Náttúran.is óskar Kaffitári til hamingju með Kuðunginn, umhverfisverðlaun Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem fyrirtækið fékk afhend í gær á Degi umhverfisins.

Kaffitár hefur um árbil sýnt mikinn metnað á sviði umhverfismála. Árið 2010 fékk Kaffitár Svansvottun en fyrirtækið rekur sjö kaffihús (sjá kaffihús Kaffitárs hér á Grænum síðum).

Sjá alla sem hlotið hafa Kuðunginn til þessa hér á Grænum síðum.

Viðurkenningu Kuðungsins fylgir ætíð listaverk í einu eða öðru formi kuðungs. Að þessu sinni var það Bjarni Sigurðsson myndlistarmaður sem skóp verkið.

Ljósmynd: Verðlaunagripurinn, Kuðungur Kaffitárs eftir Bjarna Sigurðsson. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
April 26, 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Til hamingju með Kuðunginn Kaffitár!“, Náttúran.is: April 26, 2014 URL: http://nature.is/d/2014/04/26/til-hamingju-med-kudunginn-kaffitar/ [Skoðað:Oct. 15, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: