Hildur og KristbjörgHelgina 19. - 20. júní munu þær Kristbjörg Kristmundsdóttir yogakennari og blómadropaframleiðandi og Hildur Hákonardóttir myndlistarmaður og höfundur bókanna Ætigarðurinn og Blálandsdrottningin miðla af visku sinni og reynslu úr heimi jurtanna, á námskeiði í Heiðmörk undir heitinu Jurtaveisla.
Kristbjörg Elín Kristmundsdóttir kennir um lækningajurtir og Hildur Hákonardóttir um nýtanlegar villtar jurtir í matargerð.

Dagskrá Jurtaveislunnar:

  • Laugardaginn 19. júní, frá kl. 10:00-17:00 - Kristbjörg fræðir um jurtir og lækningamátt þeirra. Farið verður í skoðunarferðir um svæðið í kringum Elliðavatn og jurtir greindar. Kristbjörg kennir hvernig best er að tína jurtir, þurrka og geyma og hvernig blanda megi þeim saman. Einnig að búa til te, seyði, tinktúrur og olíur.
  • Sunnudaginn 20. júni, frá 10:00-15:00 - Hildur Hákonardóttir fræðir um eðli jurtanna og hvað af villtu flóru Íslands má leggja sér til munns og hvernig best er að matreiða villtar jurtir. Farið í fræðsluleiðangra til jurtasöfnunar. Bragðskynið kannað, jurtirnar matreiddar á ýmsa vegu og síðan borðað saman.

Upplýsingar og skráning er í síma 849 8467.

Birt:
June 14, 2010
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Jurtaveisla Hildar og Kristbjargar“, Náttúran.is: June 14, 2010 URL: http://nature.is/d/2010/06/14/jurtaveisla-hildar-og-kristbjargar/ [Skoðað:Sept. 17, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: