Grafíski hönnuðurinn Selina Juul, stofnandi samtakanna Stop Spild Af Mad sem vinnur gegn sóun matvæla með ýmsum aðferðum, hlaut Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs nú á dögunum.

Seelina er af rússensku bergi brotinn og blöskraði sóun matvæla en hún hafði upplifað skort á mat á æskuárum sínum í Rússlandi. Seelina starfar sem dálkahöfundur við Jyllands-Posten og sem ráðgjafi danska umhverfisráðuneytisins í aðgerðum gegn sóun matar. Hún hélt framsögu hér á landi á Málþing um millimál og matarleifar í Norræna húsinu þ.18. mars 2013.

Stop Spild Af Mad eru stærstu frjálsu félagasamtaka í Danmörku sem berjast gegn ástæðulausri sóun á mat.

Á vef Norðurlandaráðs segir m.a.:

Vissir þú að þriðjungur þeirra matvæla sem framleidd eru í heiminum enda í ruslatunnunni?

„Framlag hennar er ómetanlegt,“ segir í rökstuðningi Norðurlandaráðs.

Ákveðið hafði verið að Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2013 yrðu veitt fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem þróað hefði vöru, uppfinningu eða með öðrum hætti aukið skilvirka nýtingu auðlinda og þar með stuðlað að því að draga úr neikvæðum áhrifum mannsins á náttúruna.

Selinu Juul hefur tekist að koma af stað umræðu um matarsóun, ekki aðeins í heimalandi sínu Danmörku, heldur líka á Norðurlöndum sem heild,  og á vettvangi Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna. Juul vinnur í sjálfboðavinnu sem talsmaður hreyfingarinnar sem hún stofnaði sjálf árið 2008.

Þrautseigja Selinu Juul og annarra sem vakið hafa athygli á þessum vanda hefur leitt til þess að dregið hefur úr sóun á mat í Danmörku. „Með hugmyndaflugi, eldmóði og vinnusemi hefur Selinu Juul tekist að vekja athygli á matarsóun og þar með stuðlað að betri nýtingu auðlinda og dregið úr neikvæðum áhrifum manna á náttúruna,“ segir í rökstuðningi dómnefndarinnar.

Matarsóun er jafnframt siðferðislegt vandamál; milljarður manna sveltur en samtímis er 1,3 milljörðum tonna af mat fleygt árlega.

Nánar um Selina Juul: http://www.stopspildafmad.dk/
Sjá framsögu Selinu á Tedx hér að ofan.

Sjá aðra sem tilnefndir voru í ár.

Birt:
4. nóvember 2013
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Selina Juul hlýtur Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs“, Náttúran.is: 4. nóvember 2013 URL: http://nature.is/d/2013/11/04/selina-juul-hlytur-natturu-og-umhverfisverdlaun-no/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 11. ágúst 2014

Skilaboð: