Í fyrsta skipti síðan á tímum annarrar heimstyrjaldar eru nú ræktaðar matjurtir í hallargarðinum við Buckingham höll, við hlið skrautjurtanna sem ekki þurftu að víkja á uppgangstímum.

Framkvæmdin fylgir í kjölfar ákalls frá þjóðinni um að fá tækifæri til að rækta eigin matjurtir í kreppunni segir í frétt á telegraph.co.uk

Lífrænn eldhúsgarður drottningar er 10x8 metrar (eða 1x8 yards, yard er 0,9144 m) að stærð. Garðurinn er aftarlega í hallargarðinum á svæði sem gengur undir nafninu „lóðarbeðið“. Gestir sem drottningin býður heim í sumar munu því fá tækifæri til að berja eldhúsgarðinn augum.

„Drottningin hefur mikinn áhuga á garðyrkju og er alltaf opinn fyrir nýjungum“ er haft eftir ónefndum aðila í hirð drottningar. "Hún tekur þátt í Chelsea blómasýningunni á hverju ári og hefur alltaf haft áhuga görðum".

Claire Midgley, framkvæmdastjór eldhússgarðs Buckingham hallar sýndi drottningunni úrval grænmetis sem verið er að rækta m.a. „Runner“ baunir, „Stuttgarter“ lauk, „Musselburg“ lauk, sætt korn, „Red Ace“ rauðbeður, „Fly Away“ gulrætur og franskar klifurbaunir í útrýmingarhættu sem heita „Bláa drottningin“.

Engin tilbúin efni eru notuð við ræktunina. Þaraáburður er notaður sem áburður á garðinn og hvítlaukstegundir til að verjast lúsum.

Vatn úr eigin borholu er notað til að vökva garðinn en jarðvegsbætirinn er molta úr eigin moltugerð hallarinnar.

Birt:
16. júní 2009
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Elísabet Englandsdrottning slæst í hóp matjurtarræktenda“, Náttúran.is: 16. júní 2009 URL: http://nature.is/d/2009/06/16/elisabet-englandsdrottning-slaest-i-hop-matjurtarr/ [Skoðað:23. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 28. mars 2010

Skilaboð: