Á vefnum samferda.net er hægt að skrá óskir sínar um að fá far í bíl eða líta eftir hver bíður far sem hentar manni. Þessi frábæri vefur hefur verið í loftinu í nokkur ár en nú þegar harðnar í ári og fjöldi fólks er búið að missa bílana sína eða á það fyrir höndum að missa þá, kemur sér vel að geta leitað eftir ferðum á samferda.net. Hugmyndin er að þeir sem fá far með öðrum taki þátt í bensínkostnaði ferðarinnar og því er vefurinn ekki síst spennandi fyrir fólk sem er að fara í ákveðna ferð og vill gjarnan halda kostnaðinum niðri. Samnýting bílferða á þennan hátt er því hagkvæmt fyrir alla aðila, ekki síst náttúruna sem þarf að taka við helmingi minni útblæstri en ef ferðalagið yrði farið í tveim bílum. Skoðaðu samferda.net.

Mynd frá Vík í Mýrdal. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
23. nóvember 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Samferda.net - samnýting bílferða“, Náttúran.is: 23. nóvember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/11/23/samferdanet-samnyting-bilferoa/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 30. júlí 2012

Skilaboð: