Fatasöfnun Rauða krossins í samstarfi við Eimskip fer fram á höfuðborgarsvæðinu helgina 25. - 26. maí. Gámum verður komið fyrir við allar sundlaugar ÍTR í Reykjavík, við sundstaði í Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ.

Á landsbyggðinni taka móttökustöðvar Eimskips Flytjanda við fatnaði. Einnig er hægt að setja föt í söfnunargáma deildanna.

Fatasöfnunarpokum verður dreift með Íslandspósti í öll heimili á landinu vikuna fyrir söfnunina.

Grafík: Fatnaður, úr Endurvinnslukorts smáforriti (appi) Náttúrunnar fyrir iPhone og iPad, nú aðgengilegt ókeypis í AppStore.

Grafík: Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
21. maí 2013
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „ Fatasöfnunarátak Rauða kross Íslands“, Náttúran.is: 21. maí 2013 URL: http://nature.is/d/2013/05/21/fatasofnunaratak-rauda-kross-islands/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: