Bill MollisonVistrækt verður, því miður, ekki útskýrð í fáum orðum. Samskiptaleiðir nútímans krefjast grípandi fyrirsagna og notkun á skorinortum texta sem miðla sem mestu á sem einfaldastan hátt. Það er erfitt að nálgast svo víðfemt hugmyndakerfi í þessum aðstæðum. En góðar heimildarmyndir eru oft skýrustu og skemmtilegustu aðferðirnar til að koma á framfæri ákveðnum skilaboðum.

Ef það er einhver heimildarmynd sem áhugafólk um ræktun ættu að horfa á, þá er það þessi. Heimildarþáttur BBC In Grave Danger of Falling Food, frá árinu 1989, fjallar um Bill Mollisson upphafsmann vistræktar. Myndin er um leið heildræn kynning á vistrækt. Myndin er ástæðan fyrir því að ég ákvað að kynna mér vistrækt betur. Sjóndeildarhringur og viðfangsefni vistræktar hefur reyndar síðan þá víkkað út og náð til þátta eins og félagfræða, hagfræða og hugvísinda. En þarna er lífi og starfi Bills Mollinsonar gerð skil á einlægan hátt. Með eigin orðum útskýrir hann þann mikla sannleik um ástæðu þess að allir ættu að huga að breyttu líferni, breyttri nálgun á jörðina og auðlindir hennar. Gefin eru heillandi dæmi um notkun á vistrækt við ólík lífsviðurværi.

Upphafsmaður vistræktar útskýrir vistrækt á skýran hátt. Verður ekki kjarnyrtara en þetta.

In Grave Danger of Falling Food
Hér í fimm 10 mínútna hlutum:

Birt:
17. mars 2014
Tilvitnun:
Guðrún Hulda Pálsdóttir „Það verður ekki einfaldara en þetta. Heimildarmynd: Hvað er vistrækt?“, Náttúran.is: 17. mars 2014 URL: http://nature.is/d/2014/03/17/thad-verdur-ekki-einfaldara-en-thetta-heimildarmyn/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 10. ágúst 2014

Skilaboð: