Náttúran.is hefur látið merkja sér EarthPositive™ stuttermaboli en við innkaup hér á Nátttúrumarkaði yfir 7.000 IKR netto fylgir bolur með sem gjöf. Bolirnir eru til í þremur stærðum og þremur litum, bæði fyrir dömur og herra. Einnig er hægt að kaupa bolina staka. Sjá gjafavörudeildina.

Hvað er EarthPositive?
EarthPositive™ er byltingarkennd græn markaðssetning á fatalínu fyrir auglýsingaiðnaðinn en BROS er nú að hefja innflutning á línunni Climate Neutral T-shirts (lofslagsvænir stuttermabolir) en þeir eru lífræn- og sanngirnisvottuð framleiðsla sem framleidd er eingöngu með sjálfbærri vind- og sólarorku þar sem allt ferlið er grandskoðað með tilliti til umhverfisáhrifa frá ræktun til afhendingar til viðksiptavinarins. The Carbon Trust er á þróunarstigi með CO2 vottanir en þær sýna þá kolefnislosun sem hver einstök vara er ábyrg fyrir. The Carbon Trust mæliaðferðir á umhverfisáhrif af losun kolefnis er í ferli að verða eina viðurkennda viðmiðið sinnar tegundar í Bretlandi en hún er einmitt á stuttermabolum Náttúrunnar frá EarthPositve. Sjá nánar um Carbon label.

Heildarlosun v. framleiðslu og flutning EarthPositive stuttermabolar er:
Dömubolur 576g, herrabolur 671g.

Náttúrubolirnir eru til áprentaðir í takmörkuðu upplagi og gildir tilboð þetta á meðan birgðir endast. Óskir þú eftir að fá Náttúrubol eða Náttúruspil skirfar þú okkur á nature@nature.is og ef bolur verður fyrir valindu tekur þú fram hvaða stærð og  hvaða lit þú óskar eftir.

Birt:
24. apríl 2009
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Jákvætt fyrir Jörðina - Loftslagsvænir bolir“, Náttúran.is: 24. apríl 2009 URL: http://nature.is/d/2008/02/26/jakvaett-fyrir-joroina-lofslagsvaenir-bolir/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 26. febrúar 2008
breytt: 13. nóvember 2011

Skilaboð: