Eldhúsgarðurinn er þáttur hér á vefnum sem snýst um að gera skipulag garðsins einfaldara og ánægjuna af ræktuninni þeim mun meiri, og gjöfulli uppskeru, vonandi.

Eldhúsgarðurinn er í raun fjórskiptur, en garðurinn er allur hugsaður út frá fermetrum þannig að hægt sé að rótera plöntutegundum á milli ára enda byggir garðurinn á lífrænni ræktun þar sem jarðvegurinn á að fá tækifæri til að jafna sig og byggjast upp og jafnvel fá algera hvíld í einhver ár. Hver jurt tekur mismikið af snefilefnum til sín úr jarðveginum og þess vegna þarf að huga að því að jarðvegurinn verði ekki mergsoginn.

Nú eru upplýsingar um nöfn og latnesk heiti á 35 jurtum og vaxtarrými þeirra nákvæmlega tiltekið þannig að plássið innan fermetersins nýtist sem allra best. Á þessu stigi er Eldhúsgarðurinn einskonar fyrirmyndargarður hvað varðar stærðir og vaxtarrými einstakra tegunda, miðað við lífræna ræktun. Meira kemur síðan í ljós síðar.

Tillögur og athugasemdir eru vel þegnar enda er Eldhúsgarðurinn engin heilög kú heldur lifandi garður sem fólk má gjarnan skipta sér af og leggja lið. Raunverulegur lífrænn Eldhúsgarður er einnig í ræktun og verða einnig fluttar fréttir af honum hér á vefnum.

Guðrún Tryggvadóttir og Hildur Hákonardóttir eru höfundar Eldhúsgarðsins en forritun annast Einar Bergmundur. Myndirnar gerir Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.

Ný útgáfa af Eldhúsgarðinum er í vinnslu.

Birt:
July 29, 2013
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Eldhúsgarður Náttúrunnar“, Náttúran.is: July 29, 2013 URL: http://nature.is/d/2009/06/15/eldhusgarourinn-vex-og-vex/ [Skoðað:June 16, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: June 15, 2009
breytt: May 22, 2014

Messages: