinssonar um að beita sér fyrir náttúruvernd.

Áskorun til ferðamálaráðherra um að beita sér fyrir náttúruvernd !

Náttúruvernd samtvinnuð ferðaþjónustu er öflug leið til að markaðssetja Ísland sem áhugaverðan áfangastað fyrir ferðamenn.

Náttúran er okkar mikilvægasta auðlind og sú náttúruverndarbarátta sem háð hefur verið undanfarin ár og áratugi er ...

Hér í vefversluninni, á Náttúrumarkaðinum, er úrval af Svansmerktum rekstrarvörum sem fyrirtækið Servida flytur inn.

Markmiðið með Svaninum, Norræna umhverfismerkinu, er að auðvelda þér og öðrum neytendum að velja vörur sem hafa sem minnst skaðleg áhrif á umhverfið. Kröfur Svansins miðast við allan lífsferil vörunnar/þjónustunnar, frá vöggu til grafar. Það þýðir að áhrif vörunnar eru metin allt frá hráefni ...

14. nóvember 2008

Saga Medica ehf gerði í dag samning um dreifingu á vörum sínum í Norður Ameríku og Bretlandi en fyrirtækið hefur um langt skeið stefnt að því að koma vörum sínum á framfæri á erlendum mörkuðum. Vörurnar verða í smásölu á netinu en hvannartöflurnar SagaPro verður fyrsta varan til að fara formlega í dreifingu og sölu í Bandaríkjunum. SagaPro hvannartöflur eru ...

Á Náttúrmarkaðinum hér á vefnum eru nú fáanlegar tvær vörur frá Urtasmiðjunni á Svalbarðsströnd. Urtasmiðjan fékk nýlega vottun um að jurtirnar sem notaðar eru í framleiðsluna séu tíndar á landi í lífrænni/sjálfbærri aðlögun. Meðal jurtanna má nefna blágresi, blóðberg, vallhumal og ætihvönn. Vottunin tryggir að meðferð lands og nytjastofna sé í samræmi við kröfur um sjálfbæra nýtingu. 

Skoðið Græðismyrslið ...

Söfn, setur, sýningar, gestastofur, garðar, gallerí, matsölustaðir og matarverkefni verða í forgrunni á Suðurlandi helgina 7.-9. nóvember á Safnahelgi Suðurlands. Framboðið er mikið og fjölbreytilegt, allt frá listsýningum til markaða og fjölskylduleikja, tónleika og hlaðborða.

Á vefnum sofnasudurlandi.is má lesa sig nákvæmlrga til um dagskrána, hver býður uppá hvað hvar, klukkan hvað og hvernig. Hér á græna kortinu ...

Á Náttúrumarkaðinum, vefversluninni hér á vefnum fæst umhverfisvænn þvottalögur „Bjarmi“ en hann er framleiddur af Kaupverki ehf. Sápuóperunni á Hvolsvelli.

Bjarmi er handunnin íslensk framleiðsla án allra ilm- og litarefni eða annara aukaefna. Bjarmi hefur reynst mjög vel til allra mögulegra þrifa og vinnur vel á erfiða bletti og erfiða fitu. Bjarmi fæst í tveimur stærðum: Sjá Bjarma í 5 ...

Náttúrulækningafélagið opnaði nýlega verslunina og veitingastaðinn Krúsku við Suðurlandsbraut 12. 

Tilgangur staðarins er að bjóða upp á úrval lífrænna tilbúinna rétta, meðlæti, eftirrétti, súpur og salöt auk heimabakaðs brauðs. Hægt er að borða á staðnum, fá sent eða tekið með í vinnuna eða heim. Krúska býður upp á úrvals grænmetis- og kjúklingarétti auk þess sem þar eru seldar vottaðar lífrænar ...

Barack Obama var í nótt kjörinn 44. forseti Bandaríkjanna. Griðarleg fagnaðarlæti brutust út um gervöll Bandaríkin þegar að úrslitin voru ljós. Ríki um allan heim fagna einnig og sjá Bandaríkin í nýju ljósi vonar og bjartsýni en eitt aðalslagorð Obama í kosningunum var „CHANGE“.

Obama hefur boðað róttækar aðgerðir gegn lofslagsbreytingum en hann mun nú á næstu árum hafa tækifæri ...

„Nýjar leiðir í atvinnusköpun á umbrotatímum“ var yfrisögn kynningar samvinnuverkefnis nema úr Listaháskólanum og Háskólanum í Reykjavík í Þjóðleikhúskjallaranum í gær föstudag. Hugmyndin var að kynna hugmyndirnar fyrir dómnefnd Klaks nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins og fjárfestum eins og um raunverulega viðskiptahugmyndir væri að ræða. Auðvitað geta hugmyndirnar einnig þróast í að verða framleiðsluverkefni en framtíðin mun skera úr um það, alveg eins ...

Orð dagsins 28. október 2008.

Heimurinn ætti að geta verið orðinn alveg óháður jarðefnaeldsneyti árið 2090, ef marka má nýja skýrslu sem Greenpeace og Evrópuráðið um endurnýjanlega orku (EREC) kynntu í gær, undir yfirskriftinni „Energy [r]evolution“. Til þess þarf þó að koma til gríðarleg fjárfesting í orkugeiranum fram til ársins 2030. Samkvæmt skýrslunni ætti markaðshlutdeild endurnýjanlegrar orku að geta ...

Fyrr í mánuðinum fékk Elding / Hvalaskoðun Reykjavík ehf. fullnaðarvottun Green Globe „Green Globe Certified“. Fyrirtækið hefur  unnið að þessu markmiði síðastliðin tvö ár. Green Globe setur viðmið um umhverfis- og samfélagslega frammistöðu fyrirtækjanna í þeim tilgangi að þau fái vottun og bæti sig sífellt á því sviði.

Helstu markmið Eldingar eru:

  • Kappkosta að finna lítið/minna mengandi orkugjafa fyrir dagleg ...

Eftirfarandi ávarp flutt Guðmundur M. H. Beck á ráðhústorginu á Akureyri þ. 25. október sl.

Ég finn mig knúinn til að ávarpa ykkur hér í dag. Við erum hér saman komin á alvarlegum tímamótum í sögu ungrar þjóðar. Á aðeins 17 árum höfum við lifað nýja Sturlungaöld þar sem misvitrir valdagráðugir menn hafa misbeitt valdi sínu og sóað auðlindum þjóðarinnar ...

Á vef Orkseturs er að finna reiknivél sem hjálpar þér að reikna út hve mikið þú sparar í krónum og aurum við það að skipta út gluggum í húsinu þínu eða velja strax rétta gerð af gluggum. Það er þess virði að sjá hvernig vel einangrandi gluggar spara peninga fyrir heimilið áratugum saman. En sparnaðurinn er ekki einungis þinn heldur ...

24. október 2008

Að gerast græn er ekki eitthvað sem maður montar sig af. Það er mjög mikilvægt. Mórölsk skylda hvers manns og mikill ábyrgðarhlutur! Þess vegna erum við rosaleg glöð að tilkynna að MAD GERIST GRÆNT!  Ekki hafa áhyggjur, við ætlum ekki að birta heilsíðuauglýsingar, en þú átt eftir að lesa um þetta á auglýsingaskiltum, á strætó og á veggspjöldum í neðanjarðarlestunum ...

Fjölmenningarsamfélagið Ísland spratt fram á örfáum árum. Nú er að verða breyting þar á þar sem farandverkamenn og heilu fjölskyldur innfllytjenda flþja nú land svo hundruðum og þúsundum skiptir. Sumir vegna þess að þeim hefur þegar verið sagt upp störfum og aðrir vegna þess að þeir sjá sér og sínum ekki lengur hag í því að vera hér áfram. Fyrir ...

Í dag kynnti Steve Jobs nýja línu í ferðavélum frá Apple. Vélanna hefur verið beðið með nokkuri eftirvæntingu þar sem sögur gengu af nýju framleiðsluferli. Vélarnar eru í húsi sem unnið er úr heilli blokk úr áli. Það léttir vélina og einfaldar framleiðsluna með minni  útblæstri á hverja framleidda tölvu. Leiðslur eru án PVC. Eins er notað gler án arseniks ...

14. október 2008

Sunnudaginn 12. október kallaði Björk Guðmundsdóttir og samstarfshópur um Náttúra.info saman hóp fólks og stefndi til vinnubúða í Háskólann í Reykjavík. Tllefnið var að velta upp möguleikunum sem eru í stöðunni hér á landi til framýróunar og nýsköpunar.

Náttúran.is, Klak nýsköpunarmiðstöð, atvinnuþróunarfélög víðs vegar af landinu, listamenn, frumkvöðlar og fjárfestar tóku þátt í vinnunni sem verður áfram haldið ...

Hrun á peningamörkuðum hefur haft gríðarleg áhrif á okkur öll og margir góðir menn og konur eru á barmi gjaldýrots og fyrirtæki í mörgum geirum að verða óstarfhæf. Það er þó mikilvægt að loka sig ekki af með vandamálin heldur fara út á meðal fólks og borða hollan og góðan mat til að styrkja taugar og kropp.

Á höfuðborgarsvæðinu er ...

 

Afhending vöru
Allar vörur eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun, sé pantað fyrir kl. 12:00 á hádegi ellegar næsta virka dag á eftir. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Náttúran er ehf ...

12. október 2008

Á síðum Treehugger.com, einum flottasta umhverfisvef í heiminum í dag segir:

Sigurrós fer í hljómleikaferð til Japan í næsta mánuði, og þegar er uppselt á alla tónleikana. Þeir munu spila eina aukatónleika, sem lýsir vel þeim gífurlegu vinsældum sem hljómsveitin ný tur nú um allan heim. Eins og við vitum er Ísland lítið land með stór vandamál, efnahagslega. Sigur ...

Orð dagsins 9. október 2008.

Sérfræðingar á sviði umhverfismála ættu að sitja í stjórn allra fyrirtækja. Slík ráðstöfun væri ekki aðeins góð fyrir umhverfið, heldur einnig rekstur fyrirtækjanna. Bætt umhverfisframmistaða fyrirtækja stuðlar ekki aðeins að verndun mikilvægra tegunda lífvera, því að um leið minnkar úrgangur, ný störf skapast og hagnaður eykst. Þetta kom fram í máli Valli Moosa, forseta alþjóðanátturuverndarsamtakanna ...

Það er orðið lþðum ljóst að þenslustefnan er búin að slíta þolmörk sin rækilega. Nú er lykillinn að framtíð með jafnvægi og stöðugleika sjálfbærni i landbúnaði, sjávarútveg og iðnaði. Og helst að standa að framkvæmdum með aðferðafræði Páls Óskars, eiga fyrir framkvæmdum. Þeir fjárfestar sem koma standandi úr tromlu gjaldýrota og uppjöra ættu að huga að því. Scott Adams hefur ...

09. október 2008

Í umræðu undanfarinna daga hefur ýmislegt skotið upp kollinum. Almenningur veltir fyrir sér hvernig svona hlutir geta eiginlega gerst þegar okkur hefur varið talin trú um að bankar séu sterkar og stöðugar stofnanir sem beri hag almennings og sérstaklaga „þinn“ fyrir brjósti. Ýmsir hafa reynt að benda á að ótrúleg þensla bankanna byggi ekki á traustum grunni. Að rétt sé ...

09. október 2008

Gálgahúmor á nú kannski ekki við þess dagana en ýmislegt annað hljómar óviðkunnanlega og merking peninga er að umbreytast í hugum fólks og ekki bara þar. Sumir segja að kapitalisminn hafi hreinlega runnið sitt skeið og nú verði að koma til nýtt hagkerfi, nýtt konsept. Félagasamtök og stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar vinna nú að því að reyna að hugsa skýrt ...

Marorka hlaut í umhverfisverðlaun Norðarlandaráðs í dag en fyrirtækið var eitt af 37 einstaklingum og fyrirtækjum sem tilnefnd voru til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs í ár.

Þetta er í fjórtánda sinn sem norrænu náttúru- og umhverfisverðlaunin eru veitt. Verðlaunafé nemur 350.000 dönskum krónum. Þema umhverfisverðlaunanna í fyrra var sjálfbært borgarumhverfi og komu verðlaunin þá í hlut danska sveitarfélagsins Albertslund.

Náttúru- og ...

Verkefnið Beint frá býli fór af stað fyrir nokkrum árum fyrir tilstuðlan Landbúnaðarráðuneytisins undir handleiðslu Bændasamtaka Íslands en hefur nú verið landað í hendur bændanna sjálfra sem stofnað hafa Beint frá býli - Félag heimavinnsluaðila en félagið var stofnað að Möðrudal á Fjöllum nú í byrjun árs. Sjá þátttakendur og staðsetningu hér á grænum síðum og grænu Íslandskorti.

Merki félagsins var ...

Í ljósi algerlega nýrra aðstæðna er nauðsynlegt að skoða stöðuna og velta upp spurningunni hvað peningar eiginlega séu. Staðreyndin er að vandamál peningaumhverfisins nú eru ekki byggðar á tímabundnum vandræðum sem strauja má á stuttum tíma. Vandamálið leysist kannski ekki við það að flett hefur verið ofan af leyndarmálinu á bak við hugmyndina að peningum en það gefur allavega möguleika ...

Bilun mun valda því að Járnblendiverksmiðja Elkem á Grundartanga spúir út meiri mengun en að jafnaði. Dregið hefur verið úr framleiðslu og unnið er að viðgerð. Nokkuð virðist vera um bilanir í hreinsibúnaði verksmiðjunnar og hlýtur að þurfa að taka slíkar uppákomur með í losuanrheimildir stórðiðjuvera.
06. október 2008

Í grein á Green Guide síðum The National Geographic er öfundast út í Íslendinga fyrir að eiga gnægt orku en yfirsögn greinarinnar sem birtist þ. 28. ágúst á síðum thegreenguide.com er Iceland's Energy Eden.

„Ímyndið ykkur stað þar sem hægt er að fara í heita sturtu án þess að vera með slæma samvisku; þar sem það að skrúfa ...

Jóhannes Gunnarsson hjá Neytendasamtökunum hefur verulegar áhyggjur af skuldabyrði heimilanna nú þegar lán hækka nær stjórnlaust. Hann hvetur viðskiptaráðherra til að legga þegar í satð fyrir Alþingi frumvarp sem tekur á þessum vanda.  í 24 stundum er haft eftir honum: "Þetta frumvarp er tilbúið í ráðuneytinu og felur í sér að heimili sem komið er í greiðsluþrot af ástæðum sem ...

03. október 2008

Landvernd stóð fyrir kynningu á Vistvernd í verki fyrir atvinnulífið í sal Þjóðminjasafnsins miðvikudaginn 1. okt. Á fyrirlestrinum sögðu brautryðjendur Global Action Plan (GAP) í Evrópu, þau Marilyn og Alexander Mehlmann og Peter van Luttervelt, frá vinnustaðaverkefni GAP í Evrópu og víðar. Farið var yfir helstu þætti verkefnisins og rætt um mögulega þróun þess á Íslandi. Hollendingurinn Peter van Luttervelt ...

Fyrirtækið Grænar lausnir ehf við Mývatn var stofnað á árinu 2005 með það í huga að þróa aðferðir til framleiðslu á vörubrettum úr pappír og pappa. Eftir langt þróunarferi og 600 milljónir króna hefur verksmiðjan nú hafið framleiðslu á vörubrettum úr dagblaðaúrgangi en tilraunir leiddu í ljós að dagblöð henta ágætlega sem hráefni í bretti til vöruflutninga. Tæknin munu vera ...

Rauðpunktaherferð Glitnis sem dundi á þjóðinni í allt of langan tíma hefur nú loks verið sjúkdómsgreind og meðhöndluð sem „græðgi, sólund og forsjárleysi“.

Í annarri herferð bankans fyrir Save&Save sparnaðarreikninginn var einnig auglýst út í hið óendanleg að verið væri að bjarga náttúrunni þar sem bankinn myndi leggja 0,1 prósent mótframlag „til umhverfismála“ í Glitnir Globe, sjóð sem á ...

Gísla Tryggvasyni talsmanni neytenda var boðið til Silfur Egils í hádeginu á sunnudaginn og dró hann þar fram skýra mynd af stöðu mála neytenda í landinu. Gísli kallaði eftir aðgerðum „strax“ því staða heimilanna væri nú þannig orðin að fólk gæti hreinlega ekki mætt fjárhagslegum skuldbindingum sínum sem hækkað hafa um tugir prósenta við hrun krónunnar og vaxtaprósentuna á undanförnum ...

Vatnsverksmiðja Icelandic Water Holdings ehf. var gangsett á föstudag en verksmiðjan mun veita um 60 manns vinnu og annar hún í fyrsta áfanga átöppun um hundrað milljón lítra af vatni á ári og áætlanir eru um að auka framleiðslugetuna verulega þegar fram líða stundir. Verksmiðjan er í landi Hlíðarenda í Ölfusi við Þorlákshöfn og er um 6.700 fermetrar að ...

Í frétt í 24 stundum í dag er fjallað um að snyrtivöruframleiðandinn Clarins skoði nú möguleikann á því að framleiða vörur sem Birgir Þórðarson hjá Sunnan Vindum hefur þróað fyrir nuddstofuna Nordica Spa um nokkurra ára skeið. 

Um „eldfjallameðferðina/Volcano treatment - the power of Icelandic nature“ sem boðið er upp á á Nordica Hilton Spa segir Birgir þetta í stuttu ...

Í grein á heimasíðu HB Granda koma fram upplýsingar um væntanlega vottun árbyrgra fiskveiða við Ísland. Í undirbúningshópi eru taldir: dr. Kristján Þórarinsson frá LÍÚ og varaformaður Fiskifélags Íslands, sem er formaður hópsins, Guðbergur Rúnarsson frá Samtökum fiskvinnslustöðva, Rúnar Þór Stefánsson frá HB Granda, Gunnar Tómasson frá Þorbirni hf., Örn Pálsson frá Landssambandi smábátaeigenda og Steinar Ingi Matthíasson frá sjávarútvegs- ...

24. september 2008

Nú er lokið ráðstefnunni Driving Sustainability '08 sem haldin var dagana 18. og 19 september s.l. Fjölmargir fyrirlesarar úr ýmsum áttum kynntu markið fyrirtækja sinna eða tjáðu skoðanir sínar á þróun tækni til vistvænni aksturs. Margir vilja, með nokkrum sanni, meina að akstur verði aldrei vistvænn. En það er líka ljóst að ekki getur haldið fram sem horfir því ...

21. september 2008

Náttúran.is kynnir græna Íslandskortið á ráðstefnunni Driving Sustainability á Hilton Reykjavík Nordica dagana 18. -19. september.

Green Map byggir á kerfi 169 tákna sem sameina náttúru- og manngert umhverfi og sem hægt er að nota á mismunandi hátt. Í íslensku kortagerðinni höfum við metið hvert og eitt tákn miðað við íslenskar aðstæður, valið úr þau sem helst eiga við ...

17. september 2008

Á Sjávarútvegssýningunni sem haldin verður 2.-4. október nk. mun íslenskt umhverfismerki fyrir fiskafurðir verða kynnt til leiks. Merkið á að vísa til íslensks uppruna afurðanna og ábyrgra fiskveiða. Heimilt verður að nota það á öllum mörkuðum fyrir sjávarafurðir. Merkið má einnig nota á afla íslenskra fiskiskipa úr deilistofnum sem lúta heildarstjórnun. Frá þessu er skýrt í frétt frá Fiskifélagi ...

Vikuna 15. – 19. september verður haldin endurvinnsluvika í fyrsta sinn á Íslandi. Úrvinnslusjóður stendur að átakinu í samvinnu við umhverfisráðuneyti, menntamálaráðuneyti, Sorpu, Gámaþjónustuna, Íslenska gámafélagið og Endurvinnsluna.

Lögð verður áhersla á að kynna mikilvægi endurvinnslu fyrir íslenskt samfélag, sérstaklega á pappa, pappír og plasti. Sérstök áhersla verður lögð á kynningu fyrir unglinga þar sem kannanir benda til að fólk á ...

Breska fyrirtækið Natracare hefur á undanförnum árum unnið brautryðjendastarf við þróun á umhverfisvænum lausnum til framleiðslu á hreinlætusvörum. Natracare framleiðir dömubindi af öllum gerðum, brjóstapúða fyrir mæður með börn á brjósti, tíðatappa, blautþurrkur og nú eru bleiur á teikniborðinu hjá Susie Hewson frumkvöðli fyrirtækisins.

Nú hefur Natracare fengið umhverfisvottunina Svaninn á allar vörur sínar sem gera þær enný á áhugaveraðari ...

Að fara í réttir var fastur liður í lífi flestra Íslendinga, fyrir ekki svo löngu síðan. Við réttir hittast sveitungar og fagna því að fé sé komið af fjalli og stutt í ný slátrað. Oft er kátt í réttunum og gaman fyrir börn og fullorðna að upplifa óðagotið og lætin. „Oft er miðað við að réttað sé föstudag eða fimmtudag ...

Til þess að stuðla að sjálfbærri þróun ber okkur að hugsa um velferð jarðarinnar og íbúa en ekki eingöngu okkur sjálf. Vörur sem merktar eru sanngirnismerki eiga að hafa uppfyllt strangar kröfur um réttlátt verð til bændanna, til umhverfisins, lýðræðis og vinnuumhverfis. Sem dæmi um merki eru Max Havelaar, Rättvisemärkt og Hand in hand sem er eigið sanngirnisvottunarmerki fyrirtækisins Rapunzel ...

06. september 2008

Sýning í anddyri Norræna hússins í Reykjavík frá 06.09. -14.09.2008.

Tilgangur grænna korta víða um heim er að gera vistvæna kosti á sviði viðskipta, menningar og ferðaþjónustu sýnilegri og aðgengilegri. Græn kort hafa nú verið þróuð í 475 borgum, þorpum og hverfum í 54 löndum. Ísland er fyrsta „landið“ til að þróa grænt kort fyrir allt landið ...

Að undanförnu hefur Náttúran.is greinilega náð athygli kennara í skólum landsins. Mikið er hringt og spurt um hvort nota megi upplýsingar af vefnum og af Náttúruspilunum okkar til kennslu og kynningar á hinum ýmsu umhverfisþáttum daglegs lífs.

Náttúran.is gefur að sjálfsögðu leyfi til slíks enda hlutverk vefsins að rata sem viðast og hafa sem mest áhrif á neysluvenjur ...

Hér í vefversluninni, á Náttúrumarkaðinum, er úrval af Svansmerktum heimilis- og rekstrarvörum sem fyrirtækið Servida flytur inn.

Markmiðið með Svaninum, Norræna umhverfismerkinu, er að auðvelda þér og öðrum neytendum að velja vörur sem hafa sem minnst skaðleg áhrif á umhverfið. Kröfur Svansins miðast við allan lífsferil vörunnar/þjónustunnar, frá vöggu til grafar. Það þýðir að áhrif vörunnar eru metin allt ...

31. ágúst 2008

Vorið 2008 hófst samvinna milli Náttúrunnar og Önnu Karlsdóttur lektors í mannvistarlandfræði og ferðamálafræðum við Verkfræði og Náttúruvísindasvið Háskóla Íslands um gerð Græns Íslandskorts/Green Map og fjámagnaði Háskóli Íslands einnig hluta verksins. Sjá vef Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands.

Náttúran.is þakkar kærlega fyrir stuðninginn!

Á facebook má sjá þessa tilkynningu:

Nú hafa yfir 1000 manns skráð sig í Samtök um bíllausan lífsstíl og tími til kominn að gefa þeim líf utan Facebook.

Miðvikudaginn 20. ágúst kl. 20:30, á efri hæðinni á Kaffi Sólon, verður undirbúningsfundur fyrir alla þá sem vilja leggja hönd á plóginn (eða orð í belg) við stofnun formlegra samtaka.

Ég ...

Bergur Sigurðsson framkvæmdastjóri Landverndar sagði í gær að það veki undrun sína hve margir ráðamenn og leyfisveitendur séu reiðubúnir til þess að gera upp hug sinn og taka afstöðu til matsskyldra framkvæmda þó fullkomin óvissa ríki um umhverfisáhrifin“. Hann segir ennfremur að þessi viðhorf komi í veg fyrir að lögin um mat á umhverfisáhrifum ný tist sem tæki í ákvörðunartöku ...

Osteópatía – Osteopathy, er meðferðarform þar sem áhersla er lögð á heilsu alls líkamans til að meðhöndla og styrkja stoðkerfið, sem eru liðir, vöðvar og hryggur. Markmiðið er að hafa jákvæð áhrif á tauga-, blóðrása- og vessakerfið. Meðferðin er heildræn og ekki er aðeins löggð áhersla á að meðhöndla sjúkdómseinkennin heldur er notast við tækni til að koma jafnvægi á öll ...

08. ágúst 2008

Grænt Íslandskort/Green Map en samvinnuverkefni Náttúran.is og alþjóðlega verkefnisins Green Map Systems og Land- og ferðamálafræðistofu Háskóla Íslands. Græna Íslandskortið byggist á flokkunarkerfi Green Map og umfangsmikilli forvinnu Náttúran.is við skráningar aðila á Grænar síður og slær smiðshöggið á kortlagningu vistænna kosta í viðskiptum og ferðamennsku á Íslandi. Kortið birtist á íslensku á Náttúran.is og á ...

Í frétt á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að prentsmiðjan hjá GuðjónÓ hafi fengið endurnýjað Svansleyfi sitt, í þetta skiptið fyrir prentsmiðjuna í heild, en reglum Svansins var breytt á síðasta ári, þannig að slíkt varð mögulegt.

Hjá GuðjónÓ, vistvæn prensmiðja, fékk fyrst vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins í ársbyrjun 2000. Skilyrði fyrir að fá Svansmerkingu eru hert á nokkurra ára fresti ...

Þrjár af hverjum fjórum bílferðum á Íslandi eru styttri en þrír kílómetrar. Það er best að aka sem minnst. Notaðu reiðhjól til þess að fara í lengri ferðir. Leyfðu börnunum að hjóla í skólann. Sniðugt er að kaupa línuskauta og/eða reiðhjól handa fjölskyldunni þannig að minna þurfi að fara stuttar vegalengdir á bíl. Sniðugt er að ræða við aðra ...

Lífrænar matvörur, þ.á.m. ávextir, grænmeti og mjólk, geta verið næringarríkari en matvörur sem ekki eru lífrænar, samkvæmt breskri rannsókn vísindamanna.

Fyrstu niðurstöður úr 12 milljóna punda rannsókn sýndu fram á að lífrænir ávextir og grænmeti innihéldu 40% meiri andoxunarefni, samkvæmt Carlo Leifert, prófessor við háskólann í Newcastle sem stjórnar verkefninu Quality Low Input Food.
Meiri munur fannst í ...

17. júlí 2008

Bændur og aðrir framleiðendur eru í auknum mæli farnir að efna til markaða þar sem framleiðsluvörur þeirra eru á boðstólum. Vörurnar eru ýmist matvara, blóm, jurtir eða handverk af ýmsum toga. Hér er listi yfir þá markaði sem vitað er um í sumar:

Í Mosskógum Dalsseli Mosfellsbæ, hefur verið starfræktur vinsæll bændamarkaður til fjölda ára og þangað kemur fjöldi íbúa ...

Nú hafa veðurkort bæst við þjónustu Náttúrunnar. Nýlega opnaði Veðurstofa íslands fyrir þann möguleika að aðrir vefir gætu birt gagnvirk kort Veðurstofunnar. Náttúran.is nýtir sér þessa þjónustu með ánægju og vonar að þetta framtak gleðji gesti og gangandi. Bæði er um að ræða hefðbundna veðurspá og veðurathuganir auk veðurþáttaspár sem mörgum finnst gagnlegri. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að ...

Frá og með árinu 2012 verður allt flug til og frá EES-svæðinu skattlagt vegna kolefnislosunar skv. tilskipun sem samþykkt var í Evrópuþinginu nú í vikunni. Flugfélögin munu þá þurfa að greiða kolefnisskatt fyrir 15% af losun sinni. Ennfremur munu flugfélögin þurfa að draga markvisst úr útblæstri eða um 3% á árinu 2012 og síðan um 5% árlega til 2020.

Reiknað ...

34. leiðtogafundur G8-ríkjanna

Í gær hófst 34. leiðtogafundur G8-ríkjanna í Toyako borg á Hokkaido eyju í Japan. Á dagskrá fundarins eru m.a.umhverfis- og efnahagsmál og þróunaraðstoða við fátækustu löndin. Eitt aðalviðfangsefni fundarins er matvælaskorturinn í heiminum og síhækkandi olíuverð. Leiðtogar Afríkuríkin hvöttu iðnveldin á hádegisfundinum í gær til að gera ráðstafanir vegna hækkandi matar- og olíuverðs enda ...

Nú er sumarbústaðatíminn í hámarki og margir með hugann við orku og þægindi. Hér á landi er víðasthvar nokkur vindur alla daga og vindorka því stöðugri kostur en sólarrafhlöður til orkuvinnslu. Sumir hafa veðjað á báða kostina enda sjaldgæft að hvorugt sé til staðar. Mikil þróun hefur átt sér stað í búnaði og komnar á markað litlar vindmyllur sem eiga ...
Þessi litli lóuungi var á vappi í Grímsnesinu í dag, sennilega í leit að móður sinni. Unginn stikaði stórum skrefum í háu grasinu og var á hraðferð út í heim. Heiðalóan [Pluvialis apricaria] kemur til landsins snemma vors og boðar sumarið. Þegar sést til fyrstu lóunnar er vorið sannarlega komið. Lóan yfirgefur landið í lok október og er þá stutt ...
Á Íslandi eru starfandi fjölmörg umhverfis- og náttúruverndarfélög og grasrótarsamtök:
NSÍ-Náttúruverndarsamtök Íslands, NV-Náttúruverndarsamtök Vesturlands, NAUST-Náttúruverndarsamtök Austurlands, SUNN-Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, NSS-Náttúruverndarsamtök Suðurlands, NVV-Náttúruverndarsamtök Vestfjarða, Landvernd, Náttúruvaktin, Íslandsvinir, Framtíðarlandið, Saving Iceland, Sól á Suðurlandi, Sól í Straumi, Sól á Suðurnesjum, Sól í Hvalfirði, Sól í Flóa o.fl.
30. júní 2008

In just a couple of hours you will be able to view Náttúran.is in an English version under the url Nature.is. The Nature.is - an eco-conscious network team has been working relentlessly at translations for months now and it is finally getting there.

Nature.is presents local and global news and practical tips on; nature, health related issues ...

Grænt Íslandskort er samvinnuverkefni Náttúran.is og alþjóðlega verkefnisins Green Map Systems™ og Háskóla Íslands. Græna Íslandskortið byggist á flokkunarkerfi Green Map og umfangsmikilli forvinnu Náttúran.is við skráningar aðila á Grænar síður og slær smiðshöggið á kortlagningu vistænna kosta í viðskiptum og ferðamennsku á Íslandi. Kortið birtist á íslensku á Náttúran.is og á ensku á Nature.is í ...

Björk, Sigur Rós, Ólöf Arnalds, Ghost Digital og Finnbogi Pétursson koma fram á útitónleikum í Laugardal í kvöld. Tónleikarnir hefjast í brekkunni fyrir ofan Þvottalugarnar kl. 17:00 og standa til kl. 22:30 Listamennirnir vilja með þeim vekja athygli á náttúru Íslands og náttúruvænum atvinnugreinum.

Tónleikahaldarar treysta því að umhverfisvænir tónleikagestir sýni vistvernd í verki og gangi vel um ...

The idea for Nature.is was born during the ‘lost’ fight for the preservation of Kárahnjúkar during the winter of 2002-3 and has been developing ever since. The idea is based on the fact that by raising environmental awareness and the environmental participation of the general consumer it is possible to use the market forces to solve many of the ...

Fréttagátt fyrir alla
Náttúran.is er óháður regnhlífarvefur og birtir skoðanir allra sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri. Hver sem er getur sent inn frétt og tilkynnt um viðburð. Þær fréttir sem birtar eru á Náttúrunni verða að birtast undir nafni höfundar og ber höfundur einn ábyrgð á skrifum sínum.

Siðferðileg mörk
Náttúran áskilur sér rétt til að taka ...

Fimmtudaginn 26. júní kl. 20:00-22:00 kynnir Jenný Karlsdóttir, handverkskona og kennari mynsturbækur sínar í Marínu Strandgötu 53 Akureyri og hægt er að skoða hvernig nýta má mismunandi mynstur í margs konar hráefni og hugmyndir.

Sveinbjörg Hallgrímsdóttir, myndlistarmaður verður einnig á staðnum og kynnir ný útkomin listaverkakort sín. Sýnt verður hvernig hægt er að nota mynstur í merkingar og ...

Urmæðan um vistænt eldsneyti tekur reglulega kippi og dalar svo aftur í umræðunni hér á landi. Nokkrar atrennur hafa verið gerðar til að fá stjórnvöld til að rýmka fyrir tollum á bíla sem ganga fyrir vistvænni orku en olíu en útkoman varð sú að rýmkað var fyrir tollum á pallbílum sem gerði landann snarvitlausan í þau tæki. Afleiðingarnar urðu svo ...

Náttúran.is vinnur nú að gerð íslenskrar útgáfu græns korts eða Green Map sem er alþjóðlegt samstarf um kortlagningu umvherfisvænnar þjónustu og náttúruverðmæta. Það er Anna Karlsdóttir lektor við HÍ sem er í forsvari fyrir Green Map hérlendis. Grænar síður Náttúrunnar eru eina heildstæða samantektin á vottaðri starfssemi og umvhverfismeðvituðum rekstri hérlendis og þótti því henta vel að nýta þau ...

Í dag var margt um manninn skammt frá bökkum Þjórsár í landi Skaftholts í Gnúpverjahreppi en Sól á Suðurlandi og Náttúruverndarsamtök Suðurlands höfðu boðað til gróðursetningar þúsund bjarka í landi Skaftholts.

Þúsund bjarkir voru gefnar af Garðyrkjustöðinni Sunnu á Sólheimum. Í Bjarkarlundinum miðjum var síðan plantað þyrnirósum sem tákni fyrir hljómsveitina Sigur Rós. Skógræktin tengist söngkonunni Björk og hljómsveitinni Sigur ...

Í dag var Auðlind - Náttúrusjóður kynntur við hátíðlega athöfn í Þjóðminjasafni Íslands. Fjöldi manns var viðstaddur kynninguna og andi náttúruverndar og bjartsýni ríkti í salnum þegar að þau Andri Snær Magnason, Þórunn Sveinbjarnardóttir, frú Vigdís Finnbogadóttir og Guðmundur Páll Ólafsson fluttu erindi um gildi auðlindarinnar „náttúru“, hver með sínum áherslum og lagi. Í stuttu máli er hlutverk sjóðsins að stuðla ...

Í nótt, nákvæmlega 23:59, verða samkvæmt almanaki Háskólans sumarsólstöður. Þá er sól hæst á lofti við sólarlag. Á morgun tekur daginn svo aftur að stytta þó það verði reyndar ekki fyrr en eftir 3 mánuði að dagur verði skemmri en nóttin. Jónsmessa er svo þann 24. júni n.k., aðfararnótt þriðjudags. Ekki eru allir sammála um hvora nóttina velta ...

Almannavarnir hafa varað við umferð við Gunnuhver á Reykjanesi. Þar hafa enn orðið breytingar á jarðhitasvæðinu og hefur vegi þangað verið lokað. Svæðið er varhugavert fyrir fótgangandi og útsýnispallur og stígar ekki nothæfir. Miklar breytingar hafa verið á svæðinu undanfarið og áður hefur verið varað við umferð þarna.

Það er rétt að hafa varann ávallt á þegar farið eru um ...

Þrátt fyrir mikinn viðbúnað, sérfræðinga og umhverfisráðherra á staðnum var björninn við Hraun veginn eftir að hann styggðist og hljóp í átt til sjávar var sagt í beinni útsendingu á Rás 1. þegar að atburðurinn átti sér stað.

Í frekari umfjöllunum hefur síðan komið fram að dýrið hafi hlaupið „í átt að fjölmiðlafólki“ en Stefán Vagn Stefánsson yfirlögregluþjónn nefnir það ...

Vatnsknúinn bíllDraumur okkar Íslendinga um að vera græn þjóð sem ekur um á vetni gæti fengið byr undir vængi fyrir tilstilli Japana. En þar í landi er komin á göturnar tilraunaútgáfa af ökutæki sem þarf aðeins loft og vatn sem orku. Enn sem komið er mun þynnu kerfið [membrane electrode assembly (MEA)] vera nokkuð dýrt eða um 18.000 U$D ...

Björk Guðmundsdóttir og Sigur Rós halda tónleika ásamt Ólöfu Arnalds í brekkunni fyrir ofan þvottalaugarnar í Reykjavík þ. 28.júní næstkomandi. Aðstandendum tónleikanna langar að bjóða öllum Náttúruverndarsamtökum til þátttöku. Leyfi hefur fengist hjá garðastjórum að koma upp tjöldum í samráði við þá á tónleikasvæðinu þar sem félögin geta kynnt sig og sína starfsemi og þau málefni sem eru efst ...

Fjölpóstur eru dagblöð og auglýsingaefni sem kemur óumbeðið í póstkassann okkar. Hvert heimili fær að meðaltali um 176 kg. inn um lúguna á ári. Þeir sem ekki telja sig hafa gagn af fjölpósti geta nú afþakkað hann á pósthúsum og fengið miða til að líma á póstkassann hjá sér um að ekki sé óskað eftir fjölpósti „Engan fjölpóst - takk!“. Nú ...

„Nú er tími til að hefja nýja sókn í gróðursetningu trjáa,“ sagði Gísli Marteinn Baldursson formaður umhverfis- og samgönguráðs eftir að hafa skrifað undir samkomulag við Skógræktarfélag Reykjavíkur um gróðursetningu 460 þúsund skógarplantna.

Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar og Skógræktarfélag Reykjavíkur gerðu með sér samning um gróðursetningu 460 þúsund skógarplantna í Heiðmörk, Esjuhlíðum og Úlfarsfelli. Plantað verður árin 2008, 2009 og ...

Í dag fagna sveitarfélögin á Snæfellsnesi og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull þeim tímamótum að fá vottun Green Globe sem sjálfbær og umhverfisvæn samfélög.
Snæfellsbær er fyrsta samfélag í Evrópu til að ná þessum áfanga og þau fjórðu í heiminum.

Sveitarfélögin á Snæfellsnesi eru: Eyja og Miklaholtshreppur, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Snæfellsbær, Stykkishólmsbær, Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull

Áður hafði Snæfellsnes áunnið sér Green Globe. Sjá hér á ...

Í dag voru fyrstu tíu skólfustungurnar teknar að kerskála álvers í Helguvík. Framkæmdastjóri Landverndar sagði atburðinn sjónarspil þar sem ekki er búið að tryggja orku né losunarheimildir fyrir þetta fyrirhugaða álver. Auglýst var ný verið eftir umsóknum um losunarkvóta og þykir ljóst að ekki fái allir sem vilja. Ósamstaða virðist meðal ráðherra Samfylkingar um málið þar sem Björgvin G. Sigurðsson ...

Fjárfestingarsjóðurinn Arev N1 hefur keypt upp fyrirtækið Yggdrasil en höfðu áður keypt helming í fyrirtækinu.

Fyrirtækið Yggdrasill var stofnað af Hildi Guðmundsdóttur og Rúnari Sigurkarlssyni en þau hjónin byrjuðu með litla verslun á horni Frakkastígs og Kárastígs árið árið 1986 og var tilgangurinn með stofnun félagsins að selja eingöngu lífrænt ræktaðar matvörur og aðrar vörur af bestu fáanlegu gæðum. Í ...

Náttúruleg leikföng eru þau leikföng oft kölluð sem framleidd eru úr náttúrulegum efnum.
Oft eru náttúrulegu efnin þó sjálf mettuð aukaefnum og máluð með óvistvænum og jafnvel skaðlegum efnum. Plastmýkingarefni svokölluð þalöt eru talin sérstaklega skaðleg heilsu barna þar sem þau eru í mörgum tilfellum lík hormónum í líkamanum og geta því haft hormónatruflandi áhrif.
Eldhemjandi efni og blýmagn yfir ...

03. júní 2008

Gríðarlegt los varð á grjóti og stórum björgum úr Ingólfsfjalli en upptök skjálftans voru einmitt í sprungu sem liggur suður og norður í gegnum fjallið. Stór björg rúlluðu niður hlíðar fjallsins og mikinn reykarmökk lagði af fjallinu á meðan á skjálftunum stóð og þar á eftir. Nokkur björg lentu ofan í skurðum og fóru hoppuðu einnig yfir skurði. Fjallið er ...

Við jarðskjálftann stóra á Suðurlandi þ. 29. maí sl. opnuðust nýir hverir á annars lítt virku hverasvæði fyrir ofan Garðyrkjuskóla ríkisins sem nú er hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands.

Um nokkra samliggjandi hveri er að ræða sem að sýna mikla virkni. Hverasvæðið fremst í Grænsdal/Grændal hafa einnig eflst við jarðhræringarnar og leggur mun meiri gufu upp frá efri hluta Hveragerðis ...

Íslenska geitin var flutt hingað til lands með landnámsmönnum en síðan hafa geitur ekki verið fluttar til landsins, þ.e. í 1100 ár. Stofninn telur í dag aðeins um 400 dýr, sem er trúlega einn minnsti einangraði geitastofn heims og er hann því í bráðri útrýmingarhættu vegna fæðar hér á landi. Geitin er talið elsta nytjadýr mannsins en geitamjólk er ...

Grænt bókhald er hvorki tískuhugtak né bóla heldur ákveðin viðurkennd aðferðafræði til að halda utanum mælanleg áhrif starfsemi fyrirtækja á umhverfið.

Landsvirkjun hefur staðið fyrir þróun á grænu bókhaldsforriti sem öllum er boðið að sækja, kynnast og nota að vild án endurgjalds. Aðeins þarf að óska eftir að fá forritið sent með tölvupósti á vef Landsvirkjunar. Skoða nánar á vef ...

Á Degi umhverfisins, þ. 25. apríl sl. var liðið eitt ár síðan að Náttúran.is fór í loftið. Til að kynna vefinn og innihald hans hönnuðum við svokölluð Náttúruspil, úrval góðra ráða af vefnum í formi stokks þá með 48 góðum ráðum. Spilunum var dreift víða en einungis í kynningarskyni. Nú á eins árs afmæli vefsins er fyrsta upplagið uppurið ...

Fátt er skemmtilegra en að fara í tjaldútilegu og njóta náttúrunnar beint í æð í góðra vina hópi. Á Íslandi má tjalda við aðalvegi og á óræktuðu landi yfir nótt. Á ræktuðu landi í einkaeign þarf leyfi. Ef tjöldin eru fleiri en 3 þarf leyfi, einnig ef tjalda á í fleiri en 3 nætur.
Að jafnaði er leyfilegt að tjalda ...

Á Náttúrumarkaðinum hér á vefnum bjóðum við upp á úrval af Svansmerktum hreinlætisvörum sem fyrirtækið Servida flytur inn.

Markmiðið með Svaninum, Norræna umhverfismerkinu, er að auðvelda þér og öðrum neytendum að velja vörur sem hafa sem minnst skaðleg áhrif á umhverfið. Kröfur Svansins miðast við allan lífsferil vörunnar/þjónustunnar, frá vöggu til grafar. Það þýðir að áhrif vörunnar eru metin ...

Vegna flutnings á vélbúnaði hþsingarþjónustu sem Náttúran skiptir við hafa því miður verið einhverjar truflanir á vefþjónustunni. Náttúran.is biðst velvirðingar á óþægindum af þessum völdum. Vonir standa til þess að af afloknum flutningum verði vefurinn hraðari og þjóni notendum enn betur.

Á vorin er tilvalið að fara úr feitara mataræði yfir í léttara. Ástæðan er sú að líkaminn hefur minni þörf fyrir feitan mat á vorin og sumrin. Létt mataræði fer einnig vel með líkamsrækt og útiveru sem eykst oft til muna á sumarmánuðunum. Ráðlagt er að minnka neyslu feits kjöts og neyta frekar meira af hvítu kjöti og sjávarfangi. Ferskt ...

Nú hefur Tesla Motors fært úr kvíarnar og eru að hefja sölu á Tesla Roadster bílnum í Evrópu. Roadstreinn frá Tesla er merkilegt farartæki sem afsannar margar bábiljur. Hann fer frá kyrrstöðu í 100Km/Klst á rúmum 3 sekúndum og getur ekið 320 Km á einni fyllingu. Ekki tanki heldur rafhleðslu. Þetta er semsagt rafbíll sem tekur jafnvel sprækustu bensínhákum ...

Á sýningunni Vistænn lífsstíll sem haldin var í Perlunni þ. 25.-26. apríl kynnti Marianne Guckelsberger verslunina Klausturvörur. Sérstaða verslunarinnar felst í innflutningi og sölu á vörum sem framleiddar eru í klaustrum víðs vegar í Evrópu. Mörg hráefnanna eru ræktuð í klausturgörðum á vistvænan eða lífrænan hátt og framleiðslan byggist á aldgömlum hefðum.

Kaþólsk klaustur hafa verið starfrækt í u ...

Í tilefni Dags umhverfisins þ. 25. apríl stóð umhverfisráðuneytið, SORPA og Úrvinnslusjóður fyrir sýningunni Vistvænn lífsstíll í Perlunni. Frú Vigdís Finnbogadóttir veitti m.a. bæklingnum Skrefi framar viðtöku en frú Vigdís er verndari Landverndar og flutti hugvekju í kjölfar móttöku bæklingsins. Eitt af því sem að hún tók til meðferðar í ræðu sinni var nafn Staðardagskrár 21 á Íslandi en ...

Á sýningunni Vistænn lífsstíll sem haldin var í Perlunni þ. 25.-26. apríl kynnti verslunin Börn náttúrunnar Demeter-vottuð leikföng, fatnað úr ull, silkislæður o.m.fl.

Börn náttúrunnar er í eigu fimm einstaklinga, heillar fjölskyldu. Fjölskyldumeðlimirinir heita; Sigrún Halldóra, John, Ynja Blær, Kara Lind og Þula Gló.

Verslunin er ofarlega á Skólavörðustígnum en hægt er að skoða hluta af því ...

Dagur umhverfisins var haldinn hátiðlegur á marga vegu á Íslandi í dag

Umhverfisverndarsinnar Samfylkingarinnar flykktust til byggingarsvæðis álvers í Helguvík og gróðursettu tvö tré, eitt nefnt Össur og hitt Þórunn, Gísli Marteinn Baldursson komst aftur í sviðsljósið með því að ætla að spyrja Reykvíkinga hvernig hægt sé að lifa „enn umhverfisvænna lífi“ í Reykjavík, Félag umhverfisfræðinga stóð fyrir málþingi um ...

Frétt umhverfisráðuneytisins frá í gær um mikla aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi lýsir fyrst og fremst því metnaðarleysi sem einkenndi loftslagsstefnu ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Samkvæmt loftslagsstefnu ríkisstjórnarinnar frá 6. mars 2002 skyldi dregið úr „…útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum með almennum aðgerðum og með breytingum á skattlagningu á dísilbílum, sem leiði til aukningar í innflutningi á ...

Á íbúafundi sem bæjarstjórn Hveragerðis efndi til í Grunnskóla Hveragerðis í gærkvöldi til kynningar og umræðu um áformaðar virkjanir Orkuveitu Reykjavíkurvið í Hverahlíð og við Bitruháls. Ingólfur Hrólfsson sviðsstjóri hjá Orkuveitunni kynnti áformaðar virkjanir, Eyþór H. Ólafasson formaður skipulags og byggingarnefndar kynnti sjónarmið Hveragerðisbæjar og Bergur Sigurðsson framkvæmdastjóri Landverndar lýsti sjónarmiðum náttúruverndarsinna.

Fundurinn stóð í heilar fjórar klukkustundir enda var ...

Á föstudaginn var birtist á heimasíðu Landsvirkjunar frétt um nýja stjórnarskipan fyrirtækisins. Þar á meðal var formaður Landverndar Björgólfur Thorsteinsson sem skipaður hefur verið fyrsti varamaður í stjórn Landsvirkjun. Að sögn Björgólfs bar boð um setu í stjórninni brátt að og var tekið með fyrirvara um að sátt væri um það í stjórn Landverndar.

Svart-hvítur raunveruleikinn kristallast í umræðunni sem ...

Meira en helmingurinn af sorpinu okkar getur brotnað niður á náttúrulegan hátt. Jarðgerð felur í sér að lífrænt efni eins og jurta- og matafgangar brotna niður af örverum, fyrst og fremst bakteríum og sveppum. Næringarefnin í jarðgerðarmassanum verða aftur aðgengileg fyrir nýjar jurtir. Á meðan að niðurbrot er í gangi er jarðgerðartunnan heit. Þegar niðurbrotinu lýkur lækkar hitastigið.

Það er ...

Nú liggja fyrir drög að stefnu um vistvæn innkaup ríkisins. Þau hafa verið í vinnslu frá árinu 2003. Það var fjármálaráðuneytið sem kallaði eftir stefnunnii og hún á að verða undirstefna innkaupastefnu ríkisins sem samþykkt var nóvember 2007. Stýrihópur um vistvæn innkaup stóð að undirbúningsvinnu vegna stefnunnar, en í stýrihópi eru fulltrúar frá Ríkiskaupum, umhverfisráðuneyti, Reykjavíkurborg og Hafnarfjarðarbær en þau ...

Nýlega var kynnt nýtt merki Umhverfisstofnunar sem auglýsingastofan Fíton hefur hannað fyrir stofnunina. Með nýjum forstjóra og nýjum áherslum má eiga von á að stofnunin anni hlutverki sínu enn betur en verið hefur undanfarin ár, á meðan að hún var í barnsskónum. Forstjóraskipti hafa verið ör en á skömmum tíma hefur í tvígang verið ný mannað í stól forstjóra. Nýr ...

Þeir sem notað hafa nagladekk í vetur þurfa að hafa tekið þau undan bílnum fyrir 15. apríl nk. Athugið að nagladekk spæna upp malbikið á götunum og skapa svifryksmengun. Það er því mikilvægt að nota þau ekki lengur en nauðsynlegt er. Það er tvímælalaust mannvænna og vistvænna að sem flestir noti heilsársdekk, loftbólu- eða harðkornadekk frekar en nagladekk.
13. apríl 2008

Aldrei hefur verið meira af plastrusli á fjörum Bretlands en einmitt nú. Samtökin Marine Conservation Society hafa kannað ástandið reglulega síðustu árin, og í síðustu úttekt kom í ljós að magnið hefur aukist um 126% frá því að fyrsta úttektin var gerð árið 1994.

Árlega verður plastið miklum fjölda sjófugla og annarra dýra að aldurtila, ýmist vegna þess að dýrin ...

Í erli nútímans gefst oftast lítill tími til að njóta þess sem náttúran og umhverfið hefur upp á að bjóða. Hér áður fyrr var þekking á landslagi, fuglum og jurtum eitthvað sem hvert barn lærði í æsku en nú eru aðrar áherslur. Það þýðir þó ekki að áhugi á náttúru og umhverfi fari minnkandi en tækifærin til þekkingaröflunar eru fá ...

Hér á Náttúrumarkaðinum getur þú keypt gjafir og við sendum þær hvert á land sem er. Þú fyllir einfaldlega út nafn og heimilisfang þess sem á að fá gjöfina sem viðtakanda og málið er afgreitt. Ef þú óskar eftir því að viðkomandi fái sendan netpóst um að gjöf sé á leiðinni eða þú vilt að gjöfin verði send af stað ...

„Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að það eru aðeins tveir möguleikar í stöðunni. Þ.e. að afkomendur okkar spyrji sig af hverju í ósköpunum við hefðum ekkert aðhafst til að sporna við þróuninni á meðan enn var tækifæri til eða að þeir spyrji sig hvernig í ósköpunum okkur tókst að finna styrk og hugrekki til að sporna ...

Í kvöld átti Al Gore umhverfisverndarsinni per excellence, handhafi friðarverðlauna Nóbels og fv. varaforseti Bandaríkjanna vinnukvöldverð með forsetanum og boðsgestum að Bessastöðum. Á fundinum voru flutt sjö erindi tengd loftslagsmálum. Al Gore sagði á blaðamannafundi þar fyrr í kvöld að Ísland myndi skipa mikilvægt hlutverk í þessum málum.

Fjöldi fólks var samankominn aðl Bessastöðum í tilefni heimsóknarinnar, bæði boðsgestir og ...

Kolviður - Icelandic Carbon Fund - er sjóður sem miðar að því að binda kolefni í gróðri og jarðvegi í þeim tilgangi að draga úr styrk koldíoxíðs (CO2) í andrúmslofti.

Kolviður reiknar losun koldíoxíðs bifreiða og flugferða ásamt því hversu mörgum plöntum þarf að planta til kolefnisjöfnunar og kostnað við plöntun. Gegn greiðslu reiknaðrar upphæðar til Kolviðar telst fyrirtæki kolefnisjafnað. KPMG ...

Austurlamb er nýjung í kjötviðskiptum á Íslandi og mikilvægt framfaraskref í sölu á íslensku lambakjöti. Félagið Austurlamb ehf. var stofnað árið 2007. Það yfirtók þá söluverkefnið Austurlamb af Sláturfélagi Austurlands og þjónar þeim bændum, sem selja vörur sínar beint til neytenda.

Tilgangur félagsins er að sala lambakjöts og annarra kjötafurða ásamt skyldri starfsemi og tengdri þjónustu. Hluthafar í Austurlambi ehf ...

Áralöng barátta Péturs M. Jónassonar vatnalíffræðings gegn áformaðri lagningu Gjábakkavegar #365 yfir Lyngdalsheiði, frá Þingvallavatni til Laugarvatns, hefur fengið stuðning úr ýmsum áttum á síðustu dögum og vikum. Landvernd vann m.a. skýrslu og kort um möguleikana í stöðunni og kynnti nú á dögunum. Sjá frétt. Í kjölfarið hafa fjölmiðlar sýnt málinu meiri skilning og fjallað um málsmetandi atriði frá ...

Baráttumaður um umhverfisvakningu, handhafi Friðarverðlauna Nóbels 2007 og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna Al Gore mun flytja fyrirlestur um hlýnun Jarðar á opnum morgunverðarfundi sem haldinn verður á vegum Glitnis og Háskóla Íslands þriðjudaginn 8. apríl og hefst fundurinn stundvíslega kl. 8:30.

Fundarstjóri verður Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Al Gore verður staddur á Íslandi dagana 7.-8. apríl í boði ...

Á vef Orkuseturs er að finna reiknivél sem hjálpar húsbyggjendum að gera sér betur grein fyrir virði góðrar einangrunar á orkuþörf hússins út líftíma sinn. Þú getur reiknað út hve mikill peningur sparast með mismunandi þykkri einangrun, frá 25m til 75mm. Orkusparnaður er sparnaður þinn í peningum, sparnaður óspilltrar náttúru og minnkar umhverfisáhrif enda hefur raforkuframleiðsla og dreifing bein og ...

Nýlega kynnti Landvernd samgönguráðherra skýrslu sem samökin hafa unnið í því augnamiði að rýna stöðuna, þörfina og möguleikana sem fyrir hendi eru með tillitil til kosta og galla. Rétta lausnin virðist á köflum vera vandfundin en niðurstaða Landverndar er sú að best væri, með tilliti til umhverfisáhrifa, að bæta þann veg sem fyrir er og mælir eindregið gegn lagningu hraðbrautar ...

Jóhanna B. Magnúsdóttir garðyrkjufræðingur hefur langa reynslu af matjurtarrækt og hefur náð undraverðum árangri með fjölda tegunda sem hún ræktar í garði sínum að Dalsá í Mosfellsá. Hún stendur nú fyrir námskeiði í ræktun matjurta í heimilisgörðum, á svölum og sólpöllum dagana 3. og 19. apríl og 22. maí, samtals 8 klst.

Allar nánari upplýsingar og skráning til þátttöku hjá ...

Gervihnattamælingar sýna að gamall, þykkur ís á norðurskauti jarðar bráðnar nú hraðar á norðurskauti jarðar en fyrri mæliingar hafa sýnt

Þrátt fyrir kallt veðurfar á norðurhveli jarðar í vetur hefur bráðnun íss á norðurslóðum hefur haldið áfram frá því sumri lauk. Vísindamenn telja að þessi þróun muni halda áfram í ár.

Sjá frétt BBC.

The Carbon Trust er kolefnissjóður sem settur var á laggirnar af bresku ríkisstjórninni árið 2001 en starfar sem sjálfstætt fyrirtæki. Sjóðurinn hefur það að markmiði að hvetja til minnkunar á losun kolefnis CO2 og vinna með samtökum og fyrirtækjum að þróun tækniaðferða sem geti stuðlað að minnkun kolefnislosunar í atvinnulífinu.

The Carbon Trust er á þróunarstigi með CO2 Carbon label ...

Í gær voru fréttir um byggingarleyfi í fæðingu fyrir álver í Helguvík áberandi í fjölmiðlum. Fréttamiðlar virðast taka upp slíkar fréttir að algerlega órannsökuðu máli. Í raun þýðir byggingarleyfi alls ekki að álver sé í höfn í Helguvík eins og látið er líta út fyrir. Nú þegar að efnahagsástandið er eins og það er og annað fyllerí myndi kaffæra þjóðarbúið ...

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra átti fund með Stavros Dimas, umhverfisstjóra Evrópusambandsins, í Brussel í dag. Umræðuefni fundarins var stefna Evrópusambandsins í loftslagsmálum, væntanlegar samningaviðræður um nýjan alþjóðasaming um loftslagsmál og löggjöf á sviði umhverfismála.

Umhverfisráðherra gerði Stavros Dimas grein fyrir áherslum Íslands í loftslagsmálum um samdrátt í losun gróðurhúsaloftteguna um 50 - 75% fyrir 2050 og að unnið væri að nánari útfærslu ...

Að Brekkulæk í Miðfirði er stunduð lífræn sauðfjárrætkt en kjötið er vottað af vottunarstofunni TÚN ehf. Athygli skal vakin á því að panta þarf snemma fyrir páskana! Sagað verður mánudagana 3. og 10. mars, óvíst er með 17. mars.
Kjötið er selt í heilum skrokkum, frosið og sagað að óskum kaupanda. Hver skrokkur er frá 13-20 kg. Sent er frá ...

Yfir 30 manns mættu á stofnfund Beint frá býli - Félags heimavinnsluaðila sem haldinn var á Möðrudal á Fjöllum á hlaupársdag. Fundarmenn ræddu um tilgang og markmið þessa nýstofnaða félags og bundu miklar vonir við verkefni næstu ára.

Fundurinn samþykkti eftirfarandi ályktun:
Stofnfundur Beint frá býli – Félags heimavinnsluaðila, haldinn að Fjallakaffi í Möðrudal á Fjöllum þann 29. febrúar 2008, lýsir ánægju ...

Bergur Sigurðsson framkvæmdastjóri Landverndar var einn af frummælendum bæði á þingi Fjórðungssambands Vestfjarða dagana 23. og 24. febrúar sl. og á spjallfundi Græna netsins laugardaginn 1. mars sl.

Bergur spyr hvort að olíuhreinsistöð sé það sem þarf til þess að viðhalda blómlegu lífi á Vestfjörðum og hvort að hún samræmist áformum um skuldbindingar og markmið Íslensku ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum? Bergur ...

gröf af skjálftum Í dag hófst enn ein hrina skjálfta norðan Vatnajökuls. Hrina þessi er austar en fyrri hrinur sem verið hafa við Upptyppinga. Skjálftarnir eru á talsverðu dýpi og frekar litlir en eru taldir benda til hreyfingar kviku. En á þessu svæði eru flekaskil. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur hefur sagt um þessar hræringar að þær geti mögulega leitt til goss á svæðinu og ...

Væri ekki skemmtilegt fyrir borgarbörnin stór og smá að eignast lamb í sveitinni og fá að fylgjast með því þroskast og dafna. Ekki er langt síðan að Íslendingar voru bændaþjóð og  börnin fengu tækifæri til að dvelja á alvöru sveitabæ á sumrin. Nú er sagan önnur en eins og margir muna kannski eftir var það alveg sérstök tilfinning að eignast ...

Í dag lýkur Norrænu matarhátíðinni Kræsingar og kæti í Norræna húsinu í Reykjavík en í kjallara Norræna hússins er vörusýning þar sem framleiðendur frá Íslandi og Norðurlöndunum kynna framleiðslu sína og gefa að smakka af kræsingunum. Náttúran.is kynnir einnig þjónustu vefsins enda er áhersla sýningarinnar á vistvæna og lífræna framleiðslu

Auk sýningarinnar er fjölbreytt dagskrá fyrirlestra. Dagskráin í dag ...

Nú stendur yfir Norræn matarhátíð Kræsingar og kæti í Norræna húsinu í Reykjavík og vörusýningin heldur áfram í kjallara Norræna hússins en síðasti dagur hennar er á morgun sunnudag. Fjöldi erlendra og íslenskra framleiðenda og þjónustuaðila kynna framleiðslu sína og gefa að smakka af kræsingunum.

Auk sýningarinnar er fjölbreytt dagskrá fyrirlestra. Dagskráin í dag er:

  • 13:00 Kvikmynd. Nýr norrænn ...

Nú stendur yfir Norræn matarhátíð Kræsingar og kæti í Norræna húsinu í Reykjavík en í dag opnar vörusýningin í kjallara Norræna hússins almenningi og verður opin fram á sunnudag. Fjöldi erlendra og íslenskra framleiðenda og þjónustuaðila kynna framleiðslu sína og gefa að smakka af kræsingunum.

Auk sýningarinnar er fjölbreytt dagskrá fyrirlestra. Dagskráin í dag er:

  • 13:00 Keimur frá Þingeyjarsýslu ...

Á undanförnum dögum hefur hver fréttin af annarri dunið á varðandi leyfisvæntingar, orku og flutningsleiðir fyrir áformað álver í Helguvík. Yfirlýsingar um að framkvæmdir væru í þann mund að skella á hafa verið gagnrýndar og rök færð fyrir því að alls ekki sé allt klárt í því sambandi. Vegur þar hvað þyngst að Landvernd kærði ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki ...

Nú stendur yfir Norræn matarhátíð Kræsingar og kæti í Norræna húsinu í Reykjavík en hátíðin tengist Food & Fun hátíðinni að nokkuru leiti.

Kræsingar og kæti snýst um að kynna hugtakið „ný Norræn matargerðarlist“ sem hefur vakið alþjóðlega athygli enda er verkefnið samnorrænt með fjölda erlendra sem íslenskra þátttakenda og snýst um að þróa, efla samvinnu um og vekja athygli ...

Nú stendur yfir hátíð um Norræna matarmenningu í Norræna húsinu en hátíðin var sett á sunnudaginn var og stendur fram á næsta stunnudag. Í dag miðvikudaginn 20. febrúar er dagkráin sem hér segir:

  • 13:00 Íslenski draumurinn – útflutningsævintþri. The Icelandic dream – an export success story. Fyrirlestur / Lecture. Baldvin Jónsson.
  • 14:00 Blaðamannafundur / Press meeting. Í samvinnu við / In cooperation with ...

Nú stendur yfir hátíð um Norræna matarmenningu í Norræna húsinu en hátíðin var sett á sunnudaginn var og stendur fram á næsta stunnudag. Í dag þriðjudaginn 19. febrúar er dagkráin sem hér segir:

  • 11:00 Keimur úr norðri. Börn og matarvenjur. Fyrirlestur og vinnustofa. Tastes from the north. Children and food habits. Lecture and workshop. Claus Meyer / Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ...

Á sunnudaginn kl 14:00 hefst hátíðin Kræsingar og kæti - Ný norræn matargerðarlist í Norræna húsinu í Reykjavík. Max Dager opnar hátíðina kl. 14:00 en kl.14:15 hefst fyrirlestur og pallborðsumræður undir yfirsögninni „Er íslenskur matur bestur í heimi?“. Þátttakendur í pallborðsumræðunum eru; Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Emilía Marteinsdóttir deildarstjóri Matís, Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna, Einar ...

Um síðustu helgi var 10. landsráðstefna Staðardagskrár 21 haldin að Hótel Örk í Hveragerði. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Sjálfbær þróun, betri heilsa og ný störf“. Á fyrri degi ráðstefnunnar var fjallað um tengsl umhverfis og heilsu út frá ýmsum sjónarhornum. Niðurstöður úr könnunum sem og reynsla af útikennslu og öðru samneyti manneskjunnar við óskpillta náttúru, sýna ótvírætt fram á mikilvægi þess ...

Fræðaþing landbúnaðarins 2008 verður haldið dagana 7. - 8. febrúar í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar og í Ráðstefnusölum Hótel Sögu.

Umhverfismál eru að verða stór þáttur í landbúnaðarstjórnun í nágrannalöndum okkar og ber þess glöggt merki í dagskrá Fræðaþingsins í ár að stjórnsýslan í kringum bændasamfélagið er að reyna að ná í skottið á sér með því að gefa heilsu- og umhverfisþáttum ...

Kristbjörg Elín Kristmundsdóttir jógakennari með meiru er ný komin heim frá Indlandi þaðan sem hún sækir sér visku og jóga þjálfun hjá kennurum sínum í litlu þorpi í Gujarat héraði. Kennsla hjá henni verður sem hér segir í vetur:
 
Jóga á mánudögum og miðvikudögum í Kramhúsinu kl 12:00 – 13:15 og í Gerðubergi kl 17:15 – 18:30. Dans ...

Hér á Náttúrumarkaðinum getur þú keypt gjafir og við sendum þær hvert á land sem er. Þú fyllir einfaldlega út nafn og heimilisfang þess sem á að fá gjöfina sem viðtakanda og málið er afgreitt. Ef þú óskar eftir því að viðkomandi fái sendan netpóst um að gjöf sé á leiðinni eða þú vilt að gjöfin verði send af stað ...

02. febrúar 2008

Um hundrað manns sóttu málþingið Suðurland bragðast best sem haldið var á Hótel Selfossi í gær. Dagskráin var bæði fjölbreytt og skemmtileg en tilgangur hennar var fyrst og fremst að kynna möguleikana sem felast í matvælaframleiðslu byggða á hefðum og staðbundnum hráefnum í bland við nýjar hugmyndir t.d. í hönnun og umgjörð matarins.

Alþjóðlegt vandamál, svæðisbundnar lausnir.
„Klasi“ er ...

Undir yfirskriftinni Suðurland bragðast best...lystaukandi fyrirlestrar boðar Vaxtarsamningur Suðurlands og Vestmannaeyja til málþings að Hótel Selfossi þ. 30. janúar 2008 k. 13:00 - 17:00.

Markmið málþingsins er að vekja athygli á framboði og nýsköpun í matvælaframleiðslu á Suðurlandi og að hvetja Sunnlendinga til þess að nýta matvæli úr heimabyggð. Þá er átt við heimamenn alla, en ekki síst ...

Í dag hefst vika hinna endurnýjanlegu orkugjafa hjá Evrópusambandinu (European Union Sustainable Energy Week 2008). Þetta er annað árið í röð sem að slík vika er skipulögð og viðkvæðið í ár er „Taktu vikuna í að hugsa um morgundaginn“. Ný aðgerðaráætlun sambandsins um hvernig það hyggist stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum verður sérstaklega kynnt. Sjá frétt um ...

Vík Prjónsdóttir er samvinnuverkefni Brynhildar Pálsdóttur, Egils Kalevi Karlssonar, Guðfinnu Mjallar Magnúsdóttur, Hrafnkels Birgissonar, Þuríðar Rósar Sigurþórsdóttur og prjónastofunnar Víkurprjón í Vík í Mýrdal.

Verkefninu var í upphafi ætlað að taka íslenska prjónaframleiðslu til rækilegrar endurskoðunar og hanna nýjar spennandi prjónavörur úr íslenskir ull. Það hefur tekist frábærlega vel. Frá byrjun var áhersla lögð á finna leiðir til að tengja ...

Ferðaþjónustan í Vogafjósi á Vogum 1 í Mývatnssveit rekur kaffihús í fjósinu en þar geta kþrnar horft á gestina í gegnum gler og öfugt. Vogafjós býður uppá heimagerðan mat, t.d. heimagerða osta, kæfu, silung, hangikjöt og hverabakað brauð. Stutt er á Sandfell eða göngu um Dimmuborgir og Námaskarð og stuttur bíltúr í Jarðböðin.

Hjá Vogafjósi er hægt að fá ...

Helgi Hjörvarr þingmaður Samfylkingarinnar spurði Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra í þingsal í dag um afstöðu hennar til olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum. Þórunn Sveinbjarnardóttir sagði svaraði því að mengun frá olíuhreinsistöð á Vestfjörðum yrði gríðarlega mikil og að hún myndi auka losun gróðushúsalofttegunda á Íslandi um 30 prósen.

Ráðherra sagði að stefnt væri að því að draga úr losun gróðurhúsaloftteguna á Íslandi um ...

Framkvæmdastjórn ESB kynnti í dag aðgerðaáætlun til að stemma stigu við útblæstri gróðurhúsalofttegunda og aukna notkun endurnýtanlegrar orku. Markmiðið er að fyrir árið 2020 verði útblástur skaðlegra lofttegunda 20% minni en árið 1990. Auk þess á endurnýtanleg orka að vera orðin 20% af orkuþörf. Þessar aðgerðir kosta sitt að sögn Jose Manuel Barroso forseta framkvæmdastjórnar ESB, eða um 300 íslenskar ...

Pétur Mikkel Jónasson vatnalíffræðingur hyggst stefna umhverfisráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins til þess að fá hnekkt úrskurði ráðherra þess efnis að heimilt sé að leggja Gjábakkaveg (Lyngdalsheiðarveg) á milli Þingvalla og Laugarvatns eftir leið 7, nálægt ÞIngvallavatni. Guðjón Ólafur Jónsson lögmaður Péturs mun leggja kæruna fram innan skamms. Ákvörðun ráðherra hafði á sínum tíma verið tekin án tillits til umsagnar ...

Ölvisholt Brugghús ehf., er að hefja framleiðslu á nýjum sunnlenskum bjór „Skjálfta“ í Ölvisholti í Flóahreppi. Skjálfti mun koma á markað innan skamms. Bjarni Einarsson er framkvæmdastjóri Brugghússins sem sett var upp á seinni hluta síðasta árs.
Valgeir Valgeirsson bruggmeistari mun stjórna framleiðslunni en hann er menntaður bruggmeistari og hefur verið starfandi í Skotlandi. Valgeir fékk sérstaka þjálfun hjá Gourmet ...

Sérfræðingar Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna spá því að yfirborð sjávar muni hækka um sem nemur tveim og hálfum metrum til næstu aldamóta. Þetta er um fjörum sinnum meiri hækkun en Lofslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna hafði spáð fyrir um á miðju síðasta ári. Ástæðan fyrir þessari geigvænlegu þróun er rakin til þess að bráðnun heimskautanna og jökla er mun örari en talið var fyrir ...

Gríðarleg snjókoma er nú á Suðurlandi. Á Selfossi snjóar í dag álika mikið og í gær og virðist aukast frekar en hitt. Mjallarhólar eftir snjóruðningstæki og gröfur sem unnu af miklum krafti við að hreinsa götur og bílastæði í morgunsárið eru allt upp í 4 metra háir. Ótal slíkir hólar eru nú við götur bæjarins. Gullfallegt og rómantískt er þetta ...

Hér t.v. á síðunni hefur nú verið opnað fyrir nýja áhugasviðsflokka og undirflokka sem eiga að auðvelda beint aðgengi að einstaka efnisflokkum sem hugur hvers og eins stendur til. Náttúran biður um biðlund lesenda sinna á meðan að verið er að virkja flokkana en það mun taka einhverjn tíma að ljúka við að flokka efni og setja fram á ...

Ríkisstjórnin samþykkti í á föstudag þ. 11. janúar nýtt frumvarp um orkulög sem Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra hefur unnið. Samkvæmt því mega opinber orkufyrirtæki ekki framselja auðlindir sínar með varanlegum hætti. Það á þó ekki við um Hitaveitu Suðurnesja, þar sem hún er að hluta til í einkaeigu.

Svandís Svavarsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir nýtt frumvarp um orkulög ekki vera jafn ...

Á meðan að Kárahnjúkavirkjun var í byggingu og í aðdraganda fyllingar Hálslóns var mikið rætt um að við þyrftum að doka við og bíða niðurstöðu af djúpborunarverkefninu áður en náttúra Íslands biði óbætanlegt tjón. Nú er verkefnið komið á skrið þó alls ekki sé víst hvort að hægt verði að beisla orku af slíku dýpi og enn óljósara hvenær niðurstöður ...

Náttúran.is þakkar eftirtöldum aðilum fyrir að birta auglýsingar hér á vefnum:

Brimborg hf.
DV
Eldhestar
Ergo - fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka
Farfuglaheimilin í Reykjavík
Gámaþjónustan hf.
Happy Green KidsHertz bílaleiga
Hjá GuðjónÓ ehf.
IKEA
Íslandsbanki
Íslenska gámafélagið ehf.
Kaffitár
Landsbankinn
Landsvirkjun
Lýsi hf.
Lifandi markaður
Móðir jörð
Náttúruverndarsamtök Íslands
N1 hf.
Netið markaðs- og rekstrarráðgjöf
Norræna húsið
Orkuveita Reykjavíkur hf.
Prentsmiðjan Oddi ...

Íslenska drykkjarvatnið sem framleitt er af félagi Jóns Ólafssonar í Ölfusi, Icelandic Glacial, hefur fengið útnefningu BevNET sem besta vatnið 2007  „Best Water of 2007“.

Vatnið hefur verið markaðssett sem hrein náttúruafurð og fékk sl. haust verðlaun fyrir bestu umhverfisáæltun fyrirtækis og getur skv. því notað titilinn „Carbon Neutral“ product.

Umhverfisleg ábyrgð fyrirtækja er metin mikils í heiminum í dag ...

Tilkynnt hefur verið um fyrirtækin Maður lifandi, Himnesk hollusta, Bio Vörur og Grænn kostur hafi sameinast með þátttöku Salt Investments sem er í eigu Róberts Wessmans. Í tilkynningu segir:

Að markmið sameiningarinnar sé að búa til öflugt fyrirtæki, sem byggir á þeirri sýn, að hollt mataræði stuðli að heilbrigði og auki lífsgæði. Yfirlýst markmið nýja félagsins sé að bæta mataræði ...

Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld voru tekin fyrir hættuleg og tilbúin efni í neysluvörurm. Rætt var við Brynhildi Pétursdóttur ritstjóra Neytendablaðsins sem lýsti vel stöðu mála og sagði að hreinlætis- og snyrtivörur innihaldi oftar en ekki efni sem eru ekki einungis umhverfisskaðvaldar heldur hreint og beint hættulegir heilsu fólks.

Talið eru upp að ótilgreind ilmefni sem geta verið ofnæmisvaldandi séu ...
07. janúar 2008

Heilsumeistaraskólinn - School of Natural Medicine

Heilsumeistaraskólinn býður upp á 3ja ára nám í fræðum sem helst mætti kalla lífsstílsnám. Skólinn tók til starfa sl. haust og hægt er að sækja um skólavist fyrir næsta vetur til 15. júní nk. Heilsumeistaranámíð miðlar þekkingu í heilsuvernd sem er án inngripa s.s. skurðaðgerða og lyfja og styðst við faglega leiðsögn og náttúrulegar ...

Sá séríslenski ávani fjölmiðla að taka rannsóknir, niðurstöður umhverfismats og aðra útreikninga frá framkvæmdaaðilanum sjálfum sem heilagan sannleik kristallaðist á nokkuð spaugilegan hátt í kvöldfréttum ríkissjónvarpsins nú í kvöld. Þar var því haldið fram sem blákaldri staðreynd að „vegna lofslagsbreytinga og minnkunar jökla muni Hálslón Kárahnjúkavirkjunar fyllast af aurburði á 10.000 árum en ekki 500 eins og áður var ...

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa undanfarin ár sótt jólatré til íbúa svæðisins og veita þau nánari upplýsingar um það hvert fyrir sig. Það sama gildir um önnur sveitarfélög á landinu. Jólatré höfuðborgarbúa verða sótt í hverfin dagana 7.-10. janúar. Þeim sem ekki geta nýtt sér þjónustu sveitarfélaganna er bent á endurvinnslustöðvar SORPU, þar sem einnig er tekið við jólatrjám.

Borgarbúar ...

Í viðtali við Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðhera, í fréttum á Stöð2 í gær, kemur skýrt fram að honum finnist að slá eigi áformuðum virkjunum með tilheyrandi lónum í neðri hluta Þjórsár á frest eða hætta alfarið við framkvæmdirnar. Ljóst sé að engin sátt sé um það í samfélaginu að fara í vatnsaflsvirkjanir sem hafa með sér neikvæð umhverfisáhrif.

Björgvin er ...

Í gær birtist á forsíðu Morgunblaðsins frétt um nýja virkjanaleið á teikniborðinu en með nýrri tækni væri hægt að framleiða um sjö terawattstundir af orku við íslenskar árósa. Slíkar virkjanir ganga undir nafninu osmósuvirkjanir eða saltorkuver en orkan fæst með í því að skilja vatn og sjó með himnum sem hafa osmótíska eiginleika og framkalla þannig mikinn þrýsting sjávarmegin við ...

Í viðtali við Ríkistútvarpið í dag sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra að Íslendingar þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á öllum sviðum samfélagsins án tillits til þess hvort alþjóðlegir samningar um það nást eða ekki. Ráðherrann segir orka tvímælis, svo ekki sé meira sagt, að fara í virkjanir í neðri hluta Þjórsár miðað við þau umhverfisáhrif sem myndu hljótast af þeim ...

Náttúran.is hefur fjallað um málefni sem snerta náttúru og umhverfi frá opnun vefsins þ. 25. apríl sl. Fréttir sem birtust fyrir þann tíma á vefnum Grasagudda.is eru einnig birtar hér á Náttúrunni og spannar Náttúran.is því umhverfistengdar fréttir allt aftur til ágústmánaðar 2005. Til að fá sem best yfirlit yfir það sem borið hefur á góma á ...

Náttúran er ehf. óskar öllum jarðarbúum nær og fjær farsældar í verkefnum komandi árs og sendir öllum lesendum, vildarmönnum, samvinnuaðilum, viðskiptamönnum, styrktaraðilum og starfsmönnum hugheilar áramótakveðjur.

Við manneskjurnar virðumst á krossgötum þegar hver árhringur lokast og ný r tekur við. Árið sem er að líða er tekið til rækilegrar skoðunar og einbeittur ásetningur betrunar og yfirbótar algengari en ekki. Táknmynd ...

í gær birtist hér á Náttúrunni og víðar áskorun til hjálparsveita á landinu og snerist greinin fyrst og fremst um að koma af stað umræðu um einhverskonar ábyrgð söluaðila á umhverfisáhrifum af viðskiptum sínum. Þar sem að umræðan um umhverfisáhrif af flugeldadýrkun landsmanna virtist ekki ætla að hrökkva í gang hvorki hjá fréttamiðlum né opinberum aðilum þótti okkur nauðsynlegt að ...

Fjáröflun hjálparsveita á Íslandi byggist að stórum hluta á ágóða af sölu flugelda, ristaterta og annara áramótaleikfanga. Á undanförnum árum hafa vaknað spurningar um hvort að hjálparstarf og sala sprengiefnis eigi vel saman. Neikvæð umhverfisáhrif af sprengiefni eru óumdeilanleg og magnið sem sprengt er eykst ár frá ári. Talið er að hér á landi verði nú um áramótin skotið á ...

Í gær, jóladag, hlómaði frétt í ríkisútvarpinu þess efnis að nokkrir prestar telji að góða kirkjusókn í aftansöng á aðfangadagskvöld megi rekja til aukinnar og nú á siðustu vikum heitrar umræðu um stöðu kristinnar trúar innan samfélagsins og þá sérstaklega innan skóla landsins. Þessi yfirlýsing minnir helst á yfirlýsingar stjórnmálaflokka sem að berjast fyrir auknu fylgi og byggja ekki á ...

Eins og nafnið bendir til þá eiga vetrarsólstöður sér andsvar í sumarsólstöðum. Þessar hátiðir hafa reyndar notið minni virðingar í seinni tíð borgarmenningar þar sem tengslin við náttúruna hafa minnkað. En þeir sem lifa í tenglsum við náttúruna eru mjög meðvitaðir um þessa póla á hringferli ársins. Við hér á Íslandi erum líka nákomin þeim þar sem þeir tákna hámark ...

21. desember 2007

Kæri Náttúruunnandi

Þann 25. apríl í ár opnaði vefurinn Náttúran.is gáttir sínar í netheima og verður því 7 mánaða á jóladag. Á ársafmæli vefsins þ. 25. apríl n.k. verður enska útgáfan Nature.is komin í loftið og mun Náttúrumarkaðurinn þá geta þjónað allri heimsbyggðinni með náttúrulegar, lífrænar og umhverfismerktar vörur. Vefurinn hefur vaxið og dafnað á þessum fyrstu ...

Nátturan.is hefur nú fengið þær góðu fréttir að fyrirtækið Náttúran er ehf. sem stendur að vefnum fái framlag úr fjárlögum 2008 frá Alþingi Íslendinga. Við erum óumræðinlega þakklát fyrir þá viðurkenningu sem felst í úthlutuninni og lítum björtum augum til framtíðarinnar og þess að vefurinn verði enn öflugra tæki til þess að sem flestir geri umhverfisvitund að ábyrgum lífsstíl ...

Ellý Katrín Guðmundsdóttur núverandi forstjóri Umhverfisstofnunar sótti nýlega um gamla starfið sitt sem sviðsstóri Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar, og hlotnaðist það. Því er starf forstjóra Umhverfisstofnunar aftur laust til umsóknar. Ellý Katrín hóf störf á Umhverfisstofnun í byrjun apríl á þessu ári.

Í auglýsingunni á vef stofnunarinnar segir:

Eymundur Magnússon bóndi í Vallanesi í Fljótsdalshéraði hefur á undanförnum árum plantað um milljón trjám á landi sínu í Vallanesi, mikið af þeim stafafura [Pinus contora].

Allt sem Eymundur framleiðir hvort sem eru tré, kartöflur, bygg eða grænkál er ræktað með aðferðum lífrænnar ræktunar enda ber bú hans vottun frá Vottunarstofunni Túni um 100% lífræna ræktun í Vallanesi. Bygg, olíur ...

Albert Arnold Gore Jr. og Rajendra Pachauri, fyrir hönd loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna IPCC, veittu í dag friðarverðlaunum Nóbels viðtöku við hátíðlega athöfn í Osló. Friðarverðlaunin skiptust að þessu sinni mill þessara tveggja aðila, eins einstaklings annars vegar og einnar stofnunar hins vegar. Verðlaunin eru veitt fyirir framlag þeirra til að vinna með vísindalegum aðferðum að því að kanna eðli og ...

Bandaríkin tilkynntu á Lofslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Balí í gær að þau muni ekki skrifa undir neinar bindandi takmarkanir á losun gróðurhúsalofttegunda þrátt fyrir mikinn þrýsting frá vestrænum iðnríkjum um að taka forystuna í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.

Harlan Watson yfirmaður lofslagsmála hjá Bandaríkjastjórn sagði að Balí væri ekki rétti staðurinn til að ræða bindandi markmið á skerðingu losunar Bandaríkjanna. Þess ...

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra lýsti því yfir á fundi Framtíðarlandsins um Árósarsamninginn í Norræna húsinu í morgun að Árósarsamningurinn yrði fullgiltur á kjörtímabilinu. Hvenær nákvæmlega liggur þó ekki fyrir enda margt sem gera þarf áður en hann getur tekið gildi. Þingsályktunartillagan einsömul tryggi það ekki að almenningi/félagasamtökum verði tryggð aðkoma að skipulagsmálum á réttmætan hátt.

Að sögn Þórunnar eru fyrstu ...

Sundlaugin LaugarskarðiMikill klór mun hafa lekið úr tanki við sundlaugina við Laugarskarð í Hveragerði og út í Varmá sem rennur þar hjá. Lekinn mun hafa verið allt að 800 lítrar. Klórinn mun þegar hafa valdið dauða fiska í ánni en áhrif á lífríki árinnar eru augljós þó erfitt sé að meta skaðann að svo stöddu. En líklegt má telja að áhrifa ...

04. desember 2007

Í dag hélt Græna netið samtök umhverfis- og náttúruverndarmanna í tengslum við Samfylkinguna fund undir yfirsögninni Fagra Ísland – hvenær kemur þú? á Sólon í Bankastræti, Reykjavík, í morgun.

Umhverfisráðherra Þórunn Sveinbjarnardóttir var gestur fundarins og ræddi um náttúruvernd og auðlindir, stóriðjuáform, þjóðgarða og verndarsvæði.

Í viðtali sem birt var í kvöldfréttum Sjónvarpsins í kvöld kom fram að Þórunn hafi gagnrýnt ...

Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að rannsóknaborun við Gráuhnúka, Sveitarfélaginu Ölfusi sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum enda er hægt að lesa út úr ákvörðun Skipulagsstsofnunar að þegar sé búið að valda það miklum skaða á svæðinu að meira geri ekkert til. Fyrir stuttu úrskurðaði Skipulagsstofnun aftur á móti að tilraunaboranir við Litla Meitil þurfi að fara í umhverfismat.

Um ...

Undirrituðum flaug í hug í dag leið til að hvetja til notkunar á minna skaðlegum ökutækjum. Það eru græn númer á ökutæki. Svipuð og gulu númerin á vinnutækjum sem mega nota litað dísel. Græn merki fengju þá ökutæki sem með einhverjum hætti eru framleidd eða breytt til að stuðla að minni losun gróðurhúsalofttegunda. Þannig væri greinilegt í umferðinni hverjir eru ...

28. nóvember 2007

Fasta - listin að hreinsa líkamann
Í dag miðvikudaginn 27. nóvember kl. 18:30 – 20:00 og á miðvikudag í næstu viku mun Kristbjörg Elín Kristmundsdóttir halda námskeið um heilbrigt mataræði, föstu, úthreinsanir og í heilsusamlegum aðferðum til að styrkja líkamann. Námskeiðið er haldið í Gerðubergi.
Þeir sem vilja geta farið í létta föstu á MAT, já Kristbjörg leiðbeinir um föstur ...

Markmiðið með sanngirnisvottun er að:

• Tryggja að vinnufólk og ræktendur fái sanngjörn laun fyrir vinnu sína
• Vinna gegn misrétti vegna kyns, hörundslitar eða trúar
• Vinna á móti barnaþrælkun
• Hvetja til lífrænnar ræktunar
• Styðja lýðræðisþróun um leið og fólk fær gæðavörur

Alþjóðlegt merki sanngirnisvottunar gengur undir ýmsum nöfnum, eftir þjóðum s.s.: „Max Havelaar“, „Fair Trade“ og „Transfair“. „Hand in hand ...

06. nóvember 2007

Hver er ekki til í að auka orðaforða sinn og gefa hrísgrjón í leiðinni?

FreeRice.com er ný r vefur sem hefur litið dagsins ljós. Vefurinn komst í gagnið 7. október og þá fáu daga sem vefurinn hefur verið uppi hefur hann gefið mikið af sér. FreeRice gengur út á það að þeir sem leggja leið sína á vefinn geta ...

Sólarræsting ehf. fékk formlega afhenta umhverfisvottun Svansins að viðstöddum umhverfisráðherra Þórunni Sveinbjarnardóttur þann 8. ágúst sl. Þórsteinn Ágústsson, framkvæmdastjóri Sólarræstingar segir vottunina afar mikilvæga og fyrirtæki leggi í ríkari mæli áherslu á vottun sem þessa sem skili sér aftur í auknum viðskiptum og ánægðari viðskiptavinum.

Svanurinn er sameiginlegt umvherfismerki stjórnvalda á Norðurlöndunum en Norræna ráðherranefndin setti það á laggirnar árið ...

Rétt í þessu var tilkynnt í Osló að Al Gore hafi hlotið friðarverðlaun Nóbels árið 2007. Gore hlaut verðlaunin fyrir framtak sitt til að bjarga heiminum frá hlýnun jarðar. Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna hlýtur einnig þessi verðlaun og deila því Al Gore og loftslagsnefnd SÞ titlinum. Loftslagsnefndin hefur safnað saman upplýsingum um loftslagsbreytingar af mannavöldum og hefur komið á framfæri þekkingu ...

Í hádeginu í dag mánudaginn 17. september opnaði forseti Íslands, Herra Ólafur Ragnar Grímsson fyrstu etanól (E85) dælustöðina á Íslandi. Eftir stutt ávörp fyllti forsetinn svo á etanól/bensín bifreið sem Gísli Marteinn Baldursson ók síðan á brott. Farþegar Gísla voru fulltrúar sænskra aðila en etanólið er unnið úr afgangsvið sjálfbærra skóga í Svíþjóð.

Í ávarpi sínu nefndi Herra Ólafur ...

17. september 2007
Náttúran.is verður einn sýningaraðila á sýningu um visthæf ökutæki í nútíð og framtíð. Þetta er málefni sem margir hafa áhuga á enda er það einmitt með vali á ökutæki og samgönguháttum sem flestir geta látið til sín taka í takmörkun gróðurhúsalofttegunda.

Markmiðið með sýningunni er að búa til vettvang þar sem bifreiðaumboð geta komið á framfæri og almenningur, fjölmiðlar ...
14. september 2007

Tilraunir með að „krydda“ lambakjöt áður en lömbunum er slátrað hefur skilað góðum árangri en fyrstu sérræktuðu hvannarlömbunum var slátrað í Dölunum nú í haust.

Síðustu vikur fyrir slátrun var lömbunum beitt á hvönn [Angelica Archangelica] og þannig fékkst merkjanlegur munur á bragði kjötsins. Verkefnið er talið vera vísir að skemmtilegri tilbreytingu í lambakjötsframleiðslu og geta gefið framleiðendum forsköt í ...

Náttúrumarkaðurinn bætir stöðugt við úrvalið og getur nú boðið upp á fjórar vörur frá Forever Living Products. Aloe Vera geldrykk til inntöku , Aloe Vera húðgel, Aloe Vera tannkrem og býflugnaprópólistöflur.

Sjá nánar um eiginleika Aloe Vera plöntunnar.

Eygerður Þorvaldsdóttir sjúkraliði er sjálfstæður dreifingaraðili fyrir vörurnar og veitir persónulega ráðgjöf í síma 858- 7681 eða á hammers@isl.is. Eygerður er ...

Náttúrumarkaðurinn vex stöðugt og býður nú einnig til sölu vörur frá Heilsu hf. Mikið úrval af lífrænum matvörum, vítamínum, bætiefnum, hreinlætisvörum og snyrtivörum hafa því bæst við vöruúrvalið á markaðinum.

Náttúrumarkaðurinn hefur það markmið að vera tengiliður milli neytenda og söluaðila sem stunda vistvæn og umhverfismeðvituð viðskipti og byggja upp óháð markaðstorg til að auka veg umhverfisvænna viðskipta. Vottanir og ...

Pétur M. Jónasson fór nýlega þess á leit við nýjan umhverfisráðherra Þórunni Sveinbjarnardóttur að fravísun stjórnsýslukæru sinnar yrði tekin til endurskoðunar enda sé ákvörðunin um frávísun kærunnar, byggð á ófullnægjandi undirbúningi og ekki unnin í samræmi við gildandi lög í landinu.

Pétur Mikkel Jónasson vatnalíffræðingu prófessor emiratus við Kaupmannahafnarháskóla hefur helgað ævi sinni rannsóknum á vatna jarð- og líffræði og ...

Náttúrumarkaðarinn vex stöðugt enda er markmiðið að vera tengiliður milli neytenda og söluaðila sem stunda vistvæn og umhverfismeðvituð viðskipti og byggja upp óháð markaðstorg til að auka veg umhverfisvænna viðskipta.

Í dag kom Móðir Jörð ehf fyrirtæki Eymundar Magnússonar bónda í Vallanesi í Fljótsdalshéraði inn á Náttúrumarkaðinn. Eymundur er sannkalluður frumkvöðull og hefur um tugi ára stundað lífrænan búskap. Ákafur ...

Toyota á Íslandi er áttunda íslenska fyrirtækið til að hljóta umhverfisvottun skv. alþjóðlega umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001. Sjá lista yfir þau fyrirtæki sem hlotið hafa ISO 14001 hér á Grænum síðum. Toyota hefur verið einn fremstur bílaframleiðanda í heiminum til að hanna umhverfsivænni bíla og hefur fyrirtækið svo sannarlega verið í framvarðasveit á þeim vettvangi um árabil. ISO 14001 umhverfisstaðallinn er ...
Vöðva- og hreyfifræði – Kinesiology, er meðferð sem byggir á orkubrautunum, þar sem notað er við vöðvapróf til að greina ójafnvægi í efna, tilfinninga og öðru orkuflæði líkamans og koma jafnvægi á það með því að nota nudd og þrýsting á áhrifasvæði á líkamanum og setja í forgang lækningaþörf líkamans.
03. júlí 2007
Sjúkranudd – Physical massage therapy, er líkt og nudd er notað til að draga úr streitu, mýkja vöðva, auka blóðflæði, draga úr bólgum og vökvasöfnun. Það er bæði notað sem fyrirbyggjandi meðferð til að koma í veg fyrir meiðsl og ýmiss óþægindi og í við endurhæfingu í kjölfar ýmissa meiðsla og skurðaðgerða. Með auknu blóðflæði og minni vöðvaspennu eykst súrefnis og ...
03. júlí 2007
Nuddmeðferð – Massagetherapy, er notuð til að draga úr stressi og ofþreytu, til að mýkja vöðva og til að auka blóðflæði. Unnið er með vöðva og aðra mjúkvefi líkamans. Til eru meira en 250 nuddaðferðir í heiminum, vinsælustu hér á landi eru klassískt alhliðanudd, djúpvefjanudd, heildræntnudd, svæðanudd, sjúkranudd, SOV meðferð, slökunarnudd og íþróttanudd.
03. júlí 2007
Shiatsu þýðir hreinlega fingurþrýstingur og svokallað þrýstipunktanudd og byggist á svipaðri hugmyndafræði og nálastungur. Líkamsþyngdin er notuð á meðan að þrýstingur er settur á sérstaka punkta á líkamanum. Þrþstingingurinn hefur svo áhrif á orkuna sem flæðir í gegnum orkubrautirnar. Orkan heitir chi. Shiatsu er notað til að meðhöndla bæði andleg og líkamleg mein eins og þunglyndi, kvíða, ógleði, stífleika, höfuðverki ...
03. júlí 2007
Lithimnugreining – Iris analysis (Iridology), er heildarmynd sem dregin er af mynstrinu í lithimnunni í augunum. Lithimnan getur kennt manni margt um ástand líkamans og gefið ítarlega mynd af heilsu viðkomandi einstaklings og getur aðstoðað við að ráðleggja um rétta meðferð.
03. júlí 2007
Svæða- og viðbragðsmeðferð er heildræn meðferð beint að höndum og fótum en í þeim eru viðbragðsvæði sem tengjast og samsvara hverjum líkamshluta og líffæri líkamans. Viðbragðsvæðin verða því aum ef að einhver líkamshluti eða líffæri eru veikluð. Hægt er að örva eða slaka viðkomandi líkamhluta eða líffæri með þrýstinuddi
03. júlí 2007
Bowentækni er meðferð sem gengur út á að trufla boðskipti heilans til líkamans með rúllandi hreyfingum á vöðva, sinar og fleira sem að truflar boðskiptin. Þetta hjálpar líkamanum að endurræsa sig og byrja þannig að lækna sjálfan sig.
03. júlí 2007
Alexandertækni er aðferð notuð til að losna við skaðlega spennu úr líkamanum með því að kenna líkamsbeytingu og rétta líkamstöðu. Hún er auðveld og gagnleg aðferð til að bæta eðli hreyfinga, jafnvægi, stuðning og samhæfni.
03. júlí 2007
Buteyko aðferðin er ein áhrifamesta lyfjalausa aðferðin til að losna við astma og önnur öndunarvandamál. Hún byggir á því að læra að stjórna önduninni. Bæði börn eldri en þriggja ára og fullorðnir geta lært öndunina.
03. júlí 2007
Listmeðferð – Artistic therapy.
Listmeðferð er meðferð þar er unnið úr vandamálum með listrænni tjáningu, eins og myndlist, leiklist, dansi, söng eða öðru slíku. Meðferðin hjálpar fólki að komast í betri tenginu við tilfinningar sínar og undirmeðvitundina. Hún er góð til sjálfstyrkingar og krefst ekki neinna listrænna hæfileika.
03. júlí 2007
Dáleiðsla kallar fram vitundarástand sem unnt er að nýta í lækningaskyni til að bæta almenna líðan og efla ákveðna þætti í fari fólks. Hún er vísindalega sönnuð og ein áhrifamesta leiðin til að flýta meðferð á ýmsu eins og svefnörðugleikum, höfuðverkjum, til að efla einbeitingu, hjálpa til við að hætta reykingum, eða að léttast.
03. júlí 2007
Nálastungur – Acupuncture, eru notaðar til að koma jafnvægi á eða leiðrétta flæði chi um líkamann og koma einstaklingnum aftur til heilsu. Nálunum er stungið í sérstaka orkurásir sem liggja undir húðinni til að örva þá. Nálastungusérfræðingar nota líka hita, þrýsting, núning, sog, og létt bank til að örva rásirnar. Til að skilja grunnhugmyndafræði nálastungumeðferða er mikilvægt að þekkja aðeins til ...
03. júlí 2007
EFT - Emotional Freedom Techniques, er ný meðferð við sársauka, sjúkdómum og tilfinninga vandamálum. Hún byggir á hugmyndafræði þar sem orsök allra neikvæðra tilfinninga liggja í truflun á orkukerfi líkamans. Meðferðin er lík nálastungu á margan hátt nema hvað að ekki er notast við nálar og er meira tekið á tilfinningatengdum vandamálum. Meðferðin virkar þannig að létt er slegið á enda ...
03. júlí 2007
Sjúkraþjálfun – Physical Therapy
Sjúkraþjálfun er meðferð sem er veitt þegar hreyfigeta líkamans eða líkamleg færni hefur skerst vegna sjúkdóma, áverka, meiðsla eða öldrunar. Hún hjálpar fólki að viðhalda eða bæta virkni líkamans, draga úr verkjum og bæta heilsu og líðan fólks. Ýmsar aðferðir eru notaðar í meðferðinni, eins og nudd, rafsegultæki, nálastungur, æfingar, teygjur, liðlosun o.fl.
03. júlí 2007

Garðurinn er sælureitur okkar og griðastaður.  Hann getur verið af hvaða stærð sem er. Í garðinum höfum við litla náttúruvin til að heimsækja í dagsins önn, einnig þegar tíminn er stuttur. Heimsókn í garðinn getur gefið okkur mikið jafnvel þótt við horfum einungis á hann út um gluggann eða hugsum til hans.

Garðar geta verið af öllum gerðum, allt frá ...

Jarðfræðilega séð er Ísland ungt land eða um 20-25 milljón ára. Upphleðsla landsins hefur öll farið fram á síðari hluta nýlífsaldar. Landið er nær allt gert úr hraunlögum með setlögum á milli. Hraunlögin hafa hlaðist upp í eldgosum enda liggur Ísland á svokölluðum heitum reit þar sem eldgos eru tíðari en annarsstaðar.

Jarðmyndunum Íslands er skipt gróflega í fernt. Elst ...

Vegagerðin er veghaldari* þjóðvega. Þjóðvegir eru þeir vegir sem ætlaðir eru almenningi til frjálsrar umferðar, haldið er við af fé ríkisins og upp eru taldir í vegaskrá. Þeir skulu mynda eðlilegt, samfellt vegakerfi til tengingar byggða landsins.

Vegakerfinu er stundum líkt við æðakerfi mannslíkamans sem viðheldur starfseminni með því að tryggja eðlilegt blóðstreymi um hina ýmsa hluta líkamans. Með sama ...

Ryksugur eru mikilvæg heimilistæki en það er margt sem ber að varast, sérstaklega orkueyðslu, hávaða og endingu.

Nýjar reglur á evrópska efnahagssvæðinu banna sölu á ryksugum sem nota yfir 1600W, ryksuga illa, eru hávaðasamar, losa mikið ryk í andrúmsloftið eða endast illa. Þetta hefur í för með sér betri gæði og minni eyðslu, allt til hagsbóta fyrir neytendur.

Frá 1 ...

Grænt Íslandskort er samvinnuverkefni Náttúran.is, fjölþjóðlega verkefnisins Green Map® System og Land- og ferðamálafræðistofu Háskóla Íslands. Grænu kortin okkar byggja á flokkunarkerfi Green Map® kerfisins og gagnagrunni Grænna síðna™ Náttúrunnar sem er árangur níu ára rannsóknarvinnu á vistvænum kostum í viðskiptum og ferðamennsku á Íslandi.

Græna kortið er á; íslensku, ensku, þýsku, ítölsku og frönsku, og tengist hinu gríðarlega ...

Húsgögn samanstanda af ýmsum efnum bæði úr jurta- og steinaríkin s.s. viði, málmum, gleri, trefjum úr plöntum, steinefnum og úr gerviefnum allskonar. Það eru aðallega þau sem að við þurfum að vera með augun opin gagnvart. Ekki aðeins getur útgufun ákveðinna efna verið heilsuspillandi heldur geta umhverfisáhrif verið geigvænleg. Yfir 100.000 efni eru notuð í allskyns framleiðslu í ...

Gluggar hleypa mikilli orku út úr húsinu. Vel einangraðir gluggar, tvöfaldir og jafnvel þrefaldir spara til lengri tíma litið mikla peninga því orkan sem smýgur út um gluggann nýtist engum. Því er einangrunargildi glugga nokkuð sem skiptir miklu máli þegar velja skal glugga í ný hús. Á líftíma sínum í húsinu spara þeir allavega fyrir sjálfum sér, fyrir eigendur sína ...

26. júní 2007

Útöndun og einangrunargildi í ekta dúnsæng (æðadún eða gæsadún) er auðvitað betri en úr gerviefnum og því í flestum tilfellum hollari. Nauðsynlegt er að viðra sængina reglulega og helst láta hreinsa hana eftir þörfum.

Með vefnaðarvörur s.s. sængurföt og fatnað þarf að hafa í huga að mörg litarefni og framleiðsluferli fela í sér að efnið er meðhöndlað með sýruböðum ...

Skór, eins og annað, eru til í mörgum gæðaflokkum. Handgerðir skór eru orðnir sjaldgæfir og fjöldaframleiðslan hefur tekið yfirhöndina. Skóiðnaðurinn hefur færst til Asíu þar sem oft  er erfitt að hafa eftirlit með því hvort að framleiðslan sé umhverfisvæn eða framleiðsluaðferðir skaðlegar bæði þeim sem vinna í verksmiðjunum og umhverfinu. 

Þó eru til skóhönnuðir og framleiðendur alls staðar í heiminum ...

Umhverfisvæn, græn eða vistvæn fatahönnun hefur löngu ruðið sér til rúms í nágrannalöndum okkar og er að vinna á hérlendis. Það sem átt er við með umhverfisvænni tísku og hönnun er að grunnhugsun hönnuðanna sé í sjálfbæra átt, þ.e. að hönnunin beri vott um ábyrgð gagnvart umhverfinu og ábyrgð gagnvart heilsu þess sem notar hana.

Fatnaður er okkur ...

Bækur eru yndislegt verkfæri, hvort heldur sem er til afþreyingar, til að skilja heiminn sem við lifum í eða menntunar. Menningar- og menntunarstig þjóða er oft metið í leskunnáttu og bókarlestri.  Við Íslendingar erum sem betur fer menningarþjóð sem leggjum mikið upp úr lestri og kaupum mikið af bókum sem eftir lestur verða því miður fangar bókahilla í ár eða ...

Innbú okkar samanstendur af ýmsum efnum bæði úr jurta- og steinaríkinu s.s. viði, málmum, gleri, trefjum úr plöntum, steinefnum og úr gerviefnum allskonar. Það eru aðallega þau sem að við þurfum að vera með augun opin gagnvart. Ekki aðeins getur útgufun ákveðinna efna verið heilsuspillandi heldur geta umhverfisáhrif verið geigvænleg. Yfir 100.000 efni eru notuð í allskyns framleiðslu ...

25. júní 2007

Öll börn geta teiknað og málað. Jafnvel þótt sumum kunni að finnast myndir þeirra ófullkomnar, þá hafa ölll börn tilfinningu fyrir litum og fegurðarskyn sem hægt er að rækta og þroska með barninu. Það er einnig mjög gaman og ekki síður mikilvægt að tjá sig með því að leika sér að litum.

Á markaðnum eru margar tegundir af vaxlitum, pastellitum ...

Sólarrafhlöður eru góður kostur þar sem langt er í tengingu við orkunetið. Til dæmis í sumarbústaði eða fjallaskála. Eins má nota þær til að framleiða rafmagn til eigin nota og hafa þá 12V lýsingu í bland við hið hefðbundna 220V kerfi. Sumir vilja t.d. aðeins hafa 12V ljós í svefnherbergjum til að losna við möguleg áhrif af 220V ...

Framleiðsla á einföldustu raftækjum hefur gríðarlega neikvæð umhverfisáhrif. Þess vegna keppast framleiðendur víða um heim nú um að sýna lit og minnka umhverfisáhrif framleiðslu sinnar. En ekki taka allir þátt í því og bíða þangað til að fyrirskipanir berast t.d. frá ESB sem þvinga þá til að minnka umhverfisáhrifin. Við getum tekið þátt í því að „umhverfisvæni verði markaðsforskot ...

25. júní 2007

Tónlist og myndefni á geisladiskum endast ekki eins lengi og við kannski teljum okkur trú um. Geymsla tónlistar og myndefnis á hörðum diskum eru heldur ekki nein framtíðarlausn. Skjalageymslur eru í raun allar ótryggar gegn tímans tönn.

Vínylplötunum gömlu má segja til hróss að þær duga lengur en geisladiskar ef þær verða ekki fyrir beinu hnjaski. Það er því blekking ...

Stofan er sameiginlegt rými þar sem fjölskyldan slappar af og eyðir saman gæðastundum. Þar er lesið, hlustað á tónlist, horft á sjónvarp og tekið á móti gestum. Val á húsgögnum þarf því að vera í samræmi við fjölskyldustærð og ekki hvað sýst miðast við aldur barnanna í fjölskyldunni.

Val húsgagna getur skipt allan heiminn máli, þ.e. ef að þau ...

Rafmagnstækjum fjölgar sífellt á heimilum landsins. Um 10% raforkunotkunar heimilistækja fer oft á tíðum í svokallaða biðstöðu eða „Stand by" notkun. Hafa ber í huga að í biðstöðu eyða rafmagnstæki orku án notkunar. Tæki í biðstöðu skila engu til notenda nema hærri rafmagnsreikningi. Biðstaða tækja er oft kölluð rafmagnsleki enda seytlar hægt og bítandi út raforka engum til gagns. Auðveldasta ...

Vatn er ein mikilvægasta auðlind jarðar og sú sem að flestar þjóðir eiga of lítið af. Á Íslandi er aftur á móti nóg af góðu drykkjarvatn, heitu vatni í jörðu og vatnsafli til að knýja raforkuver.

Vatn er þó ekki óþrjótandi auðlind og óþarfa vatnsnotkun er mikil á Íslandi. Á Íslandi notar hver íbúi að meðaltali 200 lítra af vatni ...

Oft er frystir sambyggður ísskápum, með stærri eða minna frystihólfi. Fyrir stórar fjölskyldur og þá sem tækifæri hafa til að fá heilu eða hálfu skrokkana eða uppskera mikð magn matar getur stór frystir verið brunnur sparnaðar. Mikilvægt fyrir endingu matarins er að hafa hitastigið rétt stillt eða -18 °C og til að spara orku er best að opna frystinn í ...

Brauðristin er afar orkueyðandi tæki. Hagkvæmast er að kaupa brauðrist sem eyðir eins lítilli orku og mögulegt er og er auk þess sterk og endingargóð. Best er að rista tvær brauðsneiðar í einu.

Athugið að af brauðristinni getur stafað eldhætta ef brauðið brennur!

Mörg litarefni og framleiðsluferli vefnaðarvöru fela í sér að efnið er meðhöndlað með sýruböðum, og eiturefnum af ýmsum gerðum, sumum jafnvel skaðlegum heilsunni. Eins er framleiðslan sjálf oft uppspretta alvarlegra umhverfisáhrifa og heilsutaps fólks. Sum efni eru umhverfisvænni en önnur.

Bómull er eitt skaðlegasta hráefnið vegna mikillar eiturefnanotkunar við ræktun þess. Fyrir hvert kg. af bómull sem er ræktað þarf ...

Vatnssparandi sturtuhaus er haus með litlum þröngum götum. Hann notar mun minna vatn en venjulegur sturtuhaus og vatnið spýtist út með meiri þrýstingi. Eldri sturtur nota allt að 24 lítra á mínútu af vatni. Nýir vatnssparandi sturtuhausar nota 6 til 10 lítra á mínútu.

Ef þú skiptir yfir í vatnssparandi sturtuhaus þá minnka útgjöldin vegna sturtunnar um helming. Vatnssparandi sturtuhaus ...

Mörg litarefni og framleiðsluferli vefnaðarvöru eins og í gluggatjöldum fela í sér að efnið er meðhöndlað með sýruböðum, og eiturefnum af ýmsum gerðum, sumum jafnvel skaðlegum heilsunni. Eins er framleiðslan sjálf oft uppspretta alvarlegra umhverfisáhrifa og heilsutaps fólks. Sum efni eru umhverfisvænni en önnur.

Bómull er eitt skaðlegasta hráefnið vegna mikillar eiturefnanotkunar við ræktun þess. Fyrir hvert kg. af bómull ...

Baðvaskurinn er mikið notað tæki og vatnsnotkun er þar stóra málið. Við getum byrjað á vatnssparnaði við tannburstunina. Það er alger óþarfi að lát vatnið renna stöðugt á meðan að við bustum tennurnar.

Munið að til eru umhverfisvottuð og lífræn tannkrem sem eru ekki aðeins umhverfisvænni heldur einnig heilsusamlegri. Með handsápu gildir það sama og það þarf ekki að nota ...

21. júní 2007

Það er mikilvægt að þvottahúsið sé hannað fyrir þá sem vinna þar. Þó að nútímaþvottavélar og þurrkarar auðveldi vinnuna við þvottinn frá því sem áður var útheimtir hún samt mikla vinnu og mörg handtök, sérstaklega þar sem börn eru á heimilinu. Daglegir þvottar skapa mikið álag bæði á þann sem vinnur við þá og á umhverfið sem leggur til vatn ...

21. júní 2007

Skiptar skoðanir eru á því hvort að það að fara í kerbað eða sturtu sé umhverfisvænna (minna umhverfisspillandi). Vatnsnotkunin er það sem skiptir mestu máli í þessu sambandi. Ef þú ferð í langa sturtu er það hugsanlega skaðlegra fyrir umhverfið en ef þú ferð í hálffullt baðkar. Notkun heita vatnsins kostar pening og því er varhugavert að ofnota það. Daglegar ...

Klósettið notar mikið vatn og vatnseyðslan fer m.a. eftir því hve oft við sturtum niður. Gömul klósett sturta niður um 15-20 lítrum í hvert skipti, nýrri gerðir um 3-6 lítrum. Í gömul klósett er hægt að setja múrsteina í vatnskassann til að minnka vatnsmagnið í vatnskassanum.

Þegar við stöndum frammi fyrir því að þurfa að kaupa nýtt klósett ...

Drasl safnast fljótt upp í geymslunni og því er betra að gefa það, koma því í verð eða til endurvinnslu þegar þú þarft ekki lengur á því að halda. Sumu má koma til Rauða krossins, Góða hirðisins eða til endurvinnslustöðva.

Gluggar hleypa mikilli orku út úr húsinu. Vel einangraðir gluggar, tvöfaldir og jafnvel þrefaldir spara til lengri tíma litið mikla peninga því orkan sem smýgur út um gluggann nýtist engum. Því er einangrunargildi glugga nokkuð sem skiptir miklu máli þegar velja skal glugga í ný hús. Á líftíma sínum í húsinu spara þeir allavega fyrir sjálfum sér, fyrir eigendur sína ...

21. júní 2007

Bílskúrinn þarf að vera vel loftræstur, og þar ættu umhverfisvæn farartæki eins og reiðhjól og sparneytnir bílar að vera í öndvegi. Bílskúrinn, eins og nafnið segir til um, er hugsaður fyrir bílinn. Eitt af hlutverkum hans er að halda bílnum heitum á vetrum en það lengir líftíma hans og sparar auk þess eldsneyti. Að hafa bílskúr og nota hann ekki ...

Í baðherberginu þarf að huga að þægindum, öryggi, barnvæni, orkusparnaði og vatnsnotkun. Einnig skiptir máli að nota umhverfisvænar hreinlætisvörur og hreinsivörur og að loftun rýmisins sé góð. Hreinlæti er einnig mjög mikilvægt en öllu má ofgera. Hreinlætið getur verið dýrkeypt fyrir náttúruna. Ofnotkun hreinsiefna er því miður mjög algeng. Hreinsivörur úr kemískum efnum geta haft heilsuspillandi áhrif á okkur mennina ...

21. júní 2007

Töluverð mengun skapast þegar kaldur bíll er hitaður upp. Ef svokallaður hreyfilhitari er notaður þá er vélin og farþegarýmið heitt þegar farið er af stað og allur ís bráðnaður af rúðum. Hreyfilhitarinn sparar eldsneyti um 30% auk þess sem hann eykur öryggi. Útblástur eiturefna er fimm til tífalt minni og vélin slitnar minna sé hreyfilhitari notaður. Smurolían endist lengur og ...

21. júní 2007
Dagur hinna villtu blóma var fagnað í gær á öllum Norðurlöndunum. Náttúrufræðistofnun Íslands skipulagði 14 blómaskoðunarferðir með leiðsögumönnum um allt land. Greinarhöfundur hafði tækifæri til að slást í hópinn sem hittist við Vatnsenda í Flóahreppi (fyrrum Villingaholtshreppi) og voru leiðsögumenn þær Þórunn Kristjánsdóttir og Krístín Stefánsdóttir. Átta þátttakendur voru í blómaskoðunarferðinni sem var farin í fallegu og kyrru veðri. Blómaskrúðið ...

Hver jurt er í rauninni listaverk náttúrunnar og býr yfir ákveðnum eiginleikum sem sumir hafa áberandi áhrif á okkur mannfólkið. Ein af þessum jurtum er hvítkál. Þó að oftast sé ekki hugsað um káljurtir í öðru samhengi en sem góðar jurtir til átu og daglegrar næringar skrifaði daninn Björge Wesereng doktorsritgerð sína um lækningamátt hvítkálsins. Í trefjum kálsins er pektín ...

Að gróðursetja tré er ekki bara gott fyrir náttúruna heldur getur það verið reglulega skemmtilegt verkefni fyrir fjölskylduna að gera saman.

Finndu góðan stað til að gróðursetja tréð, t.d. úti í garði, hjá sumarbústaðinum eða á næsta skógræktarsvæði. Skoðaðu vel hvernig tré hentar best loftslaginu og stærð garðsins eða svæðisins, þú getur t.d. farið á næsta bókasafn og ...

SORPA og Fréttablaðið hafa tekið höndum saman og hvetja lesendur til að skila Fréttablaðinu til endurvinnslu að lestir loknum. Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri SORPU, og Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, hleypa verkefninu af stað í dag.

Fréttablaðið sem er prentað á pappír unnin úr nytjaskógum er fyrsti prentmiðillinn á Íslandi til að taka þátt í endurvinnsluaðgerð af þessu tagi. Átakið ...

23. maí 2007

í dag var opnuð heimasíðan www.kolvidur.is. Kolviður er sjóður sem miðar að því að binda kolefni í gróðri og jarðvegi í þeim tilgangi að draga úr styrk koldíoxíðs (CO2) í andrúmslofti. Viðskiptavinir Kolviðar kaupa kolefnisbindingu til þess að jafna útblástursmengun ökutækja sinna og vegna flugferða. Reiknilíkan á vefsíðu Kolviðar býður viðskiptavinum að leggja fé í sjóðinn sem síðan ...

Í gær þann 25.04.2007 á degi umhverfisins var vefurinn Náttúran.is opnaður á uppskeruhátíð umhverfisráðuneytisins sem haldin var að Kjarvalsstöðum. Það var umhverfisráðherra, Jónína Bjartmarz sem átti heiðurinn af því að opna vefinn formlega.

Á hátíðinni voru einnig veittar viðurkenningar til 5 grunnskóla fyrir áhugavert starf í þágu umhverfisins. Nemendur úr Hólabrekkuskóla, Grunnskóla Tálknafjarðar, Álftamýrarskóla, Foldaskóla og Lþsuhólsskóla ...

Í dag afhenti umhverfisráðherra, Jónína Bjartmarz, forsvarsmönnum verktakafyrirtækisins Bechtel, Kuðuninginn. Kuðungurinn er viðurkenning Umhverfisráðueytis til þeirra atvinnufyrirtæki sem þykja skara framúr á sviði umhverfismála. Fyrirtæki sem fá þessa viðurkenningu geta notað merki Kuðungsins í eitt ár. En fá til eignar listmun sem hannaður er sérstaklega á hverju ári. Að þessu sinni var það Kogga sem hannaði gripinn.

Á myndinni afhendir ...

Haustið 2006 hlaut Náttúran.is styrk úr Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur en sjóðurinn var stofnaður um minningu Margrétar. Sjóðurinn var stofnaður árið 2005 og er markmið hans að stuðla að heilbrigðu líferni og bættu mannlífi, efla menntir, menningu og íþróttir. Markmiðum sjóðsins er fylgt eftir með því að styrkja einstaklinga, verkefni og félög til mennta, framtaks, athafna og keppni - ekki síst ...

Sumarið 2006 kynntu forsvarsmenn Náttúrunnar Framleiðnisjóði landbúnaðarins verkefnið. Náttúran.is mun fjalla um landið allt á vefnum, bæði náttúruna sjálfa, framleiðendur, frumkvöðla og framleiðsluvörur sem að falla undir hreinar náttúruafurðir og vottaðar afurðir og áhugaverðar nýjungar. Það varð til þess að Framleiðnisjóður ákvað að styrkja verkefnið duglega. Sjá vef Framleiðnisjóðs.

Náttúran þakkar kærlega fyrir stuðninginn.

Eitt framsæknasta fyrirtæki landsins á sviði umhverfismála Hópbílar hf. er annað fyrirtækið til að styrkja Náttúruna.is. Hópbílar eru í fremstu röð á landinu á sviði umhverfisstjórnunar, en Hópbílar er eitt tíu fyrirtækja á íslandi sem hafa ISO 14001 alþjóðlega umhverfisvottun og hefur um árabil verið í fararbroddi hvað varðar umhverfis- og gæðastjórnun. Hópbílar fengu Kuðunginn, umhverfisverðlaun umhverfisráðuneytisins árið 2003 ...

Í þrígang hefur Náttúran.is fengið styrk frá Impru Nýsköpunarmiðstöð, úr verkefninu „Skrefi framar“ sem úthlutar styrkjum til frumkvöðla sem ráða þurfa til sín sérfræðinga til þróunarvinnu. Fyrstu styrkina hlaut verkefnið árið 2005 og í þriðja sinn árið 2006. Sjá nánar um Impru nýsköpunarmiðstöð og styrki sam þar eru í boði á vef miðstöðvarinnar.

Náttúran.is þakkar kærlega fyrir stuðninginn!

Haustið 2006 veitti Endurvinnslunni hf. verkefninu styrk, sem var fyrsti styrkur til verkefnisins frá fyrirtæki. Náttúran.is áformar að gefa heildaryfirsýn á málaflokkinn endurvinnsla og förgun og fjalla um alla endurvinnslu og förgunarmöguleika á landinu. Auk þess eru vörur á Náttúrumarkaði eyrnamerktar viðeigandi Fenúr-flokki sem segir til um á hvern hátt skuli farga innihaldi og umbúðum á sem umhverfisvænstan hátt ...

Styrkur úr Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands vorið 2005 var annar styrkurinn sem hlaust til verkefnisins, sem hét þá Grasagudda.is. Verkefnið sótti aftur um styrk ári síðar og hlaut enn á ný styrk úr sjóðnum. Atvinnuþróunarsjóður heitir nú Atvinnuþróunarfélag Suðurlands og úthlutar styrkjum til frumkvöðlaverkefna á Suðurlandi.
Sjá nánar á vef Atvinnurþróunarfélags Suðurlands.

Náttúran.is þakkar kærlega fyrir stuðninginn!

Trefjar eru lítt meltanleg efni úr plönturíkinu sem flokkast í vatnsleysanlegar og óvatnsleysanlegar trefjar. Talið er að trefjar (einkum vatnsleysanlegar) geti dregið úr magni kólesteróls í blóði. Óvatnsleysanlegar trefjar eru meltingu okkar nauðsyn og vinna gegn hægðatregðu hjá heilbrigðu fólki. Æskilegt er að hluti trefja í fæði sé að minnsta kosti 25 grömm á dag miðað við 2400 kílókaloríu fæði ...

Jarðvegseyðing hefur lengi verið ein mesta ógn jarðarbúa. Fyrir 2000 árum var eyðimörkin í Lþbíu þakin ávaxtagörðum, ökrum og skógum. Ríki Grikkja, Fönikíumanna og Araba voru blómleg og frjósöm en núna er stutt í Sahara eyðimörkina, og hin frjósömu lönd, glæsilegu borgir, leikhús, hallir og skrauthþsi – allt er þetta grafið í gulan sandinn. Kþprusviður kom frá Líbanon fyrir 5000 árum ...

Náttúran skapar ljóðlistina, heimspekina og trúarbrögðin ekki síður en vísindin.  Maðurinn verður fyrir trúarlegri reynslu í snertingu sinni við náttúruna, þegar hann stendur einn frammi fyrir alheiminum og horfir út í óendanleikann. Biblían er full af tilvitnunum í náttúruna og hinn náttúrulega heim. Náttúran leikur stórt hlutverk í öllum trúarbrögðum heimsins.
Virðing fyrir lífinu er grundvallargildi í allri siðfræði og öllum trúarbrögðum. Jafnvel þeir sem ekki vilja kenna sig við nein trúarbrögð viðurkenna siðferðislegt gildi lífsins. Þróun lífsins snýst ekki einungis um samkeppni þeirra sem eru sterkastir. Þróun lífsins snýst ekki síður um skyldleika og bræðralag allra þeirra lífvera sem Jörðina byggja. Að viðurkenna skyldleika alls lífs á Jörðinni er fyrsta ...

Með tilliti til þróunar í landbúnaði, í læknavísindum og vegna matvælaöryggis er æskilegt að varðveita erfðafræðilegt gildi náttúrunnar. Það gætu fundist ný lyf í plöntum frumskógarins, ný afbrigði af korni sem hægt er að nýta eða önnur gen sem geta komið okkur að miklu gagni. Þau gen sem glatast úti í náttúrunni vegna útrýmingar dýra og plantna verða hins vegar ...

Vísindi hafa ekki einungis hagrænt gildi. Náttúruvísindin eru eins og tónlist og myndlist með mestu afrekum mannsandans. Það má rökstyðja með ýmsum rökum að náttúran sé það áhugaverð að það eitt að kynnast henni sé erfiðisins virði. Náttúran í heild er viðfangsefni náttúruvísindanna og opnast hverjum þeim heillandi heimur sem leggur það á sig að læra táknmál hans. Hvað getur ...

Maðurinn hefur ætíð tekið hráefni úr náttúrunni, umbreytt því og skapað verðmæti. Þetta hefur hann gert með því að beita hugviti sínu og höndum. Þannig býr maðurinn í vissum skilningi til auðlind úr umhverfi sínu. Þegar auðlindin skapar vöru sem er komin á markað verður til hagkerfi og náttúran fær hagrænt gildi.

Það efast enginn um að náttúran hefur hagrænt ...

Samkvæmt hinni guðmiðlægu heimspeki er náttúran sjálf tjáningarform Guðs.  Þannig er andi Guðs í náttúrunni og vilji hans kemur fram í þeim ferlum og lögmálum sem þar gilda.  Andi og efni er ekki aðskilið heldur er andinn í efninu.  Samkvæmt þessari heimspeki er eyðilegging náttúrunnar aðför að því guðlega í veröldinni og að vissu leyti eyðilegging Guðdómsins sjálfs. 
Hið hefðbundna vestræna viðhorf til náttúrunnar felst í því að hún hafi fyrst og fremst nytjagildi fyrir manninn. Þannig hefur náttúran ekkert gildi í sjálfu sér,  heldur einungis gildi að því leyti sem hún þjónar hagsmunum mannsins. Út frá þessu viðhorfi hefur hundurinn einungis gildi þar sem hann ný tist eiganda sínum og er honum til ánægju. Hægt er að ...

  • Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið
  • Bændasamtök Íslands
  • Grænu Farfuglaheimilin
  • Green Map System
  • HNLFÍ
  • Í boði náttúrunnar
  • Land- og ferðamálafræðistofa Háskóla Íslands
  • Landmælingar Íslands
  • Landsbjörg
  • Landsvirkjun
  • Landvernd
  • LiberHerbarum.com
  • loftslag.is
  • 2020.is
  • Náttúrufræðistofnun Íslands
  • Náttúruverndarsamtök Íslands
  • Mennta- og menningarmálaráðuneytið
  • Orkusetur
  • Reykjavíkurborg
  • Reiknistofa í veðurfræði
  • Samtök lífrænna neytenda
  • SEEDS sjálfboðaliðasamtök
  • Sesseljuhús Sólheimum
  • Slow Food Reykjavík
  • Sorpa bs.
  • Sorpstöð Suðurlands bs.
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið ...

Energy star
Energy star er upphaflega verkefni á vegum Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) og var merkið fyst kynnt árið 1992. Í byrjun náði merkið aðallega yfir tölvur og tölvuskjái en hefur síðan þá þróast í að ná yfir öll helstu raftæki sem eru í notkun á skrifstofum og á heimili fólks. Markmiðið er að merkið eigi í framtíðinni að ná yfir ...

Í frétt á vef Landverndar segir að félagið sýni niðursöðum Péturs M. Jónassonar professor emeritus dr. phil hjá Kaupmannahafnarháskóla, stuðning með bréfi sem sent hefur verið til umhverfisráðherra. Pétur M. Jónasson hefur helgað ævi sinni rannsóknum á vatna jarð- og líffræði og er einn virtasti fagmaður heims á þessu sviði. Hann hefur sérstaklega helgað sig rannsóknum á Þingvallavatni og Mývatni ...

Í lok vinnufundar samvinnuhóps Náttúrunnar um vistvænar og sjálfbærar byggingar afhenti Birgir Þórðarson umhverfisskipulagsfræðingur, Bergþóru Hlíðkvist Skúladóttur forstöðumanni Sesseljuhúss, bókagjöf til hússins.

Bækurnar fjalla um vistvæna aðferðarfræði og stefnur í byggingarhönnun og skipulagi. Einnig bækur um garðrækt og önnur umhverfistengd málefni. Sesseljuhús hefur nú þegar safnað fjölda bóka um viðfangsefnið og verða bækur safnsins innna tíðar skráðar til útláns. Í ...

Nú stendur hinn árlegi atburður „sprengjum gamla árið í tætlur“ fyrir dyrum. Sprengigleði landsmanna virðist aukast ár frá ári og hafa verð eða mengun þar engin áhrif á. Talið er að hér á landi verði skotið á loft þúsund tonnum af sprengiefni í ár.

Í stóra samhenginu eru áhrifin gífurlega neikvæð fyrir umhverfið og er í raun ófyrirgefanleg forheimskun að ...

Í frétt hér á Náttúrunni frá 11. 11. 2006 er fjallað um kæru Landverndar, Björns Pálssonar og Eldhesta til Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, varðandi svokallað „bráðabirgða-framkvæmdaleyfi sem sveitarfélagið Ölfus gaf út til að Orkuveita Reykjavíkur gæti unnið að vegagerð og hafið tilraunaboranir á svæðinu. Eins og fram kemur í kærunni er slíkt leyfi þ.e. „bráðabirgða-framkvæmdaleyfi“ orð sem ekki hefur ...

Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði halda fund um fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík
Fundurinn verður haldinn sunnudaginn 19.11.2006 og hefst kl. 16:00 í Hafnarfjarðarleikhúsinu (við hliðina á Fjörukránni).
-
Erindi flytja:
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, VG
Rósa Guðbjartsdóttir, Sjálfstæðisflokknum
Pétur Óskarsson, Sól í Straumi
Hrannar Pétursson, Alcan
Ómar Ragnarsson, fréttamaður

Eftir að ræðumenn hafa flutt erindi sín ...

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs krefst þess að ríkisstjórnin lýsi því tafarlaust yfir að öllum frekari stóriðjuframkvæmdum verði frestað. Í ályktun þingflokksins að nú fari fram kapphlaup um byggingu orkuvera fyrir erlendar álbræðslur. Fyrirheit um lágt raforkuverð og ókeypis mengunarkvóta hvetji stórfyrirtæki til að flytja framleiðslu sína til Íslands og loka verksmiðjum í löndum sem gera meiri kröfur um mengunarvarnir og ...

Norski álframleiðandinn Norsk Hydro hefur opnað skrifstofu í Reykjavík með það í huga að hasla sér völl á álmarkaði.

Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra ítrekar þó statt og söðugt við fjölmiðla að stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar sé löngu lokið. Eina hugsanlega skýringin á orðum ráðherra hlýtur að vera að „markaðsátakinu“ sjálfu sé lokið, þ.e. bæklingunum (sjá bæklinginn: LOWEST ENERGY PRICES!! gefinn út af ...

Gífurlegt fjölmenni tók þátt í Jökuslárgöngunni í Reykjavík í kvöld. Mönnum ber á klassískan hátt ekki saman um tölulegan fjölda, lögreglan segir 7-8 þúsund manns en aðrir vilja meina að mannfjöldinn hafi verið nærri 15 þúsundum á Austurvelli þegar dagskráin stóð sem hæst. Strax við upphaf göngunnar, á Hlemmi, var mannþröng og hátíðlegt yfirbragð í hlýjunni og myrkrinu. Fólk flykktist ...

Hátt í eitt hundrað manns sóttu málþing um sjálfbærar byggingar sem haldið var í Sesseljuhúsi að Sólheimum í dag. Sænski arkitektinn Varis Bokalders var heiðursgestur málþingsins en hann hefur unnið viðamikið starf á sviði rannsókna og skilgreininga umhverfisviðmiða sem hugtökin „sjálfbær, visthæf, vistvæn, umhverfisvæn“ hús geta eða þurfa að taka tillit til. Í bók sinni „Byggekologi“ eða byggingarvistfræði sem gefin ...
Nú þegar mánaðarmótin ágúst, september nálgast, og fyrstu fréttir af næturfrostum á hálendinu hafa borist, er ekki seinna vænna að fara að huga að berjatínslu og vinnslu þeirra verðmæta sem í berjunum felast. Á suður- og vesturlandi er berjatíðin ekki dásömuð líkt og á austurlandi, enda sumarið á suðvesturhluta landsins verið ákaflega sólarlítið og hitinn framan af sumri ekki hvetjandi ...
Nýlega náði Hótel Anna á Moldnúpi þeim áfanga að fá vottun Green Globe, en Green Globe eru alþjóðleg samtök sem vinna að umhverfismálum með ferðaþjónustuaðilum og vottun umhverfisvænna starfshátta.
Til þess að fá vottun Green Globe þurfti Hótel Anna að ná viðmiðum ákveðinna lykilatriða s.s. varðandi vatnsnotkun, sorpmál og orkunýtingu. Fyrirtækið þurfti að vera fyrir ofan viðmiðunarlínu Green Globe ...
Á Hellu í Rangárþingi ytra voru Töðugjöld haldin hátíðleg í dag. Meðal dagskráratriða hátíðarinnar voru nokkrar verðlaunaafhendingar.
Hleðslumeistarinn Víglundur Kristjánsson fékk „frumkvöðlaverðlaun“ fyrir stórfelldar hugmyndir sínar um að koma á fót Íslandsveröld þar sem gestum gefst kostur á að kynnast lífi víkinga af eigin raun.
„Umhverfisverðlaun“ Töðugjalda og Sunnlenska fréttablaðsins hlaut Náttúran.is

Frumkvöðull verkefnisins er Guðrún Tryggvadóttir.

Man ég grænar grundir,
glitrar silungsá,
blómabökkum undir,
brunar fram að sjá.

Man ég grænar grundir,
glitrar silungsá,
blómabökkum undir,
brunar fram að sjá.
Bóndabýlin þekku
bjóða vini til,
hátt und hlíðarbrekku,
hvít með stofuþil.

Léttfædd lömbin þekku
leika mæðrum hjá,
sæll úr sólskinsbrekku
smalinn horfir á.
Kveður lóu kliður,
kyrrlát unir hjörð.
Indæll er þinn friður,
ó, mín fósturjörð ...

Fjóla Jóhannsdóttir er fædd á Akureyri árið 1933 en flutti árið 1942 til Reykjavíkur og hefur búið þar síðan. Fjóla er einnig með athvarf á Vatnsleysuströndinni þar sem hún og fjölskylda hennar stunda ýmsa ræktun og hlaða batteríin í nálægð við náttúruna. Fjóla er dóttir Bjargar Lilju Jónsdóttur sem var mikil grasakona og lærði sjálf af Þórunni grasakonu (móður Erlings ...

Gisti- og heilsuheimilið Brekkukot á Sólheimum í Grímsnesi hlaut ný verið umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs. Alls bárust sjö tilnefningar og varð Brekkukot hlutskarpast að þessu sinni. Verðlaunin voru afhent á Ferðamálaráðstefnunni á Hótel Sögu þann 28.10.2005. Brekkukot er sjálfstætt starfandi fyrirtæki og var stofnað árið 1997 en er hluti af samfélaginu á Sólheimum í Grímsnesi sem hefur í áratugi verið ...

Ráðstefnan „Hreinn ávinningur - hvernig græða fyrirtæki á umhverfisstarfi“ var haldin á Grand Hóteli þann 28.09.2005. Þar voru m.a. fulltrúar fjölda fyrirtækja sem fjölluðuðu um umhverfisstjórnun, þýðingu umhverfisstarfs fyrir ímynd fyrirtækja, menningu og samkeppnishæfni og um fjárhagslegan ávinning fyrirtækja af umhverfisstarfi.

Biðröð var út úr dyrum á ráðstefnuna kl. 8:30 um morguninn og yfir hundrað manns sátu ...

Nýtt efni:

Skilaboð: