Nú hafa veðurkort bæst við þjónustu Náttúrunnar. Nýlega opnaði Veðurstofa íslands fyrir þann möguleika að aðrir vefir gætu birt gagnvirk kort Veðurstofunnar. Náttúran.is nýtir sér þessa þjónustu með ánægju og vonar að þetta framtak gleðji gesti og gangandi. Bæði er um að ræða hefðbundna veðurspá og veðurathuganir auk veðurþáttaspár sem mörgum finnst gagnlegri. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að margir hafa lagt hönd á plóginn við gerð þessara korta og segir þar: Veðurþáttaspár eru reiknaðar af Reiknistofu í veðurfræði samkvæmt samningi við Veðurstofu Íslands. Þróun spákerfisins var samvinnuverkefni Veðurstofu Íslands, Reiknistofu í veðufræði og Háskóla Íslands.

Kostnað báru Vegagerðin, Veðurstofa Íslands, Flugmálastjórn, Siglingastofnun og Reiknistofa í veðurfræði.

Ritsjórn Náttúran.is þakkar þetta framtak sem er mjög í anda nútíma vefhugsunar og til mikils hagræðis.

Tengill á veðrið er undir valmyndinni fréttir > veður.

Birt:
12. júlí 2008
Höfundur:
Einar Bergmundur
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Blessuð blíðan“, Náttúran.is: 12. júlí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/07/12/blessuo-blioan/ [Skoðað:27. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 29. mars 2010

Skilaboð: