Þrátt fyrir að við höldum flest að þvottaefni sé bráðnauðsynlegt til að þvo þvott þá er það ekki svo.

Jafnvel þó að við notum „niðurbrjótanleg“ þvottaefni, vottuð og blessuð á bak og fyrir eru þau alltaf óumhverfisvæn á ýmsan hátt. Það þarf t.d. að framleiða þau úr ýmsum efnum, flytja þau landa á milli og svo enda þau að lokum í hafinu. Jafnvel „umhverfisvænstu“ þvottaefni eru óumhverfisvænni en t.d. þvottaboltar sem þvo án ilmefna, sótthreinsa, varðveita liti, lengja líftíma fatnaðarins, losa við vonda lykt og endast í 3 ár eða þúsund þvotta. 

Það er nefniega svo að við erum svo föst í viðjum vanans að það sem alltaf hefur verið viðhaft, þ.e. í okkar minnum, höldum við að þurfi að vera svo áfram um aldur og ævi. Ný hugsun, gagnrýn sýn á allt sem við gerum og notum er nauðsynleg til að breyta heiminum til vistvænni vegar. Vertu með í uppreisn gegn ríkjandi venjum og prófaðu vistvænni lausnir. Þær virka.

En ef þú þarft að nota þvottaefni af einhverjum ástæðum, veldu þá þau sem eru með viðurkenndum umhverfisvottunum og helst ekki í fljótandi formi því þá ertu að kaupa vatn og þykkt plastílát sem getur aldrei talist umhverfisvænt. Pappakassaumbúðir utan af þvottaefnum má aftur á móti endurvinna.

Á Endurvinnslukortinu og app-útgáfu Endurvinnslukortsins eru allar upplýsingar um endurvinnslu og þá staði sem taka á móti pappa og pappír.

Skoða Endurvinnslukortið. 

Skoða app-útgáfu Endurvinnslukortsins.

 

 

Birt:
30. apríl 2014
Höfundur:
Náttúran.is
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Náttúran.is „Þvottahreinsivörur“, Náttúran.is: 30. apríl 2014 URL: http://nature.is/d/2014/04/30/thvottahreinsivorur/ [Skoðað:18. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 13. júní 2014

Skilaboð: