+ Hver er munurinn á lifandi veru og lífvana, tré og steini.

+ Gengið um og tré skoðuð sérstaklega.

+ Hvernig eru tré í laginu?

+ Hvernig eru laufblöðin þeirra?

+ Hvernig eru þau á litin?

+ Hvernig lykt er af þeim?

+ Hve stór eru þau?

+ Laufblöð skoðuð vel og borin saman. Eru einhver tvö laufblöð nákvæmlega eins?

+ Safnað sölnuðum laufblöð sem fallið hafa af trjánum. Laufblöð flokkuð eftir lögun eða lit.

+ Laufblöðin í hverjum flokki talin og þeim raðað í súlurit.

+ Búnar til myndir úr laufblöðum.

+ Ef laufblöðin eru tekin inn þá er þeim skilað aftur, eða afgangnum af þeim, eftir notkun í moldina eða í safnkassa ef hann er við skólann.

Birt:
1. ágúst 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Sigrún Helgadóttir „Trén á lóðinni“, Náttúran.is: 1. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2014/08/01/tren-lodinni/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: