Fyrir rúmri viku síðan fóru hænurnar í nýstofnuðu Landnámshænsnasetri í Alviðru, sem er umhverfisfræðslusetur Landverndar við Sogið í Grímsnesi, að verpa eggjum. Í morgun voru síðan bakaðar pönnukökur úr fyrstu 6 eggjunum og smökkuðust þær sérstaklega vel.

Hugmyndin með stofnun landnámshænsnaseturs í Alviðru er bæði að fræða hópa sem koma til dvalar í Alviðru um sjálfsþurftarbúskap sem þennan og að styðja viðhald íslenska landnámshænsnastofnsins fyrir komandi kynslóðir.  Áformað er að mynda hóp félaga í Landvernd, sem tæki að sér að hirða um landnámshænsnin í sameiningu og skipta með sér afurðum þeirra. Félagar sem búsettir eru í námunda við Alviðru (Alviðra er við Sogið í Grímsnesi, gengt Þrastalundi) og aðrir sem setja ekki vegalengdina fyrir sig og eru tilbúnir að taka þátt í að reka og njóta búsins að einhverju leiti, þó ekki sé nema með stöku heimsóknum, hafi samband við Guðrúnu Tryggvadóttur í sími 863 5490 eða með tölvupósti á netfangið gunna@nature.is.

Þeir sem ekki eru enn félagar í Landvernd geta skráð sig í félagið hér.

Alviðra - landnámshænsnasetur hefur virka facebooksíðu þar sem haldin er einskonar dagbók búsins en þar er hægt að fylgjast með því sem gerist í hænsnabúinu frá degi til dags. Sjá: http://www.facebook.com/profile.php?id=1081638168#!/pages/Alvidra-Landnamshaensnasetur/124449974278438.

Birt:
30. október 2010
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Landnámshænueggjapönnsur“, Náttúran.is: 30. október 2010 URL: http://nature.is/d/2010/10/30/landnamshaenueggjaponnsur/ [Skoðað:25. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 17. janúar 2011

Skilaboð: