Söfnun og meðferð túnfífils
Túnfíflar [Taraxacum spp.]
Lýsing: Algengir um allt land, mest á láglendi, og afar auðþekktir. Blómin stórar gular körfur efst á víðum holum legg og hvirfing af fagurgrænum flipóttum blöðum í kring. Allur fífillinn er nýtanlegur til matar. Blöðin má nóta í salötm eða gera af þeim seyði, blómin má steikja eða gera af þeim vín. Hér verður aðeins fjallað um ræturnar.
Árstími: Maí eða september-október.
Tínsla: Túnfíflar vaxa oft í miklu magni í þéttbýli. Þótt þeir séu aðgengilegir þar er jafn óheppilegt að taka þá nálægt mannabústöðum og aðrar jurtir vegna hættu á að þeir séu mengaðir af skordýraeitri, bifreiðaútblæstri og fleiru.
Rót fífilsins er löng stólparót og er efsti hluti hennar tiltölulega sver, eða um 5-10 mm í þvermál. Rótina þarf að stinga upp með löngu hnífsblaði, eða grannri skóflu. Ræturnar eru seigar að slíta og því auðveldara að skera rótina sundur um 10 cm niðri í moldinni með áhaldinu sem notað er. Til þess að skilja ekki eftir sár í jarðveginum nægir að þrýsta með fætinum að holunni, sárið lokast á fáum dögum.
Meðferð: Blöð og stöngull eru skorin frá rótinni. Stök rótarhár slitin burtu og ræturnar þvegnar í köldu rennandi vatni. Stórar rætur er gott að kljúfa.
Þurrkast best hengdar á þráð, á það við um flestar rætur.
Ljósmynd: Túnfíflar, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.
Birt:
Tilvitnun:
Erlingur Filippusson „Söfnun og meðferð túnfífils“, Náttúran.is: May 12, 2013 URL: http://nature.is/d/2010/05/28/sofnun-og-medferd-tunfifils/ [Skoðað:Oct. 13, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: May 28, 2010
breytt: Jan. 1, 2013