Bílskúrinn þarf að vera vel loftræstur, og þar ættu umhverfisvæn farartæki eins og reiðhjól og sparneytnir bílar að vera í öndvegi. Bílskúrinn, eins og nafnið segir til um, er hugsaður fyrir bílinn. Eitt af hlutverkum hans er að halda bílnum heitum á vetrum en það lengir líftíma hans og sparar auk þess eldsneyti. Að hafa bílskúr og nota hann ekki fyrir bílinn er bæði dýrkeypt fyrir budduna og umhverfið.

Varist að eiturefni berist í niðurföll og mengi þannig á endanum jarðveginn og að lokum sjóinn. Örlítið magn af olíu eða leysiefni getur verið mikill mengunarvaldur.

Inntök hússins eru oft í bílskúrnum og að þeim þarf að vera gott aðgengi. Með hagræðingu og snyrtimennsku er hægt að gera hina vistlegustu vinnuaðstöðu í bílskúrnum, þó að hann sé smár.

Birt:
21. júní 2007
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Bílskúrinn“, Náttúran.is: 21. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/21/blskrinn/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 18. maí 2014

Skilaboð: