Góð ráð frá sérfróðum um hvernig hægt er að skapa sjálfbæra matarframleiðslu, ásamt ráðleggingum um skiptirækt, búfjárrækt og beitarstjórn. 1-ekru (ein ekra eru 0,4 hektarar) landspildunni þinni má skipta í land fyrir búfé og garð fyrir ávaxta- og grænmetisrækt, auk einhvers korns og trjálundar. Myndskreyting: Dorling Kindersley.Allir geta haft sína skoðun á því hvernig best sé að reka sjálfbært smábú, og það er ólíklegt að tvö 1-ekru bú hafi sama skipulag eða fylgi sömu aðferðum né væru algerlega sammála um hvernig best sé að reka slíkt bú.

Sumir myndu vilja halda kýr; aðrir eru hræddir við þær. Sumir vilja hafa geitur; aðrir gætu ekki haft tök á að girða þær nógu vel af. Sumir vilja ekki slátra dýrum og þyrftu þeir því að selja þau til annarra sem slátra þeim; aðrir vilja ekki selja dýr ef þeir vita að þau verða drepin; og enn aðrir vilja slátra eigin dýrum til að sjá fjölskyldum sínum fyrir betra kjöti.

Ég fyrir mitt leiti, á góðri 1-ekru vel framræstu landarspildunni minni, myndi hafa kú og geit, nokkur svín og kannski nokkra tugi hænsna. Geitin myndi gefa mér mjólk þegar kúin væri ekki mjólkandi. Ég myndi vilja hafa tvær eða fleiri geitur. Mjólkurkúin (af Jersey-kyni) myndi gefa mér og svínunum næga mjólk. Enn mikilvægari ástæða til að hafa kú er að hún gefur af sér hrúgur á hrúgur ofan af yndislegri kúamykju til að auka frjósemi jarðarinnar en á henni þarf ég að halda til að þurfa ekki að notast við tilbúinn áburð.

Að halda mjólkurkú

Kú eða ekki kú? Rök með og á móti eru fjölmörg í sjálfbærum smábúskap. Rökin með eru þau að ekkert getur haldið heilsu fjölskyldunnar – á býlinu – á háu stigi, betur en mjólkurkú. Ef þú og börnin hafið góða ferska ógerilsneydda mjólk og mjókurafurðir, munið þið standa vel að vígi heilsufarslega. Ef svínin og hænsnin fá einnig að njóta hennar, munu þau líklega einnig vera heilbrigð. Ef garðurinn þinn fær nóg af kúaskít mun hann halda áfram að auka frjósami sína og uppskeran verður í samræmi við það.

Á hinn bóginn, fóðrið sem þú kaupir inn fyrir mjólkurkú fjölskyldunnar mun kosta tugþúsundir á ári. Á móti kemur að það sem þú myndir eyða í mjólkurafurðir á ári sparast auk þess sem gæði eggja-, kjúklinga- og svínakjötsins aukast á móti, auk þess sem frjósemi landsins eykst stöðugt með kúamykjuáburðinum, svo fjárfesting í mjólkurkú fjölskyldunnar er fljót að borga sig.

En ekki má gleyma að með því að halda mjólkurkú tekur fjölskyldan á sig stöðuga ábyrgð á því að kúin sé mjólkuð tvisvar á dag. Að mjólka kú tekur ekki svo langan tíma – kannski 8 mínútúr – og það getur verið mjög ánægjulegt þegar að þú nærð tökum á því og kúin hagar sér vel – en þú verður að mjólka, alltaf. Að kaupa mjólkurkú er því mikilvægt og ábyrgðarfullt skref og þú ættir að sleppa því ef þú áformar að leggjast mikið í ferðalög og átt engan að til að hlaupa í skarðið. Svo höldum áfram að skipuleggja 1-ekru smábúskapinn með það fyrir augum að þú hafir ákveðið að kúin sé málið.

1-ekru búskapur með mjólkurkú

Helmingur landspildunnar þarf að vera tún, hinn helmingurinn plægjanlegur (fyrir utan svæðið sem fer undir hús fjölskyldunnar og útihús). Hálfrar ekru stórt túnið gæti verið stöðugt, þ.e. aldrei plægt, eða þú getur haft skiptirækt með því að plægja það, segjum á fjögurra ára fresti. Ef þú ferð seinni leiðina þá er best að plægja það í lengjum, fjórðung úr hálfri ekru, svo að eitt árið ertu að sá grasi, næsta smára og kryddblöndu á áttunda hluta 1-ekru landspildunnar þinnar. Þessi skiptirækt gerir það að verkum að á hverju ári ertu með ferskt tún, tveggja ára túni, 3ja ára túni og 4 ára túni, sem gerir það að verkum að túnin gefa betur af sér.

Þýtt úr bókinni The Self-Sufficient Life and How to Live It eftir John Seymour.

Sjá framhaldið í upprunalegu greininn á themindunleashed.org (á ensku)

Birt:
May 5, 2015
Tilvitnun:
John Seymour, Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Góð ráð um hvernig hægt er að byrja á sjálfbæru búi á einni ekru lands“, Náttúran.is: May 5, 2015 URL: http://nature.is/d/2014/12/07/1-ekru-bu/ [Skoðað:June 23, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Dec. 7, 2014
breytt: May 5, 2015

Messages: