Ölvisholt Brugghús ehf., er að hefja framleiðslu á nýjum sunnlenskum bjór „Skjálfta“ í Ölvisholti í Flóahreppi. Skjálfti mun koma á markað innan skamms. Bjarni Einarsson er framkvæmdastjóri Brugghússins sem sett var upp á seinni hluta síðasta árs.
Valgeir Valgeirsson bruggmeistari mun stjórna framleiðslunni en hann er menntaður bruggmeistari og hefur verið starfandi í Skotlandi. Valgeir fékk sérstaka þjálfun hjá Gourmet Bryggeriet A/S í Danmörku en fyrirtækið hefur séð um framkvæmdir við uppsetningu verksmiðjunnar í Ölvisholti. Byrjað er á framleiðslu einnar tegundar „Skjálfta“ fyrir innanlandsmarkað og þrjár tegundir verða síðan framleiddar fyrir erlendan markað. Áætlað er að flytja bjórinn út til Danmerkur.

Bragðgæði, ferskleiki og handverk verður í hávegum haft í brugghúsinu í Ölvisholti. Tilraunir eru í gangi með að nota íslenskt korn til framleiðslunnar. Einn eigenda brugghússins er Jón Elías Gunnlaugsson sem rekið hefur fyrirtækið Ísplöntur til fjölda ára. Jón framleiðir jurtalyf, hylki og te úr lífrænt ræktuðum jurtum úr eigin framleiðslu en hann er einmitt ábúandi í Ölvusholti.

Sjá vef Ísplantna.

Mynd: Miði á Skjálfta.
Birt:
Jan. 23, 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Sælkerabjórinn Skjálfti - Ölvisholt Brugghús“, Náttúran.is: Jan. 23, 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/23/saelkerabjorinn-skjalfti-olvisholt-brugghus/ [Skoðað:March 3, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: