Fyrirtækið Grænar lausnir ehf við Mývatn var stofnað á árinu 2005 með það í huga að þróa aðferðir til framleiðslu á vörubrettum úr pappír og pappa. Eftir langt þróunarferi og 600 milljónir króna hefur verksmiðjan nú hafið framleiðslu á vörubrettum úr dagblaðaúrgangi en tilraunir leiddu í ljós að dagblöð henta ágætlega sem hráefni í bretti til vöruflutninga. Tæknin munu vera alger nýjung á heimsvísu og því eftir töluverðu að slægjast með því að markaðssetja tæknina fyrir erlendan markað.

Brettin vega aðeins 2,5 kg og eiga að bera allt að 600 kílóum svo um mikinn sparnað getur orðið að ræða fyrir flutningsfyrirtæki með innleiðingu bretta af þessari gerð. Auk þess að spara beinharða peninga í eldsneyti vegna léttleika er tæknin einnig frábær lausn til að endurnýta dagblaðapappír sem að öðru jöfnu er sendur erlendis til endurvinnslu.

Minnkun pappírsúrgangs er því í sjónmáli með með hugviti Grænna lausna.

Sjá Grænar lausnir á Grænum síðum og korti.

Birt:
Sept. 30, 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Grænar lausnir“, Náttúran.is: Sept. 30, 2008 URL: http://nature.is/d/2008/09/30/graenar-lausnir/ [Skoðað:Sept. 12, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: April 8, 2009

Messages: