Paulo Bessa hlúir að hinum ýmsu plöntum sínumPaulo Bessa heldur eins dags vinnustofu í vistrækt og visthönnun á Sólheimum sunnudaginn 27. júlí næstkomandi og er öllum boðið að taka þátt og kynna sér hugmyndafræði vistræktar.

Þátttaka kostar ekkert en þeir sem vilja leggja eitthvað til mega það. Þátttakendur taki með sér eitthvað til að leggja til sameiginlegs hádegisverðar. Annars er boðið upp á kaffi, te og kökur í boði hússins.

Vinnustofan snýst um að svara þessum spurningum og leita svara saman:

  • Hvernig notum við vistrækt á Íslandi?
  • Hvernig ræktum við skógargarð?
  • Hvaða tvíæru plöntur henta hér?
  • Sýndu mér hvernig....!
  • Hvað er hægt að rækta á Íslandi?
  • Gefðu mér innblástur!
  • Skiptumst á fræjum!

Dagskrá vinnustofunnar verður þannig:

09:00 Morgunkaffi / Þátttakendur kynna sig

09:30 Grunngildi og viðmið vistræktar

10:00 Aðferðir, halli, útgagnspunktar, mynstur, svæði

11:00 Kaffipása

11:20 Hönnun við mismunandi loftslagsskilyrði. Hönnun á Íslandi.

13:00 Hádegisverður

14:00 Vatn og tré

15:00 Matarskógar

16:00 Jarðvegur, að rækta mat á Íslandi, tvíæringar

17:00 Kaffipása

17:30 Samfélagslegi þáttur vistræktar

18:00 Einfaldar hönnunaræfingar

18:30 Hugarflug / Samvera / Fræskipti

19:00 Garðaskoðun

Skráning hjá Paulo pcbessa@gmail.com

Ljósmynd: Paulo Bessa hlúir að hinum ýmsu plöntum sínum, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.


Birt:
July 18, 2014
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Paulo Bessa „Viltu taka þátt í vinnustofu í vistrækt?“, Náttúran.is: July 18, 2014 URL: http://nature.is/d/2014/07/18/viltu-taka-thatt-i-vinnustofu-i-vistraekt/ [Skoðað:June 16, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: