Vistrækt á Náttúrunni Meira

Vistræktarsíðu Náttúrunnar er ætlað að vera samansafn fróðleiks um vistrækt á íslensku. Hér verður deilt áhugaverðum upplýsingum sem nýst getur iðkendum, ræktendum og áhugamönnum um hugmyndafræðina.

Efni síðunnar er í sífelldri mótun og við tökum því fagnandi öllum efniviði sem lesendur geta útvegað okkur sem og ábendingum um betrumbætur á því efni sem þegar er til staðar.

Vistrækt er heildrænt hönnunarkerfi sem líkir eftir náttúrunni með það að markmiði að skapa sjálfbært samfélag. Í því felst m.a. matvælaframleiðsla sem vinnur með náttúrulegu umhverfi.

Vistrækt hefur að leiðarljósi sjálfbæra, umhverfisvæna landnotkun, uppbyggingu jarðvegs og stöðugra samfélaga manna, plantna og dýra.

Smelltu á táknin i hringnum hér í borðanum efst á síðunni til að fræðast um vistræktarviðmiðin 12 og grunngildin 3.

Ef þú hefur efni til að miðla á síðunni hafði þá samband við okkur á nature@nature.is.

Viðmið og táknmyndir fyrir Vistrækt á Náttúrunni: Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.is.

Mynd: ReGen Villages Holding, B.V. Í Amsterdam stendur til að byggja hverfi sem er hannað með umhverfissjónarmið í huga, þar verða gróðurhús og ræktun, hænsni og annað sem samfélagið þarf til að lifa. Allt í grenndinni. Flutningar langar leiðir á stórum bílum óþarfir og ferskleiki afurða með besta móti. Vörur þurfa ekki eð skemmast í kössum í verslunum heldur gerir nálægðin við neytendur mögulegt að ...

Í huga garðyrkjumannsins og safnarans spannar vorið tímabilið frá jafndægrum til 17. júní. Þó verður það aldrei neglt niður eftir almanaki. Veðráttan segir mest til um hvort vorar seint eða snemma og vorið er því ástand ekki síður en ákveðið tímabil. Til að hafa reglu á lífi sínu, og geta svarað vinum og fjölskyldu varðandi ferðalög og aðrar áætlanir, er ...

08. apríl 2016

6 dagar frá sáningu. Zuccini summer squash, Black beauty. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir..Sáðtíðin hefur hafist í höfuðstöðvum Náttúrunnar í Alviðru.

Þann 20. mars sl. sáði ég nokkrum kúrbítsfræjum og 6 dögum síðar leit bakkinn svona út (sjá efri mynd).

Daginn eftir höfðu þær næstum tvöfaldast að stærð (sjá neðri mynd) sem þýðir að í síðasta lagi á morgun þurfa þær meira rými, sína eigin potta.

Af reynslunni að dæma veit ég að ...

Vistræktarsíðu Náttúrunnar er ætlað að vera samansafn fróðleiks um vistrækt á íslensku. Hér verður deilt áhugaverðum upplýsingum sem nýst getur iðkendum, ræktendum og áhugamönnum um hugmyndafræðina.

Vistrækt er heildrænt hönnunarkerfi sem líkir eftir náttúrunni með það að markmiði að skapa sjálfbært samfélag. Í því felst m.a. matvælaframleiðsla sem vinnur með náttúrulegu umhverfi.

Vistrækt hefur að leiðarljósi sjálfbæra, umhverfisvæna landnotkun ...

Náttúran heldur áfram að birta sáðalmanak og fyrstu hálfa ár ársins 2016 er þegar komið inn. Guðfinnur Jakobsson lífrænn bóndi í Skaftholti hefur tekið saman efni í sáðalmanak Náttúrunnar. Smelltu hér til að skoða sáðalmanakið. 

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún fékkst við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak ...

Nú þegar árstíðin leyfir ekki uppskeru eigin matjurta og dýrt er að kaupa grænmeti á diskinn mælum við með því að salat sé nýtt betur. Oft er hægt að leyfa salati að vaxa áfram á góðum björtum stað og þá með nægum vatnsbirgðum.

Framleiðendur eru vafalaust ekki par hrifnir af því að mælt sé með þessu sparnaðarráði en við látum ...

Enn á ný hefst ræktun í samfélagslega grenndargarðinum og gróðurhúsinu Seljagarði við Jökulsel í Seljahverfi.

Í boði eru bæði gróðurhúsarreitir og útireitir fyrir áhugasama ræktendur.  ÓKEYPIS þátttaka í sameiginilega hluta. Hægt er að taka frá lítil beð fyrir einkaræktun gegn umhirðu á sameiginlegu svæðum eða smávægilegu gjaldi.

Endilega hafið samband og gangið frá skráningu. Byrjendur og nýgræðingar í ræktun eru ...

27. janúar 2016

Skilaboð: