Lokasjóður (peningagras) [Rhinanthus minor]

Lýsing: Lokasjóður er af grímublómaætt. Stöngullinn uppréttur með gagnstæðum stilklausum blöðum. Aldinn kringlótt, dökkbrún og gljáandi. Lokasjóður er að hluta til sníkjuplanta, rætur hans vaxa inn í rætur annarra jurta og draga næringu frá þeim. Vex aðallega í hálfröku valllendi.

Árstími: Júlí-ágúst

Tínsla: Skerist þegar fræið er fullþroskað og guli liturinn farinn af blóminu. Gæta ber að viðkvæmum rótum.

Meðferð: Þurrkun.

Ljósmynd: Lokasjóður, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Birt:
July 8, 2013
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Erlingur Filippusson „Söfnun og meðferð lokasjóðs“, Náttúran.is: July 8, 2013 URL: http://nature.is/d/2010/05/28/sofnun-og-medferd-lokasjods/ [Skoðað:May 18, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: May 28, 2010
breytt: Jan. 1, 2013

Messages: