Bjallan (klukkan) er mikilvægt tákn í öllum trúarbrögðum. Henni er ætlað að hjálpa okkur að finna hinn hreina hljóm sálarinnar, samhæfa og færa á æðra stig. Hátíðin hefst þegar klukkum er hringt.

Hringur er hið fullkomna form, án upphafs eða endis, tákn Guðs og eilfíðar. Hin þrívíða kúla er bæði upphafspunkturinn og alheimurinn. Glansandi kúlur endurspegla umhverfið og virka því á dularfullan hátt á okkur og minna á stórkostleikann sem umlykur okkur og sem við erum hluti af. Jólakúlan er því eitt mikilvægasta jólatáknað í hugum okkar.

Jólasveinninn ber poka fullan af gjöfum til byggða. Á táknrænan hátt hengjum við síðan poka á jólatréð, eins og til að taka við gjöfum náttúrunnar.

Grafík: Grenigrein með jólatáknunum þremur; bjöllu, kúlu og poka. Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Birt:
8. desember 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Bjalla, kúla, poki - tákn jólanna“, Náttúran.is: 8. desember 2014 URL: http://nature.is/d/2007/12/14/bjalla-kula-og-pokar-takn-jolanna/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 14. desember 2007
breytt: 6. desember 2014

Skilaboð: