Grænn aprílGrænn apríl stendur fyrir dagskrá á Degi Jarðar í ár. Dagskráin verður haldin í Háskólabíói, sunnudaginn 21. apríl kl. 15:00. Þema dagsins er birting loftslagsbreytinga.

Víða um heim hefur alþjóðlegum Degi Jarðar (22. apríl) verið fagnað í meira en fjörutíu ár. Í fyrstu var um að ræða áhugamannasamtök í Bandaríkjunum en síðar tilnefndu Sameinuðu þjóðirnar þennan dag sem Dag Jarðar. Grænn Apríl stendur fyrir viðburði í Háskólabíói sunnudaginn 21. Apríl í tengslum við Dag Jarðar. Þetta er í fyrsta sinn sem Degi Jarðar er formlega fagnað með viðburði sem þessum hér á landi. Alþjóðlegt þema dagsins er birting loftslagsbreytinga og í samræmi við það hefur Grænn Apríl fengið til liðs við sig færustu vísindamenn landsins til að fjalla um hvernig þær birtast hér á landi.

Hér er um að ræða fólk sem hefur stundað rannsóknir á umfjöllunarefni sínu í áraraðir og dregur helstu niðurstöðurnar saman í áhrifaríkum fyrirlestri, þar sem aðalatriðin eru efst á baugi.

Tónlistaratriði verða í höndum Torgeir Vassvik sem er samískur norðmaður og flytur afar jarðartengda tónlist, enda er hún sprottin úr umhverfi hans nyrst í norðurhluta Noregs. Íslensku tónlistarmennirnir eru Friðrik Karlsson, sem löngu hefur getið sér gott orð á alþjóðlegum vettvangi fyrir tónlistarflutning sinn og söngkonan Íris Lind Verudóttir.

Einnig verða sýnd myndböndum, þar sem einstaklingar svara þeirri spurningu: „Hvað er smart við að vera umhverfisvænn?“ og myndasýning á náttúruljósmyndum Gunnars V. Andréssonar ljósmyndara.

Dagskrá Dags Jarðar:

15:00 – OPNUN – Torgeir Vassvik flytur jarðartengda tónlist

  • Ávarp, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands,
  • Myndband – Smart að vera umhverfisvænn Sigurður Viðarsson forstjóri TM
  • Dr. Tómas Jóhannesson – Áhrif loftslagsbreytinga á veðurfar
  • Myndband – Smart að vera umhverfisvænn – Ellý Katrín Guðmundsdóttir borgarritari
  • Dr. Guðfinna Aðalgeirsdóttir, dósent við jarðvísindadeild HÍ – Áhrif loftlagsbreytinga á jökla og hækkun sjávarstöðu
  • Tónlist – Torgeir Vassvik og Friðrik Karlsson
  • Dr. Bjarni Diðrik Sigurðarson, prófessor og brautarstjóri skógfræði og landgræðslu við Landbúnaðarháskóla Íslands – Mikilvægi trjáræktar gegn koltvísýringsmengun

16:05 – HLÉ – Myndasýning með náttúrumyndum Gunnars V.Andréssonar ljósmyndara.

16:20: Ávarp, Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra –

  • Tónlist – Friðrik Karlsson gítarleikari og Íris Lind Verudóttir söngkona
  • Dr. Jón Ólafsson prófessor við HÍ og stundar rannsóknir hjá Hafró – Súrnun sjávar
  • Myndband – Smart að vera umhverfisvænn – Sigurður Pálsson Olís
  • Dr. Kristín Vala Ragnarsdóttir – Verndun jarðvegs
  • Myndband – Smart að vera umhverfisvænn – Ari Edwald 365 miðlar
  • Dr. Harald U. Sverdrup verkfræðingur og “frumkvöðull ársins í Noregi 2012” fjallar um Tengingu auðlinda og auðs
  • Tónlist – Torgeir Vassvik, Friðrik Karlsson og Íris Lind Verudóttir.

Inn á milli erinda verða sýnd myndbönd þar sem spurt er; ,,Hvað er smart við að vera umhverfisvænn?” ásamt myndasýningu Gunnars V. Andréssonar, ljósmyndara af náttúruperlum Íslands.

Auk þess mun tónlistarfólkið Torgeir Vassvik, Friðrik Karlsson og Íris Lind Verudóttir koma fram.
Miðasala á miði.is. Verð til 17. apríl er 990 krónur eftir það 1.290 krónur.

Boðið er upp á vörukynningu í anddyri Háskólabíós (stóri salur) frá kl. 13:00 og í hléi. Náttúran.is mun m.a. kynna gestum nýja Endurvinnslukorts-appið.

Allur ágóði af viðburðinum rennur til skógræktarátaksins Aprílskógar 2013. Einnig er hægt er að styrkja verkefnið með því að hringja eða senda sms í eftirfarandi númer fyrir mismunandi upphæðir: 901 5010 fyrir 1.000 kr., 901 5020 fyrir 2.000 kr. og 901 5030 fyrir 3.000 kr. Þeir sem vilja gefa stærri upphæðir geta lagt framlag sitt inn á söfnunarreikning Aprílskóga: 0331-13-302114 – kt. 691195-2799.

Sjá Facebooksíðu Græns Apríls.

Birt:
19. apríl 2013
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Guðrún Bergmann „Grænn apríl og Dagur Jarðar 2013“, Náttúran.is: 19. apríl 2013 URL: http://nature.is/d/2013/04/15/graenn-april-og-dagur-jardar-2013/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 15. apríl 2013
breytt: 19. apríl 2013

Skilaboð: