Vistræktarsíða Náttúrunnar 03/03/2016

Vistræktarsíðu Náttúrunnar er ætlað að vera samansafn fróðleiks um vistrækt á íslensku. Hér verður deilt áhugaverðum upplýsingum sem nýst getur iðkendum, ræktendum og áhugamönnum um hugmyndafræðina.

Vistrækt er heildrænt hönnunarkerfi sem líkir eftir náttúrunni með það að markmiði að skapa sjálfbært samfélag. Í því felst m.a. matvælaframleiðsla sem vinnur með náttúrulegu umhverfi.

Vistrækt hefur að leiðarljósi sjálfbæra, umhverfisvæna landnotkun, uppbyggingu jarðvegs og stöðugra samfélaga manna, plantna og dýra.

 

Vistræktarsíðu Náttúrunnar er ætlað að vera samansafn fróðleiks um vistrækt á íslensku. Hér verður deilt áhugaverðum upplýsingum sem nýst getur iðkendum, ræktendum og áhugamönnum um hugmyndafræðina.

Vistrækt er heildrænt hönnunarkerfi sem líkir eftir náttúrunni með það að markmiði að skapa sjálfbært samfélag. Í því felst m.a. matvælaframleiðsla sem vinnur með náttúrulegu umhverfi.

Vistrækt hefur að leiðarljósi sjálfbæra, umhverfisvæna landnotkun ...

Virkni snjallrar hönnunar sýnir sig í margfaldri uppskeru.

Margir heillast af hugmyndum vistræktar um samval. Samval (e. guild) er að staðsetja plöntur sem dafna vel saman á sama stað. Þau geta t.a.m. nota ólíkt svæði til að hámarka nýtni, bæði svæðis og næringaefna. Sumar plöntur eru ræktaðar með matvælauppskeru í huga, sumar eru virkjaðar til að draga næringarefni ...

Læra má margt af forfeðrunum. Máltækið segir að neyðin kenni naktri konu að spinna. Það á við um hin víðfrægu útileguhjón Fjalla-Eyvind og Höllu. Á áratuga langri útilegu sinni hafa þau sannanlega þurft að vera margslungin og nýta náttúruna til að lifa af ofsafengna vetri á víðavangi. Margt góðra ráða er að finna í textum um líferni hjónakornanna harðgeru svosem ...

Almenningsrými eru til að nota, segir forsprakki Laugargarðs

Mikil vakning hefur orðið á borgarbúskap um allan heim og hefur hann skotið rótum sínum í almenningsgarði í Reykjavík. Í útjaðri grasagarðsins í Laugardal hefur í sumar verið starfræktur samfélagsrekinn matjurtargarður.  Hönnuðurinn Brynja Þóra Guðnadóttir er ein af forsprökkum verkefnisins Laugargarðs.

 Laugargarði er lögð áhersla á að skapa samfélag þar sem fólk vinnur saman að sameiginlegum markmiðum og miðlar af reynslu sinni. Ljósm. Niki Jiao, Laugagarður.Laugargarður er tilraunaverkefni sem gengur út á að nýta almenningsrými borgarinnar ...

Fyrir og eftir uppgræðslu á Huangtu Plateau í Kína.“Uppspretta auðs er skilvirkt vistkerfi. Þær vörur og þjónusta sem við uppskerum af því eru afleiður. Afleiður geta aldrei orðið meira virði en uppsprettan. En í nútíma hagkerfi, fáum við vörur og þjónustu fyrir peningalegt virði, á meðan uppsprettan sjálf, hið skilvirka vistkerfi, er einskis metið,” segir John D. Liu m.a. í heimildarmynd sinni Green Gold.

John hefur skrásett ...

Býfluga við vinnu sína.Býflugum fer fækkandi um allan heim. Hægt er að lesa um það hér. Býflugur eru ekki aðeins nothæfar til hunangsgerðar. Fæðukeðjan okkar byggir á þjónustu býflugna. Án frævunar þeirra mun 30% af okkar staðalfæðu hverfa.

Vísindamenn kenna ákveðnum skordýraeitrunum um. Næstu daga mun ríkisstjórn Bandaríkjana taka ákvörðun um bann á þeim, en slíkt bann er við lýði í ríkjum Evrópusambandsins ...

Kaffi- og tepása á aðalfundi Vistræktarfélags Íslands.Um tuttugu manns mættu á fyrsta aðalfund Vistræktarfélags Íslands (VÍ) sem haldinn var í gær, 20. september, í sal Dýrverndunarsamtaka Íslands.

Samkvæmt samþykktum hins nýstofnaða félags er tilgangur þess að vinna að framgangi vistræktar á Íslandi og styðja þá sem stunda vistrækt, búa til ramma fyrir kennararéttindi innan vistræktar á Íslandi og vottun þeirra auk þess að vera vettvangur fyrir ...

Hinderjarunni í skógi í Grafarvogi.Tilgangur vistræktar er að viðhalda og fjölga lífheiminum. Varðveisla fræja er hluti af því fjölbreytta verkefni. Að safna og geyma fræ snertir við öllum grunngildum, hún snýst um að viðhalda og deila jarðgæðum og fæða okkur öll.

Ég fór í fræðslugöngu um söfnun og meðhöndlun fræja sem Garðyrkjufélagið stóð fyrir seint í ágúst. Frá henni gekk ég með nokkur hindber ...

Okrurkarrý, Bindha kayaOkran (e. Lady fingers) eru herramannsmatur. Hún er upprunnin í Afríku og Indlandi og er algengt grænmeti í Suð-Austur Asíu.

Það er auðvelt að matreiða okrur. Hægt er að borða fræhulstrið hrátt en það er þó algengara að matreiða það steikt eða grillað.

Okrur er trefjarík og rík af A- og C-vítamínum og fólensýrum. Hún inniheldur einnig B-vítamín, K-vítamín, kalsíum ...

Bill MollisonBill Mollison, upphafsmaður vistræktar, var og er frábær framsögumaður.

Árið 1981 hélt hann eitt af námskeiðum sínum í The Rural Education Center í New Hampsire í Ameríku. Nemandi þar tók sig til og hljóðritaði fyrirlestra hans og vélritaði.

Síðan þá hafa nokkrir áhugasamir endurbætt textann, teiknað skýringarmyndir og allt þetta er nú fáanlegt frítt á netinu. Þarna er mikill fróðleikur ...

Fjörukál (Cakile maritime)Hásumarið er tilvalið til að safna jurtum og laumast í snemmuppskeruna. Á dögunum fórum við fjölskyldan í gönguferð sem reyndist vera skemmtileg fæðuöflun. Í fjörunni fórum við, enn sem oftar, að narta í plöntur. Ég hafði með mér Íslensku plöntuhandbókina og fór að týna fjörufang til að fræðast.

Ég fann ýmislegt. Hér er t.a.m. ein af lystisemdum úr ...

 

Margir sem flett hafa í gegnum vistræktarsíður rekast oft á teiknaða mynd af vistræktarkjúklinginum (e. Permaculture chicken). Myndin útskýrir hönnunarnálgun sem byggir á að tengja þarfir (e. input) og uppskeru (e. output). Hægt er að tileinka sér hugmyndina á hvaða hátt sem er. Tilgangurinn er að skapa afkastamikið vistkerfi. Til útskýringar er fyrrnefndur kjúklingur ágætis dæmi.

  • Listaður upp þá þætti ...

Skjaldflétta (Tropaeolum majus) er planta af samnefndri ætt. Hún er bæði falleg og ljúffeng og því tilvalin planta í vistræktargarðinn.

Skjaldflétta er lífleg skriðjurt með blöðum sem minna á útþemdar regnhlífar, eða skildi (en þaðan er heitið dregið), sem sitja á löngum stilkum sem blakta í golu. Þetta er falleg planta sem bera blómstrandi rauð blómum með sætan angan.

Plantan ...

Eitt af því fyrsta sem við tökum eftir þegar við skoðum náttúrulegt vistkerfi er að ákveðin mynstur birtast reglulega, í mörgum tilfellum og í mismunandi stærðarhlutföllum. Þessi mynstur koma fyrir bæði í tíma og rúmi.

Á meðan tímamynstur hafa mótandi áhrif á venjur okkar, höfum við oft gefið sjónrænum mynstrum gaum, en þá í nafni fegurðar. Samt sem áður er ...

Veturinn 2012, þegar ég gekk með frumburðinn, fékk ég heimagert innigróðurhús í jólagjöf frá ástmanninum. Í ónotuðum fataskáp, sem staðsettur var í stofunni, kom hann upp björtu litlum varmareit, þakti hann að innan með speglandi dúk og lýst hann upp með stórri peru (sem heitir CFL 240V 6400K ef einhver hefur áhuga). Uppfrá því skein sól í skápnum 12 tíma ...

“Mér finnst ákveðin skynsemi felast í því að styðja við þessar hugmyndir, leyfa þeim að þróast. Ég sé ekki fyrir mér hvernig samfélagið og stjórnvöld geta ekki stutt við þróun á vistræktargörðum á svipaðan hátt og gert er við rannsóknir á erfðabreyttum matvælum. Báðar aðferðir miða að því að framleiða meira af matvælum. Kosturinn við vistrækt er að hún leitast ...

Hópur vaskra kvenna sat daglangt á vistræktarvinnustofu Kristínar Völu Ragnarsdóttur og Önnu Gandelman á leikskólanum Vesturborg síðastliðinn laugardag. Tilgangurinn var að kynna meginhugmyndir vistræktar og hanna svo leikskólalóðina í anda vistræktarviðmiða.

Ekki vantaði hugmyndaflugið en konurnar höfðu núverandi virkni lóðarinnar að leiðarljósi og komu með tillögu um innsetningu eða breytingar sem gæti orðið umhverfinu, börnunum og starfsmönnum til góðs ...

Kristín Vala Ragnarsdóttir og Anya Gandelman standa fyrir vinnustofu í vistrækt þann 17. maí nk. (athugið breytta dagsetningu) Þar munu þær rekja vistræktarviðmið og hönnunarreglur í stuttu og skapandi námskeiði þar sem þátttakendum gefst kostur á að hanna vistræktarumhverfi kringum leikskólann Vesturborg.

Markmið vinnustofunnar er að hanna umhverfi sem þjónar þörfum barnanna með hjálp vistræktarviðmiða.

Árið 1987 kom út bókin Ásta grasalæknir, líf hennar og lækningar og dulræn reynsla. Bókin er eins konar viðtalsbók, skráð af Atla Magnússyni, þar sem Ásta Erlingsdóttir lýsir lífi sínu og lækningum í eigin orðum ásamt því sem Atli hefur skráð vitnisburði fólks sem til hennar leituðu. Í bókinni er áhugaverður kafli um notkun á ýmsum tilfallandi jurtum sem finna ...

Ekki verður ofsögum sagt um mikilvægi býflugunar í vistkerfinu. Býflugur eru mikilvægustu frjógjafar grænmetis og ávaxtaplantna í heiminum og því ein helsta undirstaða í fæðuneti heimsins.

Stórtækur býflugnadauði (CCD) undanfarinnar ára ógnar matvælaöryggi mannkynsins. Okkur ber að taka þessum fregnum alvarlega

Dr. Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, er klifjuð þekkingu um umhverfismál. Undanfarið ár hefur greinarhöfundur setið þrjá fyrirlestra þar sem hún nefnir vistrækt til sögunnar sem framsækna og raunsæja lausn á umhverfisvanda heimsins.

Fundarsalur Sesselíuhúss á Sólheimum var þéttsetin áhugamönnum um sameldi (e. aquaphonics) þriðjudaginn 25. mars sl. Þá fór fram ráðstefna um þessa eftirtektaverðu ræktunaraðferð.

Lokað vistkerfi

Það er erfitt að finna vettvang þar sem lífrænir bændur, ungt hugsjónafólk, akademískir fræðimenn og dellukarlar mætast í sameiginlegu hugðarefni. En þarna voru þau, sannarlegir fulltrúar betri framtíðar.

Fiskeldi, plöntur og örverur vinna saman í ...

Góður rómur var gerður að fyrirlestri Pálma Einarsson iðnhönnuðar, sem hann hélt á Lífrænum degi í Ráðhúsi Reykjavíkur 2013. Hann kynnti þar framtíðarsýn sem gengur undir heitinu Edengarðar Íslands. Hugmyndir hans hafa þróast í að verða eftirtektarvert verkefni sem hefur nú ratað í fjölmiðla.

Hugmyndir hans um uppbyggingu samfélags og sjálfbæra framleiðslu lífsnauðsynja fellur vel að hugmyndafræði vistræktar.

Niturbindandi plöntur eru mikilvægar garðinum því þær draga til sín mikilvæg næringarefni sem síðan er hægt að færa plöntum sem þurfa á þeim að halda. Þegar skoðaðir eru ætigarðar, sem byggja á vistræktarviðmiðum, eiga niturbindandi plöntur sér ávallt fastan sess.

Tvö niturbindandi tré eru sjáanleg í íslenskum görðum.

Ölur (Alnus) er eitt þeirra. Taldar eru um 30 tegundir elris og ...

Bill MollisonVistrækt verður, því miður, ekki útskýrð í fáum orðum. Samskiptaleiðir nútímans krefjast grípandi fyrirsagna og notkun á skorinortum texta sem miðla sem mestu á sem einfaldastan hátt. Það er erfitt að nálgast svo víðfemt hugmyndakerfi í þessum aðstæðum. En góðar heimildarmyndir eru oft skýrustu og skemmtilegustu aðferðirnar til að koma á framfæri ákveðnum skilaboðum.

Ef það er einhver heimildarmynd sem ...

Ég fékk í pósti athyglisverðan fræðslubækling sem Sólheimar gaf út. Geri ég ráð fyrir að það hafi verið í framhaldi af vistræktarnámskeiði Grahams Bell í Sólheimum árið 1998 og er því einn af fyrstu textum um fræðin á íslensku. Bæklinginn tók Eva G. Þorvaldsdóttir saman, og útskýrir ágætlega meginhugmyndir vistræktar.

Vistræktarsíðu Náttúrunnar er ætlað að vera samansafn fróðleiks um vistrækt á íslensku. Hér verður deilt áhugaverðum upplýsingum sem nýst getur iðkendum, ræktendum og áhugamönnum um hugmyndafræðina.

Efni síðunnar er í sífelldri mótun og við tökum því fagnandi öllum efniviði sem lesendur geta útvegað okkur sem og ábendingum um betrumbætur á því efni sem þegar er til staðar.


Guðrún Hulda Pálsdóttir

2014: Greinarhöfundur á Vistræktarsíðu Náttúrunnar

Nám

2005-2008. Háskóli Ísland. B.A. próf úr almennri bókmenntafræði og ritlist við Hugvísindadeild.
2000-2004. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti. Stúdentspróf af viðskiptasviði og verslunarpróf.

Námskeið

2013 Aðlögun að lifrænum búskap - fyrstu skrefin. Lífræna akademían - Bændasamtök Íslands, Verndun og ræktun (VOR) og Vottunarstofan Tún.
2013 Vistræktar hönnun (Permaculture design), Íslenska permaculture félagið - Penny Livingston-Stark ...

Hún er sprottin úr viðjum frumskógarins. Birtingarmynd hinnar síbreytilegu en traustu náttúru. Bill Mollisson var skógfræðingur sem rannsakaði lífkerfi skógarins í tugi ára áður en hann setti fram kenningar um vistrækt. 

Vistræktarhugmyndinni verða ekki gerð góð skil með nokkrum setningum. Um er að ræða hugmyndakerfi sem teygir anga sína um víðan völl. Lífshættir, samfélag manna og dýra, umhverfið og flæði ...

Vistrækt er heildrænt hönnunarkerfi sem líkir eftir náttúrunni með það að markmiði að skapa sjálfbært samfélag. Í því felst m.a. matvælaframleiðsla sem vinnur með náttúrulegu umhverfi. Vistrækt hefur að leiðarljósi sjálfbæra, umhverfisvæna landnotkun, uppbyggingu jarðvegs og stöðugra samfélaga manna, plantna og dýra.

Ein af megináherslum vistræktar er tengsl milli einstakra þátta og staðsetningu þeirra innan kerfis með það fyrir ...

Að rækta sveppi er leikur einn. Helgina 28. og 29. september stendur Íslenska Permaculturefélagið fyrir hagnýtu námskeiði í svepparækt.

Í gegnum aldirnar hafa sveppir fangað athygli okkar í þjóðsögum og ævintýrum. Sveppir virkja skilningarvit okkar, kitla bragðlaukana og geta læknað okkur af sjúkdómum. Auk þess að hreinsa eiturefni úr jörðinni vekja áhrif sveppsins mikla undrun því enn eru menn að ...

17. September 2013

Hugtakið vistmenning eða vistrækt (e. Permaculture) hefur undanfarin ár komist inn í umræðu um sjálfbæra ræktun og lífsstíl. Í ágúst kemur hingað til lands virtur vistræktandi og kennari, Penny Livingston-Stark, og mun hún halda námskeið fyrir áhugasama núverandi og verðandi vistræktendur.

Vistmenning eða vistrækt er tilraun til þýðingar á enska hugtakinu permaculture, sem á uppruna sinn í hugmyndafræði áströlsku náttúruunnendanna ...

Nýtt efni:

Messages: