Um næstu helgi verður Garðyrkju- og blómasýningin „Blóm í bæ“ haldin í Hveragerði en sýningin stendur í þrjá daga, frá 26. til 28. júní. Bærinn verður undirlagður blómum og mannfólki en dagskráratriðin eru allt frá brúðkaupi á bökkum Varmár til smágarðasamkeppni, kynningum umhverfisverkefna- og lausna, handverks, íslenskrar framleiðslu og alls kyns afþreyingar fyrir börn jafnt sem gamlingja.

Náttúran.is kynnir vefinn í íþróttahúsinu og Eldhúsgarðinn í Listigarðinum en þar verður raunverulegur Eldhúsgarður settur upp til kynningar á vefverkefninu Eldhúsgarðinum sem er í þróun hér á vefnum.

Náttúran.is er í samvinnu við BYKO um gerð Eldhússgarðskassa fyrir þrívíða Eldhúsgarðinn en höfundarnir Hildur Hákonardóttir og Guðrún Tryggvadóttir hafa einnig verið að rækta plöntur í garðinn allt frá því í byrjun apríl. Án fagaðila værum við þó illa á vegi staddar og því kemur Garðyrkjustöð Ingibjargar okkur einnig til hjálpar með plöntur í garðinn og Hveragerðisbær styður verkefnið einnig með dug og dáð. Með stuðningi þessara aðila komumst við nær því að koma upp þeim fyrirmyndarmatjurtargarði sem Eldhúsgarðurinn á að vera.  

Myndin er af Eldhúsgarðsmæðrunum Hildi Hákonardóttur og Guðrúnu Tryggvadóttur. Ljósmynd: Einar Bergmundur.

Birt:
24. júní 2009
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Eldhúsgarðurinn sýndur á sýningunni Blóm í bæ í Hveragerði“, Náttúran.is: 24. júní 2009 URL: http://nature.is/d/2009/06/23/eldhusgarourinn-syndur-blom-i-bae-i-hverageroi/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 23. júní 2009
breytt: 28. mars 2010

Skilaboð: