GulmaðraGulmaðra [Galium verum]

Lýsing: Upprétt, 15-50 cm há, vex upp af rauðum skriðulum jarðstöngli, blöðin striklaga í kransi, blómin gul, smá og þétt. Ilmar. Aðallega á þurru valllendi um allt land.

Árstími: Tekin í fullum blóma í júní-ágúst.

Tínsla: Klippt eða slegin

Meðferð: Þurrkuð, gjarnan í knippum. Vill molna í þurrkun og því gott að hafa þéttan dúk undir. Notuð bæði í te og krydd.

Ljósmynd: Gulmaðra, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Birt:
July 14, 2013
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Erlingur Filippusson „Söfnun og meðferð gulmöðru“, Náttúran.is: July 14, 2013 URL: http://nature.is/d/2010/05/28/sofnun-og-medferd-gulmodru/ [Skoðað:April 17, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: May 28, 2010
breytt: Jan. 1, 2013

Messages: