Velkomin á Endurvinnslukortið

Tilgangur Endurvinnslukortsins er að fræða almenning um endurvinnslu, hvetja fólk til að taka þátt í því að minnka magn sorps sem fer óflokkað í heimilistunnuna og gefa eins fullkomið yfirlit og mögulegt er yfir hvar á landinu sé tekið við hverjum endurvinnsluflokki.

Þjónusta

Tákn Endurvinnslukortsins yfir allt landið.Heimilisfang:
Á Endurvinnslukortinu er hægt að sjá hvaða þjónusta er í boði í nágrenni, í radíus frá 100 metrum til 100 kílómetra. Staðsetning miðast við hnit innslegins heimilisfangs eða reiknaða staðsetningu tölvu eða handtækis. Draga má punktinn um kortið til að sjá þjónustu í nágrenni annara staða. 

Tunnuþjónusta:
Ef slegið er inn nafn sveitarfélags sjást útlínur sveitarfélagsins og upplýsingar birtast um tunnuþjónustur í viðkomandi sveitarfélagi.

Gámar og móttökustaðir:
Þekki maður heiti stöðvar er hægt að slá það inn í leitargluggann en það getur verið hjálplegt vilji maður vita hvar ákveðin stöð er staðsett og hverju hún tekur á móti. 

Einnig er hægt að smella á gáma og móttökustöðvatáknin og birtast þá allar stöðvar af tiltekinni gerð á landinu. Tegundir gáma og móttökustöðva eru; Móttökustöð, Grenndargámur, Gámastöð og Flöskumóttaka. Nánari skýringar á stöðvunum birtast við smell á táknmyndirnar. Ef smellt er á táknmyndirnar á kortinu sjálfu birtist nafn og heimilisfang valinnar stöðvar og við frekari smell birtist rekstraraðili og þeir endurvinnsluflokkar sem tekið er á móti á tiltekinni stöð.

Þú getur valið á milli nokkurra gerða af grunnkortum með því að smella á hnappinn efst t.h. á kortinu.

Flokkar

Til að einfalda aðgengi að því sem leitað er að eru upplýsingar um hina ýmsu endurvinnsluflokka settar upp í 12 yfirflokka. Yfirflokkarnir eru: Plast, Eiturefni, Flöskur og dósir, Gler, Garðaúrgangur, Molta, Fatnaður, Málmar, Heimilið, Bílar, Raftæki og Pappír. Undir hverjum yfirflokki eru síðan tilheyrandi endurvinnsluflokkar með táknmyndum (Fenúr flokkunarmerkin, grænar táknmyndir og aukaflokkar, svart-hvítar táknmyndir). Skýringatextar birtast við smell og tengjast þeim móttökustöðvum á landinu sem taka við viðkomandi flokki, bæði á kortinu sjálfu og í lista.

Endurvinnslukort sveitarfélaganna

Tákn Endurvinnslukorts sveitarfélaganna.Öllum sveitarfélögum landsins býðst að gerast samstarfsaðilar að Endurvinnslukortinu og veita íbúum sínum þannig aukna þjónustu með eigin Endurvinnslukorti á heimasíðu sveitarfélagsins.

Endurvinnslukort sveitarfélaganna fela í sér eftirfarandi þjónustu:

  • Skilgreiningu á endurvinnslumöguleikum og sorpþjónusta svæðisins s.s.; tunnum, lúgum, mótttökustöðvum og endurvinnsluflokkum.
  • Sorphirðudagatal tengt heimilisfangi persónu eða fyrirtækis sem síðan tengist þjónustusvæði með leiðarbestun að næstu móttökustöð og dagréttum veðurviðvörunum á leiðum.
  • Áskrift að iCal og Google dagatölum Endurvinnslukortsins með tilkynningum og viðvörunum til að tengja í síma og tölvur.
  • Tákn samskiptakerfisins á Endurvinnslukortum sveitarfélaganna.Spurt og svarað samskiptakerfi.
  • Tengingu við ítarefni á Endurvinnslukortinu yfir allt landið.
  • Efni á íslensku og ensku.

Sveitarfélög sem eru samstarfsaðilar að verkefninu eru auðkennd með bláu hringpílunni. Aðgangur að Endurvinnslukortum sveitarfélaganna eru neðarlega á Endurvinnslukortinu og á heimasíðum hvers sveitarfélags. Til að fara aftur inn á Endurvinnslukortið yfir Ísland er smellt á merkið með bláu hringpílunni yfir Íslandi.

Styrktaraðilar

Eftirfarandi aðilar hafa stutt þróun Endurvinnslukortsins frá upphafi:
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og SORPA bs.

Eftirtaldir aðilar studdu þróun app-útgáfu Endurvinnslukortsins 2012:
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, SORPA bs., Umhverfisstjóður Landsbankans, Úrvinnslusjóður, Reykjavíkurborg, Gámaþjónustan hf. og Sorpstöð Suðurlands bs.

Eftirtaldir aðilar studdu þróun nýrrar útgáfu Endurvinnslukortsins 2014:
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, SORPA bs. og Úrvinnslusjóður.

Endurvinnslukort – Ísland. Framleiðandi Náttúran.is 2008-2015. Endurvinnslukortið™ er skrásett vörumerki Náttúran.is. ©Náttúran.is 2015. Öll réttindi áskilin. 

Birt:
1. júlí 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Um Endurvinnslukortið“, Náttúran.is: 1. júlí 2014 URL: http://nature.is/d/2014/07/01/um-endurvinnslukortid/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 22. október 2015

Skilaboð: