Guðsmóðirin hefur mikið vægi í kaþólskri trú en ekki alveg að sama skapi í lúterskri trú. Móðirin gleymist oft eða er öllu heldur túlkuð í náttúrulögmálinu, samanber móður jörð.

Það að María skuli hafa átt barn sitt eingetið setur mennskum mæðrum stólinn fyrir dyrnar því samkvæmt því eiga þær börn sín í synd.  Hugsanlega er kominn tími til að íhuga þetta betur og leggja áherslu á kvenímyndina.

Mynd: Sextándu aldar málverk talið vera eftir Adrien Ysenbrandt (Isenbrant).

Birt:
Dec. 13, 2013
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „María mey“, Náttúran.is: Dec. 13, 2013 URL: http://nature.is/d/2007/04/12/mar-mey/ [Skoðað:March 21, 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: April 12, 2007
breytt: Jan. 1, 2013

Messages: