Fair trade merkiUmræðan um siðgæði í viðskiptum skýtur upp kollinum með reglulegu millibili en þess á milli er ekki mikil umræða um málið og „hagsmunir og kröfur neytenda“ um lágt vöruverð verða samkennd og sanngirnisvitund yfirsterkari. Til að varpa ljósi á það hvað sanngirnisvottanir eru og hver að slíkum vottunum stendur hefur Náttúran tekið saman eftirfarandi efni:

Sanngirnisvottun beinir sjónum að mannréttindum. Með því að kaupa sanngirnisvottaða vörur leggur þú þitt af mörkum til betri lífs fyrir börn og fullorðna í fátækari hlutum heimsins.

  • Þú tryggir að vinnufólk og ræktendur fái sanngjörn laun fyrir vinnu sína.
  • Þú vinnur á móti barnaþrælkun
  • Þú hvetur til lífrænnar ræktunar
  • Þú styður lýðræðisþróun
  • Þú vinnur á móti misrétti vegna kyns, húðlitar og trúar
  • Þú færð gæðavörur

Þannig virkar sanngirnisvottun:

Smábændur og handverksmenn í vaný róuðum löndum eiga erfitt með að fóta sig á heimsmarkaði. Til þess að hafa aðgang að stórum mörkuðum og selja vörur sínar neyðast bændur oft til að lækka verð, gera litlar kröfur til vinnuumhverfis, til viðbótar því að drjúgur skrefur af hagnaðinum fer til milliliða. Þetta leiðir til þess að margir bændur fá ekki nægilega borgað fyrir vinnu sína og geta þar af leiðandi ekki framfleitt sér og fjölskyldu sinni.

Sanngirnisvottun er nokkurs konar viðskiptasamband framleiðanda, innflytjanda, verslana og neytenda, sem er opið, gagnkvæmt og með virðingu fyrir öllum hlutaðeigendum. Sanngirnisvottun eru ekki styrkir eða niðurgreiðsla til bænda heldur trygging fyrir sanngjörnum greiðslum, öruggu vinnuumhverfi, framýróun, virðingu fyrir mannréttindum og umhverfinu sem er undirstaða tryggrar efnahagslegrar og félagslegrar þróunar.

-
Vöruflokkar: Bananar, kakó, hrásykur, kaffi, te, mangó, hunang, appelsínur, djús, fótboltar, textílvörur og leikföng
-
Alþjóðlegt merki sanngirnisvottunar gengur undir ýmsum nöfnum (fer eftir þjóðum) Max Havelaar/ Fair Trade/Transfair. Merkið er eitt og hið sama og er veitt með leyfi the international fairtrade organization, sem eru alþjóðleg samtök sanngirnisvottunar.
Fair Trade Labelling Organizations International (FLO) er alþjóðlegur úttektaraðili merkisins. Úttekt fer fram árlega, jafnvel oftar ef þörf krefur. Til viðbótar eru gerðar ársfjórðungssamantektir á verslun með sanngirnisvottaðar vörur.
-
Rapunzel hefur lengi boðið upp á lífrænt ræktaðar vörur og hefur í samstarfi við The Institute for Marketecology (IMO), alþjóðlega vottunarstofu þróað eigin sanngirnisvottun, Hand in hand. Rapunzel er dæmi um fyrirtæki sem valið hefur þá leið að vera með er eigin merki, bæði lífrænt ræktað og sanngirnisvottað. Vörur sem merktar eru Hand in hand innihalda amk 50 % hráefni frá Hand in hand ræktendum.

Nú í vor voru stofnuð Fair Trade samtök á Íslandi með nafninu Sanngjörn viðskipti / Fair Trade Iceland.

Birt:
Jan. 27, 2015
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hvað er sanngirnisvottun?“, Náttúran.is: Jan. 27, 2015 URL: http://nature.is/d/2007/03/22/sidgaedisvottun/ [Skoðað:June 16, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 22, 2007
breytt: Jan. 27, 2015

Messages: