Okrurækt á Íslandi
Okra* (Abelmoschus esculentus) er blómstrandi planta og skyld bómull, kakó og hibiskus plöntunum. Hún er mikils metin vegna ávaxarins, græna fræhulstursins sem er mjög næringarríkt en það er bæði trefja-, fólínsýru og C vítamínríkt. Okruhulstrin eru einnig full af andoxunarefnum. Olía er unnin úr fræjum Okrunnar.
Okra er upprunninn í vestur Afríku, Eþjópíu og Indlandi en er ræktuð víða í heitum löndum í dag og allavega í einu gróðurhúsi á Íslandi en það er hjá Degi Brynjólfssyni í Birkihlíð í Reykholti í Biskupstungum. Dagur hefur verið að rækta Okru í gróðurhúsi sínu í fiskasameldi með góðum árangri.
Okra er ein- eða tvíær og verður um 2 metrar á hæð. Okra er ein hita- og þurrkaþolnasta jurt veraldar og þolir mjög leirríkan jarðveg og óreglulega úrkomu en þolir ekki frost.
Sjá meira um Okruna á Wikipedíu.
*ladies fingers, bhindi, bamia, gumbo.
Ljósmyndir: Okrurækt í Birkihlíð, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Okrurækt á Íslandi“, Náttúran.is: Aug. 25, 2014 URL: http://nature.is/d/2014/08/25/okruraekt-islandi/ [Skoðað:Sept. 17, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.