Á sýningu Norrænu ráðherranefndarinnar á COP17 loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Durban er vakin athygli á 14 bestu staðbundnu lausnunum á Norðurlöndum á sviði endurnýjanlegrar orku og loftslagsumbóta en 14 umhverfislausnir voru tilnefndar í samkeppni um norrænt orkusveitarfélag 2011 sem Norræna ráðherranefndin stóð fyrir með þátttöku fyrirtækja, einstaklinga, sveitarstjórna og svæða í hvetjandi aðgerðum til að stuðla að vistvænum breytingum.

Danska sveitarfélagið Albertslund var síðan útnefnt norrænt orkusveitarfélag 2011. Þá hlutu Drammen í Noregi og sænska sveitarfélagið Lidköping sérstaka viðurkenningu fyrir sín verkefni. Jyrki Katainen forsætisráðherra Finnlands afhenti verðlaunin á Norðurlandaráðsþingi í byrjun Nóvember 2011.

Nánari upplýsingar eru á www.nordicenergymunicipality.org/

Sjá einnig http://www.nordicenergysolutions.org/ - opnbera norræna vefsíðu um lausnir á sviði vistvænna orkugjafa.

Birt:
8. desember 2011
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „14 norrænar loftslags- og orkulausnir á COP17 “, Náttúran.is: 8. desember 2011 URL: http://nature.is/d/2011/12/08/14-norraenar-loftslags-og-orkulausnir-cop17/ [Skoðað:25. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: