Vorið 2006 fékk verkefnið styrk frá Umhverfisráðuneytinu. Umhverfisráðuneytið styrkti Náttúruna ennfremur við opnun vefsins og tók þátt í kynningarátaki. Sjá vef umhverfisráðuneytisins.

Vorið 2009 fékk Náttúran.is síðan styrk frá Umhverfisráðuneytinu til áframhaldandi þróunar Græna Íslandskortsins.

Umhverfisráðuneytið styrkti prentun Græna Reykjavíkurkortsins er það kom út í fyrst sinn haustið 2010 og aftur þegar það kom út árið 2011. Náttúran.is vinnur Græna Íslandskortið í samvinnu við Green Map System® og Land- og ferðamálafræðistofu Verkfræði og Náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands.

Í byrjun árs 2012 varð Umhverfisráðuneytið við umsókn Náttúrunnar um styrk til þróunar grænna appa fyrir snjallsíma og spjaldtölvur, en styrkurinn er framlag á fjárlögum ríkisins sem áður var veitt beint af Alþingi.

Í byrjun árs 2013 varð Umhverfis- og auðlindaráðuneytið við umsókn Náttúrunnar um styrk til þróunar Græns Íslandskorts-apps, uppfærslna og nýtt viðmót, en styrkurinn er framlag á fjárlögum ríkisins sem áður var veitt af Alþingi. Ráðuneytið styrkti einnig prentútgáfu Græna kortsins 2013.

Í byrjun árs 2014 varð Umhverfis- og auðlindaráðuneytið við umsókn Náttúrunnar um styrk til þróunar nýs Endurvinnslukorts og fræðslu- apps um Húsið og umhverfið.

Náttúran.is þakkar kærlega fyrir stuðninginn!

Birt:
4. mars 2012
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - styrkir Náttúruna“, Náttúran.is: 4. mars 2012 URL: http://nature.is/d/2007/05/07/umhverfisruneyti-styrktaraili-nttrunnar/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 7. maí 2007
breytt: 9. júní 2014

Skilaboð: