Ríkisstjóri Kaliforníu tilkynnti sl. föstudag um að plastpokar yrðu bannaðir í ríkinu.

Kalifornía verður þar með fyrsta ríki Bandaríkjanna til að innleiða slíkt bann en nú þegar hafa plastpokar verið bannaðir í meira en hundrað borgum, þ.á.m. San Fransisco og Los Angeles.

Í Maui County á Hawai er matarverslunum bannað að pakka innkaupavörum í plastpoka, að sjálfsögðu í óþökk plastpokaframleiðanda.

Umhverfislýtir og mengun og plastpokum er einfaldlega orðið óásættanleg en Stykkishólmsbær reið á vaðið hér á landi fyrir nokkru og innleiddi stefnu um plastpokalaust sveitarfélag frá og með þeim 4. september, sem hefur farið gríðarvel af stað.

Sjá frétt á Huffington Post.

 

Birt:
Sept. 30, 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Kalifornía innleiðir plastpokabann“, Náttúran.is: Sept. 30, 2014 URL: http://nature.is/d/2014/09/30/kalefornia-innleidir-plastpokabann/ [Skoðað:June 16, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Feb. 19, 2015

Messages: