Sívökvun í gróðurhúsi. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Ribena flöskur henta vel til sívökvunar. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Tómatplöntur þurfa mikla vökvun. Það getur tekið stuttan tíma fyrir tómatplöntur að þorna upp ef ekki er hægt að vökva þær daglega eða annan hvorn dag.

Ein leið til að halda nægjanlegum raka í moldinni er að fylla plastflösku af vatni, gera lítið gat (nokkra millimetra) á tappann, loka flöskunni og stinga henni svo í moldina.

Flöskur með löngum stút henta betur því þær stingast betur ofan í moldina.

Moldin tekur aðeins við þeim vökva sem hún þarf á að halda og því virkar þessi aðferð vel án þess að skammta of mikið vatn í einu.

Birt:
14. júní 2015
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Sívökvun í gróðurhúsinu“, Náttúran.is: 14. júní 2015 URL: http://nature.is/d/2015/06/14/sivokvun-i-grodurhusinu/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: