Tunna með pappír verður ekki tæmd
Eftir 10. október nk. verða gráar og grænar tunnur sem innihalda pappír eða pappa ekki tæmdar í Reykjavík. Allur pappír og pappi á að fara í bláu tunnuna, sem Reykjavíkurborg hefur hvatt borgarbúa til að fá sér eða þá koma honum í bláa grenndargáma sem staðsettir eru út um allan bæ, eða í pappírsgámana á gámastöðvunum
Ef pappír finnst í röngum tunnum verður settur miði á tunnuna og sagt að of mikill pappír hafi verið í tunnunni og því hafi tunnan ekki verið losuð.
Nánari upplýsingar um breytta sorphirðu má finna á síðunni pappírerekkirusl.is.
Á Endurvinnslukors-appinu má nálgast upplýsingar um hvar tekið er á móti pappír til endurvinnslu á öllu landinu. Náðu þér í appið ókeypis!
Birt:
Sept. 25, 2013
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Tunna með pappír verður ekki tæmd“, Náttúran.is: Sept. 25, 2013 URL: http://nature.is/d/2013/09/25/tunna-med-pappir-verdur-ekki-taemd/ [Skoðað:Sept. 14, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.