Vistræktarsíðu Náttúrunnar er ætlað að vera samansafn fróðleiks um vistrækt á íslensku. Hér verður deilt áhugaverðum upplýsingum sem nýst getur iðkendum, ræktendum og áhugamönnum um hugmyndafræðina.

Vistrækt er heildrænt hönnunarkerfi sem líkir eftir náttúrunni með það að markmiði að skapa sjálfbært samfélag. Í því felst m.a. matvælaframleiðsla sem vinnur með náttúrulegu umhverfi.

Vistrækt hefur að leiðarljósi sjálfbæra, umhverfisvæna landnotkun, uppbyggingu jarðvegs og stöðugra samfélaga manna, plantna og dýra.

 

Tákn fyrir Vistrækt á Náttúrunni: Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Birt:
March 3, 2016
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Hulda Pálsdóttir „Vistræktarsíða Náttúrunnar“, Náttúran.is: March 3, 2016 URL: http://nature.is/d/2014/03/31/vistraektarsida-natturunnar/ [Skoðað:May 29, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 31, 2014
breytt: March 3, 2016

Messages: