Merkið Vistvæn landbúnaðarafurðLandbúnaðarráðuneytið hefur ákveðið að fella úr gildi reglugerð um vistvæna vottun, því hún sé úrelt og barn síns tíma. Nærri allt íslenskt grænmeti er merkt með vottuninni.

Í kjölfar umræðu sem átti sér stað í júní 2014 setti landbúnaðarráðherra á fót starfshóp sem átti að fara yfir reglugerðina. Í frétt í Fréttablaðinu þ. 28. ágúst sl. tjáði ráðherra sig um málið með eftirfarandi orðum: „Í dag erum við með aðbúnaðarreglur, velferðarreglugerð og dýralögin sem ganga miklu lengra en þessi vistvæni geiri. Svo tókum við upp matvælalöggjöf Evrópusambandsins árið 2010 og þar eru líka hlutir sem ganga lengra en var í þessari reglugerð,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra.

Hann sagði þó ekkert því til fyrirstöðu að grænmetisbændur noti vottunina áfram eftir að reglugerðin sé felld úr gildi.

Ný skilgreining merkisins hefur verið skráð í Merkingasafn Náttúran.is sem er einnig í appinu HÚSIÐ og umhverfið. Skilgreiningin hljóðar nú þannig:

Vistvænn landbúnaður var nokkurs konar millistig milli hefðbundins landbúnaðar og lífræns landbúnaðar (lög nr. 162, 1994; reglugerð landbúnaðarráðuneytis nr. 219, 1995) en merkið var fellt úr gildi í ágúst 2015. Ekkert eftirlit var með notkun merkisins „Vistvæn landbúnaðarafurð“ og hafði það því í raun enga merkingu. Furðu sætir að þó verður áfram leyfilegt að nota merkið en slíkt er hreinn „grænþvottur“. Leyfi til notkunar merkis sem er ómerkingur hlítur að verða endurskoðað.

Birt:
Sept. 3, 2015
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vistvæn landbúnaðarafurð - vottunin felld úr gildi“, Náttúran.is: Sept. 3, 2015 URL: http://nature.is/d/2015/09/03/vistvaen-vottun-felld-ur-gildi/ [Skoðað:June 23, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: