Matvörulínan Kaja - fyrsta lífrænt vottaða vörulínan sem er pökkuð á Íslandi er nú komin í dreifingu hjá Höllu að Víkurbraut 62 í Grindavík en hún opnaði nýlega veitingastað með smáverslun þar í bæ sem hún rekur meðfram veislu- og heimsendingarþjónustu sinni.

Hjá Höllu leggur aðaláherslu á hollusturétti sem hún vinnur frá grunni, m.a. úr lífrænum gæðahráefnum frá Kaja organic ...

Eplin komin í krukkurnar og klútur yfir.Að gera sitt eigið eplaedik er bæði auðvelt og skemmtilegt, fyrir utan hvað það hlítur að vera hollara en allt annað. Eplaedik hreinsar líkamann, hjálpar honum að taka upp kalk og er fullt af vítamínum.

Innihald:

1 - 1 ½ kg af súrum eplum (helst lífrænum)

1 - 1 ¼ líter af vatni

4 - 5 teskeiðar af góðu hunangi teaspoons of natural ...

Af bloggsíðunni drragnar.weebly.com.Heilsufrelsis samtök Íslands kynna fyrirlestur með Dr. Tommy Ragnar Wood. Fyrirlesturinn verður fluttur á Grand Hótel Reykjavík laugardaginn 28. febrúar kl.13:00 - 15:00 og aðgangseyrir eru 1.500 kr. (posi á staðnum).

Tommy Ragnar Wood er fæddur í Bandaríkjunum, en ólst upp í Bretlandi. Hann er lífefnafræðingur (Bs. frá Cambridge) og læknir (frá Oxford) og vann kandídatsárin við ...

11. February 2015

Pami Sami er frá Portúgal og býr og starfar í bakaríinu á Sólheimum en hún er að ljúka námi í grasalækningum í Bretlandi.

Pami heldur vinnustofu á Sólheimum þ. 15. nóvember nk. og hefst vinnustfona kl. 14:00 og stendur fram eftir degi. Pami  kennir að gera vegan- og hrá-vegan eftirrétti, sykurlausa og einfalda í tilbúningi. Smakk á eftir.

Pami ...

Solla með nýtt skilti fyrir Gló í Fákafeni.Gló markaður og veitingastaður með meiru opnaði nýjan stað sl. föstudag, í Fákafeni, þar sem Lifandi markaður var áður til húsa.

Nýja Gló hefur að sögn Sólveigu Eiríksdóttur, Sollu, stærsta úrval af lífrænu grænmeit á landinu og býður upp á nýjungar af ýmsu tagi s.s. Tonik bar og Skálina sem er hollur og lífrænn skyndibitastaður þar sem hægt erð ...

Hvítt hveiti, ljósm. Wikipedia.Náttúrulækningafélag Íslands efnir til málþings á Icelandair hótel Reykjavík Nature, Þingsal 1, þriðjudaginn 21. október kl. 19:30.

Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur HNLFÍ setur þálþingið.

Ávarp: Gunnlaugur K. Jónsson forseti NLFÍ.

Fundarstjóri: Haraldur Erlendsson, forstjóri og yfirlæknir á Heilsustofnun NLFÍ.

  • Er hveiti bara hveiti? Hvað segir meltingin? - Sigurjón Vilbergsson, lyflæknir og meltingarsérfræðingur.
  • Að vera eða vera ekki óþolandi hveiti, það ...

Okrurkarrý, Bindha kayaOkran (e. Lady fingers) eru herramannsmatur. Hún er upprunnin í Afríku og Indlandi og er algengt grænmeti í Suð-Austur Asíu.

Það er auðvelt að matreiða okrur. Hægt er að borða fræhulstrið hrátt en það er þó algengara að matreiða það steikt eða grillað.

Okrur er trefjarík og rík af A- og C-vítamínum og fólensýrum. Hún inniheldur einnig B-vítamín, K-vítamín, kalsíum ...

Vísindamenn við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og Rannsóknastofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala (RÍN) áttu stóran þátt í útgáfu nýrra Norrænna næringarráðlegginga (NNR) sem komu út í byrjun mars sl.

Norrænu ríkin hafa um árabil átt samvinnu um útgáfu heilstæðra næringarráðlegginga og byggjast þær á vinnu rúmlega hundrað sérfræðinga undir forystu vinnuhóps á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Inga ...

23. April 2014

Félagið Heilsufrelsi stendur fyrir málstofunni Mataræði og heilsa á Hótel Hilton Nordica sunnudaginn 4. maí 2014 kl. 13:00 – 17:00

Dagskrá:

  • Kl. 13:00-13:15 Setning ráðstefnunnar - Ingibjörg Karlsdóttir félagsráðgjafi, hómópati, lýðheilsufræðingur MPH og yogakennari
  • Kl. 13:15-13:45 Heilsueflandi mataræði - Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir
  • Kl. 13:45-14:15 Nærumhverfi og heilsa - Vilhjálmur Ari Arason heimilislæknir

 

  • Kl. 14:15-14:45 ...

Máttur matarins er yfirskrift málþings Náttúrulækningafélags Íslands sem haldið verður á Hótel Natura á morgun.

Á málþinginu verður fjallað um hvað í raun gerist þegar við borðum óhollan og hollan mat. Hvað gerir til dæmis íþróttafólk sem vill ná langt í sinni íþrótt? Ragna Ingólfsdóttir, fyrrverandi atvinnumaður í badminton og ólympíufari og Geir Gunnar Markússon, næringafræðingur á heilsustofnun NLFÍ og ...

07. April 2014

Nýlega hóf Ríkissjónvarpið útsendingar á matreiðsluþættiinum Eldað með Ebbu.

Ebba Guðný Guðmundsóttir er tvegga barna móðir, grunnskólakennari, þáttagerðarkona, bókaútgefandi og sjálflærð í næringarfræðunum, sem hefur haldið hollri matargerð að landanum á undanförunum árum.

Ebba gaf út bókina „Hvað á ég að gefa litla barninu mínu að borða?“ fyrir nokkrum árum en bókin kom einnig út á ensku undir titlinum What ...

Rakst á þessa grein á netinu, á ensku reyndar, sem margir gætu haft gaman að. Oft heyrir maður sögur af lækningarmætti hins og þessa og hér er samantekt á þessum ágætu meðulum sem leynast í flestum elshússkápum. Það ætti ekki að skaða neinn að prófa þetta í hófi en rétt er samt að leita læknis ef um alvarleg veikindi er ...

Grænmeti og kartöflur

Grænmeti, belgbaunir, kartöflur – ferskt, skorið, þurrkað eða frosið

  • Mest 1 g viðbættur sykur í 100 g
  • Mest 0,5 g salt í 100 g

Tilbúnir réttir

Gildir fyrir alla

  • Minnst 25 g ávextir eða grænmeti í 100 g
  • Mest 30% af heildarorku kemur úr fitu. Undantekning er ef varan inniheldur fisk með meira en 10 g af ...

MAST hefur send út boð til hóps félaga og fyrirtækja um að Skráargatið, sænskt merki sem á að gefa til kynna að tiltekin vara sé „hollari“ en sambærilegar vörur á markaði, verði loks innleitt hér á landi, sem er ánægjulegt.

Minna ánægjulegt hefur þó verið að fylgjast með þessari erfiðu fæðingu og ekki síður furðulegt að Skráargatið hafi verið notað ...

Sólblómafræ eru ein sú fullkomnasta fæða sem völ er á en ef þú leyfir þeim að spíra margfaldast næringargildi þeirra. Þau eru stútfull af próteinum og C vítamíni og fleiri efnasamböndumn og auðveldara er að melta spíruð fræ en óspíruð. Spírur af sólblómum henta vel t.d. í græna drykki, salöt og bara til að steita úr hnefa því þau ...

34. Landþing NLFÍ var haldið á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði laugardaginn 14.september síðastliðinn.

Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar  á þinginu:

- See more at: http://nlfi.is/node/374#sthash.9S3xt89E.dpuf

 

34. Landþing NLFÍ var haldið á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði laugardaginn 14.september síðastliðinn.

Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar  á þinginu:

- See more at: http://nlfi.is/node/374 ...

Að rækta sveppi er leikur einn. Helgina 28. og 29. september stendur Íslenska Permaculturefélagið fyrir hagnýtu námskeiði í svepparækt.

Í gegnum aldirnar hafa sveppir fangað athygli okkar í þjóðsögum og ævintýrum. Sveppir virkja skilningarvit okkar, kitla bragðlaukana og geta læknað okkur af sjúkdómum. Auk þess að hreinsa eiturefni úr jörðinni vekja áhrif sveppsins mikla undrun því enn eru menn að ...

17. September 2013

Umhverfisvæn ferðamennska hefur þróast mikið á undanförnum árum. Ágangur ferðamanna getur verið ákaflega umhverfisspillandi ef ekki er hugsað um hvernig best er tekið tillit til náttúrunnar. Þetta getur átt við hvað sem er því allt sem við gerum hefur einhver áhrif á veröldina í kringum okkur.

Af hverju að fara langt þegar þú getur notið góðs sumarfrís í næsta nágrenni ...

Miðvikudaginn 20. mars efnir Íslandsstofa til ráðstefnu um heildarúttekt á íslenskri ferðaþjónustu. Ráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica kl. 09:00 – 12:00. Ný skýrsla um íslenska ferðaþjónustu verður kynnt þar sem tekið er á málefnum sem snerta innviði, markaðssetningu, fjárfestingar, uppbyggingu á ferðaþjónustu, stefnumótun ásamt aðgerðaráætlun. Skýrslan var framkvæmd af PKF viðskiptaráðgjöf í Bretlandi fyrir Íslandsstofu og Græna ...

Hráfæðiskokkurinn Sólveig Eiríksdóttir, eða Solla eins og hún er kölluð, fór með sigur af hólmi í keppni hráfæðismatreiðslumanna annað árið í röð. Solla, sem var tilnefnd í tveimur flokkum, "BEST of RAW Gourmet Chef" og líka í "Best RAW Simple Chef" sigraði báða flokkana. Valið fór fram á netinu.

"TAKK ♥ TAKK ♥ TAKK allir fyrir stuðninginn!!! Þið eruð FRÁBÆR ♥ Ég vann ...

02. March 2013

Messages: