Árlega stendur Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna fyrir sýningu á skrautlegum hænum og hönum í eigu félagsmanna. Í ár verður sýningin haldin í Alviðra, umhverfisfræðslusetri Landverndar dagana 9. og 10. júlí, en í Alviðru er landnámshænsnabú og öll aðstaða til sýningarhalds eins og best verður á kosið. Þetta er sannkölluð uppskeruhátið landnámshænsnaræktenda sem koma alls staðar af að landinu með pútur sínar.

Allir eru velkomnir að virða fyrir sér hana, hænur og nýorpna unga nú um helgina en Alviðra liggur í alfaraleið, beint á móti Þrastalalundi við Sogið í Grímsnesi.við

Landnámshænsnabændur geta skráð hænur sínar og hana til sýningar hjá formanni á netfangið johanna@hlesey.is.

Sjá nánar um landnámshænsnasetrið í Alviðru á Facebook.
Sjá nánar um Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna hér.

Ljósmynd: Húsbóndinn í Alviðru, ljósm. Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
7. júlí 2011
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Landnámshænsnasýning í Alviðru dagana 9. og 10. júlí“, Náttúran.is: 7. júlí 2011 URL: http://nature.is/d/2011/07/07/landnamshaensnasyning-i-alvidru-dagana-9-og-10-jul/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 8. júlí 2011

Skilaboð: