Samtök lífrænna neytenda standa fyrir viðburðinum Lífrænt Ísland í Norræna húsinu sunnudaginn 14. október nk. frá kl. 12:00-17:00 en þar verður leitast við að gefa sem gleggsta mynd af stöðu hins lífræna Íslands eins og það er í dag.

Lífrænir framleiðendur kynna vörur sínar og gefa að prufa og smakka af framleiðslu sinni. Stuttir og fræðandi fyrirlestrar verða á dagskrá á málstofu allan daginn og umræða á milli dagskrárliða.

Dagskrá málstofu Lífræns Íslands:

12:15 Neytandinn og matvælin - Guðrún Hallgrímsdóttir, matvælaverkfræðingur

Garðurinn minn
12:30 Ætigarðurinn minn - Hildur Hákonardóttir, Ölfusi
12:45 Skrefin í garðinum í átt að lífefldri ræktun - Jóhanna B. Magnúsdóttir, Dalsá
13:00 Garðurinn minn án eiturefna - Hafsteinn Hafliðason, garðyrkjugúrú

Sjálfbærni
13:45 Sjálfbærni í verki - Guðfinnur Jakobsson, Skaftholti
14:00 Lífræn ylrækt; hver er munurinn - Þórður Halldórsson, Akri
14:15 Hvað getum við ræktað á Íslandi? - Ingólfur Guðnason, Engi

Dýravelferð
15:00 Dýravelferð í lífrænum búskap - Ólafur R. Dýrmundsson, Bændasamtökunum
15:15 Kýr eru grasbítar: hvað þýðir það? - Kristján Oddsson, Neðra-Hálsi
15:30 Reynslan af vistvænni svínarækt - Arnheiður Hjörleifsdóttir, Bjarteyjarsandi

Lífrænt í gegnum tíðina
16:00 Sólheimar lífrænt samfélag í 80 ár - Erlendur Pálsson, Sólheimum
16:15 Ræktað í borg - Arnar Tómasson, hárgreiðslumeistari
16:30 Hið lífræna Ísland - Guðrún Tryggvadóttir, Náttúran.is

Komdu og upplifðu Lífrænt Ísland!

Í boði Samtaka lífrænna neytenda -

www.lifraen.is.

Birt:
Oct. 13, 2012
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Lífrænt Ísland 2012 í Norræna húsinu þ. 14. október“, Náttúran.is: Oct. 13, 2012 URL: http://nature.is/d/2012/10/06/lifraent-island-2012-i-norraena-husinu-th-14-oktob/ [Skoðað:Oct. 15, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Oct. 6, 2012
breytt: Oct. 13, 2012

Messages: