Kolbrún Halldórsdóttir er ný skipaður umhverfisráðherra í ríkisstjórn en síðdegis í dag tók minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs við stjórn landsins.

Kolbrún útskrifaðist sem leikari frá Leiklistaskóla Íslands árið 1978. Kolbrún hefur starfað bæði sem leikstjóri og leikari við Þjóðleikhúsið og önnur leikhús, starfað sem framkvæmdastjóri Bandalags Íslenskra leikara og Kramhússins, verið dagskrárgerðarmaður hjá RÚV, verið fulltrúi og í formennskuhlutverki fyrir leikara- og leistjórastéttina á hinum ýmsu vígstöðvum bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Kolbrún hefur ennfremur starfað í ýmsum nefndum og ráðum og verið þingmaður Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs frá árinu 1999. Kolbrún hefur verið öflugur málsvari náttúru og umhverfis um langt skeið og haft mikil áhrif á náttúruverndarbaráttu á Íslandi.

Náttúran.is óskar Kolbrúnu til hamingju með embættið og óskar henni velfarnaðar í þessu mikilvæga starfi.

Myndin var tekin í ráðuneytinu í dag þegar Kolbrún Halldórsdóttir tók við lyklum að ráðuneytinu af Þórunni Sveinbjarnardóttur fráfarandi umhverfisráðherra. Mynd: Umhverfisráðuneytið.

Sjá nánar um feril Kolbrúnar á vef ráðuneytisins.

Birt:
1. febrúar 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Kobrún Halldórsdóttir tekur við starfi umhverfisráðherra“, Náttúran.is: 1. febrúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/02/01/kobrun-halldorsdottir-tekur-vio-starfi-umhverfisra/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: