Hinn árlegi opni dagur í Skaftholti verður á laugardaginn 3. september frá kl. 14:00 til 17:00 í ár.

Skaftholti í Gnúpverjahreppi hefur verið stundaður lífrænn og lífefldur (bio-dynamic) búskapur undir stjórn Guðfinns Jakobssonar í yfir 30 ár. Þar hefur ennfremur verið unnið mikið og merkilegt meðferðarstarf en um 20-25 heimilismenn eru að jafnaði búsettir í Skaftholti þar ...

Vorið er seint á ferðinn hér á norðurslóðum og Páskarnir eru því oft það fyrsta sem að minnir okkur á að vorið sé að koma. Páskaundirbúningurinn er því kannski enn mikilvægari á Íslandi en t.d. í mið-Evrópu þar sem vorið er löngu farið að minna á sig hvort eð er.

Það er skemmtilegur siður að nota greinar af runnum ...

Það er alls ekki nauðsynlegt að nota keyptan jólapappír enda er hann bæði dýr og óendurnvinnanlegur. Þetta er staðreynd sem að ekki er hægt að líta fram hjá, nú þegar að við þurfum að endurskoða allar okkar neysluvenjur og hugsa upp á nýtt.

Þumalputtareglan er að því meira glansandi og glitrandi sem jólapappírinn er, þeim mun óumhverfisvænni er hann. En ...

Hinn árlegi opni dagur í Skaftholti verður á laugardaginn 29. ágúst frá kl. 14:00 til 17:00 í ár.

Auk grænmetissölu og veitinga verður börnum boðið að fara á hestbak einnig verða stuttar kynningar:

  • Kl. 14:30  Í Mikjálsbæ: Kynning á búsetu og starfsemi Skaftholts.
  • Kl. 15:30  Í Fjósinu:  Kynning á lífefldum landbúnaði.
  • Kl. 16:30  Í Gróðurhúsum ...

Dagrún Ósk Jónsdóttir, yfirnáttúrubarn.Náttúran er ævintýraheimur. Þar gerast alls konar ævintýri og þar er margt skemmtilegt að sjá og upplifa. Náttúrubarnaskólinn er nýtt verkefni á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum þar sem börn og fullorðnir læra um náttúruna á fjölbreyttum námskeiðum, með því að sjá, snerta, upplifa og framkvæma.

Námskeiðin samanstanda af skemmtilegri fræðslu um það sem er að finna í nágrenninu. Þar ...

Það sem skiptir mestu máli, miklu meira máli en að lesa ótal greinar um góð og græn ráð, er að breyta eigin hugsunarhætti. Nota græna heilahvelið, ef svo má að orði komast. Ef þú finnur ekki fyrir græna heilahvelinu í dag gætir þú þurft að þjálfa það aðeins upp. Þú getur byrjað að skoða hvað líf einnar manneskju, þín, þýðir ...

Ber, könglar og hnetur eru táknræn fyrir frjósemi jarðar, lífið sjálft sem sefur í fræjum og aldinum og ber framtíðina í sér. Sveppir vekja upp svipaða tilfinningu frjósemi og allsnægta.

Þannig færum við náttúruna nær okkur um jólin, inn í stofu, röðum henni upp og byggjum upp helgiathöfn í kringum táknin, einskonar galdraathöfn í tilbeiðslu fyrir fæðingu og frjósemi.

Fæðing ...

Hátíðleiki jólanna felst að stóru leiti í barnslegri tilhlökkun okkar um að óskir geti ræst. Borðar og slaufur binda inn og innsigla leyndarmálin tímabundið. Borðinn bindur saman, tengir og afmarkar. Slaufan er tákn hinnar hátíðlegu stundar og innsiglar leyndarmálið sem afhjúpast ekki fyrr en slaufan er leyst.

Grafík: Borðar og slaufur, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Ljósmynd: Gamla jólatréð frá Hruna skreytt. í Húsinu á Eyrarbakka. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Jólatréð, sem nú er eitt helsta tákn jólanna a.m.k. um allan hinn vestræna heim a.m.k. er tiltölulega nýkomið til sögunnar sem slíkt. Ekki munu vera meira en rúm hundrað ár, síðan það varð algengt í Evrópu í nokkurri líkingu við það, sem nú er. Fyrstu heimildir, sem þekktar eru um einskonar jólatré, eru frá Strassburg og ...

18. December 2014

Jólasveinninn er persónugervingur hins góða og ekki fjarri ímyndinni um Guð. Hann er gamall maður með skegg. Hann veitir okkur hlýju og uppfyllir óskir okkar. Rauði liturinn er merki um hlýjuna og skeggið gefur til kynna að hann búi yfir visku. Þríhyrningslaga skotthúfan táknar tengingu jólasveinsins við almættið.

Grafík: Jólasveinninn. Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Gildi Jesúbarnsins er vitaskuld fæðing frelsarans; gjöf guðs til okkar. Ekki má gleyma að mennsk börn eru gjöf hans til okkar allra. Þau taka við Jörðinni og í þeim býr sakleysi, von og trú. Flest jólatáknin tengjast einnig frjósemislofgjörð og endurspegla gleði okkar yfir endurnýjun lífsins.

Grafík: Jesúbarnið í jötunni, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Árlega standa skógræktarfélögin á landinu fyrir jólatréssölu til styrktar starfsemi sinni. Það er ekki aðeins gaman að velja sér sítt eigið jólatré úr skóginum heldur er það umhverfisvænt því skóginn þarf að grysja og með því að kaupa innlent tré þarf ekki að eyða gjaldeyri og olíu til að koma tré til landins frá öðrum löndum.. Nánar um jólatréð og ...

Jólamarkaðurinn vinsæli við Elliðavatn opnaði laugardaginn 29. nóvember og verður opinn allar helgar fram að jólum frá klukkan 11-16. Mikið úrval af íslensku handverki og hönnun.

Dagskráin hefst við hátíðlega athöfn þar sem Skólakór Norðlingaskóla ætlar að gleðja markaðsfólk og gesti með söng sínum kl.11:30 á hlaðinu og jólaljósin á trénu verða tendruð, en tréð í ár er ...

Jólasokkurinn- eða skórinn gegnir því hlutverki að taka við gjöfum jólasveinsins. Gjöf í skóinn er einskonar ósk um fararheill um lífsins veg. Vestan hafs er sokkur hengdur á arininn á jólanótt, en í Evrópu setja börnin skóinn sinn út í glugga, en aðeins eina nótt, aðfaranótt 6. desembers, á messu heilags Nikulásar. Á Íslandi byrja börnin að setja skóinn sinn ...

Bjallan (klukkan) er mikilvægt tákn í öllum trúarbrögðum. Henni er ætlað að hjálpa okkur að finna hinn hreina hljóm sálarinnar, samhæfa og færa á æðra stig. Hátíðin hefst þegar klukkum er hringt.

Hringur er hið fullkomna form, án upphafs eða endis, tákn Guðs og eilfíðar. Hin þrívíða kúla er bæði upphafspunkturinn og alheimurinn. Glansandi kúlur endurspegla umhverfið og virka því ...

Jólagjöfin er tákn umhyggju og ástar og vísar til gjafa krists til mannkyns. Ástvinum okkar gefum við meðvitað eftir því lögmáli að gjöfin viðhaldi ást og vináttu.

Hátíðleiki jólanna felst að stóru leiti í barnslegri tilhlökkun okkar um að óskir geti ræst. Borðar og slaufur binda inn og innsigla leyndarmálin tímabundið. Borðinn bindur saman, tengir og afmarkar. Slaufan er tákn ...

Grænar síður aðilar

Fjölskyldan mín

Fjölskyldan

Kátir kroppar

Barnauppeldi

Messages: