Í gær opnaði sýning um Samkeppni um hönnun miðbæjar Hveragerðis í Listasafni Árnesinga. 17 tiilögur bárust í samkeppninni en Hveragerðisbær vildi hafa umhverfissjónarmið í hávegum höfð og sjá ímynd Hveragerðis sem ferðamanna- og heilsubæ styrkjast verulega.

Tillögur skyldu taka mið af því og endurspegla þessa stefnu bæjarfélagsins með skýrum hætti. Dómnefnd var sammála um að gæði innsendra tillagna væru mikil og áberandi hversu jákvæða og skýra sýn þátttakendur hafa á bæjarfélagið og sérkenni þess. Í öllum tillögum er að finna athyglisverðar lausnir og því ákvað dómnefnd að "kaupa" tvær tillögur auk þeirra þriggja sem verðlaun hljóta. 1. verðlaun hlutu ASK Arkitektar ehf., 2. verðlaun hlaut Arkís ehf. og 3. verðlaun hlutu Arkitektur.is.

Sjá nánar um vinningstillöguna á vef ASK Arkitekta.

Birt:
2. febrúar 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Framtíðarmynd jarðhita- og heilsubæjarins Hveragerðis“, Náttúran.is: 2. febrúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/02/02/framtioarmynd-jarohita-og-heilsubaejarins-hverager/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: