Guðrún Tryggvadóttir
http://natturan.is/
natturan@natturan.is
4831500
8635490
https://www.facebook.com/natturan.is

Náttúran.is er sjálfstætt starfandi vefsetur með aðaláherslu á að þjóna hinum almenna neytanda með áreiðanlegum upplýsingum um allt sem snertir umhverfi okkar og heilsu. Í raun er hér allt undir, nærumhverfi okkar og náttúran sjálf sem og heimilið, neyslan og fyrirtækin sem upplýstir borgarar vilja fá til aðstoðar við að skapa sjálfbæra framtíð.

Náttúran.is var stofnuð árið 2006.
Stofnandi og framkvæmdastjóri Náttúrunnar er Guðrún Arndís Tryggvadóttir.

Náttúran.is hlaut Kuðunginn fyrir árið 2011 fyrir „framúrskarandi vefsíðu um umhverfismál, og jákvæð áhrif þess á almenning og fyrirtæki.“  Segir í rökstuðningi valnefndar að stofnendur og eigendur hennar séu brautryðjendur á þessum vettvangi „knúin áfram af áhuga og umhyggju fyrir náttúrunni og umhverfinu.“

„Vefsíðan hefur innleitt nýja hugsun í umhverfisvitund Íslendinga“ sagði umhverfisráðherra m.a. við útlhutun verðlaunanna á Degi umhverfisins árið 2012. Sjá nánar í frétt frá úthlutuninni hér.

Náttúran.is fékk Umhverfisverðlaun Ölfuss árið 2015.

Náttúran.is var tilnefnd til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs árið 2015.

Sjá nánar um fyrirtækið hér.

 


Alviðra
816 Ölfus

Á Græna kortinu:

Vefmiðlun um umhverfismál

Vefslóðir á síður með staðbundnar upplýsingar um ýmiskonar umhverfismál.

Græn kort fáanleg

Græna Íslandskortið er aðgengileg í gegnum vefmiðilinn natturan.is. Öllum er frjálst að birta tengla á kortið af sínum vefsíðum. Græna kortið er til í vefútgáfu og einnig í prentútgáfu sem dreift er ókeypis.

Umhverfisfræðsla

Allt frá skipulögðu námi á öllum skólastigum, til einstakra umhverfisfræðslunámskeiða og fyrirlestra ætluðum almenningi.

Umhverfisvæn ferðaþjónusta

Fyrirtæki eða stofnun sem hlotið hefur umhverfisviðurkenningu, starfar undir stefnu Grænna farfuglaheimila, uppfyllir skilyrði umhverfiskerfis Vakans eða er með alþjóðlega umhverfisvottun Earth Check eða Norræna Svaninn.

Umhverfissérfræðingur

Sérfræðingar, þjónusta eða skrifstofur sem vinna að því að hjálpa bæði einstaklingum og samfélaginu í heild sinna við að móta umhverfisvænar stefnur og lífshætti. Geta verið ríkisrekin, frjáls félagasamtök, grasrótarsamtök, verkfræðistofur, umhverfisfræðingar og ráðgjafar á sviði umhverfisfræða og umhverfisfræðslu

Nýsköpun í heimabyggð

Nýsköpun þar sem náttúruafurðir og vistvænar/sjálfbærar framleiðsluaðferðir eru í hávegum hafðar.

Umhverfisvæn upplýsingaþjónusta

Staður eða vefsvæði sem hægt er að leita til til að fá upplýsingar um ýmiskonar umhverfistengt málefni. Þaðan er vísað áfram á græn vefsvæði og aðra þjónustu á sviði umhverfismála.

Óháð umhverfismiðlun

Óháð umhverfismiðlun getur verið í formi vefja, tímarita, dagblaða, útvarps og sjónvarpsþátta, og myndbanda sem gerð eru til styrktar eða fræðslu um málefni umhverfisins.

Vottanir og viðurkenningar:

Kuðungurinn

Kuðungurinn eru virtustu umhverfisverðlaun á Íslandi. Kuðungurinn er viðurkenning umhverfisráðuneytisins á framlagi fyrirtækja og stofnana til umhverfismála og er hann veittur árlega við athöfn á Degi umhverfisins þ. 25. apríl ár hvert.

 

Skilaboð: