Hefur þú prófað að rækta óvenjulegar jurtir. Þú getur byrjað á að að rækta upp af ýmsu grænmeti sem þú kaupir úti í búð. Prufaðu að láta heilt hveiti eða rúg spíra og prufaðu líka að rækta upp af quinoa eða amaranth.

Öll fræ eru til þess sköpuð að verða ný planta svo þetta eru engin geimvísindi. Aðeins hinn stórkostlegi leyndardómur náttúrunnar!

Prufaðu t.d. sesamfræ og sjáðu hvernig semsamjurtin kemur til með að líta út. Prufaðu líka linsubaunir, kjúklingabaunir, flaxfræ og jafnvel goji ber. Líka steina úr eplum, sítrónum og appelsínum.

Eða sæta kartöflu. Ef þú hengir sæta kartöflu yfir vatnsglas fer hún að spíra.

Allar þessar jurtir er hægt að rækta inni á Íslandi, nálægt sólríkum glugga.

Ljósmynd: Ýmsar tilraunir í pottum hjá Paulo Bessa. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

 

Birt:
30. júní 2014
Höfundur:
Paulo Bessa
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Paulo Bessa „Að forvitnast um nýjar jurtir“, Náttúran.is: 30. júní 2014 URL: http://nature.is/d/2014/06/30/ad-forvitnast-um-nyjar-jurtir-med-raektun/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 1. júlí 2014

Skilaboð: