Í maí 2008 hófst söfnun til að koma á fót Geitfjársetri að Háafelli í Hvítársíðu í Borgarfirði.

Í frétt hér á vefnum frá 21. maí 2008 segir svo: „Íslenska geitin var flutt hingað til lands með landnámsmönnum en síðan hafa geitur ekki verið fluttar til landsins, þ.e. í 1100 ár. Stofninn telur í dag aðeins um 400 dýr, sem er trúlega einn minnsti einangraði geitastofn heims og er hann því í bráðri útrýmingarhættu vegna fæðar hér á landi“. Sjá alla greinina hér.

Nú er loks komið að opnun. Laugardaginn 21. júlí n.k. verður Geitfjársetur Íslands formlega opnað. Á milli klukkan 13:00 og 17:00 þann dag vilja aðstandendur bjóða alla velkomna að koma til okkar og sjá hvað við höfum uppá að bjóða, klappa geitum og þiggja hressingu.

Sjá Háafell og staðsetningu hér á Grænum síðum.

Myndin er af kiðlingi. Ljósmynd: Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
17. júlí 2012
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Geitfjársetur Íslands opnar í Háafelli“, Náttúran.is: 17. júlí 2012 URL: http://nature.is/d/2012/07/17/geitfjarsetur-islands-opnar-i-haafelli/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: