Bókin Scarcity in Excess.Bókin „Hörgull í allsnægtum - Hið byggða umhverfi og hrunið á Íslandi“, bókartitill á frummálinu: Scarcity in Excess – “The Built Environment and the Economic Crisis in Iceland“ verður kynnt í Mengi, Óðinsgötu 2 með viðtali við aðalritstjóra bókarinnar.

Húsið opnar klukkan 5 og það verður hægt að fjárfesta í bókinni á sérstöku kynningarverði.

Bók um hrunið og hið byggða umhverfi á Íslandi er að koma út. Efni bókarinnar varðar alla Íslendinga en hún á sérstakt erindi við þá sem hafa áhuga á formun umhverfisins og tengslum þess við hag einstaklinga og samfélags.

Upphaf bókarinnar má rekja til evrópsks rannsóknarverkefnis „Scarcity and Creativity in the Built Environment“ eða „Hörgull og sköpun í hinu byggða umhverfi “, þar sem Arkitektaskólinn í Osló sá um eitt af undirverkefnunum: rannsókn á höfuðborgarsvæði Íslands fyrir og eftir hrun. Í bókinni eru stuttar og auðlesnar greinar eftir marga fræðimenn, listamenn, arkitekta, skipulagsfræðinga og aðgerðasinna sem komu að verkefninu beint eða óbeint. Einnig eru birt nemendaverkefni sem rannsaka nýjar framtíðarsýnir í ljósi hrunsins, unnin af nemendum í arkitektadeild Listaháskóla Íslands, skipulagsdeild Landbúnaðarháskóla Íslands og EMU (evrópskt framhaldsnám meistara í borgarskipulagi).

Meira en 60 manns, Íslendingar í meirihluta en einnig útlendingar, koma að bókinni með greinar, verk og myndir, en hún er skrifuð á ensku.

Fjöldi ljósmynda og teikninga prýðir bókina sem kemur út hjá Actar, forlagi sem er þekkt fyrir vandaðar bækur um arkitektúr og skipulagsmál sem dreift er alþjóðlega.

Yfirritstjóri bókarinnar, Arna Mathiesen, mun kynna bókina með fyrirlestri (á ensku) á Stofnun Sæmundar Fróða fimmtudaginn 23. október og (á íslensku) í Listaháskólanum föstudaginn 24. október. Einnig verður hægt að spjalla um bókina og ná sér í eintak dagana 21. til 25. október (nánari upplýsingar um stað síðar).

Bókarhugmynd:
April Arkitekter AS, www.aprilarkitekter.no

Ritstjórar:
Arna Mathiesen með Giambattista Zaccariotto og Thomas Forget
Hlusta á Örnu í viðtali á RÚV í dag.

Textaritstjón:
Philippa Thomson

Bókarhönnun
Arna Mathiesen, Brynja Baldursdóttir og Giambattista Zaccariotto

Höfundar greina í bókinni:

Valur Antonsson, Bryndís Björnsdóttir, Margrét H. Blöndal, Lúðvík Elíasson, Thomas Forget, Emanuel Giannotti, Tinna Grétarsdóttir, Magnús Jensson, Salvör Jónsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir, Hannes Lárusson, Arna Mathiesen, Kristín Vala Ragnarsdóttir, Massimo Santanicchia, Hildigunnur Sverrisdóttir, Silliness (Anna Björk Einarsdóttir, Magnús Þór Snæbjörnsson and Steinunn Gunnlaugsdóttir), Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, Jeremy Till, Sybrand Tjallingii, Giambattista Zaccariotto and Ursula Zuehlke.

Listamenn sem eiga verk sem fjallað er um í bókinni:
Artists: The Art Nurses/Listhjúkkur (Anna Hallin and Ósk Vilhjálmsdóttir), Bryndís Björnsdóttir and Ásmundur Ásmundsson, Silliness/Kjánska (Anna Björk Einarsdóttir, Magnús Þór Snæbjörnsson and Steinunn Gunnlaugsdóttir), Hugdetta (Róshildur Jónsdóttir og Snæbjörn Þór Stefánsson), Margrét Blöndal and many of the artists involved in Dyndilyndi, Hugleikur Dagsson...

Ljósmyndarar:
Pétur Tomsen, Diana Mikaelsdóttir, Páll Jökull Pétursson, Christopher Lund, Jenny Simm, Brynja Eldon

Local Agents of Change:
Hannes, Kristín, Begga, Mörður, Gunnar, Vilhjálmur, Úlfar, Björk, Ólafur, Róshildur, Snæbjörn, Þorsteinn, Auður, Morten, Línus Orri.

Nemendur sem tóku þátt í hönnunarverkefnum sem eru kynnt í bókinni:
Gunnar Ágústsson / Luca Filippi / Johanna Jacob / Laufey Jakobsdóttir / Jón Valur Jónsson / Sigurlín Rós Steinbergsdóttir / Perrine Frick / Carlos Salinas Gonzalez / Liesa Marie Hugler / Axel Kaaber / Jón Hámundur Marinósson / Arnheiður Ófeigsdóttir / Sigurborg Haraldsdóttir / Sam Khabir / Helga B. Kjerúlf / María Kristín Kristjánsdóttir / Guo Mengdi / Lucile Ado / Hlynur Axelsson / Heiðdís Helgadóttir / Aron Freyr Leifsson / Zongkai Zhou / Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir.


Birt:
Oct. 20, 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Bókakynning - Scarcity in Excess“, Náttúran.is: Oct. 20, 2014 URL: http://nature.is/d/2014/10/20/bokakynning-scarcity-excess/ [Skoðað:June 23, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: