Banni við nagledekkjum frestað vegna veðurs
Í tikynningu frá Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkur er minnt á að nagladekk eru bönnuð á götum Reykjavíkur eftir 15. apríl. Í tilkynningu frá Umferðastofu í morgun er þó tekið fram að í lögum sé kveðið á um að bannið gildi „nema að veður gefi tilefni til annars“.
Um leið og snjóa linnir og færð verður eins og vordögum sæmir mun bannið því taka gildi.
Að öllu jöfnu er engin ástæða er til að vera á nöglum í borginni enda hefur slíkum hjólbörðum stórlega fækkað á liðnum árum. 34% bifreiða reyndust á nöglum í marsmánuði.
Nagladekk spæna upp malbik margfalt hraðar en önnur dekk og eru áhrifamikill valdur að svifryki í Reykjavík. Styrkur svifryks fór 1 sinnum yfir heilsuverndarmörk í marsmánuði og hefur því farið 8 sinnum yfir á árinu. Mörkin er 50 míkrógrömm á rúmmetra.
Lögreglan hefur heimild til að sekta ökumenn fyrir notkun nagladekkja. Ökumenn eru hvattir til að skipta um hjólbarða um leið og bannið tekur gildi.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Banni við nagledekkjum frestað vegna veðurs“, Náttúran.is: April 15, 2011 URL: http://nature.is/d/2011/04/15/nagladekk-bonnud-eftir-15-april/ [Skoðað:Sept. 17, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.