Austurlamb er nýjung í kjötviðskiptum á Íslandi og mikilvægt framfaraskref í sölu á íslensku lambakjöti. Félagið Austurlamb ehf. var stofnað árið 2007. Það yfirtók þá söluverkefnið Austurlamb af Sláturfélagi Austurlands og þjónar þeim bændum, sem selja vörur sínar beint til neytenda.

Tilgangur félagsins er að sala lambakjöts og annarra kjötafurða ásamt skyldri starfsemi og tengdri þjónustu. Hluthafar í Austurlambi ehf. eru níu.

Umsjónarmaður Austurlambs er Sigurjón Bjarnason á Egilsstöðum og formaður stjórnar er Þorsteinn Bergsson á Unaósi.

Kostir þess að kaupa Austurlamb til matar eru margir:

  • Beint og milliliðalaust samband milli bóndans og þín tryggir að þú getur valið hvaðan þú færð kjöt og keypt það með því að smella fingri.
  • Þú getur valið milli nokkurra fyrirmyndarbýla á Austurlandi sem framleiðenda þeirrar gæðavöru sem þú vilt borða.
  • Við seljum eingöngu kjöt úr viðurkenndu sláturhúsi og sem unnið er í kjötvinnslu, sem hefur öll tilskilin leyfi.
  • Við bjóðum aðeins fitulítið kjöt úr gæðaflokkum fyrir vöðvamikið kjöt.
  • Við gerum ítrustu gæðakröfur til þeirra bænda, sem framleiða undir merki Austurlambs.
  • Þú veitir bændum sem framleiða undir merki Austurlambs beint og milliliðalaust aðhald til þess að tryggja framleiðslu gæðavöru.
  • Við uppfyllum óskir þess vaxandi fjölda fólks, sem er meðvitað um umhverfi sitt og heilsu

Sjá vef austurlambs austurlamb.is.

Myndin er af Þorsteini Bergssyni frá Unaósi að kynna Austurlamb á sýningu um nýjan Norrænan mat í Norræna húsinu.

Birt:
2. apríl 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Austurlamb, lambakjöt á netinu“, Náttúran.is: 2. apríl 2008 URL: http://nature.is/d/2008/02/23/austurlamb-lambakjot-netinu/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 23. febrúar 2008
breytt: 4. nóvember 2008

Skilaboð: